Lögberg - 05.10.1933, Blaðsíða 6
Bls fi
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 5. OKTÓBER, 1933
Örlög ráða
Skáldsaga, cftir H. ST. J. COOPER
(Framh.)
“Og alt seni hann segir,’’ tautaði
stúlkan, “það er voðalegt að hlusta
á. Vitið þér hvað, herra.” Hún leit
alt í einu framan í lögmanninn, “vit-
ið þér hvað hann er að hrópa—ja,
eg veit ekki hvort eg þori að segja
það, en það er svo hræöilegt, að eg
get ekki trúað neinu af því. Hann
lá í nótt og var alt af að hrópa, að
—að
“Hvað þá?”
“Að það sé hann, sem hafi drepið
herra Barling. Það er auðvitað í ó-
ráði, sem hann segir þetta, eg veit
það vel; og eg veit að það var hr.
Belmont, sem gerði þetta, en það
tt
Fielding ýtti henni gætilega til
hliðar, og unga stúlkan hneig grát-
andi niður á stól í eldhúsinu. Menn-
irnir gengu síðan báðir inn.
Dyrnar að herbergi Jerome stóðu
opnar, og Fielding og Jamieson
gengu því beint inn þangað. Jerome
lá í rúminu út í horninu. Andlit hans
var í skyggilega grábleikt; það var
eins og hrukkótt andlitshúðin væri
strengd utan á kinnbeinin, og augu
hans voru, óeðlilega stór og störðu
tryllingslega á aðkomumennina.
Þeini varð báðum hálf hverft við,
er þeir sáu hann. Þeim var það
þegar ljóst að þetta var dauðadæmd-
ur maður, og Fielding þakkaði í
huga forsjóninni, sem hafði látið
hann koma nógu snemma. Hann
hafði ætlað sér að gera rannsókn á
sjálfum morðstaðnum til að fá nán-
ari skilning á ýmsum atriðum, og
hafa samtímis tal af gamla þjónin-
um, sem hafði verið nærstaddur í
húsinu morðkvöldið*
Jerome hreifði varirnar en það
leið nokkur stund, áður en hægt var
að greina orðaskil.
“Hún er vitlaus,” hvíslaði hann.
“Eg heyrði vel hvað hún sagði. Hún
er bandvitlaus. Kvenfólk er mestu
skrafskjóður—alt saman. Hvað var
hún að segja að eg hefði sagt í nótt?
Það er lygi. Það er bara eitthvað,
sem hún finnur upp á. Eg heyrði
það vel. Hún sagði, að eg hefði
verið að hrópa.hátt um, að það hefði
verið eg, sem hefði drepið Barling.
Gamla þjófinn þann arna! En það
er lygi. Hversvegna hefði eg átt aö
drepa hann, bölvaðan þorparann!
Hann var bezti vinur minn, og hann
var húsbóndi minn. Eg hefi þjón-
að honum dyggilega í þrjátíu ár,
djöflinum þeim arna. Hversvegna
ætti eg þá að hafa drepið hann—
að lokum ?”
'“Það vitið þér bezt sjálfur,” mælti
Fielding rólega.
Jerome starði á hann.
“Þér trúið þá þessu—þér trúið
því, að það sé eg, sem drap Barling
óskepnuna þá arna—að það sé eg.
Hversvegna ætti eg að hafa gert
það ? Hann var vinur minn,” bætti
hann við, og kom tryllingsblossi í
hitaskær augu hans, er hann sagði
þetta.
“Eg veit að það voruð þér,” mælti
Fielding hægt og með áherzlu.
Augnal)liksþögn varð í herberg-
inu litla. Sjúklingurinn reyndi að
flytja sig til í rúminu, en hann var
of máttlaus til þess, og hneig ör-
magna ofan á koddann aftur.
“En þér getið ekki sannað það,”
mælti hann hryssingslega. “Það
getur enginn sannað það. Ralph
Belmont verður hengdur, og eg
unni honum þess vel. Eg hefi alt af
hatað þann mann. Eg hataði hann
þegar hann var dálítill drenghnokki,
og hann hataði mig aftur á móti.
