Lögberg


Lögberg - 18.05.1933, Qupperneq 4

Lögberg - 18.05.1933, Qupperneq 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAÍ, 1933. 13 ILögtjerg GefiB öt hvern fimtudag af TBE COLVMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskriít ritstjórans. EDiTOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO 53.00 um árið—Borgist fyrirfram í'he "Lögberg" is printed and publi3hed by The Columbia Prees, Limited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONEB Sfl 327—86 328 Ekki að safna skuldum Það lítur út fyrir að flestar stjóruir liér í landi séu nú að komast á þá skoðun, að það sé ekki heppilegt, að safna skuldum. Vafalaust hefði betur farið, lieldur en raun er á orðin, ef vorar góðu stjórnir hefðu skilið þetta fyrir löngu. Landsstjómin hefir nú sett sér það, að láta tekjumar mæta útgjöklunum. Fylkis- stjórnin hér í Manitoba hefir gert það líka og ennfremur bæjarstjórnin í Winnipeg. Það er viðvíkjandi f járhag Winnipeg-bæjar sem vér vildum segja fáein orð. Það sýnist ekki ósennilegt, að margir af lesendum Lög- bergs vilji eitthvað vúta um fjárhag þeirrar borgar, þar sem fleiri Islendingar eru saman- komnir, og eiga lieima, heldur en í nokkrum öðmm einum stað utan Islands. Því er ekki að neita, að fjárhagur borgar- inna er örðugur um þessar mundir, en það er ánægjuefni að geta sagt, að hann er ekki eins örðugur, eins og búast mætti við, þegar um það er hugsað, hve afar miklu fé bærinn ver nú árlega til að hjálpa atvinnulausu fólki, og einnig um hitt, hve óskaplega illa fasteigna- skatturinn borgast nú, en hann er aðal tekju- lind bæjarfélagsins. Bæjarstjórnin liefir búið til og samþykt f járhagsáætlun fyrir bæinn, þar sem áætlaðar tekjur og útgjöid standast nokkurnveginn á. Er þar g*ert ráð fyrir að útgjöldin á árinu nemi $9,294,608. Það er hér um bil $600,000 minna heldur en eytt var árið sem leið. Hvort tekjurnar verða nægilegar til að mæta þessum útgjöldum, fer eftir því hvernig skattarnir greiðast. Ef þeir greiðast enn miklu ver heldur en í fyrra, sem vel getur orðið, þá v>erða tekjurnar ekki nægilegar. Áætlunin mun vera sú, að skattarnir greiðist álíka vel, eins og þeir gerðu í fyrra. Gert er ráð fyrir að fasteignaskattur nemi $7,534,153; við- skiftaskattur $540,000; vatnsskattur $200,000; bílaskattur $110,000 og ýmiskonar aðrir skattar $910,000. 1 þetta sinn hafa bæjarskattarnir ekki ver- ið hækkaðir og engum nýjum sköttum bætt við. Það er viðburður, sem vert er að geta, þegar slíkt kemur fyrir í Winnipeg. Og það er ekki nóg með það. Fasteignaskatturinn hefir í raun og veru verið lækkaður, því virð- ingarverð fasteigna í bænum hefir verið fært niður sem svarar $20,000,000 og lækkar það skattinn um $691,000. EÍkki verða þó allir fasteigna eigendur þessa aðnjótandi, því margar fasteignir em enn virtar eíns og áður, þó allar gefi þær miklu minna af sér, en þær áður gerðu. Hefir Winnipeg-borg hér ekki farið að dæmi Sambandsstjómarinnar, eða fylkisstjórnarinnar í Manitoba, sem báðar hafa hækkað skattana stórkostlega, og urðu að gera það til að geta staðið sraum af allra nauðsynlegustu útgjöldum. Skuldir Winnipeg-bæjar eru ekki nærri því eins voðalegar eins og þær í fljótu áliti sýn- ast, þó miklar séu að vísu. Skuldir bæjarins