Lögberg - 03.08.1933, Page 5
LÖGRERG. FIMTUDAGINN 3. AGÚST, 1933
Bls. 5
Kínverskir ræningjar
Auk sinna óskráÖu laga um
drengskap og heiÖur, hefir hver stétt
í Kína sínar óskráÖu siÖareglur, og
vei hverjum þeim, sem dirfist að
brjóta í bága við þær. Jafnvel kín-
verskir ræningjar hafa sinar ófrá-
víkjanlegu siðaregíur. Meðan eg
var i Kína nú fyrir skemstu, þótti
mér það merkilegt, er mér varð
hugsaö til stórborgaiyia í Evrópu,
hve lítði var um stuldi og innbrots-
þjófnaði í hinum stóru borgum í
Kína, svo sem Shanghai og Charbin.
Kínverskir ræningjar álíta það
sem sé virðingu sinni ósamboðið að
fremja í laumi vasaþjófnað, eða
gera innbrot og stela þar sem það er
auðvelt,
Nei! Um aldaraðir hafa kínJ
verskir ræningjar haft þann hugs-
unarhátt, að reka atvinnu sína heið-
arlega og opinberlega. Og aðal
regla þeirra er sú, ræðna ríkum
kaupmönnum, eða ættingjum þeirra,
og heimta svo lausnargjald fyrir þá.
En vegna þessa kaupa kaupmenn
sér og sínum oft frið, með því að
greiða ræningjunum vissan skatt.
Reglan er sú, hvort sem um lausn-
argjald eða'skatt er að ræða, að
ræningjarnir ganga hispurslaust til
þess manns, eða þeirra manna í stór-
borgunum, sem 'greiðsluna eiga að
inna af hendi, og lögreglan er svo
vitur að hún lokar augunum alger-
lega fyrir þessu, og lætur svo sem
hún viti ekki neinn skapaðan hlut
um þetta. Og ræningjarnir fara í
friði og spekt heim til sín með mút-
urnar, e*ða lausnargjaldið, og sé um
hið síðara að ræöa, senda þeir hinn
rænda mann heim, og láta flokk
manna fylgja honum, svo að ekkert
verði að honum á leiðinni. Svo er
það regla, og hún hefir aldrei verið
brotin í Kína svo að menn viti, að
sá, sem rænt hefir verið og lausnar-
gjald greitt fyrir, má eftir það um
frjálst höfuð strjúka. Rætþngjarn-
ir gera honum aldrei mein framar.
Petta kalla þeir gagrikvæma tiltrú!
Kínverskir ræningjar eru samtaka
um það, að fylgjast með tímanum,
og tileinka sér þær framfarir, sem
verða a teknisku sviöi. Þess vegna
eru nú allir flokkar þeirra útbúnir
rifflum af nýjustu gerð, og sumir
hafa nýtísku vélbvssur og léttar fall-
byssur.
Borgarastyrjöldin í Kína færði
ræningjunum heirn ný og óvænt
tækifæri til að bjarga sér, eigi að-
eins með því, að þá bar minna á at-
höfnum þeirra, heldur keptist hver
uppreisnarforingi við það að ná i
hinar vel útbúnu og vel vopnuðu
ræningjasveitir og guldu þeim geisi-
háan mála.
Helsta Gósenland kínverskra ræn- ^
ingja hefir verið, og er, Mansjúría.
Fram að þessum tíma hefir það
verið takmarkað mjög að bændur
flyttust þangað, því að þarna eru
einhver hin beztu veiöilönd í heimi,
og þar eiga auðkýfingar stórlendur,
þar sem þeir hafa skemt sér við
veiðar þegar þeim hefir þóknast. —*■
En þarna eru viðáttumiklir skógar
f jallendi mikið, og þar eru hin
mestu fylgsni fyrir ræningjasveitirn-
ar.