Látið þið bara hengja hann. Eg hata
alt þetta hyski—bölvað ruslið það
arna—og hann, gamla svikahrapp-
inn, þorparann gamla, bölvaðan
þrjótinn—hann hata eg mest af öll-
um. Barling gamli—djöfull! ’’ Villi-
dýrssvip brá fyrir i kvalaþjáðu and-
liti hans. Hann lyfti höndinni og
þreifaði á voðalega örinu á kinninni.
“Vitið þér, hye langt er síðan, að
hann markaði mig þessu marki?”
spurði hann og staröi út í loftið.
Alt í einu sneri hann sér snögt að
Fielding.—
“Það eru þrjátíu ár siðan,” hvísl-
aði Jerome í hásum róm. “í þessi
þrjátíu ár hefi eg gengið með
skrautið það arna, og tek það með
mér í gröfina. Það var kvöld eitt
fyrir þrjátíu árum síðan, að hann,
markaði mig svona. Við vorum að
rífast um Lizzie—við börðumst um
hana. Hún átti að verða konan mín,
hún Lizzie. Hún var falleg, hún
var eins og hún Fanny þarna —
dóttir hans, dóttir hans djöfulsins
gamla. Nú skiljið þér þetta líklega.
Hann tók Lizzie frá mér, hann
tældi hana, vesalings stúlkuna mína
—og hann hélt að eg hefði fyrir-
gefið honum það. Eg gaf honum
hönd rnína upp á það—daginn sem
hún dó. En hvað þýðir það svo
sem ?” Gamli maðurinn rak upp
hlátur, óskemtilegan kuldahlátnr,
sem alveg ætlaöi að kæfa hann.
“Eg beið bara eftir hinu rctta
augnabliki. Eg hefði getað sálgað
honum mörg hundruð sinnum, og
eg var þrásinnis kominn á flugstig
með að gera það, en það var of-
mikil áhætta við það. Eg útbjó
veggspegilinn til að geta njósnað
um hann. Eg lifði aðeins með þa'S
eitt fyrir augum að geta hefnt mín
á honum og drepið hann. Og lolcs-
ms lánaðist mér það.”
Hann lokaði augunum, og andar-
dráttur hans varð erfiður og þung-
ur.
“Þér sáuð hana sjálfur, þegar hún
kom inn. Hún er lagleg stúlka, en
þó ekki eins lagleg og móðir hennar
Og Barling var faðir hennar. Hann
gekst ekki við henni — nei, honum
datt það nú ekki í hug. Það var
talið, að hún væri frænka mín, og
hann borgaði mér með henni meðan
hún var lítil. Við gerðum handsal
um það við gröf Lizzie. En hann
vissi ekki, að eg beið aðeins eftir
tækifæri, eftir mínum tíma.” Rödd
hans varð veikari og veikari og
þagnaði að lokum alveg. Utan úr
eldhúsinu heyrðist grátur ungu
stúlkunnar, dóttur Austery Barlings.
Jú, nú skildu þeir vel allan sorgar-
leikinn. Hérna höfðu þá báðir
gömlu mennirnir lifað undir sama
þaki árUm saman og verið svarnir
óvinir, annar þeirra með hjartað fult
af hatri og hefndarhug.
Fielding litaðist um í litla hrör-
lega herberginu. Á borðinu við
gluggann var penni og blek. Hann
tík pappírsblað upp úr vasa sínum
og rétti Jamieson það.
“Skrifið,” hvíslaði hann,—“Skrif-
ið upp alt $aman, sem hann hefir
sagt, eins orðrétt og nákvæmt og
áður er frekast unt, en flýtið yður
nú.”
Jamieson settist við borðið, og
penninn þaut yfir blaðið. Hann
skrifaði hvert orð hins deyjandi
manns og játningu eins nákvæmlega,
og hann frekast gat.
Fielding gekk fram að dyrunum,
opnaði hurðina gætilega og talaði
við ungu stúlkuna.
“Þér skuluð ekki vera kviðandi,”
mælti hann rólega við hana. “Þér
þurfið ekkert að óttast. Jerome á
ekki langt eftir, hann lifir ekki til I
morguns. Þér verðið strax að
hlaupa eftir lækni. Eða, bíðið þér
annars—vagninn minn er fyrir ut-
an. Segið bílstjóranum, að hann
eigi að aka yður til læknisins og fá
hann til að koma hingað. En flýtið
yður. ’’ Hann lagði höndina á hand-
legg henni. “Það liggur á, góða
mín,” mælti ha'nn með áherzlu.
