Lögberg - 20.07.1933, Side 1
46. ARGA.NGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 20. JÚLÍ' 1933
NÚMER 29
Framboð
við alþingiskosningar 16. júlí
Þó a<5 framboÖsfrestur sé eigi út
runinn fyr en kl. 12. á hádegi í dag
má gera ráð fyrir, að flest eða öll
framboÖ hafi veriÖ fram komin í
gær.
Hér verður skýrt frá þeim fram-
boðum, sem kunn voru í kærkvöldi.
(Skammstafanir: S — Sjálfstæðis-
flokkur. F = Framsóknarflokkur.
J = Jafnaðarmenn. K = Komm-
únistar).
Reykjavik: Þar verða þrir listar
í kjöri:
A-listi
Alþýðuflokksins:
Héðinn Valdimarsson, Sigurjón
Á. Ólafsson, Jónína Jónatansdóttir
og Sigurður Ólafsson.,
B-listi
Kommúnistaflokksins:
Brynjólfur Bjarnason, Guðjón
Benediktsson, Stefán Pétursson, og
GuSbrandur Guðmundsson.
C-listi
Sjálfstæðisflokksins:
Jakob Möller, Magnús Jónsson,
Pétur Halldórsson og Tóhann G.
Möller.
Hafnarf jörður: Bjarni Snæ-
björnsson (S), Kjartan Ólafsson
(J), Björn Bjarnason (K).
Gullbringu og Kjósarsýslu: Ól-
afur Thors (S), Klemens Jónsson
kennari (F), Guðbrandur Jónsson
(J), Hjörtur Helgason (K).
Borgarfjarðarsýsla: Pétur Otte-
sen (S), Jón Hannesson (F), Sig-
urjón Jónsson (J).
Mýrasýsla: Torfi Hjartarson
(S), Bjarni Ásgeirsson (F), Matt-
hias Guðbjartsson (K).
Snæfellsness- og Hnappadals-
sýsla: Thor Thors (S), Hannes
Jónsson (F), Jón Baldvinsson (J).
Ennfremur: Arthur Alexander
Guðmundsson og Óskar Clausen.
Dalasýsla: Þorsteinn Þorsteins-
son sýslum. (S), Þorsteinn Briem
(F).
Barðastrandarsýsla: Sigurður
Kristjánsson (S), Bergur Jónsson
(F), Páll Þorbjarnarson (J), An-
drés Straumland (K).
Vestur-ísafjarðarsýsla: Guðm.
Benediktsson bæjargjaldkeri (S),
Ásg. Ásgeirsson (F), Gunnar
Magnúss (J). •
ísafjörður: Jóhann Þorsteinsson
(S), Finnur Jónsson (J), Jón
Rafnsson (K).
Norður ísafjarðarsýsla: Jón A.
Jónsson (S), Vilmundur Jónsson
(J) .
Strandasýsla: Tryggvi Þórhalls-
son (F).
Vestur - Húnavatnssýsla: Þórar-
inn Jónsson (S), Hannes Jónsson
(F), Ingólfur Gunnlaugsson (K).
Austur-Húnavatnssýsla: Jón
Pálmason, Akri (S), Guðmundur
Ólafsson (F), Erling Ellingsen
(K) .
Skagafjarðarsýsla: Jón Sigurðs-
son, Reynistað (S), Magnús Guð-
mundsson (S), Brynleifur Tobías-
son (F), Steingrimur Steinþórsson
(F), Guðjón B. J’aldvinsson (J),
Elísabet Eiríksdóttir (K), Pétur
Eaxdal (K).
Eyjafjarðarsýsla: Einar Jónas-
son (S), Garðar Þorsteinsson (S),
Bernharð Stefánsson (F), Einar
Árnason (F), Felix Guðmundsson
(J)> Jóhann Guðmundsson (J),
Gunnar Jóhannesson '(K), Stein-
grímur Aðalsteinsson (K).
Akureyri: Guðbrandur ísberg
(S), Árni Jóhanhsson (F), Stefán
Jóh. Stefánsson (J), Einar Olgeirs-
son (K).
Suður-Þingeyjarsýsla: Kári Sig-
urjónsson (S), íngólfur Bjarnason
(F), Aðalbjörn Pétursson (K),
Jón H. Þorbergsson (þjóðernis-
hreyfing).
