Lögberg - 13.04.1933, Síða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. APRIL, 1933
Bls. 7
Islendingabúðir í Vági
—eftir—
POUL NICLASEN
I.
Nú eru rúm 1000 ár siðan hinir
fyrstu norrænu landnámsmenn tóku
sér bólstaði í Færeyjum, á íslandi,
Hjaltlandi, Orkneyjum, Katanesi og
víðar. Þúsund ár er langur tími
og margt hefir skipast síðan á land-
námstíS, meðan nornirnar spunnu
í örlögsímu kynslóðanna öld fram
af öld.
Fyrstu landnámsmennirnir munu
hafa sezt að á Hjaltlandi, Orkneyj-
um og Færeyjum, en ísland mun
hafa bygst litlu seinna. Vér vitum
það, að íslenzkir landnámsmenn
lögðu leið sína um Færeyjar og að
þá var bygð þar. Þannig er sagt
frá því í Færeyjasögu (og land-
námu) að Auður djúpúðga fór til
íslands en kom við í Færeyjum og
gifti þar Ólöfu dóttur Þorsteins
rauða, og að þaðan er komin göf-
ugasta ættin í Færeyjum, sem nefn-
ist Götuskeggjar, og áttu heima í
Austurey. (Aðra dóttur Þorsteins
rauða, Gró, gifti Auður í Orkneyj-
um, en Ósk, Þorgerði, Þorhildi og
Vigdísi, dætur Þor'steins, gifti
Auður hér á landi og er þaðan kom-
ið Breiðfiröingakyn, segir Ari.
Þýð.). Dæmi eru og til þess að
fleiri af ættum þeirn, sem staðfest-
ust á íslandi, Færeyjum og Hjalt-
landi voru tengdar sterkum vináttu-
og frændsemisböndum. Af þeirri
ástæðu og fleirum hafa verið mikl-
ar samgöngur milli landanna. Hafa
íslendingar og Færeyingar óefað
farið kynnisferðir hvorir til annara,
og örnefnið “íslendingabúðir” norð-
ur á Vági hefir geymst frá þeim
dögum er íslendingar komu við í
Færeyjum á leið sinni til Noregs eða
þaðan, og dvöldust þá oft hér langa
hrið.
Gömul munnmæli herma það, að
íslendingar hafi komið við norður
á Vági og suður í Vági á leið til
Noregs eða þaðan. Og örnefni eins
og til dæmis Hjaltastöð í Suðurey,
bendir til þess að þar hafi Hjalt-
lendingar hafst við.
Siglingaleiðin frá Islandi til
Hjaltlands og Noregs, eða frá
Noregi til íslands og Grænlands, lá
um Færeyjar. Svo segir í Land-
námu: “Svá segja vitrir menn at
ór Noregi frá Staði sje sjau dægra
sigling í vestr til Horns á íslandi
austanverðu; enn frá Snæfellsnesi,
þar er skamst er, er fjogurra
dægra haf í vestr til Grænlands. Af
Hernum í Noregi skal sigla jamnan
i vestr til Hvarfs á Grænlandi, ok
er þá siglt fyrir norðan Hjaltland
svá, af því at eins sje þat at allgóð
sje sjóvar sýn; enn fyrir sunnan
Færeyjar svá, at sjór er í miðjum
hlíðum, enn fyrir sunnan ísland, at
þeir hafa af fugl og hval.”
í gömlum skinnhandaritum er
þess stundum getið, að íslendingar
settust að í Færeyjum. Þannig er
til dæmis sagt um Droplaugu, að
hún og Herjúlfur sonur hennar
settust að í Færeyjum í lok 10. ald-
ar. Nokkrum mannsöldrum seinna
sezt önnur ríkiskona að i Færeyjum.
Það var hin nafnkunna húsfreyja
í Húsavík. Faðir hennar var Sig-
urður Hjaltur, fæddur í Hjaltlandi.
II.