Hún kinkaði kolli og flýtti sér i
yfirhöfn TDg fór á stað. Fielding
gekk aftur inn herbergið og settist
við rúmið. Jerome lá framvegis og
tautaði við sjálfan sig.
“Eg hata alt þetta hyski, og eg
hataði Ralph Belmont. Hann var
alt af þversum fyrir mér. En nú
get eg líka hefnt mín á honum. Nú
skal eg ná mér niðri á honum, svo
að hann biði þess aldrei bætur.
Hann skal svei mér fá að hanga og
dingla fyrir það, að eg sálgaði karl-
skrattanum. Ha, ha, ha—hann hélt
að hún hefði gert það. Það var al-
veg kostulegt .... ha, ha, ha, . . .”
draugslegur hlátur hans bergmálaði
frá berum herbergisveggjunum. —
“Og hún hélt að unnusti sinn hefði
gert það — hún ætlaði að bjarga
honum—asnarnir þeir arna— gras-
asnarnir—engu þeirra datt í hug,
að það gæti hafa verið eg. En það
var eg—það var samt eg. Eg sá
til þeirra gegnum gægjugatið mitt í
veggnum. Jamieson og Barling,s,
þeir voru komnir í hár saman og lá
við áflogum út af stelpunni. Þeim
var alveg að lenda saman—það var
svei mér kostulegt, framúrskarandi
skemtilegt. Eg sá Jamieson fara
burt, og hinn lá í stólnum. Eg hélt
að hann hefði fengið aðsvif, hann
leit þannig út. Eg varð hræddur
um, að nú ætlaði hann að snuða
mig með því að verða sjálfdauður
rétt fyrir augunum á mér. Það var
VEITIR HREYSTI OG
HUGREKKl ÞEIM SJÚKU
P61k. sem vegna aldurs, eða annara
orsaka, er lasburða, íær endurnýjaða
heilsu við að nota NUGA-TONE.
NUGA-TONE er íyrirtak fyrir roskið
fólk. Meðalið eykur vinnuþrekið til
muna. Ef þqr eruð gömul eða lasburða,
þá reynið NUGA-TONE. lnnan fárra
daga munið þér finna til bata.
NUGA TONE fæst í lyfjabúðuin.
Forðist stælingar. Ekkert jafnast á við
NUGA-TONE.
ekki meiningin—eg hafði beöið eft-
ir því heila æfi að fá að sálga hon-
um . . Jerome dró þungt andann
og færði sig ofurlítið með mestu erf-
iðleikum.
“Svo rak eg augun í járnstöngina
litlu, sem hafði losnað úr aringrind-
inni. Eg gekk inn og tók hana.
Þarna sat hann ennþá í stólnum og
geispaði og gapti, og svo lyfti eg
stönginni og danglaði henni í skall-
ann á honum. Hann átti að deyja
fyrir minni hendi, og það gerði
han. Hann gat ekki snuðað mig.
Hann valt ofan úr stólnum og glápti
á mig. Eg held, aö honum hafi skil-
ist þá á síðustu stundu, að það var
eg, sem gerði það, og það var þetta,
sem eg hafði beðið eftir öll þessi
ár, beðið og þráð af alhuga.”
Hann þagnaði alt í einu. “Um
hvað er eg að tala?” tautaði hann.
“Jæja, þaö gerir ekkert til. Hér er
enginn sem heyrir það, hvort sem er.
Enginn má vita það, að það á að
hengja Ralph Belmont fyrir það.
Eg hefi hatað hann, síðah hann var
smástrákur, og hann hefir hatað
mig. Eg held, að hann hafi grun-
að, hvað eg ætlaði mér. Hann hefir
alt af verið fyrir mér, þorparinn sá
arna.”
Hann þagnaði, og dauðaþögn varö
í herberginu litla. Jamieson sat við
borðið með pennann í hendinni.
