Lögberg - 06.07.1933, Side 7
LöGBERG, FIMTUDAGINN 6. JÚLÍ, 1933
Bls. 7
ŒFIMINNING
Séra Hjörtur J. Leó
(Framh. frá 1. bls.)
en að okkur hafi liöiö mætavel við
námið. Eg hefi ekki unað mér bet-
ur við skólanám annarsstaðar. Og
veit eg ekki betur, en að Hjörtur
bæri skólanum svipaðan vitnisburð.
Hann kunni þar auðsjáanlega vel
við sig og náði aftur sinni frjálsu
og eðlilegu lífsgleði, eftir að hann
var einu sinni búinn að átta sig á
straumhvörfunum þar.
Skólavistin sjálf átti drjúgan þátt
í þessu. Sambúðin var frjálsleg og
heimamannleg, meö kennurum og
nemendum, eins og áður var að vik-
ið. Alís engin tilraun var gjörð, svo
að við vissum, til að gefa skólan-
um guðrækilegan ólundarsvip, eða
leggja óeðlileg og þvingandi höft á
nemendurna. Þeim var vitaskuld
ætlað að iðka námið af trúmensku
og svíkjast ekki burt frá kenslutím-
um eða guðræknisiðkunum; samt
var engin dómharka sýnd, þó eitt-
hvað ofurlítiö væri brugðið út af
þvi. En að öðru leyti réðu menn
sjálfir ferðum sínum og athöfnum;
störfuðu eða léttu sér upp, eins og
þeim þóknaðist. Og það kom sjald-
an fyrir, að illa væri farið með
þessa tiltrú, aem þeim var auðsýnd;
að minsta kosti bar mjqg lítið á
slíku. Og eg er viss um það, hð til
eru mentastofnanir kirkjulegar í
landi þessu, sem ekki væri hægt að
gefa samskonar vitnisburS, nema
með afföllum.
Andinn, sem réði í þessum skóla,
var sann-lúterskur, og mun það hafa
ráðið miklu um heimilisbraginn þar.
Lúterska kirkjan hér vestan hafs
hefir oft verið sökuð um of' mikinn
strangleik í trúarkenningum og fast-
heldni við fornar venjur í tilbeiðsl-
unni. Hvað sem um það má segja,
þá er svo mikið víst, að í siðalær-
dómnum hefir hún oftast verið heil-
brigð og öfgalaus, og haft það fram
yfir ýmsar deildir aðrar i kristn-
inni.
Enginn má heldur skilja orS mín
svo, sem guðfræði skólans hafi ver-
ið óaðgengileg eða strembin í heild
sinni. Það var öðru nær. Við fund-
um þar heilmikið, sem var hugnæmt
og aðlaðandi, bæði í almennri
kristnisögu, í “praktískum” krist-
indómsfræðúm — Sem allmikil á-
hezla var lögð á í skólanum— og
jafnvel í sjálfri “dogmatíkinni”
lútersku. Hvað sem segja má um
einstök atriði þeirrar fræði, þá
verSur því ekki með sanni neitað,
finst mér, að í meginmálinu beri
hún vott um rækilega hugsun og
sanna trúarreynslu.
Og kenslan var yfirleitt mæta-
góð. Eg hefi þegar minst á ljúf-
lyndi Gerberdipgs. En um Weidner
er það að segja, að þó hann þætti í
aðra röndina nokkuð kreddufastur,
sérkennilegur og stór í skapi, þá var
heilmikið í hann spunnið, og ekki
vantaði tilþrifin, skörp og lífræn,
i kenslunni hjá honum. Þegar hann
hafði veitt nemendum þungar ákúr-
ur fyrir sljóleik eða vánkunnáttu,
þá var hann vanur að segja rétt á
eftir: Don’t get discouragcd—“Lát-
ið ekki hugfallast.’ Hann sagðist
biðja GuS um það fyrir okkur alla,
að við yrðum aldrei ríkir. Auður-
inn gæti verið sæmilega góður fyrir
suma leikmenn, en hreint ekki fyrir
presta. Engan kennimann kvaðst
hann hafa þekt, sem ekki hefði stór-
tapað við að komast í efni.—
Skýring Weidners á uppruna
Hebreabréfsins var á þessa leið:
“Efnið er Páls,” sagði hann, en
framsetningin er eins ólík postul-
anum eins og mest getur verið.
