Lögberg - 18.05.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.05.1933, Blaðsíða 2
Bls. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAÍ, 1933. Heiðingjatrúboð Á síðasta kirkjuþingi voru var aðhylst sú aðferð að til- taka ekki ákveðna upphæð, er kirkjufélagið legði til trúboðs á árinu, heldur leggja það fram, sem inn kæmi á árinu, alt að tólf hundruð dollurum. Allir prestar kirkjufélagsins voru beðnir að prédika um heiðingjatrúboð og allir söfnuðir beðnir að gefa málinu offur að minsta kosti einn sunnudag á árinu og var minst á föstuna sem viðeigandi tima til að sinna mál- inu. En þegar vetrarríki hefir verið mikið eins og í ár, má búast við í sveitasöfnuðum öllum að aðsókn að kirkjum sé minni um föstutímann en þegar líður á vorið, og hefi eg því dregið þar til nú að vekja máls á þeirri frjálsu fjársöfnun til málsins innan safnaða vorra, sem kirkjuþingið gerði ráð fyrir. Málefnið er í hverjum söfnuði kirkjufélagsins að mjög miklu leyti háð þeim áhuga og þeirri ræktarsemi við það, sem embættismenn og leiðsögn safnaðanna sýna í meðferð þess. Einnig er það nú að sjálfsögðu háð efnalegum ástæðum fólks vors, þó merkilega mikið ávinnist víða þegar samhuga viðleitni á sér stað einnig í erfiðu árferði. Málefnið sjálft er ekki háð samþyktum kirkjuþinga/ því það hvilir á ljósum orðum frelsarans sjálfs og er óaðskiljanlegt frá hugsjón þess ríkis, er hann stofnaði. Ef málefnið sjálft og hugsjón þess er kristninni hjartfólgið, verður því greidd leið þrátt fyrir erfiðleika. Aðal áherzluna ætti því alstaðar að leggja á að glæða kær- leika til hugsjónarinnar og þess starfs, sem framíylgir henni. Það á enginn hroki að vera í því íyrir kristnum mönnum að sinna heiðingjatrúboði, eins og þeim finnist svo mjög um yfirburði sjálfra sín. Þeir vita að þar vantar mikið á og að trúboðið hvíldi á mjög ótraustum grundvelli ef það ætti aðeins að auglýsa þá sjálfa. En trúboðið á að færa þeim Krist, sem hann ekki þekkja eða aðhyllast, og þörfin á því er engu síður hrýn þó kristnin heima fyrir verði að kannast við það með auðmýkt að hún hefir ekki sjálf nema að alt of litlu leyti gengið honum á hönd eins og skyldi eða rekið erindi hans. Vor kristna trú gengur út frá því hiklaust að allir menn þarfnist þeirra áhrifa, sem Jesús Kristur leggur til lífsins. Eigi menn þá sannfæringu, geta þeir ekki með nokkru móti látið sig það engu skifta hvort aðrir menn eru án tækifæris að þekkja hann og ganga honum á hönd eða ekki. Meti menn áhrif Krists fyrir sjálfa sig, hljóta þeir að meta þau fyrir aðra. Telji menn þau óþörf öðrum er erfitt að sjá að þau geti verið þeim sjálfum mjög mikilvæg. Þannig er því trú- boðið og hugsjón þess óaðskiljanlegt frá sjálfu hjarta kristin- dómsins og alvnrlegri ræktarsemi við það. Margt getur breyzt í aðferðum og ytra fyrirkomulagi, en eins lengi og Kristur er mönnum kær, mun þeim umhugað um að aðrir megi njóta hans. Næst trúboðshugsjóninni sjálfri finst mér þörf á því að leggja áherzlu á að öll radítarsemi við hana þarf að koma af frjálsum fúsleik kristinna einstaklinga, en ekki að vera skoð- uð sem álaga kirkjuþinga eða kristinna yfirvalda. Ekkert kristilegt starf verður borið fram til lengdar svo vel sé nema það hvíli á frjálsri viðleitni þeirra, er að því standa. Ráð- stafanir síðasta kirkjuþings miða því í það heilbrigða horf að hefja frjáls tillög til kristilegra þarfa, sem hina kristileg- ustu aðferð til að sjá þeim borgið. Með því