Norður-Þingeyjarsýsla: Júlíus
Havsteen sýslum. (S), Björn
Kristjánsson (F).
Norður-MúlasýslaGísli Helgason
(S), ,Jón Sveinsson (S), Halldór
Stefánsson (F), Páll Hermanns-
son (F), Gunnar Benediktsson (K),
Sigurður Árnason (K).
Seyðisf jörður: Lárus Jóhannesson
(S), Haraldur Guðmundsson (J).
Suður-Múlasýsla: Jón Pálsson
dýralæknir (S), Magnús Gíslason
sýslum. (S), Ingvar Pálmason (F)
(óvíst var hver yrði meö Ingvari),
Árni Ágústsson (J), Jónas Guð-
mundsson (J).
Austur-Skaftafellssýsla:’ Stefán
Jónsson, Hlið (S), Þorleifur Jóns-
son (F), Eiríkur Helgason (J).
Vestur-Skaftafeissýsla: Gísli
Sveinsson (S), Lárus Helgason
(F)-
Rangárvallasýsla: Jón Ólafsson
(S), Pétur Magnússon (S), Páll
Zoj)haniasson (F), Sveinbjörn
Högnason (F).
Westmannaeyjar: Jóhann Þ. Jó-
sefsson (S), Guðmundur Péturs-
son (J), ísleifur Högnason (K).
Arnessýsla: Eirikur Einarsson
(S), Lúðvík Norðdal (S), Jörund-
ur Brynjólfsson (F), Magnús
Torfason (F), Einar Magnússon-
(J), Ingimar Jónsson (J), Haukur
Björnsson (K), Magnús Magnús-
son (K). —Mbl.
Nýja lánið
Fylkisstjórnin í Manitoba hefir
tekið nýtt lán, eins og getið var um
hér í blaðinu fyrir skommu að til
stæði, að upphæð $3,500,000. Þessi
skuldabréf fylkisins voru öll seld á
fáeinum dögum, sem sýnir að þeir
sem peninga hafa eru ekki hræddir
við aS lána Manitobafylki og er það
út af fyrir^sig gott og blessað. Er
þetta lán tekið til að standa straum
af þeim útgjöldum fylkisins, sem
beint leiðir af atvinnuleysinu. Hafði
fylkið ekki getað greitt sveitafélög-
unum sumum sinn hluta af atvinnu-
leysisstyrknum, og skuldaði þar t. d.
Winnipeg bæ miljón dollara. Fær
nú bærinn þessa miklu fjárupphæð
og sveitarfélögin^það sem þeim ber.
En fylkið verður að greiða háar
rentur af þessu fé, kostar fylkið
raunverúlega 6%, eða rúmlega það
í næstu 25 ár. Reyndi fylkiS að fá
þetta fé frá sambandsstjórninni, því
hún getur fengið peningalán með
betri kjörum heldur en fylkin. En
það gat með engu móti gengið og
varð fylkið því að leita sjálft beint
til peningamannanna og greiða hærri
rentur heldur en góðu hófi gegnir.
Er Hitler Gyðingur?
Það er nú komið upp úr kafinu
að kanslarinn þýski, Adolf Hitler,
sé Gyðingur, eftir því sem haft er
eftir blaði einu í Austurríki. Þyk-
ist blaðið hafa órækar sannanir fyr-
ir því, aS Hitler sé af Gyðingafjöl-
skyldu, sem mann fram af manni
liafi verið í Austurríki. Var áður
alkunnugt, að þar er hann fæddur,
en fluttist ungur til Þýskalands.
Það hefir lengi verið alkunnugt, að
Hitler er litill vinur Gyðinganna, þó
sögurnar af meðferð Þjóðverja á
Gyðingum, síðan Hitler komst til
valda, séu kannske nokkuð orðum
auknar. “Frændur eru frændum
verstir,” segja menn, og sannast það
á Hi(ler, ef hér er rétt sagt frá um
ætterni hans.
Fylkiskosningar
Almennar fylkiskosningar fara
fram í Nova Scotia, hinn 22. ágúst.
