Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 8
Bls. 8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1933 ---■— Ur bœnum og grendinni G. T. spil og dans á hverjum þriðju- og laugardegi í I.O.G.T. húsinu, Sargent Ave. Byrjar stund- vislega kl. 8.30 að kvöldinu. $16.00 og $20.00 í verðlaun. Gowler’s Or- chestra. Hinn 14. sept. 1933 voru gefin saman í hjónaband þau ungfrú Sig urveig M. K. Christopherson og Christian Helgason bæði til heim ilis í Argylebygð. Brúðurin er dótt- ir Bjargar Christopherson, ekkju Hernits Christopherson er var einn af frumbyggjum Argylebygðar, en brúðguminn er sonur Jónasar Helgasonar og Sigriðar konu hans er hafa búið í Argyle frá fyrstu tið. Giftingin fór fram á heimili sókn- arprestsins. Að henni lokinni tóku ungu hjónin sér bílferð til ýmsra staða í Manitoba og víðar. Fram- tiðarheimili þeirra verður að heimili brúðgumans í Argylebygð. Á mánudagsmorguninn s. 1. sept. n„ andaðist á heimili sonar síns, Sig. A. Anderson í Baldur, ekkjan Sesselia Anderson, eftir langvarandi vanheilsu. Hún misti mann sinn, Andrés Andrésson fyrir rúmum 5 árum og síðan hefir hún dvalið hjá sonum sínum í Glenboro og Bald- ur. Hún kom til þessa lands fyrir 57 árum síðan og hefir dvalið hér í bygð mest af þeim tíma. Hana lifa tveir synir, Eiríkur og Sigurður bú- andi í Baldur Man. og tveir stjúp- synir, Páll og Snæbjörn búandi í Glenboro Man. Jarðarförin fór fram hinn 12. sept. s. 1. frá heimili sonar hennar í Baldur og Grundar- kirkju að viðstöddu fjölda ættingja og vina. Kveðið við raust 4. ágúst 1932 Ekkert fár né ama finn, ýms voru sár þó fengin; sjötíu ára aldur minn er nú klár og genginn. /. K. Jónasson. Hr. Ásmundur P. Jóhannsson 910 Palmerston Ave., kom heim siðast- liðinn laugardag, eftir rúma viku dvöl á Chicago-sýningunni. EXTRA!! Fatnaðir, Kjólar, Yfirhafnir hreinsaðir og' pressaðir 60c Sótt og flutt heim Smá-aðgerðir ókeypis Sími 42 368 FORT ROUGE GLEANERS Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Miss Anna Bjarnason, hjúkrun- arkona frá New York, dóttir Mr. og Mrs. Halldór Bjarnason, hér í borginni, er dvalið hafði hjá for- eldrunr sínum eitthvað um mánaðar- tima, lagði af stað suður aftur þann 11. þ. m. Gefin voru saman í hjónaband í Toronto þann 12. þ. m. pró- fessor Helgi Johnson við Ruth- gar State University, New Jer- sey, og Helen Mary Hunter, það- an úr borginni. BrúSguminn er son- ur Mr. og Mrs. Gísli Johnson, að 906 Banning Street, hér í borg. Móðir brúðgumans var viðstödd við hjónavísgluna og kom heim aftur á fimtudaginn í vikunni sem leið. Messugjörð flytur Mr. G. P. Johnson á eftirfylgjandi stöðum í Vatnabygðum sunnudaginn 24. september kl. 11 f. h. í Kristnes skólahúsinu kl. 2 e. h. í Hallgríms- safnaðar húsinu í Hólabygðinni, svo kl. 8 að kvöldinu í Enfield skólahús- inu. Sunnudagínn 24. sept. messar Séra Haraldur Sigmar í Brown, Man., kl. 2 e. h., og í Vídalínskirkju kl. 8. Oliver F. Björnson, sonur Mr. og Mrs. O. Björnson, 17 Evanson St., lauk Elementary píanó prófi við Toronto Conservatory of Music, með ágætum vitnisburði, 88 stigum. Stundaði hann nám hjá Ragnari H. Ragnar. Mr. Gunnlaugur Hólm frá Víðir, Man., var staddur í borginni í fyrri viku. Mrs. Sæunn Jónasson frá Steep Rock, dvelur í borginni um þessar mundir. Dr. A. V. Johnson, tannlæknir, verður að hitta í Telephone-bygg- ingunni á Gimli á laugardaginn þann 23. þ. m. Verður hann þar til við- tals allan þann dag frá því klukkan 9 um morguninn. Frá Churchbridge, Sask., er skrif- að þann 15. þ. m. Hér er búið að rigna nær því í sólarhring og útlit fyrir meira regn. Þresking ekki