Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 4
Bls. 4 Í.OGBEKG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1933. Íogtjerg G*fW út hvern fimtudag af T B E COLUUBIA PRE88LIM1TED 69 5 Sargent Avenue ^ Winnipeg, Manitoba. Utanftskrift ritstjórans. E3D1TOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE WINNIPEG, MAN. Terð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram rhe “Lögberg" is printed and públished b> Tbe Columbia t'rees, Limited, 695 Sargent Av«„ Winnipeg. Manitoba PHONE8 Sfl 327—Sfl 328 Urslit kosninga Kosninsíxim þeim, er fram fóru til bæ.jar- rábs í Winnipeg síbastliðinn föstudag, lauk þannig, að Mr. Webb var endurkosinn í borg- arst.iórastöðu með freklega átta þúsuiul at- kvæða meiri hluta umfram næsta gagnsækj- anda sinn, Mr. Queen. Frambjóðandi komm- únista, Mr. Forkin, kom harla ltiið við sögu. TJm persónufvlgi Mr. Webbs í kosningrum þessum verður ekki efast; þrátt fyrir það þó flokki verkamanna græddist sæti í bæjar- stjórn, þár sem Mr. Stobart er, verður ekki um það vilst að til borgarstjórastöðunnar jókst Mr. Webb allmjög fylgi. Að loknum þessum kosningum, eða rétt- ara sagt frá 1. janúar næstkomandi að telja, verður flokkum þannig skift í bæjarstjórn, að verkamenn og hinn' svonefndi borgaraflokk- ur hafa jöfn atkvæði; má því vel ætla, að á næsta ári komi oft til þess, að Mr. Webb bljóti sem oddamaður, að ráða málum til lykta. Verkamönnum græddist eitt sæti í skólaráði, og hafa þeir þar nú eins atkvæðis meirihluta. Tvær konur, er hvorki hafa áður átt sæti í baijarstjórn né skólaráði, náðu kosningu að þessu sinni. Mrs. McWilliams sem bæjarfull- trúi fyrir 1. kjördeild, og Mrs. Queen-Hughes til skólaráðs fyrir 2. kjördeild. Einn komm- únisti, Mr. Penner, náði kosningu til bæjar- stjómar fyrir 3. kjördeild. Kærkomin tíðindi hljóta það að verða les- endum Lögbergs, að hinn vinsæli og velmetni landi vor, Mr. Paul Bardai, var endurkosinn í bæjarstjórn sem fulltrúi 2. kjördeildar, með miklu afli atWæða. Jörð Fyrir tiltölulega fáum árum vígðist til prests að Asum í Skaftártungu, kornungur maður, Björn O. Björnsson, sonur fræði- mannsins Odds Björnssonar, prentara á Ak- ureyri, þess er þjóðkunnur varð um síðast- liðin aldamót fyrir útgáfu sína á Bókasafni Alþvðu og ýmsu fleira. Nú hefir séra Björn skift um prestakall og er fluttur að Br.jáns- læk. Frá því 1931 hefir þessi ungi og áhuga- sami kennimaður gefið út tímarit, er nefnist Jörð, og rétt núna á dögunum sýndi hann Lögbergi þá góðvild að senda því nýútkominn þriðja árgang þess til umsagnar. Efnið er með afbrigðum f jölbreytt, og að vorri hyggju, drjúgum heilbrigðara en alment gerist, þá um íslenzk tímarit er að ræða, þó margt hafi ýms þeirra að sjálfsögðu nytsamt til brunns að bera svo sem Eimreiðin, undir forustu Sveins Sigurðssonar. Eldlegur áhugi ritstjórans á velfarnaði íslenzkrar þjóðar dylst engum þeim, er þetta merkilega tímarit hans les; hann fer ekki dult með hina efnislegu afstöðu sína til móður- moklarinnar þó andleg verðmæti skipi vitan- lega fyrirrúm; andleg og efnisleg hreinræktun er auðsjáanlega takmarkið, sem stefna ber að. 1 ritgerð einni, í þessum nýútkomna árgangi Jarðar, kemst séra Björn þannig að orði: “ Jesús—þessi dásamlegi Gyðingur—var og er fyrst