Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 1

Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 1
PHONE Seven 86 311 1 Lines . il/l/Í („,a Uff- V** Service and Satisfaction 46. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 21. SEPT. 1933 <NÚMER 38 Fjallkona íslendingadagsins í Churchbridge, 1 9 júní, 1 933 ásamt hirðmeyjum Fjallkonan: Gerda Christopherson Hirðmeyjar: Sigriður Markússon til hægri, Soffía Þorgeir^son til vinstri Uppskerumagn KIRKJAN Fyrsta lúterska kirkja, sunnudaginn 24. sept. 11 a. m. English Service. Subject: Stoke Poges 7. e. h. Islenzk messa. Efni: Asbyrgi. X Helga Davíðsson látin Á föstudaginn j?ann 15. þ. m. lézt hér í borginni Helga Davidson, 82 ára að aldri. Helga heitin var fædd á Hólum i Reykjadal í Suður-Þing- eyjarsýslu árið 1851. Til þessa lands fluttist hún að heiman, árið 1880; var fyrst numið staðar við Rosseau i Moskoka héraði. Þaðan fluttist Helga ásamt manni sínum og tveim sonum til Austur-Selkirk, en til Wjnnipeg kom f jölskyldan um vor- ið 1886, og hér átti Helga heitin heimili jafnan upp frá því. Maður Helgu var Eiríkur Davíðsson, fyrir löngu látinn. Börn þeirra Davíðson hjóna eru: Sigfús á íslandi Stefán í Selkirk, Hermann, Sigurður og Björg Nicholson, öll búsett hér í borg. Helga heitin Davíðson var hin mesta ágætiskona; kom hún hvarvetna fram til góðs og mátti svo að orði kveða að heimili hennar stæði ávalt opið hverjum, er að garði bar. Jarðarför Helgu heitinnar fór fram frá Fyrstu lútersku kirkju síðastliðinn mánudag, að viðstöddu miklu fjölmenni. Dr. Björn B. Jónsson, prestur Fyrsta lúterska safnaðar, stýrði kveðjuathöfninni í kirkjunni, og jós líkið moldu í Brookside graf- reitnum. Séra Rúnólfur Marteins- son flutti líkræðu í kirkjunni, en Mrs. Lincoln Johnson söng þar jafnframt einsöngslag. Mæt kona hnígin í val Aðfaranótt þess 11. sept. andað- ist að heimili Dr. og Mrs. S. E. Björnson í Árborg, Man., Aðalborg Jónsdóttir Björnsson, eiginkona Ei- ríks Björnssonar; þau hjón bjuggu um langa hrið í Vopnafirði, flutt- ust vestur um haf 1904, og bjuggu lengi í Winnipeg. Hin síðari ár dvöldu þau á heimili sonar sins, Sveins læknis Björnsonar í Árborg. Aðalborg heitin var merkiskona, og ágætum hæfileikum gædd. Hún var blind um allmörg síðari ár. S1. Ó. Eftirmaður Moley’s Frá því var skýrt ekki alls fyrir löngu, að aðstoðar-utanrikisráðgjafi Bandaríkjanna, prófessor Raymond Moley, aldavinur Roosevelts for- seta, hefði látið af embætti sökum ágreinings við ráðgjafa utanríkis- málanna, Cordell Hull. Nú hefir R. Walton, fyrrum neðri málstofu þingmaður frá Virginia, verið skip- aður eftirmaöur Moley’s í utanríkis ráðuneytinu. Launvíg var nýlega framið á landamærum Þýskalands og Austurríkis. Tíu Þjóðverjar úr flokki Nazista sátu þar fyrir austurrískum aðstoðar- lögreglumönnum og skutu einn þeirra til bana. Austurríski sendi- herrann í Berlín fór á íund þýsku stjórnarinnar, til þess að mótmæla víginu. Talið er, að atburður þessi geti haft mikil áhrif á afstöðu er- lendra ríkja til Þýskalands. Hjálparlögreglan þýzka leyát upp Hjálparlögreglan prússneska hefir verið leyst upþ með lögum, sem Göhring hefir birta látið og ganga í gildi 15. þ. m. 1 fregnum, sem birt- ar hafa verið að tilhlutan stjórnar- innar, er skýrt frá því, að aldrei hafi verið til þess ætlast, að hjálp- arlögregla þessi væri nema til bráða- birgða, á meðan svo væri ástatt, að gripa þyrfti til hjálparliðsins vegna byltingarástands, en því væri eigi lengur til að dreifa. Bóndi nokkur í Norquay héraði í Saskatchewan fékk í haust meiri hafra uppskeru en dæmi voru áður til. Nam uppskerumagnið 184 mæl- um af ekrunni. Sambandsþing kvatt til fundar 1 1. Janúar? Símað er frá Ottawa þann 18. þ. m., að miklar likur séu til að sambandsþinginu verði stefnt til funda þann 11. janúar