Þar hefir íhaldsf lokkurinn völdin og
hefir haft síðan 1925. Hafði frjáls-
lyndi flokkurinn þá setið að völd-
um i Nova Scotia í 43 ár. Ihalds-
flokkurinn liefir litinn meirihluta á
þinginu.
Meiri afgangur
Uppskeruárið, eins og það er
kallað, endar 31. þ. m. Hinn 1.
ágúst byrjar nýtt uppskeruár. Eftir
því sem séð verður nú, er meiri af-
gangur af hveiti i Canada, eftir
þetta uppskeruár, heldur en nokk-
urntíma áður hefir verið, eða
hundrað og níutíu miljónir mæla.
Hér í Sléttufylkjunum nam hveiti-
uppskeran á uppskeruárinu, sem nú
er að enda 420,000,000 mæla og i
öllu landinu um 440,000,000 mæla.
I þetta sinn verður uppskeran áreið-
anlega miklu minni heldur en í
fýrra. Hvað mikið minni er vitan-
lega ekki hægt að segja enn, en hald-
ið er nú, að þar muni muna meira
en fjórðaparti. Kemur það fyrst
og fremst til af því, að sáð hefir
verið í færri ekrur en í fyrra, en
hitt veldur þó meiru, að tiðin hefir
víða verið óhagstæð, of miklir hitar
og þurkar. Og svo eru engisprett-
urnar að gera töluvert að því að
draga úr uppskerunni.
Bankarán
Bankarán var framið i Winnipeg
á mánudaginn. Það var útibú Nova
Scotia bankans á Stadacona Ave.,
Elmwood, sem rænt þar í þetta sinn.
Ræningjarnir voru þrir, en í bank-
anum var aðeins bankastjórinn H.
W. Johnstone og bókhaldarinn, sem
er íslenzk stúlka, Miss Ágústa
Brynjólfson. Var hér höfð sama
aðferð eins og vanalega, að þau
voru rekin inn í öryggisskáp, en
ræningjarnir létu greipar sópa um
peningana og fóru svo sína leiN
Sagt er að þeir hafi náð þarna um
$2,000.
V erkalaunaskatturinn
Þessum 2% skatti, sem oft hefir
verið minst á hér í blaðinu, var í
fyrstu heldur illa tekið af bæjar-
stjórninni í Winnipeg. Héldu sum-
ir bæjarráðsmennirnir að hann væri
ólöglegur og vildu ekkert hafa með
hann að gera. Nú hafa allir bæjar-
ráðsmennirnir, að því er virðist,
nema kannske Flye, sannfærst um
að skatturinn muni vera fyllilega
lögmætur, og hefir bæjarstjórnin
nú ákveðið, að skatturinn skuli inn-
kallaður af verkamönnum bæjarins
og borgaður fylkisstjórninni eins og
lög standa til.
Uppþot í Winnipeg
Margir meiddir.
Samkomulagið er ekki alt af nærri
gott milli Austur-Evrópufólksins,
sem heima á í Norður-Winnipeg, og
á sunnudagskveldið lenti hreint og
beint í áflogum og barsmíðum milli
þessa fólks. Úkraníumenn hafa
einhvers konar þjóðræknisfélag sín
á milli'og var það félag að halda
fund á sunnudagskveldið í sam-
komuhúsi sem því tilheyrir og er á
strætamótum Flora Ave. og Mc-
Kenzie Str. \’oru þar um sex hundr-
uð manna. Voru þarna kommúnist-
ar margir, eftir bví sem sagan seg-
ir, og gerðu þeir hávaða mikinn og
gauragang þegar Dr. Mandryka,
sem var aðalræðumaðurinn á fund-
inum, var að f lytja sitt erindi. Lenti
þá þegar í bardaga og var barist með
stólum og hverju öðru sem hönd á
festi. Meiddust þarna margir meira
og minna, en þó engir svo niikið, að
flytja þyrfti þá á sjúkrahús. Þrír
lögreglumenn vortt þarna viðstadd-
ir, en gátu við ekkert ráðið. Varð
því að senda marga fleiri lögreglu-
menn til að skakka leikinn. Utan frá
voru allir gluggar á einni hlið fund-
arhússins brotnir með grjótkasti.
