Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 3

Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 3
LOGBERG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1933. Bls. 3 I Sólskin Sérstök deild í blaðinu Fyrir börn og unglinga I r»00000000i00000»0e00000000000000000000»^»00000000000»fe00000000000s>0000000»0000s>'s^: GRÓA MEÐ GULLHARIÐ Kvöldgrauturinn var orðinn ískaldur en Jivorki pabbi né mamma voru komin beim. Hvað hafði orðið af þeimf Aldrei hafði það komið fyrir áður, að þau kæmu ekki, þó að stundum kæmu þau ekki fyr en seint, því að þau höfðu svo margt að gera á höfuðbólinu. Gróa fékk hjartslátt og gula hárið mikla flaksaði þegar hún hljóp út á stéttina til þess að gá að foreldrum sínum. Loks varð ekki annað til ráða en aðýiátta litlu systkinin sín og setjast svo fyrir og bíða. Tíminn leið og loks sofnaði Gróa, þar sem hún sat. Þegar hún vaknaði aftur var farið að birta af degi, en ekki voru foreldrar hennar komnir. Það fór skjálfti um Gróu þarna sem hún sat. Það var svo kalt og ömurlegt. Hvað ætti hún að gera ef foreldrar hennar kæmu ekki ? Hún sendi hann Hallvarð bróður sinn á höfuðból- ið, en hann kom aftur með það svar, að pabbi og mamma hefðu farið heim á líkum tíma og vant var og enginn hefði séð þau síðan. Nú leið fram til hádegis og Gróa beið og beið og hugsaði og hugsaði. Loks tók hún ákvörðun. Hún kom systkinum sínum fyrir hjá góðri grannkonu, tók mat í skreppu sína og lagði svo af stað til þess að leita að foreldrum sín- um. Hún gekk fram hjá höfuðbólinu til þess að vita, hvort hún yrði einskis vísari um þau. Þegar hún var komin hálfa leið sá hún tusku hanga á kvisti og þessa tusku þekti hún, því að hún var úr svuntunni, sem hún hafði ofið sjálf handa henni mömmu sinni. Og hún sá meira, Hún sá .slóða í skógimim, breiðan og troðinn slóða, sem ekki hafði verið þar áður. Hún gekk þennan slóða og eftir dálitla stund fann hún stafinn hans pabba síns. Hún tók hann með sér. Nú var hún ekki í vafa um, að foreldrar hennar hefðu farið þarna, en áreið- anlega ekki af fúsum vilja. Þegar Gróa liafði gengið lengi kom hún í rjóður í skóginum. Og í sama bili heyrði hún sterkan hvín og hávaða og ofan úr loftinu kom stór þiður á fleygiferð og stór haukur og undir eins og þeir komu niður í rjóðrið réðst haukurinn á þiðurinn og þeir börðust upp á líf 0g dauða. Þeir voru svo viðbragðsfljótir, að Gróa var hrædd um, að ef hún reyndi að berja haukinn mundi hún hitta þiðurinn í staðinn, af því að þeir börð- ust með vængjum og klóm og bitu hvor annan. Nú fékk þiðurinn högg svo að hann hröklaðist aftur á bak og leið yfir hann. Og þá rauk haukurinn á hann og festi klærnar í brjóstið á honum 0g ætlaði að drepa hann. En þá var Gróa ekki sein á sér. Hún sló haukinn í haus- inn, með digra stafnum hans föður síns, svo að fuglinn valt út af steindauður. Þiðurinn lá þarna líka, alveg eins og dauður. En þeg- ar hún lyfti honum sá hún að augnalokin á honum hreifðust og þegar hann hafði jafnað sig fór hann að tala: ‘ ‘ Þetta var vel af sér vikið, Gróa, því að það skaltu vita, að þetta var galdraliaukur og hann bíta hvorki stál né járn. Eg' var sannfærður um að hann mundi kyrkja mig, því að hann var svo sterkur. En nú skaltú fara að eins og eg segi: Flettu haminum af hauknum og þá geturðu orðið eins og hann. Eg veit að þú ert að leita að pábba þínum og mömmu og eg skal hjálpa þér!” Þið getið ímyndað ykkur að Gróa varð glöð þegar hún heyrði hvað þiðurinn sagði, en það var með naumindum, að