langaði víst engan til að draga úr málunum, heldur að greiða fyrir þeim. það, sem þörf er á, er að glæða fúsleik og þá gefa menn eftir getu. Eg veit að í sumum söfnuðum kirkjufélagsins er stöðug viðleitni að koma þessu málefni að liði, sem ekki er bundinn neinum öðrum skorðum en að gera eins vel og ástæður leyfa. í þessa átt mun miða viðleitni kennimanna vorra i boðskap sínum og margra félaga og einstaklinga í söfnuðunum. Það eru tilmæli mín fyrir hönd framkvæmdarnefndarinnar til allra safnaða vorra og einstaklinga þeirra, félaga innan safn- aðanna og trúboðsvina yfirleitt, að minnast nú þessa starfs- máls vors eftir því sem ástæður frekast leyfa með því að bera fram málið, vekja athygli á því, svo öllum gefist kostur.á því að koma því til liðs með frjálsum tillögum, og senda féhirði kirkjufélagsins hr. S. O. Bjerring, 550 Banning St. í Winnipeg, það sem inn kemur. Þess ber að minnast, að fjárhagsárið í kirkjufélagi voru endar 10. júní, og þyrftu öll tillög að vera komin inn fyrir þann tíma. Bezt að afgreiða málið sem fyrst og gera skil. Seattle, Wash., 15. apríl, 1933. K. K. ólafson, forseti. Dtilegumenn og útilegu mannatrú Eftir Kristleif Þorsteinsson. Fyrir nokkrum árum flutti eg er- indi á ungmennaf élagsf undi um úti- legumenn í Hallmundarhrauni og bústaði þeirra þar, sem voru Frans- hellir og Eyvindarhola. Nú hefir Lesbák Morgunblaðsins flutt grein um þetta sama efni. Vegna þess, að í erindi mínu er sagt nokkuð nánar frá ýnisu því, sem gerðist þar í sam- bandi við Jón Frans útilegumann, þá vil eg senda Lesbókinni dálítinn útdrátt úr því, scm sannar það, að frásögn mín er réttari um fund og handtöku Jóns Frans útilegumanns. Engar sögur festust mér betur í minni, en rökkursögurnar frá barn- æsku. Áhrifamestar voru þó þær útilegumannasögur, sem gerst höfðu í minrii þeirra manna sem þá lifðu, eða feðra þeirra. Fjalla-Eyvindur og Jón Frans höfðu báðir verið um eitt skeið nágrannar feðra minna og voru því sannar sagnir um þá báða á vörum eldri manna. Norður í Hall- mundarhrauni, við Reykjavatn, voru hinir tveir staðir, sem báru nöfn þessara manna, það voru og eru Ey- vindarhola og Franshellir. Haustið 1882 fórum viS bræður tveir frá Húsafelli til silungsveiða að Reykja- vatni. Komum við þá þangað í fyrsta sinn. Okkur voru þá vel kunnar sagnir um útilegumenn á þessum slóðum og leituðum því að bústöðum þeirra. Hepnaðist okkur að finna Franshelli og skoðuðum hann þá rækilega. Stóð þá hleðslan við norðurhlið alveg óhrunin og dáðumst við að því handbragði sem var á þessari byggingu. Þá var mosi yfir hleðslunni og sást ekki ahnað en að það væri samfeld hraunbunga. í Lesbókinni er lýsing á hellinum og umhverfinu við Reykjavatn svo rétt og ágæt, að um það er ástæðu- laust að tala hér. Spölkorn í útnorður frá Frans- helli er Eyvindarhola. Hún er þann- ig til orðin af vöídum náttúrunnar, að gat hefir fallið á hola hraun- bungu. Út frá því gati er holt undir gjárbarmana á alla vegu. f þessa holu er hlaðinn stöpull úr völdu hraungrjóti. Stöpuil þessi er jafn- hár holubörmunum. Á einn veg stöpulsins er op, það vítt, að full- stór maður getur smeygt sér þar niður. Beint undir því opi gengur þrep út úr stöplinum, sem má stíga á áður en komið er í botn holunn- KAUPIÐ AVALT LUMBER THE EMPIRE SASh‘& DOOR CO. LTD. HKNRY AVK. KAST. - - WIlTIflPKG, MAIf. Yard Offlce: 6th Floor, Bank o( Hamllton Chambers. ar. sem er nokkuð meira en rnann- hæð á dýpt. Við niðurgönguopið