Frá Rómaborg til Chicago
Italski flugflotinn, 24 loftskip og
96 menn, er kominn til Chicago.
Gekk þessi langa flugferð að öllii
leyti ágætlega, nema hvað eitt flug-
skipið laskaðist eitthvað og einn af
mönnunum lét lífið í Amsterdam.
Er það eina óhappið, sem fyrir kom
á þessari löngu ílugleið, sem er
6,100 milur. Nokkra viðdvöl hafði
flotinn á írlandi og í Reykjavík;
var hann hér um bil viku og lítur
út fyrir að það hafi aðallega verið
vegna þoku á Atlantshafinu. Frá
Reykjavík var flogið í einu til
Labrador, og er það lengsti áfang-
inn á leiðinni. Þaðan til New
iBrunswick, þá til Montreal og svo
til Chicago. Frá því að loftflot-
inn fór frá ítalíu og þangað til
hann lenti í Chicago voru einir 16
dagar, en á flugi yar hann ekki
nema 47J4 klukkustund.
Foringi þessarar farar er, eins og
kunnugt er, Italo Balbo, hershöfð-
ingi og ráðherra á ítalíu. Var hon-
um alstaðar tekið með fögnuði, og
félögum hans, hvar sem komið var.
Þar á meðal og ekki sizt í Reykja-
vík. Höfum vér í Montreal blaði
séð all-langt' skeyti frá Reykjavík,
dagsett 6. júli, þar sem nokkuð er
sagt frá komu flugflotans þangað.
Flugflotinn settist á sjóinn þar
sem Vatnagarðar heita, rétt innan
við Reykjavík. Hafði honum þar
fyrirfram verið ætlaður staður, og
ýmsar umbætur gerðar. Var þar
mikill mannf jöldi saman kominn og
hafði verið frá því fyrst sást til
flotans. Mótorbátar voru til stað-
ar til að flytja flugmennina í land.
Þar var forsætisráðherrann, Ásgeir
Ásgeirsson og frú hans og Jón Þor-
láksson borgarstjóri í Reykjavík, til
að taka á móti Balbo hershöfðingja
og mönnum hans og bjóða þá vel-
kotnna. Sex ára gömul dóttir for-
sætisráðherrans gaf Balbo blóm-
vönd og hann kysti hana fyrir. Þeg-
ar móttöku athöfninni var lokið
voru Italirnir fluttir í bílum inn í
Reykjavík og alstaðar var margt
fólk meðfram brautinni, sem fagn-
aði þeim Sem bezt það kunni. Ital-
arnir gistu á Hotel Borg, þar sem
þeim fyrirfram hafði verið búinn
gististaðuf.
Fréttin getur þess enn fremur, að
til standi að foringjum flugflotans
verði haldin veizla og að stjórnin
hafi útvegar italskt vín til að gæða
þeim á.
Er þessi flugferð Italanna nú þeg-
ar orðin mikil fræðarför og verður
það þó enn meir, ef þeim hepnast
að komast aftur heilu og höldnu
heim til ítalíu, sem vonandi verður.
Eru þeir nú á förum til New
York og Washington. TEtlar Balbo
að hitta Roosevelt forseta og bera
honum kveðju frá Mussolini.
Tólf vinnudagar
Verkamenn C.P.R. félagsins,
þeir, sem vinna á Weston verkstæð-
inu hér vestan við borgina, hafa nú
i ár unnið tíu daga á mánuði, að
jafnaði. En þennan mánuðinn vinna
þeir tólf daga. Það lítur því út fyr1
ir að þar sé eitthvað dálítið meira
að gera, heldur en að undanförnu.
Kannske er þetta vottur um aukna
atvinnu og betri tíma, þó í litlu sé.
Yfir dollar
í fyrsta sinn siðan í ágústmánuði
1930, komst maí hveiti á Winnipeg
markaðinum upp í dollar mælirinn,
eða rúmlega þaS, $1.02(4, í vikunni
sem leið. Eftirspurnin var áköf og
margir hafa orðið til að kaupa.
Veldur hér líklega miklu um, að
uppskeruhorfur í Vestur-Canada
eru ekki nærri góðar og heldur ekki
yfirleitt í Bandarikjunum.
