Lögberg - 20.07.1933, Side 4

Lögberg - 20.07.1933, Side 4
Bls. 4 LÖGBERG, FTMTUDAGINN 20. JÚU, 1933 iLögfjerg GeflíS út hvern fimtudag af ' T B E C O L V M B I A P R E B 8 L 1 M I T E D 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utaná3krift ritatjðrans: EDiTOR LÖGBERG, 69 5 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 um áriO—Borgist fyrirfram fhe "Liögberg” is printed and published by The Columbia Prees, Lamited, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONE8 S6 327—86 328 Lánátrauál Manitoba- fylkis Töluvert mikil alúð hefir verið á það lög'ð nú lengi, að telja fólki trú um, að lánstraust Manitoba-fylkis væri þrotið, eða að þrotum komið. Væri það satt, hlyti það að vera mik- ið áhVggjuefni öllum góðum Manitobabúum og reyndar öllum Canadamönnum, því fjár- hagslegar ófarir eins fylkis, eru slæmar frétt- ir fyrir alt landið. hjn sem betur fer, eru þessar sögur um láns- traust fylkisins, eða hrakspár, ekki á rökum bygðar. Fyrir því eru nú fengnar órækar sannanir. Fyrir tveimur vikum, eða svo, á- kvað fylkisstjórnin að taka nýtt lán $3,500,- 000, og á fáeinum dögum voru skuldabréfin öll seld, og fengu færri en vildu. Þetta hlýtur að vera gleðiefni öllum sönnum vinum Mani- tobafylkis, vegna þess að það er sönnun fyrir því að lánstraust fylkisins er gott. Fólkið í Manitoba og annarsstaðar í Canada lítur ekki svo á, að það sé nokkurt liættuspil, að lána Manitobafylki peninga, Það ímyndar sér ekki að fylkið sá að verða gjaldþrota. Það voru ekki aðeins auðfélög, eða auðugir menn, sem keyptu þessi skuldabréf. Mikið af þeim var keypt af fólki, sem ekki hafði yfir að ráða nema fáeinum hundruðum, eða þá fáeinum þúsundum í mesta lagi. Margir keyptu þessi skuldabréf fyrir $500, $1,000, $2,000 og $3,000. Þegar fólk sem litla pen- inga hefir, sækist eftir skuldabréfum, sem boðin eru til sölu, þá er það sönnun fyrir því, að þau skuldabréf eru talin góð og gild, eða svo er jafnan litið á. Þetta lán er tekið til að standa straum af atvinnuleysisstyrknum, s-em nú veldur sveit- arfélögum, borgum og fylkjum og þjóðfélag- inu í heild svo afar mikilla útgjalda. Mani- toba-fylki hafði ekki peninga til að mæta sín- um hluta af þessum útgjöldum. Farið var fram á það við sambandsstjórnina, að hún lánaði fylkinu það fé, sem til þessara útgjalda þyrfti. Sambandsstjórnin getur fengið pen- ingalán með betri kjörum heldur en fylkin, eins og eðlilegt er þar sem um alt landið er að ræða. Sambandsstjórnin gat því lánað fylkinu þessa peninga með betri kjörum, lægri rentum, heldur en fylkið gat fengið pen- inga, með því að selja sín eigin skuldabréf. Hefði sambandsstjórnin gert þetta, hefði hún getað sparað Manitobafylki mikið fé, einar þrjátíu til fimtíu þúsundir dollara á ári í mörg ár. En sambandsstjómin neitaðj að gera þetta. Einn af ráðherrunum í Ottawa hefir fyllilega gefið það í skyn, að hér sé forsætisráðherra Manitobafylkis, Mr. Bracken, um að kenna. Núverandi sambandsstjórn virbist heldur hafa horn í síðu lians. Fellur eitthvað ekki við hann. En það er alveg undarleg skamm- sýni af landsstjórninni, ef hún lætur heilt fylki gjalda þess, að henni fellur illa við einn mann í fylkinu, jafnvel þó sá maður sé for- sætisráðherra fylkisins.