er hella, sem féll svo vel yfir það, að maöur, sem rendi sér þar niður, gat um leið lokað opinu með hellunni. Þessi hella var af hraungrjóti alveg samstæðu því grjóti, sem er í bungu þeirri, sem holan er i. Allur stöp- ullinn var þakinn mosa, sáust því engin missmíði á hrauninu þegar hellan lá yfir holugatinu. Til skams tima hefir stöpull þessi staðið ó- haggaður eins og hann hefir verið frá fyrstu hendi. Hellan er nú brot- in, sem yfir gatið var dregin. Alt bar þetta vott um það, að hér hafi verið að verki bæði hagur maður og hygginn, er hefir lagt sig allan í þaö að sjá ráð við því að dyljast ef ó- vini bæri að. Aldrei heyrði eg talinn neinn vafa á því, í ungdæmi mínu, að Fjalla- Eyvindur hefði legið úti í Frans- helli og hans verk væri á vegg hell- isins, hlóðunum og Eyvindarholu. Með holuna gat Eyvindur ekki haft neitt að gera, nema því að eins að hún væri í grend við bústað hans. Það var lika haft eftir Jóni Frans, að hann hefði fundið þennan helli með öllum þessum umbúnaði, sem þar er nú að finna. Eyvindarhola hefir verið hið mesta þing, ekki ein- ungis til þess að dyljast þar fyrir óvinum, heldur einnig til þess að leita skjóls í vetrarhörkum. Þegar búið var að draga helluna yfir holu- mynnið, leitaði þar ekki niður storm- ur, frost né fönn. Þangað hafa þvi hellisbúar leitað skjóls í vetrarhörk- um, því kaldur hefir Franshellir verið, og rammur hefir reykurinn orðið þar stundum þegar blautum viði var kynt. í þeim óbygðum, seni eru í grend við Borgarfjörð, þekkist nú aðeins þetta eina útilegumannahreysi. Þar er líka einhver lífvænlegasti staður, er um gat verið að velja á þeim slóðum, að undanteknum Grettis- skála við Arnarvatn. Vatnsbólið í silfurtærum uppsprettulindum, feit- ur silungur í vatninu, rjúpur í hrauninu, sem auðvelt var að snara, væru tveir menn saman, sauðir og hross á næstu grösum og gnægð fjallagrasa og hvannaróta. Hvergi er neitt örnefni, sem kent er við Fjalla-Eyvincf, á þessum slóðum, nema Eyvindarhoh. • í þætti þeim, sem Gisli Konráðs- son hefir Skrifað af Fjalla-Eyvindi, er víst eitt og annað logið, sem ekki er heldur að furða því ekki hefir Gísli ætíð átt kost á þeim heimild- um, sem væri fulltreystandi. Gísli nefnir þrjá staði, sem Eyvindur hef- ir dvalið á þar um slóðir, Surtshelli, Þjófakrók og Arnarvatnsheiði. All- ar þessar sagnir bera þaö með sér, að þær hafi raskast meira og minna og heimildirnar verið frá þeim sem ekki voru sannfróðir um þessi efni. Þá er sagan um stuld Eyvindar frá séra Snorra á Húsafelli í þremur útgáfum og ætla eg sögu Gísla Kon- ráðssonar þar fjarsta sanni. Gísli segir að Eyvindur hafi stolið nokkr- um geldingum frá presti, sem geng- ið hafi í Okinu. Þess eru engin dæmi, að sauðir frá Húsafelli gangi í Okinu, því þar er ekki um neinn sauðgróður að tala. Eg hefi verið milli tíu og tuttugu ár sauðasmali á Húsafelli og bar þat^ aldréi til á þeim árum aö sauðir þaðan kæmu í Okið. Þá segir hann að Eyvindur hafi stolið geldri kvígu frá presti. Ekki virðist það heldur vel sennilegt að útilegumaður veldi svo ram- dræga skepnu, eins og ungar naut- kindur eru vanalegast, en ætíð hafa slíkir menn orðið að hafa hraðan á er þeir voru með ránsfeng sinn. Frá stuldi Fjalla-Eývindar þar á Húsafelli, sögðu synir Jakobs Snorrasonar á alt annan hátt heldur en Gísli Konráðsson. Snorri bróð- ir minn, sem var nokkurum árum eldri en eg og mundi því föður okk- ar betur, sagði mér eftir honum, að Eyvindur