“íslendingabúðir” norður í Vági
geyma sem sagt minningu um þá
daga er íslendingar komu hér við
á siglingum sinum. Annað talandi
dæmi um hin sterku kynningar- og
menningarbönd, sem tengdu íslend-
inga og Færeyinga saman fyrrum,
eru ýms kvæði, sem enn geymast í
minnum Færeyinga.—Vér eigum til
dæmis kvæði um Gunnar á Hlíðar-
enda, Kjartan Ólafsson, um Græn-
landsför Þormóðs kolbrúnarskálds
o. fl.
í nokkrum af kvæðum vorum er
i upphafi sagt frá því að “ríman er
komin úr íslandi, skrivað í bók
svo breiða,” eða “fröði er komið
úr íslandi.” Gömul tnunnmæli
herma að á miðöldunum hafi ís-
lenzkt skip farist við Sandey. Úr
skipi þessu rak á land svo stóra bók,
að hún var nóg klyf á hest, og úr
þeirri bók eiga Færeyingar að hafa
fengið efni i kvæði þau er hejrna
um atburði, er gerst hafa á íslandi.
Eitt blað úr þessari bók er sagt að
lengi hafi verið geymt í bóndabæn-
um Bö í Húsavík, en nú er það
glatað.
Ekki er gott að vita hvort þessi
munnmæli eru sönn, en ekki er það
ólíklegí, að á þeim dögum, er sigl-
ingar voru svo miklar milli land-
anna, kunni islenzkt skip að hafa
farist við Sandey og að úr því hafi
rekið skinnbók á land. En for-
málinn í kvæðunum getur þó eins
bent til þess, að þau sé samin eftir
munnlegum frásögnum íslendinga.
Islenzk menning hefir haft mikil
áhrif í Færeyjum allt fram á 16.
öld. Seinasti kaþólski biskupinn á
Islandi, Jón Arason, sem var háls-
höggvin 1550 orkti til dæmis kvæð-
ið “Ljómur,” sem var 38 erindi og
hvert erindi 10 línur. Á íslandi
geymdist kvæðið, en hér í Færeyj-
um hefir það geymst í mannaminn-
um þessi 400 ár, sem liðin eru frá
dauða Jóns Arasonar. Það lifir
hér enn í dag, og aðeins 3 erindi
af 38 hafa gleymst. Að Færeying-
ar gátu tileinkað sér þetta kvæði
sýnir bezt, að ekki hefir þá verið
mikill munur á tungu íslendinga og
Færeyinga. Sú hjátrú var í Fær-
eyjum, að hver sem kendi öðrum
“Ljóm,” mætti ekki kenna seinasta
erindið, því að öðrum kosti væri
hann hraðfeigur. En ekki hefir sú
hjátrú verið mjög rík, því að ella
hefði gleymst fleiri erindi en 3 úr
kvæðinu.
Annað dæmi um það hve vel ís-
lendingar og Færeyingar skildu
hvor annars mál allt fram að 1650,
má finna i æfisögu hins kunna ís-
lendings Jóns Ólafssonar, sem hafði
ferðast víða um heim. Hann var
skipverji á herskipinu “Victor,”
skipi Jörgen Daa flotaforingja,
þegar hann var sendur með sex her-
skip til þess að eyða sjóræningjum
þeim, sem herjuðu á Noreg, Fær-
eyjar og ísland.
Jón Ólafsson segir frá þvi, að
þeir hafi dvalist hálfan mánuð í
Færeyjum og meðal annars heim-
sótt Mikkjal i Lamba, sem var lög-
maður i Færeyjum. Þar hitti hann
Færeying, Ólaf, að nafni, sem var
frábær járnsmiður og tókst með
þeim góð vinátta. Jón Ólafsson gaf
honum eina íslenzka bók og seldi
honum aðrar tvær, “Ódauðleika sál-
arinnar” og “Enchiridion,” og gekk
Ólafi vel að lesa þær. Jón getur
þess líka að lítill munur sé á fær
eysku og islenzku, búningum og
ýmsum siðum í báðum löndum.
III.
