Lögberg - 13.04.1933, Síða 1

Lögberg - 13.04.1933, Síða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 13.APRÍL 1933 Ur vöndu að ráða Hon. George S- Henry, forsætis- ráðherra i Ontario, er í töluvert ó- þægilegum kringumstæðum rétt sem stendur, og ekki bara hann sjálfur heldur líka allur hinn f jölt;ienni og öflugi íhaldsflokkur í Ontario. Lít- ur út fyrir að Mr. Henry hafi sjálf- ur haft töluverða hagsmuni af gerð- um stjórnarinnar í Ontario, þar sem hanrt sjálfur skipað forsæti. Ekki er þó þar með sagt, að hann sé sek- ur um nokkurn fjárdrátt. Svo leið- is var, að hann hafði keypt hluti i raforkufyrirtæki fyrir $25,000. Fór svo hér eiris og oft endranær, að f élagið lenti í f járþröng og gat ekki borgað arð af hlutafénu og hlutirn- ir féllu niður úr öllu valdi. Leitaði þá félagið á náðir fylkisstjórnarinn- ar og varð sú niðurstaðan, að fylkið tók við eignum félagsins og urðu hlutir þess þá miklu meira virði. Er sagt aö Mr. Henry hafi þar grætt aftur $14,000 af því fé, sem hann var búinn að tapa á þessum hluta- kaupum sinum. Afsökun forsætis- ráðherráns er óneitanlega einkenni- leg, en hún er sú, að þegar stjórnin tók yfir eignir félagsins, þá hafi hann ekkert inunað eftir því, að haiin átti þarna sjálfur tuttugú og fimm þúsund dali. Þetta þykir ekki beinlínis trúleg saga, enda þótt Mr. Henry sé auðugur maður. Auðugu mennirnir muna vanalega rétt eins vel eftir skildingunum sínum eins og hinir, sem fátækari eru. Nú þyk- ir það fjarri öllu lagi, að ráðherrar hafi persónulegan hagnað af nokkru því, sem stjórnin gerir. Þykir mörg- um st;m hér sé ekki nema einn kost- ur fyrir höndurn fyrir Mr. Henry, sá að segja áf sér, en hann mun mjög ófús að gera það. Kemur þetta alt sér heldur illa fyrir ihaldsflokk- inn í Ontario, þvi þar líður nú að fylkiskosninguni og því ekki hentug- ur tími að fá nýjan leiðtoga. Einnig taliö víst að þetta verði óspart not- að gegn flokknum við kosningarn- ar. --------- Churchill höfnin Nú sem stendur lítur út fyrir að eitthvað meiri siglingar verði til Churchill á þessu ári, heldur en í fyrra, kannske svo sem helmingi meiri. Venjuleg hafnargjöld verða nú þau skip að greiða, sem þar koma. Það, sem nú virðist helzt standa því í vegi, að siglingar aukist þangað mikið, er það að á- byrgðargjöld á skipum og flutningi eru enn alt of há, ósanngjarnlega há, miklu hærri heldur en til Montreal eða Vancouver. Er það nú alment talið ósanngjarnt og ástæðulaust,, því siglingar séu í raun og veru ekki þættumeiri til Churchill, heldur en til Montreal. Hér er verkefni fyrir sambandstjórnina, að færa þetta í lag. Hún gerir það kannske, en lík- urnar til þess þykja ekki sérlega sterkar. ------------ Þriggja ára fangelsi A. R. Ross, sá, sem kærður var fyrir að hafa stolið $14,279.85 af fé Manitobaháskólans, hefir nú játað glæp sinn og hefir verið dæmdur til K'ggja ára fangavistar i Stony Mountain fangelsinu. Lögmaður hans, C. Tupper, fór fram á það við dómarann, R. M. Noble, að Ross fengi vægan dóm. Færði hann hon- um ýniislegt til málsbóta, en það helzt, að hann hefði aldrei ætlað sér að stela, heldur taka traustataki á peningum, sem hann hafði undir hendi, en ávalt ætlað að skila þeim aftur. Hann hefði ætlað að græða á þeim á veðreiðum, en það hefði farið svo, að hann hefði altaf tapað meiru