Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 2

Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 2
tils. 2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1933 Silfur-brúðkaup Guðmundar og Unu Jakobsson í Framncs-bygð AÖ kvöldi laugardagsins 2. sept. s. 1. fjölmenti fólk í samkomuhúsi Framnesbygðar til þess aÖ sam- fagna Mr. og Mrs. Guðm. Jakobs- son á 25 ára giftingarafmæli þeirra. Var fólk hér víða aðkomið; nán- ustu ástvinir og tengdafólk; ásamt fornvinum bæði frá Winnipeg, Gimli, Riverton, Árborg, úr Geysis- bygð, ásamt f jölmenni úr Framnes- bygð og einnig nokkrir úr Viðir- bygð; var gleðibragur og fagnaðar ráðandi, er fólk um hríð gleymdi kreppu yfirstandandi tíma í því að samfagna hjónunum og mannvæn- legum börnum þeirra, tíu að tölu, ásamt tengdaforeldrum Mr. Jakob- sons og fjölmennum ástvinahópi samansöfnuðum þar. Athöfnin hófst með því að spilað- ur var brúðar-“march”, lék Mrs. S. A. SigurSsson frá Árborg á hljóð- færið; sóknarpresturinn bað fólk þvinæst að syngja sálm 313; flutti hann þá stutta bæn, mælti nokkrum ávarpsorðum; söng fólk þá “Hvað er svo glatt, sem góða vina fundur” o. s. frv. Einn ar bændum bygðar- innar S. S. Johnson ávarpaði þá silfurbrúðhjónin vel völdum orðum og afhenti þeim gjafir frá börnum þeirra og bygðarfólki og ástvinum. Gjafirnar voru: sófi, silfurdiskur, með $25.00 í silfri og silfur-borð- búnaður; mun hið síðastnefnda hafa veriS frá börnum þeirra hjóna. Að þessu loknu söng fólk sameig- inlega “Fósturlandsins Freyja.” Þá tók Jón bóndi Pálsson á Geysir til máls, og mælti fyrir minni brúðar- innar, dvaldi hann við endurminn- ingar frá bernskuárum og viðkynn- ingu við brúðurina er þau voru skólafélagar í Geysisskóla. Næst tók til máls Gunnl. Hólm, bóndi í 'Víðir- bygð, beindi hann máli sinu aðallega að kynningu við Mr. Jakobsson, og fór viðeigandi orðum um stórt starf hans og sigrandi baráttu við skóg- inn, er hann hefði að velli lagt og hagkvæmi hans í búnaðarstörfum. Mrs. R. Johnson ávarpaði heið- ursgestina viðeigandi orðum og vék í ávarpi sínu að fyrstu kynningu, er hún hafði af þeim. Snæbjörn bóndi Johnson flutti þvínæst ljúf orð í garð heiðursgesta; dvaldi hann í þessu síðara ávarpi sínu við ýms æfintýri og endurminningabrot af kynningu við brúðgumann frá fyrri árum, fór hann og nokkrum orðum um baráttu og sigur samferða- manna sinna á vötnum úti og í veg- leysum fyrri tíma. Var því næst sungið “Táp og fjör og frískir menn,” o. s. frv. Er húr var kom- ið, flutti Bergur bóndi Hornfjörð kvæði, hlýtt og viðeigandi, til heið- ursgestanna. Sóknarpresturinn mintust fegurðar og farsældar hér- aðsins með örfáum orðum og innti að því, að starf bænda og akuryrkju- manna væri í sérstakri merkingu samstarf með Guði, og honum til dýrðar. Gestur bóndi Oddleifsson í Haga, faðir brúðarinnar bar fram þakk- lætisorð fyrir hönd þeirra, barna þeirra og ástvina, kvað hann stund- ina ánægjulega og ógleymanlegan sólskinsblett í endurminningum þeirra allra. Milli hinna