hefði stolið bleikskjóttri reiðhryssu frá séra Snorra. Voru hrossin þá úti á Hring, sem er gras- lendi þar út á f jallinu og í hvarfi við bæinn. Eyvindur hafði áður leitað sér hælis hjá Snorra presti sem hlífðist við að framselja hann undir þá ströngu hegningu, sem hans hlaut að bíða. En eftir hryssuhvarfið réði prestur honum til þess að flytja bygð sina, áður en hann yrði grip- inn. Gísli Jakobsson, föðurbróðir minn, vissi líka að Eyvindur hafði stolið þessari bleikskjóttu hryssu. En hann sagði að Snorri afi sinn hefði riðið eftir honum að Reykja- vatni og verið kominn þangaö áður en búið var að slátra hryssunni. Alt er þetta sama sagan í breyttum myndum og trúi eg sögu föður míns bezt. Þá var sú saga í munnmælum á Húsafelli, að eitt sinn, að vetrarlagi, kom þar ókunnur maður og baðst gistingar. Séra Snorri var þá ekki heima. Þá var það venja að nætur- gestir buðu fram vökuvinnu. Spyr Hildur húsfreyja gest sinn hvort hann sé hagur, sé svo, vill hún biðja hann að smíða upphleypukerald. Það vill gesturinn reyna Fær hann þá smíðatól og efnivið og tók til við keraldssmiðið. Sást þá fljótt að maður þessi var hagur vel og gekk smíðið greiðlega. Að lokinni vöku afhenti hann keraldið fullsmiðað. Að morgni var næturgesturinn horf- inn og vissu heimamenn ekker*t hvaðan hann kom eða hvert hann fór. Þegar séra Snorri kom heim, sagði kona hans honum fi^á gesti sínum og sýndi honum smíöár hans. Sagðist prestur kannast við hand- bragð Fjalla-Eyvindar. Sjálfsagt hefir kona prests líka vitað hver maðurinn var. Til skamms tima hefir eitt kerald á Húsafelli gengið undir nafninu ‘Eyvindarkerald.” En ekki þori eg að taka ábyrgð á því, að það sé það sama, sem kom frá höndum Eyvindar þessa kvöld- vöku. Ekki var það nein furða þótt sagnir um útilegumenn yrðu á hér- uðum, sem oft höfðu fengið á þeim að kenna í raun og sannleika. Og sæust menn eða verksummerki þeirra á þeim slóðum, þar sem sízt var mannavon, þá var það ekki til- tökumál þótt ýmsum yrði það fyrst fyrir að hugsa að hér gæti verið um útilegumenn að ræða. Og þegar menn höfðu slíka hetju sem Fjalla- Eyvind til fyrirmyndar, þá var eng- in f jarstæða að geta þess til, að ein- hverjir þeir, er í nauðir komust, sökum breiskleika síns, reyndu að bjarga sér undan þungri hegningu með því að varpa sér í faðm hinnar íslenzku fjallaauðnar og láta þar fyrirberast meðan líftóran treindist. Það var haustið 1814 að menn riokkrir voru í eftirleit í Geitlandi. Það er hraunlendi mikið, sem ligg- ur frá Langjökli og niður á móts viö Húsafellsskog og norður að Eiríksjökli. Takmarkast það af Geitá að sunnan, en Hvítá að norð- an Þegar menn þessir komu í Torfabæli, sem er graslendi nokk- urt sunnan megin við Eiríksjökul, sjá þeir mann einu þar á reið. Þyk- ir leitarmönnum maður sá næsta kynlegur í háttum, því jafnskjótt og hann sér þá hleypir hann hesti sin- um alt hvað af tekur og hvarf leit- armönnum norður fyrir Eiriksjök- ul. Komust þeir aldrei það nærri honum, að þeir gæti skift við hann orðum. Þetta þótti kynlegt fyrir- brigði og var margs til getið um mann þennan. Sumir hugðu að ný útilegumannaöld væri komin og þarna hefði verið einn slíkur. Öðr- um þótti það fjarstæða ein. Lagð- ist það mál svo í þagnargildi. Jakob Snorrason var þá bóndi á Húsafelli. Hann var þá nokkuð við aldur, 58 ára gamall. Hann var þjóðhagasmiður, skytta góð og mjög hneigður fyrir allan veiðiskap. Á vorin stundaði hann silungsveiði í Sesseljuvík