Lögberg - 21.09.1933, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. SEPTEMBER, 1933
Bls. 7
KAUPIÐ ÁVAXiT
LUMBER
THE EMPIRE SASÍT& DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WUriflPKG, MAIf.
hann var svo ósjálfbjarga og hrædd-
ur, aÖ hann hefSi ekki einu sinni
getað varitS sjálfan sig, hvaÖ þá mig
líka — en þaS var hinn maöurinn.
Honum á eg alt aÖ þakka. Honum
á eg líf mitt aÖ launa, og honum er
þaÖ aÖ þakka, aÖ eg misti ekki vitiÖ
af ótta og skelfingu yfir öllu því,
sem mætti okkur þarna ytra.”
Sir John Ventor horfi alvarlega á
frænku sína.
“Og þessi hinn, Elsa,” mælti
hann, “þaÖ var þessi Smith, sem svo
var nefndur og er nú alveg horf-
inn.”
“Hann heitir ekki Smith. Nafn
hans er Ralph Belmont,” mælti Elsa
rólega. “ÞaÖ er hann, sem nú er í
varÖhaldi, sakaÖur um morÖiÖ á
Austery Barling.”
“Hamingjan góÖa—’’ hrópaÖi Sir
John upp yfir sig. “Ralph Belmont
—moringinn frá Barbridge. En
það var hann, sem druknaöi, þegar
Albertha fórst.”
“Nei, hann komst af. Hann var í
sama bát og honum fleygði á land
ásamt okkur Giles á eyðieynni
þarna syðra. Og það var hann —
hann, sem verndaði mig. ÞaÖ var
hann, sem bjargaði lífi minu. Hann
er einn hinna beztu og göfugustu
manna, sem eg hefi hitt á æfinni,”
sagði Elsa með ákafa.
“Elsa, ertu með öllum mjalla.
Maðurinn er glæpamaður — morð-
ingi!”
“Hann er drengur inn í instu
hjartarætur,” mælti Elsa. “Hann
er sá hugrakkasti maöur, sem hugs-
ast getur. Og eg elska hann.”
Sir John Ventor starði á hana,
eins og hann héldi fyrir fult og alt,
að hún væri alveg gengin af göfl-
unum.
“En barnið gott, veiztu annars,
hvað þú ert að segja? Þú ert að
tala um glæpamann, mann, sem sit-
ur í fangelsi fyrir svívirðilegt laun-
morö.”
“Eg skifti mér ekkert af því. Eg
er að tala um manninn, sem barðist
fyrir lífi mínu þarna á eyjunni og
lagði líf sitt í hættu mín vegna. Eg
elska hann. Hann sýndi mér alveg
dæmalausa nærgætni og umhyggju,
jafnvel þá, er eg forðaðist hann og
hafði andstygð á honum, af því eg
hélt þá, að hann væri það, sem þú og
allur heimurinn heldur enn þann dag
í dag að hann sé. Hann gaf mér
síðasta vatnsdropann sinn, þegar eg
var að deyja úr þorsta á bátnum.
Hann bjargaði lifi mínu, þegar
bátnuin hvolfdi í brimgarðinum við
eyna. Giles reyndi að telja mér trú
um, að það hefði verið hann, sem
bjargaði mér, en það var ósatt. Giles
hugsaði aðeins um það, að bjarga
sjálfum sér, og lét sér alveg á sama
standa um mig. Það var Ralph
Belmont, sem bjargaði mér i land.
Hann sýndi mér hiö göfugasta
drenglyndi á allan liátt. Hann vernd-
aði mig líka fyrir — fyrir Giles.”