ýmsu ávarpa spiluðu þau nokkrum sinnum með listræni, sem þeim er eðlileg, systkinin Jó- hannes Pálsson, fiðluleikari og Lilja Pálsson á píanó. Einnig var sam- spilað á píanó af Lilju Pálsson og Baldri Guttormssyni. Ýmsir söngv- ar voru sungnir af viðstöddum, sam- eiginlega. Fór samsætið vel fram og gladdi þá, hlut sem áttu að máli. Guðmundur bóndi og Una kona hans, eru enn að kalla má í blóma lífs síns, þótt tekin séu þau að þreytast. Þau eiga tíu mannvænleg börn, sum uppkomin, nokkur á ung- þroska aldri, en eitt í bernsku. Ljúf og almenn þátttaka i samsætinu gerði það ánægjulegt, munu þau Jakob bóndi Björnsson og Mrs. Johnson hafa átt forustu í undir- búningi þess. — í samsætinu voru lesin skeyti og kveðjur frá fjarlæg- um vinum og fjarverandi bygðar- fólki, er orsaka vegna, gat ekki við- statt verið. ar veitingar, er bygðarkonur fram- reiddu af rausn, að íslenzkri venju. Átti fólk svo samtals- og kynning- arstund, en eins og þar stendur: “Margs er að minnast þegar mál- kunnugir finnast.”— Sigurður Ölafsson Mr. og Mrs. Guðmundur Jakobsson, á silfurbrúðkaupi þeirra 2. seþt. '33 Að koma saman kætir lund, með kærum bygðar grönnum, og heiðurshjónum helga stund þó hér sé starf i önnum. Þau aldarf jórðungs eiga sess, við unnum reiknings gátu og munum síðar minnast þess, að með þeim veizlu sátu. Að líta yfir liðinn dag, er lífsins gamla saga, á ýmsu valt um efnahaf; en ætíð þurfti að laga. Þéim allar þrautir unnust brátt, með orku vilja og handa, og merkið þeirra mænir hátt sem minning hraustra landa. Þið störfin drifuð dugnað með, og daglega þið sýndu, að “Áfram’ ’ var við ykkar geð, þeim orðsins mátt ei týndu. Og börnin sýna sannleik þann, að sjálfstæð vilja feta: Það heilann gjörir hvern einn mann, er heimilið vill meta. Þó tímans úfin oft sé dröfn, hún ykkur mun ei granda, þið munuð komast heil í höfn, sem hetjur brautryðjanda. Þá æfi hallar-andi blítt, frá ódauðleikans lundi, þá hverfur alt sem hér var grýtt, þér heill sé Una og Mundi! B. J. Hornfjöð. ÞAKKARORÐ Öllum þeim vinum, nágrönnum og vandamönnum, sem heiðruðu okkur með gjöfum og samfagnaði í silfurbrúðkaupi okkar og glöddu okkur með mörgum kærleiksmerkj- um, vottum við alúðarfylsta þakk læti. Una Jakobsson, Guðmundur Jakobsson. Árborg, Man. skemdir hafa ekki orðið svo teljandi sé. Heyhlaðan mikla var hætt kom- in og störfuðu menn alla nóttina við það að bera sig á hana og tókst á þann hátt að bjarga henni og skemist hún ekki neitt. Ásgarði í Grímsnesi. Á Syðri-Brú fauk stór heyhlaða (um 6co hesta), sem var i smíðum Var komið þak á hana en þiljur ekki. Stormurinn fleygði þakinu af henni og yfir bæinn og út fyrir tún og lá það þar brotið og skemt. Um leið og þakið tókst á loft, sleit það símalínurnar til Þingvalla og Vill- ingavatns, því að þær lágu yfir hlöð- una. I hlöðunni voru 2-300 hestar af heyi, en stormurinn náði ekki að feykja þvi. Hér í Ásgarði fauk þak af lítilli hlöðu (um 400 hesta), sem Sigurð- ur Ólafsson átti. Þak fauk af hlöðu sem var