Hann hafði skrifað upp alt saman,
POLLYANNA ÞROSKAST
Eftir ELEANOR H. PORTER
------—------------——--------
“Eg hitti mann á Þýzkalandi í fyrra,’’
sagði Pollyanna; “hann hafði tapað aleigu
sinni, og var næsta dapurlegur ásýndum. Eg
var sjónar og heyrnarvottur að tilraunum
ýmsra til þess að hughreysta hann. Eg
heyrði menn segja, að ekki dygði að örvænta,
þó eitthvað gæfi á, því jafnan kæmi skin eftir
skúr. Það mátti margt af því læra að kynn-
ast svipbrigðum þessa manns og tilsvörum. ”
“Sé það eitt öðru fremur, er gerir mér gramt
í geði,” sag’ði hann, “þá er það fjas manna
um það, að ástæðurnar gætu nú reyndar verið
verri en þær eru, og að maður ætti að vera
þakklátur fyrir hvað lítið sem maður hefði
undir höndum. Mér hrýs hugur við fólki,
sem dag út og dag inn, er með þetta nægju-
semis og þakklætishjal á vörum, fyrir ekki
neitt. Eg vildi helzt ekki þurfa að draga and-
ann, neyta máltíðar eða færa mig fet úr stað,
meðan alt gengur svona á tréfótum fyrir mér.
Og þegar brýnt er upp aftur og aftur fyrir
mér þakklæti fyrir verra en ekki neitt, fyllist
eg heift og bræði.”
‘ ‘ Eg get rétt gert mét í hugarlund hvaða
viðmóti eg hefði mætt, ef eg hefði ráðist í að
hughreysta þenna veslings mann,” sagði
Pollyanna; “lífsskoðun hans var slík, að hún
hlaut óumflýjanlega að hafa ill og lamandi á-
hrif á aðra. Hefði liann aðeins getað komið
auga á, að jafnvel ein kleina væri þó vitund
betri en ekki neitt, myndi afstaða hans til
lífsins og samferðamannanna hafa orðið mik-
ið þolanlegri. Nú rifjast upp í huga mínum
æfintýrið um veslings gömlu konuna, er eg
reyndi að telja um fyrir hér á árunum; það
var engu líkara en hennar innilegasta ánægja
væri fólgin í því, að teygja lopann sýknt og
heilagt yfir þeim dauðans vandræðum, er
hún ávalt ætti í; eg var aðeins lítill telpu-
hnokki þá; líklegast eitthvað tíu ára, eða því
sem næst; eg var að gera til þess tilraun, að
tala kjark í gömlu konuna og breyta að ein-
hverju lífsviðhorfi hennar, ef unt væri; mér
var það fyllilega ljóst hverjum vandkvæðum
slíkt var bundið, og varð heldur ekki mikils
árangurs vör. Seinasta úrræði mitt var að
óska henni til hamingju með vesaldóminn og
vandræðin, með því sýnt væri, að í því væri
fólgið hennar hugnæasta umhugsunar 0g um-
talsefni.”
‘ ‘ Það var sniðuglega gert af þér, ’ ’ sagði
Jimmy, hálf stamandi.
Pollyanna lileypti brúnum.
“Eg veit ekki með vissu hvernig henni
féll þetta, en geng þó út frá því sem nokkum
veginn £efnu, að hugarástand hennar hafi
verið næsta svipað því, er einkendi manninn,
sem eg mintist á áðan.
‘ ‘ Það verður einhver að kveða upp úr, og
segja svona fólki til syndanna,” sagði Pendle-
ton, með slíkum undrunarblæ í rómnum, að
Pollyanna varð blátt áfram forviða.
“Hvað gengur að þér, Jimmy?”
“Ejg held svo sem ekki neitt; eg . . . var
... að liugsa; já, eg var meira að segja ósjálf-
rátt farinn að hvetja þig til einhvers, sem eg
fyrrifram vissi fullvel, að þú mvndir undir
engum kringumstæðum geta látið ógert. Eg
hafði hálfvegis tapað taumhaldi á sjálfum
mér; eg hafði borið kvíðboga fyrir málalok-
unum. ” Jimmy varð kafrjóður í framan.
“Nú, jæja þá, Jimmy,” sagði Pollyanna
nokkuð hvatskeytlega. ‘ ‘ Viltu ekki segja mér
í fullri hreinskilni við hvað þú í raun og veru
átt. Eg botna ekki lifandi vitund í þessum
undanfærslum þínum.”
