Lögberg


Lögberg - 18.05.1933, Qupperneq 3

Lögberg - 18.05.1933, Qupperneq 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. MAÍ, 1933. Bls. 3 Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga ^OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO^OOOOOOOOOOOO^^OOOOOOO^OOOOOOOOOOOOOOV^O^ Örlög ráða Skáldsaga eftir H. ST. J. COOPER. Giles kom upp úr viðhafnarsalnum. Hann var rauður í andliti. Hann hafði drukkið all þétt. Hér var svo ríkulegt tækifæri til að .skála við aðra og drekka skálir. Hann var nýbúinn að segja frá bardaganum á eynni, bardaga sínum—og fjölmennir áheyrendur höfðu gleypt hvert orð af vörum hans. En hvar var nú Elsa? Hún var ekki í klefa sínum né í neinum salanna. “Hún hlýtur að vera uppi á þilfari,” liugs- aði hann með sér. Honum var gramt í geði til hennar sökum þess, að hún fór svo mikið ein- förum. Það hlaut að líta fremur einkennilega út í augum hinna farþeganna. “Þegar við erum gift, ” hugsaði liann með sér, “þá skal hún svei inér verða að snúa út betri hliðinni bæði við mér og öðrum. Hamingjunni sé heiður og prís, nú erum við bráðum laus við þennan náunga. Á morgun komum við til Lundúna, og þá vona eg að við sjáum hann í síðasta sinn. ” “Ungfrú Vientor, lávarður minn?” mælti skipstjórinn og svaraði spuringu Giles’s. “Ungfrú Ventor er uppi á þilfari. Hún bað mig að gera boð eftir þjáningarfélaga yðar, hr. Smith, hana langgði til að tala við hann. Eftir því sem mér skildist, langaði ungfrú Ventor til að gera eitthvað fyrir hann.''Eg býst við, að þau séu einhversstaðar uppi á þilfari.” “Uppi á þilfarin?” át Giles eftir honum afglapalega. “ Já, lávarður minn.” Hún var þá hjá Smitli uppi á þilfari! Giles ósetti sér þegar að fara til þeirra. Hami var gæddur öllum hvötum og hæfileikum tortrygg- ins njósnara. Hvað hafði hún svo sem ótalað við þenna náunga? Hvers vegna gat hún ekki látið hann í friði, þar sem liann var — og gleyint honum? Giles liafði heitið henni því að þegja með það, hver Belmont væri. Hann hafði haldið lieit sitt; ætli hún hafi lialdið lieit sitt ?— Hann heddist áfram eftir þilfarinu smaug alstaðar á bak við, þar sem skugga bar á, og rýndi gegnum inyrkrið. Loksins kom hann auga á þau, sem hann leitaði að. “Þú verður að lofa mér því,” heyrði hann Elsu segja, “að þú farir þangað. Geymdu blaðið með utanáskriftinni. Ef þú skilar þessu bréfi, geturðu beðið þar, þangað til eg kem.” “LEtlið þér að koma?” “Já, já, það geturðu reitt þig á. Það er einmitt þess vegna, að eg bið þig- að fara þangað. Eg verð að sjá þig aftur, eg verð að vita þig á einliverjum þeim stað, sem eg get fundið þig. Það er sjálfum þér að kenna,” bætti hún við og reyndi að gera sér upp lilát- ur. “Þú hefir gert mér sjálfan þig svona ó- missanlegan. Eg er alt af lirædd og kvíðafull, er eg veit ekki livar þig er að finna. Eg er orðin svo vön því að hafa þig fyrir verndara minn, að mór finst eg geti alls ekki komist af án þín. Eg tel þig kjörinn verndara minn.” “Já, betur að eg gæti verið það!” sagði hann. “ Ó, ef þú gætir það! ’ ’ Hún leit ui?p í augu lionum. ‘ ‘ Eg skyldi geí'a helming þeirrar æfi, sem eg á eftir, nei, eg skyldi gcfa hana alla, aðeinu ári undanskildu, ef eg fengi að vera hjá þer þetta eina ár, fengi að elska þig og láta þig vernda mig og verja, elsku Ralph.” Hún studdi báðum höndunum á brjóst hon- um. Giles lá í hnipri á bak við reykingarskálann og fylgdi þeim mð augunum. Hann sá þau bæði all-skýrt, er þau bar við tunglslitað hafið, og hann gat heyrt tal þeirra. Hann hreyfði sig ekki. Hann studdist upp við vegg- inn og krepti hnefana og hlustaði eftir liverju einasta orði, er þau mæltu. , , Ilvað átti hann nú til bragðs að taka ? Atti hann að fara á fund skipstjórans og segja lionum blátt áfram, að maður sá, er kallaði sig fSmith, væri Ralph Belmont—morðinginn, sem lýst var eftir? Það væri svo sem rétt og marklegt, að hann