íslenzkt útvarp
Morgunblaðið i Reykjavík skýrir
frá alllöngu viðtali, sem það hefir
átt við Mr. Ásmund P. Jóhannsson,
sem nú er á íslandi. Það sem blaðið
hefir eftir Mr. Jóhannsson er aðal-
lega um almenn mál hér vestra. En
þar er lika vikið að málum X’estur-
íslendinga og þá sérstaklega Þjóð-
ræknisfélaginu. Segir Mr. Jóhanns-
son að því vegni sífelt betur og bet-
ur, og að það hafi nú ýms nýmæli
með höndum. “Eitt er það m. a.
að gangast íyrir því að endurvarpað
yrði vestra, íslenzku útvarpi nokkr-
um sinnum á ári. Hefir þingmaður
Wjinnipeg, W. W. Kennedy lofað
stuðningi sínum við það mál.”
Prestastefnan 1933
Dagana 22.—24. þ. m. var presta-
stefnan haldin hér í bæ og hófst með
guðsþjónusfu í dómkirkjunni kl. 1
siðdegis 22. júni og eftirfarandi
altarisgöngu sýndóuspresta. Séra
Björn Magnússon á Borg prédik-
aði. En sjálf fundarhöldin hófust
kl. 4 í samkomuhúsi K. F. U. M.
Voru þar samankomnir nálega 40
andlegrar stéttar menn í embættum
og atik þeirra nokkrir uppgjafa-
prestar og prestsefni.
Eftir að fundur hafði verið sett-
ur með bænaflutningi ga“f biskup
yfirlit yfir helstu viðburði næstlið-
ins fardagaárs, er varða þjóðkirkju
vora. Mintist hann í upphafi ræðu
sinnar látins uppgjafaprests, Skúla
prófasts Skúlasonar, tveggja prests-
ekkna, Elínar Ögmundsdóttur
Scheving og Guðrúnar Ólafsdóttur
Johnsen, svo og prófastskonuhnar
Vigdísar Pálsdóttur í Stafholti, sem
látist höfðu á árinu. Af þjónandi
prestum hafði enginn andast um-
liðið fardagaár, en tveir höfðu látið
a'f prestskap (séra Ólafur Sæmunds-
son í Hraungerði og séra Knútur
Arngrímsson á Húsavík). Aftur
höfðu bæst við 6 nýir starfsmenn,
sem sé kandídatarnir: Valgeir
Helgason, Benjamín Kristjánsson,
Gunnar Jóhannesson, Garðar Svav-
arsson og Sigurður Pálsson og
presturinn séra Friðrik A. Friðriks-
son (áður í Vesturheimi). Væri því
tala starfsmanna ldrkjunnar nú alls
106 og 2 aðstoðarprestar. Veitt
höfðu verið 9 prestaköll. (Hruni
séra Jóni Thorarensen, Saurbær á
Hvalf jarðarströnd séra Sigurjóni
Guð j ónssyni, Kirk j ubæ j arklaustur
séra Óskari J. Þorlákssyni, Bildu-
dalur séra Jóni Jakobssyni. Grund-
arþing kand. Benjamin Kristjáns-
syni, Brjánslækur séra Birni O.
Björnssyni, Stóri Núpur kand.
Gunnari Jóhannessyni, Hraungerði
kánd, Sigurði Pálssyni og Húsavík
séra Friðrik A. Friðrikssyni). En
settir prestar í þessi tvö: Þykkva-
bæjarklausturs-prestakall, séra Val-
geir Helgason (áður settur á Stóra
Núpi) og Hofsprestákall í Alfta-
firði, kan. Garðar Svavarsson.
Prestlaus væru nú þessi 5 presta-
köll: Staðarhólsþing, Barð í Fljót-
um, Hofteigur, Sandfell í Öræfum
og Þingvellir.—Skipaður var einn
prófastur á árinu, sem sé i Kjalar-
nesprófastsddbmi: dómkirkjuprest-
ur Bjarni Jónsson. Nýjar kirkjur
voru vigðar á áíinu: Grafarkirkja
á Skaftártungu, Sigluf jarðar kirkja
og Stóruborgar kirkja í Grímsnesi.
