Lögberg - 05.10.1933, Side 4
Bls. 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1933
Hogberg
GefiB út hvern fimtudag af
T H E C O L V M B I A P R E 8 8 L 1 M 1 T B D
69 5 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba.
Utanáskrift ritstjórans.
EDiTOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE.
WINNIPEG, MAN.
Verð $3.00 um áriö—Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by The Columbia
jpress, Limited, 695 Sargent Ave„ Winnipeg. Manitoba.
PHONES S6 327—86 328
Heimsýn
Prédikun þessi, sem er hin fyrsta í röö af prédik-
anaflokki, er dr. Björn B. Jónsson flutti' í Fyrstu
lútersku kirkju eftir heimkomu hans frá íslandi i
haust, er birt hér samkvæmt tilmælum víÖsvegar aÖ.
Hinar ræÖurnar koma í næstu blööum. —Ritstj.
ÞaÖ orð er satt, og í alla staði þess
vert að við því sé tekið, að Kristur
Jesús kom í heiminn, til að frelsa
synduga menn, og er eg þeirra
fremstur.—I. Tím. 1, 15.
Margt fagurt getur borið oss fyrir augu,
bæði andleg og líkamleg augu. Þó er engin
sýn fegri en heimsýnin,—að sjá heim til sín.
Mér var það fögur heimsýn, er eg sjálfan
Jónsmessu-daginn í sumar, í bjartasta sólar-
ljósi, sá í fyrsta siim heim til Islands. Eigi
síður hugnæm heimsýn var mér það, þegar eg
á lieimleið nú fyrir fáum dögum sá aftur utan
af hafi strendur míns heimalands, Canada.
Fegurst heimsýn var mér þó jafnan heim-
sýnin í anda til ástvina minna og safnaðar
míns hér heima í Winnipeg.—Það hjarta er
kalt og tómt, sem ekki á sér einhverja heim-
sýn, eitthvað að þrá og elska og stefna á sem
sitt dýrasta heima.
Bn hversu hugljúft sem það kann að
vera, að sjá heim, heim til þeirra landa, þeirra
húsa, þeirra hjartna, sem vér eignum oss í
bili hér í jarðnesku lífi, þá er öll sú jarðneska
heimsýn ekki annað en augnabliks glampi,
sem hverfur svo að segja að vörmu spori.
Heimþrá sálar vorrar er meiri en svo, að
nokkur jarðneskur blettur éða nokkur jarð-
nesk sambönd fái fullnægt henni. Við þráum
þá heimsýn, sem sér gegn um þoku þess van-
sæla isyndalífs, sem vér lifum nú, heim í
fögnuð og frelsi syndlauss og fullkomins á-
stands sjálfra vor.—Ekkert annað er full-
nægjandi heimsýn.
Vér getum kallað þessa ímynd hins full-
komna “heima,” hverju nafni, sem vér vilj-
um. Vér getum kallað það til hægðarauka
“himinn,” eða “himnaríki. ’ ’ Landakortin
ná þar ekki til. En einhversstaðar lengst í
eilífðar útsæ liggur eylenda vonarinnar um
farsæld og eilífan frið.
1 textanum þeim í kvöld talar maður,
sem fengið hefir dásamlega heimsýn til
stranda hins eilífa hjálpræðis. Sjón hans er
skýr og björt eins og sólin, þar sem hann
horfir heim á sæluland hins syndlausa friðar.
Yfir því eylandi hjálpræðisins hvílir engin
þoka. Það sem hann sér er augljóst eins og
klettur, sem stendur upp úr hafinu. Dásöm
fullvissa! Dýrleg trú! ‘ ‘ Það orð er satt og
í alla staði vert að við því sé tekið, að Jesús
Kristur kom í heiminn til að frelsa synduga
menn, og er eg þeirra fremstur.” Þetta er
heimsýn Páls postula, hins hrausta manns.