gerði það, og þá væri mað- ur laus við þann náunga. fyrir fult og alt. Giles sneri sér snögt við og ætlaði þegar að framkvæma þetta áform sitt, en hikaði. Ef hann gerði þetta, væri Elsa leyst frá lieiti 'sínu. 0g hann vildi ekki sleppa Elsu. 1 lians augum var epgin sú kona í víðri veröld, er jafnast gæti á við hana, og nú sauð og blossaði afbrýðin upp í honum, er hann þótt- ist þess fullvis’s og sannfærður um, að Ralpli Belinont hefði unnið hug og hjarta Elsu. En þrátt fyrir það, þótt Elsa vnni öðrum manni, skvldi hún samt verða hans og einskis annars manns. Því hét Giles fast og ákveðið í liuga sínum. Xei, það var alveg ófært, að segja til Ralph Belmonts. Elsa mundi leggja hatur á hann fyrir þá sök. Hún myndi aldrei fyrirgefa hon- um það, og þá myndi hún telja sig leysta frá heiti sínu. Hann yrði því að taka eitthvað annað til bragðs, og reyna á einhvern annan hátt, að ná sér niðri ,á þessum moringja og losna við hann fyrir fult og alt. XXIX. / Lundúnum. Elsa reyndi að koma auga á Ralph í troðn- ingnum 0g gauraganginum við bryggtjuna, þegar skiiiið Iiafði lagt að, en mannfjöldinn var svo feiknamikill, að hún gat hvergi séð hann. Það voru einnig fleiri, sem sátu um Belmont—blaðamennirnir, sem komnir voru til þess að spyrja skipbrotsmennina sjörun- um úr. En þilfarsfarþeginn Smith var alveg horfinn. “Elsa, elsku litla stúlkan mín, elsku litla stúlkan mín! ’ ’ Sir Jolin tók frænku sína í íaðm sér. Hann var alveg frá sér numinn af gieði og fögnuði yfir því, að sjá hana aftur. Þau lijónin höfðu syrgt liana dauða. Og þau höf'ðu fyrir löngu gefið upp alla von um að sjá hana aftur. Og nú var liún þó komin aftur til þeirra; nú liöfðu þau endurheimt liana heila á liúfi. “Kæri, liugrakki, hrausti Giles!” mielti liann og þrýsti hönd Effingtons lávarðar. Eg hefi þegar hejrrt nokkuð um liina glæsilegu iramkomu vðar, hve hugrakkur og fórnfús þér hafið verið. Það eru glæsileg afreksverk, sem þér hafið afrekað. Guð minn góður, eg vildi hafa gefið mikið til, að hafa verið þar lijá ykkur!” “Ekki skuluð þér óska þess, ” mælti Giles, kátur í bragði. “Það var nú, eins og kallað er, fjárans erfiði, það skal eg segja yður. “ Jæja, en það er ekki vert að fárast um það. Aðalatriðið er, að Elsa er hér komin, heii á húfi, og að við giftum okkur að þrem vikum liðnum. ” “Þér hafið sannarlega unnið brúði yðar, með heiðri og sóma, Giles,” mælti Sir John. Sir John tók 'liönd Elsu og stakk henni uiíd- ir handlegg sér. Bfaðameiniiruíir þyrptust utan um þau og tóku inyndir af þeim öllum, af öðrum aðal-aðilja þessa ævintýralega skip- brots, unðfrú' Ventor, sem frændi hennar, sjálfurdómsmálaráðherrann, leiddi, og svo af Giles—Effington greifa-—hetjunni sjálfri. Blaðamennirnir og ljósmyndarar stórblað- anna þyrptust utan um landgangsbrúna, eins og f'lugur á sykurmola, og þótt Sir Jolin væri alvanur þess liáttar gauragangi, átti liann fult í fangi með að ryðja sér og frænku sinni braut upp að járnbrautarvagni þeim, sem þeim var ætlaður. Giles gaf sér aftur á móti góðar stundir og var furðulega stimamjúkur við blaðasnápana. Hann lét þá spyrja sig spjörunum úr og taka myndir af sér frá öll- um 'liliðum. Hann ibrosti á báða bóga og full- vissaði þá um það í háum róm, að 'þetta alt saman væri ekki til að gera neitt veður út af, en ef þeir endilega vildu vita eitthvað, þá væri liann auðvitað reiðubúinn að fræða þá frekar. Loksins komust þau þó öll þrjú inn í jám- brautarvagninn. Elsa leit í síðasta sinn von- lausum augum út um gluggann, ef ske kynni að hún yrði vör við Belmont, einhversstaðar í mannfjöldanum. Svo hélt lestin af staö. Sir Jolm sagði nú sína sögu eftir skips- brunann. Hjá þeim liafði ekkert stórvægilegt drifið á dagana. Bátur sá, er hann lenti í, hafði rekið um liafið í tvo daga. >Þau liöfðu þjáðst allmjög’ af liita, en gufuskip, er fór fram hjá, varð þeirra vart og bjargaði þeim. tJr