Lögberg - 20.07.1933, Page 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 20. JÚU, 1933
Bls. 7
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
hja
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREEX.
WINNIPEG, MAN.
Heilbrigði Þjóðarinnar
Nýlega eru út komnar heilbrig'S-
isskýrslur fyrir áriÖ 1931, samdar
af landlækni eftir skýrslum héraÖs
lækna og öðrum heimildum. Er
mikill fróðleikur í skýrslum þessum
og verÖur hér til tínt ýmislegt úr
þeim.—\ ifanlega verður ekki unt
að tína til nema fátt eitt í blaða-
grein og verður því að vísa þeim,
sem fræöast vilja meira um þessa
hluti, í skýrslurnar sjálfar.
1. kafli bókarinnar er yfirlit yfir
heilsufar og heilbrigðismál, og seg-
ir þar m. a.: “Þrátt fyrir meðal ár-
gæsku til sveita og nærri eindæma
góð aflabrögð til sjávarins, var ár-
ið hið mesta kreppuár, og er talið
hið örðugasta fyrir atvinnuvegina,
sem komið hefir á síðasta manns-
aldri. Allar útflutningsafurðir i
afar lágu verði. Framkvæmdir
lömuðust og atvinnuleysi varð viða
mjög tilfinnanlégt. Kaupgjald
verkafólks helst yfirleitt óbreytt á
árinu. Verðlag innanlands lækkaði
nokkuð. Vísitala Hagstofunnar um
framleiðslukostnað í Reykjavík
lækkaði niður í 233 (úr 252 árið
fyrir), miðað við 100 fyrir ófrið-
inn. Afkomu almennings hefir
stórum hnignað á árinu. Þó ber
læknum saman um, að hvergi hafi
verið um þann skort brýnustu lífs-
nauðsynja að ræða, að vart hafi
orðið áhrifa á almenna heilbrigðí.”
í næsta kafla er rætt um fólks-
fjölda, barnakomu og mannadauða.
“Fólksfjöldinn á öllu landinu í árs-
lok 1931 yar 109,719 (108,627 í
árslok 1930).—Mannfjölgun sam-
kværnt því 1092, en mun vera of
lág tala, vegna þess, að fólksfjöld-
inn hefir verið betur fram talinn
1930 en bæði árin fyrir og eftir.
Lifandi fæddust 2,794 (2,808) börn
eða 25.6% (26.1%). Andvana
fæddust 62 (63) börn eða 21.7%
fæddra (22.4%). Manndauði á
öllu landinu var 1,277 menn (1,240)
eða 11.7% (11.6%). Á fyrsta ári
dóu 138 börn (127) eða 49.4% lif.
fæddra (45.2%). Hjónavísglur
voru alls 681 (759) eða 6.2%
(7-i%). — í Reykjavík var mann-
fjöldinn í árslok 28.847 (28.052).”
“Dánarorsakir skiftast þannig
niður, þegar taldar eru í röð 10 hin-
ar algengustu: Berklaveiki 206.
Ellihrumleiki 172. Lungnabólga
JS7- Krabbamein og sarkmein 126.
Hjartasjúkdómar 121. Heilablóð-
fall 113. Slys 57. Meðfætt fjör-
leysi ungbarna 30. Inflúensa 22.
Nýrnabólga 14 (jafnmargir dánir
úr langvinnu lungnakvefi). Önnur
og óþekt dauðamein 259.”
III. kafli er um sóttarfar. Segir
þar m. a.: “Héilbrigði var misjöfn
í héruðum á árinu og gerði inflú-
ensan mestan muninn. Lét hún all-
mikið til sín taka í ýmsum sveitum,
en aðrar og jafnvel heil héruð
sluppu við hana. Yfirleitt má þó
heilbrigði teljast í góðu meðallagi.
Þó að inflúensan færi allgeyst af
stað í Reykjavik, reyndist hún nær
alstaðar væg og lítt mannskæð.
Aðrar kvefsóttir voru vægari en
undanfarin ár og, aldrei þessu vant,
enginn talinn dáinn úr kvefi á árinu.