Tschang-Tso-Lin, hinn alkunni
hershöfðingi og yfirráðandi í Man-
sjúríu um eitt skeið-—hann sem var
myrtur af Kuomitang eða Japönum
—byrjaði yfirráðaferil sinn sem
ræningjaforingi. Það var árið 19041
meðan striðið stóð milli Japana og
Rússa, og þeir dirföust þess að
heyja blóðugar orustur í Mansjúríu,
vegna þess að þeir vissu, að Kína
gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér.
Ræning j af or inginn T schang-T so-
Lin sá sér þá þegar leik á borði, og
bauð hernaðarþj óðunum fylgi sitt.
Japanir buðu betur, og þess vegna
gekk hann í lið með þeim. Liðsinni
hans hefir hlotið að hafa mikla þýð-
ingu fyrir úrslit stríðsins, því að er
þvi lauk með sigri Japana, geröu
þeir hann að nokkurs konar land-
stjóra x Mukden, þangað til honum
leiddist þóf þetta og hóf uppreisn
gegn yfirgangi Japana og var um
skeið einvaldur að heita mátti í
Mansjúríu og þótti líklegur til að
ná yfirráðum í Kína líka. Þetta
gátu Japanar ekki þolað, og þess
hafi verið valdir að sprengingunni
vegna er þeim kent um það, ao þeir
á járnbrautinni til Mukden, þeirri
sprengingu, er varð Tschang-Tso-
Lin að bana. Eftir fráfall hans fóru
Japanar að færa sig upp á skaftið,
og nú er svo komið, að þeir hafa
lagt alla Mansjúríu undir sig.
En vegna framkomu og viðgangs
Tschang-Tso-Lin höföu ræhingj-
arnir í Mansjúríu þar ágætt for-
dæmi. — Þeir ákváðu því að hætta
að rnestu við það að ræna fólki og
heimta lausnargjald fyrir það, held-
ur snúa sér að meira arðberandi at-
vinnuvegi. Og þá fóru þeir að
“spekúlera” í Rússum. Rússneskir
auðmenn áttu þarna viðlendur mikl-
ar og skóga og námur.
Að visu tók það nokkurn tíma
þangað til þessum rússnesku auð-
kýfingum skildist það ,að þeir
höfðu langmest upp úr því, að leita
sér liðsinnis hjá kínversku ræningj-
unum, til þess að fá að vera i friði í
Mansjúríu. Fyrst reyndu þeir að
vernda réttindi sín með því að hafa
þarna Kósakkahersveitir. En þær
voru dýrár, afar dýrar. Og svo
datt Kósökkunum ekki í hug að
hnekkja veldi ræningjanna, og létu
sér fátt um finnast þótt þeir gerði
stórtjón á rússnesku stöðvunum
með árásum og ikveikjum. Kostn-
aðurinn við það, að hafa þarna Kó-
sakkaherdeildir, og tjónið, sem varð
af árásum ræningjanna, var svo gíf-
urlegt, að þaö jafnvel óx hinum
rússnesku auðmönnum í augum. Ef
Rússar hefði séð þetta dálítið fyr,
er óvíst hvernig komið væri fyrir
Mansjúríu nú.
Samningar rússnesku landeigend-
anna í Mansjúríu og kínversku ræn-
ingjanna, voru eigi aðeins svo, að
ræningjarnir lofuðu að hlífa öllum
eignum þeirra, heldur hétu þeir því
að vernda eignir þeirra og veiðilönd.
Bn eftir að Rússar höfðu gert
samninga um þetta við ræningjana,
tók ræningjunum að leiðast iðju-
leysið. Þá datt foringjum þeirra
nýtt ráö í hug. Þeir sögðu við
Rússa að það væri ekkert v-it í því
að hafa rússneska skógarhöggsmenn
þarna austur frá og borga þeirn
kaup. Ræningjunum væri hvort sem
var borgað fyrir að vera friðsamir,
og þeir gátu svo ósköp vel höggvið
skóginn. Með þvi gátu óðalseig-
endurnir sparað sér stórfé í vinnu-
laun. Og Rússar gengu auðvitað
undir eins að þessu, því að nú höfðu
þeir séð og sannfærst um hvað kín-
versku ræningjarnir voru skolli
ráðsnjallir.
