Lögberg - 18.05.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.05.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8 LOGBERG. FIMTUDAGINN 18. MAÍ, 1933. Ur bœnum og grendinni Sunnudaginn 21. maí, messar séra SigurÖur Ólafsson sem hér segir: Hnausa, kl. 11 árdegis; Árborg, kl. 7 síðdegis. Almennur safnaðar- fundur í Árborg, eftir messu, ýms mikilvæg mál' verða til umræðu. Mjög áriðandi að fundurinn verði fjölsóttur. Messað í Geysis-söfnuði sunnu- daginn 28. maí, kl. 2 e. h. Ferming ungmenna og altarisganga. Fólk vinsamlega beðið að f jölmenna. Séra Jóhann Friðriksson mess- ar á Lundar þ. 21 maí kl. 2.30 e. h. Almennur safnaðarfundur verður haldinn eftir guðsþjónustuna. Gefin voru saman í hjónaband hinn 28. apríl síðalstliðinn í Kenas- ton, Sask., Jóhann Victor Austman og Theresa Agnes Guthrie. Brúð- guminn er skotkappinn góðkunni, sem mikla frægð hefir unnið sér fyrir skotfimi og mörg verðlaun hlotið, sonur Snjólfs Austmanns í Winnipeg. Býr hann nú búi sínu í grend við Kenaston. Brúðurin, sem er hjúkrunarkona, er dóttir Guthrie, serrí um fjörutíu ára skeið var í riddara lögregluliðinu og þar lengi fyrirliði. G.T. Spil og Dans á hverjum þriðjudegi í G.T. húsinu Sargent Ave. Byrjar stundvíslega kl. 8.30 að kvöldi. Jimmie Gowler’s Orchestra- Þrenn verðlaun fyrir konur og þrenn fyrir karla: $5; $2; $1. Yinendur þessa viku: Mrs. Plumb, Mrs. Eva Gates, Mrs. Emma Kuz- mack; Mr. E. G. Warrington, Mr Harry Scott, Mr. T. S. Bergvinson. Columbus Lyndal, Charleswood, Man. andaðist aðfaranótt þriðju- dagsins i þessari viku á Almenna spítalanum hér í borginni. Lætur eftir sig konu og þrjú börn. Col. Paul Johnson frá Mouiitain, N. Dak. var staddur í borginni á mánudaginn. Trúboðsfélag Fyrsta lút. safnaðar hefir Silver Tea á föstudaginn kem- ur, kl. 3—0 eftir hádegi, að heimili Mr. og Mrs. Eggert Feldsted, 520 Dominion St. Konurnar, sem fyrir þessu standa eru Mrs. B. B. Jóns- son, Mrs. B. J. Brandson, Mrs. B. H. Olson, Mrs. G. L. Stephenson, Mrs. A. C. Johríson og Mrs. A. S. Bardal. Iðunn, 4. hefti, XVI. árg., hefir Lögbergi borist fyrir fáum dögum. Efni þessa heftis er sem hér segir: Bertrand Russell: Ágæti hóglífis; Böðvar frá Hnífsdal: Fáðu mér sverðið mitt Freyja (kvæði) ; Helgi Péturss: Opinberun, Völuspá og stjörnu líffræði; Þorbergur Þórð- arson: stof nenskan; Hallgrímur Jónasson: Niður í kolanámu; Sig- urður Einarsson: Ungir rithöfund- ar, Jóhannes úr Kötlum (mynd) ; Arnþór Árnason: Hugur einn það veit (kvæði); Sigurður Einarsson: Tæknikönnun; Þorsteinn Jónsson: Til þín; Á. H.: Bækur. Mr. Sigurður Sigfússon, Oak View, Man. hefir góðfúslega tekið að sér að innkalla fyrir Lögberg, á þeim stöðum, sem hér segir: Ash- ern, Hayland, The Narrows, Silver íBay, Oak View, Vogar og Siglunes. Lögberg hefir innköllunarmenn á flestum þessum stöðum, en Mr. Sig- fússon er hér aS gera sérstaka til- raun til að innkalla fyrir blaðið. Þéss er ekki þörf að kynna Mr. Sig- fússon fólkinu í íslenzku bygðinni við Manitobavatn. Hann er þar öll- um að góðu kunnur og nýtur þar trausts allra. Lögberg treystir því, að allir, sem hér eiga hlut að máli, taki Mr. Sigfússon og erindi hans sem allra bezt þeir geta. Laugardaginn 13. maí voru þau Kristjón Sigurður Halldórson frá Riverton og Aöalheiður Anna Jón- asson frá Geysir, Man. gefin sam- an í hjónaband af séra Rúnólfi Mar- teinssyni að 493 Lipton St., Winni- peg. Heimili þeirra verður að Riverton. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 21. maí, eru áætlaðar þannig, að morgunmessa fari fram að Betel, kl. 9.30 f. h., og síðdegis- messa kl. 3 e. h. í kirkju Gimli- safnaðar (ensk messa). Mælst er til að fólk fjölmenni.— Gefin saman í hjónaband þ. 14. maí s. 1., voru þau Mr. Ragnar Emil Guðmundsson og Miss Rannveig Aðalheiður Bjarnason, bæði til heimilis í Víðirbygð. Séra Jóhann Bjarnason gifti og fór hjónavígsl- an fram að heimili hans á Gimli. Brúðguminn er sonur Jakobs Guð- mundssonar, bróður frú Sigríðar, konu Péturs Eggerz, fyrrum kaup- manns á Borðeyri, og konu hans Guðbjargar Guðbrandsdóttur. Jakob nú látinn fyrir nokkrum árum. En brúðurin er dóttir Björns Bjarna- sonar (bróður séra Jóhanns) og konu hans Soffíu Jónasdóttur. Þau hjón búa í Víðirbygð. Framtíðar- heimili ungu hjónanna verður þar í bygð.— R. H. Ragnar efnir til hljómleika með nefndum sínum í Y.W.C.A. salnum, fimtudaginn þann 25. maí í næstu viku. Aðstoða þau Jenny Dahl, contralto og hinn vinsæli og vel þekti karlakór Jóns Bjarnason- ar skóla, undir stjórn Salóme Hall- dórsson. Er til þessarar samkomu vandað hið bezta í alla staði. Inn- gangseyrir er 25 cents og samkom- an hefst kl. 8.30 síðdegis. Enginn fundur hjá stúk. Skuld í þessari viku, en aftur í næstu viku, 26. mai, verður mjög tilkomumikill fundur, býður þá stúkan til sin Stór stúkunni og öllum íslenzkum good- templurum, sem kunna að vera þá staddir hér i borginni. Hafið þetta hugfast. Ritari “Skuldar” Á sunnudaginn kemur 21. maí, messar séra H. Sigmar að Brown, Man. kl. 2 e. h. Stúlkurnar í íþróttafélaginu Fálk- arnir hafa íþróttasýningu og dans i Goodtemplarahúsinu á föstudags- kveldið í þessari viku. Byrjar kl. 8. Inngangur 25 cents. Séra K. K. (Jlafsson, forseti kirkjufélagsins kom til borgarinnar á sunnudaginn. Hann fór aftur heimíeiðis á miðvikudaginn. Á þriðjudaginn lögðu af stað til íslands Mr. og Mrs.'Á. P. Jóhanns- son og elzti sonur þeirra, Mr. Walter J. Jóhannsson. Einnig Mr. Óskar Anderson, sonur Péturs Anderson- ar hveitikaupmanns. Ferðafólkið siglir frá Montreal á föstudaginn í' þessari viku; fer fyrst til Englands og þaðan til Kaupmannahafnar og kemur þangað hinn 28. þ.m. Stendur þar við í fáeina daga og fer svo til Reykjavíkur. Mr. Jóhannsson gerði ráð fyrir að koma aftur heim 28. ágúst í sumar. Séra N. S. Thorláksson messar í kirkju Fjallasafnaðar kl. 2 e. h. á sunnudaginn kemur, hinn 21. maí. Samskotin ganga til trúboðsins. Safnaðarfundur eftir messu. * Árslokahátið Jóns Bjarnasonar skóla verður, ef Guð lofar, haldin í Fyrstu lútersku kirkju á Victor St., á þriðjudagskvöldið í næstu viku (23. maí), og hefst kl. 8. Aðal- ræðumaður