Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1933 Högberg OeflS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRE88 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáakrift ritstjórana: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 urn árið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Columbia Preas, Limited. 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. PHONEB S0 327—86 328 Áhugamál kvenna Afstaðið er fyrir skemstu kvennaþing eitt, allfjölsótt, er háð var í Chicagoborg; samtök þau, er þing þetta háðu, nefnast Second In- ternationale of Women. Megin viðfangsefni fundar þessa, eða þings, var það, að semja áskorun til hins siðaða heims, og hefjast jafn- framt handa um það, að tryggja mannkyninu í framtíðinni andlegt og efnislegt öryggi á- kveðnar og skýrar, en við hefir gengist á liðn- um öldum. Ber þetta enn einu sinni ótvíræð- an vott um J)að, hve skipulagsbundið stjórnar- far, hefir brugðist köllun sinni á sviði mann- félagsmálanna, því að öðrum kosti hefði á- skorun þessi frá umra'ddu kvennaþingi hvorki komið fram, né hennar verið þörf. I yfirlýsingu sinni, eða áskorun, komst kvennaþing þetta meðal annars þannig að orði: “ Sú er eindregin sannfæring vor að sér- hverjum einstalingj þjóðfélagsins, án tillits til kvns, mismunandi trúarskoðana, uppruna eða ættar, beri stöðugur aðgangur að lífvæn- legri atvinnu, heilsusamlegum lífsskilyrðum og almennri mentun. Vér erum ennfremur sannfærðar um það, að vernda beri þjóðfé- lagið á margfalt fullkomnari hátt, en venja hefir verið til, gegn ófriði og glæpum, og að meðfædd réttindi til sjálfsákvörðunar njóti fullrar viðurkenningar á sem allra flestum sviðum. ’ ’ Af hinum ýmsu ályktunum, er afgreidd- ar voru á kvennaþinginu, má glögglega marka þann óhug, er hin vægðarlausa samkepni á sviði viðskiftalífsins hefir vakið; í stað þeirrar samkepni, er gert ráð fyrir þjóðfé- lagsskipulagi, er grundvallað sé á hugsjón skýlausra maunréttinda, með jafnari skift- ingu auðs og iðju, en venja hefir verið til. Engan veginn er ósennilegt, að einhverj- ir kunni að líta svo á, sem kvenþjóðin sé með þessu óþarflega að skera sig út úr, og að meira en nóg' sé um tvískiftingu, eða jafnvel margskifting-u í þjóðfélaginu án þess að til stríðs sé stofnað milli karls og konu. Slíku til andsvara er það, að svo tilfinnanlega hefir einræði mann-forustunnar á sviði samfélags- málanna brugðist skylduverki sínu, að sízt er að undra þó mceðwr mannkijnsins komi fram á sjónarsviðið og krefjist varanlegra gerbóta á því, sem átakanlegast hefir aílaga farið. Hugsjón mann-forustunnar í samfélags- málUnum var grundvölluð á yfirráðum og fé, eða að minsta kosti leit eftir hvorutveggja. Og til þess að koma slíku fram, tók maðurinn hnefaréttinn í þjónustu sína; þetta hafði í för með sér óholla dýrkun ímyndaðra yfirburða, rangláta skiftingu auðs og jafnvel beint þrælahald. Og enn er síður en svo að þessi átumein séu aldauða., þótt skift hafi þau að vísu í ýmsum tilfellum nokkuð um ytra form. Enn eru hagsmuna styrjaldirnar réttlættar eftir föngum, og enn er trúað á hið forn- kveðna: “They shall take who have the power And tliey shall keep who can.” Nú er kvenþjóðin farin að hasla sér völl; nú er það hún, sem sett hefir sér það mark- mið, að veita lífrænu hollstreymi inn í græðgi- sýkt þjóðlíf og krefjast öryggis fyrir alla jafnt. Sennilega væri ekki úr vegi aið stjórn- ir hinna ýmsu þjóða og landa opnuðu augu sín fyrir því, að fyr en síðar hlýtur mann- réttindastefnan að ryðja sér fullkomlega til rúms og vinna fullkominn sigur. 