“Eg er nú líka reyndar í töluverðum
vafa um hverju eg eigi að svara til,” stamaði
Jimmy út úr sér ráðaleysislega.
“Eg bíð eftár svari,” sagði Pollyanna.
Rödd hennar bar vott um ákveðinn viljakraft,
þó merkja mætti í henni nokkurn ertnisblæ.
Jimmy Pendleton hafði það einhvern veg-
inn á meðvitundinni að hann hefði lotið í
lægra haldi, og nú lagði hann beinlínis árar
í bát. j
“Eg geri ráð fyrir,” sagð hann, og ypti
öxlum um leið, “að þú haldir þínu stryki,
eins 0g þú hefir gert hingað til, eða farir
þinna ferða, án utanaðkomandi áhrifa.”
Hann hafði ekki fyr lokið setningunni, en
Pollyanna skelti upp úr. ‘ ‘ Svo þú ert þá einn
þeirra, er undrast yfir því, að eg sem tvítug
stúlka, skuli hugsa og haga mér eins og þegar
eg var tíu ára barna,” sagði hún.
T
“Eg átti ekki við, . . . nei, mér var það
fullljóst áður,” tautaði Jimmy í hálfum hljóð-
nm.
Pollyanna stakk fingrunum í eyrun, og
skelti upp úr á ný.
XIX.
Síðari hluta júnímánaðar barst Polly-
önnu í hendur bréf frá Miss Wetherby. Bréfið
var á þessa leið: “Eg tek mér það bessa-
leyfi, kæra Pollyanna, að skrifa þér þetta, og
biðja þig jafnframt stórrar bónar. Svo er
mál með vexti, að mér leikur hugur á að fá
vitneskju um það, hvort eigi myndi hugsan-
legt, að svo hagaði til í BeldingsVille, að þar
kynni að vera fjölskylda, er taka vildi á móti
systur minni, og selja henni fæði 0g hús-
næði í sumar. Þau mundu verða þrjú í alt;
Mrs. Carew, skrifari hennar og kjörsonur,
Jamie. Þú manst eftir Jamie, eða er ekki
svol Systur minni er um og ó að búa á
gistihúsi, og um venjulegt matsöluhús gæti
tæpast verið að ræða. Systir mín er tauga-
slöpp og þreytt; lajknirinn skipaði svo fyrir,
að hún yrði að leita sér hvíldar úti á lands-
bygðinni, eða í einhverju friðsælu smáþorpi;
hann stakk upp á annaðlivort Yermont eða
New Hampshire. Eg sagði Ruth að eg ætlaði
að skrifa þér. Svo má lieita að þau séu öll
til ferðar búin, og vildu helzt geta sezt að í
hinum væntanlega sumarbústað, fyrstu dag-
ana í júlí. Metið yrði það að makleikum, ef
þú gætir látið mig vita hið bráðasta hvernig
til hagar í þessu tilliti. Systir mín er hjá
okkur á heilsuhælinu sem stendur, til þess að
reyna að byggja sig vitund upp.
Með von um svar við allra fyrstu hent-
ugleika, er eg þín einlæg
Della Wetherby.”
Eftir að hafa lokið lestri bréfsins, sat
Pollyanna nokkrar mínútur hljóðlát og hugsi;
hún var að virða fyrir sér í huganum Beld-
ingsville þorpið, hvernig ástatt væri á hverju
heimili uin sig, og hvar líkurnar væru helzt
til, að geta fengið viðeigandi stað handa vin-
um sínum. Nú kom henni gott ráð í hug;
hún stökk á fætur og rauk í hendingskasti inn
í dagstofuna til frænku sinnar og hrópaði
upp yfir sig með ofsakæti í röddinni:
“Frænka, frænka! E;g hefi alt af haldið,
að einlivefn tíma hlyti að hlaupa á snærið
fvrir mér; eg hefi fengið alveg splunkurnýja
flugu, eða hugmynd í höfuðið; eg var aldrei
í vafa um það, að eitthvað það bæri óvænt að
höndum, er opna mvndi mér, eða okkur veg
út úr ógöngunum. Það bregður stundum
fyrir hjá mér óvæntum eiginleikum, einhvers
konar spádómsgáfu, eða broti úr henni.