En eftir þetta áttu ræningjaflókk-
arnir í stríði við Kósakkana, og
reynslan hefir sýnt, að. afleiðingar
þess hafa ekki verið heppilegar.
Fyrst og fremst var stríðið mis-
kunnarlaust, þvi að allir vissu að
ekki þurfti griða að biðja, þvi að
engin grið voru gefin, hver sem í
hlut átti. Og svo er þess að gæta,
að jafnt og kínversku ræningjarnir
telja það skyldu sína að krefjast
ekki tvívegis lausnargjalds eða mála,
þá hafa þeir sínar sérstöku skoðanir
um það hvernig þeir eigi að korna
fram gegn fjandmönnum sínum, án
þess að stofna heiðri sínum i hættu,
og þær skoðanir eru þeim dýrmætari
en lífið sjálft.
Einu sinni elti "Kósakkaflokkur
kínverskan ræningjahóp upp unx
fjöll. Að lokum fengu Kósakkar
ki-óað Kínverjana, og höfðu miklu
meira lið, svo að tíu mundu á móti
hverjum Kinverjri. En Kínverjarn-
ir snerust til varnar þótt við ofurefli
væri að etja. Meðan skothriðin var
sem áköfust komst sveit Kósakk-
anna eftir launstígi í fjöllunum að
baki Kinverjum, kom þeim í opna
•skjöldu og hóf skothríð á þá aftan
frá. En þetta, að ráðast að baki
mönnunx með vopnum, er af Kín-
verjunx taliö eitthvert hið svívirði-
legasta athæfi og níðingsbragð, senx
hugsast getur. Urðu ræningjarnir
því alveg forðivað, og féllust þeim
hendur af undrun. Þetta notuðu
Kósakkar sér, gerðu áhlaup og um-
kringdu þá á augabragði.
Ræningjarnir gáfust upp orða-
laust. Voru þeir ýmist höggnir nið-
ur sem hráviði eða teknir höndum
og fjötraðir sanxan tveir og tveir.
Þeir, sem fangaðir urðu mótmæltu
harðlega—ekki meðferöinni á sér,
að þeir skyldi læstir í fjötra, nei,
þeir mótmæltu hástöfum þeim ó-
drengskap, sem enginn ræningi
mundi nokkuru sinni leyfa sér, að
véga að manni að baki.
Þ.
—Mbl.
Italska flugsveitin í
Reykjavík
(Framh. frá 1. bls.)
Þá voru þarna og vitanlega allir
blaðamenn sem hér eru, bæði að-
komumenn og heimamenn, og
myndatökumenn margir, sem létu
sér ant unx aö taka sem flestar
rnyndir.
Áhorfendaf jöldinn beið alla stund
meðan þetta fór fram, á hæðunum
umhverfis Vatnagarða.
Balbo ráðherra hafðist við
skamma stund þarna innfrá Bilar
biðu hans og föruneytis hans uppi
við loftskeytastöð flugmanna. —
Þangað gekk hann ásanxt móttak-
endum og ók til bæjarins i bíl með
forsætisráðherra.”
Bera allar fréttir frá íslandi þess
ljósan vott, að þar hefir verið ágæta
vel tekið á móti itölsku flugmönn-
unum. Var farið með þá til Þing-
valla og víða um nágrenni Reykja-
víkur.
Veisla mikil var þeim haldin hjá
forsætisráðherra, Ásgeiri Ásgeirs-
syni og flutti hann þar fallega og
snjalla ræðu, þar sem hann fagnaði
Balbo ráðherra og félögum hans og
hinum fyrsta loftflota, sem fer
sörnu leið og forfeður vorir milli
Evrópu og Ameríku. Er hér því
miður ekki rúm fyrir ræðuna, en
ræða Balbos flugmálaráðherra skal
hér birt, eins og Morgunblaðið flyt-
ur hana:
“Eg er þakklátur fyrir þau vin-
gjarnlegu orð, sem hér hafa fallið
i minn garð og minna manna. —
Vona eg að hin stutta viðdvöl okkar
hér muni styrkja sarhband landa
vorra, ítaliu og íslands.
