Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 8

Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 8
Bis. y LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1933. Úr bœnum og grendinni G. T. spil og dans á hverjum þriðju- og föstudegi í I.O.G.T. hús- inu, Sargent Ave. Byrjar stundvis- lega kl. 8.30 aÖ kvöldinu, $23.00 í verðlaun. Gowler’s Orchestra. Athygli skal vakin á auglýsingu hér í blaðinu frá S. Sigurjónssyni, 738 Banning St., -Winnipeg, um bækur og rit er hann hefir til sölu. “Senior Hockey’’ i Olympic skautaskálanum, Church og Charles. Vikings og St. Norbert les Cana- diens, laugardaginn 2. des., kl. 8 e. h. Hjálpið íþróttafélaginu með því að koma á leikana. Þetta er fyrsti leikurinn og því áríðandi að fjöl- ment verði. Samkoman, sem haldin verður, af Jóns Bjarnasonar skóla, í samkomu- sal Fyrstu lútersku kirkju kl. 8 á fimtudagskvöldið 1 þessari viku ætti að verða ánægjuleg. Þar fer fram stuttur leikur. Ennfremur skemta söngflokkar Miss Halldorson með íslenzkum og með enskum söng. Þar verður og fleira til að vekja unað. Kaffi og brauð handa öllum. Inngangur er ekki seldur en tekið á móti gjöfum við dyrnar. Allir vel- komnir. Athygli skal hér með dregin að skemtisamkomu, sem fram fer í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju, þann 11. desember næstkomandi. Munu margir hlakka til að sjá Mar- ionettes brúðurnar leika sem lifandi fólk, og það sem þær segja, fer fram á íslenzku. Þá er það hreint ekkertj smáræðis tilhlökkunarefni, að fá að hlýða á Mrs. W. J. Lindal, eins snjöll og hún er. Með söng og hljóðfæraslætti skcmta Mrs. K. Jó- hannesson og Mr. Ragnar Ragnars. Þá verða og um hönd hafðar skraut- sýningar, er tákna sjö stig mann- legrar æfi; fylgir þessu öllu söngur og hljóðfærasláttur. Þeir, sem til þekkja, vita hve ánægjulegt er að hlusta á Mrs. Hercus, Johnson bræð- urna og Jack McArton. — Þessi sjaldgæfa skemtun verður haldin undir umsjón deild No. 1; kvenfé- lags Fyrsta lúterska safnaðar. Jóns Sigurðssonar félagið heldur fund á þriðjudagskveldið þann 5. desember næstkomandi á heimili Mrs. J. Kristjánsson, 788 Ingersoll Street, klukkan 8. Souris Kol Deep Seam Lump and Cobble $6.25 Upper Seam Lump and Cobble $5.50 Af þessum kolum eru margar tegundir. Við seljum þá beztu. Halliday Bros. Símar 25337—25338 JOHN ÓLAFSON umboðsm. Heimili: 250 Garfield St. Simi 31 783 "Sjálfsvernd er ýmnum í brjóst layln, cr ekki verðskulda hana." Firth Bros. Yfirhafnir, nýjar í Winnipeg, $19.50, $21.50 og yfir hver um sig frá $5.00 til $10.00 meira virði. Kostar ekkert að skoða þær. ósótt föt og yfij-hafnir $2 5.00 til $35.00 vjrðj fyrir $15.00 Keynið Firth Bros. handsaumuð Budget alfatnaði 4 $18.50 Firth Bros. Ltd. ROY TOBEY, Manager 417'4 POKTAGE AVE. Sími 22 282 Skuldar-fundur í kvöld (fimtu- dag) Mr. Jón Ólafsson málmfræðingur, sem lengi ’hefir starfað i þjónustu Vulcan Iron Works félagsins hér í borginni, lagði af stað áleiðis til Skotlands, ásamt frú sinni og syni síðastliðinn laugardag, og ráðgerði að dvelja í Aberdeen að minsta kosti fram undir vor. Dr. Tweed verður á Gimli föstu- dagana þann i. og 8. desember næst- komandi. Mr. Sigv. Jónsson frá Leslie, Sask., var staddur í borginni í byrj- un vikunnar. Mr. W. H. Paulson, fylkisþing- maður í