1 hinum austlægu löndum, þar sem konan hafði verið olnbogabarn öldum saman, er við- horfið fariC að verða nokkuð á annan veg. Tyrkneskar stúlkur hafa varpað af sér and- litsblæjunni og eru famar að kveðja sér hljóðs. 1 Bandaríkjunum, og á Bretlandi hinu mikla, skipa konur ráðgjafasess; at- kvæðisréttar til móts við menn hafa þær víða notið um langt skeið; aðgang að háskólum hafa þær einnig til móts við menn; þær konur, er takast vilja á hendur kennimannlega stöðu, geta það einnig nú allvíða, ef þær æskja, og leggja fyrir sig nám með slíkt fyrir augum. Konan hefir djúpa innsýn inn í margt, sem maðurinn virðist ekki koma auga á. Margir menn virðast um lítið annað hugsa, en fégróða og verzlun; margar konur látá alt annað rýma sæti fyrir umhyggjunni um vel- ferð æskunnar. Margir menn láta sér um fátt tíðræddara en herfrægð; margar konur 'vakna um morgna og falla í svefn að kveldi með bljúga bæn á vör um varanlegan frið á jörðu. Hvað sem um Lundúnastefnuna frá því í sumar, og vopnatakmörkunarmótið í Geneva að öðru leyti má segja, þá verður ekki um það vilst, að hið átakanlega árangursleysi beggja þessara maim-funda, hlýtur að færa alþjóðum heim sanninn um það, hve brýn er nú orðin þörfin á þátttöku kvenna í velfarn- aðarmálum mannkynsins. Inntak þessarar greinar er tekið úr tímaritinu The National Home Monthly. Ritsjá “1 byggðum,” ljóðmæli eftir Davíð Stef- ánsson frá Eagraskógi, 200 bls. Útgefandi Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri. Með útkomu ljóðabókar sinnar ‘ ‘ Svartar fjaðrir”, árið 1919, haslaði Davíð Stefáns- son sér þann völl, er fegurstu spáði um ljóð- menning ungu kynslóðarinnar á Fróni. Yfir ljóðunum hvíldi frjálsmannlegur blær ís- lenzkrar málsmennningar, laus við tyrfni glamur eða gorgeir; söngvarnir bárust beina boðleið frá hjarta til hjarta, beiskir og bitrir, eða mjúkir og mildir í senn. Harpa Davíðs er margstrengjuð; þó eru strengirnir hver öðrum íslenzkari, jafnvel þó yrkisefnin séu óíslenzk. Þetta ný.ja ljóðasafn Davíðs, hefst með þjóðhátíðarljóðunum frá 1930. Því er eins farið með þann ljóðflokk, og flest annað eftir skáldið, að því oftar sem lesið er, þess feg- urra og litauðugra verður bæði efni og form. Þannig er það reyndar með flest, eða alt, sem eitthvað verulegt er spunnið í. 1 þessu nýja ljóðasafni er margt ágætra kvæða, þó öll verði þau tæpast talin til risa- fengins skáldskapar. Á blaðsíðu 76 hefst eftirfarandi kvæði, er sver sig mjög í ætt við aðrar ljóðperlur skáldsins; kvæðið heitir ‘ ‘ Eg þekti hann ung- ann”:— “Eg þekkti liann ungan, þegar hann svalt, þá gat eg bjargað—stundum. Þegar herbergi hans var kalt var húsið mitt opið. Svo breyttist alt og fækkaði