Fram að þessu hefir samband
þessara þjóöa aðeins vefið verslun-
ar- og viðskiftasamband. Vona eg
að hið styrkta samband verði til
þess að þjóðir þessar tengist bönd-
um á hinu andlega og menningarlega
sviði.
Öllum er kunnugur tilgangur
ferðar vorrar.
Fyrir þrem árum fengum vér
skipun um það að flytja hinum
latnesku þjóðum í Suður-Ameriku
kveðju frá hinni ítölsku þjóð.
Nú höfum vér fengið skipun um
að flytja samskonar vinarkveðju til
Norður-Ameríkuþjóða.
Signor Mussolini, hinn ítursnjalli
foringi og höfundur hins nýja
italska skipulags, hefir lagt svo fyr-
ir, aö slíkar boðsendingar væru eigi
fluttar sjóleiðis heldur loftvegu.
Vér lítum svo á, að loftleið sé
besta boðleið menningarþjóða.
í hið fyrra sinn, fyrir þrenx árum,
fylgdum vér hinum sólríku leiðum
Christofers Columbusar er fann
hinn nýja heim.
En nix fylgjum vér köldum leið-
um vors gamla ágæta Caboto.
Ekki veit eg hvort hin sama gæfa
fylgir oss nú sem á hinni fyrri ferð.
En hitt vitum vér, að vér förum
með erindi vort i frííSarins nafni.
Vona eg, að allar þjóðir skilji hinn
góða tilgang vorn, að þar sein flug-
ið er, eru framfaraleiðir, leiöir til
þess að nálægja þjóðirnar, kynna
þær, og styrkja vináttuböndin er
eiga að girða fyrir hinar hræðilegu
styrjaldir.
Það er oss gleðiefni að geta sagt,
að fascisminn hefir sett friðarmálin
efst á stefnuskrá sína.
Mér er ánægja að því, að endúr-
nýja árnaðaróskir mínar til forsæt-
isráðherra íslands. Heill sé kon-
ungi íslands og Danmerkur, heill
hinum íslenzku stiórnarvöldum, heill
hinni íslenzku þjóð.”
Að borðhaldi loknu skemtu gest-
irnir sér um stund viö samræður í
móttökuherbergjum forsætisráð-
herra.
Snema morguns hinn 12. júlí
lagði flugsveitin af stað frá Reykja-
vík, Balbo hafði sagt, að hann ætl-
aði að vera kominn af stað kl. 6 á
miðvikudagsmorgun, og stóð það
heima svo að segja upp á mínútu,
þvi dómkirkjuklukkan sló sex þegar
Balbo var að fljúga vestur yfir
Reykjagík.
Um það leyti, sern Balbo hers-
höfðingi lagði af staö, sendi hann
forsætisráðherra eftirfarandi
kveðjuskeyti:
Ásgeir Ásgeirsson,
forsætisráðherra:
“Um leið og eg kveð ísland, sendi
eg yður enn einu sinni kveðju mina
og þökk fyrir þá miklu velvild, sem
við höfum notið í hinu ógleymanlega
landi yðar.
Balbo hershöfðingi.”
Urn sarna leyti sendi forsætisráð-
herra svohljóðandi skeyti til Balbo:
“Hans hágöfgi Balbo:
I nafni ríkisstjórnar Islands og
íslenzku þjóðarinnar, sendi eg yð-
ur hjartans þakkir fyrir komuna og
stutta dvöl á íslandi og árna yður
og flugflotanum allra heilla á hinni
frækilegu för og góðrar heimkomu.
Ásgeir Ásgeirsson.”
Blaðamalið
Islenzku vikublöðin Lögberg og
Heimskringla hafa hvað eftir annað
skýrt almenningi frá því að vegna
f járhagslegra erfiðleika væri óvíst
hvort þau gætu haldið áfram tilveru
sinni. Þau hafa einnig óskað þess
að fólk birti skoðanir sínar og kæmi
meö tillögur viðvíkjandi framtíð
þeirra.