- Af þeim óþörfu út- gjöldum, sem hér lenda á herðum fylkisbúa, ber Mr. Bracken ekki nema lítinn liluta. Þeg- ar sambandsstjórnin neitar um þetta lán, þá er það ekki í raun og veru Mr. Bracken, sem hún neitar um það, heldur alt fólkið í Mani- toba, sjö hundruð þúsund manneskjur. Það er áreiðanlegt að með þessu tiltæki hefir sambandsstjórnin ekki aukið vinsældir sínar í Manitoba. En hún hafði þar kannske ekki miklu að tapa, eða annarsstaðar í Vestur- Canada, eins og nú er komið. Ef sambandsstjórnin hefir hugsað sér, að ná sér niðri á Mr. Bracken, með því að neita um þetta lán, þá hefir henni áreiðanlega mis- tekist. En hún hefir náð sér niðri á fólkinu í Manitoba. Því verður naumast neitað, að hér hefir átt sér stað dálítið stríð milli sam- bandsstjórnarinnar og fylkisstjórnarinnar í Manitoba, en það er fylkisstjórnin, sem hefir haft “sóma af málunum,” eins og vorir ,frægu forfeður sögðu. Hún hefir sýnt, að hún er fær um að sigla sinn eigin sjó, án þess að fá nokkurn stuðn- ing frá sámbandsstjórninni, og hún hefir sýnt að lánstraust Manitoba-fylkis er enn gott, þótt öðru hafi verið haldið fram af pólitískum ástæðum. Hitt er auðskilið, og þarf ekki útskýringar við, að fylkin eiga þess ekki kost að fá pen- ingalán með eins góðum kjörum eins og þjóð- félagið í heild. Sælla er að gefa en þiggja Það eru ekki nærri allir, sem viðurkenna þennan marg endurtekna sannleika, eða ekki í verki. Kreppan hefir áþreifanlega leitt það í ljós. Því er nú miður, að þeir eru margir, sem sækjast eftir atvínnuleysisstyrk og margs konar öðrum styrk, án þess að þurfa hans í raun og veru við. Og þeir fá liann oft með einhverjum ráðum og þau ráð eru oft langt frá því að vera heiðarleg. Það er ekki nema rétt og sjálfsagt, að þjóð- félagið hjálpi þeim, sem ekki geta sjálfir haft ofan af fyrir sér. Það stendur á sama hvort þar veldur æska, eða elli eða heilsubilun, eða þá atvinnuleysi, sem einstaklingurinn getur ekki ráðið við. Enginn meðlimur þjóðfélags- ins má líða nauð, enginn maður má líða nauð, nokkursstaðar þar sem mögulegt er að gera við því. Nú síðustu árin hafa miklu fleiri þegið hjálp, einhvers konar framfærslu styrk, frá því opinbera, heldur en nokkru sinni fyr. Það er svo hér í landi og það er svo í mörgum öðrum löndum. Því veldur atvinnuleysið, hið mikla og almenna, víða um heim. Það er síð- ur en svo, að vér séum nokkuð að hafa á móti slíkri hjálp frá hinu opinbera, þegar hún er nauðsynleg. En slík hjálp er stundum veitt og þegin án þess nauðsyn beri til. Því miður sækja menn stundum um opinberan styrk og fá hann, án' þess þeir þurfi hans með. Slíkt hefir oft komið fyrir hér í landi og meira að segja hér í voru nágrenni. Nýlega sáum vér tilfærð mörg dæmi þess á Ettiglandi, að menn hefðu fengið atvinnuleysisstyrk, sem voru vel sjálf- bjarga og sumir jafnvel töluvert efnaðir menn. Slíkt getur því aðeins komið fyrir, að hlutaðeigendur séu ekki ráðvandir. Segi ekki satt um efnahag sinn og tekjur. Þetta er hreint og beint ljótt og má ekki eiga sér stað. Það er ekki aðeins að maður má ekki segja ósatt, heldur líka hitt, að maður skyldi æfin- lega varast, að níðast á góðseminni og mann- úðinni. Þessar fáu línur eru ekki skrifaðar vegna þess, að vér vitum til þess, að Islendingar hér í landi séu sekir um það, að útvega sér pen- inga af opinberu fé, án þess að þurfa þess nauðsynlega með. Vér vonum að það sé lítið af þessu, og helzt ekkert. En þó vér vitum ekki til að Islendingar séu sekir um þetta, þá er það vitanléga engin sönnun fyrir því, að