Saskatchewan, kom til borgarinnar síðastliðinn laugardag, ásamt frú sinni. Höfðu þau hjón aðeins stutta viðdvöl að þessu sinni; hurfu heimleiðis aftur á mánudags- kveld. Mr. Paulson leit allra snöggvast inn á skrifstofu Lögbergs. Hann er enn bráðern, þrátt fyrir háan aldur, og fyndinn og skemtilegur að vanda. Kristrún í Hamravík. Ný skáldsaga með þessu nafni, eftir Guðmund G. Hagalín, hefir mér verið send til sölu hér vestra. Er hún 200 bls., prentuð með stóru letri á góðan þykkan bókapappír. Verðið er $i.6o, að meðtöldu póst- gjaldi. Svo hefi eg nú sent til allra kaupenda Kvöldvökur io.—12. hefti, svo að þeir hafa þá fengið allan yf- irstandandi árgang. Og gleymið nú ekki að senda mér andvirði þeirra, $i-75» fyrir jólin. Magnús Beterson, 313 Horace Ave., Norwood, Man. Jón Bjarnason Academy—Gjafir: Christian Sivertz, Victoria, B. C...........$ 1.00 St. Paul’s Ladies’ Aid, Minneota, Minn.............25.00 í minningu um 15. nóv., (Winnipeg) ................25.00 íslenzka kvenfélagið, Leslie, Sask.......................15-00 í umboði skólaráðsins votta eg hér með alúðlegt þakklæti fyrir þessar gjafir. S. IV. Melsted, gjaldkeri skólans. Séra Jóhann Friðriksson messar í Lundarsöfnuði kl. 3 e. h. næsta sunnudag. Munið eftir biblíu-klass- anum. Guðsþjónusta i kirkju Konkordía safnaðar boðast sunnudaginn þriðja desember, sem er fyrsti sunnudag- ur í jólaföstu og fyrsti sunnudagur kirkjuársins. Þess væri óskandi að menn sæu sér fært að byrja kirkjuárið með því að fjölmenna við þessa guðs- þjónustu. Messan byrjar klukkan tvö eftir hádegi. ó1. ó1. C. Kvenfélag sambandssafnaðar heldur “Silver Tea” og sölu á heima- tilbúnum mat i fuúdarsal kirkjunn- ! ar í dag (föstudag)’ kl. 2 e. h. og að kvöldinu. Séra Jóhann Bjarnason messar væntanlega á þessum stöðum í Gimli prestakalli, næsta sunnudag, þ. 3 j des., og á þeim tíma dags er hér J segir: í gamalmennaheimilinu Betel j kl. 9.30 f. h., og í kirkju Gimlisafn- ! aðar kl. 7 að kvöldi. Óskað er eftir að fólk sinni þessu og fjölmenni við messurnar. Sunnudaginn 3. des. hefir séra H. j Sigmar guðsþjónustu í Eyford ! kirkju kl. 2 'é. h. og í Akra Hall kl. 7.30. Messan á Eyford fer fram á íslenzku, en messan á Akra á ensku. Fólki öllu úr norðurbygðum boðið sérstaklega að taka þátt í þeirri guðsþjónustu. Eftir þá messu held- ur ungmennafélagið á Akra fund. Til ^orgyðjunnar Eg leiður er að stara á lífsins glit og prjál. Mið langar svo að gjörþekkja mína eigin sál. t samúðinni einungis sjálfan mig eg finn, það sorg mín er og gleði—já, aðal heimur minn. Eg þrái svo að hlusta á vorsins hörpu hljóm, á haustvindanna óma—þann lífsins skapadóm, á sumarfugla kliðinn, það fagra megin mál, á munarraddir andans, er berast sál frá sál. Þær veigar vil eg teiga er þyrstri svala sál, þann sönginn vil eg heyra, er Skuld- ar kveður mál, þau ljóðin vil eg syngja er hjartans hörpu slá, þær hugar-rúnir lesa, er vitsins sam- úð ná. Ó, kom þú til min, Freyja, min vors- ins drauma dis og dveldu hjá mér þangað til sól úr ægi rís. Og kendu mér að elska það alt, sem fegurst skín. Hvað auga mitt fær gripið og notið, send til mín. Ó, sýn mér í þann heim, þar sem sjálfur Baldur býr, og birt mér hverja mynd, sem er ávalt hrein og skir. Ó, sýndu mér það alt, sem er heilagt, satt og hátt, og