Taksótt gerði með meira móti vart
við sig og reyndist sérstaklega ill-
kynjuð í Skagafirði. Að skarlat-
sótt kvað talsvert, einkum á Norð-
urlandi og í Vestmannaeyjum.
Rauðir hundar voru og allútbreidd-
ir um Suðurland og Austurland.
I augaveiki gætti meira en áður og
reyndist einkum illkynjuð í Gríms-
neshéraði.
Dánartala ársins er lág, 11.7%,
og má heita óbreytt 3 undanfarin ár
(1930: 11.6%; 1929: 11.7%).
I ngbarnadauðinn er nokkuru meiri
en síðustu ár, 49.4% (1930: 45.2%
x929: 43-°%)- Úr berkladauðanum
dregur verulega á þessu ári og er
hann ekki að eins miklum mun Iægri
en síðasta ár (var þá með hæsta'
móti) heldur neðan við meðaltal
síðustu átta árin. Dauði úr krabba-
meinum, sem var með lægsta móti á
síðasta ári, er nú aftur meiri og ná-
lægt meðaltali undanfarinna ára.
Eftir þeim upplýsingum, sem fyrir
hefir aðsokn að læLnum og
eftirspurn eftir sjúkravist verið sízt
nieiri en undanfarin ár.
Margt er fróðlegt og eftirtektar-
vert fyrir almenning í köflunum um
kynsjúkdóma o. fl. IJefir yfirleitt
yerið of litið gert að því, að birta
skýrslur í blöðum um þessi efni.
Samkvæmt skýrslunni voru lekanda-
sjúklingar 198 1922, komust yfir
400 1928 og upp í 515 árið 1930, en
aftur niður i 400 1931. Ennfrem-
ur segir í skýrslunni:
“Úr lekanda virðist draga veru-
léga á þessu ári, hvort sem fram-
hald verður á eða ekki. Hefir til-
f'ellunum þó eingöngu fækkað í
Reykjavík, enda er þar af mestu að
taka. Utan Reykjavíkur má fram-
talið heita eins og s. 1. ár, að öðru
leyti en því, að nokkuð skakkar á
milli héraða eins og vant er. Sjúk-
dómurinn er enn, eins og kynsjúk-
dómarnir yfirleitt, nær eingöngu í
bæjum og þorpum. Um 370 sjúkl-
inga er þess getið, að 22 hafi verið
erlendir, þ. e. 5.9%, sem er miklu
minna en undanfarin ár (1929
'14.3% og 1930: 10.4%).”
Sárasóttarsjúklingarnir voru 23,
1922, flestir 1925, 1926 og 1927 (31
—32—34), 29, 1930 og 21, 1931 —
“Framtaldir sjúklingar eru einnig
færri en s. 1. ár, en tiltölulega miklu
fleiri eru innlendir en áður. Er get-
ið um þjóðerni allra sjúklinganna
og voru að eins tveir erlendir, þ. e.
4.8% '(i929: 62.5%, 1930:
42.3%).
Linsæristilfelli voru 17, 1922, 15,
1930, en fæst 1931 eða að eins 3.
Tveir sjúklingar voru innlendir.—
Læknar láta þess m. a. getið: Að
svo muni um kynsjúkdómana sem
farsóttirnar, aÖ mikið skorti á rétt
framtal hjá læknum.”
Berklaveiki. ísamkvæmt berkla-
veikisbókum voru sjúklingar í árs-
lok 1922, 173 og 1922—1931 536,
610, 861, 804, 921, 1030, 989, 1072
og 884 (1921). “Dánartalan
er allmiklu lægri en á fyrra
ári og lítið eitt neðan við
meðaltal síðustu 8 ára. Berkla-
dauðinn sundurliðast þannig. (tölur
s. 1. árs í svigum) : Úr lungnabólgu
dóu 135 (162), berklafári 11 (5),
eitlatæringu o (3), beina-liðaberkl-
um 3 (5), heilahimnuberklum 37
(35), berklum í kviðarholi 17 (14),
berklum í þvag- og getnaðarfærum
2 (3) °g > öðrum líffærum 2 (3) og
i öðrum liffærum 1 (6)“Nokkr-
ir héraðslæknar hafa gert Pirquet-
rannsóknir á skólabörnum í héruð-
um sínum á þessu ári.