og meiru. Aðrar ástæður virðast lítilfjörlegar, svo sem þær, að laun hans hafi verið færð niður úr $4,500 ofan í $3,600 á ári. Bók- haldari ætti að geta lifað sæmilegu Hfi á $300 á mánuði.j Alþingishátíðargjöf frá Canada Styrktarsjóður íslenzkra háskóla- stúdenta Forsætisrá&herrann í Kanada R. B. Bennett hefir tilkynt ríkisstjórn- inni, að kanadiska stjórnin hafi á- ákveðið að stofna sjóð að upphæð $25,000 í tilefni af Alþingishátíð- inni 1930 og verSi vöxtum sjóðsins varið til styrktar íslenzkum náms- mönnum, er vilja ljúka námi við kanadiska háskóla. Hefir forsætisráðherra Kanada jafnframt skýrt frá að upphæð, er samsvari 5% ársvöxtum af nefnd- um höfuðstól, verði til ráðstöfunar handa námsmönnum þegar á næsta háskólaári og er óskað tillaga frá íslandi um veitingu þeirrar upphæð- ar. Ríkisstjórnin hefir þakkað hina veglegu gjöf og undirbýr nú stofn- skrá fyrir sjóðinn. —Mbl. Menn eru börn J. F. McKinley dómari frá Ot- tawa fluti fyrir nokkrum dögum ræðu í Marlborough hotel í Winni- peg. Hann var að tala við giftar konur. Fórust honum meðal ann- ars orð þessu lík, þó þýðingin kúnni að vera dálítið lausleg: Allir menn eru börn. Því stærri og sterkari sem xþeir eru, því meiri börn eru þeir. Mæður þeirra fóru með þá eins og börn og þér verðið að halda því áfram. Hver maður vill láta sér finnast, að konan sín se minni máttar en hann og verði að styðjast við sig, og hann er dálítið úpp með sér af þeim hæfileikum sinum, að hafa mátt til að vernda konuna. Svo hvort sem yður er nú nokkur stoð i honum, ellegar ekki, þá lofið þér honum að halda að svo sé. Honum líður þá betur. Haldið þér yður frá skrifstofu hans. • ;, . Látið ekki afbrýðissemi yðar gera yður að njósnara, sem vakír yfir hverri hreyfingu, án þess hann viti það. Verið ekki símaplága. Símið ekki bóndanum, hvert sinn, sem eitthvert smáræði kemur fyrir urigbarnið, eða yður •vefður sundurorða við vinnu- konuna. Takið ekki á móti honum með tárin í augunum á kveldin, þó hann kunni að hafa vérið eitthvað höstugur þegar þér hringduð til hans þann daginn. Getur vei verið að einmitt þá haíi einhver veriö inni hjá honum, og hann hafi verið rétt að því kominn að fullgera við hann mikilsvarðandi kaupsamninga. Verið ekki altaf að síma til hans og biðja hann að kaupa þetta eða hitt á heimleiðinni. Verið glaðlegar við hann, þegar hann kemur heim til yðar á kveldin, eins og þér voruð áður en þér gift- ust. Berið ekki fram þá næstum ógnandi afsökun, að þér hafið eng- an frið haft fyrir börnunum allan daginn. Þér verðið að rnuna það, að bóndi yðar sér ekki nema betri hliðina á kvenfólkinu allan daginn. Látið hann skilja, að yður þyki bara vænt um að hann komi heim með vini sína og teljið ekki eftir að gera þeim eitthvað gott. Ef hann segir yður að hann geti ekki lcomið heim, því hann verði að hafa máltið með vini sínurn niðri í bæ, þá segið þér honum að koma heim með þenn- an vin sinn. Honum þykir vænt um það. Látið ekki börnin bola honum frá sér vegna yðar tilfinninga. Gott hjónaband er grundvallað á sameig- inlegri virðingu hjónanna hvort fyr- ir öðru og þegar virðingin fer út um framdyrnar, þá fer ástin út um bakdyrnar. Manitoba-þingið Af því, sem þar gerðist vikuna sem leið, er ekki margt að segja. Þar gerðist ofboð lítið, sem nokkra verulega þýðingu hefir, eða