hálfnuð. Uppskera í meðallagi og heyskapur í betra en meðallagi. Þriðjudaginn 12. sept. voru þau Theodore Roslin Kristjánson og Anna Slabodian, bæði frá Gimli, gefin saman í hjónaband af séra Rónólfi Marteinssyni, að 493 Lip- ton St. Heimili brúðhjónanna verð- ur að Gimli. Fulltrúar hins Fyrsta lúterska safnaðar bjóða öllum meðlimum og vinum safnaðarins til heimkomu samsætis á þriðjudagskvöldið 26. þessa mánaðar, í fundarsal kirkj- unnar. Gefst fólki þar tækifæri til þess að mætast eftir sumarfríið og einn- ig að bjóða Dr. B. B. Jónsson og frú hans velkomin heim úr íslands- ferðinni. Samkoman hefst klukkan átta; verður fyrst örstutt “program” og síðar kaffiveitingar undir umsjón beggja deilda kvenfélagsins. Kvenfélag Fyrsta lúterska safn- aðar (eldri deildin) stofnar til Autumn Tea í samkomusal kirkj- unnar einhvern tíma seinni partinn í næstkomandi október mánuði. Veitið athygli auglýsingu sjúkra- sjóðs tombólu St. Heklu á öðmm stað í blaðinu. Þar verða margir á- gætir drættir á boðstólum, svo sem eldiviður, matvara og margir aðrir ágætir munir. Komið öll og skemtið ykkur og styrkið um leið gott mál- efni. "pcgar sagt er aö maður hafi tap- að öllu, er hann máske at> öOlast hin mestu auðœfi." Firth Bros. Alfatnaðir með tvennum buxum, fyrir aðeins $22.75 Sniðnir eftir máli Pöntuð, ðtekin föt, eftir máli, Vanaverð $25.00, $30.00, $35.00 Seld fyrir $14.68 Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Manager 417*4 PORTAGE AVE. Sími 22 282 Á laugardaginn n. k. (23. sept.), heldur deild No. 4—í kvenfélagi Fyrsta lúterska safnaðar sölu, í búðinni á norðvestur horninu á Sargent Ave. og Maryland St.— Verður þar til sölu Home Cooking, skyr og rjómi, einnig heimatilbún- ar svuntur. Sala þessi stendur yfir síðari hluta laugardagsins og eins um kvöldið. Styðjið gott málefni með því að f jölmenna. Representatives from Glenboro, Wawanesa, Cypress River, Holland, Rathwell and Treherne attended the annual meeting of the Ministerial association in Treherne Uhited church, Monday afternoon. Rev. T. D. Conlin, Anglican rector of Rathwell, presided during the busi- ness portion of the meeting. Of- ficers for the coming year are: President, Rev. E. H. Fafnis, of Glenboro; vice-president, Rev. A. Little, of Rathwell United Church; secretary-treasurer, Rev. W.. T. Brady, of Treherne United Church. Rev. P. Dodd, of Wawanesa, gave an address on the “Qxford Group.” General discussion followed. The next meeting will be on Tuesday, Sept. 2Óth, in Wawanesa. Rev. W. T. Brady and J. P. Robertson will be representatives to the Carman presbytery, held in Baldur, Sept., I2th and I3th. Vinnið nýja raf þvottavél! Símið 848 132 eftir upplýsingum Sé raf-þvottavélin yðar orðin gömul, er hér tækifæri til þess að eignast nýja Northern Electric þvottavél eða kaffi perculator samstæðu $75.00 virði Fáið eyðublöð fyrir samkepnina hjá Hydro Showrooms. WúuupcóHl}tlro; 55-59 tSr PRINCESSSl Iðunn, 17. árgangur, 1.—2 hefti, flytur eftirfarandi efni: Jóhannes úr Kötlum: Glókollur (kvæði) Poul-Louis Couchoud: “Elzta guðspjpallið”, PI. K. Lax- ness þýddi; Sveinn Faxi: í öng- þveiti (saga) ; Jóhannes úr Kötlum : íslenzk heimspeki; Jónatan Sig- tryggsson: Tvær stökur; Johannes V. Jensen: Nauta-atið (saga) ; Þór- bergur Þórðarson: Á guðsríkis- braut; W. Mulhausen: Hún (kvæði); Hjalmar Söderberg: Mis- gánings-sónatan (saga); Jón Leifs: Kveðja; Sigurður Einarsson: Und- ir krossi velsæmisins; Kristinn E. Andrésson: Eins og nú horfir við; Guðmundur Daníelsson: Útsýn (kvæði) ; Skúli Guðjónsson : Kirkj- an og þjóðfélagið; Frönsk spak- mæli; Steinn