og fremst kærleikur, barmafullur af elsku til eymdar jarðlífs. Þessvegna er hann ekki Gyðingur, heldur allra þjóða Jesús og samlandi, alt af ungur, lifandi, líknandi, þótt Hann hafi ekki grófgerðan efnis-líkama —eins og eg og þú—alt af öllum nálægur, sem í sannleika eru á sama andlega “bylgju”- lengdar stuttleika (fínleika)—sem Hann. Nú geta menn í miðstöð andlegs hjarta síns, tek- ið á móti máli Hans, heyrt Hann, séð Hann— hvar sem er á jarðríki og hvaða tungumál sem þeir mæla. Talað við Hann, sem er, sem reynist þeim, er þrá Hann og ákalla—ekki með vörum, heldur í sálarhjarta—bót allra meina þeirra. Hann verður konungur bræðra- lags mannkyns Jarðar, um aldur og æfi jarð- lífs manna, þegar þessi siðmenningar hernað- ar-ósómi efniseitrunar og sálarlífs—er liðinn hjá, sem martröð og illur draumur, sem svart- ur skýjaskuggi, er byrgir fyrir andlega al- lífssól og kærleiksskin hennar, heillandi, lífg- andi, ljós og gleði færandi, gæfu og gengi veitandi.” 1 niðurlagi heitrar og hreinskilnislegrar ritgerðar, er Nútímamenning nefnist, farast séra Birni þannig orð: “ Iieilög yrði sú menning að vera, sem sprytti upp úr nútímamenningunni—án þess að dómur fullkomins Fimbulvetrar og Ragna- raka gengi yfir þjóðir hennar; án þess að Surtarlogar legðu löndin í auðn. Mætti þá og nútímaþjóðirnar sælar kalla langt um fram öll fyrri menningartímabil. Sæl væri hútíma- menningin af því að geta tekið undir með honum, sem var “minni en hinn minsti í liimnaríki,” þó hann væri “mestur þeirra, er af honum voru fæddir,” og sagt: “Eg á að minka, hún á að vaxa”—framtíðarminningin, sem dvalið hefir í skauti mannkynsins, síðan Jesú Kristur gisti mannheim. Myndi þá sannast á óviðjafnanlegan hátt sannleikur orðanna “guðsríki kemur ekki þannig að á því beri, heldur þróast það hið innra með yður.” Og liggur alls ekki í þeim orðum Krists nein eftirgijöf á kröfunni um að ‘ ‘ snúa aftur ” og “ trúa gleðiboðskapnum ’ ’ um “himnaríkið,” sem “er í nánd.” Bkki getur leikið neinn vafi á um það að þjóðirnar verða að snúa aftur; “ snúa aftur og verða eins og börnin”: auðsveip að læra hið nýja í öllum greinum; auðsveip að kasta öllu gömlu, sem ekki kemur heim við fagnaðarerindið um ríki Guðs á jörðinni.” Um Jietta margþætta og meginauðga tímarit séra Björns á Brjánslæk, fórust ís- lenzkum áhugamanni, Sigurbirni Einarssyni, að loknum lestri fyrsta árgangs, meðal ann- ars þannig orð: “Það er djarflega af stað farið, eríprest- ur í afskektu héraði tekur að gefa út stórt og vandað tímarit. Enda mega ekki aðrir leyfa sér slfkt en þeir, sem eitthvað verulegt hafa að segja, einhvern boðskap að flytja. Lestur “ Jarðar” sannfærir mig um það, að ritstjór- inn, séra Björn í Ásum, gat ekki orða bundist. Hann tekur mörg mál til meðferðar, færir fram í búning glæsilegs máls og sýnir þau síð- an frá nýjum hliðum, eða gömlu hliðarnar verða nýjar í meðferð hans. Það er t. d. alveg ný opinberun, liggur mér við að segja, að lesa það, sem séra Björn skrifar um ástina. Þar kveður við dýpri tón, sannari og fegurri en venja er til, svo margt sem nú er um það efni talað og skrifað af “ Jazz”-kendum æsingi. Séra Björn liefir að takmarki ræktun, andlega sem líkamlega í íslenzku þjóðlífi. “Mens sana in corpore sano” (sál heilbrigð