Það hefir sjálfsagt upphaflega ver-
ið prédikun, sem Páll hefir flutt
fyrir GySingum hvað eftir annað.
Svo segir hann einn góðan veður-
dag við Timóteus: ‘Heyrðu, þú
hefir ekkert að gera; það er bezt
þú skrifir niður þessa ræðu, sem^eg
er búinn að flytja svo oft — um
æðsta prests embættið og fórnfær-
ingarnar. Þú manst efnið. Við
skulum búa til úr henni opið sendi-
bréf til hebreskra manna í einhverj-
um söfnuðinum.’ ”
Sumir höfðu sérstakt gaman af
þessari skýringu; því að sú saga
gekk um Weidner sjálfan, að á síS-
ari árum hefði hann komist af með
tvær prédikanir, og flutt þær til
skiftis á ferðum sínum. Ekki veit
eg um sönnur á því; en allir geta
séð, að kenslan er ekki líflaus, þeg-
ar svona er haldið á efni.
Ekki þótti okkur minst í það var-
ið, að ,mega kynnast ritum nýja
testamentisins á frummálinu. Eg
hafði stundað grisku áður, í háskól-
anum, en Hjörtur ekki. Doktor
Weidner fékk mér það verk, að
hjálpa nokkrum nýsveinum við
griskunámið, þeim sem ekki kunnu
neitt í málinu. Það var hörS vinna.
En Hjörtur var einn af þeim læri-
sveinum, og fanst mér það bæta heil-
mikið úr skák. Ekki get eg eigin-
lega sagt, að eg kendi honum grísku.
Við lásum í samlögum auðvelda
kafla i nýja testamentinu gríska, og
skýrði eg fyrir honum beygingar og
önnur undirstöðuatriði smám sam-
an, eftir því sem þörf gjörðist, og á
skömmum tíma var hann farinn að
lesa frumritin sér til uppbygging-
ar. Við höfðum báðir mikla nautn
og mikið gagn af þeim lestri; það
var eins og nýju Ijósi væri brugðið
yfir margan ritningarstaS og alt
efnið fengi nýjan svip og lífskraft,
þegar við fórum að kynnast mál-
færi frumkristninnar i þessum
heilögu ritum.
Frjálsræði í skólanum held*eg að
við höfum notað all-sómasainlega,
landarnir, sem þar vorum. Við héld-
um hópinn að nokkru leyti, án þess
þó að einangrast; fórum eftir eigin
venjum og hentugleikum í flestu,
og ræddum okkar á milli margt af
því, sem upp kom í kenslunni. Við
Hjörtur gripum hvað eftir annað
til þess ráðsins, þegar eitthvað kom
á daginn, sem erfitt var. Þá var það
viðkvæðiS alla jafna: “yið skulum
koma út og tala um þetta.” Fórum
við þá í hressilegar gönguferðir inn
eftir Clark stræti, eða út með
Michigan vatni, eða suður í lysti-
garðinn víðfræga, Lincoln Park, og
ræddum um trúarefnin fram og aft-
ur, eða kenningaratriðin. Eg býst
við, að gamli Weidner hefði ekki
verið sem ánægðastur með sumt af
þvi, er upp kom hjá okkur í sam-
ræðunum; og því síður hefði það
fengið lof hjá nýmælamönnum. En
hvað um það; við fórum okkar
eigiri ferða óhindraðir og höfðum
held eg ósegjanlega mikið gagn af
því. Rökin hjá okkur og úrlausn-
irnar höfðu víst ekki mikið gildi
stundum, nema rétt fyrir augna-
blikið. En trúin sjálf fékk ein-
hverja endurnæringu viS þessar
ferðir og samræður. Hún var fersk
eins og vorgróður í hjörtum beggja,
og varpaði nýjum unaðsblæ yfir
náttúruna, mannlifið, og allan um-
heiminn. Við höfðum þétta báðir á
tilfinningunni.