í Arnarvatni. Þar átti Húsafell alla veiði. Þar höfðu Kalmannstungubændur samveiði með honum, móti því að hann mátti stunda dorgarveiði á ísum í þeim vötnum sem voru í heiðarlöndum Kalmannstungu. Nú var það þetta haust, 1814, að Jakob brá vana sin- um að fara á dorgarveiði, en sendi syni sína tvo, Guðmund, sem þá var kominn að tvítugu og Þorleif fjór- tán ára gamlan. Þetta var seint i nóvember. Við Reykjavatn áttu þeir að liggja. Þar var veiðimanna- skáli og þar þektust ágæt mið, þar sem silungur var íeitari og vænni en í f lestum öðrum vötnum á því svæði. Þeir bræður komu að kvöldi dags í náttstað og hrdiðruðu um sig að vanda í skálanum og sváfu til næsta morguns. Þá með degi fara þeir að leita að miðunum eftir tilvísun föð- ur síns. Bregður þeim þá kynlega viö, er þeir finna mannaför að og frá vatninu. Lágu förin þar að op- inni lind. Þeir röktu þessi för spöl- korn suður í hraunið og kemur þá sterkur reykjarþefur á móti þeim, sem gaf það til kynna, að víði væri bíent. Kom þeim þá til hugar hinn dularfulli maður, sem sást í Geit- landsleitinni og þóttust þess visir, að útilegumaður, eða menn, ættu þar aðsetur. Héldu þeir þá til bygða og tilkyntu hvers þeir hefðu vísari orð- ið. Um sama leyti sem bræður þess- ir fóru til veiðanna, skeði það í Fljótstungu að hryssa meö folaldi hvarf þaðan úr hesthúsi um nótt. Snjór var á jörðu, og sást að mað- ur hafði teymt hryssu þessa til heiða. — Fljótstungumenn röktu förin, sem lágu norðan meðin Norð- lingafljóts. Þegar kom norður á Þorgeirsvatn fundu þeir folaldið dautt þar á ásnum. Þar hafði það gefist upp að fylkja móöurinni því færð var slæm og hafði komumað- ur skorið það á háls. Við það hurfu Fljótstungumenn heim og þótti súrt í broti. Framh. —Mbl. Fádœma fannkyngi í V estur-Skaf taf ellsýslu Fjöldi fénaðar bKnda í Austur- Mi'jrdal og Skaftáttungu er gmist i fönn eða bjargarlaust á heiðum uppi. Samtal við Gísla Sveinsson, sýslu- mann. Þess hefir áður lítillega verið getið hér í blaðinu, að snjó- kyngi væri mikið í Vestur-Skafta- fellssýslu og að menn væru hræddir um fénað, sem kominn hefði verið á heiðar. Nánari fregnir höfðu ekki borist að austan vegna símslita, sem urðu i skírdagsveðrinu. í gær var síminn aftur kom- inn í lag víðast hvar um héraðið og náði Mbl. tali af Gísla Sveins- syni sýslumanni og fékk hjá honum eftirfarandi upplýsingar um ástandið í Vestur-Skaftafells- sýslu. Látlaus stórhríð í tvo sólarhringa Upp úr pálmasunnudegi byrj- aði að snjóa eystra. Næstu tvo daga var látlaus stórshíð, mest um miðbik sýslunnar, austur- hluta Mýrdals, Mýrdalssandi, Skaftártungu og vesturhluta Síðu. * Um miðja viku (á miðvikudag fyrir páska) var komið fádæma snjókyngi í sýslunni, svo menn muna ekki annað eins um þenna tíma árs. Samgöngur allar tept- ust gersíimlega, aðeins fótgang- andi menn gátu komist bæja á milli. Sem dæmi um fannkyngið hér i Austur-Mýrdal, sagði sýslu- maður, má geta þess, að á mið- vikudag var bíll á Ieiðinni hing- að úr Reykjavík (bílstj. Brand- ur Stefánsson í Litla-Hvammi); með honum voru þeir Sig. Sig- urðsson búnaðarmálastj. og Ás- geir L. Jónsson verkfræðingur, er ætluðu hingað til þess að at- huga sandfok hér í þorpinu; þeim var snúið aftur undir Eyja- fjöllum, en bíllinn hélt áfram austur. Hann komst að Pjeturs- ey. Þaðan fóru farþegar og bil- stjóri á hestum að Skammadal; lengra homust þeir ekki á hest- um, pn héldu síðan gangandi til Vikur. Mýrdalssandur hefir að heita