Steinarr: Gönguhljóð ; Oddný Guðmundsdóttir: Eldhúsið og gestastofan (saga); Orðið er laust: Bergsteinn Kristjánsson: Söfnun örnefna; Benjamín Sig- valdason: Bókamarkaðurinn; G. R.: Um rímnakveðskap; Bækur, eftir Jónas Jónsson frá Efstabæ og Á. H. Messur í Gimli prestakalli næsta sunnudag, þ. 24. sept., eru áætlaðar þannig, að morgunmessa verður i gamalmennaheimilinu Betel kl. 9.30 f. h.; síðdegismessa kl. 2, í kirkju Árnessafnaðar, og kvöldmessa kl. 7, í kirkju Gimlisafnaðar. Séra Jó- hann Bjarnason prédikar. Til þess er mælst að fólk fjölmenni. Fimtíu ára afmæli kvenfélagsins á Mountain, verður hátíðlegt hald- ið í samkomuhúsinu þar sjálfan af- mælisdaginn, 10. október, að kveld- inu. Klukkan 6 e. h. byrjar kveld- verður og veitt verður til kl. 8 e. h. Þá byrjar prógram: minningarræð- ur, söngur og hljóðfærasláttur. Nokkrar konur, sem voru meðal stofnenda félagsins, verða heiðurs- gestir á samkomunni. /Eskilegt að sem flestir verði til staðarins kl. 6 e. h. svo þétt skipað verði við veizluborðið í byrjun. Vonandi verður aðsókn mikil. Einkum er vonast eftir að sem allra flestar konur, er starfað hafa með kvenfé- laginu fyr og síðar, geti verið við- staddar. Aðgangur að máltíðinni 35C fyrir fullorðna og 20 fyrir ung- linga. Sunnudaginn 17. þ. m., voru þau Björn Baldwinson frá The Pas, Man., og Ragna Sophia Johnson, frá Vogar, Man., gefin saman í hjónaband af séra Rúnólfi Mart- einssyni, að 493 Lipton St. Heimili þeirra verður að The Pas. Þeir Árni G. Eggertson, lögfræð- ingur og Páll skáld Bjarnason frá Wynyard, Sask., hafa dvalið í borg- inni undanfarna daga. Mrs. Friðbjörn Frederickson frá Glenboro, Man., hefir dvalið í borg- inni um hríð. Hélt hún heimleiðis á mánudagskveldið var. Þeir Þórður kaupmaður Þórðar- son, Jón Thorsteinsson, hóteleigandi og Guðmundur Magnússon, allir frá Gimli, lögðu af stað suður á Chi- cago-sýninguna um síðustu helgi. Frú Christjana Chiswell að Gimli biður þess getið að ungtemplara stúkan á Gimli nr. 7, I.O.G.T hefði hafði starfsemi sína 2. sept. 1933, eftir sumarfríið. Verðlauð fyrir bezt hirta blóma- og matjurtagarða hlutu: 1. verðlaun, Ólöf Árnason, Æ.T.; 2. verðlaun, Eleanor og Amelia Stevens; 3. verðlaun, Clara Éinarson. Séra Jóhann Friðriksson messar á Lundar næsta sunnudag kl. 2.30 e. h. og um kvöldið kl. 7.30 á ensku. Að öllu forfallalausu messar séra Jóhann Friðrikson að Silver Bay, sunnudaginn 1. okt., kl. 12 á há- degi, og á Oak View, sama dag, kl. 3 e. h. Þann 18. þ. m., lézt að heimili sínu, Gimli, Man., Anna Friðrikka Johnson, kona Kristjáns H. John- son, 73 ára að aldri. At the Pagent sponsored by the Health League to be held Friday and Saturday og this week (22nd and 23rd) on St. John’s College Grounds, there will be a Living chess game, etc.; also a group of 14 girls from Selkirk Man., will perform a Weaving Dance, under the leadership og Miss Lottie Olaf- son. They will appear at the Fri- day afternoon (3 o’clock) and evening performance. These girls are the group that performed at the Icelandic Celebration at Gimli, in August. Your presence is requested. Come and assist the Health League of Winnipeg. Jón Bjarnason Academy Gjafir Mrs. G. Ruth, Cypress Rivcr. .$5.00 Vinkona í Argylebygð ..... 5.00 Ónefndur ................. 