þetta kunni ekki að eiga sér stað, líka vor á meðal. Vér bara vonum að það sé ekki og vér óskum að það sé ekki. Það er rangt og lítil- mannlegt að sækjast eftir framfærslufé frá því opinbera, ef maður ekki þarf þess nauð- synlega með. Og það er engin afsökun þó maður viti til að einhverjir aðrir hafi reynt það og tekist það. Það er gott að geta hjálpað þeim, sem hjálpar þurfa. Það er æfinlega slæmt að þurfa að þiggja gustukagjafir, en verst af öllu er að þiggja þær, án þess að þurfa þeirra með. Sjálfseignarbændur og Ieiguliðar Á síðastliðnum tuttugu árum hefir bænda- bvlum í Canada fjölgað um 46,325. 1 Austur- Canada fækkaði þeim um 51,703 á þessu tíma- bili, en fjölgaði í Vestur-Canada um 97,997. 1 öllum fylkjunum að Quebeofylki undan- teknu, hefir sjálfseignabændum fækkað, en leiguliðum fjölgað. í Quebec hefir sjálfseign- arbændum jafnvel fjölgað nokkuð. Sérstak- lega hefir leiguliðabúskapur vaxið stórkost- lega í Vestur-Canada. Það er eftirtektarvert að 1911 eru 90.74 per cent. af öllum bændum í Saskatchewan sjálfseignabændur. Árið 1931 eru þeir ekki nema 66.45 per cent. og hefir þannig fækkað á tuttugu árum um 24.29 per cent. 1 Saskatchewan er akuryrkjubúskapur að- allega stundaður og hann er leiguliðum hent- ugri heldur en annar búskapur, svo sem griparækt, eða blandaður búskapur. Hitt mun þó valda meiru, að margir byrja búskap með litlum höfuðstól og hafa ekki efni á að kaupa sér bújarðir. Gömlu bændurnir fengu sín heimilisréttar- lönd fyrir ekkert og keyptu flestir meira land fyrir lítið verð. Nú er ekki um heimilisrétt- arlönd að tala í hinum betri héruðum og bú- löndin voru í háu verði, þangað til nú síðustu árin, að engin sala er fyrir þau. Margir bændur eiga nú meira land heldur en þeir hafa sjálfir full not af og vilja því gjarnan leigja öðrum eitthvað af því. Vilja hafa minna um sig, sem kallað er. Eiii í raun og veru þarf maður ekki að furða sig á því, þó sjálfseignarbændum fækki og leiguliðum fjölgi. Þessi he'fir orðið reynslan í flestum öðrum löndum og þar á meðal á Is- landi, þar sem vér þekkjum bezt til. Þeir voru ekki sérlega margir sjálfseignarbænd- urnir fyrir fjörutíu árum eða svo, þar sem vér vorum kunnugastir. Það virðist líka vera að sækja í það horf hér, að einhverjir aðrir eigi bújarðirnar heldur en bændurnir sjálfir, sem á þeim búa. Níunda þing Bandalags lúterskra kvenna kom saman í kirkju lúterska safnaðarins á Gimli, Man., á föstudaginn og laugardaginn y. og 8. júlí 1933. Eftir að veitingar höföu verið frambornar af kvenfél. “Framsókn” var þingið sett af forseta þess, Mrs. F. Johnson. Fór svo fram bænar- gjörð, er séra Jóhann Bjarnason stýrði. Fyrir hönd kvenfél. “Framsókn” ávarpaði forseti ]>ess, Mrs. Helgi Benson þingið, og bauð erindreka og gesti velkomna. Samkvæmt skýrslu kjörbréfa- nefndarinnar: Mrs. B. Bjarnason, Langruth, Man. og Mrs. S: Sig- urdson, Árborg, Man., áttu 23 kon- ur sæti á þinginu. Voru þá lagðar fram eftirfylgj- andi skýrslur: ■ (1) Skýrslur félaganna er til- heyra Bandalagi lúterskra kvenna. (2) Skýrsla forseta. (3) Skýrsla skrifara. (4) Skýrsla féhiröis. (5) Skýrsla erindreka félagsins. The Manitoba League Against Alcoholism. (6) Skjýrsla útgáfunefndarinnar er hefir haft um hönd útgáfu rits- ins “Árdís.” (7) Skýrsla sunnudagaskóla nefndarinnar er hefir haft umsjón yfir því starfi er vér köllum krist- indóms námskeið upp