okkar fundum. Sú gerbreyting öll var göldrum lík. Þó get eg skilið að lánuð flík skapið og hugann herði. Hann kvæntist . . . Konan var rík og keypti hann háu verði. Arin liðu. Svo hitti eg hann, er hamingja mín var á förum. Eg barði að dyrum . . . fyrir fann ekki fornvin minn, heldur annan mann með gulltanna-glott á vörum. En af því mig skorti veg og völd tók vinurinn forni mér þetta kvöld sem ókunnum óþarfa gesti. Rödd hans var bæði rám og köld eins og ræða hjá trúlausum presti. Það fór ekki leynt, að hann átti auð. Hver endurminning um sult var dauð og burt hin barnslega kæti. Eg kom ekki til þess að biðja um brauð. —Því bauð hann mér ekki sæti? Það flytur enginn kerlingar um stóryrð- in í kvæði þessu; þvert á móti er það hin ó- brotna og alþýðlega framsetning, er tökum nær á lesandanum og festist í minni. “Hríðtepptur,” er fyrirsögn kvæðis, er hefst á blaðsíðu 100; er blær þess svo ram- íslenzkur, að ekki er liugsanlegt að fram hjá þeim fari, er til þekkja íslenzks veðráttufars að vetrarlagi: “Á heiðarbrúninni brast hann á. Til baka eg aftur flýði. Með herkjum tókst mér liúsum að ná. Hríðtepptur beið eg daga þrjá og bæklaði brotin skíði. . . . En heldur en liggja lengur við ylinn, legg eg af stað—útí bylinn. Lát myrkrið verða svart sem sót. Lát svalann um brjóst mitt streyma. Þó snjórinn vefjist mér fast um fót, þá finn eg að öll mín sálubót er bak við heiðina—heima. Og þar er mér altaf beðið til bjargar, 'þó bíði mín ófærð og hættur margar. Sá verðskuldar ekki vinatrygð, sem vogar aldrei að fara, fyr en orðið er bjart í bygð. Að brjóta sér leið er gömul dygð, og nú læt eg skríða til skara. Þeir komast langt, sem karlmensku eiga. . . . Komdu með plöggin mín, Veiga.” í sjaldgæfu og einkennilegu kvæði “Einverumenn,” á blaðsíðu 155, hljóðar síðasta vísan á þessa leið: ‘‘Hví skyldu þeir, sem einveruna erfa, ástir og gleði lífsins þrá? Hvi skyldu þeir, sem allra augum hverfa, óska þess að heyra og sjá? Hví skyldi hrygga um hamingjuna dreyma, og hungraða um veizluföng? Hví skyldi þjáður þrá að gleyma, og þögull elska ljóð og söng. Að kveða á með vissu um það, hver bezt séu ljóð í safni þessu, er ekkert áhlaupaverk. En þau kvæði sein hér hafa verið til tínd, jafnvel að meiru og minna leyti af handa- hófi, hyggjum vér að sverji sig svo í ætt til sannrar listar, að þau varpi nokkru ljósi á, yfir hverjum fjársjóðum að bók þessi býr. Fræðslustarfsemi dr. Richard Beck Richard Beck, háskólakennari við ríkisháskóla North Dakota, í Bandaríkjunum, er starfs og áhuga- maður meö afbrigðum. Hann hefir á undanförnum árum unnið mikið að því, þrátt fyrir umfangsmikil kenslustörf, að fræða Westmenn um Island og íslendinga, sögu þjóðar- innar, bókmentir o. fl. Hefir hann gert svo mikið að þessu, að ekki mun ofmælt þótt sagt sé, að hann hafi varið miklum hluta frístunda sinna til þess, að gegna þessari köll- un. Eg nota þetta orð af ásettu ráði, því að eg veit, að R. Beck lítur á það sem köllun sína, að vinna að þessu eftir megni í útlegð sinni. Þess, sem hann hefir afkastað á þessu sviði, hefir áður verið getið í Vísi, bæði í fyrra og hitt eð fyrra, og