Lögberg - 11.05.1933, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11.MAi.1cg3
Bls. 3
I
Sólskin
Sérstök deild í blaÖinu
Fyrir börn og unglinga
Örlög ráða
Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER.
Víst liöfiðu iþeir ibaríst við sjóræn-
ingjana, og þau höfðu hvert um sig
gert sitt allra ítrasta. Sérstahlega hafði ung-
frú Ventor sýnt alveg sjaldgæft hugrekki og
rólyndi. En annars—annars var ekkert sér-
stakt að segja um þetta. Sjóræningjamir
höfðu að lokum flúið og farist í brimgarðin-
um.
Skipverðar voru ekki fyllilega ánægðir með
þessa stuttu 0g fláskrúðugu frásögn. Þeir
liöfðu búist við einhverju meiru.
“Þetta er svei mér skussi í lagi,' ’ sagði
einn þeirra. Það 'hefði bara átt að vera ein-
hver annar, sem hefði upplifað annað eins.
Það hefði svei mér orðið saga í lagi ’ ’
“Hann hefir líklega ekki sýnt neinn sér-
legan hetjumóð í þessum við.skiftum,” sagði
einn þeirx-a. “Það er efalaust þess vegna, að
hann kærir sig ekkert um að tala um það.
Hann skammast sín.” Þessa skýringu féll-
ust flestir á, og áður en langt var liðið var
það orðið almenningsálit, að Uiles væri hetja,
en Smith aftur ámóti bleyða—a. m. k. hefði
mjög lítið kveðið að honum í þessum viðskift-
um.
Þegar Giles var búinn að raka sig og greiða
hár sitt eftir kúnstarinnar reglum—hafði far-
ið í bað og fært sig svo í sæmileg föt, tók hann
smá saman að ná sér og komast í sinn gamla
ham á ný.
XXVII.
Við sjáumst aftur.
Þrem vikuiri seinna mættu þau einu hinna
geysistóru farþegaskipa, 0g ískipbrotsmenn-
irnir þrír kvöddu þá björgunarmenn sína, og
voru síðaix flutt yfir í risaskipið, þar sem alt
var ríkulegt og skraxitlegt með afbrigðum.
Hér átti Giies nýjum sigri að fagna. Frétt-
irnar af hetjuverkum hans spurðust skjótt
og hér voru það langt um fleiri til að spjalla
um þau og dázt að þeim. 1 skrautsölum skips-
ins var fullsett af fyrsta flokks farþegum—
Bretum, nýlendubúum og Ameríkumönnum.
Og Effington lávarði var tekið opnum öim-
um.
Þiifarsfarþeginn, Smith, var settur á þriðja
flokks farrými og lagt á, að ganga brytanum
til haxida. Eftir hér um bil hálfs mánaðar
ferðalag, mundu þau ná Bretlandsströndum.
B11 loftskeytin höfðu daglega flutt fréttirnar
þúsundir mílna og í Fleet Street í Lundúnum
höfðu hraðprentvólarnar fult í fangi með áð
prenta hinar ævintýralegu frásagnir uin
björgun Effingtons lávarðar og ungfrú Elsu
Ventor, frænku dómsmálaráðherrans, og svo
þessa ókunna hr. Smith.
Eftir að þau komu um borð í flutningaskip-
ið Julius M. Ransome, hafði EJsa séð Belmont
aðeius fáeinum sinnum, og aðeins snöggvast
í livert sinn. Þau höfðu þyí aldrei getað talað
saman nema örfá orð í einu. Og nú nálguðust
þau Englandsstrendur. Æfintýrið var senn á
enda—bráðum áttu þau að kveðjast og sjást
aldrei framar. Þá mundi livert halda sína
leið út í framtíðina.
Hvert myndi hann fara? hugsaði liún með
sér. Hvað skyldi verða af lionum? Og—livað
myndi verða af hennif Hún yrði auðvitað
að lialda heit sitt við Giles. Hún hafði gert
kaup við hann, og hún gæti ekki riftað þeim
á ný. Það gæti varðað Belmont lífið—og hún
gæti heldur aldrei rofið lieit sitt.
Giles hafði mint hana á þetta ótal sinnuh,
síðustu vikurnar. 1
“Það er ástæðulaust að vera að bíða með
það, Elsa,” hafði hann sagt. “Mér finst
sannarlega, að eg hafi nú unnið til þín, með
heiðri og sóma—eða hvað ?”
“Við höfum gert með okkur samning, og
eg liefi ekki hugsað mér að rjúfa hann,”
mælti hún kuldalega. “Eg býst við, að það sé
það, sem þú átt við. Eg hefi heyrt þaö á skip-
stjóra og skipverjum, Giles, að þú sért mesta
hetja.”