verður Dr. T. W. Alli- son, prófessor í enskum bókmentum við háskóla Manitoba-fylkis. Er hann alþektur og áheyrilegur ræðu- maður. Nokkrir nemendanna flytja þar einnig ræður. Söngflokkar skólans skemta með söng. Mönnum gefst kostur á að sjá fjölmennasta hópinn, sein nokkurntíma hefir ver- ið i skólanum. Komið og njótið góðrar skemtunar. Enginn inn- gangseyrir settur, en allir .velkoQin- ir. Frjálsar gjafir skólanum til styrktar. Nokkrar athugasemdir (Framh. frá bls. 7) i voru veika kirkjufélagi hefir þrá- sinnis verið hlaupið undir bagga með þeim sem í bráð fyrir veikindi og annað hafa verið illa staddir. Og svo heilnæmt hefir verð hjá oss and- rúmsloft að ýmsir menn og konur, er þessa hafa notið, hafa enga lítils- virðing'u af hlotið heldur haldið á- fram að skipa sess sinn í mannfé- laginu með heiðri og sóma. Kirkju- félag vort hefir einnig í liðinni tíð notið hjálpar og styrks margra góðra manna og íélaga utan sinna vébanda og þegið það með auðmýkt og þakklæti. Eg er einn af þeim, sem ekki trúi því, að það væri fram- för að snúa nú við blaði og hafna öllu þvílíku til að vernda sjálfstæði vort. Eg hefi sem einstaklingur og sem meðlimur kirkjufélags vors viljað standa á eigin fótum í fjár- hagslegu tilliti eftir þvi sem unt er og vil það enn. En við erum nú svo margir í félagi voru svo tæpt staddir efnalega, án þess að geta kent oss sjálfum það að öllu leyti, að það sæti illa á oss að gera oss gieiða yfir sjálfstæði voru eða sjálfstæði kirkjufélags vors. Og eg tel það ekki heilbrigt að vilja hafna heil- brigðu og eðlilegu samfélagi við trúbræður vora vegna þess að í því samfélagi gætum vér ekki verið að- eins veitandi heldur líka þiggjandi. Þó að kirkjufélag vort stæði í stærri heild og gæti ekki lagt fram eins mikið fé hlutfallslega og önnur rík- ari félög, væri það því ekki meiri vansómi en fátækum einstaklingi að greiða ekki jafnt til safnaðar og efnamaðurinn. Þess hefir þegar verið getið að allar höfuðdeildir lútersku kirkj unnar í Ameríku hafi sama játning- argrundvöll — öll játningarritin Book of Concord. Eg hefi getið þess áður að persónulega er eg þeirrar skoðunar að heppilegri væri einfaldari játningargrundvöllur, eins og tíðkast hefir í kirkjufélagi voru. Ekki er það vegna þess að eg telji ósamræmi á milli Ágsborgarjátning- arinnar og Fræða úters hinna minni, sem vér viðurkennum í kirkjufélagi voru, og hinna annara játninga í Samlyndis bókinni, heldur það að engir nema guðfræðingar þekkja þessi rit og því vill það verða að mestu leyti form að telja þau með. Á þrjú atriði hefir verið bent, sem eiga að sýna ósamræmi milli játn- inga vorra og hinna annara lútersku játninga. Eg býst við að vel hafi verið leitað og þessi dæmi talin greinilegust. Skal vikið að þeim nokkuð nánar. 