næstkom- andi. Eitt þeirra megin mála, er fullyrða má að þingið hafi til með- ferðar, verður endurskoðun banka- laganna._________________ Selur hlýðir á messu í seinasta heftir “Náttúrufræð- ingsins” er sagt frá því, að einu sinni um haust, þegar mess- að var í Stokkseyrar kirkju og gluggar kirkjunnar hafðir opnir, þá skreiddist selur á land í viki skamt frá kirkjunni og hlustaði hug- fanginn á sálmasönginn, organslátt- inn og klukknahringinguna. Ungmennamótið í Glenboro Að tilhlutan milliþinganefndar þeirrar, er skipuð var til þess að annast ungmennastarf og samtök innan hins lúterska kirkjufélags, þá mættust í Glenboro 2. sept. s. 1. milli 20 og 30 ungir menn og stúlkur til þess að stíga byrjunarskref í áttina að enn meiri samvinnu með hinum yngri lýð okkar safnaða. Þrjú stutt erindi voru lesin, er skýrðu starf ungmennafélaga þar sem þau hafa starfað um lengri tíma; auk þess að skýrt var lauslega frá starfi ung- mannafélaga í öðrum nærliggandi sveitum. Umræður mótsins hneigð- ust að framtíðarstarfi og hugsjón- um er hinir yngri ættu að kynna sér og beita sér fyrir og kom skýrt í ljós löngun til enn ríkari samvinnu með kirkjufélaginu og áhugamálum þess. En til þess að stefnur þær, er væntanlegt Unglinga samband veldi sér, væru bergmál af vilja og áform- um jafnvel hinna fjarlægustu ung- mennafélaga og ætti því ítök í hjarta hvers unglings, þá var valin nefnd 1 til þess að hafa með höndum und- I irbúning allsherjar unglingamóts helst næsta mánuð, þar sem fastir embættismenn og félagsleg bönd yrðu ákveðin, eftir umræður og skýringar hafa fram farið. Átti nefndin að hafa svo undirbúið mál og lög hins tilvonandi ungmenna- sambands að auðvelt og greiðlegt yrði að taka ákvarðanir og staðfesta það er öllum félli í geð. En auk þessa skildi þetta unglingamót verða mentandi og fræðandi. í nefndina var skipað eftir bygðarlögum að nokkru leyti og er einn frá Argyle, einn frá Mountain, tveir frá Winni- peg og einn frá Selkirk. Formaður nefndarinnar var nefndur Kári Bjerring, 550 Banning Street, Wpg. Að kveldi hins sama dags flutti Rev. Theodore S. Rees, prestur við Fyrstu ensku lútersku kirkjuna í Winnipeg fróðlegt og merkilegt er- indi um ungmennastarfsemi eins og hún ætti að vera og gæti verið. Benti hann öllum á hjálparblöð og leið- beiningar er menn gætu veitt sér fyrir örlítið verð, svo ekki þyrftu fundir einstakra ungmennafélága að verða of einhæfir eða þreytandi íyrir vöntun á markmiði og hug- sjónum. Erindið var ágætlega flutt og hafði safnast í kirkjuna fjöldi fólks til þess að njóta fyrirlesarans og þess er hann hafði að flytja. Held eg að öllum hafi fundist að góð byrjun hafi hér verið hafin, og sannfærst um ágæti unglingastarf- seminnar. Sunnudaginn 3. sept. fluttu svo tveir af fulltrúunum ræður við messurnar í kirkjunum. A Brú og Glenboro, talaði Victor Sturlaugs- son, en að Grund og Baldur talaði John Westford. Allir fundu skýrt til einlægni þeirra og einbeittni sem lýsti sér í orðum og framkomu þess- ara manna, og minnast með ánægju þeirrar meðvitundar að yngri kyn- slóðin hugsar um framtíð guðs orðs i jafnframt þeim eldri. Þrjú af ung- mennafélögum bygðarinnar veittu fulltrúum og gestum ágætan kveld- verð í fundarsal Glenboro-kirkjunn- ar á laugardaginn, en næturgisting og annar beini var fulltrúum og gestum veittur af einstökum heim- ilum, er eins og oft áður hafa sýnt risnu sína og myndarskap í því að styrkja og mögulegar gjöra fram- kvæmdir ýmsra okkar velferðar- mála. Samskotin við messurnar þenna sunnudag voru gefin af söfn- uðunum til þess að borga áfallinn kostnað við mótið. Þakkar því nefndin, einstakling- um, félögum og söfnuðum innilega fyrir hjálp þeirra málefni yngra fólksins til styrktar, og er það vissa vor að með móti þessu hafi verið leyst úr læðingi það afl og sá and- Fréttir