Hann sér heim í friðarhöfn, úr þoku og haf-
róti syndarinnar. Hann veit það með óbrigð-
ulli vissu, að Jesús Kristur frelsar synduga
menn. Og þar sem hann stendur á þiljum
uppi og horfir út yfir hafið heim í höfn hjálp-
ræðisins, þá er sála hans svo yfirkomin af
náð Drottins við sig, syndugan manninn, að
honum finst, að í rauninni hljóti hann sjálfur
að vera syndugastur allra manna. Honum
virðast syndir þeirra annara manna, sem hon-
um eru samskipa, vera litlar í samanburði við
syndir sjálfs hans. Því meiri og óumræði-
legri er þá og fögnuður hans yfir fullviss-
unni um það, að Kristur Jesús hefir frelsað
hann. Og hann horfir með augum, sem af
gleði Ijóma, h(eim í sæluhús hins frelsaða
manns.
Þetta er myndin af postula Drottins, er
hann í fögnuði tápmikillar trúar horfir heim
í dýrð hjálpræðisins og veit með vissu, að
Kristur Jesús hefir frelsað sig.
Nú ætla eg að bregða upp annari mynd.
Einn dag seint í nýliðnum mánuði var eg
staddur á helgum stað í Englandi, mér svo
helgum, að eg vildi draga skó af fótum mér,
Stoke Poges, kirkjugarðinum þar sem Thomas
Grey orti eitthvert ódauðlegasta ljóðið, sem
heimurinn á: Elegy in a Country Church
Yard. Hér ætla eg ekki að segja frá Stoke
Poges, en geyma það morgunmeSsu hér í
kirkjunni bráðlega. Frá einu aðeins vil eg
segja nú. Kirkjan í þessum helga reit, St.
Giles kirkjan, er afargömul. Var fyrst reist
árið 1107, og partar af elztu veggjunum
standa enn. Við komum í kirkjuna og beigð-
um kné þar fyrir hinum fornu dýrlegu Öltur-
um. Okkur fanst þar inni vera guðlegur frið-
ur. En er við komum út, var okkur sýnt
nokkuð, sem eg aldrei gleymi. Þar á norður-
vegg, svo sem alin frá jörðu, var smá-gluggi,
raunar ekki nema ein lítil rúða. Þessi litli
gluggi heitir: “The Leper’s Glint,” eða “týra
hinna holdsveiku. ’ ’ Endur fyrir löngu, þegar
holdsveikir menn voru útlagar úr mannfélag-
inu, og máttu hvergi koma, hafði miskunn-
semi manna þar í Stðke Poges sókninni náð
það langt, að þegar sungnar voru helgar tíð-
ir í kirkjunni, var veslings mönnunum liolds-
veiku, sem höfðust við þar inn í dalnum, leyft
að koma það nærri, að þeir fengu kropið
þarna, einn og einn í senn, úti, og séð litla
bliku af ljósadýrðinni frá altari Drottins í
kirkjunni. Undir glugganum er bella á jörð-
inni þar sem þessir aumingjar krupu, og má
sjá, hve hún hefir lítið eitt slitnað undan
knjám hinna líkþráu manna, sem áttu þá
æðstu gleði í sínu auma lífi, að fá að sjá endr-
um og eins eitt lítið blik af tákni liins guð-
lega hjálpræðis þar í húsi Drottins.
Hvert útliaf viðkvæmra hugsana gat ekki
mynd þessi vakið hjá manni? Hver les úr
raunum hins líkþráa manns, og hver málar
fögnuð ásjónu hans, er hann fékk að líta
gieislabrot altarisdýrðarinnar á staðnum
helga ? Og hver er sá af yður, sem ekki skil-
ur, þve svipað er ástatt fyrir oss, öllum synd-
ugum mönnum, eins og hinum líkþráu mönn-
um, og hvernig vér, eins og þeir, þráum hjálp-
ræði Drottins og heimsýn til hans og eilífan
frið?