1. Þessi grein er tilfærð úr Stóru fræðunum: Hátíðlega og stranglega er það fyrirskipað, að vér séum skírðir, ella getum vér ekki orðið sáluliólpn- ir. í 9. grein Ágsborgarjátningar- innar er þetta um skírnina: Um skírnina kennum vér, að hún sc nauðsynleg til sálulijálpar.... Það kann vel að vera að hér sé ekki samræmi á milli, en það er ekki augljóst. Á báðum þessum grein- um hefir verið bygð sú ákæra á hendur lútersku kirkjunni að hún kendi að óskírð börn glötuðust. Um eitt skeið virðist Lúter hafa hallast að þeirri skoðun, en í húslestrarbók sinni efast hann ekki lengur um sálu- hjálp þeirra, heldur vonar og trúir að þau frelsist — að minsta kosti börn trúaðra foreldra. Hann kenn- ir að Guð sé ekki bundinn við að sýna ekki náð sína eftir öðrum leið- um, þó hún sé af honum framboðin i sakramentunum. En það hefir farið með játningarnar eins og grundvallarlög þjóðanna að viðtek- in skýring á þeim gildfr fremur en orðanna hljóðan, og þannig er það í þessu efni. ý ér i íslenzka kirkjufé- laginu og U.L.C.A., eins og líka lút- erska kirkjan öll í samtíðinni, eftir því sem eg frekast veit, höfum að- hylst og útfært þá hugsun sem er í tilfærðri skýringu Lúters og einnig er að finna hjá helztu lúterskum guðfræðingum fyr og seinna, að það sé andstætt kenningu og anda ritn- ingarinnar að óskírð börn glatist, þó oss sé lagt á hjárta að hagnýta oss hina venjulegu náðarráðstöfun Guðs i skirninni. Sá erfiðleiki, sem hér er, er ekki að mér minst frekar í játningu U.L.C.A. en vorri eigin. Hið annað atriði snertir alt- 2. arissakramentið. Úr Samlyndis- reglunni eru tilfærð þessi orð : Vcr trúum, játum og kennum, að líkami Krists veitist ásamt brauðinu og víninu, ekki í andlegri merkingu einni fyrir trú, lieldur einnig munn- lcga; Greinin heldur áfram á þessa leið í enskri þýðingu: yet not in a Caper- naitic, but in a supernatural, heaven- ly mode, because of the sacramental union; Eftir þessu veitist líkami Krists ekki á holdlegan hátt í sakramentinu, heldur á yfirnáttúrlegan, himneskan hátt, vegna einingarinnar í sakra- mentinu. Að þetta sé önnur kenn- ing en í 10. grein Ágsborgarjátning- arinnar er mér ekki ljóst. Þar stend- ur: Um kvöldmáltíð Drottins kennum vér, að líkami. og blóð Krists séu í sannleika nálæg og úthlutuð þeim, sem ganga til borðs drottins. Sá erfiðleiki er hér kann að vera, er að mér finst ekki frekar í játn- ingu U.L.C.A. en i vorri eigin. 3. Þriðja atriðið er úr Schmal- kald greinunum. Þar er farið hörð- utn orðum um villukenningar páf- ans og fylgdarliðs hans. Mér finst þetta alveg hliðstætt fyrirdæming- unum i Ágsborgarjátningunni. Þar eru nefndir Pelagíanar, Endurskír- I endur og svo frv. I Schmalkald greinunum er það páfinn. Sá erfið- leiki, sem hér er um að ræða, er ekki síðu i játningu vorri en játn ingu U.L.C.A. Eflaust mætti bæta við svipuðu, en það er þarflaust. Ritningin er hin eina fullkomna mælisnúra kenn- ingarinnar, og enga játningu ber að setja jafnhliða henni. Sumir viljá hafna játningunum að öllu leyti, aðrir hafa viljað beita þeim sem lagastaf. Eftir mínum skilningi hef- ir kirkjufélag vort og U.L.C.A. tek- ið í þessu efni miðlunarstefnu, sem leggjur mikið upp úr játningunum án þess að halda því fram að þær séu óskeikular. Eg hygg að sú afstaða s<2 vel tekin fram í grein úr hinum upprunalegu grundvallarlögum