nema $66.570.000. En bærinn á skuldalúkninga- sjóð er nemur $39,949,000. Þetta er fé, sem ár- lega' er lagt til síðu til að mæta skuldunum, þeg- ar þær falla i gjalddaga. Þá eru skuldir, er nema $25,627,000, sem hvíla á fyrirtækjum, sem bær- inn á, en sem bera sig sjálf og standa straum af þessum skuldum. Eru þá eftir $14,321,000, en af þeirri upphæð em $4,873,000 sem reikn- aðar era gegn vissum fasteignum fyrir um- bætur, sem gerðar hafa verið á þeim, eða í sambandi við þær, og sem eigendum þeirra fasteigna ber að borga. Hinar raunverulegu skuldir, sem gjaldendur bæjarins alment verða að standa straum af og borga, em því $9,448,167. Oss skilst að þar fyrir utan séu þó einhverjar talsverðar lausaskuldir við bankann, sem eru mismunandi frá einum tíma til annars. Þegar á alt er litið, virðist því fjárhagur bæjarins ekki í mjög slæmu ástandi, þó erfið- ur sé í ibili, vegna fjárhagskreppunnar miklu og almennu. Kannske Winnipeg-bær beri gæfu til að safna ekki meiri skuldum en orðið er. Faðir Galdra-Lofts Ekki ráðsmaðúrinn á biksups&etrinu, held- ur Jóhann Sigurjónsson—Faðir Fjalla-Ey- vindar var hann kallaður til skamms tíma. í sögu Rómverja er getið um konu, sem Cornelia hét; Hún var dóttir Scipiós, hins fræga liershöfðingja og gift Tíberiusi Gracc- husi ræðismanni. Hún misti mann sinn frá tólf börnum og var þá tiltölulega ung. Kon- ungur Ejgypta bað hennar, .en hún neitaði lionum vegna þess að hún hafði strengt þess heit að verja öllu lífi sínu til þess að ala þann- ig upp syni sína að þeir jtÖu miklir menn: “Þið eigið að vinna ykkur svo mikla frægð, drengir mínir,” sagði hún við þá: “að mín verði getið í sögu Bómverja, ekki sem dóttur Scipiós eða konu Tíberiusar, lieldur miklu fremur sem móður Gracehanna!” Og þetta varð. Einungis þrír sona hennar lifðu til fullorðins aldurs, en þeir áunnu sér svo mikla frægð, sérstaklega tveir, að nafn hennar lifir um aldur og æfi þeirra vegna; ekki einungis lifir það í sögn Kómverja, held- ur allsstaðar á bygðu bóli: “Hún er eins og móðir Gracchanna,” er sagt þegar talað er um einhverja konu, sem á háar hugsjónir fyr- ir börn sín. Jóliann Sigurjónsson eignaðist engin böm, en liann átti allmörg andleg afkvæmi, og setti þeim hátt takmark, ekki síður en Cornelia sonum sínum. Hann verður þektur í sögu ís- lenzkra bókmenta eins lengi og þær lifa, sem faðir Galdra-Lofts, Fjalla-Eyvindar og Lyga- Marðar. Ef til vill þykir fólki gaman að vita hvemig þessi mikli rithöfundur og skáld leit út. Hann var ungur maður þegar eg þekti hann, og síð- an eru liðin 34 ár. En mér finst eg eigi svo glögga mynd af lionum í huga mér að ef eg kynni að fara lúeð málaraáhöld, þá gæti eg ' málað hann nákvæmlega rétt. 1 fyrsta lagi þekti eg hann betur en flesta nðra skólabræð- ur mímp í öðra lagi var hann svo ólíkur öðr- um mönnum að liann hlaut að festast í minni þeirra, sem kyntust lionum. Jóhann Sigurjónsson var fremur lítill vexti, tæplega meðalmaður á bæð og einnig í grennra lagi. Andlitið var fremur mjótt, nef- ið hlutfallslega stórt, það er að segja hát't, en fremur þunt og svolítið bogadregið—hæst í miðjunni. Hárið var þykt, hrafnsvart og gljá- andi og héngu oftast lokkar niður á ennið, sem var hvelft og í meðallagi stórt. Augun voru dökk og