Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 7
U3GBERG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1933.
Bls. 7
Valgerður Brynjólfsdóttir
Sigurðsson
(Nokkur minningarorð)
5. maí 1932 andaÖist ekkjan ValgerÖur Brynjólfsdóttir aÖ
j heimili dóttur sinnar Mrs. Önnu Jones og manns hennar (Birki.
landi í Mikley). Valgeröur var hátt á níunda ári hins áttunda
■ tungar þegar hún lézt. Valgerður var fædd á Hreðavatni í
i Norðurárdal í Mýrasýslu 4. ágúst 1B53. Foreldrar hennar
Brynjólfur Einarsson og Guðrún Hannesdóttir bjuggu rausn-
r. arbúi á Hreðavatni.
Af 7 systkinum Valgerðar fluttu vestur um haf : Einar,
verkstjóri í Victoria, B.C., kvæntur Margréti Sigurðardóttur
frá Kvíum í Þverárdal; Jónína Sólveig, gift Ámunda Gíslasyni
frá Svartagili í Norðurárdal; Anna Siguríður gift Steingrími
Norðmann í V. Br. C/, öll dáin. 4 bræður Valgerðar dóu ungir
á íslandi. Einn bróðir hennar, Jón, er kaupmaður í Reykjavík.
Valgerður giftist 1873 Helga Sigurðssyni ættuðum úr
Húnavatnssýslu (d. fyrir fáum árum). Þau bjuggu við góð
efni meiri part búskapar síns á íslandi. Vestur um haf fluttu
þau frá Kirkjubæ í Húnavatnssýslu 1893. Fóru til Mikleyjar,
námu þar land og nefndu Sandnes.
/ Helgi og Valgerður eignuðust 13 börn; dóu 10 í æsku, en
■ 3 eru búsett og gift i Mikley: Þorsteinn á Sandnesi, kvæntur
Margréti Jóhannesdóttur; Anna á Birkilandi, gift Þorbergi
Jones og Guðbergur, kvæntur Ingibjörgu Gunnarsdóttur.
Helgi og Valgerður voru af léttasta skeiði er þau komu til
þessa lands efnalítil eins og flestir Islendingar sem hingað hafa
j flutt. Þau settust að á eyðilandi, sem alt var vaxið stórum
skógi. Þau ruddu skóginn af stórum parti af landinu í hjá-
verkum sínum, unz engi var fengið sem gaf af sér i góðum
; árum 30—40 tonn af töðugæfu heyi.
! ValgerSur var ekki bóklærð á skólamanna vísu, en bók-
hneigð að eðli. Eg hefi kynst skólafólki 20. aldarinnar, og eg
leyfi mér að fullyrða að Valgerði hefði orðið létt um að leika
allar þess listir og lærdóma—með jöfnu tækifæri. I þessu
efni finst mér til um rangsleitni aldarfarsins, þegar eg heyri
bóklærða fólkið dæma alt á himni og jörðu með skeikulli skóla-
• vissu, en kona með hennar greind situr hjá og þegir.
I hvert sinn sem eg mætti Valgerði og talaði við hana
f nokkur orð, fanst mér eg læra eitthvað af þessari gömlu konu,
sem stórviðri strangrar æfi höfðu slitið alt ytra skraut af. Mér
f fanst til um þennan eðlilega innri sjálfleik, sem dafnað hafði á
; bak við tjald þess sýnilega,—eins og þróttmikil jurt fram til
heiða, sem ein og ósnert ól sjálfa sig upp.
Návist Valgerðar opnaði útsýn í áttina að aðferðum nú-
tíðar menningar, í úppeldis aðferðum sínum og virtist krefjast
samanburðar. Sálarlíf þessarar konu hafði vaxið inn og nærst
af aflvökva þeim, sem er fjöregg alls mannlífs. En sálarlíf
í nýja tímans er í höndum menningar, sem er að f jarlægjast afl-
vökvann og nærist á skurni hans, og veldur visnun þegar tíminn
kemur sem sýna á ávexti.
\ralgerður reyndi á langri æfi flest eða alt það, sem þús-
undum af alþýðufólki hefir orðið fullkeypt. Og inargir hafa
hnigiS undir þeim þunga á miðri æfi, þegar þeir máttu sízt
missast. Hún misti 10 börn á æskuskeiði. Allir, sein hafa
reynt hvað það er að missa börn,—þó að færri séu, vita hver
eldraun það er geðríkri, tilfinninganæmri móður. — Það er
eins og allar undirstöður líkama og sálar titri eins og hús í
jarðskjálfta—eins og alt sé að fara—nenm sorgin.