hjálpa mér að ígrunda veruleik- ans mátt. Ó, sýn mér upprás sólar í sannleiks réttu mynd, og sanna mér að réttlætisgyðjan ei sé blind. Og sýn mér upp á vizkunnar háa hefðar tind, og hjálpa mér að finna þá tæru Mýmis-lind. ó\ B. Benediktsson. Nýr félagsskapur Hin siðustu ár hefir það verið í hugum nokkurra rnanna, að vel færi á þvi, að fyrverandi nemendur Jóns Bjarnasonar skóla stofnuðu til félagsskapar sín á milli. Af tilraun- um til framkvæmda i þessu efni varð þó ekkert, þangað til séra Sveinbjörn Ólafsson, fyrverandi nemandi skólans, nú prestur í Lester Prairie í Minnesota-ríki, skrifaði á árinu liðna þeim, sem ritar þessar línur, hvatti til ákveðinna fram- kvæmda í þessu máli og hét liðveizlu sinni til að hrinda þvi af stað. Fram- kvæmdir dvöldust samt nokkuð vegna þess, að timaleysi hindraði það, að hann fengi skrá yfir alla fyrverandi nemendur. Á síðastliðnu sumri ferðaðist hann hingað til borg- arinnar og áftum við þá samtal, nokkrir menn, um þessa hugmynd. Það samtal leiddi til þess að fundur var boðaður öllum fyrverandi nem- endum skólans, eftir því sem unt var að vita um þá, í Jóns Bjarna- sonar skóla, þriðjudaginn 8. ág. I nefndinni, sem vann að því að boða fundinn voru þeir Hermann Mel- sted, Jón Bjarnason og Jón Mar- teinsson. Þann dag kom saman nokkur hópur, milli 40 og 50 manns. Séra Sveinbjörn var þar og stýrði fundinum, en Lárus Melsted var skrifari. Var málið þar alt ítarlega rætt og allir virtust vera þess fýs- andi, að umræddur félagsskapur væri stofnaður. Nefnd var þar kos- in til að semja lagafrumvarp og undirbúa næsta fund, sem ákveðið var að halda föstudaginn 15. sept. í nefndina voru kosin: Jón Mar- teinsson, Hermann Melsted Edgar Johnson, Mrs. Lena Goodman, Claude Main og Sam Shewczuk. Hinn fyrstnefndi var kosinn for- maður nefndarinnar og stjórnaði fundinum 15. sept. Þá var kominn saman álíka hópur og á fyrri fund- inum. Þar var lagafrumvarpið rætt og með litlum breytingum samþykt. Þar voru og kosnir fyrstu embættis- menn féiagsins. Má því telja þetta stofnfund félagsskaparins. Kosnir embættismenn eru þessir: Forseti, Harald J. Stephenson; vara-forseti, Sam Shewczuk; skrif- ari, Mrs. Lena Goodman; vara- skrifari, Snjólaug Sigurdson; fé- hirðir, Otto Bjarnason ; vara-féhirð- ir, Lily Bergson. Þessi öll skipa stjórnarnefnd fé- lagsins og þessir fjórir í viðbót: • Lárus Melsted, Hermann Melsted, Iíarry Sloker, Njáll Bardal. Heið- ursforseti er séra Rúnólfur Mar- teinsson. Tilgangur þessa félags er sá, að efla samband með þeim, sem hafa verið nemendur skólans og veita skólanum þann stuðning sem unt er. Fyrsta samkoma þessa félags- skapar var haldin í St. Regis Hotel föstudaginn 27. okt. Var þar mál- tíð framreidd og ræður voru flutt- ar. Var þar myndarlegur hópur fyrverandi nemenda samankominn. Einnig voru þar skólaráðsmenn og nokkrir aðrir vinir. í alt sátu sam- sætið um 100 manns, og má það teljast ágætt í fyrsta sinn. Að lokinni máltíð ávarpaði for- seti samkomuna, sagði frá tilgangi félagsins og las nokkuð úr lögunum. Bergþór E. Johnson mælti fyrir minni skólans, en því ávarpi svaraði séra Rúnólfur Marteinsson. Dr. Jón Stefánsson flutti ræðu fyrir hönd skólaráðsins. David Gustafson mælti fyrir minni kennara og Miss Salome Halldorson svaraði. Fé- hirðirinn, Otto