smíðum í Mýrarkoti, en í hvorugri þessari hlöðu var hey svo hátt að stormurinn næði að feykja því. Um heyfok var yfirleitt ekki að ræða hér um slóðir, því að ekki var annað úti af heyi en það sem var blautt í ljá. Það er talið að veður þetta hafi verið nær þvf jafn mikið og mikla Landsspítalinn Stórviðri á sunnudags- nótt veldur miklu tjóni viðsvegar í nær- sýslum. Þók fjúka af húsum og heyslcaðar urðu víða. Mbl. 29. ágúst. Á sunnudagsnótt gerði aftaka- veður hér sunnan og vestanlands. Skall það á um miðnætti og stóð fram undir morgun. Fylgdi því dynjandi rigning. Víða olli veður þetta tjóni, feykti heyjum og þökum af húsum. Morgunblaðið átti tal við ýmsar símastöðvar í gær og spurði frétta um tjón af ofviðrinu. Fer hér á eftir hið helsta, sem fréttist. Garðsauka. Ýmsar skemdir urðu hér í grend af ofviðrinu, sem er hið mesta er menn muna á þessum tíma árs. Fjárhús og hlaða fauk í Dufþaks- holti. Þak fauk af hlöðu í Vindási, og þak af hlöðu á Móeiðarhvoli. Viða urðu miklir skaðar á heyj- um. Hefir til dæmis frést, að fok- ið hafi 70 hesta lön á Oddhól, og 40 hestar af heyi á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Öll tjöld brúargerðarmanna hjá Dimon fuku og alt sem í þeim vaf fór út í veður og vind. Fundust föt verkamanna og brot úr rúmum þeirra uppi á háfjallinu. En af tjöldunum hjá brúnni fuku ekki nema tvö, enda voru þar fleiri menn til að gæta tjaldanna, og ekki jafn miklir svipvindar þar eins og hjá Dimon. Miðey, Landeyjum. Hér um slóðir varð ekki tjón af veðrinu svo vitað sé, og ekki heldur undir Eyjafjöllum. Allir verkfærir menn voru á ferli alla nóttina til að bjarga heyjum og tókst það svo að ekki fauk af þeim svo teljandi sé. ölfusárbrú. Hér fauk algerlega hálft þakið af Loks fóru fram ágæt-j gistihúsinu Tryggvaskála, en aðrar veðrið, sem kom í nóvember og olli mestum skemdum hér i Grímsnes- inu. Borgarnesi. Hér fauk talsvert af heyjum, bæði í Borgarnesi og Einarsnesi, en um meiri heyskaða hefir ekki spurst. Þak fauk af viðbótarbyggingu, sem var í smíðum, og þeytti stormurinn því út fyrir kletta og út í sjó. Nokkrir skúrar fuku líka. Bát tók upp í Rauðanesi, og brotnaði hann talsvert. Hjá Svignaskarði fauk lítil refa- girðing, sem Guðmundur bóndi Daníelsson átti. Refirnir, 7 hjón, sluppu út, en munu flestir hafa náðst aftur eftir mikinn eltingaleik. Þá fauk og danspallur hjá Hreða- vatni. Þjórsárbrú. Hér um kring urðu víða töluxerð- ar skemdir af ofviðrinu. Fjárhús fauk og hlaða að Sand- hólaferju, en lítið mistist af heyi. Að Efri-Gróf í Flóa fauk þak af baðstofu. Einnig fauk þak af bað- stofu á Langsstöðum í Hraungerð- ishreppi. Skemma fauk í Vælugerðiskoti. Var þar geymd matvara og skemdist hún mikið af regni um nóttina. Fjós fauk á Syðri-Rauðalæk. Hlaða fauk { Meiri-Tungu. Víða fuku auk þess þakplötur af húsum. Vagn fauk í Þykkvabænum og brotnaði í mél. Víða fauk meira og minna af heyjum, sem komin voru í garð, en voru óþakin. Morgunblaðið átti tal við vega- málastjóra í gær, og