Þótt Hjörtur aðhyltist lúterskan
kristindóm í meginmáli, þá varð
hann aldrei verulega sterkur á
kenninga-svellinu. Honum fanst
guðfræði kirkju vorrar óþarflega
nákvæm, og margbrotin, og helzt til
mikið af henni látið. Hélt hann sér
þvi mikið að doktor Gerberding,
sem lagði mesta stund á aS kynna
okkur starfsaman og lifandi krist-
indóm. Gerberding fór stundum
með stúdenta suður í borgina, til að
sýna þeim kristilega starfsemi hjá
öðrum kirkjudeildum. Skólabræður
okkar innlendir urðu að kannast við
það, að þarna væri mikið um góð
og blessuð tilþrif hjá ólþtersku
fólki—“en lúterska kirkjan hefir
guðfræðina,” bættu þeir oftast við:
—“We have the doctrine!”
“Ó-já,” sagði Hjörtur, “þaS er
eins og stúlka hafi altaf sama djásn-
ið sér til þróss og réttlætingar,
hverju sem fram vindur; bendi sí-
felt á hattinn sinn og segi: ‘Sjáið
bara hvað það er fallegt, sem eg
hefi á höfðinu!’ ”—
Margs er að minnast frá þessari
skólavist, að sjálfsögðu, sem gaman
væri að rifja upp fyrir sér. Eg vil
nú klykkja út með því að segja frá
einu atviki. Það var nálægt jólum
fyrra veturinn, að efnt var til söng-
samkomu niðri í borginni. Gríðar-
mikill og þaulæfður söngflokkur,
sem Apollo Cluh nefndist, átti að
syngja þar óratóríið nafnfræga The
Messiah eftir Handel. Fórum við
þrír til að hlusta á þann söng, Run-
ólfur Fjeldsted, Hjörtur og eg.
Ekki er að orðlengja það, að listin
var hjartnæm og hrífandi hjá söng-
flokki þessu. Mér sýndist eg sjá
tár í augum Fjeldsteds þegar eg leit
til hans einu sinni eða tvisvar. Og
á leiðinn heim vorum við báðir eins
og í sjöunda himni yfir þessari
kvöldstund. “Já,” ,sagði Hjörtur,
“stundin var góð—ágæt stund. Eg
reiknaði tvö dæmi í calculus á með-
an þeir voru með þennan söng.”
Satt er það, Hjörtur var fremur
ósöngvinn bg kannaðist hann hrein-
lega við þann misbrest hjá sér. En
hann var líka glettinn, og hafði gam-
an af að “ganga fram af” mönnum
í orði. Kemur hvorttveggja í ljós
hjá honum í þessu tilsvari, finst
mér. En honum var sönglistin alls
ekki svo leið, eins og hann lét stund-
um í veðri vaka. Eg vissi til þess,
að hann gat orðið verulega hrifinn
af sönglagi, ef honum líkaði ljóðið,
sem sungið var. Sumir menn hafa
meiri mætur á sönglist en skáldskap.
Þeir verða þá fyrst hrifnir af ljóð-
um, þegar þau eru sett við hrífandi
sönglag og sungin af snild. Þetta
var á hinn veginn fyrir Hirti.
Skáldskapur var líf hans og yndi,
en honum var minna gefið um
músík. En eg þóttist taka eftir því
að fagurt kvæði, sem sungið var,
túlkaði stundum sönginn fyrir hon-
um, svo að hann hafði nautn af
hvorutveggja.—
Vorið 1909 lauk Hjörtur námi á
prestaskólanum og var hann í apríl-
mánuði vigður til prests í kirkju
sankti Páls safnaðar í Minneota.
