Lögberg - 18.05.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 18.05.1933, Blaðsíða 1
46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN.. FIMTUDAGINN I8.MAÍ 1933 NÚMER 20 Dr. Buchman í Fyrálu lútersku kirkju Oxford-flokkurinn kom til Win- nipeg fyrir helgina, eins og til stóÖ. Á sunnudaginn prédikuðu ýmsir af meðlimum flokksins í mörgum af kirkjum borgarinnar og þar á meðal stofnandi og foringi flokksins, Dr. Frank Buchman, i Fyrstu lútersku kirkju, kl. 7 á sunnudagskveldið. Kirkjan var alskipuð, hvert sæti tekið og margir fleiri komu, heldur en fyrir komust í kirkjunni sjálfri, og urðu því að fá sæti í fundar- salnum, undir sjálfri kirkjunni. En svo hafði verið umbúið, að þangað heyrðist alt sem fram fór uppi. Þvi miður gat prestur safnaðar- ins, Dr. Björn B. Jónsson ekki ver- ið þarna viðstaddur. Hann hefir, síðan á mánudaginn í vikunni sem leið, verið á Almenna spítalanum hér í borginni. Hans mörgu vinum og ís- lendingum yfirleitt, getur Lögberg þó sagt, að það er ekki álitið, að hann sé hættulega veikur, en lækn- ar hans hafa talið nauðsynlegt, að hann væri á spítala um tíma. Beztu vonir eru um, að Dr. Jónsson geti bráðlega aftur tekið til starfa. Guðsþjónustunni á sunnudaginn stýrði séra Rúnólfur Marteinsson. Dr. John McKay, forseti prestafé- lagsins í Winnipeg, gerði ræðumann- inn kunnugan og séra K. K. Ólaf- son, forseti kirkjufélagsins, þakkaði honum að ræðunni lokinni. Dr. Buchman talaði í einar 45 mínútur. Manni fanst hann ekki tala lengi. Það er þægilegt og gott að hlusta á hann. Hann er ekki mikill ræðuskörungur, eins og það er vanalega skilið, og hann ber fram, það sem hann hefir að segja, með mestu hægð og stillingu, en samt þannig, að maður hlustar eftir hverju orði. Og ’nann segir margt, sem hlýtur að vekja eftirtekt og umhugsun. Boðskapurinn, sem hann hefir að flytja er ekki annar en sá, sem kristin kirkja hefir ávalt að flytja: “Hærra, minn Guð til þin.” Minni atvinnuleysisátyrkur Það er ætlun sambandsstjórnar- innar eftir því sem fram hefir kom- ið á þinginu, að dhaga mikið úr þeim styrk, sem hún hefir veitt fylkjun- um og bæjum og sveitarfélögum til að hjálpa atvinnulausu fólki til að draga fram lífið. Gerir stjórnin ráð fyrir að verja miklu minna fé til þessara hluta á þessu fjárhagsári, því, sem endar 31. marz 1934, held- ur en hún hefir gert síðastliðið ár. Hingað til hefir stjórnin lagt fram einn þriðja hluta þess fjár sem varið hefir verið til hjálpar at- vinnulausu fólki. Ætlar hún að færa styrkinn niður í 20% í júní, 10% í júlí og hætta svo alveg um tíma að minsta kosti. Virðist hér horfa til mikilla vandræða, því nærri liggur að fylkin í Vestur-Canada og sveitarfélögin, séu að þrotum komin með þennan atvinnuleysisstyrk og hafa margir haldið, að þess mundi nú ekki langt að bíða að sambands- stjórnin yrði að öllu eða mestu leyti aS taka að sér, að styrkja atvinnu- laust fólk, eða þá að slík hjálp yrði að miklu leyti að hætta. Verður Vestur-Canada hér fyrir miklum vonbrigðum. Sauðfjár böðun Það er æskilegt að baða sauðfé tvisvar á ári, haust og vor. Að vor- inu skyldi böðunin vera gerð sem fyrst eftir rúningu. Júnímánuður er hentugasti tíminn. Þá er veðrið hlýtt og lömbin eru orðin stór. Það mælir margt með því, að