Bjarnason, skýrði samkvæminu frá ýmsu viðvíkjandi fjármálunum; Mr. A. S. Bardal flutti nokkur ávarpsorð til félags- ins. Hermann Melsted stýrði al- mennum söng. Samkoman var hin ánægjulegasta. Hvert andlit lýsti fögnuði og engan heyrði eg minnast á samkvæmið án þess að láta í ljósi gleði yfir mótinu. Margir þeirra er þar komu saman voru með Öllu ókunnugir, en allir áttu það sam- eiginlegt að hafa tilheyrt Jóns Bjarnasonar skóla. Samkomunni sleit með dansi. Hljóðfærasveit A. G. Bardals spil- aði. Um framtíð félagsskapar þessa skal ekkert sagt, en hann sýnir kær- leika til Jóns Bjarnasonar skóla og þakklæti fyrir veruna þar. Sam- koman var þrungin af fögnuði. R. M. Akjósanlegt eldsneyti í kvaða veðri sem er MONOGRAM COAL Lump or Cobble $5.50 Stove............... $4.75 Ekkert aukreytis fyrir kol þó þau sé í pokum WOOD’S COAL COMPANY, LTD. 590 Pembina Highway 45 262 - PHONE - 49 192 West End Order Office: W. Morris, 679 Sargent Avenue PHONE 29 277 Frá Fálkum Vetrarvertíð er nú byrjuð og byrinn blæs þýðlega í skautasegl æskunnar. Mest er það fyrir gofug- mensku og áhuga mentamanna þess- arar borgar; slógu þeir skjaldborg umhverfis tjaldbúð Fálkans siðast- liðið haust þegar leitað var til þeirra [ í Fálka kreppunni. Þökk sé þeim og öðrum, sem af áhuga fyrir æskulýðnum hjálpuðu til að koma því í framkvæmd að hægt væri að halda starfinu áfram þennan vetur. Leikfimi fer fram undir umsjón hr. Karls F. Kristjánssonar; hann er vel kunnur öllum fyrir fimni sina’á sviðum íþróttanna. Hefir fé- lagið ráðið hann til að þjálfa drengi 14 ára og yngri. Allir, sem enn hafa ekki gjörst félagar ættu ekki að draga það lengur því við höfum tak- markað húsnæði. Unglingar, mánudagskvöld kl. 7—8 e. h.; eldri drengir, sama dag, kl. 8—10 e. h.; stúlkur, þriðjudags- kvöld kl. 7—10 e. h., í fundarsal Sambandssafnaðar. Hockey á föstu- dögum, í Sherburn Park, frá 7—9 e. h. Stúlknadeildin hefir flutt sig úr I.O.G.T. húsinu vestur á Banning St. i samkomusal Sambandssafnað- ar. Hockey félagið, sem er deild í þessu félagi hefir nú tekið á leigu Sherburn Park skautaskálann og verða þar 4 ílokkar æfðir í vetur, aðeins þó drengir 14 ára og yngri. Ef íslendingar notuðu nú þetta tækifæri sem að undanförnu, ætti ekki að líða á löngu áður en þíð fáið að sjá al-íslenzka flokka. Róm var ekki bygð á einum degi, svo er með “hockey”. Það tekur að minsta kosti 4 til 5 ár að ná saman góðum flokk, og reynslan hefir sýnt það að þetta er aldursskeiðið, sem mest á- ríðandi er að drengir fái góSa þjálf- un. Verða þar við hendina menn til að taka á móti drengjunum og leið- beina þeim. Gjaldið er sama og fyr- ir inni-iþróttirnar. Karl. CARL THORLAKSON úrsmiSur Peningar fyrir gamla gull- og silfurmuni, sendir með pústi um hæl. 699 Sargent Ave., Winnipeg Heimasimi 24 141 "BJAItMI” kostar $1.50 árgangurinn. Nýir áskrif- endur fá I kaupbætir eldri árgang blaðs- ins, eða 60c virði af neðantöldum bðk- um og smáritum.—Gðð jðlagjöf. Bækur og Smárit ttl Sölu: pess bera menn sAr (fæst um miðjan desember) ..............$1.00 í skóla trúarinnar, Minningarrit um Ólafíu Jóhannsdðttur, nú ..... 1.25 Vitranir Sundar Singh, 6b........ 0.50 í bandi ...................... 1.00 í fðtspor hans I. 4 0e; I. og II. 0.80 í bandi ...................... 