verður hér því að eins vikið aS því helsta, sem eftir hann liggur af þessu tæi frá undanförnum mánuð- um. J júníhefti mánaðarritsins ‘‘The Golden Book,” sem er eitt hinna víðlesnustu tímanta í bandarikjun- um, birtist þýðing Beck á smásög- unni “Góð boð,” eftir Einar H. Kvaran. í fjórðungsriti háskóla Norður-Dakota, vor og sumarheft- inu, birtist ritgerð eftir Beck um “Iceland’s contribution to World Literature” (framlag Islands til heimsbókmenta) og var ritgerð þessi sérprentuð. Einnig var hún þýdd á horsku nokkuð samandregin að vísu, og prentuð í júlíhefti mánaðarrits- ins “Sönner av Norge,” sem er mál- gagn samnefnds félagsskapar Norð- manna í Bandaríkjunum og Canada. I júnihefti sama rits var birt löng grein eftir Beck um Knut Hamsun, en ritgerð þessi mun upphaflega hafa verið flutt sem útvarpsræða. Þá má og geta þess, að í maíhefti þessa rits er birt grein um Beck og starfsemi hans í þágu Norðmanna, og er farið hinum mestu lofsorðum um Beck í grein þessari, enda eiga Norðmenn vestra hauk í horni, þar sem hann er, því að hann hefir einnig gert mikið til þess, að auka kynni Bandaríkjamanna á menningu Norðmanna. — Þá birtist í mánað- arritinu “The Friend,” sem gefið er út af Norðmönnum í Minneapolis ritgerð eftir Beck um aldarafmæli Björnsons, ásamt æfiágripi hans og mynd. Hefir rit þetta áður birt margt eftir Beck og m. a. þýðingar eftir hann úr íslenzku. í nýútkomnu safni úrvalskvæða, sem nota á við kenslu í barnaskólum Nórður-Dak- ota ríkis, er kvæði Richards Beck um Eielson flughetju.—Fleira mætti til tína, en hér hefir gert verið, t. d. drepa á útvarpserindi, sem hann hef- ir flutt, en þó skal nú staðar numið. Mun þetta nægja til þess að sýna, að R. Beck liggur ekki á liði sínu. En slíkar upptalningar gefa þó i rauninni litla hugmynd um alt það starf, alla þá elju og áhuga, sem á bak við liggur. Verður starf slikra manna vart metið um of. A. —Vísir. í meir en þriSjunsj aldar hafa Dodd's Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdðmum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. Kaflar úr sögu Eftir Birkirein. Framh. Hann var rakaður eins og bezt getur á ungum manni, og í drif- hvítri skyrtu. Eg heilsaði honum hiklaust með kossi alveg eins og Elín gerði. Kona hans virðist vera ljúfmenni líka. Hún er smá vexti og lagleg, nett og grönn; faslitil og viðkunn- anleg. ♦ Eitt þótti mér ákaflega vænt um, og það var að Arnkell yngri var ekki heima. Eg held eg hefði dá- ið, ef eg hefði átt að heilsa honum með kossi að fyrrabragði. En hann er í skóla erlendis, og því hvergi hér nærri, svo alt fór vel. En þú sérð á þessu að maður er fljótur að venjast siðum og ósið- um; eins og eg hafði—og hefi enn —mikla óbeit á kossakveðjum þeim, er hér tíðkast. Eg hélt að alt slíkt tilheyrði liðinni tíð. En hér ríkir friður og ró manna á milli og töluverð góðvild á aðra hönd, en fádæma smásálarskapur og gamaldags íhaldssemi á hina. Svo kem eg til Eyrar aftur. Okk- ur var tekið með hinni mestu ljúf- mensku. Ryklingur, blóðmör, svið og lundabaggi, borið á borð. Skyr og rjómi, brauð og smjör og kaffi á eftir. Elín bar upp bónina um