ILæknar verki, bólgu og blóórás af PILES (HÆMORRHOIDS) læknast með Zam-Buk Ointment 50c. Medicinal Soap 25c. má verið ófær yfirferðar í viku. Þeir, sem farið hafa yfir sandinn hafa orðið að fara með sjó alla leid, fyr en nú á mánudag s.l., að póstur braust yfir sandinn á syðri leiðinni (um Álftaver), gangandi, með hest í taumi. Póst leiðin liggur um Skaftártungu, en þangað gat póstur ekki kom- ist vegna ófærðar, varð að fara yfir Meðalland og Álftaver. Fénaður í voða. Fénaður bænda í Austur-Mýr- dal og Skaftártungu var fyrir bylinn kominn á heiðar, eins og venja er til um þetta leyti árs. Vegna látlausra bylja var ekki unt að komast til fjárins fyr en á miðvikudag. Fanst þá margt fé aðframkomið, sumpart í fönn eða bjargarlaust á heiðum. En vegna ófærðar var ómögulegt að koma fénaðinum til húsa og ekki heldur hægt að koma fóðri til hans. Urðu menn að láta sér nægja, að draga það fé, sem fanst þangað sem snapir voru og skilja það þar eftir. Menn hætt komnir Almenn óánægja er hér yfir veðurspám Veðurstofunnar þessa viku, segir sýslumaður. Spá- dómarnir reyndust meira og minna rangir alla vikuna. En verst fór skírdagsspádómurinn með menn hér, enda munaði minstu að hann yrði tveim mönn- um að bana. Á skírdag var spáð björtu veðri og hægviðri. Menn treystu þessu og bjuggu sig því til ferða til að leita að fénu. Fóru tveir menn úr Skaftártungu upp á heiði; var annar þeirra Valdi- mar Jónsson hreppstjóri í Hemru. Er þeir voru komnir langt upp á héiði skall á þá stórhríð og af- taka veður. Ekki var viðlit að komast til bygða aftur. Þeir tóku því það ráð að grafa sig í hellis skúta og þar urðu þeir að híma næstu nótt. Næsta dag (föstu- dag) komust þeir við illan leik til bygða. Fjártjónið. Enn verður ekkert sagt um það, hve mikið tjón hefir orðið á ,fénaði eystra. En menn fullyrða, að fjöldi fjár sé undir snjó. T. d. vantar Vigfús Gunnarsson, bónda í Flögu í Skaftártungu um helming af sínu fé. Á öðrum bæjum i Skaftártungu vantar einnig margt fé, og einnig í Austur-Mýrdal, einkum á Höfða- brekku. Telja menn víst, að mest af því fé sem vantar, sé und- ir snjó og því hætt við að það sé dautt. En menn eru einnig mjög hræddir um, þann fénað, sem er berskjalda á heiðum, því hann er þar algerlega bjargarlaus, ef ekki batnar nú þegar. Yfirleitt er háskalegur voði búinn fénaði fjölda bænda í sýslunni, ef ekki koma hlýindi og hlákur hið bráðasta, segir sýslumaður að lokum. Mbl. 19. Apríl. Fílsslátrarinn Nokkrir slátrarar í Kaupmanna- hönf sátu saman að sumbli. Þá fann einn þeirra upp á því, að segja að hringt hefÖi verið frá dýragar'ðin- um og einhver slátrari beðinn að koma þangað til þess að slátra fíl. Ungur slátrari bauðst þegar til þess að taka þetta að sér. Kvaðst hann hvergi smeikur við það að ráðast á fílinn. Og litlu síðar var hann kom- inn á stað til dýragarðsins i bíl, með alt sitt hafurtask, axir og sveðjur. Þegar út í dýragarðinn kom, vildi hann fá að fara þar inn án þess að greiða aðgöngugjald.—Kvaðst hann vera kominn til þess að slátra fíln- um. Stúlkan, sem selur aðgöngumiða, varð dauðhrædd, því að hún hélt að maðurinn væri geggjaður. Þó réð hún það af að síma til for- stjóra dýragarðsins og spurði haun hvernig á þessu gæti staðið. Koinst i þá upp hvernig leikiö hafði verið á slátrarann. Varð hann að athlægi um alla borgina fyrir vikið, og er nú ekki kallaður annað en ‘‘Fílsslátr- arinn.” —Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.