Árin 1896 og 1898 vann Daníel
Bruun höfuðsmaður að fornleifa-
rannsóknum í Færeyjum og meðal
annars gróf hann þá upp íslendinga-
búðir. I bók sinni “Fra de færöske
Bygder” (K’höfn 1929) segir hann
svo frá þeirri rannsókn:
Á Borðey í Borðeyjavík, austan-
til í víkinni og um 2 km. sunnan
við Eyri, eru íslendingabúðir, sem
rannsakaðar voru 1896. Þær eru
alveg niður við sjávarmál og eru
þrjár alls: Stórt hús, annað hús
minna og naust fyrir stóran bát eða
lítið skip.
Stóra húsið hefir verið bygt að
veggjum úr torfi og grjóti. Með-
fram veggjunum inni voru bálkar
úr grjóti, með moldarlögum á milli.
Útidyr á hliðarvegg út við stafn. Á
miðju gólfi var eldstæði og var
grjóthleðslan undir því þrjá-fjórðu
metra niðri í gólfinu. Þarna fanst
nokkuð af viðarkolum. Það sást,
að eldur hafi verið kyntur rétt hjá
eldstæðinu og eins úti í einu horn-
inu.
Daniel Bruun hyggur að þetta
sanni það, að matur hafi verið eld-
aður samtímis í fleiri en einum stað.
Kjöt hefir verið soðið eða steikt á
glæðunum niðri í eldstæðinu, en
jafnhliða er annar matur soðánn við
hina eldana.
Annað hús minna, hlaðið úr torfi
og grjóti, var einnig grafið upp.
Það hefir staðið samhliða hinu hús-
inu en dálítið lengra frá sjó. Það
hefir sýnilega verið útibúr.
Rétt hjá þessu húsi var naustið,
aflöng, slétt torfhleðsla. Þar hafa
sennilega skip og bátar verið dreg-
in á land. Þar hafa geta staðið
45—50 feta löng skip og 10—15
feta breið.
Víkingaskipin, sem fundust hafa
i Noregi, eru nokkru stærri. Hið
svo nefnda “Osebergskip” er um
65 feta langt og 15 feta breitt, þar
sem það er breiðast. Þar hafa ver-
ið 15 árar á hvort borð og skipið
þvi fimtánsessa. “Gaukstaðaskip-
ið” er um 60 fet á lengd og 15 á
breidd.
IV.
Eins og áður er getiö komu Is-
lendingar forðum oft við í Fær-
eyjum þegar þeir voru í siglingum,
og dvöldust þar um skeið. Það
þarf því ekki að efa að þar hafa
þeir átt vini og venslafólk, og að
þar hafa þeir þóst heima.
Tímarnir breytast — þær kyn-
slóðir, sem uppi voru þegar íslend-
ingabúðir voru bygðar, eru fyrir
löngu komnar undir græna torfu
og gleymdar. En “gamlar vinir og
gamlar götur eigur engin at
gloyma,” eins og letrað stendur á
umgjörð málverksins af “íslend-
ingabúðum,” sem gefið var á 1000
ára minningarhátíð Alþingis. Þetta
eigum vér öll að hafa hugfast.
Það eru margir meinbugir á við-
skiftum þjóöanna, og oft virðist
sundrandi öflin vera sterkari þeim,
sem vilja sameina. En til giftu og
frama er það heillavænlegt að lifa
í sátt og samlyndi við nágranna og
ættingja. íslendingar eru frænd-
ur vorir og næsttt grannar, og þess
vegna eiga þessar tvær þjóðir að
lifa í sátt og samlyndi.
—Lesb.
Bjölluhljóðið
Það var á þeim árum, þegar
Norðvesturland Canada var óðum
• að byggjast, og að rnenn tóku sér
þar heimili úr öllum áttum, að faðir
okkar fluttist þangað búferlum og
settist að við dalverpi eitt. Smá á
rann eftir dalnum, en engjar báðum
megin við ána. Fyrir ofan bæinn
breiddi mörkin sig; vaxin stórum
trjám og nýgræðingi. Inni í skóg-
inunt voru smá tjarnir, með gras-
geirum umhverfis. Hagi var þar
góður fyrir búpening; var það vana-
ganga hans að sumrinu. Faðir okk-
ar átti nautgripi góða, og mjólkur-
kýr sæmilegar. Eitt vorið eignaðist
hann kvígukálf svartflekkóttan og
sérlega einkennilegan. Fanst okkur
börnunum rnikiö um kálfinn, og
tókum miklu ástfóstri við hann.