til sveita. Þrjú félög höfðu ekki getað sent erindreka á þingið, en sendu skýrsl- ur sínar yfir starf þeirra á þessu síð- astliðna starfsári. Voru skýrslurnar allar samþykt- ar. Við fundum allar til þess að þrátt fyrir yfirstandandi erfiðleika hefir starfinu skilað vel áfram og í sumum tilfellum betur en oft áður. Sýnir það berlega að mikið hefir verið lagt í sölurnar af kvenfélags konum. Það var bent á ]>að, að í skýrslun- um kæmi fram ýmislegt sem ætti að vera sérstaklega tekið til greina; var skipuð 3 kvenna nefnd til þess að athuga skýrslurnar—þær Mrs. B. Bjarnason, Langruth, Man., Mrs. O. Stephensen, Wpeg., Mrs. S. Olafson, Árborg, Man. Þingið vottaði forseta, Mrs. F. Johnson þakklæti fyrir hennar á- gætu og glöggu skýrslu, með því að standa á fætur. 2. Fundur settur kl. 8. e. h. með bænargjörð er Mrs. H. J. Leo stýrði. Fór þá fram eftirfylgjandi skemtiskrá. 1 Erindi—“Ungmennafélagsstarf” Mrs. George Johannesson, Grund, Man. 2. Erindi-“Friðacþingin”—Miss Kristbjörg Kristjánsson, Gardar, N. Dak. 3. Instrumental Trio: Miss Steina Sveinson, Miss Björg Guttorms- son, Miss Snjólaug Josephson. Fyrirlesurunum var þakkað fyrir þeirra fögru og íróðlegu erindi. Forseti bauð þá séra Jóhanni Bjarnasyni orðið. Ávarpaði hann þingiö með mjög vinsamlegum orð- um til fyrirlesaranna fyrir þeirra erindi—dáðist hann að hve vel þær færu með efni og mál. 3. Fundur settur kl. 9 f. m. á laugardaginn 8. júlí. Sálmur nr. 53 sunginn, “Ó þá náð að eiga Jesúm.” Forseti las biblíukafla og flutti bæn. Miss E. Frederickson las skýrslu yfir starf hennar og Miss Oliver, við Siglunes, Oak View og Silver Bay í fyrrasumar,—verður þessi skýrsla birt i júli nr. af Sameiningunni. Fundurinn lét í ljós þakklæti sitt til Miss Frederickson og Miss Oliver fyrir þeirra starf fyrir hönd Banda- lagsins, einnig til alþýðuskóla kenn- aranna, er hafa íialdið áfram krist- indómskefíslu á þessum fyrnefndu stöðum; einnig til sunnud^gaskóla Fyrsta lút. safnaðar, ec hefir lagt til svo mikið af blöðum og bókum, sem hafa verið send til kennaranna til notkunar við kristindómskenslu. Þetta mál er mjög mikið áhuga- mál kvenfélagsins og var það ósk allra erindrekanna að starfi þessu sé sint eftir bestu föngum. S. S. nefndin skýrði frá því, að nú í sumar hefir Miss Lilja Gutt- ormson, Geysir, Man., og Mr. Árni Sveinsson, Baldur, Man., boðið sig fram til starfs fyrir hönd Bandalags lúterskra kvenna, og eru þau nú þegar byrjað á þvi verki. Miss Guttormsson við Poplar Park, Man., og Mr. Sveinsson norður við Bay End, Reykjavik, Narrows og Wa- pah. Erum við þessum ungu yin- um mjög þakklátar og biðjum af heitu hjarta að starf þeirra megi bera mikinn og góðan ávöxt. Nefnd sú, er kosin var til þess að athuga skýrslur, lagði fram skýrslu sína. Verður hún send til allra kvenfél. Bandalagsins innan fárra daga. Var þá erindrekum og gestum boðið í bíltúr norður til Camp Mor- ton. 4. Fundur settur kl. 2 e. h. Sálmur nr. 28 sunginn: “Af heilagleik meira, ó, Guð minn mér gef.” Faðir vor lesið sameiginlega. Skemtiskrá— 1. Vocal Solo—4 íslenzk lög, Mr. O. Anderson, Baldur, Man. 21. Erindi—“Oxford-hreyfingin” Miss Salome Halldorson, Wpeg. Voru þar á eftir tekin til umræðu ýms mál: Bindindismálið Töluverðar umræður urðu um þetta mál, því öllum er ant um að hlyrfía að því að stemma stigu fyrir vínsölu og vínnautn'. Arsritið Fyrsta númer af riti