oftast stillileg; en þegar hann komst í geðshræringu—og það var oft—þá var eins og þar risu ótal öldur; þau urðu þá eins og “eldhaf, ólgandi, logandi.” Hakan var í stærra lagi og örlítil laut í miðjuna. Eyrun fremur stór og stóðu dálítið út að ofan. Jóhann var svolítið lotinn í herðum og liafði fremur afsleppar axlir. Hendurnar voru grannar, æðaberar og litlar, fingurnir fremur langir. Yfir höfuð að tala verður ekki sagt að Jó- hann væri fríður maður sýnum. Þegar hann sat í letsrarstofu sinni studdi hann oft oln- bogunum á borðið fyrir framan sig, virtist engu veita eftirtekt, sem fram fór, en nagaði á sér neglurnar í ákafa. Jóhann var auðkennilegur maður á fæti; gekk dálítið álútur og var öllum mönnum hraðstígari. Hann var árvakrari en nokkur annar ungur maður, sem eg hefi kynst, og hafði þann sið að fara snemma á fætur og ganga einn annaðhvort upp að skólavörðu eða inn undir la<ugar, áður en fólk var komið á fætur. Einn morgun kom hann heim til mín fyrir venjulegan fótaferðatíma; hafði þá ver- ið búinn að ganga fram á Seltjarnarnes og til baka aftur: “Eg ætlaði að láta morgun- sólina færa mér yrltisefni í svolítið kvæði,” sagði hann: “en það fór alt í hundana. Þeg- ar eg kom út í sumardýrðina, sólskinið og fuglasönginn þá varð eg hrifinn og himin- lifandi og raulaði fyrir munni mér vísuna hans Hannesar Hafsteins: ‘Blessuð sólin elskar alt,” o. s. frv. Svo settist eg á stóran stein frammi á nesinu og ætlaði að yrkja vel og fallega. En jafnframt því að horfa á bless- aða sólina og finna ylinn frá lienni, horfði eg einnig inn í sjálfan mig og þar sá eg sorgir og heilsuskort, basl og bágindi svo margra, sem eg þekki og hefi þekt og eg rendi augun- um yfir þessar moldarhrúgur, sem við köll- um hús eða bústaði fólksins, alt í kring um mig og mér fanst eins og hver einasti blóð- dropi í sjálfum mér verða að brennandi tári þegar eg hugsaði um allar þessar vesalings líðandi manneskjur, sem hvíldust í.þessum moldarhrúgum og áttu nú innan fárra augna- blika að vakna til þessa daglega sársauka, sem þær flestar eru dæmdar til; og eg byrjaði á kvæði, sem eg kalla eða ætla að kalla “A- varp til sólarinnar.” Það byrjar svona: “Hann Hafstein segir þú elskir alt, er það satt?—er það satt ? Þú horfir á mannanna sorgir og sár, og samt—og samt þú brosir glatt.— Ef fólkið þú elskaðir, feldirðu tár, feldir tár yfir alt.-------- Nei, hann segir það ekki satt.” Hvort kvæðið varð nokkurn tíma lengra veit eg ekki; hann byrjaði oft á kvæðum, án þess að halda þeim áfram, og brendi stundum handrit sín þegar hann var ekki á- nægður með kvæðin. Jóhann var mjög aðlaðandi mað- ur, en þó dálítið mislyndur. Svip- ur og látbragð lýsti alvöru, djúpum hugsunum og stundum jafnvel þung- lyndi. Sálarlíf hans var óvenjulega auðugt og viðkvæmt; hann var al- vörugefnari en flestir aðrir ungir menn; tók sér einkár nærri böl ann- ara og gat sett sig í spor alls þess er líf og tilfinningu átti. Hann virki- lega leið sjálfur þær þrautir, sem hann vissi að þjökuðu öðrum sálum. Jóhann talaði aldrei um nokkurt mál öðruvísi en með hita—jafnvel þó hann talaði um þau með still- ingu; því stilling og hiti geta farið saman alveg eins og hryssingur og kuldi eiga oft samleið. Eg minnist þess að við Indriði