Séra Björn B. Jónsson, sem þá var
forseti kirkjufélagsins, framkvæmdi
vígsluna. Tók svo séra Hjörtur við
þjónustu prestakallsins í íslenzku
nýlendunum norður af Church-
bridge og suðvestur af Gerald í
.Saskatchewan. Þeim söfnuðum
þjónaði hann í þrjú ár.
(Meira)
Undrabarn
Oft heyrir maður getið um undra-
börn, sem skara fram úr jafnöldrum
sínum, og oftast nær er það þá á
sviði hljómlistarinnar. Nýjasta
undrabarnið er 9 ára gömul ensk
telpa, sem heitir Sheila Mossman.
Þegar hún var þriggja ára að aldri
gat hún leikið á píanó mörg lög,
sem hún hafði lært utan að. Þeg-
ar hún var sex ára gömul byrjaði
hún á því að semja lög. Og nú ný-
lega hélt hún hljómleika í hinu enska
“Musikkonservatorium” og vöktu
þeir svo mikla athygli og aðdáun,
að forstjórarnir spáðu henni því að
innan fárra ára mundi hún verða
orðin heimsfræg.
—Lesb.
Búðarþjónn var að afgreiða
aldraða frú, sem reifst út af verð-
inu á silkibút. Kaupmanni gramdist
hvað honum fórst klaufalega að
sannfæra konuna og kallaði á hann
afsíðis til þess að leiðbeina honum:
—Þér eruð asni; nú skal eg sýna
yður hvernig maður á að haga sér
þegar þannig stendur á.—
Sýo sneri hann sér að konunni:
—Já, kæra frú, það er verðið á
þessu silki—en við getum ekki selt
það ódýrar því að nú er svo lítið
framleitt af silki vegna þess að pest
hefir komið upp í silkiormunum.
Konan ætlaði að hugsa sig um og
fór.
Daginn eftir sat kaupmaður í
skrifstofu sinni og heyrði þá ógur-
legan hávaða frammi í búðinni.
Hann rýkur fram og sér sömu kon-
una og áður. Hún var sótrauð af
vonsku og lamdi búðarþjón eins og
harðan fisk með regnhlíf sinni, kall-
aði hann öllum illum nöfnum og
rauk svo á dyr.
—í hamingjunnar bænum, hvað á
þetta að þýða? spyr kaupmaður.
—Eg skil það ekki, svarar búð-
armaður. Plún kom til að kaupa
bendla og byrjaði eins og í gær, að
jagast um verðið, en þegar eg sagði
henni að við gætum ekki selt þá
ódýarar vegná þess að pest hefði
komið upp í bendilormunum—já, þá
rauk hún á mig með þessum litla
ofstopa.
Þann 23. apríl síðastliðinn, and-
aðist að heimili sínu í Wynyard,
Saskatchewan, öldungurinn Guð-
mundur Ólafsson, á sjötugasta og
sjöunda aldursári. Hann var fædd-
ur haustið 1857, á Ærlæk í Axar-
firði, í Norður-Þingeyjarsýslu; for-
eldrar hans voru þau hjónin Ólafur
Gabríelsson Ketilssonar, og Sólveig
Eiríksdóttir Sigvaldasonar frá
Hafrafellstungu í Axarfirði. Ólafur
faðir Guðmundar heitins og Bót-
hildar móður Valdimars Ásmunds-
sonar ritstjóra “Fjallkonunnar”
voru systkinabörn, og jafn skyldir
Ólafi í föðurætt voru þeir valin-
kunnu bænda-öldungar Jón Jóa-
kimsson á Þverá í Laxárdal í Suð-
ur-Þingeyjarsýslu, faðir Benedikts
á Auðnum, föður Unnar, skáldkon-
unnar alkunnu, og Jakob Hálfdán-
arson á Gfímsstöðum við Mývatn,
seinna kaupfélagsstjóri á Húsavík á
Tjörnesi, og merkisbóndinn Ketill
Sigurðsson í Miklagarði í Eyjafirði.