Bandalags- ins, “Árdís” er nú þegar komið i hendur almennings og er það ósk og von nefndarinnar að kvenfélags- konur gjöri sitt bezta til þess að hvert hefti af ritinu seljist og það sem fyrst. Útgáfunefndinni: Mrs. S. Ólaf- son, Mrs. F. Johnson og Mrs. B. S. Benson var vottað þakklæti fyrir þeirra mikla starf í sambandi við þetta fyrirtæki og var svo ákveðið að halda áfram með útgáfu ritsins. U ngmennafélagsstarf. Þetta mál, sem var svo greinilega reift með erindi því, er Mrs. George Johannesson flutti á föstudags- kveídið,’ var rætt; er þetta mál án efa áhuga og, alvörumál allra þeirra er hugsa gaumgæfilega um framtíð ungmenna vorra og kirkju. í þessum umræðum komu fram margar góðar hugmyndir; virtist það vera álit flestra, er tóku þátt í umræðunum að ungmennafélögin ættu að vera frjáls; algjörlega ó- hindruð af eldra fólkinu—að þau beri alla ábyrgð á starfsemi sinni, því, hvað svo sem það er, sem við þurfum að leggja á okkur fyrir, hvort sem það er fyrir málefni eða hugsjón, verður það manni kærara. Það er með starf og áhugamál eins og með “Principal og Interest—eftir þvi sem við leggjum meira í sjóðinn, t melr en þrlítjung aldar hafa Oodd’B Kldney Pills verið viðurkendar réttí. meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum fleiri sjúkdörnum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50e askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. hvort sem það eru peningar eða at- orka, þess meiri ávöxt ber.það. Það er því ósk þingsins að kven- félagið hvetji til stofnunar ung- mennafélaga í sínu utnhverfi,' því það er sérstaklega mikil stoð og styrkur hverri bygð og hverjum bæ að eiga innan sinna vébanda vel lif- andi kristilegt ungmennafélag. 5. Fundur. settur kl. 8 e. h.. Sálmurinn “Lofið vorn Drottinn” var sunginn. Séra Sigurður Ólafsson stýrði bæna- gjörð. Skemtiskrá— 1. Vocal Solo—“In the Valley,” Miss Jones, Gimli, Man. 2. Flokkur ungra stúlkna, undir umsjón Mrs. L. O. Chiswell og Mrs. Jones sungu 4 lög. 3. Erindi-“Nýjar leiðir” — Mrs. Danielsson, Árborg, .Man. 4. Framsögn— 2 kvæði: “ísland,” Jónas Hallgr., “Fossinn”, Páll Ólafsson. Mrs. L. O. Chiswell, Gimli, Man. 5. Vocal Solo — “Where E’er Ye Walk,” Mr. O. Anderson, Baldur, Man. 6. Erindi—“Citizenship”, Mrs. O. Schultz, Pilot Mound, Man. 7. Vocal Solo — “Mate o’ Mine,” Mr. O. Anderson. Fundurinn vottaði þakklæti sitt Mrs. Danielsson og Mrs. Schultz fyrir þeirra vönduðu erindi, og til Mr. Anderson fyrir hans miklu að- stoð við skemtiskrá þingsins. Fór svo fram kosning embættis- kvenna: Forseti, Mrs. F. Johnson, Wpeg., endurk.; vara-forseti, Mrs. R. Mar- teinsson, Wpeg, endurk.; skrifari, Mrs. B. S. Benson, Wpeg, endurk.; vara-skrifari, Mrs. O. Stephensen, Wpeg)Vendurk.; Féhirðir, Mrs. H. G. Henrickson, Wpeg, endurk.; vara-féhirðir, Mrs. B. Bjarnason, Langruth, endurk. Meðráðakonur— Mrs. O. Anderson, Baldur, Man.; Mrs. Joh. Bjarnason, Gimli, Man.; Mrs. G. Johannesson, Grund, Man. Sunnudagaskólanefnd — Mrs. H. G. Henrickson, Mrs. O. Stephen- sen. REYNDUR STYRKLEIKI Hin mikla brú stendur stöðug á stólpum, sem bygðir eru á kletti. Vatnsmagnið, sem leikur um stólpana sannar aðeins styrkleika þeirra. Royal bankinn er traustlega bygður á heilbrigðri æfingu og reynslu. Breyting- ar áranna hafa fullkomlega sannað styrk- leika hans. THE ROYAL BANK O F CANADA

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.