Hann kiknaði undir fyrirlitningunni og
háðinu í svip hennar.
“Ekkiþekik eg neitt til þess—”
“Xei—ekki eg lieldur,” mælti hún biturt.
“En hugsaðu þér, Giles, ef sannleikurinn
kæmi allir í ljós—”
“Æ, hættu nú þessu! Eg hefi sannarlega
ekki raupað neitt af sjálfum mér. Eg hefi
sagt þeim skýrt og skorínort það, sem skeði,
og svo hafa þeir af því dregið ályktanir sín-
ar. Og ef við annars eigum að líta réttilega
á máli'ð, þá er það líklega lieldur ekki vert að
Bel . . . ., að Smith sé hossað of liátt í þessu
máli, um það getum við líklega verið á einu
máli. Eg tél því, að eg geri manninum blátt
áfram greiða með þessu. ”
“Já, auðvitað,” sagði hún. “Þetta er á-
kaflega hugulsamt af þér, Giles.” Hún leit á
hann og brosti kaldhæðnislega.
Giles varð nú smám saman óður og æfur af
heift og gremju. Fyrirlitning hennar sveið
honum sárt ofan á alt hólið og aðdáunina úr
öllum áttum undanfarna daga.
‘ ‘ Eg hefi gert minn hluta af þessu, og meira
er varla hægt að heimta af mér. Hvemig sem
á það er litið, þá hefi eg að minsta kosti
bjargað þér heilli á húfi út úr þessu víti.”
“Þú!—Hefir þú bjargað mér ? Er það þér
að þakka, að eg slapp frá þessu lieil á húfi?”
mælti hún með ákafa. “Mér finst nú, að við
tvö ættum ekki að vera að því að leika þenna
skrípaleik okkar á milli. Þú manst þó líklega,
að eg veit, hvernig í öllu liggur, Giles. E|g
veit allan sannleikann. Eg veit að þú hagaðir
þér eins og bleyða! ’ ’
“Nei, heyrðu nú til!” maldaði hann í mó-
inn og var loðmæltur. Bigum við nú að fara
að rífast, er það, sem þú ætlar þér?”
“Nei, hví ættum við að vera að 'því? það
er livort sem er tilgangslaust—og brieytir
engu til batnaðar. ”
‘ ‘ Þá vil eg líka helzt vera laus við að heyra
fleira af þessu tagi,” sagði hann gramur í
geði. ‘ ‘ Innan skamms ertu orðin konan mín,
og þá . . . .” 1
Unga stúlkan ypti öxlum, eins og færi
hrollur um hana.
“Já,” mælti hún, “það var einmitt það,—
sem hrossakaupin voru gerð um.”
XXVIII.
Vertu sæll, Ralph!
Það var síðasta kvöld ferðarinnar. Daginn
eftir mundi skipið vera á ferð upp eftir
Themsá og til við Tilbury. Það var þá síðasti
kaflinn í æfintýrinu hugsaði Elsa með sér, og
henni var þyngra niðri fyrir en nokkru sinni
áður. Hún náði í skipstjórann uppi á efsta
þilfari og talaði við liana lengi og alvarlega.
“Auðvitað, ungfrú Ventor,” mælti skip-
stjóri. “Eg skil það svo mæta vel. Þessi—
þessi Smith hefir svo að segja verið yður
góður vinur og félagi, og þér segið, að hann
hafi hætt lífi sínu yðar vegna. Auðvitað var
það hans hágöfgi—hefði hann ekki sýnt bæði
hugrekki og snarræði, myndi eflaust hafa far-
ið illa fyrir yður. ”
“Jú, eðlilega, eðlilega,” mælti Elsa. “En
eg verð að fá að tala við hr. Smith. Eg vildi
gjarnan eiga tal við hann í kvöld—síðasta
sinn. Þér skiljið það eflaust, skipstjóri. Mað-
urinn er fátækur. Það er ihann eflaust, úr því
liann fór á þriðja farrými á “Albertha” Eft-
ir alt það sem hann hefir gert fyrir mig, vildi
eg gjarnan gera honum greiða ef hægd væri.
Eg veit annars ekki. Hann er mjög stoltur og
mjög sómakær. En gæti eg fengið að tala við
hann fáein orð undir fjögur augu . . . .”
“E,g skil yður svo ósköp vel, ungfrú Ven-
tor, ” sagði skipstjóri með sannfæringar-
krafti. ‘ ‘ Þessi Smith virðist að vísu liafa sína
sérkennileika. Hann er mjög fáorður og frem-
ur einrænn. Hann hefir verið duglegur hér á
skipinu, að því er brytinn segir, hann liefir
blátt áfram unnið svo vel, að mér hefir komið
til hugar að greiða honum fult kaup fyrir
þann tíma, sem hann hefir verið hér á skip-
inu. ”
“Það væri mjög falega gert af yður, hr.
skipstjóri,” mælti Elsa. “Það myndi gleðja
mig, ef lianu hefði innunnið sér nokkrar krón-
ur sér til stuðnings og styrktar framvegis.