böðunin sé gerð í sameiningu af mörgum bænd- um eða heilum sveitum. Það kostar minna, er minna verk fyrir hvern bónda og er trygging fyrir því, að alt fé í sveitinni sé baðað. Búnaðardeild sambandsstjórnar- innar hefir látið gera uppdrátt af baðkeri, tilbúnu úr steinstorku, sem er hentugt til að baða margt fé í einu og er hægt að fá þá uppdrætti (ef um er beðið og þarf ekki annað en snúa sér til District Sheep and Swine Promoter í hverju fylkinu sem er. Slíkt baðker, búið til úr steinstorku, kostar ekki mikið og er eins hentugt og þægilegt eins og vera má. Þegar búið er að velja hentugan stað, geta bændurnir sjálfir skift með sér verkum, að grafa fyrir baðkerinu eða lauginni, flytja að efnið og gera alt sem gera þarf í þessu sambandi. Þar sem engin slik almenn laug er til, þar sem baða má margt fé í einu, getur hver bóndi, sem ekki hefir margt fé, komið sér upp út- búnaði til að baða sínar kindur, án þess það kosti mikið. Hann þarf ekki nema stóra tunnu, eða kassa, sem er nógu stór til þess að hægt sé að dýfa kindinni allri ofan í upp að augum. Svo þarf að vera dálítill pallur vatnsheldur, sem nær út á barm baðkersins. Þegar kindin er tekin upp er hún látin standa fáeinar mínútur á þeim palli, svo bað- lögurinn geti runnið úr ullinni ofan í kerið. Til kaupenda Lögbergs Margir kaupenda Lögbergs, víðsvegar, hafa brugðist vel og drengilega við áskorunum vorum urn að borga blaðið. Öllum þeint þökkum vér einlæglega. Fjöldamörg bréf hafa oss einjiig borist, sem bera þess órækan vott, að íslenzku fólki hér í landi, er það mikið áhugamál, að íslenzku blöðin haldi áfram að koma út. Margir virðast ekki geta til þess hugsað, að þau hætti. Oss skilst að langflestir vilji, að þau haldi áfram í sama, eða svipuðu formi, eins og þau hafa verið. Oss hefir að vísu verið bent á ýmsár leiðir sem hugsanlegar væru til að komast yfir fjárhagsörðugleikana, og þá helzt að sameina blöðin og gera úr þéim eitt blað. Hyggjum vér, að þetta sé þó ekki vilji fólksins, heldur hugsi margir sem svo, að betri sé hálfur skaði en allur. En blööin þurfa ekki að hætta ef kaupendurnir aðeins stæðu í skilum við þau. Það er engin skynsamleg von til þess, að nokkurt smáfyrirtæki geti staðist, sem á mörg þúsund dollara útistandandi hjá viðskiftavinum sínum, sem það hefir ekkert gagn af, meðan það fé borgast ekki. Þrátt fyrir það, að margir hafa brugðist vel við og borgað fyrir blaðið eftir því sem þeir hafa bezt getað, þá eru þó margir, sem engin skil hafa gert enn. Það sem inn hefir komið á þessu ári, er ekki nema lítill hluti þess, sem blaðið átti útistandandi við áramótin. Vér treystum því, að allir þeir, sem skulda blaðinu, og mögulega geta borgað það sem þeir skulda, eða einhvern hluta þess, geri það nú sem allra fyrst. Lögbergi riður á að fá nú sem allra fyrst eins mikið og mögu- legt er af því sem það á útistandandi. THE COLUMBIA PRESS. LIMITED DÁINN SÉRA JÓNAS A. SIGURÐSSON 1865 — 1933 Hann andaðist á Almenna spítalanum í Winnipeg á miðviku- daginn í siðustu viku, hinn 10. þ. m. Hann var staddur hér í borginni og veiktist snögglega, fékk heilablóðfall, og var þegar fluttur á spítalann og andaðist þar fáum stundum siðar. tJtfararathöfn, sem séra Rúnólfur Marteinsson stýrði, var haldin í