Ilina fyrstnefndu vigði prófastur,
hinar tvær biskup. Tvö prestseturs-
hús voru reist, annað á Þingeyri við
Dýraf jörð, en hitt á Norðfirði, bæði
úr steinsteypu. Kaup voru fest á
prestsíbúð handa Akureyrarpresti
og Mýrdalsþingapresti (í Vík),- og
handa Ögurþingapresti var keypt
jörðin Hvítanes með nýju ibúðar-
húsi. Tvær prestsíbúðir: í Hruna
og Kálfafellsstað fengu ítarlega að-
gerð, og eru nú nálega sem nýjar
(Framh. á bls. 5)
Frá Islandi
Hinn 1. nóvember síðastliðinn
voru skráðir hér 731 atyinnuleys-
ingjar, 623 hinn 1. febr. og 268
hinn 1. maí. Meðal þeirra voru
mjög fáar konur. — Við seinustu
talningu var engin skráð, 3 i febrú-
ar og 2 í nóvember. Atvinnuleys-
ingjar 1. maí skiftast þannig að 252
eru daglaunamenn, 5 sjómenn og 11
iðnaðarmenn. Á sama tíma voru
taldir atvinnulausir á Akureyri 34
daglaunamenn, 1 sjómaður og 3
iðnaðarmenn, og í \’estmannaeyjum
30 daglaunamenn og 3 sjómenn.
Mbl. 22. júní.
Árið 1880 voru karlmenn á Is-
landi 471 af þúsundi, en konur
529. Þessi hlutföll eru að smábreyt-
ast. Árið 1890 voru karlar 475 af
þúsundi, 1901 479,-1910 482, 1921
488 og 1930 voru þeir orðnir 492
af þúsundi. I sveitunum voru karl-
menn fleiri en konur, eða 513 af
þúsundi, en í Reykjavík var kven-
fólkið í stórum meirihluta 538 af
þúsundi, eða 116 konur á móts við
hverja 100 karlmenn.
Við manntalið á Islandi 193°
voru hér 1507 menn fæddir erlend-
is, 592 í Danmörk, 417 í Noregi, 141
á Færeyjum, 128 í Þýskalandi, 11
í Kanada, 60 i Bretlandi, 43 í Sví-
þjóð, 21 i Bandaríkjum, 34 í öðr-
um löndum. Af þessum mönnum
höfðu 530 íslenzkan ríkisborgara-
rétt. Eru það ýmist útlendingar,
sem að lögum hafa fengið ríkis-
borgararétt fyrir sig og fjölskyldur
sínar, útlendar konur íslenzkra
manna, sem fengið hafa ríkisborg-
ararétt við giftinguna, eða börn ís-
lenskra manna, fáedd erlendis. (Úr
Hagtíð.).
Matvinnungur
Já, enn segir æskan
þeim öldruðu skák.
I sveit skal nú senda
svolítinn strák.
Er heims út í hildi
heldur nú fyrst,
mjóvaxinn maður
í miðsumarsvist.
Því lexiur lífsins
þær lærast þar bezt.
Hann byrjar í barði
og beislar þar hest.
Eins rís hann með röðli
og rekur þá kýr.
En enginn veit ennþá,
hvað í honum býr.
Hann framast og fitnar
og fyrir sin störf
fær matinn, hver mesta
er mannkynsins þörf.
Það stórmálið stríða
nú stjórnkænir við;
en manndáðir megrast
og myrkt er það svið.
Því ránskuldir raðast
á ríkjanna bök.—
Heill svolitlum sveini
við sjálfbjargar tök.
/. Th.
—Lesb.
Doktorspróf
Einars Ó. Sveinssonar
Heimspekisdeild háskóla íslands
hefir sæmt Einar Ó. Sveinsson
doktorsnafnbót fyrir rit um Njálu.
Er þess rits getið á öðrum stað í
blaðinu. Fór athöfnin fram í Neðri-
deildarsal Alþingis, hinn 16. júní,
Stýrði Ágúst H. Bjarnason pró-
fessor athöfninni, en til andmæla
voru af hálfu háskólans, prófessor-
arnir Sigurður Nordal og Árni
Pálsson. Var lofsorði miklu lokið á
ritið og fór athöfnin prýðilega fram,
segja blöð frá Reykjavík.