í líkama heilbrigðum) hefir hann tileinkað sér, þessi einföldu orð, sem þó fela í sér framsókn þeirrar þjóðar, sem líklega hefir þroskamest orðið, síðan sögur hófust. Er slíkur boðskapur ekki svo ónauðsyn- legur hér á landi, því að skamt er öfganna á milli og sé einstrengingsleg áherzla lögð á þroskun annars af því tvennu, sem á að vinna saman í réttu samræmi, — sál og líkami, — verður úr því þroskaleysi. Enn má til taka ágætar leiðbeiningar, sem “Jörð” hefir að flytja um breytt og betra mataræði í samræmi við eðli lands og þjóða. Vissulega tímabært, að þjóðin reynist námfús á þau sannindi. — En bak við alt þetta stendur Kristur, sem æðsta hugsjónin, æðsti veruleikinn. 1 honum er fylling lífsins, uppfylling alls þess, sem hið sanna manneðli vonar og þráir. Leiðum sann- leikann um okkur sjálf, og kappkostum að finna þar aðeins hið sanna, hið náttúrlega. þá finnum við Krist. Hann er bæði frum- skilyrði og lokatakmark þess, sem vill eignast sannan þroska.— Fyrri löngu lifði á Islandi annar Björn prestur og bjó sá í Sauðlauksdal. Mun hann jaínan verða talinn einhver ágætasti maður síns tíma, en aldrei er hans svo getið, að ekki sé þess minst um leið, að samúðar- og skiln- ingsleysi samtíðar hans liindraði það, að við- leitni hans næði nærri þeim árangri, sem hefði mátt verða annars. Það er margt líkt með þeim prestunum og nöfnunum. Gæti því sú kynslóð, sem nú lifir, vel að sér, að hún ekki vinni til þess, að hún um all- an aldur liggi undir sama ámælinu, sem kyn- slóð séra Björns í Sauðlauksdal, og verður þó seinni villan verri en sú fyrri, ef drýgð verður, því að ólíku er saman að jafna um aðstöðu þessara tveggja kynslóða.-----Það er því áskorun mín, til allra þeirra, sem unna sönnum verðmætum, að þeir kaupi það, sem út er komið af “Jörð.” Leiði ekki lesturinn til þess, að menn langi til að sjá það, sem á eftir kemur, og vilji stuðla að því, að eitthvað komi á eftir, mun tæpast vera vandlega lesið eðá vel skilið. ’ ’ Það stendur öldungis á sama hvar gripið er ofan í jörð; jTir öllu svífur andi einbeitts umbótamanns, er hefja vill þjóð sína í hærra veldi. Ljái þjóðin röddum slíkra manna sam- úðarríkt eyra, er ástæðulaust að örvænta um framtíð hennar. Framsetning séra Björns er ljóis og hispurslaus, en þó með köflum víða stimpluð glæsilegum stílþrótti. Heimskringla í enskri þýðingu Eftir prófessor dr. Richard Beck Heimskringla er í flokki hinna víðförlustu af fornritum vorum; hún er til í tíu útgáfum í ýmsum löndum heims, og aÖ auk í tuttugu og tveim þýðingum á sex tungumál- um; hiS mikla sagnfræðilega gildi hennar og frábær ritsnild hafa gef- iÖ henni byr undir vængi. Tvær heildar-þýðingar hennar, sem löngu eru víðkunnar orðnar, hafa gerðar verið á enska tungu. Elst er þýðing Samuels Laing, sem upprunalega kom út árið 1844, en síðar í nýrri útgáfu, meðal annars í hinu víðfræga ritsafni Everyman's Eibrary. Þýðing þessi, sem bygð var að mestu leyti á hinni norsku þýðingu Jacobs Aall (1838—1839), féll í frjóa jörð; var henni mikill gaumur gefinn og birtust ítarlegir ritdómar um hana i hinum merkileg- ustu tímaritum enskum . Ritsnill- ingnum, Thomas Carlyle, sem hér I kyntist konungasögum Snorra fyrsta sinni, fanst svo mikið til þeirra koma, að hann sótti þangað efnivið- | inn í bók sína The Eearly Kings of Norzvay (Fornkonungar Noregs), sem er að miklu leyti samandregin endursögn af Heimskringlu, eins og Sir William A. Craigie bendir á í hinni ný-útkomnu bók sinni The Northern Element in English Lit- . erature. Ameríska ljóðskáldið Long- fellow varð einnig hugfanginn af Heimskringlu og fann þar yrkisefni í sum meiriháttar kvæði sín.