Einungis tveir menn hafa komið
fram með ákveðnar tillögur; það eru
þeir Ágúst Magnússon og séra K.
K. Ólafson. Þeir leggja það til að
blöðin renni saman í eitt; finst mér
sú tillaga viturleg og vel hugsuð.
Að vísu hafa kornið fram fáein mót-
rnæli gegn henni, en engin rök hafa
þau við að styðjast, enn sem kornið
er.
Eg lagði það til fyrir átta árum
að báðum blööunum yrði steypt
saman i eitt; var það á fjölmennri
samkomu og eftir undirtektuin að
dærna virtust flestir viðstaddir til-
lögunni hlyntir. Eftir því sem fleiri
árin líða sannfærist eg um það bet-
ur og ákveðnar að samsteypa blað-
anna er óhjákvæmileg fyr eða síðar
—og því fyr sem það verður fram-
kvæmt, því betra.
Eg skal nú með fáum orðum
leyfa mér að skýra hvernig eg hugsa
mér þessa samsteypu. Hún yrði í
stuttu máli þannig: Bæöi blöðin
hættu að koma út, en í stað þeirra
yrði stofnað eitt vikublað jafnstórt
og þau eru hvort um sig (átta blað-
síður). Tvær blaðsíðurnar yrðu
notaðar fyrir auglýsingar, tveimur
blaðsíðum yrði algjörlega stjórn-
að af Heimskringuflokknum, tveim-
ur algerlega af Lögbergsflokknum
og tveimur algjörlega af þeim, sem
engum flokki fylgdu. Ritstjórarnir
yrðu auðvitað þrír, sinn frá hverjum
flokki og einn utanflokka. Hver
ritstjórinn heföi full ráð yfir sinni
deild og héldi óhindrað franx stefnu
skoðanabræðra sinna. Þetta væri
svo lítið verk fyrir ritstjórana að
þeir gætu unnið önnur störf en haft
ritstjórnina í hjáverkum fyrir ör-
litla þóknun. Blaðið hefði auðvit-
að ráðsmann sæmilega launaðan,
sem annaðist öll fjármál og alt ann-
að en ritstjórnina.
Mér finst það vera margt, sem
rnæli með þessari tillögu, og skal eg
leyfa mér að benda á fáein atriöi:
1. Kaupendatala þessa sam-
steypublaðs yrði talsvert hærri en
sú, sem hin blöðin nú hafa hvort um
sig, því kaupendur beggja blaðanna
sameinuðust um þetta eina blað.
2. Nýir kaupendur mundu bæt-
ast við auk þeirra, sem nú eru, því
þetta yrði að þriðja parti blað
flokksleysingja, sem nú hafa ekkert
hlað.
3. Þetta yrði fjörugra blað og
fjölbreyttara, þar sem engin sér-
stök stefna yrði einráð og engin titi-
lokuð, heldur heyröust allar stefnur
og stefnuleysur.
4. Kostnaðurinn við útgáfu
þessa blaðs yrði tniklu minni en út-
Eyðir gasi í maganum
og mnýilunum
pað er hægðarleikur að losast við pau
óþægindi, sem gas I garnanurn og inn-
yflunum veldur, með því að nota Nuga-
Tone meðalið, sem einnig læknar hægða-
leysi og hreinsar óholl efni úr líkaman-
um. Læknar nýrnaveiki og blöðrusjúk-
dóma og styrkir öll líffærin og eykur
lifsþrðttinn.
Nuga-Tone er ágætt við lystarleysi,
hægðaleysi, taugaveiklun, svefnleysi á
nóttunni og ýmsu fleiru þvíliku, sem
leiðir af óhollum efnum í ltkamanum.
Ef þú ert ekki eins sierkur og líður ekki
eins vel eins og ætti að véra, þá láttu
Nuga-Tone gefa þér betri heilsu. Nuga-
Tone fæst aistaðar þar sem meðul eru
seld. Hafi lyfsalinn það ekki við hend-
ina, þá láttu hann útvega það frá heild-
söluhúsinu.
gáfukostnaðui' beggja blaðanna til
samans.