Þóttumst við sjá það, að sá mundi
kálfur vitur vera; kölluðum við
kvíguna Bíldu.
Það kom í ljós, eftir þvi sem
Bílda óx, að hún var fremur ein-
þykk og ráðrik við jafningja sína;
beitti hún hornum, ef þvi var að
skifta. Gerðist nú Bilda fullvaxta
mjólkurkýr, og þær stallsystur henn-
ar fleiri. Göntlu l ýrnar’ týndu töl-
unni smám santan; hinar yngri
kornu í staðinn. Nú var Bílda búin
að ná yfirráðum algerlega, og rann
fyrir kúahópnunt i haga og úr.
Heldur var hún talin óspök; olli
það vandræðum, þegar átti að reka
kýrnar þeim til mjalta. Kvað svo
ramt aö þessu, að þær vantaði svo
dægrum skifti.
Eitt sinn, þegar faðir okkar kom
úr kaupstað, kom hann með kýr-
bjöllu snotra og netta; ekki skemdi
fyrir blái miðinn á henni, sem sýndi
nafn smiðsins og nafn bjöllunnar
sjálfrar. Hljóðið var sérlega ein-
kennilega hvelt og skært, en ekki
ýkja hátt; heyrðist það langar leið-
ir ef kyrt var.
Við fengurn að leika okkur að
bjöllunni um tíma, svo um kvöldið
var hún fest um háls Bíldu með
svartri og nýrri ól. Var búið um
sem bezt. Var talið sjálfsagt að
Bílda bæri ólina. Lítið fanst henni
fyrst til um dýrgrip þennan, og bar
sig fremur illa yfir honum, en hún
vandist honum bráölega; helzt virt-
ist að hún teldi upphefð að honum,
og gekk nú rösklega fyrir kúnum
með þetta nýja heiðursmerki sitt.
Svo leið sumarið, veturinn gekk i
garð. Skepnur allar, setn áttu gott
heimili, stóðu.nú inni í hlýju fjósi
við stall og hey. Bílda var ein með-
al þeirra; bjallan var tekin af henni,
og okkur var leyft að leika okkur
a& henni. Einn þóttist vera Bilda,
annar var smalinn og hinir að vera
kýrnar. Svo var bjallan hengd upp á
snaga í f jósinu, og beið þar til næsta
sumars.
Veturinn leið; vorið kom með
fagnaðarboðskap mönnum og skepn-
um. Dimmu fjósin þóttu nú óþol-
andi; búpeningurinn baðaði sig í
hresSandi vorsólinni, hvomaði í sig
angandi nýgræðinginn og svalaði sér
á tárhreinum lindum leysingavatns-
ins—vistarverur vetrarins voru tóm-
ar og yfirgefnar.
Bílda tók upp embætti sitt á ný,
og reyndist hin röggsamlegasta í
allri forystu. Gekk svo um hríð, þar
til eitt sinn er kýrnar komu heim,
að bjallan var ekki um háls Bíldu.
Við gátum ómögulega skilið hvern-
ig stæði á tapi bjöllunnar, og rædd-
um það árangurslaust. Réðum við
af að gera gangskör að því að leita
hennar. Fórum við fjögur daginn
eftir og leituðum allsstaðar þar sem
líklegt var; gengum við dag þann
allan; þann næsta og þriðja dag-
inn, án þess að verða nokkurs vís.
Hættum við að svo búnu.
Oft ræddum við um hvarf bjöll-
unnar. Sáum við mikið eftir henni.
Við keyptum okkur ekki aðra
bjöllu.
Nú varð sú breyting á Bíldu, að
hún gerðist dauf og fjörlaus; dróst
jafnvel aftur úr, þegar kýrnar voru
á ferðinni, eða dundaði ein sér. Það
var líkast þvi, aö hún hefði mist
metnað sinn með bjöllunni. Næsta
vetur fóðraðist hún illa; taldi fað-
ir okkar vandséð um framtíð henn-
ar, taldi þó líklegt að Bílda mundi
hressast með vorinu. Hún lifnaði
dálitið við með vorgróðrinum, en
það sótti í sama horfið þegar frá
leið ; drógst Bilda upp meir og meir,
og varð að farga henni seint á slætt-
inum, og var dysjuð norður í hag-
anum.