hún náði hamnum af skrokknum. En þegar hún fleyg'ði lionum yfir herðarnar á sér fann hún undir eins að hún varð létt eins og fugl og hún lyft- ist upp yfir trén og þiðurinn við hliðina á henni. Þau flugu þann dag allan og um kvöld- ið settust þau bæði við stórt vatn. Þetta var svo skrítið og óeðlilegt að svífa um loftið eins og fugl og vera þó sama Gróan eins og hún hafði altaf verið, en hún vandist því furðu fljótt. “Hinummegin við stóra vatnið stendur galdrahöllin og þar eru pabbi þinn og mamma geymd niður í stórum og dimmum kjallara,” sagði þiðurinn. “Hversvegna tóku vondu tröllin þau ? ’ ’ spurði Gróa. “Eg skal segja þér það,” sagði þiðurinn, “hún sagði mér það svalan, sem á hreiður í hallarmúrnum. Fallegasti tröllaprinsinn er svo hrifinn af þér, skilurðu! ’ ’ “Af mér”! hrópaði Gróa. “ Já, einmitt af þér, já! Hann hefir legið niðri í jörðinni og glápt á þig, livenær sem þú gekst milli fjóss og bæjar. Og það er gull- hárið þitt, sem hefir töfrað hana svo. En svo er tröllaprinsinn svoddan ónytjungur og klaufi, að hann getur ekki neitt sjálfur, svo að foreldrar hans tóku til bragðs að ræna foreldrum þínum, svo að þau skildu fá þig til að verða konan hans. En það vilja foreldrar þínir ómögulega, og þessvegna stendur til að steikja þau lifandi á morgun, cf þau vilja ekki gefa prinsinum með langa nefið þig.” “Æ, æ, æ!” hrpaði Gróa, “veslings for eldrar mínir! Eg vil miklu heldur eiga ljót asta tröllið í heiminum, en að foreldrum mín- um sé gert ilt! ” “Hægan, ihægan,” sagði þiðurinn, taktu þessu með hægð, sá, sem hægt ekur kemst líka leiðar sinnar, skilurðu! Nú skulum við sofa dálítið, svo að við verðum óþreytt á morgun! ’ ’ En Gróu var nú ekki svefn í hug'. Sterku vængirnir liauksins lyftu henni frá jörðu og hún sveif um loftið. Þá sá hún langt fyrir neðan sig rottu, sem var að naga kálblað. An þess að vita af því sjálf hlýddi hún eðli hauks- ins og hnitaði sig niður að rottunni og greip hana í klærnar. Rottan tísti og bað fyrir sér og Gróa var alveg hissa á, hve fljótt þetta hafði gerst. “Eg skal hjálpa þér ef þú þyrmir mér, ” tísti rottan. Gróa liafði ekki neitt á móti því og svo sagði rottan: “Taktu mig nú varlega í klærnar og svo skulum við fljúga að höllinni.” Þær gerðu það og rottan smaug inn um rifu í veggnum og inn í kjallarann og fór að naga böridin á foreldrum Gróu í sundur, svo að þau urðu frjáls. ‘ ‘ Farið þið nú upp í hæsta hallarturninn og felið ykkur þar,” sagði rottan við foreldrana. Þau læddust upp og földu sig bak við stórar hellur sem voru þar, og sem tröllin voru vön að sitja á. Rottan flýtti sér aftur út til hauksins. “Fljúgðu inn um opna gluggan þarna. Þú sérð þar rautt áklæði hanga á veggnum og það skaltu taka í nefið og fljúga með það til mín. ” Og þetta gerði haukurinn. “Breyttu þér nú í hana Gróu aftur,” sagði rottan. Gróa klóraði sig í bringuna með nefinu og' þá féll af henni fuglshamurinn og hún varð aftur eins og hún átti að sér. Síðan settust þær á klæðið, rotta 0g hún og undir eins og rottan sagði: Fljúgðu í turninn klæði, þá flaug það þangað undir eins. Þau tóku for- eldrana með sér og nú ætlaði Gróa að fljúga með þau beint heim. “Nei, bíddu hæg,” sagði rottan, “fyrst verðum við að kvrkja tröllin, annars elta þau okkur! Fljúgðu'kvæði, inn í svefnstofu tröll- anna en fljúgðu svo lágt að þú tætir hausana af þeim öllum! ’ ’ Og klæðið þaut inn í svefnstofuna og eft- ir það var ekki eitt tröll lifandi eftir í höllinni. Síðan fóru þau heim, en komu þó við