Eg vona því, að þér leyfið mér að ná tali af
lionum—hérna uppi ?”
“Já, auðvitað. Eg skal senda eftir honum
uiulir eins. ”
Belmont kom að vörmu spori. Hann var
dálítið hikandi og heilsaði Elsu.
“Það var sent eftir mér, ungfrú Ventor.
Mér skildist, að þér vilduð tala við mig.”
“Já, eg vildi gjarna tala fáein orð við yður
—hr. Smith,” mælti Blsa þóttalega. “A morg-
un er ferðinni lokið, og í kvöld er seinasta
kvöldið, sem við erum—samferðamenn.”
Skipstjórinn vék sér nú frá og skildi þau
tvö ein eftir, og sagði um leið, ,að hr. Smitli
mætti vera þar eins lengi, og ungfrú Ventor
óskaði.
Belmont hneigði sig lítillega í þaklcarskyni.
“Balph!” hvíslaði hún. “Ralph!” íiún
teygði fram aðra hendina og tók í liendina á
honum. “Eg hefi beðið og beðið og vonast
eftir þessari stundu. Eg varð að fá að tala
við þig, áður en við skiljumst, og í kvöld er
síðasta kvöldið.” Hún leit á hann með tárin í
augunum. “Giles—hetjan—er niðri í saln-
um. Þú ættir bara að sjá hann og hlusta á
hann! Þú mundir ekki þekkja hann aftur, og
allir farþegarnir flokkast utan um hann til
þess að heyra liann segja frá .... frá þrek-
virkjum þínum! Þú gerir þér ekki í hugar-
lund, hve hugrakkur og göfugur hann nú er
orðinn!” Hún rak upp dálítinn æsingslilátur
og dró Belmont með sér út að öldustokknum,
þar sem var nokkru dimmra. “Og á meðan
reikar þú hér—eins og þjónn, lítilsvirtur, og
án þess að nokkur gefi þér gaum. En hve ör-
lögin geta verið grimmúðug—grimmúðug og
óréttlát, Ralph. Geturðu hugsað þér aðra eins
kaldhæðni- Eða meiri grimd?”
“Gegn okkur, ” mælti hann. “Þér liafið
rétt að mæla—gegn yður og mér hafa örlögin
reynst hræðilega grimm. ” Hann leit beint í
augu liennar.
“Eg elska þig,” sagði hún, án þess að líta
undan. “Eg ætlaði aðeins að segja þér það í
síðasta sinn. Eg vildi, að þú skyldir vita það,
hvernig sem með okkur fer í heiminum, þá
mun eg samt alt af elska þig. Ralph, óskarðu
þess ekki stundum, að við værum horfin aftur
til litlu eyjarinnar afskektu? Þráirðu ekki
þangað aftur? Að hugsa sér ef við værum
liorfin þangað aftur—við tvö alein-hugs-
aðu þér það Ralph, væri það ekki Paradís?”
“Hvort eg óska þess—og þrái?” mælti
hann. “Mið dreymir um það sí og æ, bæði í
svefni og vöku. Það var okkar Paradís, Elsa.
Bn þar gátum við ekki fengið að vera lengur.
Nú eru Edenshlið lokuð okkur að eilífu. ”
“A rnorgun, ” mælti hún, “á morgun kom-
um við aftur til Lundúna. Hvað ætlarðu þá
að taka til bragðs? Hvert ferðu þá?”
Hann hristi höfuðið.
“Eg hefi ekkert um það hugsað enn þá.”
“Hefirðu alls ekki tekið neinar ákvarðan-
ir?”
“Alls engar,” mælti hann. “Eg býst við,"
að eg láti reka á reiðanum, þangað til eg . . ”
Hann þagnaði alt í einu.
“Skilurðu ekki, hvernig fara muni fyrir
mér ? ” mælti hún með ákafa. ‘ ‘ Bg mun verða í
sífeldum ótta um, já, þú veizt sjálfur um
hvað, ’ ’ mælti hún og fór hrollur um hana.
“Eg veit það. Hugsið ekki urn það,” mælti
Belmont.
“En þú átt systur. Geturðu ekki farið til
hennar?”
“Nei,” mælti hann.
“Hvers vegna ekki? Hún er þó systir þín.
.Það er skylda hennar að liðsinna þér.”
“Við María höfum kvaðst og skilið fyrir
fult og alt, ” mælti hann stillilega.