hestlánið. Bóndi lét fátt um. Svo ræddi hann það einslega við konu sína og fór svo að hann lofaði hestinum. Hann setti sextíu aura fyrir. Eg borgaði honum fimtíu strax; meira átti eg ekki. Eg kom með þessa fimtiu aura með mér í vor og hefi alt af geymt þá síðan. Mér þótti afar leitt að geta ekki borgað hestlánið að fullu þarna. Mér er sagt hér, að alt standi sem stafur á bók, sem karlinn lofar, svo mér var óhætt að borga honum fyr- irfram. Eg hefði bara viljað borga alt strax. En það er svo erfitt að fá peninga. Þó maður eigi svo eða svo mikið af kaupi sinu inni, þá er helzt ómögulegt að fá krónu í pen- ingum. Það er ákaflega óþægilegt og þreytandi. Vitaskuld á eg ekkert hér til góða, því eg er bara í kaupavinnu, eins og þú veizt og húsbændur mínir taka sumarkaupið, sem verður líklega eitthvað yfir sextíu krónur. Kaup mitt yfir árið er f jörutíu, og eg tók út á fimtán i vor, stígvélaskó, sjal- klút og lítið eitt, sem eg lét í burtu. En þú trúir varla hvað mér fellur illa að hafa aldrei evri, hvað sem manni liggur á og vinna þá alt, sem maður getur. Því árskaupið verð eg alt að taka í úttekt. Jæja, það er bezt að snúa sér frá öllu maura hjali og mögli. Eg hlakka til að ríða hálsinn og klifið og sjá sveitina sem eg hefi ekki séð. Svo skrifa eg þér um kirkjuferð- ina næst. Blessuð sendu mér línu. Vertu blessuð og sæl, þín einlæg vinstúlka. Borghildur Sverrisdóttir. Framh. Verksmiðjuvinna barna bönnuð í Italíu. í ítalíu er börnum innan tólf ára bannað að vinna í verksmiðj- um. Nú hefir fastanefnd ríkis- stjórnarinnar, sem hþfir verka- málin med höndum, lagt það til, að börnumj innan fjórtán ára verði bönnuð verksmiðjuvinna, og er búist við, að tillagan nái fram að ganga. Velferðarstofnanir og fé- lög hafa fagnað mikið yfir því að þessi tillaga er komin fram, og lítillar mótspyrnu er að vænta frá atvinnurekendum, því að allmikill hluti þeirra hefir sannfærst um, að heppilegra sé að ráða eigi starfsfólk undir 14 ára aldri, og var hættur að ráða börn til vinnu í verksmiðjum sínum. Árið 1931 voru 25,5% af börnum, sem stund- uðu verksmiðjuvinnu í ítalíu, 12 ára, 27% 13 ára, 32,8% 14 ára og önnur 15 ára.—Þegar tillagan er komin til framkvæmda, lengist skólatími margra ítalskra barna um 2 ár. Breytingin er talin mik- ilsverð frá heilbrigðislegu' sjónar- miði séð og líkleg til þess að hafa nokkur áhrif í þá átt að draga úr atvinnuleysinu. Vísir 21. álgúst. Heyskapurinn. í Borgarfirði og víða austan fjalls hefir verið þurkað mikið af heyi undanfarna daga, því að þótt sólarþurkur hafi sjaldnast verið, hefir oft verið blástur og úrkomulaust. En hey voru víða, einkanlega austan fjalls, farin að hrekjast. Hey verða afar mikil í sumar þar sem til spyrst, sunn- an lands og austan, en verkun og gæði misjöfn. —Vísir 25. ágúst. ÞESSI NÝTlZKU VERÖLD Ríki viðskiftalífsins er stöðugt að verða flóknara; sá piltur eða sú stúlka, er inn á þá braut gengur án sérfræðisnáms, á örðuga aðstöðu. Reglubundin innlög á banka, með vaxtavöxtum, léttir undir með yður til þess að koma barni yðar áfram. THE ROYAL BANK O F CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.