sagði hann svo frá, að víða hefði tjöld vegagerðar- manna fallið niður eða fokið. Mest varð tjónið hjá Dimon. Þar svifti veðrið tjöldum verkamanna við Markarfljótsbrúna í háa loft. Fuku þar öll tjöldin eða hér um bil öll. Tjöld vegagerðarmanna hjá Álfta- vatni á Grímsnesi, þeirra, sem eru að vinna við Sogsveginn, féllu nið- ur. Tjöld vegagerðarmanna hjá Kol- viðarhóli sviftust upp. Eins fuku eða féllu niður tjöld vegagerðarmanna austur undir Eyjafjöllum. Bardagar í Mongólíu. Fréttaritari Manchester Guar- dian í Peking símar blaði sínu snemma í þessum mánuði, að her- lið frá Mansjúríu (Mansjúkóher- lið) hafi með aðstoð Mongólíu- manna hernumið Dolonnor í Char- har, Mongólíu og sæki áfram í áttina til borgarinnar Kuyan. Kínverskt herlið, sem lið þetta hafi barist við sé á undanhaldi. — Kínversku stjórnarvöldin, segir fréttaritarinn, hafa leitt athygli Japana að vopnahléinu, sem átti að leiða til lykta bardagana í Norður- Kína og ennfremur, að Feng-Yu- hisang sé nú ekki lengur við að eiga, Japanar höfðu borið það á hann, að hann væri á launum ráð- stjórnarinnar rússnesku, en Jap- anar réttlættu innrás sína í Mon- gólíu með framkomu hans. Feng kvað nú hafa tekið sér aðsetur í musteri einu. Nýlega kom út skýrsla um Lands- spítalann frá því hann hóf starf- semi sína í árslok 1930 og til árs loka 1932. Margskonar fróðleikur er í skýrslu þessari og skal hér drep- ið á nokkur atriði. Landspitalinn tók til starfa 20 des. 1930, þá komu fyrstu sjúkling- arnir á spítalann. Stjórn spítalans var skipuð yfirlæknunum og ráðs- manni; yfirlæknir G. Claessen var formaður hennar þangað til 1. nóv. 1931, að Vilmundur Jónsson land- læknir var skipaður í stjórnina og gerðist formaður hennar, sem full- trúi ríkisstjórnarinnar. Um miðjan aprílmánuð 1931 voru sjúklingarnir orðnir 92, öll hin áætl- uðu sjúkrarúin fullsetin, og í lok aprílmánaðar voru sjúklingarnir orðnir 100, þá farið að bæta viö rúmumi og þrengja á stofunum. Síð- an hefir sjúklingatalan enn aukist og eins eftirspurn eftir sjúkrarúm- um, svo oft hafa sjúklingar orðið að bíða eftir spítalavist. Þvottahús spítalans hefir verið rekið sem sérstök stofnun, enda er þar þveginn þvottur víðar að en frá Landsspitalanum. Landsspítalinn starfar í fjórum aðaldeildum: Lyf læknisdeild og handlæknisdeild, fæðingadeild og Röntgendeild. Yfirlæknir í lyflækn- isdeild er Jón Hjaltalín Sigurðsson prófessor og aðstoðarlæknir Björn Gunnlaugsson. Fyrsti sjúkl. var lagður á þessa deild 21. des. 1930. Til ársloka 1930 komu á deildina 10 sjúkl., 7 konur og 3 karlar. Fyrir árslok var einn sjúkl. farinn albata og einn dá- inn. Árið 1931 komu alls á deildina 112 karlar, 141 kona og 31 barn undir 15 ára, samtals 284. Á árinu dóu á deildinni 14 karlar, 10 konur og 2 börn. Af deildinni fóru 87 karlar, m konur og 20 börn, alls 218 sjúklingar. Árið 1932 komu á deildina 115 karlar (þar af 11 drengir) og 130 konur (þar af 14 telpur). Á árinu dóu 17 karlar og 9 konur. Af deild- inni fóru 89 karlar og 123 