—Hún roðnaði. “Hann hagaði sér
eins og þú mundir hafa gert, frændi,
ef einhver hefði gengið nærri sóma
mínum. Og alt þetta gerði hann,
þótt eg léti andstygð mina á honum
og fyrirlitningu greinilega í ljósi,
og Giles væri eins ruddalega ósvíf-
inn við hann, og honum var frek-
ast unt. Það hafði ekki allra minstu
áhrif á hegðun og framkomu Ralph
Belmonts. Hann var altaf við mig,
eins og þú mundir hafa verið, og
þegar við vorum innikrept uppi i
klettagjótunni af þessum villimanna-
hóp, þá var það hugrekki hans og
snilli og fórnfýsi, sem bjargaði okk-
ur öllum.”
“Og alt þetta hefir Giles hlotið
heiðurinn fyrir,” tautaði Sir John.
“Jæja, jæja, Elsa, en hvað stoðar
það? Þú veizt, að hann er í fang-
elsi og bíður nú dóms síns. Og þú
veizt, á hvern veg dómurinn muni
falla. Maðurinn hefir framið morð,
hann hefir fyrirgert lífi sínu, hann
verður dæmdur til gálgans.”
“Eg veit þetta alt saman, frændi
minn,” mælti Elsa. “En eg veit
líka, að verði hann dæmdur, þá líð-
ur hann píslarvættisdauða. Hann
mun deyja eins og hann hefir lifað
—eins og hugrakkur maður og fórn-
fús. Hann fórnar lífi sínu fyrir
einhvern annan.”
“Elsa!” sagði Sir John alveg
ráðalaus og horfði á hana.
“F.g veit það frændi,” hélt hún
áfram. “Eg veit, að hann er sak-
laus. Hann sagði mér það sjálfur,
þegar við stóðum augliti til auglitis
við dauðann, og útlit var á, að við
ættum ekki eftir ólifað nema eina
klukkustund. Það var fyrst þá, sem
hann trúði mér fyrir þessu. Eg
hafði beðið hann um það áður, en
hann hafði alt af færst undan að
tala um það. En andspænis dauð-
anum sagöi hann mér sannleikann.
Eg krafðist þess, að hann segði mér
hvort hann væri sekur um glæp
þann, sem hann væri ákærður fyrir.
Og hann svaraði mér, að hann væri
saklaus.”
“Eg get ómögulega skilið,” mælti
Sir John, “hvernig þú gast hugsað
til þess að giftast Giles, úr því þú
vissir alt þetta og leist á hann eins
og verstu bleyðu. Þú verður að
játa, að það lítur fremur einkenni-
lega út.”
“Það voru blátt áfram hrossa-
kaup, sem við Giles höfðum orðið
ásátt um. Við gerðum samning með
okkur. Og þrátt fyrir bleyðiskap
hans og varmensku mundi eg hafa
haldið heit mitt við hann. En hann
hélt ekki orð sín. Þessi kaup, frændi
—” hún þagnaði stundarkorn —
“voru i þessu fólgin: Við Giles viss-
um bæði, að maður sá, sem við köll-
uöum Smith, var Ralph Belmont.
Eg held að Giles hafi grunað, að
eg elskaði Ralph. “Hrossakaup
okkar voru á þá leið, að Giles skyldi
þegja um þessa vitneskju sína, segja
ekki frá að Smith væri sá sami sem
Ralph Belmont. í launaskyni átti
eg að giftast Giles. Þetta voru
kaupin — samningurinn. Eg hefði
haldið heit mitt,—hve voðalegt sem
það var og þungbært. En Giles er
varmenni, og hann var ekki fyr kom-
inn til Lundúna, en hann tók að
hugsa út svikráð sín. Eg hefi sann-
anir fyrir þessu — allar æskilegar
sannanir. Hann vissi, að eg mundi
tala við Smith einu sinni enn —
áður en eg giftist. Og hann sá um,
að láta halda njósnir um mig. Á
þann hátt komst hann að því, aö eg
heimsótti gömlu fóstru mína, frú
Grace, 'eitt kvöld, og þá tilkynti
hann lögreglumanni einum, að það
væri maður á laun í húsi frú Grace,
og að þessi maður væri Ralph Bel-
mont. Þú manst víst að kvöldið
sem Ralph Belmont var tekinn fast-
ur, var hús frú Grace hringsett af
lögreglunni og rannsakað. Þetta
var afrek Giles. Á þennan hátt hélt
hann sín orð. Hann sveik manninn,
sem oftar en einu sinni hafði lagt
líf sitt í sölurnar fyrir hann. Á
þennan hátt fanst Giles réttast að
launa lífgjöfina. Skilurðu nú ekki,
frændi, að eg get ekki gifst þessum
manni ?”