í fjár- hirslunni og tæmdu hana. Þegar þau komu yfir stóra vatnið sá Gróa að þiðurinn sat bak við runna og svaf. Og þá kallaði liún: Klæði, klæði mitt, fljúgðu svo lágt að þiðúrinn detti af greininni sinni! Og samstundis valt þiðurinn niður í gras- ið og þegar hann vaknaði, leit liann forViða í kringum sig'. Yið hliðina á honum lá klæðið og þar sátu þau öll og jafnvel rottan skelli- hló. Gróa sagði: ‘ ‘ Það er gott að aka hæg't, en ennþá betra er að aka hart! ’ ’ “Ekki þegar maður fellir skikkanlega sofandi þiðra af greininni sinni, ” muldraði þiðurinn. “Hoppaðu upp og vertu samferða og vertu ekki styggur,” sagði Gróa. Og' svo þutu þau heim. Og síðan lifðu þau vel og lengi. Foreldrarnir keyptu liöfuð- bólið og rottan og þiðurinn áttu heima hjá þeim til æfiloka. —Fálkinn. TVÖ KVÆÐI Sæfarinn. Höndin er siggborin, hörð sem stál og hrufótt sem gömul eik, barin áf snævi og styrkt á rót við storminn í risaleik. Andlitið hrukkótt sem bergsins brá og brunnið við sólarglóð, mótað í hættum og harðri raun við hrannir og stormaflóð. En þegar hann mælir við soninn sinn, á svipinn hans ljóma slær, og ljúfastan heyri <eg linda-nið,— í lofti er sumarblær. Lífssaga. Hann dreymdi fagra drauma um dáðaríka æfi, en berast lét á bárum sinn bát á lífsins sævi. Hann liirti ei um horfið, en hrakti fyrir straumi, unz bátin rak á boða; Hann braut sitt fley—í draumi. Hans nafn er fyrnsku falið, en fleyið týnt í sævi, og gleymdir glæstir draumar um giftudrjúga æfi. Richard Recfy. DJÖRFUNG Þetta eru huggunarorð Drottins til sam- verkamanna hans. Og það erum við öll, svo framarlega, sem við heyrum honum til. Hann þarfnast starfsmanna með djörf- ung. Og hverjir skyldu hafa djörfung til að bera' ef ekki við, sem erum samverkamenn Drottins ? Og nú segir hann við okkur: “Varpið ei frá yður djörfung yðar, þó að þið mætið tálvonum og erfiðleikum í starf- inu. Starf Drottins er ætíð vígt erfiðleikum. En Hann stendur sjálfur við hlið okkar í erfiðleikunum og segir: Eg skal veita ykkur alt, sem þið þarfnist. Þið kæru foreldrar, ykkur er svo liætt við að missa djörfung ykkar á heimilunum og við uppeldi barna ykkar. Þið eruð hrædd um, að þið með daglegum ávirðingum ykkar og yfirsjónum kunnið að spilla nýbyrjuðu guðs-samfélagi barnanna. En komið til Guðs, og talið við liann um yfirsjónir ykkar gagnvart börnunum. Svo framarlega sem við gangið í ljósinu, þá mun hann bæta úr því, sem þið hafið misgjört við börn ykkár. Hann gjörir dásemdarverk. Gleymið því ekki. Og svo óttist þið það, er elskulegu börn- in ykkar þurfa að fara út í fláráðan heiminn, þar sem hætturnar eru svo margar og miklar- ó, hve sú tilhugsun getur sviðið og sært við- kvæmt hjarta föður og móður, bæði um nætur og daga! En varpið eigi frá yður djörfung yðar! Minnist þess, að hjálpræði Guðs er einmitt sniðið handa þeim, sem lifa í þessum vonda og hættulega heimi. Margir foreldrar verða að horfa á börnin sín ganga út á breiða veginn—já, út í opin- bera synd. Þeir biðja fyrir þeim, en sjá ekki árangur. Og þá vaknar spumingin: Vill-Guð ekki heyra bænirnar okkar f En minnist þá þess, að ekkert ykkar elskar börnin sín jafn heitt og Dottinn sjálfur elskar þau. Haldið aðeins áfram að biðja og gráta vegna afvegaleiddu barnanna ykkar. Það keinst enginn inn í himnaríki án fyrirbæna- Sumir ekki heldur án tára. —Bjarmi. Á. Jóh. STORMURINN (Eftir Robert Louis Stevenson) Eg sá þig laufum sveifla í hring og sveigja skóginn alt í kring og drekann okkarjiefja hátt og hrekja