Systir Ólafs föður Guðmundar var
Ólöf Gabríelsdóttir kona Sigurgeirs
Jónssonar frá Reykjahlíð við Mý-
vatn, móðir frú Valgerðar konu
séra Magnúsar Josephssonar
Skaptasonar læknis á Hnaus-
um í Húnavatnssýslu. Móðir
Ólafs Gabríelssonar var Ólöf 111-
ugadóttir, systir Jóns Illugasonar,
afa Jóns J. \ opna i Winnipeg.
Þessi þéttgróni ættbaðmur hefir fest
rætur sínar djúpt í mörgum þeim
mestu og beztu menningarframför-
um, sem þrjár norðursýslur föður-
landsins okkar hafa komið á fót, og
verið formenn þeirra um lengri eða
skemri tíma.
Móðurætt Guðmundar, áður-
nefnd Sólveig Eiriksdóttir bónda í
Hafrafellstungu í Axarfirði, Sig-
valdasonar Eiríkssonar Styrbjörns-
sonar sterka í Múlasýslum. Þess
er getið í annálum, að Eiríkur Styr-
björnsson hafi fóstrað upp 19 mun-
aðarlaus börn á sinn eiginn kostnað.
Átti þó stóran barnahóp sjálfur.
Þetta barnauppfóstur Eiríks Styr-
björnssonar bónda á Ketilsstöðum i
Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu,
er talið meö fádæmum i sögu lands-
ins. Eiríkur Styrbjörnsson dó 8.
desember 1809, 91 árs að aldri.
Síðasta daginn sem hann lifði, gaf
hann fátæklingi krónu, svo hann
endaði vel æfina, eins og hann æ-
tíð ástundaði að gera gott og út-
býta þeim fátæku af brauði sínu.
Sigvaldi sonur hans bjó síðast í
Hafrafellstungu, og var faðir Ei-
nks bónda þar. Gunnlaugs bónda í
Skógum í Axarfirði, Guðmundar
bónda á Áslaugarstöðum í Vopna-
firði og Soffíu konu Sigurðar
prests Grímssonar á Helgastöðum í
Reykjadal. Synir Gunnlaugs voru
Langloka
Hrygg er mín lund,
hrærist hjarta þreytt.
Aðeins getur einveran
unað mér veitt.
Seint þvi eg gleymi
er saklaust barn eg var.
Hugurinn á sveimi
með hendingar.
Margt gott eg geymi
um gamlar minningar.
Nú er komin önnur öld,
öllu breyta timans völd.
Líður undir æfikvöld.
Eg er þreyttur. Lundin köld;
því mörg hefir skollið skúr á mig í
heimi.
Bróður byrgir leiði.
Fer að rofa fyrir nýrri heiði?
Stundir áfram streyma hratt,
styttist mótgangs kífið.
Seinast koma launin fyrir lífið
Dagarnir dvina;
daprast lífsins fjör.
Glötuð æfi mæðir lundu mína.
Eg var þó í anda frjáls,
engin snara mér um háls.
En allir mega æsku sinni týna.
Meðan hrærist hjartablóð,
hlýir geislar skína—
unaðsblítt um æskudaga mína.
Hugurinn reykar hér og þar,
Sigurður í Ærlækjarseli og Björn i
Skógum.
Af þessu ættbergi var GuSmund-
ur heitinn Ólafsson kominn og lýsti
það sér glögt í dagfari hans og
mörgum góðum mannkostum að'
hann var enginn ættleri. í fyrstu
æsku misti hann móður sína, en
ólst upp með föður sínum og stjúp-
móður sinni, seinni konu föður
hans, Álfheiði Einarsdóttur. Um
tvitugsaldur fór hann í vinnu-
mensku til séra Vigfúsar Sigurðs-
sonar prófasts á Sauðanesi á Langa-
nesi og víðar þar í sveit og Þistil-
firðinum var hann vinnumaður.