Sir John hleypti brúnum. “Sé alt
þetta satt, þá er Effington lávarður
hinn svívirðilegasti ræfill, sem eg
þekki!” mælti hann í bræði. “Þú
heföir átt að segja mér þetta fyrir
löngu síðan, barnið gott,” bætti
hann við. “Eg mundi aldrei hafa
leyft, að þú fleygðir þér í hendurnar
á öðrum eins manni. Eg get varla
skilið að þetta geti verið satt.”
------------------Framh.
Sögufélagið
Bækur þess fyrir yfirstandandi ár
eru nú komnar út og hafa verið
sendar félagsmönnum. Þær eru
þessar: Alþingisbækur íslands (VI.
b., 1. h.) ; Blanda (V. bl., 2 h.) ;
Landsyfirréttar- og hæstaréttardóm-
ar (IV. b. 2 h.) ; Búalög (3. h.) ;
Þjóðsögur Jóns Árnasonar (II. b.
4. hefti). Ennfremur fá félags-
menn aukreitis Skýrslu félagsins ár-
ið 1933- Bókhlöðuverð ritanna í ár
er kl. 15.50, en árgjald til félagsins
aðeins 8 krónur, svo að þetta eru
hin mestu kostakjör.—Þjóðsögurn-
ar fást alls ekki i lausasölu og verða
menn því að gerast félagar, til þess
að eignast þessa merkilegu bók.
Forseti félagsins er dr. phil. Hannes
Þorsteinsson, þjóðskjalavörður, en
gjaldkeri Einar Amórsson hæsta-
réttardómari. Afgreiðsluna annast
Helgi Árnason, safnahússvörður.
Sögufélagið hefir gefið út mörg
stórmerkileg rit, sem almenningur
ætti ekki kost á að kynnast, ef þess
hefði ekki notið við. En mörgum
mun þykja “Blanda” skemtilegust
allra rita félagsins. Hefir hún
reynst mörgum manni hin besta
dægradvöl og flutt margháttaðan
fróðleik, sem betra er að hafa en
missa.
Islendingadaguriiin við
Churchbridge
Hann var haldinn hér þ. 19. júní,
og hófst eftir hádegi. Er að fornu
tímatali talið, að á þeim degi byrji
sólmánuður. Enda var dagurinn
undur bjartur og fagur. Skógur og
engjar báru hinn fegursta sumarsvip
og voru dýrlega skreytt ríkulegu
gróðrarskrúði sumarsins. Hvar-
vetna var að líta ljós og fegurð hins
dýrlega alföður himins og jarðar.
Jók það ekki lítið fegurðina, aö hæg
sumarskúr gekk yfir landið fyrri
hluta dagsins. Varð alt bjartara
og unaðslegra á eftir.
Með þessum tilfinningum sóttu
menn til samkomustaðarins; kom
mikil sveit manna úr öllum áttum,
sumir langt að. Fornir vinir mætt-
ust og nýir vinir bættust við, og ó-
gleymanlegar endurminningar urðu
hlutskifti þeirra, sem sóttu mót
þetta.
Skemtanin var vönduð eftir efn-
um og þótti vel takast. Utanhúss
fóru fram knattspyrnuleikir, en
innanhúss í samkomusal Konkordía
safnaðar var haldinn söngur, ræðu-
gjörð, f jallkonusýning o. fl. Konur
stóðu fyrir ágætum beina eftir
vanda.