.Það var farið að líða á haustið.
Það var auð jörð, en kalt; skepnur
voru flestar komnar á gjöf. Það
j var einn dag, að hvass vindur blés
á norðvestan; það hrikti í hurðum
og gluggakistum ; laufin þur eða hálf
frosin þyrluðust umhverfis; eik-
urnar rugguðu fyrir vindinum, og
greinarnar, nær alsnaktar, sveigð-
ust fram og aftur. Þá var það seint
um daginn, að Jóhann litli, sem var
næstur yngsta barninu að aldri, kom
hlaupandi inn með þá frétt að hann
hefði heyrt í bjöllunni hennar Bíldu.
Við fórum að hlæja og stríða hon-
um fyrir heimskuna og barnaskap-
inn. Honum sárnaði við okkur, en
stóð á því fastlega, að hann hefði
heyrt það svo glögt, og þekt vel
hljóðið, að þaö var ekki neinum
blöðum um það að fletta. Sagði,
að bezt væri fyrir okkur að koma
út og heyra það sjálf, ef við tryð-
um því ekki. Eftir talsverðar vífi-
lengjur fórum við öll út, og geng-
um norður fyrir húshornið í áttina,
þaðan, sem hljóðið átti aö hafa bor-
ist. Við stóðum æði stund kyr og
hlustuðum, og heyrðum ekkert nema
hvassviðrið í skóginum og þyt og
bresti í greinum trjánna. Við þótt-
umst illa leikin og snerum aftur, í
þann veginn að fara inn, en alt í
einu heyrðum við norður í skóginum
bjölluhljóð, hvelt og skært, eins og
þar væri bjöllukýr á ferð. Við stóð-
um og hlustuöum um stund, eins og
steini lostin. Hljóðið heyrðist af og
til, með nokkru millibili. Nauðalíkt
var það hljóðinu í týndu bjöllunni;
um það vorum við öll sammála.
Okkur fanst sjálfsagt að grenslast
eftir því hvaðan hljóðið kæmi. Það
var að byrja að rökkva; kom okkur
saman um, að bezt væri að geyma
það til morguns, og setja vel á sig
stefnuna á hljóöið. Þetta létum við
uppi. Við vorum, satt að segja, dá-
lítið smeyk, frestuðum þessvegna að
komast eftir þessu.
Daginn eftir var afspyrnu rok
með hríðar hraglanda; var ekki tak-
andi i mál að fara út í það veður.
Daginn næsta þar á eftir var stytt
upp og kyrt veður. Var nú hafin
leit eftir bjöllunni; gengið fram og
aftur um hagann, þaðan sem hljóð-
ið barst. Reyndist sú leit árangur-
laus með öllu.
Það varð alvanalegt aö heyra til
bjöllunnar þegar hvast var,
einkum þegar leið á sum-
ariö og hausta tók. Oft reyndunt
við að komast að því, hvernig á því
stæði, og altaf urðum við jafn vís.
Þegar við stóðum heima við húsið,
þóttumst við viss um hvaðan hljóð-
ið bærist, en þegar kom á staðinn,
fanst ekkert eða heyrðist.
Að síðustu gáfumst við upp við
að leita.
Síðan eru nú liðin mörg ár. For- i
Af Héraði
Héðan er lítið að frétta. Hel-
f jötrar heimskreppunnar liggja bæði
um líkama og sál, lama menn og
gera hljóðlyndari, dulari og tómlát-
ari um alt, en nokkru sinni áður.
Þó er bót í máli, að náttúran leggur
oss lið. Síðastliðið sumar var eitt
hið hagstæðasta. Heyfengur, eink-
um taða, mun hafa orðið meiri en
jafnvel nokkru sinni áður. Þar
hjálpar auðvitað til aukin ræktun.
iNýting heyja varð einnig góð, eink-
um seinni hluta sumars.