Þau stóðu bæði þögul stundarkorn. Svo tók
Elsa miða up úr vasa sínum og stakk í lófa
hans.
“Kvað er þetta?” spurði hann, og rödd
hans varð skyndilega hvöss og nöpur.
“Það eru—það eru ekki peningar,” flýtti
hún sér að segja. “Þú heldur þó ekki, að eg
ætli að særa þig?”
“Fyrirgefið,” mælti hann.
“Það er bréf,” mælti hún. “Þú verður að
gæta þess vel. Það er bréf, sem eg hefi skrif-
að kunningja mínum — gamalli vinkonu og
góðri. Eg gæti trúað henni fyrir lífi mínu og
sálarheill, og eg get einnig trúað henni fyrir
lífi þínu. Bg verð að hafa tai af þér aftur—
eg verð að sjá þig einu sinni enn. Eg get ekki
afborið þá hugsun, að við eigum að skilja, eg
verð að sjá þig aftur, Ralph!” Rödd hennar
titraði af innibyrgðum ákafa-æsingi, og hönd
hennar hélt fast um handlegg hans.
“ Já, en . . . .”
“Eg verð að giftast Giles, því hefi eg ekki
glejunt,” greip hún fram í. “Þegar eg er
orðin eiginkona hans, þá er öllu lokið, þá get-
um við ekki hizt framar—það veit eg ósköp
vel; en þangað til ræð eg mér sjálf. Enginn
maður, heldur ekki Giles, getur bannað mér
að tala við þig. E'g verð að sjá þig aftur—
kærir þú þig ekki um að sjá mig?”
‘ ‘ Þurfið þér að spyrja um það ? ”
Hann leit framan í hana. Augu hennar flóðu
í tárum, og þau hrundu niður kinnar henni.
Hann varð að stilla sig af öllum mætti, til þess
að taka hana ekki í faðm sér, vef ja hana að sér
og hugga hana með ástarblíðum orðum. En
hann stóð grafkyr og horfði til jarðar.
“Eg elska yður,” mælti hann stillilega.
‘ ‘ Eg elska ýður! ’ ’
Nú varð stundarhlé, áður en þau gátu kom-
ið upp nokkru orði. Þögul og harmþrungin
stóðu þau í myrkrinu úti við öldustokkinn, en
kyrðin umhverfis þau var þrungin af orðum
þeim og ástaratlotum, sem aðeins hefðu gert
þessi augnablik kvalafyllri, og skilnað þeirra
enn þá þungbærari.
(Framh.)
PROFESSIONAL CARDS
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham ogr Kennedy Sts. Phone 21 834 —Ofílce tlmar 2-3 Heimlll 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Winnipeg, Manitoba Símið pantanir yðar Roberts Drug Stores Limited ÁbyKffilegir lyfsalar Fyrsta flokks afsrreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur lögfrætlincrur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043
DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Nonnan Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED TannUzknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 645 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON tslcnzkir löofrœOingar 325 MAIN ST. (á öCru góifi) Talstml 97 621 Hafa einnig skrifstofur aö Lundar og Gimli og er þar aO hltta fyrata miövikudag I hverjum mánuOl.
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMES PLACE Winnlpeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Sími 22 296 Heimilis 46 064 J. T. THORSON, K.C. tslenzkur lögfrœOingur 801 Great Weat Perm. Bldg. Phone 92 755
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. . Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aC hitta kl. 10-12 f. h. of 2-6 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 DR. A. V. JOHNSON lslenzkur Tannlæknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthúsinu Simi 96 210 Heimilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaGur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimaslmi 71 753
\
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimiU 403 675 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaOur sá bezti. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími 601 562 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LögfrœOinostr Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024
DR. A. BLONDAL A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. E. G. Baldwinson, LL.B.
602 Medical Arts Building
Stundar sérstaklega kvenna og Annast um fasteignir manna. tslenzkur löofræOinour
barna sjúkdóma. Er aö hitta Tekur aö sér aö ávaxta sparifé
frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. fðlks. Selur eldsábyrgC og bif- 808 PARIS BLDG., WINNIPEG
Office Phone 22 296 reiöa ábyrgCir. Skriflegum fyrir-
Heimili: 806 VICTOR 8T. spurnum svaraC samstundis. Residence Offic® Phone 24 206 Phone 96 685
Sími 28 180 Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328
Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
Nuddlœknir 601 PARIS BLDG., WINNIPBG
ViCtalstlml 3—6 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Lelgja húa. Ot-
Phone 36137 vega peningalán og eldsábyrgO af
632 SHERBURN ST.-Slmi 30 877 *llu tagi.
SímiO og semjlO um samtalstlma 1 lone 94 221