kirkjufélags vors, sem er á þessa leið: Játningarrit lútersku kirkjunnar hefir félagið í heiðri sem mikils- verða vitnisburði um það, hvernig lærifeður þeirrar kirkjudeildar, sem hin íslenzka kirkja hefir staðið í um 300 ár, hafa skilið lærdóma heil- agrar ritningar og varist villukenn- ingum. En það setur þó ekkert af þessum ritum jafnhliða heilagri ritn- ingu. Eg hefði verið því meðmæltur að sækja um inngöngu í U.L.C.A. á grundvelli vorra eigin laga ó- breyttra. Þó mér sé ekki fyllilega ljóst hvernig ber að skilja svar dr. Knubels við 10. spurningunni, þá finst mér það gefa tilefni til að ætla að ekki væri ómögulegt samband við deild hans án þess að vér formlega viðurkendum játningu, sem meiri- hlutinn á kirkjuþingi voru þekkir ekki. Eg vil benda á að viðurkenn- ing U.L.C.A. á þeim játningum, sem ekki eru nefndar í grundvallarlögum vorum, er með öðrum orðum en við- urkenning Ágsborgarj átningarinn- ar. The United Lutheran Church in America receives and holds the Augsburg Confession. En um hinar síðari játningar :77zé’ U.L.C.A. reco- gnizes, etc. Mér finst sem rýmri merking í “recogrtizes.” Ef vér sæktum um inngöngu á þeim grund- velli, sem oss findist fær, kæmi bezt í 1 jós hvort vér gætum átt samleið með U.L.C.A. hvað þessi atriði snertir. Yrði oss hafnað, myndi það leiða málið til lykta fyrir oss án þess að valda nokkrum vandræðum. Á það hefir verið bent aS grund- vallarlög U.L.C.A. hafi ekki verið birt íslenzkum almenningi v«rum. Grundvallar og aukalög félagsins eru sextán þétt prentaðar blaðsíður. Að fara að gefa út eða þýða svo langt mál, fanst mér óþarft úr því engin haf ði mælst til þess, en innan handar fyrir hvern sem vildi að fá upplýsingar um lögin. Glöggir menn hafa nú gagnrýnt þau og bent á þá agnúa, er þeir hafa fundið.^og tel eg víst að þeir hafi ekki slept hjá að ’athuga neitt er þeim fanst varhuga- vert. Það var rætl í nokkur ár að PAYING THE FIDDLER Enskur sjónleikur í þremur þáttum verður sýndur í Good-Templarahúsinu á Sargent Ave. á Mánudagskvöldið 22 Maí kl. 8.30 að tilhlutan íslenzka söngflokksins í Glenboro, Man. Leikurinn hefir verið sýndur þrjú kvöld þar vestur frá, og hlotið alment lof. i , LEIKENDURNIR ERU: G. M. Shand (sem er einnig leikstjóri), J. Sigvaldson; L. Playfair; Otto Sigurðson; Mrs. Albert Sigmar; Miss Dísa Anderson, Miss Fjóla Oliver, Miss Lára G. Oleson. Mr. RAGNAR H. RAGNAR leikur piano solo. Einsöngur: REV. E. H. FÁFNIS, með Ragnar H. Ragnar við hljófærið. Inngangseyrir 35C fyrir fullorðna; 15C fyrir .börn innan 15 ára. BÓKBAND! BÓKBAND! Bækur halda sér aldrei til lengdar nema því aðeins, að þær séu vandlega bundnar inn.