Einarsson höfðum samið um það einn vetur að ganga fram á Sel- tjarnarnes annanhvorn dag á eftir skóla. Á eiúni slíkri göngu ræddum við um Jóhann Sigurjónsson og fór- ust þá Indriða orð á þessa leið: “Annaðvhort ferst hann sjálfur í þessum eldi fyrir aldur fram, eða hann bræðir í honum alt íslenzkt þjóðlíf, skýrir það og hreinsar.” Eg hefi oft hugsað um þessi ein- kennilegu orð síðan, og mér hefir j fundist sem þau bókstaflega hafi ræzt í báðum atriðunum. Á því leik- ur enginn efi að Jóhanni hefir styzt aldur vegna hins mikla andlega hita, sem bókstaflega brendi hann lifandi; en hins vegar er það einnig víst að í þeim sama eldi bræddi hann að nokkru leyti íslenzkt þjóðlíf, skýrði það og hreinsaði. Vera má að fólki þyki gaman að vita um fyrsta leikritið, sem þessi merkilegi höfundur samdi. Það er víst hvergi prentað og verður senni- lega aldrei — ef til vill hefir hann jafnvel ekki látið eftir sig handrit af því. Eins og eg gat um var Jóhann kornungur maður þegar eg þekti hann. Þá var hann einhver ákafasti og eldheitasti bindindis- og bann- maður, sem Reykjavík átti. Hann var mælskur með afbrigðum og hafði öllum eða flestum betra lag á þvi að hrífa áheyrendur sína. Hann var heill og óskiftur á bak við hverja einustu setningu, sem hann sagði. Ef það hefir átt við nokkurn ungan mann í Reykjavík í þá daga, að hann hefði þrumur og eldingar á tungu sinni, þegar hann talaði, eins og sagt var um Perikles forð- um, þá átti það við Jóhann Sigur- jónsson. Og hann talaði aldrei um neitt án þess að leika það um leið, sem hann sagði. Einu sinni sem oftar var hann beðinn að flytja ræðu á útbreiðslu- fundi. Þar kom hann fram með sitt allra fyrsta leikrit. I því voru að- eins tvær persónur; önnur þögul en hin talaði fyrir báðar. Leikurinn hét: “Brennivínsdjöf- ullinn og bindindis-engillinn.” Sjálf- ur lék Jóhann hinn síðarnefnda, en hafði búið til hræðu til þess að tákna hinn fyrnefnda og sett upp taflborð á milli sín og hans. Mér datt þessi leikur í hug þegar eg sá og heyrði séra Kvaran mæla fram særingarorðin í Galdra-Lofti. I þessum fyrsta litla leik höfundar- ins eru einnig særingarorð, og voru þau mælt fram af Jóhanni sjálfum Leikurinn byrjaði á þessa leið: “Nú skora eg þig á hólm, þú djöfull allra djöfla” Mér eru þessi orð eins minnisstæð og eg hefði heyrt þau í dag: “Eg skora þig á hólm!" endurtók hann: “Skora á þig að mæta mér í þessu tafli, ef þú þorir. Eg hræðist þig ekki þótt þér fylgi allir hrókar og öll peð hel- vítis. Á minum reitum í þessu tafli eru einungis konungar, drotningar og riddarar, en á þínum ekkert nema hrókar og peð. Þar sem þú teflir fram peði synda og sjónhverf- inga tefli eg á móti riddara sið- prýði og sannleika; þar sem þú tefl- ír* fram hróki grimdar og glötunar tefli eg á móti konungi kærleiks og bjargráða. Þar sem þú teflir fram peði brjálsemi og bölvunar skáka eg þér með riddara ráðdeildar og bless- unar og þar sem þú teflir f ram hróki dauða og helvítispísla, máta eg þig með drotningu lifanda lifs og sigr- andi sáluhjálpar.” Þetta eru aðeins örfáar setningar úr leiknum, en þær sýna hvernig hann var. í niðurlagsávarpi sínu til brennivinsdjöfulsins flutti Jó- hann bæn um aðstoð alls hins góða, sem lífið ætti til í baráttunni gegn þessum