frá Betel Fyrsta af öllu vil eg leiðrétta, eða auka við frásögn mína um heimsókn kvenfélags Geysissafnað- ar, er fór hér fram þ. 19. ágúst. Fregnin var í Lögbergi þ. 7. sept. Er þar ekki getið um Mrs. Ingi- björgu Ólafsson, konu séra Sigurð- ar Ólafssonar í Árborg, en hún var með í förinni og flutti stutta ræðu við það tækifæri. Mrs. Ólafsson átti heima i Geysisbygð þegar hún var að alast upp, foreldrar hennar, Jón heitinn Pétursson og Steinunn kona hans Jónsdóttir, merkishjón, bjuggu þar um nokkurra ára skeið, en fluttust síðan suður í grend við Gimli og bjuggu þar lengi. Mrs. Ólafsson er gáfuð kona, vel mentuð og prýðilega máli farin. Mesta á- gætiskona. Flutti hún fallega tölu við þetta tækifæri, eins og henni er lagið. Skilur fréttaritari yðar naumast í því, að hann skyldi gleyma þessu atriði, er hann skrifaði um heimsóknina, eftir minni, auðvitað, og þegar nokkuð var umliðið. Er hér beðið velvirðingar á þessari fréttaritara-yfirsjón, og um leið gerð tilraun að laga misfellurnar og þar með úr þeim að bæta.— Enn eina kvenfélagsheimsókn hefir Betel fengið nú fyrir skemstu. Þá var það kvenfélag Bræðrasaín- aðar í Riverton. Þær góðu konur komu þ. 8. sept., stór hópur af kon- um á öllum aldri og nokkur hópur ökusveina þar með. Formaður þessa kvenfélags er nú Mrs. Jó- hanna Hallson á Bjarkarvöllum við Islendingafljót, kona Halls bónda Hallsonar, er þar býr. Er hún dótt- ir Hálfdánar Sigmundssonar, er lengi bjó á Bjarkarvöllum og marg- ir kannast við. Kom hann vestur á fyrstu landnámstíð. Hefir oft set- ið á kirkjuþingum fyrir Bræðra- söfnuð og var um langt skeið þar í embættum og einn af mestu dugn- aðarmönnum safnaðarins. Hann er nú maður talsvert yfir áttrætt, fylg- ir fötum alloftast, en heldur kyrru fyrir að mestu.—Kona hans, Sol- veig Árnadóttir, valkvendi, andað- ist fyrir rúmum sjö árum.— Veitingar af öllu mögulegu tægi höfðu konur þessar með sér og fyltu með þeim borðin eins og frekast var þörf. Enginn skortur sjáanlegur. Engin merki “kreppunnar ’’ svo- nefndu, í þeim útlátum. Þegar veitingum var lokið var komið saman i fundarsal stofnunar- innar. Var byrjað með því, að sunginn var sálmur og séra Jóhann Bjarnason las biblíukafla og flutti bæn, er endaði með því að allir lásu sameiginlega hina drottinlegu bæn. Fór þá fram söngur með stuttum tölum á milli. Við hljóðfærið var Miss Helga Ólafson frá Riverton. Var sungið vel og af talsverðri list. Nægir söngkraftar í Riverton. Raunar vantaði flesta mestu söng- mennina þaðan, en bæði Betel fólk og aðrir bættu það upp, svo vel var sungið. Hefði þó sjálfsagt mun betur orðið, ef Riverton sönggarp- ans máttur, er æska vor á yfir að ráða, og kirkja Guðs þarfnast. Fyrir hönd nefndarinnar, Egill H. Fáfnis. arnir mestu hefðu verið þarna með til að fylla hópinn. Fyrstu töluna flutti séra Jóhann, þar sem hann mintist dugnaðar og góðrar starfsemi kvenfélags Bræðra safnaðar, ekki sízt á þeim árum þeg- ar kirkja safnaðarins var stækkuð og gerð upp pað nvju. Kostaði það mikið fé og mikla fyrirhöfn. Mint- ist hann þá um leið hins kvenfélags ins í Riverton, kvenfélagsins “Djörfung,” er starfað hefði með sama móti eða svipuðu, og áður er búið á þessu sumri að koma í heim- sókn til Betel.— Mrs. Hinriksson, fyrrum for- stöðukona á Betel, mintist fyrri heimsókna kvenfélags Bræðrasafn- aðar og bar fram þakkir fyrir liðn- ar ánægjustundir er félagið hefði veitt sér og öðrum með fyrri heim- sóknum sínum. í því sambandi mintist hún einnig á félagið “Djörf- ung,” er starfar hlið við hlið þess- ara systra og hefir það fyrirkomulag verið svo árum skiftir og farið vel. Til þess að flytja þakklætistölu fyrir Betel tilnefndi forstöðukonan, Miss Inga Johnson, Mrs. GuSrúnu Goodman, sem er, eins og getið hef- ir verið um áður, blind kona í hópi vistmanna á Betel, og átti áður heima í Riverton. Hafði hún flutt þakkir fyrir heimilið þegar hitt kvenfélagið kom frá Riverton og gerði hún það aftur nú. Fórst henni það vel sem hið fyrra sinn. Guðrún er kona ágætlega greind, trúkona mikil, skáldmælt og vel máli farin.