útfararstofu Bardals á laugardaginn. Líkið siðan flutt til Selkirk. Fór jarðarförin fram frá kirkju Selkirk safnaðar á mánudaginn og var afar fjölmenn. Séra K. K. Ólafson, forseti kirkjufélagsins, stjórnaði útfararathöfninni á heimilinu og í kirkj- unni og grafreitnum, en með honum tóku þátt í henni séra Jóhann Bjarnason, séra Rúnólfur Marteinsson, Dr. Rögnv. Pétursson, séra N. S. Thorláksson og enskur prestur í Selkirk. Auk þeirra voru viðstaddir prestarnir séra Sigurður Ólafsson, séra H. Bigmar, séra Egill H. Fáfnis og séra Jóhann Friðriksson. Séra Jónas A. Sigurðsson var 68 ára að aldri er hann lézt, fædd- ur 6. maí að Litlu-Ásgeirsá í Húnavatnssýslu. Þar b j u g g u þá foreldrar hans, Sigurður Bárðarson og Guðrún Jónasardóttir. Hann gekk á búnaðarskólann í Ólafsdal og útskrifaðist þaðan 1886 með mjög lofsamlegum vitnisburði. Árið 1887 fluttist hann til Vesturheims. Stundaði hann nokkur ár guðfræðanám við lút- erskan prestaskóla í Chicago og var vígður 1893. \ ar hann fyrst nokkur ár prestur í norðurhluta islenzku bygðanna í North Dakota, en fluttist þaðan til Seattle, Wiash., og var þar í mörg ár. \'ar hann þá í þjónustu Bandaríkjastjðrnarinnar. Mun hann þó altaf hafa jafnframt þjónað dálitlum íslenzkum söfnuði í Seattle og grend- inni. íslendingar voru þar ekki margir á þeim árum. Arið 1918 fluttist séra Jónas til Churchbridge, Sask., og var þar prestur til 1927, að hann fluttist til Selkirk og þjónaði -hann Selkirk söfnuði eftir það til dauðadags. Hann var því prestur meðal íslendinga í Vesturheimi í 40 ár, eða svo nærri því, að ekki vantaði til nema fáeinar vikur. Þjóðræknismál íslendinga hér í landi lét séra Jónas sig jafnan miklu skifta. Var hann oítar en einu sinni íorseti Þjóðræknisfé- lagsins og hann var það þegar hann dó. Trúr %>nur föðurlands sins og kirkju, vildi hann ávalt vera. Séra Jónas var mjög vel máli farinn maður og orðhagur vel og skáld. Ljóðabók er engin til eftir hann, en Ijóð hans mprg er að finna í Lögbergi, Sameiningunni, Tímariti Þjóðræknisfelagsins og fleiri/blöðum og ritum, sérstaklega vestur-íslenzkum. Séra Jónas var tvígiftur. Fyrri kona hans var Oddrún Frí- mannsdóttir frá Helgavatni i Vatnsdal. Síðari kóna hans er frú Stefania Sigurðsson, sem lifir mann sinn ásamt þrenutr börnum þeirra hjóna. Þau eru Theodore, Jón og Guðrún. Báðir piltarnir eru enn á námsskeiði; stundar hinn fyrnefndi guðfræðanám en hinn síðarnefndi læknisfræði. Stúlkan er heima hjá móður sinni. Með séra Jónasi A. Sigurðssyni er fjölhæíur gáfumaður úr hópi Vestur-íslendinga til grafar genginn. Hið fertugasta og níunda ársþing Hins evangeliska lúterska kirkjut'élags íslendinga í Vesturheimi verður haldið í kirkjum ý Frelsis, Frikirkju, Immanúels og Glenboro safnaða í Argylebygð, | í Manitoba, dagana 23.