Mun hvergi hafa reynst tiltölu-
lega annar eins sægur smitaður og í
Bolungavík (73.5%) og stingur það
mjög í stúf við Hesteyrarhérað
(8.8%), enda er verklaveiki þar
hvergi nærri eint útbreidd. Mun á-
standið einmitt víða vera sérstaklega
slæmt 1 vmsum smaum sjóþorpum,
enda húsakynni manna og aðbúð
hvergi verri en í sumum þeirra.”
Holdszrciki. Holdsveikissjúkling-
ar voru 1922, 63 talsins, þar af 43 í
Laugarnesspitala, en fer fækkandi
ár frá ári og eru 31 1931, þar af 21
4 Laugarnesspítala. “Á mánaðar-
skrám er ekki getið neinna holds-
veikissjúklinga á árinu. Á Laugar-
nesi hefir fækkað um 3 sjúklinga,
sem dáið hafa, alt gamaít fólk.” Um
sjuklingana utan sjukrahússins er
þess getið, að þeir megi flestir, ef
ekki allir “teljast lausir við sjúk-
dóminn, að svo miklu Ieyti, sem það
niá verða, þegar um holdsveiki er
að ræða.
Sullaveiki. Tala sullaveikissjúkl-
inga 1931, 11 og dánir 11. “Vanhöld
eru auðsæ á framtalinu, þar sem
jafn margir deyja og fram eru tald-
ir og nær slikt ékki neinni átt.”—
Skýrslur héraðslækna bera með sér,
að sullaveiki er enn algeng í sauðfé
víða tim land. Þannig segir í skýrslu
héraðslæknisins á Sauðárkróki:
I >er minna a þessum kvilla en von
er til og ætla mætti, þegar tekið er
tillit til þess, hve algeng sullaveiki
er í sauðfenaði. Hefir tvisvar far-
ið fram rannsókn á sullaveiki í
sláturfé á Sauðárkróki. Reyndist
þá flest fullorðið fá meira og mimia
sullaveikt frá 84% af bæjum, sem
slátruðu fé sínu hér á Sauðárkróki.
Hlýtur annað hvort að vera, að
hundahreinsun er að engu gagni,
éða þá hitt, að hundar eru fóðraðir
með sullamenguðum og ónóglega
soðnum sláturafurðum, nema hvort-
tveggja sé. Hundahald, bæði í sveit-
um og kaupstöðum er blettur á ís-
lenskri menningu og íslendingum til
vanvirðu. Hundar ganga alstaðar
Iausir. Þar sem bílaumferð er,-
liggja hundar frá bæjum, sem næst-
ir eru veginum, við veginn, og elta
bíla undir spreng, geltandi og gleps-
andi, og halda sumir útlendingar,
sem um veginn fara, að hér sé um
reglulegt hundaæði að ræða. Stund-
um er ekið yfir þessi grey og þeir
meiddir eða drepnir. Iiundar eru
hvorttveggja í senn, óþrifadýr, sem
sjúkdómshætta getur stafað af og
hálfgerð villidýr. Ef ætti að ráða
bót á þessu, þyrfti að hafa sérstök
hús fyrir þessi dýr og litla girðingu
við, svo að þau geti verið úti eftir
vild. Væri þá og að mestu útilok-
að, að bandorðaveikir hundar smit-
uðu menn og skepnur. Úr þessu
verður ekkert, nema lagaboð komi
til, og er leitt til þess að vita, að
slíks skuli þ’örf.” Af skýrslum
sumra annara héraðslækna sést
glögglega, að hirðing sulla í heima-
húsum og hundahreinsun þarf að
komast í betra hórf. Alla sulli þarf
að brenna. Einn læknanna bendir
á, að betur muni nú hlynt að hund-
um en áður var og sækist þeir þá
minna eftir hráæti.