1.25 Tvær smásögur, Guðr. Lárusd...... 0.25 Helgi hinn magri, fyrirl. dr. J. Bj. 0.30 Ld'ðð úr Jobsbðk, Vald. bisk. Briem 0.30 Úr blöðum frú Ingunnar Dahl...... 0.15 Úm Zinsendorf og Bræðrasöfnuð.... 0.15 Páll Kanamori, postuli Japana.... 0.25 Árásir á kristindðminn, E. Levy.... 0.15 Sðkn og vörn, Dixon ............. 0.15 Hvers vegna eg gerðist kristinn.... 0.10 Vekjarinn 6, Hinzta kvekjan, Um lfkræður .................. 0.15 Aðalmunur gamallar og nýrrar gufræði, S. A. G.............. 0.15 Sonur hins blessaða, S. Á. G..... 0.15 Hegningarhússvistin í Reykjavík, S. A. G....................... 0.15 Nýtt og gamalt, I—III, (S. A. G.) hvert lOc, öli ............... 0.25 Friðurinn við vlsindin, séra Stef. Sigurðsson I Vigur ........... 0.05 Skerið upp herör, séra F. Fr..... 0.10 Ræða við biskupsvígslu V. Briem 0.05 Heimatrúboð, S. Á. G............. 0.05 Trumbuslagarinn, Cox ............ 0.15 Andatrú vorra ttma, R. Vald...... 0.15 Ýms ofangreind smárit heft saman 0.60 Islenzk myndakort, 5c hvert, 6 f. 0.25 Hefi fleiri rit og bækur, sendi skrá sé um beðið. S. SIGURJÓNSSON, 738 Banning St., Winnipeg..... HEMSTITCHING leyst af hendi flðtt og vel. Pant- anir utan af landi afgreiddar með mjög litlum fyrirvara. 5c | yardið Helga Goodman 809 ST. PAUL AVE., Winnipeg (áður við Rose Hemstitching) Funeral Designs and Sprays SARGENT FLORISTS Nellie McSkimmings 678 SARGENT AVE., viÖ Victor St. BúÖin opin aÖ kveldi og á sunnudaga. Sími 35 676 Jakob F. Bjarnason TRANSFER Annast greiðlega um alt, aem aS ■ flutningum lýtur, aináurn eða atör- um. Hvergi sanngjarnara verð. HeimilL 762 VICTOR STREET Slmi: 24 500 WEVEL CAFE 692 SARGENT AVE. PHONE 37 464 Par hittast Islendingar, utan sem innanbæjar, við máltfðir og hið nafntogaða þjððrækniskaffi. Soffia Schliem, Thura Jonasson. Distinguished Citizens Judges, Former Mayors, Noted Educationlsts, Editors, Leading La~.vyers, Doctors, and many I’rominent Men of Affairs—send their Sons and Daughters to the D0MINI0N BUSINESS COLLEGE When men and women of keen discernment and sound judgement, after full and painstaking enquiry and investigation, select the Dominion Business College as the school in which their own sons and daughters are to receive their training for a business career, it can be taken for granted that they considered the many ad- vantages offered by the Dominion were too important to be over- looked. The DO.YllNION BUSINESS COLIÆGE today offers you the best business courses money can buy, and that at a cost that brings it easily within your reach. An ordinary business course ho longer fills one’s requirements. It is the extra measure of skill and knowledge conferred by a Do- minion Training that singles one out for promotion in any modern business office. It has always been a good investment to secure a Dominion Train- ing—but today, more than ever, it is important that you secure the best obtainable in order to compete worthily in the years to come. / Our Schools are Located 1. ON THE MALL. 3. ST. JOHNS—1308 Main St. 2. ST. JAMES—Corner 4. ELMWOOD—Corner College and Portage. Kelvin and Mclntosh. JOIN NOW Day and Evening Classes You May Enroll at Any One of Our Four Schools With Perfect Confidence.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.