— LTm aldamótin siðustu (1893 — 1905) var prentuð hin enska þýð- ing þeirra félaganna Williams Mor- ris og Eiríks Magnússonar af Heimskringlu. Hafði hún það fram yfir þýðingu Laings, að hún var þýdd beint úr frummálinu, enda má hún kallast nákvæm vel. Og þó nokkuð séu skiftir dómar um hana, verður því ekki neitað, að hún er stórvirki, og hefir eflaust átt sinn þátt i því, að draga hugi cnskumæl- andi lesenda að auðlegð og fegurð íslenzkra bókmenta. / Margt er því lofs- og þakkarvert um nef ndar Heimskringlu-þýðingar; samt eru þær, eins og vonlegt er, úreltar um ýms atriði, sem síðari rannsóknir hafa varpað á nýju ljósi og sannara. Auk þess er sá “galli á gjöf Njarðar’’ að því er við kem- ur þýðingu þeirra Morris og Eiríks Magnússonar, að inálið er fyrnt um skör fram og orðaskipun stundum óensk. Þess vegna var ekki óþörf ný ensk þýðing á Heimskringlu, sem betur mætti kröfum nútíðarmanna en hinar eldri, bæði að túlkun efnis og að orðfæri. Kom hún á bóka- markaðinn í Englandi og í Vestur- heimi í fyrrasumar; og þar sem er um jafn umfangsmikið ritverk að ræða, má ekki minna vera 'heldur en að þess sé að einhverju getið á íslandi. Annað væri vanþakklæti, að ekki sé sagt móðgun við hlutað- eigendur. Maður sá, sem annast hefir út- gáfu þessarar nýju Heimskringlu- þýðingar, heitir Erling Monsen, norskur að ætt og uppruna ; en við þýðinguna hefir hann notið aðstoð- ar Dr. A. H. Smith. háskólakennara í University College í Lundúnum. Einnig telur útgefandinn sig í þakk- arskuld við landa vorn, dr. Jón Stef- ánsson, fyrir ýmsar bendingar; en íslendingar heima fyrir mega muna, að dr. Jón hefir margt ritað um ís- 'enzk fræði á ensku og fluít sæg fyrirlestra í Englandi um land vort og þjóð. Auðsætt er. að Monsen hefír lagt hina norsku þýðingu og útgáfu pró- fessors Gustafs Storm af Heims- kringlu (1899) til grundvallar fyrir útgáfu sinni. í hinni síðarnefndu er endurprentaður fjöldi hinna á- gætu mynda eftir norska listamenn, sem prýddu útgáfu Storrhs. Þeir kaflar í inngangi Monsens, sem f jalla um æfi Snorra Sturlusonar og ritstörf, eru einnig þýðing á sam- svarandi köflum hjá Storm, en heilar málsgreinar eru feldar úr, svo að stundum er tjón að. Monsen læt- ur sér bersýnilega mjög ant um, að bera Snorra sem bezt söguna; engu að síður er mynd þeirri, sem hann bregður upp af honum, fremur á- bótavant. Hefði þýðandi vel mátt notfæra sér ágætisrit þeirra pró- fessoranna Frederiks Paasche og Sigurðar Nordal um Snorra, en í höndum þeirra gæðist lýsing þessa marghæfa snillings og athafna- manns lit og lífi. Þar sem talin eru upp rit Snorra, hefði verið að því fróðleiksauki, að benda’lesendum á, að merkir fræðimenn hafa talið hann höfund Egilssögu;] er það einkum sagt með dr. Björn M. Ólsen í hug, þvi að hinar merkilegu at- hugasetndir dr. Nordals um þetta efni voru ekki fram komnar þegar umrædd þýðing var í undirbúningi. í