því hefði alt gengið létt og liðugt. Sir Jolm og hinir skipbrotsmennirnir voru síðan settir yfir í annað flutningaskip, sem var á leið til Englands, og síðan hefði lieimferðin gengið tafarlaust. “En við töldum þig af,” mælti hann og þrýsti frænku sinni að sér. “Eg skil ekkert í, hvernig á því gat staðið, að eg fann þig ekki, og að þú lentir í öðrum bát en eg. Eg hefi á- sakað mig ótal sinnum fyrir þetta. En mér var blátt áfram fleygt ofan í bátinn, og þar lá eg í óviti um hálfa klukkustund, eftir að ýtt var frá skipinu. Þegar eg raknaði við aftur, varð eg þess var, að hvorugt ykkar Giles var í bátnum. Það var voðalegt áfall fyrir mig, þetta, og síðan hafa verið þung- bærar stuiulir fyrir okkur 'lieima, elsku Elsa mín. Við þorðum ekki að gera okkur neinar vonir framar—og iþó—vonin er samt það, sem við mennirnir höldum okkur lengst í. Við vonuðum og vonuðum, þvert ofan í alla heil- brigða skynsemi. Guði sé lof, aÖ það fór svona vel að lokum. Við megum vera forsjóninni þakklát, sem lialdið hefir verndarheni sinni yfir þér, barnið mitt. Og við megum þakka Giles!” bætti Sir John við og lagði höndina á landlegg hetjunnar. Blsa svaraði engu. Hún starði út um glugg- ann með dreymandi augnaráði. Hugur lienn- ar var lagt í burtu—á líti'lli suðurhafseyju, með páimatrjám- og bröttum klettum — sól-' brennandi klettabyrgi, þar sem maður, klædd- ur í tötra, barðist eins og ljón fyrir fjöri hennar og frelsi. Hún sá fyrir sér hið svip- sterka, hugrakka andlit hans. Svo sneri hún við höfðinu og rak þá augun í brosandi smett- ið á Giles, og fór hrollur um liana. Lundúnaborg! Hinar kæru, gömlu, troðfullu götur. Þyrpingin af bílum og sporvögnum, éilífur, óþrjótandi fólksstraumur og mann- þröng! Lafði Ventor vafði Elsu að sér og kom lengi ekki upp einu einasta orði. Síðan gekk hún til Giles og faðmaði hann. “Kæri, kæri, Giles!” mælti’ hún með ákafa, “ef þér aðeins vissuð, hve hreykin við erum af yður. En hvað þér hafið sýnt mikið hug- rekki og snarræði! Að liugsa sér, að án yðar aðstoðar, hefðum við nú ekki haft elsku Elsu litlu lijá okkur. Giles, þér eruð eigi aðeins okkar hetja, þér eruð hetja allrar Lundúnar borgar—alls Bretlands! ’’ “Giles skal sannarlega liljóta allan þann heiður, sem hann verðskuldar, ” mælti Sir John brosandi. “Það er hejlsíðumynd af lionum í einu stórblaðanna í kvöld.” Morguninn eftir liafði Giles dubbað sig upp, eins og Effington greifa sæmdi. Kallaði hann á leigubíl og ók ofan í miðbæ, City. “ Curtisstræti nr. 7, Strönd,” sagði liann ‘ við bílstjórann. Bílstjórinn hneigði sig og bar hendina upp að húfunni. “Þar á maður líklega ekki á hættu, að liitta sjóræningja, lávarður góður,” maúti hann og brosti. Giles brosti líka. Bílstjórinn þekti hann. Alt fólk þekti liann. — Myndin í gærkvöld hafði verið alveg ágæt. 1 Curtisstræti 7 þektu menn líka Effington lávarð. Á hurðinni hékk látúnsplata, sem til- kvnti, að hér héldu til einkaleynilögreglu- mennimir Hawkson og King. Það var aðalmaðurinn, forstjórinn, hr. Iving, sem tók á móti liinum virðulega gesti, og forstjórinn var alveg þrunginn af brosi og virðingu og hneigði sig í sífellu fyrir Giles. “Eg má líklega treysta því, að hvert eitt viðskiftamál, sem eg fæ yður til afgreiðslu, verði starfrækt með fvlstu leynd og trúnaði. Það sem eg óska að fá gert, er algerlega prí- vat eðlis,” mælti Giles. “Hamingjan góða, herra lávarður. Öll starfsemi vor er auðvitað grundvölluð á strangasta trúnaði í öllum störfum.” Giles kinkaði kolli. “Eg þarf að láta njósna um manneskju,” sagði hann stuttlega. “Það ])jarf að ger- ast rækilega,—látum okkur segja vikutíma.” “Það tökum við að okkur með mestu á- nægju. Þér getið verið alveg öruggur um ]>að, lávarður minn, að hlutaðeigandi mann- eskju skal verða veitt eftirför, livert sem hún fer og aldrei slept af henni auga.” Giles kinkaði kolli. “Það er dama, sem um er að ræða. Bg