Garðmatur varð víðast mikill og
góður, eftir því sem hér gerist. Þó
varð seinni hluti sumars helst til þur
fyrir sendna garða, og næturfrost
komu snemma í september. Mér
þykir rétt að taka það fram aö eg
hefi reynslu fyrir því, að hinar svo-
nefndu Eyvindarkartöflur þola þetta
hvorttveggja betur en heimaalin
jarðepli, og munar það miklu. Það.
mun hafa látið nærri, að Eyvindur
gæfi 1-3 meiri uppskeru hjá mér i
haust en önnur jarðepli Eini galli
Eyvindarjarðepla er sá, að þau
þykja flestum bragðslæm, og eru
að því mikil brögð, ef þau eru rækt-
uð i moldargörðum, en séu þau rækt-
uð í góðum sandjarðvegi, eru þau
sæmileg til átu. Sem betur fer, er
garöræktin talsvert að færast í auk-
ana hér um slóðir. Nú hafa held
eg allir, eða því sem næst, eitthvað
af görðum, og margir hafa talsvert
til að selja til isjávarþorpanna um-
fram það, sem þeir þurfa til heimil-
is. Þetta mun aldrei hafa komið sér
betur en í haust, þegar svo sorglega
lítið fæst fyrir dilkana. Hér munu
víðast hafa fengist aðeins 50 aurar
fyrir kilóið í dilkakjöti og sama fyr-
ir kíló i gærum. Þar við bætist svo,
að fé var víðast með rýrasta móti.
Það mun hafa mest stafað af því,
hvað heiðar hér voru snjólausar frá
síðasta vetri. Þær greru snemma,
en féllu mjög fljótt, og mun þurka-
tíðin hafa flýtt fyrir því.
Þess er vert að geta, að maður
að nafni Sigurður Þorsteinsson
byrjaði verzlun við Lagarfljótsbrú
síðastliÖið vor. Hann keypti talsvert
mikið af garðávöxtum af bændum
fyrir sæmilegt verð og seldi til
Reykjavíkur auk kaupstaða hér
eystra. Einnig keypti hann 2—300
lömb fyrir göngur, og sendi kjötið
kælt eða frosið til Reykjavíkur.
Þetta eru virðingarveröar tilraunir
af fátækum manni, sem hefir að
öllu leyti illa aðstöðu til þessa; væri
óskandi að einnig vér hér af Héraði
gætum framvegis seilst alla leið til
höfuðstaðarins með afurðir vorar,
og Sigurði Þorsteinssyni mætti sem
best takast þetta eftirleiðis. Þess
má geta, að verðið sem fékst fyrir
þessi lömb mun hafa verið 2—3 kr.
hærra en fékst fyrir lömb alment í
haust.
Veturinn hefir verið fremur mild-
ur, sem af er. Annars var hagskarpt
allan desember og kom fé óvenju-
lega snemma i hús. Aftur var jan-
úar mjög góður og leysti þvi nær
allan snjó, og is fór allur úr Lagar-
fljóti. Meö febrúar brá aftur til
norðaustan áttar með snjókomu. í
gær var stórhríð, en birti upp i nótt.
Jörð er þó enn talsverð.
Hér var haldinn all fjölmennur
bændafundur 28. — 29. jan. — Þar
störfuðu saman menn af öllum
stjórnmálaflokkum, en þótty umræð-
ur væru oft fjörugar og stundum
heitar, þá gægðist flokkapólitíkin því
nær ekkert fram. Heitir Framsókn-
armenn og Sjálfstæðismenn stóðu
þar hlið við hlið og beittust fyrir
sömu tillögu. .
Ritað 9. febrúar, 1933.
' G. H.
—Mbl.
eldrar okkar eru dánir, og börnin
öll búin að yfirgefa heimilið. Nýr
ábúandi hefir tekið við jörðinni og
býr þar með skyldulið sitt. En þeg-
ar hvast er, heyrist í bjöllunni úti í
skóginum, er sagt að beri mest á
því á undan ofsa stormum og hret-
viðrutn ; þykir þá hyggilegra að hafa
búpening allan heima við.