konur, og fóru sumir þessara sjúklinga á aðrar deildir spítalans eða önnur sjúkrahús. í handlækningadeild er Guðm. Thoroddsen prófessor yfirlæknir og aðstoðarlæknir Kristinn Björnsson. Fyrsti sjúklingurinn kom á deild- ina 20. des. 1930; en enginn fór af deildinni á því ári. Á árinu 1931 komu á deildina alls 479 sjúklingar að meðtöldum þeim, sem komu i árslok 1930. Af deild- inni fóru á árinu 410 sjúkl., 24 dóu, en 45 voru eftir við áramót. Guðmundur Guðfinnsson augn- læknir og Ólafur Þorsteinsson háls- nef- og eyrnarlæknir framkvæma sérfræðisaðgerðir á handlæknis- deildinni, hver í sinni sérgrein. Á árinu 1932 komu alls 571 sjúkl- mgur á deildina, 518 fóru á árinu og 43 dóu. Á skurðstofu voru skráðar alls á árinu 447 aðgerðir. Fæðingardeildin er undir yfirstjórn Guðm. Thoroddsen, en yfirljósmóð- ir er Jóhanna Friðriksdóttir. Árið 1931 komu 254 konur á deildina, en 12 þeirra fóru án þess að fæða. Fæðingar voru alls 244. Um áramót voru eftir 6 konur, 3 dóu á árinu. Árið 1932 komu á deildina 341 cona, 333 fóru á árinu, 2 dóu og 12 voru eftir um áramót. Alls fæddust á árinu 326 börn. Yfirlæknir Röntgendeildar er dr. med. Gunnlaugur Claessen og að- stoðarlæknir Sveinn Gunnarsson. Fyrstu sjúklingarnir voru skoð- aðir í deildinni 17. janúar 1931 og ækningar byrjuðu nokkrum dögum síðar. Á árinu 1931 fóru alls fram 1774 röntgenskoðanir á 1575 sjúkl. Af lessum sjúklingum voru 346 á Landssppítalanum og 1229 utan spí- talans. Árið 1932 varð mikil aukning á starfinu. Á því ári fóru alls fram 2274 skoðanir ; 1854 sjúkl., þar af 401 á Landspítalanum og 1453 utan hans. í byrjun októbermánaðar 1930 fluttu nemendur Ljósmæðraskólans í spítalann, og þar hófst þá bók- leg kensla þeirra, en verkleg kensla í spítalanum ekki fyr en eftir ára- mót, þegar fæðandi konur fóru að koma á spítalann. Kennari skólans varí eins og undanfarin ár, Guðm. Björnsson landlæknir, en hann veikt- ist í janúarmánuði og lét þá af kenslu, en við tók Guðm. Thorodd- sen prófessor. Námstíminn var 9 mánuðir fyrra árið, en eitt ár síðara árið. 11 ljósmæður luku próf i hvert árið. Þegar Landspítalinn tók til starfa, voru teknir 4 hjúkrunarnemar, en þeim fjölgaði brátt og vorið 1931 voru þeir orðnir 12, og í ársbyrjun 1932 voru 13 hjúkrunarnemar í spítalanum. Verklega hjúkrun kendi Kristin Thoroddsen yfirhjúkrunar- kona spítalans. \ aprílmán. 1932 var Níels Dungal prófessor ráðinn til þess að veita líkskoðunarstofu Landspítalans for- stöðu. Eftir það voru flestir, sem dóu á spítalanum krufðir. Alls voru krufin 31 lik árið 1932. Við líkskoðun kom í ljós, að krabbamein hefir verið aðalbana- mein 3. hvers sjúkl., sem dóu á spít- alanum á þessum tíma. Sullir fund- ust í 5, en aðeins í gömlu fólki. Menjar um berklaveiki fundust í ió hinna látnu. Sjúklingar á Landsppítalann eru aðeins teknir samkvæmt skriflegri beiðni læknis, nema um slys sé að ræða. Daggjöld sjúklinga á sambýlis- stofum eru 6 kr. fyrir fullorðna og 4 kr. fyrir börn, yngri en 12 ára. Á- einbýlisstofum