Fleira mætti nefna tillögunni til
nxeðmæla, en eg læt þetta nægja að
sinni.
Sig. Júl. Jóhannesson.
Við opna glugga
Eftir Edna Jaqucs
(B. Thorbergson þýddi)
Við opna glugga oft eg bið
og upp til hirnins lít.
Þá nálægð Guðs eg gjörla finn,
og gleði sannrar nýt.
Mér heyrist eins og Hann sé nær,
er hreyfir blómin vorsins blær.
Eg hugsa oft Hann eins sé þar,
sem ávöxt jörðin þer;
að gjarna jafnvel gangi Hann
á götunni’ undan mér,
nxeð forna ilskó fótum á,—
það fótatak ei heyra má.
Eg býst við því, Hann bíði við
þar börnin leika sér,
og horfi enn á hópa fólks
þá helgidagur er.
Hann elskaði, græddi, gladdi lýð,
í Galilea, fyr á tíð.
Því hef eg glugga opna æ,
ef Hann vill líta inn,
er fátækt hverfið fer Hann um
og finni kofann rninn,
Svo ef Hann fær mig aðeins séð,
Hann á mig líti—brosi meö.
Skýstrokkur fer yfir Noreg
Ógurlegur skýstrokkur fór fyrir
skemstu yfir Lövenskiolds Skove í
Nordmarken i Noregi og gerði þar
hinn nxesta usla, því að hann reif
trén upp með rótum og ruddi 100
metra breiða braut þvert i gegn um
skógana, 13V2 kílómeter á lengd.
Segir sagan að ferill hans gegn um
skóginn sé alveg eins og bein gata
í stórborg. Alls er talið að hann
hafi brotið eða rykt upp íneð rótum
100,000 trjám og voru flest þeirra
gömul og há.
Lesb.
—Hvenær datt þér í hug að ger-
ast listamaður?
—Það var þegar eg hafði ekki
efni á því að láta klippa mig.
EMPLOYMENT
OPEN
ALL
SUMMER
. '
PHONE
25 843
25 844
The demand for office help is increasing.
This month (July 1933) 119 applicants
on our files have accepted positions,
mostly permanent. This is our best re-
cord for any month since 1931. The trend
in business is upward and the trend in
employment is for “Success” graduates.
BETTER TEACHERS
Mr. Ferguson’s policy of providing “Better
Teachers” has attracted more than 40,000
students to this College during the past
twenty years. In fact, it is quite impossible
to secure better value in business education
than is available at “ The Success.”
ENROLL NOW
Phone 25 843
PORTAGE AVENUE AT EDMONTON ST.
D. F. FERGUSON — President and Principal
Mánuður af kjörkaupum
á húsgögnum og
öðrum húsbúnaði
Hófst á þriðjudaginn, 1 Ágúál
Þessi sala er grundvölluð á hugsæi ársins 1933 í öllum
skilningi. Til sölu þesarar er stofnað með skýra hliðstöðu af
smekkvísi viðskiftavina vorra. Nú er mest áherzla lögð á
“vöndun í húsbúnaði.”
Þeir, senx kaupa inn fyrir Eaton fara ávalt til markaðar
með kjörorðið “vöruvöndun fyrst,” fyrir augum. Þeir heim-
sóttu húsgagnasýningar í New York, sem og á “Century of
Progress” sýningunni nxiklu í Chicago. Þeirn er því ljóst hvað
bezt á við, «>g létu frægustu húsgagnaverksmiðjur hér í landi
srníða eftir fyrirmyndunum. Er því hér um sjaldgæft úrval að
ræða í allskonar húsgögnunx, gólfdúkum, veggjapappir og
blæjum og þar fram eftir götunum. Þessvegna er óviðjafnan-
lega ánægjulegt að verzla og velja hjá oss á þessari sölu.
EATON