—Við leysum af hendi greiðlega, vandað bókband við sanngjörnu verði. The Columbia Press Limited 695 SARGENT AVE., Winnipeg, Man. ganga inn í General Council og veit eg ekki til að grundvallarlög þess félags væru nokkurntima birt á ís- lenzku, þó svo kunni aS hafa verið. Það er greinilegt að það er mjög að búa um sig í huga þeirra, er bera fyrir brjósti kirkjumál vor, að vér þörfnumst þess að standa í sam- bandi við einhverja stærri heild. Mikilsvirtur leikmaður, dr. P. T. H. Thorlaksson, nefnir þær leiðir er um sé að velja og virðist helzt hneigjast að því að sameinast annaðhvort Church of England eða United Church of Canada. Finst mér það koma af því hve mjög hann finni til þess að vér líðum fyrir einangrun. Er eg honum samdóma í því. En vit- anlega þýddi tillaga hans að kljúfa kirkjufélag vort um landamerkja- línuna. Auk þess álít eg að til sé enn slík trygð við lúterskan anda og einkenni víða í söfnuðum vorum að slik tillaga leiddi einungis til dreif- ingar. Vér eruin ekki lúterskir vegna þess að vér álítum að eng- inn verði hólpinn í neinni annari kirkjudeild, heldur vegna þess að vér finnum oss þar bezt heima hvað kenning og anda snertir. Eg veit að margir vel kristnir menn eru ka- þólskir, en þó væri mér ómögulegt að eiga andlegt heimili í kaþólskri kirkju. Svo er um fleiri kirkjudeild- ir. Eg veit vel að tngin kirkjudeild er fullkomin og ekki heldur U.L. C.A. En að öllu athuguðu mun hún standa oss nær en nokkur önnur kirkjudeild hér í álfu. Eg hefi reynt í þessu máli, að segja frá minni afstöðu af ýmsum atriðum, sem talin hafa verið í vegi þess að vér sameinuðumst þessari heild. Þó mér sé það mikið áhugamál að af þessu mætti verða, geri eg mér eng- an kvíðbaga út af því hvernig fara muni, þó mínum ráðum sé ekki BED PLANTS ROSES, CARNATIONS, TULIPS, ETC/ VARIOUS POT PLAXTS Verð lœgra en niðri í bæ Sargent Florists 678 SARGENT (at Victor) Phone 35 676 hlýtt. Yfirleitt ber oss að starfa eins trúlega og vér höfum vit á, og fela svo Drotni árangurinn. Mannleg kappgirni ávinnur oft ekki það sem er eftir vilja Guðs, og hans leiðir að greiða fram úr vanda eru oft huldar í bili. Framtíð vor er í hendi Guðs, og eg treysti því að fyrir öllum vaki að leiða þetta og ónnur vandamál til lykta á sem bróðurlegastan hátt. K. K. Ólafson. Grettir Jóhannsson og Lalah Dowers voru gefin samán í hjóna- band á þriðjudaginn í þessari viku. Brúðguminn er sonur Mr. og Mrs. Á. P. Jóhannsson og fór hjóna- vígslan fram að heimili þeirra, 910 Palmerston. Dr. Björn B. Jónsson gifti. Hreinsið burt gamalt mál MEÐ ROYAL CROWN FLAKED LYE /00 % PURE Forskrfit á hverri könnu. Binnig til hundrað annara hluta í húsinu og bónda- bænum. LLNNINDI af f [W.IKKSTÓK III. I PAI5 atórt atykki ICoco-Pumice Soap fyrir lelvkert, meö því aö senda Jnafn yöar og utanáskrift, [Aaamt 10 nafnmiðum af | Iloyal Crown Flakeð Lye | til WRITE POR FREE PREMIUM LIST THE ROYAL CKOIIN SOAPS, LTD. WinnlpeR. íslenska matsöluhúsið Par Mm tslendlngar I Winnip«g os utanbæjarmenr, fá nár máltlBir og kaffi. WEVEL CAFE 692 SAROENT AVE. Slmi: 37 464 . RANNVEIG JOHNSTON, elsandl. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, »®m a8 flutningum lýtur, smáum eöa stðr- um. Hvergi sanngjarnara verö. Heimili: 762 VICTOR STREET Slmi: 24 500 CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Snrgent Ave., Winnipeg Heima3imi 24 141 --------/--------------

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.