Valgerður reyndi líf útlagans, nær því helming æfi sinnar.
; Hversu mikil raun það er, veit gamla fólkið bezt, sem hingað
hefir flutt á miöjum aldri—og ekki getur verið annað en ís-
lendingar seinni hluta æfinnar, af því að það voru örlög þess
; að vera það þann fyrri.
Valgerður reyndi harða stritvinnu og aðra þá örðugleika,
sem fátækt landnemans fylgja.
Þegar maður hennar var að útivinnu eða fiskiveiðum, var
hún ein heinm. í bjálkakofa með ung börn. Á koldimmum
haustnóttum, þegar börn hennar sváfu, héldu öldur Winnipeg-
vatns vöku fyrir henni, þegar þær hlupu háværar að strönd-
inni undan tryltum suðaustanvindi. Skógur eyjarinnar tók
undir við þær, á öllum nótum tónstigans. Stundum var söng-
ur hans sem hjartnæm bæn, sem þó gat breyzt á augnabliki í
hamslaus gleðilæti. Svo varð alt Mjótt um stund, unz þögnin
var rofin með kveinstöfum stjórnlausrar- sorgar, sem krónur
trjánna spiluðu í hundrað feta hæð upp í loftinu. Alt í einu
var sá kliður rofinn af þungum gný, eins og stór hersveit ryddist
gegnuin skóginn til áhlaups. Þá byrjaði úlfurinn að góla, eins
og örvæntingin væri þar inni í persónugervi, og uglan tók undir,
þunglynd eins og syrgjandi jarðarför.
Svo kom steinhljóð.
Konan heyrði rólegan andardrátt barna sinna, og sinn
eigin hjartslátt. Þá bað hún góðan Guð að varðveita sig og sína,
—og svaf róleg til morguns.
Þegar hún vaknaði, var kominn þessi sólbjarti rnorgun, sem
) Canada er orðlögð fyrir.
Vatnið lá í logninu við ströndina eins og skygður spegill,
nógu stór fyrir góðan Guð að sjá sig í. Stolt og beinvaxin tré
frumskógarins horfðu vingjarnlega á konuna eins og þau vildu
segja: Við vernduðum þig í nótt og munum gera það allar
ókomnar nætur.
Þannig liðu árin. Fátæktin hvarf. Betri og bjartari dagar
fóru í hönd. Sigur var unninn.
Valgerður var skáldmælt, en gaf það lítt uppi. Hún var
draumsþök og forspá, sem vanalega fylgist að, virtist það vera
ættarfylgja. Eina gáfu hafði hún, sem gerði hana sérstæða í
mínum augum, það var málfar hennar. Eg veitti því athygli
í hvert sinn, sem eg heyrði hana tala, að mál hennar var svo
hreint og meitlað, að skrifa mátti breytingalaust, og þó orðað
eins og bókmál, sem bezt er stílað. Þeirri list orðsins fylgdi
samsvarandi framburður og svipbrigði. Hún er sú eina kona,
sem eg hefi óskað eftir-að talaði á hljómplötu. Þar hefðu
ófæddar kynslóðir haft rétt sýnishorn af íslenzku máli, eins og
það var bezt talað af sjálfmentaðri konu fyrir og eftir alda-
mótin 1900.
En nú er hún “at rest’’ í grafreit Mikleyjar, og enginn
heyrir mál hennar meir. Börn hennar og vinir heiðra minning
hennar.
J. S. frá Kaldbak.
KAUPIÐ AVALT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AYENUE AND ARGYLE STREET.
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551.
Preátafélagsritið 1933
Með hverju árinu verður þetta rit kærkomnara. Þetta
er fimtánda árið síðan það hóf göngu sína. Frá byrjun hefir
það verið undir ritstjórn prófessors Sigurðar P. Sivertsen.
Vandvirkni hans og kristilegt heilbrigði hafa sett mót á ritið
frá upphafi. Hefir hann sjálfur lagt til ritsins margar vand-
aðar og uppbyggilegar ritgerðir auk þess að njóta aðstoðar
margra hæfustu manna íslenzku kirkjunnar. Með hverju
hefti virðist mér efnið verða meira lífrænt og betur til þess
fallið að næra og þroska lifandi kristni. Og þetta síðasta rit
finst mér í þessu tilliti bera af öllum hinum. Frá byrjun til
enda er það miðað við þarfir kristni, er ekki vill standa í
stað, heldur sækja fram til fyllra lifs og starfs. Því miður
mun ritið fá alt of litla útbreiðslu hér vestra. Það á brýnt
erindi til allra er einhvern hug hafa á kristilegum velferðar-
málum. Efnissskrá ritsins er fjölbreytt og skal hér stutt-
lega að henni vikið í þeirri von að það veki forvitni einhverra.