Allstaðar þar sem hann var, hlaut
hann hrós húsbænda sinna fyrir
trúskap sinn, jafnt í orðum sem
verkum. Árið 1885 giftist hann
Kristínu Jónsdóttur frá Hvammi í
Þistilfirði, hún var af merku bænda
fólki þar í sveit. Sumarið 1887
fluttu þau til þessa lands og bjuggu
fyrstu 12 árin í bænum Grafton,
N. Dak, fluttu þaðan 1899 til Win-
nipeg, Man., og bjuggu þar í 18 ár.
Voru um nokkur ár í Winnipegosis,
en seinustu æfiárin voru þau í Wyn-
yard, Saskatchewan. Þau eignuðust
3 börn tvær dætur, sem komust til
fullorðins ára: Kristínu Soffíu,
konu Jóhanns Methúsalemssonar
bónda við Mountain, N. Dakota, hún
dáin fyrir nokkrum árum og Jó-
hönnu Sólveigu, konu Helga Jóns-
sonar bróður Guðmundar Kamban.
Helgi dáinn fyrir mörgum árum.
Ekkja hans lifir í Wynyard og hefir
um mörg ár stundað músík kenslu.
Þriðja barn þeirra Guðmundar og
konu hans var drengur sem hét Jó-
hannes, hann dó í fyrstu æsku. Al-
systkini Guðmundar, sem komust
til fullorðins ára eru öll dáin nema
(Ólöf kona Finnboga Hjálmarsson-
ar í Winnipegosis, Man. Eftir að
hann kom til þessa lands, vann hann
mest að ýmsri daglaunavinnu og var
sjaldan iðjulaus; mattist víst ekki
oft um kaupgjald við verkveitendur
sina, þó vinnulaunin væru ekki sem
ríflegust. Skilcli það mörgum betur
að iðjusemi og starfsemi færa jafn-
an brauð í bú. Heimilisfaðir var
hann ágætur, hóglyndur, orðvar og
dagfarsprúður; gestrisin voru þau
hjónin og veittu öllum sem heim-
sóttu þau af innileik og alúð, enda
áttu þau jafnan vinsældum að mæta
hjá þeim, sem þau kyntust. Síðustu
ár æfinnar var Guðmundur heitinn
blindur, en bar þ'ann kross með þol-
inmæði og undirgefni. Kona hans
lést síðastliðið ár og var þess getið
þá í Lögbergi.
Vertu sæll, góði vinur, orðstír
þinn sem góðs manns deyr ekki hjá
samtíð- þinni, þó þú sért liðinn.
Sofðu í Guðsfriði!
horfið er það sem áður var;
siglir út á andans mar,
með æskuvon i svefni.
Sækir þangað seim í drottins nafni.
Eg vil kveða’ og yrkja ljóð ef óðar-
gyðjan leyfir.
Guð er sá sem hörpustrengi hreyfir.
Kveða vildi eg kraftaljóð,
knýja’ úr mínum strengjum hljóð;
syngja kjark og kraft í þjóð,
svo kvöl ei lengur dafni.
Því er bezt eg böli og kviða hafni.
Sárt er það, að sjá ei neinn
sólargeisla skina.
Enda þannig æfigöngu sína.
Það er grátlegt gæfu sinni að týna.
Hristi eg af mér hugarkvöl
herði á strengjum snjöllum.
Nú skal líka bjóða byrginn öllum.
Því er bezt að herða upp hug,
hefja sál á andans flug,
sýna hreysti’ og sannan dug,
syngj’ á hörpur snjallar;
áður en dimmur dauðinn burt mig
kallar.
—Syrtir að haustið.
Sól á lofti hnígur.
“Allir dagar eiga kvöld.”
Æfin burtu flýgur.
Svona líður ár og öld,
alt í djúpið sígur.
Röðull þó af rökkri dauðans stígur.
Valur.
—Lesb.