erkióvini, og endaði með þessari vísu: “Alla leið til hæsta himins hefji drottinn vængi mína; nið’r í gólf á neðsta víti negli f jandinn skanka þína.” Eldhiti Jóhanns í öllum málum og sú takmarkalausa alvara, sem fylgdi orðum hans gerði þau að hvössum skeytum, sem smugu gegn um sál og tilfinningaríki áheyrendans. Eitt hið allra einkennilegasta við G. B. Shaw, rithöfundinn heims- fræga, er það að hann getur ausið óbótaskömmum yfir menn og þau málefni, sem þeim eru heilög án þess að þeir reiðist honum og án þess að nokkur hneykslist á. Það sem aðrir væru fordæmdir fyrir að segja, þyk- ir ekkert ósæmilegt ef Shaw segir það. Eins var það með Jóhann Sig- urjónsson. Eldhitinn í ræðum hans og ritum brendi burtu öll takmörk gagnyrða og gífuryrða. Hann tók dýpra í árinni en allir aðrir; hugs- aði aldrei um annað en það að finna orð, sem fullkomlega ættu við hans eigin hugsanir, hvort sem betur lík- aði eða miður. Ræður og rit margra j manna tapa að minsta kosti helmingi áhrifa sinna vegna þess að reynt er að hefla um of málið og fága fram- setninguna, til þess að vera viss um að hvorugt valdi hneyksli. Eg hlust- aði einu sinni á Jóhann flytja ræðu, þar sem hann gerði Júdas ískaríot að svo miklum píslarvotti að fólk bókstaflega grét af meðaumkun með honum. Þá orkti Guðmundur Guð- mundsson þessa vísu: “Orð þín guðlegt undramagn eiga í fórum sínum; er sem breytist bölv og ragn í bæn á vörum þínum.” Jóhann tók afarmikinn þátt í fé- lagsmálum á skólaárum sínum, en var fremur laus við nám; stóð sig þó allvel, því námsgáfurnar og skiln- ingurinn voru framúrskarandi þegar hann gaf sér tíma til þess að beita þeim. Einn vetur hafði félag skólapilta, sem “Framtíðin” hét, verið fremur dauft; en snemrna um vorið var haldinn fundur, þar sem Jóhann Sig- urjónsson flutti stóryrt og kraftmik- ið eggjunarkvæði; mintist hann þar á Tyrteus hið mikla kraftaskáld, er kvað svo mikinn eldmóð í fáeina hermenn að þeir unnu sigur á ofur- efli andstæðinga sinna. í því kvæði var þessi vísa: “Nýja krafta veitir vorið vekur aftur blómin sín.— Rís upp “Framtíð!”—Fyrsta sporið finst mér það að skammast sín.” Að þessum fundi enduðum skrif- aði Ólafur Briem, sonur séra Valdi- mars, sem var skáldmæltur vel, þessa vísu: “Hugsjón klæddir holdi og blóði, heimtir<«ftur týndan flokk;, kvaðst með einu litlu ljóði líf og sál í dauðan skrokk.” Eg sagði að þrjú leikrit Jóhanns myndu halda uppi nafni hans eins lengi og íslenzkar bókmentir yrðu við lýði. Um Fjalla-Eyvind þarf ekki að fara mörgum orðum. Ólafur sál. Eggertsson og frú Guðrún Ind- riðadóttir léku þau Eyvind og Höllu svo rækilega inn í sálarlíf Vestur- Islendinga, að þau eru og verða þar óafmáanleg. Um Lyga-Mörð er fólki minna kunnugt, að minsta kosti hér vestra. Þar er þó listaverk sem haldið hefði á lofti nafni Jó- hanns, þótt hann hefði ekkert ann- að látið eftir sig. Ummæli prófess- ors Ágústs Bjarnasonar um það leikrit eru sönnun þess, hversu mik- ið er í það spunnið. í þeim ummæl- um er þetta meðal annars: “Ætla mætti að fáir bættu sig á því að gera fornsögur vorar að yrkisefni, og þá sizt Njálu. En ekki ber á öðru en ? Kl £JN EY ýý'LLS^ l,'b t meir en þrifljung aldar hafa Godd’s Kidney Pills veri8 viðurkendac rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. að