Kláðasjúklingum hefir fækkað
úr 435 (!922) í 102 (1931). Einn
héraðslæknanna segir í skýrslu
sinni: “Allerfitt virðist að fá fólk
til að trúa því, að kláði stafi ekki
af almennum óþrifnaði. Sjúklingar
blygðast sín fyrir sjúkdóminn, koma
seint til lækningar og hafa þá oft
sýkt aðra.” Annar héraðslæknir
segir: “Hlálegt finst mér að eyða
stórfé til útrýmingar kláða á sauð-
fé, en mannskepnurnar drasla með
kláða.”
.. Krabbamein. Árið 1922 dóu 118
af völdum krabbameins, en 120,
1931. Á árunum 1922—1931 flest-
‘r r45 (J929)> en fæstir 1923 (95).
Dánartala krabbameina, sem var
óvenjulega lág á síðasta ári (106),
hækkar nú aftur á þessu ári .(1931)
og er nú Svipuð og undanfarin ár.”
Aðsókn að lœknum og sjúkralvús-
um- 1 skýrslu yfir 26 héruð segir:
Sjúklingaf jöldinn í þessum 26
héruðum jafnar sig upp með að vera
45-p% af ibúatölu héraðanna, og er
það nokkru minna en undanfarin ár
(1929 56%, 1930 54.2%). Ferð-
irnar eru að meðaltali 61.7 á árinu,
sem einnig er minna en undanfarin
ár (1930 71.5, 1929, 69).”
Framh.
—Vísir.
FRÁ ÍSLANDI
“Óþekti sjómaðurinn.” Allar
hernaðarþjóðirnar hafa til minning-
ar um alla syni sina, sem létu lífið
í stríðinu mikla, helgað óþektum
hermanni gröf. Vér íslendingar er-
um-engin hernaðarþjóð, en þó eig-
um vér í látlausu striði við “Ægi,”
og falla þar margir beztu synir
landsins árlega. Einn af mönnum
þeim, sem fórust með “Skúla fó-
geta" þektist ekki er lík hans fanst,
en við útförina hélt séra Árni Sig-
urðsson ræðu um “óþekta sjómann-
inn, ’ þessa hetju, sem ætti að eiga
annað eins virðingarleiði hjá oss og
okunnu hermennirnir hjá ófriðar-
þjóðunum. Ræðan hefir verið prent-
uð og er seld til ágóða fyrir Slysa-
varnfélag Islands.
Staðfesting laganna frá siðasta
þingi fór fram-19. júní.
Mbl.
Eimskipafélag Islands
Mcð 345 þúsund krónum■ í afskift-
um á eignum fclagsins, standast
tckjur og gjöld á. Sárri reksturs-
árangur en árið 1931.
Aðalfundur Eimskipafélags Is-
lands var haldinn 24. júní.
Eggert Claessen formaður félags-
stjórnarinnar setti fundinn og bauð
fundarmenn velkomna. Sérstaklega
bauð hann velkomna tvo fundar-
menn, sem lengst voru að komnir,
þá Ásmund Jóhannsson bygginga-
meistara í Winnipeg og Emil Niel-
sen fyrv. framkvæmdastjóra félags-
ins.
Þessu næst tilnefndi E. Cl. Jóh.
Jóhannesson fyrv. bæjarfógeta
fundarstjóra á fundinum og var það
samþykt. Fundarritari var til-
nefndur Tómas Jónsson cand. jur.
Þá skýrði E. Claessen frá hag
félagsins og framkvæmdum á liðnu
starfsári. Studdist hann þar við
prentaða skýrslu frá félagsstjórn-
inni, sem útbýtt var á fundinum.