1. Biblíulestur. Eftir Sigurð P. Sivertsen. Mjög þörf og
uppbyggileg hugvekja. Kannast er við að við íslendingar
munum standa aftarlega í því að lesa biblíuna okkur til dag-
legrar uppbyggingar. Er hér upphvatning studd af ljósum
dæmum ásamt leiðbeiningu í því að lesa bihlíuna réttilega.
Einnig greinilega sýndur sá árangur er lestur bibliunnar fær-
ir þeim er hana lesa kostgæfilega. Mælt er með því að byrja
lesturinn á guðspjöllunum og lesa svo hin önnur rit í ljósi
þeirra. Hiklaust mun þetta vera bezta leiðin. Eg hefi í mörg
ár við barnauppfræðslu fengið börnin til að byrja lestur ritn-
ingarinnar á guðspjöllunum og fengið reynslu fyrir því hve
vel það gefst. Þessi ritgerð ætti áreiðanlega að vera til sálu-
bótar öllum er hana lesa.
2. Albcrt Schweitzer, lækningatrúboði. Eftir dr. theol.
Jón Helgason biskup. Mikið hefir verið rætt og ritað urn
heiðingjatrúboð bæði með og móti. Bókin Re-thinking Mis-
sions hefir ltomið á miklu róti hér í Ameríku. Margt safn-
aðarfólk er hikandi og í óvissu hvað þetta snertir. Ættu allir
er þrá heilbrigða upplýsingu að lesa þessa merkilegu ritgerð,
er lýsir einum merkilegasta trúboða samtíðarinnar og starfi
hans. Þegar Albert Schweitzer var orðinn frægur vísinda-
maður sem kennari við háskólann í Strassborg og einnig
prestur við Nikulásar kirkjuna þar, tekur hann þá ákvörðun
að snúa baki við hinu vísindalega starfi og segja lausri stöðu
sinni við háskólann, til þess að gerast trúboði meðal villi-
manna-þjóðflokka og mannæta suður í Afríku. Er þá rúm-
lega þrítugur, en les þó læknisfræði í sjö ár til undirbúnings
starfinu. Er þá hafnað af trúboðsfélagi en gefst þó ekki upp.
Kemst áleiðis, sigrar alla erfiðleika og ynnir af hendi eina
hina merkilegustu kærleiksþjónustu sem sögur fara af. Og
þessi postullegi maður fer lofsamlegustu orðum um trúboðið
eins og það er víðast rekið i samtíðinni og er ekki í neinum
vafa um að kristna trúin eigi dýrlega sigurvinninga fram-
undan. — Hvað verður úr mótbárum á móti trúboðshugsjón-
inni og trúboðsstarfi í ljósi slíkrar frásögu?
3. Sálmur. Eftir Valdimar V. Snævarr, skólastjóra. Hug-
þekkur bænarsálmur.
4. Kristsmynd. Eftir séra Ærna Sigurðsson fríkirkjuprest.
Fræðandi útdráttur úr þýzkri bók eftir Franz Wolter. Titill
bókarinnar er: Hvernig var Kristur ásijndum? Er hér sagt
mjög greinilega frá Kristsmyndum og öðru frá fyrstu öldum,
er kynni að veita einhverjar bendingar um hvernig hann hafi
verið að ytri ásýnd. Svo er sagt frá upphaflegu Kristsmynd-
inni, eftir dómi hins þýzka fræðimanns. Er það höfuðmynd
úr alabastri gerð til að festast ofan á súlu, er fanst í Jerúsalem
nál. árinu 1905. Haft er það eftir þýzkum sérfræðingi að
þetta höfuð sé frá fyrsta þriðjungi fyrstu aldar, og eru færð
mörg rök fyrir því að Kristur sjálfur muni hafa verið fyrir-
myndin. — Eg sakna þess að ekki er minst á Antíokkíu bik-
arinn fræga með tveimur Kristsmyndum, er fanst 1910. Hefir
Dr. Gustavus A. Eisen skrifað um hann bók, er vakið hefir
mikla eftirtekt. Eg sá þann liikar á heimssýningunni i
Chicago í sumar. Er hann einnig talinn að vera frá fyrstu
öld. Minnir lýsingin á upphaflegu Kristsmyndinni, (eftir
dómi þýzka fræðimannsins), mjög á Kristsmyndirnar á bik-
arnum, er sýndar voru einnig í stækkaðri mynd.—Anda þess-
arar ritgerðar má marka af þessum niðurlagsorðum:
“Eg réðist í að segja frá mynd þessari vegna þess, að eg
hefi orðið þe'ss vísari, hve fúslega margir vilja heyra og kynna
sér alt það, sem frá einhverri hlið getur varpað skilnings-
ljósi yfir sögu Jesú Krists, og skýrt höfuðdrættina í mynd
hans. Hann er vissulega allra helgasta og kærasta viðfangs-
efni margra. Og það mun örðugt ganga til lengdar, að loka
augum nokkurs manns fyrir hans hreinu, tignu og ástríku
myiid.”