ímynda mér, að næstu viku muni hún fara í lieimsóknir hingað og þangað. Nú vil eg fá nákvæma vitneskju um þá staði, sem hún vitj- ar. Nöfn og heimilisfang þeirra, sem hún heimsækir—alt saman nákvæmt og rétt út í öztu æsar.” “Já, sjálfsagt, lávaröur minn. Þessháttar er liversdagslegt verkefni fyrir okkur. Við fáum hundruðum saman af þessháttar beiðn- um, og eg er svo djarfur að segja, að til þessa hafa viðskiftavinir vorir verið mjög ánægðir —mjög svo ánægðir,” mælti hr. King, með sannfæringarkrafti. “Það mega ekki verða allra minstu mis- grip á nokkum hátt. E|g verð að fá nákvæma fregn um livert einasta heimilisfang, það verð eg að biðja vður að skilja,” mælti Giles. ‘ ‘ Sjálfsagt! Þér getið fyllilega reitt yður á oss, lávarður minn. Og þessi dama, sem um er að ræða?” “Ungfrú Elsa Ventor,” mælti hann. Giles hikaði augnablik. Hr. King varð svo forviða, að hann gat alls ekki levnt því: “Ungfrú — ungfrú Ventor, sem er nýkom- in — heim aftur—?” (Framh.) PROFCSSIONAL CARD5 DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 — Offlce tímar 2-3 Heimill 776 VICTOR ST. Phone 27 122 Wlnnipeg, Manitoba Símið oantanir yðar Roberts Drug Stores Limited Ábygjrilegir lyfsalar Fyrsta flokks afgreiðsla. Níu búðir — Sargent and Sherbrooke búð—Sími 27 057 H. A. BERGMAN, K.C. lslenzkur lögfrœSlnour Skrifstofa: Room 811 McArthur Buildlm?, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONBS 95 062 Og 39 048 DR. T. GREENBERG Dentist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargeiit Ave., Winnipeg Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannlœknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 645 WINNIPEG W. J. LINDAL, K.C. og BJORN STEFANSSON Islenzkir lögfrceöinoar 32 5 MAIN ST. (& öOru gólfi) Talsimi 97 621 Hafa einnig skrifstofur aC Lundar og Gimli og er þar aO hltta fyrata miCvikudag I hverjum mánuOl. DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimili: 5 ST. JAMES PLACE Winnipeg, Manitoba Dr. A. B. Ingimundson Tannlaeknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Simi 22 296 Heimilis 46 054 J. T. THORSON, K.C. ' Islenzkur lögfrœöingur 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjflkdóma.—Er a8 hltta kl. 10-12 f. h. of 2-5 e. h. HeimiU: 638 McMILLAN AVE. Talsimi 42 691 DR. A. V. JOHNSON lslenekur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pósthÚ8lnu Simi 96 210 Helmilis 33 328 J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). islenzkur lögmaöur Ste. 1 BARTELLA CRT. Heimasimi 71 768 Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 HeimiU 403 67 6 Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur ltkkistur og annast um flt- farir. AUur ötbflnaöur s& beztl. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talsimi: 86 607 HeimUis talsimi 501 562 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrœöinour Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City HaU Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medical Arts Building Stundar sérstaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er aó hitta frá kl. 10-12 f. h. og 3-5 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Sími 28 180 * A. C. JOHNSON 9 07 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fasteignir manna. Tekur aó sér aC ávaxta sparifé fólks. Selur eldsábyrgC og blf- reiCa ábyrgCir. Skriflegum fyrir- spurnum svaraC samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. tslenzkur löofrœöinour Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. • Dr. S. J. Johannesson G. W. MAGNUSSON J. J. SWANSON & CO. LIMITED Nuddlœknir 601 PARIS BLDG., WINNIPBO ViCtalstími 3—5 e. h. 41 FURBY STREET Fasteignasalar. Leigja húa. Ot- Phone 36137 vega peningalán og elds&byrgO at 632 SHERBURN ST.-Simi 30 877 «llu tagi. SimiC og semjiC um samtalstima i jone 94 221

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.