I skýrslu þeirri, er félagsstjórnin
lagði fyrir fundinn um hag félagsins
°g framkvæmdir á árinu 1932, seg-
ir m. a.:
Cr skýrslu félagsstjórnarinnar
Eins og sjá má af rekstursreikn-
mgi félagsins fyrir síðastliðið ár, er
talið að tekjur og gjöld hafi staðist
á. Þegar útkoman er talin þetta, er
búiö að færa til útgjalda á reksturs-
reikningum kr. 345,105.49 til ítá-
dráttar á bókfærðu eignarverði skip-
anna og fasteigna félagsins, og álít-
lir félagsstjórnin þær afskriftir
hæfilegar. Árið 1931 var reksturs-
hagnaður áður en afskriftir voru
færðar til útgjalda kr. 276,535.62,
svo að útkoman fyrir síðastliðið ár
hefir orðið betri, sem nemur krón-
um 68,569.87, en þar af eru 65 þús.
kr. hækkaður styrkur úr ríkissjóði.
I >rúttó tekjur allra skipanna hafa
lækkað um rúmar 131 þús. krónur.
Stafar það að sjálfsögðu af tals-
vert minkuðum flutningum með
skipum félagsins síðastliðið ár, en
þiiö á rót sína að rekja til kreppunn-
ar, sem leitt hefir af sér innflutn-
ingshöftin og gjaldeyrisörðugleik-
ana. Tillag ríkissjóðs til félagsins
hefir hækkað á árinu um kr. 65,-
000.00.
Flestir útgjaldaliðir hafa lækkað
nokkuð, og þó aðallega útgjöld skip-
anna, sem hafa lækkað um kr. 125,-
743-33- Liggur lækkun þessi aðal-
lega í því, að kostnaður við ferm-
mgu og affermingu þefir lækkað
um rúmar 50 þús. kr. á siöastliðnu
ári, miðað við árið á undan, kol um
rámar 4 þús. kr., aðgerðir og við-
hald á skipunum um 20 þús. kr.
skipagjöld, olía o. fk til vélarinnar
°S ágóðáþóknun til skipstjóra um
tæpar 13. þús. kr., og þóknun til
afgreiðslumantia um 25 þús. kr., sem
stafar að sjálfsögðu af minni farm-
gjaldatekjum.
Hins vegar hefir kaup skipshafna
hækkað um 41 þús. kr., og aðrir út-
gjaldaliðir svo sem vátryggingar,
tapaðar og skemdar vörur, síma-
kostnaður og auglýsingar og ýms
útgjöld hækkað samtals um kr.
12,600.00. Hækkun á kaupi stafar
af því, að félagið hefir nú sjálft
greitt kaup brytanna og starfsfólks
þeirra að öllu leyti.
Eins og reikningur félagsins fyrir
1932 ber með sér, nema eignir þess,
með því eignaverði sem bókfært er
kr. 4,110,210.77, og sktildir að með-
töldu hlutafé sömu tipphæð. Skuld-
ir félagsins aðrar en hlutafé, nema
krónum 2,429,460.77, og hafa þann-
ig lækkað um 26 þús. kr. á árinu
vegna afborgana af skuldum. Eignir
hafa einnig lækkað um sömu upp-
hæð.
Eftirlaunasjóður félagsins.
Um síðustu áramót var Eftir-
launasjóður félagsins að upphæð kr.
400.531-22, og hefir hann því auk-
ist á árinu um kr. 18,727.72, sem eru
vextir af eignum sjóösins. Útborg-
anir hafa engar verið.
Lántaka í Englandi.
Snemma í aprilntánuði síðastl.
fór Guðm. Vilhjálmsson frani-
kvæmdastjóri til Englands í þeim
erindagjörðum að reyna að útvega
félaginu 60 þús. sterlingspunda lán,
sent nota skyldi til greiðslu á láni
félagsins hjá Köbenhavns Handels-
bank og skuld við Burmeister og
Wain i Kaupmannahöfn. Tókst
honum að útvega lánið affallalaust
með 4^/2% ársvöxtum. Lánið greið-
ist á 12 árum með jöfnum árlegum
afborgunum og fer fyrsta afborgun
fram 1. okt. 1934. Auk þess sem lán
þetta er með rnikið betri kjörum
heldur en danska lániö hjá Handels-
banken, þá kemur jafnframt frant
allmikill gengishagnaður við að
greiða það upp nú. Auk þess er
von um nokkurn hagnað á því að
geta flutt allar vátryggingar skip-
anna til Englands.