Jóhanni Sigurjónssyni hafi tek- ist þetta svo vel að höfuðpersónurn- ar, Njáll og Mörður, verða dýpri og meiri í leikriti hans en þær eru í sjálfri sögunni. Tek eg hér upp nokkrar setningar úr hinni dásam- legu ræðu Njáls: “Iiver sá er landið elskar, elskar og friðinn, ef hann er skynbær maður. Landið geymir í sjóði minninga sinna hvern blóðdropa, sem fór til ónýtis. Það harmar hvert það tré, er fellur fyrir viðaröxinni, enda þótt það vænti þess að nýir frjóangar spretti upp af rótum þess. Skógar þeir, sem eyðst hafa af eldi hatursins, eru lýti á ásjónu þess, og býlin fögru, sem eitt sinn áttu blikandi akra og bros- hýr tún og engi, bliknuðu af harmi þá er hendur eigendanna stirbnuðu fyrir eggjun heiftarinnar. Friður- inn er farsæld lands og lýðs.” Leikritið er listaverk frá upphafi til enda. Það er meistaraverk og fari fleiri slík á eftir, á skáldið viss- ast ekki mjög langt í land til Nobels verðlaunanna eða annarar stórmik- illar viðurkenningar.” Þannig farast prófessor Ágúst Bjarnasyni orð uin leikritið Lyga- Mörð. Síðasta listaverk Jóhanns—og að margra dómi það fullkomnasta—er Galdra-Loftur. Hefir það nýle^a verið sýnt hér á leiksviði og við það að horfa á það og hlusta vakpaði margt upp í huga inínum í sambandi við höfundinn; foksandur gleymsk- unnar þyrlaðist þá ofan af ýmsu, sem þar var grafið og þess vegna hefi eg skrifað þessar linur. Galdra-Loftur var áður lítt kunn- ur hér vestra; en síðan hann var leikinn-hefir hann vakið svo miklar umræður og svo djúp áhrif að höf- undurinn — Faðir Galdra-Lofts — hefir risið upp í huga fólks eins og einhver undravera, sem standi ofar og hærra en flestir aðrir i hinum skapandi heimi bókmentanna. Þau kvæði, sem mestri hylli hafa náð og dýpstar rætur hafa fest í sálum íslendinga, ciga flest að miklu leyti aðdáun sína og langlífi því að þakka að við þau hafa verið samin lög og þau sungin inn í meðvitund fólksins. Vart mun sá Islendingur til hvar í heimi sem hann er stadd- ur, sem ekki kunni kvæðið: “Ó, guð vors lands.” Þrátt fyrir hina guð- dómlegu fegurð þess tel eg vafasamt að það væri eins almeiin eign ef því hefði ekki skapast lagið, sem veitt hefir því flug og eilífa framtíð. Sama er að segja um leikritin: til þess að þau njóti sín að áhrifum er ekki nóg að lesa þau eins og sögu; þau verða að vera leikin, og undir því er framtíð þeirra að miklu leyti komin, hvernig það vandaverk er af hendi leyst. Fullkomnasti skáldskapur — sá er næst liggur hinu raunverulega lífi manna, eru leikritin, þegar þeim er lyft frá dauðum lestri upp í lifandi sýning- ar, þar sem sálir Ieikendanna mæta sál höfundarins, skilja hann og hafa lag á að sjá það, sem hann sá, túlka það sem hann fann. Eins og kvæðið: “Ó, guð vors lands” var svo lánsamt að fá vængi skapaða af Sveinbirni Sveinbjörns- syni, þannig hefir Galdra-Loftur orðið fyrir þeirri gæfu hér vestra, að svífa á vængjum aðdáanlegrar listar og fullkomins skilnings inn í islenzka meðvitund. Eg get ekki hugsað mér leikendur gera betri skil nokkru hlutverki en þau séra Ragn- ar Kvaran og kona hans gerðu, þeg- ar þau léku Loft og Steinunni. Það er alveg víst að ef Jóhann Sigur- (Framh. á bls. 7)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.