fugla um loftið blátt. Hvað þú ert sterkur, stormur minn, eg stöðugt heyri sönginn þinn. Á fimleik þínum furðar mig, þú faldir altaf sjálfan þig; þú hrintir mér; eg heyrði þá þú hlóst um leið—en ekkert sá. Þú stormur blæst úr allri átt, . og allan daginn syngur hátt. Þú sterki, kaldi stormur, hvað er starf þitt ! Viltu segja það? Er það að hræða’ og hrekkja mig? Til hvers ert þú að fela þig? Hvað þú ert sterkur, stormur minn! eg stöðugt heyri sönginn þinn. Hvað ertu? Drengur? eða karl? eða’ ertu skrímsli stórt sem fjall? eða ertu barn, sem æðra mér og öðruvísi leikur þér ? Þú, stormur, blæst úr allri átt og allan daginn syngur hátt. Sig. Júl. J. þýddi. m PROFESSIONAL CARDS g DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Phone 21 *S4—Offlce tímar 2-S Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba Drs. H. R. & H. W. TWEED Tannkeknar 406 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 54 6 WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. talennkur löofrœOinour Skrifstofa: Room 811 McArthur Bulldlng, Portage Ave. P.O. Box 1666 PHONES 95 052 og 39 043 DR. T. GREENBERG Dcntist Hours 10 a.m. to 9 p.in. PHONES: Office 36 196 Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg Dr. A. B. Ingimundson Tannlœknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 Heimllis 46 064 DR. A. V. JOHNSON talenzkur Tannlœknir 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pðsthúslnu Simi 96 210 Heimilis 33 328 DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy St«. Phone 21 834—Office tímar 4.30-6 Heimili: 6 ST. JAMK8 PL.ACK Winnipeg, Manitoba Send Your Printing Orders to J. T. THORSON, K.C. hlenzkur löofrceOinour 801 Great West Perm. Bldg. Phone 92 755 DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graliam og Kennedy Sts. Talsimi 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er aö hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMlLLAN AVE. Talaimi 42 691 Columbia Press Ltd. First Class Work Reasonable Prices V J. RAGNAR JOHNSON B.A., LL.B., LL.M. (Harv). ialenzkur löomaOur 405 DEVON COURT Phone 21459 Dr. P. H. T„ Thorlakson 206 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 A. S. BARDAL 84 8 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúna8ur sá bezti. Ennfremur selur hann aliskonar minnlsvar8a og legstelna. Skrifstofu talsimi: 86 607 Heimilis talsími 601 662 G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. LöofrceOinour Skrifst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St., gegnt City Hall Phone 97 024 DR. A. BLONDAL 602 Medlcal Arta Building Stundar séretaklega kvenna og barna sjúkdóma. Er a8 hitta frá kl. 10-12 f. h. og 8-6 e. h. Office Phone 22 296 Heimili: 806 VICTOR ST. Simi 28 180 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Aiinast um fasteignir manna. Tekur a8 sér a8 Avaxta sparlfé fólks. Selur eids&byrgS og blf- reiSa fi.byrg8ir. Skrlflegum fyrir- spurnum svaraB samstundia. Skrifst.s. 96 757—Heimas. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. talenekur IöofraeOinour Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST. Dr. S. J. Johannesson Vi8tal8timi S—6 e. h. 632 SHERBURN ST.-8imi 1« ITT G. W. MAGNUSSON Nuddlceknir 41 FURBT STREET Phone 36 137 8Iml8 og semjlS um samtalstlma J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPBG Fastelgnasalar. Leigja hús. Ct- vega peningalfi n og elda&byrg6 af 'lliu tagl. i 3one 94 221 j

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.