Prestur Konkordia safnaöar var
skipaður forseti á meðan skemti-
skráin fór fram. Hjálmar Loptson,
organisti safnaðarins stóð fyrir
söngnum.
Var fyrst sungið: “Hvað er svo
glatt,” þá kom fjallkonan fram og
árnaði mönnum heilla og friöar með
ávarpi, sem hún las. Silfur-glitrað-
ur haddur féll um brjóst og herðar
f jallkonunnar. Var hún í dragsíð-
um mötli, hvítum. Tvær hirðmeyj-
ar voru i för með f jalkonunni; báru
þær og íslenzkan búning, eins og sjá
má á myndinni. Hárið slegna, sem
myndin sýnir er engin uppgerð.
Það er eigið hár f jallkonunnar og
hirðmeyjanna, en ekki “lánaðar
fjaðrir” eins og sumir leyfa sér að
bjóða á f jallkonumyndum, sem ekki
gera sig ánægða með að bera hár
sitt, eins og Guð gengur frá því.
Fjallkonan var Gerða Christopher-
son. Hirömeyyjar, Sigríður Markús
son henni til hægri handar og Soffía
Þorgeirsson til vinstri.
Gerðu menn góðan róm að komu
f jalkonunnar. Þá var sungið “Eld-
gamla ísafold.” Þá talaði forseti
fáein orð. “Hlíðin mín friða” var
sungið næst. Björn Þorleifsson
flutti þá gullfallegt kvæði. “Núer
sumar,” er var þú sungið. Þá flutti
Jóhannes Einarsson ágætt erindi.
Var það nokkurskonar lögeggjan ís-
lenzkum mönnum fjær og nær, að
halda vandlega uppi heiðri hins ís-
lenzka þjóðernis. Þann dag var Jó-
hannes sjötíu ára. Sýndi erindi
hans, að enn stóð hann óhöllum fæti
með óbilaðan hug og hjarta. Vott-
uðu menn Jóhannesi og konu hans
Sigurlaugu virðingu sína með því
að standa upp úr sætum sínum.
Næst var sungið: ‘Tsland, Island,
þú ættarland” etc. Eiinar Sigurðs-
son flutti þá kvæði fallegt mjög eft-
ir séra J. A. Sigurðsson. Næst var
sungið: “Ó fögur er vor fóstur-
jörö.” Ásmundur Loptson, þing-
maður flutti þá fallegt og tímabært
erindi um afurðir og búnaðarháttu
í Canada. Þá fylgdu söngvar:
“Heyrið morgunsöng á sænum.”
“Kvöldklukkan.” “O, Canada”,
“God Save the King,” etc.
Gerðu menn góðan róm að skemt-
uninni og hlýddu á með athygli. Fór
enda alt vel fram. Luku menn lofs-
orði á daginn í heild sinni.
Sem sagt, Jóhannes Einarsson var
sjötugur þennan dag. Vil eg af þvf
tilefni minnast á þau hjón nokkrum
orðum, og segja það eitt, sem er í
allra huga, sem þekkja til.
Heimili þeirra hjóna, Jóhannesar
og Sigurlaugar er með allra reisu-
legustu heimilum meðal Islendinga
hérlendis. Allar dyr standa opnar
nótt og dag gestum og gangandi,
Enda er gestkvæmi svo mikið, að
víða mun mega leita til þess að finna
annað eins. Öll eru hús stór og frá-
bærlega vönduð að efni og frágangi.
Þar er að finna nálega öll verkfæri
til búnaðarþarfa, innanhúss og utan.
Umgengni svo góð, að naumast
verður umbætt. Svo er gestum fagn-
að, þegar gengið er í garð, að það
er næstum eins og sagt sé við mann:
“Nú átt þú hér heima!” Sjaldnast
kem eg á heimili þetta án þess að
vera mintur á ÁlastaÖi, hið stór-
glæsilega heimili skáldsins Björn-
stjerne Björnson. Finst mér það
hljóti að vera samsVipur með þess-
um heimilum.