Hlustaðu nú á mig; í öllum hamingju bænum
verðurðu að hlusta á mig í fullri samúð og
með fullum skilningi.
Eg hefi fengið bréf frá Miss Wetherby,
þar sem hún er að spyrjast fyrir um verustað
yfir sumartímann; liún vill helzt ekki þurfa að
búa á gistihúsi sé nokkurs annars kostur og
um venjulegan matsölustað eða gildaskála
gæti tæpast heldur verið að ræða. 1 fyrstunni
kom eg ekki auga á hentugan stað, en svo
held eg að eg hafi hitt naglann á höfuðið.”
“Mikið fádæma barn getur þú alt af ver-
ið,” sagði Mrs. Ohilton undrandi og óþolin-
mæðilega; það er eins og aldurinn hafi engin
minstu áhrif á þig. En hvað var það nú í
rauninni, sem þú varst að komast að ? ”
“Eg var að hugsa um verustað handa
Aírs. Carew, skrifara liennar og Jamie,”
stamaði Pollyanna út úr sér.
“Hvað kemur þetta okkur við,” sagði
Mrs. Chilton með djúpan alvörublæ í rómn-
um.
“Það kemur okkur mikið við,” svaraði
Pollyanna með nokkurri ákefð; “eg ætla að
láta þetta fólk búa hérna, einmitt hérna rétt
hjá okkur.”
“Pollyanna! Pollyanna!” Mrs. Chilton
stökk undrandi á fætur.
“Andæfðu mér ekki í þetta sinn, frænka,”
sagði Pollyanna. ‘ ‘ Eg hefði hugsað og beðið
og beðið og hugsað, og nú eru vonir mínar að
rætast. Eg veit með vissu að við getum, flest-
um fremur, tekið á móti þessum góðu gestum
og látið vel fara um þá; hiísrými er nægilegt,
og sjálf get eg annast um matreiðsluna; fólk
þetta greiðir vel fyrir sig; það hefir næga
peninga og leggur þar af leiðandi vel á borð
með sér. Auk þess er hér um vini okkar að
ræða, er finna myndu sig heima.”
“Pollyanna,” sagði Mrs. Chilton nokk-
11 ð æst. “Það kemur ekki til nokkurra mála,
að snúa Harrington heimilinu upp íalgengan
greiðasölustað. ”
“Um algengan greiðasölustað verður
heldur ekki að ræða,” svaraði Pollyanna í
nokkurri þykkju. Þetta fólk eru vinir okk-
ar; ]>að hefir næg peningaráð, og nú vanhagar
okkur einkum um peninga, að því er mér skilst
því ekki að grípa gæsina meðan hún gefst?”
Þungt andvarp leið upp frá brjósti Mrs.
Chilton og svo hneig hún niður í stólinn.
“Hvernig í ósköpunum ætti eg að geta
sætt mig við annað eins og þetta,” sagði liún
í hálfum hljóðum. Þú veizt það fullvel barn-
ið mitt, að þú gætir ekki undir nokkrum kring-
umstæðum leyst af hendi alt það verk, er því
væri samfara að taka á móti Mrs. Carew og
félögum hennar.
“ Ja, því ekki það, ja, því ætti eg að geta
leyst annað eins feikna verk af hendi; ekki
nema það þó. Eg gæti ]>ó að minsta kosti
matreitt og haft eftirlit með' flestu því, er
gera þyrfti á heimilinu. Eg er heldur ekki í
minsta vafa um það, að einhver af yngri
sýstrum Nancy’s myndi rétta mér hjálpar-
hönd ef til þess kæmi. Þá myndi heldur ekki
standa á Mrs. Durgin að annast um þvottana;
iþað er ekki í fyrsta sinn, sem hún hefir lagt
hendi að slíku verki.
“ Pollyanna! Þú veizt að eg er ekki vel
heilbrig'ð; það er svo undur lítið sem eg gæti
gert, þó ekki skorti til þess viljann.
“Þú átt ekki að slíta þér út, frænka,”
sagði Pollyanna góðlátlega. Það er eg sem
ekki á að hlífa mér. Eln væri það ekki nota-
legt að fá peningana, eins og nú hagar til,
og fá þá með svona lítilli fyrirhöfn?”