í frá- sögur sé færandi. Það Væri þó kannske helst það, að þingmennirn- ir tóku sig til einn daginn og færðu sín eigin laun niður um 7%, eða úr $1800 á ári ofan í $1674 á ári. Sumir þingmennirnir vildu ganga miklu lengra ög lækka þingmanna- launin um 50%, eða ofan í $900 á ári. En það fékk litla áheyrn. John Queen og hans félagar voru nijög á móti þessari launaiækkun, eins og allri annari launalækkun. Munu nú fáir eða engir þingmenn í Canada hafa lægri laun, heldur en þing- mennirnir í Manitoba. Men’s Club Fundi þeim, sem karlaklúbbur Fyrsta lúterska safnaðar hafði á- kveðið að halda hinn 4. þ. m. var frestað vegna þess, að ýmsir aðrir fundir og samkomur voru þetta sama kvöld. Frestaði því karla- klúbburinn sínum fundi til að hliðra til fyrir öðrum. En nú verður fund- urinn haldinn með sama hætti og á- kveðið var áður, á þriðjudagskveld- ið í næstu viku, hinn 18. þ.m., kl. 8.15, í fundarsal Fyrstu lútersþu kirkju. Þetta er ársfundur klúbbs- ins og hinn síðasti, þangað til næsta haust, Er vonast eftir að þar verði tnargir menn samdnkomrtir. Forseti klúbbsins, Dr. Thorlaksson, flytur erindi og mun hann ætla sér að tala um framtíð kirkju vorrar. Inngang- ur ekki seldur, en samskot tekin tú að mæta kostnaðinum við samkomu- haldið. Ætlar til Washington Roosevelt hefir boðið Ramsay MacDonald, forsætisráðherra Breta, að koma til Washington, og eiga þar tal við sig um Stríðsskuldirnar fyrst og fremst, og um ýms fleiri málefni, sem varða Bandaríkin og Bretland. Hefir Mr. MacDonald þegið þetta boð og segja fréttir frá London að hann muni Ieggja af stað til Wash- ington á laugardaginn í þessari viku. Haldið er að Frakkar og ítalir muni líka senda menn til Washington til að tala við forsetann um stríðs- skuldirnar jafnframt Mr. Mac- Donald. Það er jafnvel haldið að Mr. Bennett muni fara til Washirtg- ton um sömu mundir til að leggja þar líka orð í belg. Bátur ferst Fjórir menn drukkna R’vík. 8. marz. I fyrrinótt réru bátar í Grinda- vík, og fórst einn bátanna þaðan í gærdag, er skipverjar voru að draga línuna. Var báturinn þá staddur . all langt undan landi. Telja menn líklegast, að brotsjór hafi riðið yfir bátinn og fært hann í kaf eÖa hvolft honum. Skipverjum tókst þó að rétta bátinn við og komast upp i hann. Maraði hann nú lengi í hálfu kafi, en loks bar að opinn vélbát, “Hafurbjörn,” form. Guð- jón Klemensson. Voru þá 4 af þeim fimm, sem í bátnum voru, druknaðir, og hafa lík þeirra senni- lega verið í bátnum. En um leið og sá maðurinn, er á lífi var, bjargaðist upp i “Hafurbjörn,” náð- ist eitt líkið. Rak nú bátana sund- ur, en ógerlegt var fyrir “Hafur- björn” að leggja að hinum bátnum aftur, vegna veðurs. Sá, sem bjarg- aðist, var frá Reyðarfirði, en þeir, sem druknuðu, voru: 1. Guðmundur Erlendsson, form., Grindavík, kvæntur, átti tvö börn. Lík hans náðist. 2. Sæmundur Jónsson, Grindavik, ókvæntur. ( 3. Magnús Tómasson, frá Gegnis- hólum í flóa, og 4. Gunnar Jónsson, úr Steingríms- firði.