Börn hafa þau eignast Jóhannes
og Sigurlaug allmörg. Hafa flest
þeirra náð fullorðins aldri; hafa
notið góðrar mentunar og gegna
ýmsum ábyrgðarmiklum stöðum.
Jóhannes og Sigurlaug eru ættuð
úr Suður-Þingeyjarsýslu. Mun Jó-
hannes fæddur í Grenivík, en Sig-
urlaug að Grýtubakka, dóttir hins
nafnkunna merkismanns Þorsteins
óðalsbónda þar. Jóhannes er í ætt
við Einar Ásmundsson í Nesi, mun
hann hafa þegið drjúgan skerf af
viti hans og víðsýnni þekkingu.
Svipar Jóhannesi í ýmsu mjög til
Einars. Tekur hann mikinn þátt í
öllum opinberum málum, þykir það
sæti vel skipað, þar sem hann sit-
ur. Fylgist með í öllum málum, les
mikið og á bókakost góðan.
Sigurlaug er ein af þeim íslenzku
konum, að teljandi munu þær, sem
stigið hafa hér á land, sem taka
henni fram að göfgi og myndar-
skap.
Minnir Sigurlaug mig ávalt á
hinar stórmerkilegu og frábæru kon-
ur, sem voru í Mývatnssveit á ung-
dómsárum mínum. Ógleymanleg er
mér minning þeirra. Hefir það gert
mér leiðina léttari, að þær áttu leið
um þar sem eg var, og hafði tæki-
færi að kynnast þeim. Ennþá kasta
manngæði þeirra ljósi langt fram á
veginn; mun svo til enda. Eg skipa
Sigurlaugu í flokk meö konum þess-
um. Sómir hún sér þar með prýði.
S. S. C.
AVARP FJALLKONJJNNAR
Heil og sæl, kæru börnin mín!
Það mun virðast ykkur mikil ný-
brigði, að sjá mig með tveim hirð-
meyjum hér í dag. Það er í fyrsta
sinn, að eg hefi heimsótt ykkur. Við
lögðum af stað i morgun, snemma,
svífandi á vængjum morgunroðans l
til þess að geta veriö meðal ykkar
litla stund. Við höldum heimleiðis
aftur á vængjum kvöldroðans, því
nætursakir viljum við ekki vera
utan endimarka ríkis míns, þar sem
nú er “voraldar veröld, þar sem
víðsýnið skín.”
Hirðmeyjar þessar, sem þið sjáið,
hefi eg ávalt með mér, þegar eg
vitja barna minna. Heita þær Gleði
og Gæfa. Benda nöfn þeirra til
þess, að eg útbýti gæfu og gleði hvar
sem leið mín liggur.
Hingaðkoma mín er með þeim til-
gangi að láta ykkur vita hversu ávalt
eg minnist ykkar, elsku börnin mín!
Þó margt ásamt mikilli fjarlægð
hamli samvinnu með okkur. Eg
sakna hvers míns barns, sem fer
burt úr móðurskauti mínu, en ekki
vil eg vera svo eigingjörn að hindra
burtför þeirra. En vita skuluð þið
þáð, að vel fylgist eg með í áhuga-
málum; allri lifsbaráttu ykkar og
gleði. Eg hryggist í hvert sinn,
þegar eg veit ykkur liður illa, en sár-
ust er hrygð mín, þegar börnin mín
lenda í einhverju óláni eða villast á
glapstigu. Þá særist hjarta mitt
þeim sárum, sem seint gróa. En
þegar þið sýnið þaö í hugsunum,
orðum og verkum, að þið eruð fylli-
lega jafningjar annara þjóðflokka
hér í öllu háleitu, göfugu og góðu,
haldið uppi heiðri mínum sæmilega,
þá græt eg gleðitárum, sem er eðli-
legt hverri móður, sem er elskandi
og umhyggjusöm um hag barna
sinna.