— Orð var á því haft, að í hóp þenn- an vantaði nú Sigurbjörn Sigurð- son, er lengi var formaður Bræðra- safnaðar, og var með i förinni í fyrra, þá er þetta kvenfélag kom í heimsókn tjl Betel. Flutti hann við það tækifæri ágæta ræðu, er átt hefði að komast á prent, en kom ekki. Sigurbjörn er og ágætlega að sér í sönglegri ment, sjálfur söng- maður góður og hefir oft haft for- ystu söngflokka eða lúðrasveita á hendi. Er hann því einn af hin- um sjálfsögðustu mönnum að vera, þar sem mannfögnuður er fram að fara. Var því vikið að Kristbjörgu konu hans, er var þarna í förinni, að hún skyldi sjá svo um, ef unt væri, að bóndi hennar yrði með í næstu heimsóknarför til Betel.— Þetta var vitanlega eina aðfinn- ingin, og enginn ásakaður. Allir i bezta skapi. Söngurinn fjörugur og samtal með glaðværð. Heim- sóknin í alla staði mjög góð og á- nægjuleg.— Þá er enn aðra heimsókn urn að geta. í þetta sinn er það þó ekki heimsókn nokkurs sérstaks félags, heldur koma tveggja mikilsháttar manna. Dr. B. J. Brandson, for- maður Betelnefndar, kemur þar vit- anlega oft, og er æfinlega kærkom- inn. En í það sinn er hann kom nú nýlega, var hann það með sérstöku móti. Hann hafði sem sé með sér dr. Björn B. Jónsson, sem nýkom- inn er úr för til Islands. Sagði hann gamla fólkinu fréttir frá Islandi. lýsti hann vel og greinilega hinum afarmiklu framförum, er hafa orð- ið á öllum sviðum á ættjörðinni gömlu. í sambandi við það spurði gamla fólkið margra spurninga og Framh. á bls. 8 5 Awakening By Helen Swinburne I dug my grave, and there I lay and wept, Dreaming by night, and sorrowful by day. I knew not it was foolish when I crept Into the ground amongst the shadows grey, And there I slept—and woke again—and slept. I knew that flowers were blooming overhead And I must lie within the gloom below Dreaming of life—yet unto others dead, List’ning to footsteps passing to and fro, Longing for warmth within my lowly bed. And far above, I saw the open sky, A tiny patch of soft ethereal blue By day; and then I watched, when night drew nigh, A lonely star—an evening bat that flew Above, with darkened wings, and passed me by. Working with fingers that were numb and cold, One day I groped amongst the crumbling earth, What could I hope to find within the mould? For me there was no treasure, nothing worth Such tardy labor—naught that it could hold. Despairing, yet I forced the earth aside, Straining with rapid movement, and at length I found a branching root, with faith I tried To shake it free, to hold it, prove its strength, “It bears the test, ’’ I rapturously cried. Thus by the root I climbed until, alone, I stood amongst the grass and flowers once more, Feeling their fragrance, and each varying tone A thousand times more subtly than before, Happy to find my days of darkness flown. I heard the sounds that once I used to hear, \ oices of those I loved, and through the grass Their welcome steps. I felt that God was near In radiant beauty, knew that He would pass, Bidding me wake to all that I held dear. ATHS.—Kvæði þetta birtist í blaðinu Calgary Daily Herald þann 30. ágúst síðastliðinn, og er höf- undur þess Helen Swinburne (Mrs. Ralph Llody), dóttir prófessor Sveinbjörns heitins Sveinbjörnsson- ar tónskálds og frú Sveinbjörnsson. Helen hefir ort fjölda kvæða í seinni tíð, er birt hafa ver- ið i ýmsum blöðum hér vestanlands. Heimili henn- ar er í grend við Midnapore í Albertafylki, eitthvað um þrjátíu mílur frá Calgaryborg. —Ritstj.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.