Og nú bið eg yður geyma um stund í huga
þessa mynd frá Stoke Poges, af hellunni og
litlu rúðunni, sem holdsveiku mennirnir sáu
um inn í kirkju Krists og 4étu huggast við
eilífa von. En eg ætla að bregða upp enn
einni mynd.
4
1 júlí-mánuði síðastliðnum var eg stadd-
ur á öðrum helgum stað. Hann var á Islandi.
Það var bóndabærinn Ferstikla í Öaurbæjar-
hrepp í Hvalfirði. Þar naut eg hvíldar og
hressingar, en var þó annars hugar, því á
þessum bæ bjó sín síðustu æfiár og dó hinn
holdsveiki, íslenzki maður, er úthelti söng í
blóði, Hallgrímur Pétursson. Meðan eg dvaldi
á Ferstiklu hljómaði ljóð Matthíasar mér fyr-
ir eyrum og eg sá í anda hinn mikla píslar-
vott, er dýrast hefir kveðið allra manna um
krossinn Krists, manninn, sem að dæma, með
öðru, af Hallgríms-hátíðinni miklu, sem haldin
var að Saurbæ 29. júlí, og var aðal-lslendinga-
dagurinn þar heima í ár,—er í minningunni
óskabarn og augasteinn íslenzkrar þjóðar
fremur öllum öðrum. Þessi maður hafði átt
óviðjafnanlega dýrlega heimsýn. Innsýn lík-
þráu mannanna í kirkjuna í Stoke ‘Poges
verður og skýr, er hún er látin vera hliðstæð
heimsýn, himinsýn, skáldsins, sem dó á Fer-
stiklu. Hann sá inn í miklu dýrlegri kirkju
en St. Giles kirkjuna. Og glugginn hans var
fegurri en gluggaglerin í Westminster Abbey.
Hann segir sjálfur frá því, sem hann sá og
hvemig hann fékk að sjá það. Hann hrópar
fagnandi mitt í þjáningum og dauða: “Gegn-
um Jesú helgast hjarta, í himininn upp eg
líta má.”
Heimsýn hins útlæga manns, útsýn hins
synduga jarðarbarns úr eymd sinni og sekt,
innsýn hins trúaða hjarta í heimkynni sæl-
unnar eilífu, er hér í orðum hins postullega
Islendings mótuð svo skýrum og gullnum lit-
um, að ekki verða slíkar myndir gerðar nema
fyrir innblástur heilags anda. Syndugur
maðurinn, sem með postulanum játar, “ eg er
fremstur sjmdaranua,” fær staðið við opinn
glugga og horft inn í himin-kirkju eilífs fagn-
aðar. Ekki svo, að í sjálfum sér hafi hann
augu, sem sjái gegn um myrkur syndarinnar
upp í himindýrð Guðs, ekki svo, að syndblind
augu hans sjálfs fái horft í gegnum hamrana,
sem loka dal hins jarðneska lífs, heldur svo,
að hjarta Jesú Krists er honum sá sjónauki,
sem hjarta hans gefur sjón að sjá inn í himin
ljóssins og dýrðarinnar.
Yítt um heim og í sjálfs vors hjörtum
eru kendir, sem líða skuldardóma hinna lík-
þráu, óró og kvíða sekra sálna. Sálir synd-
ugra manna þrengja sér að hverri glufu, sem
gefur von um heimsýn í heilagan frið. Marg-
ir láta sér nægja að horfa í smágler vitsmuna
sinna eður á tilgátur annara. En þeir fá ei
annað en harða helluna áð krjúpa á sínum
sáru knjám og litla neista ljóssins eilífa að
svala á sorgum þreyttrar sálar. Með Hallgr.