Erindi mitt til ýkkar, elsku börn-
in min, er að árna ykkur þess, að
gott samlyndi megi ætíð vera ríkj-
andi meöal ykkar.
Reynið að meta manngildi hvers
annars og hæfileika; að liðsinna
hvert öðru i allri einlægni, og starfa
að öllu saineiginlega, sem lyftir hug
og hjarta frá hinu lága til þess háa.
Það er mín hjartans bæn öllu
fremur, að þið gleymið aldrei Guði,
að þið geymið vandlega þjóðernis
ykkar, og gegnið með trúmensku
skyldum ykkar við landið, sem þið
nú byggið.
Ef þið sýnið einlæga viðleitni í
því að verða við þessari bón minni,
þá veit eg fyrir víst, að aldrei mun
ykkur skorta gleði né gæfu.
EFTIRLIKINGAR ERU OFT
VERRI EN EKKI NEITT
Nuga-Tone er veruleg-t heilsulyf, meCal,
sem styrkir llfsafliC til muna. SérfræBingur
fi. sviði læknavlsindanna, uppgötvahi þetta
merka heilsulyf, og þúsundir bera nú ortSið
vitnisburð um gildi þess. Til eru metSöl,
sem eru einverkandi, et5a hafa áhrif á eitt
líffæri út af fyrir sig, svo sem maga, taugar,
blótS, þarma. Nuga-Tone er margvirkur
heilsugjafi. Sé eitthvert líffæranna í ólagi,
er heilsan öll í ólagi.
er heilsan 11 I ölagi.
ist. Kaupiö flösku þegar 1 statS. Fyrir einn
dollar getitS þér fengits mánatSarskerf af
þessu metSali 1 lyf jabútSinni. Sérhverri
flösku fylgir full ábyrgtS. Peningunum skilatS
aftur innan 20 daga ef þér erutS ekkl ánægtS.
Erindi mínu er nú lokið að sinni.
Fel eg ykkur þríeinum Guði í lengd
og bráö.
Heill og friður sé með ykkur öll-
um.
Frumbyggjarnir
Þau falla nú óðum hin fornu tré,
Og frumbyggja hópurinn þynnist;
Af þægindum lífsins eg lítið sé,
Er liðnu tímanna minnist,
Því baráttan var oft svo þung og
þrá,
Og þrautirnar margar að sigrast á.
í ókunnu landi þeir áttu hér
Við örbyrgð og málleysi’ að stríða,
Þó bágt væri tíðum að bjarga sér
Þeir buguðust samt ekki’ af kvíða,
En unnu sem drengir með dug og
þor,
Þó dimt væri’ í lofti og örðug spor.
Oft var þá skortur og afli smár,
Þótt orkunnar beztu þeir neyttu;
Og mörg var þá rtynslan og sorgin
sár,
Með söknuði’ og lífskjörin breyttu;
Því frumbyggjans kjör voru köld
og hörð,
Þó kjarkur og þrautseigja héldu
vörð.
En framsóknar þráin þeim beindi
braut,
Til betri og fegurri tíða;
Þeim hugmóður glæddist við hverja
þraut,
Og hornsteininn lögðu þeir víða,
Að niðjanna heill, þeirra hugur var,
I haginn að búa þeim alstaðar.
Með staðfestu, ráðvendni, djörfung,
dáð
Og dugnaði í nytsömu starfi,
Svo hafa þeir trausti og heiöri náð ;
Að hlynna’ að þeim menningar arfi,
—Við norrænann drengskap svo
náið tengd,—
Er niðjanna hlutverk í bráð og
lengd.
B. Thorbergson.
Þegar þér þarfniát
Prentunar
þá lítið inn eða skrifið til
The Golumbia Press Ltd.
sem mun fullnægja
þörfum yðar