kafla inngangsins um handrit Heimskringlu, sem einnig er bygður á greinargerð Storms, er stiklað á steinum meir en æskilegt væri. Annars er all-mikill fróðleikur sam- an dreginn í inngangi Monsens, sem alls er nær fjörutíu blaðsíður, og kennir þar ýmsra grasa. Leynir það sér ekki, að hann lítur æði róman- tískum augur á norræna menn, menningarleg afrek þeirra og áhrif, svo að nærri stappar hreinni hetju- dýrkun. Kippir honum þar í kyn til ýmsra fræðimanna og rithöfunda um miðbik nítjándu aldar, sem fylt- ust tilbeiðsluanda í upphafning sinni á því, sem norrænt var og ger- manskt. Einnig fylgir Monsen, í sumum efnum, hinum eldri útgáfum af Heimskringlu fremur en þeim yngri og áreiðanlegri. Á eg þar sérstaklega við það, að hann tekur upp í þýðingu sína frásögnina um Vínlandsfund íslendinga hinna fornu, en hinir merkustu norrænu- fræðingar vorra tíma, t. d. Finnur Jónsson, hafa talið hana innskot í Heimskringlu. í niðurlagskafla inngangs síns getur Monsen þess, að lestur ýmsra enskra annála hafi orðið tilefni þess- arar þýðingar hans af Heimskringlu. Ennfremur bendir hann á það, að með því að bera saman annála þessa og frásögn Snorra, verði leystar ýmsar þær gátur, sem til þess hafi reynst sagnfræðingum torráðnar. Þar sem því verður við komið, ger- ir hann slíkan samanburð neðan- máls, ög reynist honum þessi að- ferð allfrjósöm, þó niðurstöður hans muni, sem von er til, sæta mis- jöfnum dómum fræðimanna. Er þá komið að þýðingunni sjálfri, en mestu varðar hvernig hún hefir tekist. Eg tel hana mjög vel af hendi leysta; hún er löngum ná- kvæm á lipurri og látlausri ensku. Vitanlega bregður þar fyrir orðum og orðatiltækjum, sem deila má um hve heppileg sé, en slíkt er hverf- andi. Monsen hefir meira að segja tekist að blása nokkru lífi í þýðingar sínar af vísum og kvæðum sögunn- ar, þó hann hafi enga tilraun gert til þess að halda frum-bragarhættinum. Auka vísna- og kvæðaþýðingar þess- ar gildi þýðingarinnar, gera hana á- hrifameiri og litauðgari. — Með nokkrum sanni mun mega segja um hana í heild sinni, að andi frumrits- ins svífi þar yfir vötnum. tjtgáfunni fylgir fjöldi skýringa; sumar þeirra eru lánaðar frá Storm, en þýðandinn heíir bætt við geisi mörgu og merkilegu; er ekki minst vert um þær neðanmálsgreinarnar, sem bera saman frásögn Snorra og enskar heimildir, eins og áður var drepið á; gera þær þýðinguna miklu fróðlegri og skemtilegri fyrir enska lesendur. Að ytra frágangi er útgáfan afar glæsileg ; hún er prentuð á ágætan pappír, með stóru letri, og endur- prentuðu myndirnar úr norsku skrautútgáfunni eru framúrskarandi glöggar. Átta heilsíðu Ijósmyndir auka í tilbót á prýði bókarinnar og nytsemi; mun lesendum ekki sízt verða starsýnt á ljósprentaða blað- síðu úr Flateyjarbók. Má því með sanni segja, að ekkert hafi verið sparað til, að gera búning rits þessa hæfan merku innihaldi þess. Loks er þess að geta, sem skemti- legt er til frásagnar, að útgáfa þessi hefir þegar vakið mikla athygli. Merkis-tímarit, bæði i Englandi og Ameríku, hafa flutt ágæta dóma um hana, og sama máli gegnir um stór- blöðin beggja megin Atlantshafs. “London Times” gat hennar lofsam- lega og “New York Times” valdi til þess einhvern kunnasta ritdóm- ara sinn að skrifa um hana, og fór