Péturssyni viljum vér fyrir vort leyti, enda
þótt fremstir værum allra syndara, taka stöð,
meðan vér enn bíðum vorrar lausnar-stundar,
við háan kristalglugga trúarinnar á Jesúm
Krist og upp við hjarta og í anda Jesú horfa
heim í hina himnesku kirkju. Þótt vér að
sinni ekki fáum komið inn í kirkjudýrðina
sjálfa, ljómar þó dýrðin frá himinkirkjunni
“í gegnum Jesú helgast hjarta” hingáð út
til vor með svo mikilli birtu og svo fullkomn-
um friði, að meira ljós, meiri gleði, meiri
dýrð fær sál vor ekki óskað sér.
í gegnum Jesú helgast hjarta
horfði Páll postuli í fangelsinu í
Róm, líkþráu mennirnir i Stoke
Poges, Hallgr. Pétursson á Fer-
stiklu, í himininn upp til Guðs og
dýrðarinnar. Söfnuður sá er heim-
sýn til himins hefir valið sér í þessu
húsi, vill þá heldur ekkert annað
augnamið hafa en Jesúm Krist. Vér
vitum ei aðra heimsýn til himins, en
Krist Jesúm. Við þann glugga him-
insins viljum|/ér krjúpa allar stund-
ir, og einkum hvern helgan dag, og
horfa og njóta fagnaðar hins himn-
eska friðar, sem öllum syndugum
mönnum er fyrirbúinn af guðlegri
náð, þvi “það orð er satt og í alla
staði þess vert, að við þvi sé tekið,
að Jesús Kristur kom í heiminn til
að frelsa synduga menn,”—“og er
eg þeirra fremstur,” bætir við hver
vor um sig, auðmjúkur, en þakklát-
ur frelsara sínum.
—B. B. J.
Æfiminning
Hinn 3. sept. s. 1. andaðist að
heimili sinu, skamt austur frá
Riverton í Nýja íslandi, húsfrú
Margrét Sigurðsson, tæplega 69 ára
gömul. Banamein hennar var hjarta-
bilun, sem að henni hafði gengið um
allmörg undanfarandi ár.
Hún hét fullu nafni Þórunn Mar-
grét Árnadóttir, og var fædd 7. okt.
1864 að Setbergi í Borgarfirði i
Norður-Múlasýslu. Foreldrar henn-
ar voru þau hjónin Árni Jónsson,
Bjarnasonar í Breiðuvik og Krist-
jana Jónsdóttir, ættuð af Útmanna-
sveit í sömu sýslu. Föður sinn misti
hún á unga aldri, en móðir hennar
var með henni alla jafna og dó á
heimili hennar fyrir fáum árum, í
hárri elli.
Kornung giftist Margrét fyrra
manni sínum, Valdemar Daviðssyni,
og mun hann hafa flust hingað
vestur skömmu eftir 1880—82. Með
honum átti hún fjögur börn, sem
öll voru dáin á undan móður sinni.
Elst var Kristjana, efnisstúlka, er
dó uppkomin í Winnipeg fyrir all-
mörgum árum—þá Davíðar tveir,
dó annar ungbarn en hinn í upp-
vexti, og Árni féll í stríðinu mikla.
Með síðara manni sínum, Sig-
valda Sigurðssyni frá Harðbak á
Melrakkasléttu, eignaðist hún sex
börn. Dóu tvö ung, en þau, er náðu
þroska aldri, voru: Anna, gift
Percy Leam, hérlendum manni;
hafa þau gistihús í Minneota, Man.
Næstir voru Sigursteinn Hólm, og
Hjálmar Stefaníus, er báðir fórust
í veraldarófriðnum mikla ásamt
Árna hálfbróður þeirra, sem áður er
getið. Yngstur er Gunnar, hinn
eini bræðranna, er komst lífs af úr
stríðinu. Hann er kvæntur hér-
lendri konu, og býr með með hinum
aldurhnigna föður sínum á eignar-
jörð þeirra.
Þau Sigvaldi og Margrét bjuggu
um eitt skeið á Gimli og síðar í Sel-
kirk. Nokkru eftir aldamótin fluttu
þau til Winnipeg, og áttu þau þar
heima og í St. James um allmörg ár.