—27. júni, 1933. Þingið verður sett með X opinberri guðsþjónustu og altarisgöngu föstudagskvöldið 23. júni X í kirkju Frelsissafnaðar. Byrjar kl. 8 e. h. S Söfnuðir kirkjufélagsins hafa rétt til að senda einn erindreka $ hvor, þar sem tala fermdra meðlima þeirra er eitt hundrað eða þar fyrir neðan og bæta við einum erindreka fyrir hvert hundrað íermdra meðlima eða brot af hundraði, með því skilyrði að enginn söfnuður hafi rétt til að senda fleiri en fjóra erindrjeka. Áríðandi er að söfnuðir hagnýti sér réttindi sín í sem fylstum mæli og sendi erindreka eftir þvi sem þeim er heimilað að lögum. Prestar kirkju- félagsins og embættismenn eiga allir þingsæti. I Embættismenn og fastanefndir leggja fram skýrslur sínar á fyrsta þingdegi. Seattle, Wash., 15. apríl, 1933. K. K. Ólafson, forseti. Há laun og hærri Þegar þessi tollanefnd (tariff board) var mynduð fyrir skömmu, voru iaun form. ákveðin $12,- 000 á ári, en hinir tveir áttu að fá $10,000 hvor. Nú hefir Mr, Ben- nett, við nánari íhugun, komist að þeirri niðurstöðu, að þetta séu ekki nægileg laun handa formanni nefnd- arinnar. Hann þurfi að fá $15,000 árslaun að minsta kosti, og svo fær hann það náttúrlega. En það er ekki alveg nóg. Hann þarf líka að hafa rétt til $7.500 eftirlauna, ef hann skyldi lifa lengur heldur en hann er fær um að vera formaður þessarar nefndar. Það dugar ekki að láta aumingja manninn fara á vonarvöl, þó hann kunni að lifa lengur en hann getur unnið. Hins vegar lítur út fyrir að hinir nefnd- armennirnir tveir, verði að sætta sig við tíu þúsund dollara árslaun og þeir fái ekki eftirlaun heldur. Þessi launahækkun hlýtur að mælast mjög vel fyrir hjá verkamannaleið- togunum í Winnipeg og óneitanlega styngur hún í stúf við aðrar breyt ingar á launakjörum manna um þessar mundir. D.—Anna Johnson, A.D.—Anna Árnason, R.—Margrét Johnson, A.R.—Irene Bristow, F. R.—Clara Einarsson, G. —María Josephson, V.—Jóhann Árnason, U.V.—Haralddr Johnson. Efnt verður til gull- og silfur- peninga samkepni i þessum mánuði. Kept verður um fimm dala gull- pening, sem Mrs. Joseph Skafta- son gaf á 25 ára afmæli stúkunnar. Silfur-peningurinn er frá I.O.G.T. regl. éEttjarðarsöngvar sungnir fyrir og eftir fundi. Lambagrösin Lambaþúfa ljúfa, bjarta, Leiðir yl að mínu hjarta Blómaríka beðið þitt. Vekur unun angan blóma Og í muna sumarhljóma Blessað lambablómið mitt. Man eg æsku- margar stundir. Mínir voru gleðifundir Úti um haga, hóla, mó. Þegar lambagrösin ljúfu Lifnuðu á melaþúfu. •Unun mér í muna bjó. Embættismenn í ungtemplarastúk- unni “Gimli” No. 7 I.O.G.T. eru þessir: F..E.T.—Guðrún Thomsen, Æ.T.—Ólöf Árnason, V, T.—Pálína Johnson, K.—Asta Johnson, Augun blóma ljóma lýstu, Litahljóm í sálu þrýstu Lambagrösin litlu skær. Mér í hjarta enn þau anda Yndisprýði heimalanda— Lambablóm þar lítið grær. N. S. Th. Afmæliskveðja (Breytt að nokkru) til Matthíasar Jochumssonar 11 nóv., 1919. Heill þér aldni orðsnillingur, orkuríki ljóðmæringur! Krýndur silfur-hærum heiðum, hjartans áttu bjartast vor. “Meira ljós” er mark þíns anda; merkin verka fögur standa. Morgunsækinn sannleiksvinur, sindra geislar þín um spor. Þrungin ljósi, lífi, speki, ljúfum kærleik, von og þreki, bera ljóð þín sumarsvipinn, seilast langt í himinir blá. Bjarkamál, sem beygða vekja, burtu sálar-nepju Iirekja, drauma vorra hæstu hreimar, hljóma þínum strengjum frá. Sit þú heill á “Sigurhæðum,”*) sólarskáld með fjör í æðum; vek oss, hálfum, vonadirfsku, verndu kalin hjartasár. Minning þín hjá lýðum lifir, ljómar tímans hrannir yfir. Hörpu þinnar himintónar hljóma “Islands þúsund ár.” RicJiard Beck. *) “Sigurhæðir” nefnist hús séra Matthíasar á Akureyri

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.