—Vísir. Mishepnuð tilraun Um klukkan eitt á laugardaginn réðust tveir menn á mann, sem vinn- ur í tekjuskattsskrifstofunni, sem er i þinghússbyggingunni hér í Winnipeg. Hafði hann farið út úr skrifstofunni og inn í annað her- bergi þar skamt frá, þar sem menn geta þvegið sér. Voru þar tveir menn fyrir og skaut annar þeirra á hann, en misti hans, en hinn barði hann í höfuðið með skammbyssu og særði hann mikið. Er þó haldið að maðurinn muni verða jafngóður. Sá, sem fyrir þessu skakkafalli varð heitir John Sangster og hefir unnið nokkur ár á tekjuskattsskrifstof- unni. Vafalaust höfðu þessir tveir menn það í huga, að ræna þarna peningum, en þeim hepnaðist það ekki í þetta sinn, en þeim hepnaðist að komast burt án þess nokkur hefði hendur í hári þeirra. PÁSKASÁLMUR Bftir Grundtvig Þýddur af séra Valdemar Briem Planta’ á leiðið lilju bjarta, María hjá gröf stóð grátin, lífsins rnark á dauðans ból. gægðist hún í steinþró inn. Gegnum myrkrið grafar svarta . Drottin sinn hún syrgði látinn, glóa blómin hýr mót sól. sá þó tóman legstaðinn. ’ Hvert eitt blað, á gröf er grær, Morgunsólin hýr og hrein guðs er engils vængur skær. hennar gegnum tárin skein. Dauðaklukkur dimmt ei hringja, þar í gröf, er hvílt hann hefur, dýrðarljóð guðs englar syngja. hár sig engijl ljósi vefur. Sólin huldist svörtum mökkva, Opnast leiðin, lúðrar hijóma, sonar guðs er blóð út rann. líka heyrist drottins raust Gröfin ljómar, dimman dökkva gegnum dauðra grafir óma, dreifist burt, er upprís.hann. grafir láti herfang laust. Syngi drottni sérhver þjóð Herrann eigi hrópar nú: sigur-páskamorgunljóð. “Hvar ert, Adam, falinn þú?” Jesús uppreis, Jesús lifi'r, Herrans raustin hljómar blíða: Jesús ríkir himnum yfir. “Hér er frelsari’ allra lýða.” Sjálfur drottinn lifsins lifir, losnuð eru dauðans bönd; grafir hafinn er hann yfir; oss hans blessi líknarhönd. Vöknum nú af værðarblund vors um fagra morgunstund; og með sigursálmi glöðum 1 svifi’ upp önd á vængjum hröðum I NÚMER 15 KIRKJAN PÁSKAVIKAN í FYRSTU LÚTERSKU KIRKJU Miðvikudag, kl 8 síðdegis: Sameiginleg föstu-guðsþjónusta safnaðanna þriggja, Fyrsta lúterska safnaðar, Ensk-lúterska safnaðarins og norska safnaðarins lúterska. Fer fram á ensku. Þrír prestar taka þátt i guðsþjónustunni. Skírdag, kl. 8 síðdegis: • Altarisgöngu-guðsþjónusta (íslenzk). Föstudaginn langa, kl. 7 síðdegis: Guðsþjónusta, með tilhlýðilegum helgisöngvum (íslenzk) Séra Rúnólfur Marteinsson prédikar. Páskadag: 1. Hátiðar-guðsþjónusta (ensk), kl. 11 f. h. Yngri söngflokkurinn. 2. Hátíðar-guðsþjónusta (íslenzk), kl. 7 e. h.—Eldri söngflokkurinn. . "Hversu vndislegir eru bústaðir þínir, Drottinn hersveitanna” Frá Islandi Reykjavík 19. marz. Síðastliðna viku (sem var 17. vetrarvikan) hefir verið óslitin A- og NA-veðrátta hér á landi.—Lægð- ir hafa farið austur fyrir sunnan land í stefnu á Bretlandseyjar, en hins vegar verið mikil loftþrýsting um N-Grænland. Fyrra helming vikunnar var aust- anáttin hlý og rigndi þá talsvert sunnanlands, en um miðja vikuna lögðust kaldír norðaustrænir loft- straumar frá íshafinu yfir landið og fylgdi þeim 4—8 st. frost. Norð- an lands hefir verið hrið síðustu tvo dagana og allmikill snjór kominn þar. Sunan lands er snjólítið mjög á láglendi, en talsverður snjór til f jalla. í Reykjavík varð hlýjast á mánu- daginn, nærri 6 stiga hiti, en kald- ast 5.3 st. frost á fimtudaginn. Úr- koma hefir verið 2.7 m.m. Frá útgerðinni er fátt að frétta, nema framhaldandi hlaðafla í ver- stöðvum sunnan og vestanlands. Hefir verðið á fiski þeim, sem seld- ur hefir verið upp á síðkastið svign- að heldur undan svo mikilli fram- leiðslu, þar