Stundaði hann þar trésmíðar og
húsabyggingar þangað til skömmu
eftir stríðið, að þau bygðu sér heim-
ili það, er þau hafa búiS á síðan.
Margrét sál, var fróðleikskona,
góðum gáfum gædd sönggefin og
hneigð til skáldskapar, og að eðlis-
fari mjög glaðlynd. Hélst glaðsinn-
ið til dauðadags þrátt fyrir ýmis-
konar andstreymi og óvenju margar
æfisorgir. Hún var hjartagóð,
frændrækin og örlynd enda var
heimili þeirra hið mesta gestrisnis
heimili. Var sambúð þeirra Sig-
valda og hennar hin ástúðlegasta,
í meir en þriðjung: aldar hafa Dodd’s
Kidney Pills verið viðurkendar rétta
meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu
og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá
öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða
sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The
Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef
borgun fylgir.
jafnt á gleði og sorgartímum þeirra,
enda er hann valmenni hið mesta.
----------------- G.
Hornsteinn lagður
að hinu nýja húsi Fiskifélags Islands
í gærdag lagði Magnús Guð-
mundsson ráðherra hornstein að
hinu nýja húsi Fiskifélagsins.
Ráðherrann rakti sögu húsbygg-
ingarinnar og kvað það hafa verið
samþykt á Fiskiþinginu 1919, að
leggja árlega 1,000 krónur í sérstak-
an húsbyggingarsjóð. Þessi sjóður
var orðinn um 20 þús. krónur á sein-
asta ári með vöxtum og gjöfum,
sem honum höfðu borist frá ýmsum
svo sem Hannesi Hafliðasyni fyrsta
forseta félagsins, Geir Sigurðssyni
skipstjóra og Magnúsi Sigurðssyni
bankastjóra.
Menn sáu fljótt, að það mundi
eiga langt í land að félagið gæti
liygt hús, ef ekki fengist meira fé
en þetta. Á Fiskiþinginu 1930 var
því ákveðið að skipa tvo menn til
þess að vera í ráðum með félags-
stjórn um húsbyggingarmálið. —
Völdust til þess bankastjórarnir
Magnús Sigurðsson og Jón Ólafs-
son.—-
Á seinasta Fiskiþingi var svo á-
kveðiö að verja mætti úr félags-
sjóði 70 þús. kr. (eða alt að 100
þús. kr.) til þess að kaupa hús eða
byggja. Voru þeir þá kosnir ráðu-
nautar félagstjórnar Th. Krabbe
vitamálastjóri og Benedikt Sveins-
son fyrv. alþm. Var fyrst reynt að
fá hús keypt, en ekkert hentugt hús
fékst. Var því ákveðið að byggja
nýtt hús og fara fram á það við
ríkisstjórn og Alþingi að félagið
fengi ókeypis lóð undir það þar sem
Höfn var. * Ríkisstjórnin lagði til
við Alþingi að það yrði við þessari
beiðni og samþykti Alþingi það. Var
svo byrjað á því 7,apríl í vor að
grafa fyrir grunni hússins, en ekki
er það nándar nærri fullgert enn.
Ráðherrann þakkaði öllum þeim,
sem stutt hefði að þessu máli. Kvað
hann oss nauðsynlegt að eiga sterk-
an félagsskap til styrktar útveginum.
Samfagnaði hann Fiskifélaginu að
það hefði fengið húsið, og jafn-
framt hinni íslenzku þjóð, sem á svo
að segja alt sitt undir útgerðinni.
Að ræðu hans lokinni gaf Kristján
Bergsson forseti Fiskifélagsins yfir-
lit um starfsemi þess. Kvað hann
það nú starfa í fjórum eða fimm
deildum:
1. Vélfræðadeild
2. Fiskirannsóknadeild
3. Fiskiðnfræðadeild
4. Upplýsingadeild og
5. Bókaútgáfudeild.
Gefur félagið t. d. út tímaritið
Ægi, Ársskýrslur, rannsóknarskýrsl-
ur, Sjómannaalmanakið og margt
fleira.