1.30 Jónas Jónasson á Bjarka- lóni í Nýja íslandi (pr. S. J) 2.00 Vinsamlega er þakkað fyrir þess- ar gjafir, S. W. Melsted, gjaldkeri skólans. — PÁLMI PÁLMASON, L.A.B. Violinist and Teacher Has successfully prepared pupils for examinations including A.T.C.M. (practical and theoretical) 654 Banning St. Phone 37 843 TOMBÓLA og DANS fyrir sjúkrasjóð St. Heklu Mánudagskvöldið 25. Sept. 1933, í Goodtemplarahúsinu Gowler’s Orchestra Eitt tonn af kolum frá Wood Bros. Coal Co. Inngangur og einn dráttur 25C Byrjar kl. 8 e. h. FRÁ ÍSLANDI Andarnefjur, 4 að tölu, gengu á grunn í síðustu viku inn við Krossa- nes og náðust allar. Þær voru mjög stórar og er talið, að hver þeirra hafi vigtað um 5 tonn. Útflutningur íslenzkra afurða fyrri helming þessa árs hefir að verðmæti numið alls 15.5 inilj. kr. Er það 2.1 milj. kr. (eða 12%) minna heldur en um sama leyti í fyrra.—Verðmæti innflutningsins 6 fyrstu mánuði þ. á. hefir verið 9% meira heldur en í fyrra. Innflutn- ingur þessara mánaða hefir í ár verið 0.6 milj. kr. hærri heldur en út flutningurinn, en var í fyrra 2.7 milj. kr. lægri heldur en útflutn- ingurinn. Dagur 17. ág. Við kaupum og seljum allar teg- undir af saumavélum. Skrifið til 300 Notre Dame, Winnipeg. Ph. 22498. Séra Jóhann Friðriksson, prest- ur íslenzku safnaðanna við Mani- tobavatn, var staddur í borginni fyrri part yfirstandandi viku. Pianokensla Mrs. Ragnar Gíslason (áður Elma Árnason, er nú byrjutS á piano- kenslu að heimili sínu, 753 Mc- Gee Street hér t borg—og æskir íslenzkra viðskifta. Sími 22 780 Gunnar Erlendson Teacher of Piano 594 ALVERSTONE STREET Phone 38 345 Fréttir írá Betel (Framh. frá 1. bls.) greiddi dr. Björn trúlega vel úr því öllu.—Mun heimilisfólkið haia haft mikla ánægju af erindinu og orðið fyrir það margs vísara.—Dr. Brand- son flutti einnig tölu, stutta tölu á undan séra Birni, þar sem hann mintist á tilefni heimsóknarinnar. Var að báðum tölum gerður hinn bezti rómur. — Mun gamla fólkið vera hinum mikilsvirtu mönnum sér- lega þakklátt fyrir heimsóknina. —Fréttarit. Lögb. Albert Stephensen A.T.C.M.—L.A.B. (Pract.) Piano-kennari Nemandi Eva Clare Heimili—417 FERRY RD. Sími 62 337 CARL THORLAKSON úrsmiður 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasimi 24 141 Steini Vigfússon STE. 14 ALLOWAY COURT Annast um alt, er að aðgerðum á Radios lltur. Airials komíð upp fyrir $2.50. Vandað verk. Sann- gjant verð. Slmi 39 526. Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annaat greiðlega um alt, «em að flutningum lýtur, amáum eða atór- I um. Hvergi sanngjarnara verð. HeimiU: 762 VICTOR STREET j Slmi: 24 500 Distinguished Citizens Judges, Former Mayors, Noted Educationists, Editors, Leading Latcyers, Doctors, and many Frominent Men of Affairs—scnd their Sons and Daughters to the DOMINION BUSINESS COLLEGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after fuli and painstaking enquiry and investigation, select the Dominion Business College as the sehool in which their own sons and daughters are to receive their training for a business career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. The DO.VIINION BUSINESS COLLEGE today offers you the best business courses money can buy, and that at a cost that brings it easily within your reach. An ordinary business course no longer fills one’s requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- minion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good Investment to secure a Dominion Train- ing—but today, more than ever, it is important that you secure the best obtainable in order to compete worthily in the years to come. Oar Schools are Located 1. ON THE MALL. 2. ST. JAMES—Corner College and Portage. 3. ST. JOHNS—1308 Main St. 4. ELMWOOD—Corner Kelvin and Mclntosh. JOIN NOW Day and Evening Classes _j ou May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect Confidence.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.