Astand og horfur
\ örur og farþegaflutningar hafa
verið talsvert meiri þá mánuði, sem
liðnir eru af þessu ári heldur en á
sama tíma árið 1932. Niðurstaðan
af rekstrinum er því lítið eitt betri
en þá var. Um framtíðarhorfur fé-
lagsins er.varlegra að spá sem fæstu,
þar sem þær eru mjög mikið undir
því komnar hvernig, afurðir lands-
ins seljast. Seljist afurðirnar vel,
skapar það gjaldeyri og verður þá
óefað flutt til landsins allmikið af
þeim vörutegundum, sem heyra und
ir hærri “flokka flutingsskrárinnar
og ætti þá afkoma félagsins að
verða sæmileg, en fari svo að á-
standið batni ekki og innflutnings-
höftin þar af leiðandi haldist, þá er
ekkert vafamál að róðurinn verður
erfiður fyrir félagið. Jafnframt má
fullyrða að félaginu er lífsnauðsyn
að landsmenn séu einhuga um að
styðja það af fremsta megni með
því, að láta það sitja fyrir vöru-
flutningum, og jaínframt að hafa
það hugfast að ferðast með skip-
um þess. Ef þjóðin sýnir í verki
að hún skilur nauðsynina á að þetta-
þjóðþrifa fyrirtæki verður að lifa,
þá mun mega gera sér vonir um að
Eimskipafélagið eigi glæsilega fram-
tíð fyrir höndum.
Er E. Claessen hafði lokið sínu
máli, kvaddi sér hljóðs Emil Nielsen
fyrverandi framkvæmdarstjóri. Fór
hann nokkrum hlýlegum orðum um
Eimskipafélagið og þakkaði fram-
kvæmdarstjóra G. Vilhjálmssyni
fyrir ágætt starf í sambandi við
hina pýju lántöku í Englandi. Þá
flutti E. Nielsen kveðju til fund-
arins frá Sveini Björnssyni sendi-
herra.
Þá tók til máls Guðmundur Vil-
hjálmsson f ramkvæmdarst jóri og
fór nokkrum orðum um fram-
kvæmdir félagsins á liðnu ári og
horfurnar framundan. Þakkaði
E. Nielsen fyrir dyggilegt starf i
þágu félagsins, fyr og síðar, einnig
blöðum fyrir hvatningastarfsemi
þeirra, “íslensku vikunni,” ríkis-
stjórn og Alþingi.
Ásmundur Jóhannsson flutti
kveðju til fundarins frá Árna Egg-
ertssyni, öðrum stjórnarnefndar-
manni V.-Islendniga. Þá mintist
hann með nokkrum hvatningarorð-
um á Eimskipafélagið og eggjaði
landsmenn á, að standa fast saman
um félagið. Þá minti hann stjórn
félagsins á það, að him yrði að
muna eftir hluthöfunum, þvi að það
væri fyrir þeirra fórnfýsi að félag-
ið væri til. Yrði að keppa að því að
koma fjármálum félagsins í það
horf, að hluthafar gætu fengið arð.
Fundarmenn þökkuðu Guðmundi
Vilhjálmssyni framkv.stj. hið góða
starf hans í þágu félagsins, einkum
og sér í lagi fyrir hina hagkvæmu
lántöku í Englandi, sem félagið
kemur til að hagnast á 400—500
þús kr. Vildi Brynjólfur H.
Iljarnason að félagið greiddi Guðm.
V. 5,000 kr. í þakkarskyni fyrir
þetta starf, en G. V. frábað sig
slíkri þóknun, þvi að hann' hefði
ekkert annað gert en það, sem
skylda hans hefði verið að gera.
Halldór Kr. Þorsteinsson gjald-
keri félagsstjórnarinnar skýrði
reikninga félagsins, sem samþ. voru
í einu hljóði.
Stjórnarkosning •
Úr stjórninni gengu að þessu
sinni: Hallgr. Benediktsson stór-
kaupm., Jón Ásbjörnsson hrm. og
Halldór Kr. Þorsteinsson; voru þeir
allir endurkosnir með 12 til nál. 16.