er daggjaldið 12 kr. Útlendingar, að dönskum þegnum undanskildum, greiða tvöfalt gjald. Skurðstofugjald er kr. 15, 30 og 50 eftir aðgerðum. Fæðingastofugjald er 15 kr. Aukagjöld eru engin. Starfsmannafjöldi spítalans var árið sem leið 63 þegar fæst var og 74 er flest var. Aðaltekjur spítal- ans eru daggjöld sjúkl. og námu þau árið sem leið um 247 þús. kr_ Hæstur gjaldliður er laun til starfs- manna, sem námu rúmlega 124 þús. kr. Reksturshalli spitalans var sem hér segir: Greiðsluhalli kr. 14,984.12 og fyrning kr. 40,315.96 samtals kr. 55,300,08. Ráðsmaður spítalans er Guð- mundur Gestsson. Dagur 24. ág. Skyldmenni Scheidemanns sem send voru í fangabúðir þ- 14. júlí vegna blaðagreina þeirra, sem Scheidemann frv. kanslari skrifaði í erlend blöð, voru látin laus þ. 15. ágúst.—Hinsvegar var dr. Wilhelm Janeneucke, tengda- sonur Eberts, 1. forseta þýska lýðveldisins, handtekinn 11. ágúst, samkvæmt fregn frá Reuter, og voru þá allir karlmenn Ebert- ættarinnar komnir í fangabúðir. Rús&neskur blaðamaður, fréttaritari blaðsins Pravda, var nýlega handtekinn í Berlín. Var hann fluttur á aðalstöð leynilög- reglunnar ogi yfirheyrður í 3 stundir samfleytt. Maður þessi, Chernyak, varð að láta af hendi nokkuð af skjölum sínum, en var því næst látinn laus.—Sendi- herra Rússa í Berlín 'hefir mót- mælt meðferðinni á blaðamann- inum og Pravda fór óvægilegum orðum um Þjóðverja fyrir tiltæk- ið. Pólsku flugmennirnir, Benjamin og Joseph Adamoviks, en þeir eru bræður, lögðu á stað stað í Atlantsflug snemma í ágúst, en þeir urðu að nauð- lenda skamt frá Harbour Grace, Newfoundland. Skemdist flugvél þeirra talsvert. Þeir bræður hafa tilkynt, að þeir ætli að !gera aðra tilraun fyrir lok septembermán. Þeir ætla sér að fljúga frá New Ýork um Newfoundland til Varsjá. (F.B.) INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS Amaranth, Man B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota Árborg, Man Árnes, Man Baldur, Man Bantry, N. Dakota Bellingham, Wash Belmont, Man Blaine, Wash Bredenbury, Sask Brown, Man J. S. Gillis : Cavalier, N. Dak*ta Churchbridge, Sask Cypress River, Man Dafoe, Sask J. Stefánsson Edinburg, N. Dakota.... Elfros, Sask ... Goodmundson, Mrs. J. H. GarSar, N. Dakota Gerald, Sask Geysir, Man Gimli, Man Glenboro, Man Hallson, N. Dakota J- J. Myres Hecla, Man Hensel, N. Dakota Hnausa, Man Hove, Man A. T. Skagfeld Húsavík, Man Ivanhoe, Minn. Kandahar, Sask J. Stefánsson Langruth, Man Leslie, Sask Lundar, Man Markerville, Alta Minneota, Minn Mountain, N. Dakota... Mozart, Sask Narrows, Man .. Oak Point, Man Oakview, Man Otto, Man Pembina, N. Dakota.... Point Roberts, Wash Red Deer, Alta Reykjavik, Man Riverton, Man Seattle, Wash Selkirk, Man Siglunes, Man Silver Bay, Man Svold, N. Dakota Swan River, Man Tantallon, Sask ! Upham, N. Dakota Vancouver, B.C Víðir, Man Vogar, Man Westbourne, Man Winnipeg Beach, Man... Winnipegosis, Man Wynyard, Sask i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.