Síðan var gestum sýnt alt húsið
hátt og lágt og skýrt frá hvernig
húsaskipun væri þar hagað fyrir
hinar ýmsu deildir. Niðri fer fram
kensla og leiðbeiningar um vélar og
þar verður einnig fiskirannsókna-
stofa og fiskiðnfræða-rannsóknar-
stofa o. fl. Uppi á lofti verða skrif-
■
Hafið öskju
við hendi!
Zam-Buk er ávalt til taks, er um
meiðsli er að ræða, og bregst eng-
um. Smyrsl þessi eru óviöjafnanleg
til græðslu sára og hvers kyns húð-
sjúkdóma.
I hverri öskju af Zam-Buk er að
finna eitt það merkasta græðslu-
meðal, er vísindin þekkja til. Þetta
merka jurtameðal, er alveg laust við
dýrafeiti, og þessvegna skipar Zam-
Buk ávalt öndvegið.
Fáið þcssi sjaldpcrfu jurtasmyrsl á 50c
öskjuna hjá lyfsalanum, cða biðjið Zam-
Buk Co., Toronto, um ókeypis reynslu-
skcrf.
stofur og þar er einnig kenslustofa
fyrir vélfræðanemendur. Á efra
lofti eru stórir salir, og er í ráði
að þar komi upp með tímanum fisk-
veiðasafn, en slíkt safn er ekki til í
landinu, enn sem komið er.
Flóðið í Ólfusá
Ölfusá, 10. sept.
Ölfusá má heita barmafull, en
ekki flætt upp á bakkana. Veður
Wbfir verið þurt í dag, en vatnið
sjatnað lítið enn, sennilega þó um
hálfa alin. Gamlir menn muna ekki
annað eins hlaup á þessum tíma i
ánni. Guðmundur hreppstjóri í
Sandvik, sem er maður hátt á sjö-
tugs aldri, og fæddur þar og upp-
alinn, kveðst ekki muna neitt því-
líkt flóð að sumri til eða snemma
að hausti, né heyrt um það getið.
1 Ölfusinu var svo mikið flóð, að
heita má að það sé eins og hafsjór
á öllum engjum upp í mitt ölfus.
1 Arnarbæli og Auðholtstorfunni
giska menn á, að flætt hafi hátt á
annað þúsund hestar af heyi.
Bærinn Útverk i Skeiðahreppi
hefir verið hólmi i tvo sólarhringa.
Fólkið var þó kyrt í bænum. Á
þessum bæ munu hafa farið um 400
hestar. Heytjón varð á fleiri bæj-
um á Skeiðum. Eitthvað af fé mun
hafa farist í svo köllumum “Forum.”
1 Flóanum er alt á floti en ekki
tekið burt hey.
Austur í Holtum flæddi mikið af
heyi frá mörgum bæjum, sem eiga
engjar að Steinslæk. — Er hann
bakkalágur og hljóp mikið vatn i
hann og sópaði burtu öllum heyj-
um. Mun vera um mikið heytjón
að ræða þar. Mbl.
Ferð til íslands
MEÐ
CANADUN PACIFIC
STEAMSHIPS
er fljót og 6dýr
Siglingar frá Montreal og Quebec dag hvern um hina stuttu
St. Lawrence leið
Voldug "Empress of Britain,” hraðskreiðar “Duchesses" og hin
góðkunnu "Mont” eimskip
Hafa öll priðja og Tourist farrými
Hraði og þægindl ábyrgst. Gott farrými, gott fæði. Margar skemtanir.
Sanng;jarnt verð.
Annast um öll nauðsynleg skilrlki, vegabréf og
skýrteini, er nægja til þess að fá landgöngu aftur
I Canada.
Spyrjist fyrir hjá næsta umboðsmanni eða skrifið
W. C. Casey, Steamship Gen’l. Passgr. Agent
372 Main Street, Winnipeg, Man.