hann um hana mörgum aðdáunar- orðum. Þó vissara sé, ef til vill, að draga eitthvað frá í þeim blaðadómum, þá mun hitt sanni næst, að þessi þýð- ing þeirra Monsens og Smiths sé læsilegasta Heimskringlu-þýðing á enska tungu og líklegust til að ná hylli nútíðarlesenda. En þakka ber þeim útlendingum, sem stuðla að því, með vönduðum verkum, að gera erlendum þjóðum arðbær bókmenta- leg verðmæti vor. Landi voru og þjóð verður alt af sæmdarauki að slíku starfi og vex vinaeign út um lönd. (Bókavörðum og bókamönnum til fróðleiks skal hér tilgreint hið enska heiti þýðingarinnar, nafn útgáfufé- lagsins og verð: Heimskringla, or the Lives of the Norse Kings. By Snorre Sturluson. Edited with notes by Erling Monsen and trans- lated into english with the assistance of A. H. Smith. Cambridge, 1932. Útgefandi: Heffer, W. and Son. Verð: 18 shillings). —Lesb. Nýbók GuSríki. Sjö erindi, eftir Björri B. Jónsson, dr. theol. ■ Prestafélag ísland. Rvík. 1933. Prestafélag íslands hefir áður gefið út bækur, sem náð hafa mik- illi hylli og vinsældum. Mér þykir trúlegt, að bók sú, sem hér er um að ræða, komist í hóp þessara bóka. Dr. Björn B. Jónsson, prestur Fyrsta lúterska safnaðar í Winni- peg, heimsótti ættjörð sína í sumar ásamt konu sinni. Varð hann hvers manns hugljúfi, þeirra er kyntust honum. Þessi sjö erindi hans, sem hann hefir afhent Prestafélagi ís- lands til útgáfu, tala til lesandans með rödd og látbragði höfundarins. Það er bjartur og glaðlegur blær yfir bókinni. Og hún ber vitni innilegri trú höfundarins, lærdómi og frjálsmannlegri, kristinni Jifs- „skoðun. Má því ætla, að hún verði kærkomin minning um hann öllum þeim vinum, sem hann á hér á landi. Þá munu og margir Islendingar vestan hafs taka útgáfu bókarinnar fegins hendi. Bókin er sjö erindi, sem flutt voru í Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg vet- urinn 1931. Hefir hvert þessara erinda margar íagrar hugsanir, hvetjandi dæmi og göfug nöfn að geyma. Það er ekki sparað, að koma þeirri trú inn í hugi manna, að krist- indómurinn sé að missa mátt sinn og áhrifavald. Þetta hefir nú reynd- ar verið prédikað, og hruni kristn- innar spáð í margar aldir. En hing- að til hafa þeir reynst litlir spámenn sem svo hafa mælt. Kirkján heldur áfram að starfa, þótt í vök sé að verjast. Otðið, sem hún hefir að flytja, verður ekki fjötrað. Reynsla hennar hefir sýnt, að “þeir lifa lengst, sem með orðum eru vegnir.” Dr. Björn B. Jónsson hefir ritað bók þessa til þess að lýsa þeirri trú sinni að sannleikur kristindómsins muni sigur vinna. Hugsanaferil hans og röksemdafærslu er ekki unt að rekja i stuttri bókarfregn. En það er víst, að hafi bækur nokkur áhrif á lesendur, þá hlýtur iWr at- hugull lesandi að verða fyrir góð- um áhrifum af þessari bók, verða “glaður, en þó hugsandi um leið,” og eflast að kristilegri bjartsýni og kjarki. Hafi höf. þökk fyrir bókina og Prestáfélagið fyrir útgáfu hennar. Megi höfundinum verða að þeirri ósk, sem hann lætur í ljós í formáls- orðum, að bókin verði kristni þjóð- ar hans til blessunar. A. S. Vísir, 28, okt. Ullarbirgðir Samkvæmt símfregnum námu birgðir af óseldri ull í Nýja Sjá- landi þann 30. júní síðastliðinn, 74,- 006,003 pundum.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.