Slæmt bragð í munni
Pað bendir aðeins á eitthvað a£ aðal-
llffærunum er ekki í góðu lagi. Melt-
ingin er kannske ekki góð og matar-
lystin ekki heldur, né hægöirnar, melt-
ingarfærin máttlaus og svefninn óvær
o. s. frv. Alt þetta bendir á aS þú þurf-
ir gott heilsulyf.
Nuöa-Tone
er meCal, sem lyfjafræóin hefir fundið
upp og bætir það heilsufar, sem að ofan
er lýst. NUGA-TONE veitir heilsubót
á ótrúlega stuttum tíma. Láttu ekki
sjálfum þér, né þinum líða illa. Farðu
til lyfsalans og hjá honum færðu mán-
aðarforða fyrir einn dollar. Nuga-Tone
er selt með fullri ábyrgð. Eftir tuttugu
daga er peningunum skilað aftur, ef
þú ert ekki ánægður.
En kýrnar drápust
(úr norsku blaði)
1. Maður nokkur átti að hirða um
kúabú, sem var hlutafélags eign.
2. Kýrnar stóðu á básunum og
bauluðu ákaft, því þær voru svang-
ar og vildu fá fæðu.
3. Þá mjólkaði maðurinn kýrn-
ar og gaf þeim mjólkina að drekka.
4. Það saddi sultinn í bráðina—
og kýrnar skoðuðu manninn hina
góðu forsjón og bjargvætt sinn.
5. Þær héldu að þær væru nærð-
ar á mjólk hlutafélagsins.
6. En kýrnar urðu margari dag
frá degi.
7. Það varð að auka mjólkur-
skamtinn og maðurinn varð að
þrautpína mjólkina úr kúnum.
8., En þær mjólkuðu minna dag
frá degi.
9. Og endirinn varð sá að allar
kýrnar drápust.
10. Manninum var það óskiljan-
legt hvernig á þessum ósköpum gæti
staðið.
11. En öllum öörum er það ljóst,
að slíkur maður hlýtur að vera
bandvitlaus.
Eftirmáli:—
Útifyrir voru grænir og grösugir
hagar, en þau gæði voru látin ónot-
færð.—
1. Nokkrir stj órnmálamenn
höfðu ráðsmensku þjóðfélags með
höndum í nafni ríkisins.
2. Það voru krepputímar og fólk-
ið sendi kvartanir sínar til forráða-
manna rikisins, það vildi fá kreppu-
hjálp handa atvinnuvegunum, styrk-
veitingar og hlunnindi.
3. Og forráðamenn ríkisins lögðu
nýja skatta á þjóðina og fengu fólk-
inu peningana er þannig fengust,
sem hjálp úr kreppunni.
4. ÞaS létti undir í bráðina og
fólkið skoðaði þessa forráðamenn
ríkisins hina góðu forsjón og bjarg-
vætti sína.
5. Það hélt að það lifði á pening-
um ríkisins.
6. En fólkið varð fátækara dag
frá degi.
7. Það varð að auka styrkveiting-
arnar og ríkið varð að þrautpína
þegnana í skattgreiðslum til þess að
það tækist.
8. En gjaldþolið varð minna með
ári hverju.
9. Og endirinn varð sá, að þjóð-
félagið varð öreiga.
10. Stjórnmálamönnunum var
það óskiljanlegt, hvernig á þessum
ósköpum gæti staðið.
11. Hvað eigum við að segja um
slika stjórnmálamenn?
Eftirmáli:—
Vinnuafl var nægilegt og landið
hafði gnægð gæða að bjóða, en sem
látin voru ónotfærð.
—íslendingur.
Nýlega hefir Junker-verksmiðjan
hleypt af stokkunum stærstu land-
flugvél, sem til er í heimi. Er
númer hennar D 2500 og hefir hún
fjóra hreyfla. Flugvél þessi var
skírð á T’empelhofer-flugvellinum
með mikilli viðhöfn og hlaut nafn-
ið “Hindenburg yfirhershöfðingi.”
Forsetinn var sjálfur viðstaddur, en
Göring flugmálaráðherra skíröi
flugvélina.
F. H.