Ert þú lasinn?
vegna þess aö taugarnar eru östyrkar
og þér finst þú altaf þreyttur og eklci
nema hálfur maður. Ef þetta er svona,
þá er hér meðal, sem gefur þér betri
heilsu.
Nuöa-Tone
er nafnið á heilsulyfi, sem sérfneðin
hefir fundið og nú fæst í öllum lyfja-
búðum. NUGA-TONE gerir þig bæði
fjörmeiri og sterkari, gerir taugarnar
stöðugri og styrkir allan líkamann. Pú
færð betri matarlyst og sefur betur.
pað hefir hjálpað þúsundum karla og
kvenna. prjátiu daga forði fyrir einn
dollar. Fáðu ekta rneðal—þvi fylgir á-
byrgð.
þús. atkv. liver. Einnig var end-
urkosinn í stjórn að hálfu Vestur-
íslendinga, Árni Eggertsson, með
7,999 atkv.
Einnig var Þórður Sveinsson
bankagjaldkeri endurkosinn endur-
skoðandi félagsins.
—Mbl.
Aparnir á Gibraltar
Þegar Englendingar lögðu Gi-
braltar undir sig 1704 var þar fult
af öpum. Þjóðtruin sagði að þeir
væri þangað komnir frá Afríku,
hefði farið eftir neðaíijarðargöng-
um, sem menn trúa enn að sé undir
sundið.
Um þetta leyti kom upp sú þjóð-
trú að yfirráðum Breta á Gibraltar
mundi lokið þegar aparnir væri al-
dauða.
öpunum hefir fækkað ört ár frá
ári og fyrir fáum árurn voru þar
ekki eftir nema nokkrar garnlar
apynjur.
Yfirforinginn á Gibraltar fór þá
að hugsa um spádóminn og leist
ekki á blikuna. Hann tók þá það til
bragðs að láta sækja ungan karlapa
til Marokko. En apynjurnar urðu
svo reiðar þegar hann kom, aö þær
drápu hann.
Aftur var sent til Marokko og nú
voru sótt þangað tvenn apahjón.
Árið eftir eignuðust þau bæði af-
kvæmi, og þar með var málinu borg-
ið, og setuliðið í Gibraltar hélt fagn-
aðarveislu.
Nú eru 10 apar á Gibraltar. Þeir
eru skráðir á herlista setuliðsins, og
í f járhagsáætlun vígisins er þeim
Ytluð sérstök upphæð. Sérstakur
liðsforingi hefir það starf að gæta
þeirra. Hann heitir D. A. Smith
og er kapteinn, en hinn opinberi titill
hans er “Officer in Charge of
Apes.” Þrátt fyrir það þótt aparnir
geri talsvert tjón er það harðlega
bannað að gera nokkuð á hluta
þeirra, og liggur við þung refsing
ef út af er brugðið.
—Lesb.
Otlendingur
Eftir Edgár A. Gucst
Hvert mál sem hann talar þess
minnast skal,
Hann maður er rétt sem vér;
Hann vináttu þarf og að vinna sitt
starf,
Unz vegferðin endar hér.
Til hungurs hann finnur, og hans
fölnar kinn,
Er hittir hann veiki sár.
Á æfinnar leið við ástvina deyð
1 lann eins fellir saknaðartár.
Hvar sem hann býr, eða hvert sem
'hann flýr,
Og hvert sem að starf hans er;
Og þó hans siði ei þekkjum við,
Að þessu ei skopast ber,
Þvi sorgir hann ber þær sömu og vér
Og sama gleðst hann á veg.
Eflaust liann sínu afkvæmi ann
Eins heitt og.þú eða eg.
Útlending þann við álitum mann,
Með ókunnugt mál og sið.
Bróðir vor er þó, þvi öll hann ber
Einkennin sömu og við.
I harmi sárum hans hníga tár,
Er hjartað missirinn sker.
Hann lifir og deyr svo líkt eins og
vér,
Hve langt burt sem heimilið er.
B. Thorbergson þýddi.