S. S. C.
Er eins og önnur kona
og það eftir mjög
stuttan tíma
Svo segir kona í Saskatchewan
eftir að hafa reynt Dodd’s
Kidney Pills
Mrs. F. Alexanderson þjáðist af
gigt í bakinui.
Það að allskonar sjúkdómar, sem
stafa frá nýrunum læknast með því
að nota Dodd’s Kidney Pills, er enn
sannað með meðfylgjandi bréfi frá
Mrs. F. Alexanderson, Box 38,
Rockglen, Sask. Plún segir:
“Eg er ósköp litil kona og ekki
vel hraust. Eg er bóndakona og á
þrjá drengi, og hefi þvt mikið að
gera. Mín mestu óþægindi er gigt t
bakinu. Eftir að eg hafði tekið yð-
ar ágæta Dodd’s Kidney Pills í hér
um bil viku, var eg orðin eins og ný
ntanneskja.”
Ef nýrun eru veik, þá hikið ekki.
Drátturinn er aldrei til gagns. Hann
er líka hættulegur. Reynið strax
Dbdd’s Kidney Pills. Þú mátt reiða
þig á þær. Fáeinar af þeim tekúar
á réttum tíma, geta komið í veg fyr-
ir mikil veikindi.
Dodd’s Kidney Pills hafa læknað
þúsundir af veikum körlum og kon-
um.
Um glaukomblindu
(Leiðbeiningar fyrir almenning)
heitir bæklingur einn, sem Helgi
augnlæknir Skúlason á Akureyri
hefir tekið saman og gefið út. Hefir
hann leitast við, að haga framsetn-
ingu efnisins þannig, “að hver með-
algreindur leikmaður, með barna-
skólaþekkingu á mannlegum líkama,
geti haft þess full not.”—Hér á
landi er mjög mikið um glaukom-
blindu, að því er læknirinn segir.
—“ísland er að tiltölu við fólks-
fjölda eitt af verstu glaukomubæl-
unum í víðri veröld, að minsta kosti
af menningarlöndunum. I Norður-
álfu komast engin hinna landanna
í hálfkvisti við það í þessu tilliti,
en næst mun ganga Noregur og
Færeyjar.”—Hér á landi er einn
maður blindur af hverjum 296 íbú-
um og er það miklu meira en dæmi
þekkjast til í nálægum löndum.—
I Noregi er einn maður blindur af
bverjum 990, í Danmörku einn af
2,222, Englandi af 1,370 o. s. írv.,
að þvi er höfundur telur. — “Af
fólki innan við sextugt, eru aðeins
23 blindir hér í landi og mun það
vera minna að tiltölu, en nokkurs-
staðar annarsstaðar í álfunni. En
af sextugu fólki og þar yfir, er hér
einn karlmaður blindur af hverjum
23 og ein kona af hverjum 54.”—
Almenningur ætti að kaupa kverið
og kynna sér efni þess, því að þar
eru ýmsar ráðleggingar um með-
ferð augnanna og verndun sjónar-
innar.
—Vísir.
Flöskuskeyti—erfðaskrá
Fyrir nokkru var fátækur spansk-
ur bóndi að baða sig i Miðjarðar-
hafinu. Fann hann þá flösku á reki
og í henni var skjal. Þegar það var
athugað kom upp úr kafinu að þetta
var erfðaskrá auðmanns nokkurs,
sem hafði fyrirfarið sér. Ánafnaði
hann finnanda flöskunnar 27,000
peseta, og hefir fátæki bóndinn
fengið þá upphæð útborgaða.
Uppboð á flöggum
Þegar bandamenn héldu sigurför
sína inn í París að heimsstyrjöldinni
lokinni, óku helstu menn þeirra sinn
í hvorum bíl og voru bílarnir allir
smáflöggum skreyttir. Kapteinn í
hernum, sem stjórnaði umferðinni í
gegnum sigurbogann, greip tæki-
færið og er hátíðahöldunum var lok-
ið sölsaði hann undir sig öll flö^gin
af bílunum. Nú nýdega var hann
kominn i fjárþröng og fann þá upp
á því aö setja öll flöggin á uppboð,
og rifust menn um að ná í þau.
—Lesb.