sem samfara er mikill afli í Noregi. Þ. 15. marz var aflinn hér á landi orðinn 15,800 tonn. Var hann á sama tíma í fyrra 9,100 tonn og í hitteðfyrra 5,600 tonn. í Noregi hefir verið saltað 9,000 tonnuin meira í ár en í fyrra. í dag sest búnaðarþing á rökstóla. Er vonandi að þeir menn, sem þar koma saman, geti fundið holl ráð og stefnumið ný fyrir landbúnað- inn. Því varla verður annað sagt, en heldur dökkni útlitið um erlenda sölu búnaðarafurða þeirra, er vér hingað til höfum haft á boðstólum. Forsætisráðherra skýrði frá því í þingræðu, er útvarpað var um dag- inn, að Norðmenn teldu að þeir gætu kjötfætt sig sjálfir á næstu ár- um, enda mun sauðfé þeirra hafa fjölgað um 300,000 og nautgripir um 100,000 eða um það bil á fám árum. Og um horfur á leyfi til freS- kjötssölu í Englandi verður ekkert sagt enn, riema það, að frændþjóð- um vorum gengur erfiðlega í samn- ingunum við Breta,. —Mbl. Mentaskólanum á Akureyri lokað Á Akureyri breiðist inflúensan óðfluga út. Fjörutíu nemendur í Mentaskólanum hafa veikst, og hafa fengið háan hita. Út af -þessu var kenslu hætt í skólanum í gær, og hefst hún varla aftur fyr en á mánu- dag. I Keflavík geisar infiúensa lika, en er sögð væg þar, og menn liggi ekki nema 2—3 daga í henni. Mbl. 10. marz. Slys á togara “Arinbjörn hersir” missir mann. Togarinn “Arinbjörn hersir” fór liéðan snemrna í gærmorgun, en þegar hann var rétt kominn út fyr- ir hafnarmynnið var saknað annars kyndarans, Kjartans Vigfússonar og mun hann hafa fallið fyrir borð og drukknað.—Sást hann skömmu áð- ur ganga aftur á skipið. —Skipið sneri aftur og skipstjór- inn tilkynti lögreglunni slysið, og hélt því næst á veiðar. Kjartan átti heima á Óðinsgötu 24, var 37 ára að aldri og lætur eftir sig konu og fjögur börn. Mbl. 10. marz. Tollur á fiski í Þýskalandi Nýir innflutningstollar á fiski gengu í gildi 6. rnarz í Þiýskalandi. Ný síld er enn tollfrjáls, og toll- ur á saltsíld óbreyttur, Rm. 9.00 (kr. 14.00) per tunnu. Tollur á nýjum fiski verður Rm. 10.00 (kr. 15.50) per 100 kg. og á frystum fiski Rm. 15.00 (kr. 23.25) Mbl. Guðmundur G. Bárðarson pró- fessor og kennari við Mentáskólann lést 13. marz kl. 4 eftir langa van- heilsu. Lagðist hann rúmfastur í ágúst í sumar sem leið og steig aldrei á fætur eftir það. Með honum er. fallinn í valinn einn af merkilegustu náttúrufræð- ingum íslands. Útflutningur landbúnaðarafurða í janúar og febrúar nam samtals 96,- 940 krónum. Mest kvað að útflutn- ingi á freðkjöti, 27,660 kr. (fyrir 63,095 kg. eða um 44 aura kg., en verðið var á sama tima í fyrra um 79 aurar kg.). Af ull hafa verið flutt út 33,518 kg. og fengist fyrir hana 26,370 kr., eða um 78 aura kg. en i fyrra var verðið rúm króna. Rotuð skinn liafa verið flutt út fyr- ir 19.360 kr. (11.470 kg.) og er verðið lítið eitt hærra á þeim, en árið áður. 2121 saltaðar gærur hafa verið fluttar út og fyrir þær hafa fengist 2,760 krónur.—Af prjónlesi voru flutt út 945 kg., en 2201 kg. í fyrra. Af æðardún voru flutt út 148 kg. og fengust fyrir það 4,460 kr. eða tæpár 30 krónur fyrir kg., en í fyrra var verðið 34 krónur. Mbl. Ólöf Sigurðárdóttir skáldkona frá hlöðurn, andaðist í Elliheimilinu Grund í gær klukkan 4, eftir lang- varandi vanheilsu. Mbl. 24. marz.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.