5. Snjóköggultinn. Eftir séra Olfert Ricard. Þýðingin er
eftir séra Knút Arngrímsson. Áhrifamikil frásaga og hug-
vekja eftir hinn nafnkunna látna danska prest. Að hverju
er stefnt benda ályktunarorðin:
“Setjum svo að einn maður fengi aðeins einn mann á ári,
til þess að helga sig kristnum málstað. Þeir tveir fengju næsta
ár aftur sinn manninn hver og það héldi áfram koll af kolli,
—þá myndi hver einasti maður á jörðunni vera orðinn krist-
inn eftir 33 ár.”
6. Helgisidabókin nýja. Eftir Sigurð P. Sívertsen. Grein-
argerð fyrir því að hverju sé stefnt með breytingum hinnar
væntanlegu handbókar. Er hér hin þarfasta fræðsla um það
er snertir kirkjusiði og guðsþjónustuhald. Einnig vekjandi
bendingar um það, sem vaka þurfi fyrir í sambandi við hina
ytri tilbeiðslu. Tvent virðist fylgjast að: að varðveita hið
bezta í kirkjusiðum og tilbeiðslu íslenzkrar kristni en vera þó
fús til a læra af kristni annara þjóða. Enginn dómur skal
lagður hér á einstök atriði fyr en bókin er við hendina.
Greinileg framför mun vera í flestu eða öUu. Tel eg þar til
spurninguna nýju við fermingar: “Viltu leitast við af fremsta
megni að hafa Frelsara vorn Jesúm Krist að leiðtoga Iífs
þíns?” Að vísu má presturinn sleppa spurningunni, ef hann
vill, og halda sér við formið fyrra þar sem engri spurningu er
beint til hvers einstaks. En fermingarathöfn án nokkurrar
persónulegrar játningar finst mér sneiða hjá höfuðatriðinu.
7. Skúli JSkúlason prófastur i Odda. Eftir Jón biskup.
Mynd og ljós frásaga af inerkismanni íslenzkrar kristni, er
lézt snemma á þessu ári.
8. Ný bók eftir Stanley Jones. Eftir ritstjórann. Bókin
er: “Christ and Human Suffering.” Kom út í ágústmánuði
þ. á. Er mælt sterklega með bókinni og ritverkum þessa
fræga trúboða alment. Á ferðalagi hér í Ameríku á þessu
ári var aðsóknin að ræðum hans svo mikil að stærstu stór-
hýsi borganna nægðu ekki til að rúma fjöldann. Leikmenn
jafnt og prestar geta haft full not af bókum Stanley Jones.
Hann er trúboði frá Ameríku.
9. / Péturskirkjunni i Róm. Eftir dr. theol. Magnús Jóns-
son prófessor. Er þetta lýsing frá ferðalagi prófessorsins í
sumar. Frásögnin er lifandi og skemtileg eins og höf. er
lagið. En það, sem ekki síður skiftir máli, er að frásögnin
beint vekur lotningu fyrir helgidómum trúar og tilbeiðslu.
Þetta er ekki fólgið í neinum prédikunartón, heldur i anda
þeim, ér frásögnin er gegnþrungin af.
10. Iíirkjan og vorir timar. Eftir háskólakennara Ás-
mund Guðmundsson. Tímabært erindi. Hér horfir nútíma-
maður í augu nútíðarástæðum. Hann þekkir þörf mannanna,
ófullkomleika kirkjunnar og kraft fagnaðarerindisins. Nið-
urstaða hans er: “Verði áhrifin frá Kristi sífelt dýpri og
sterkari hjá þeim, sem vilja skipa sér undir merki hans, þá
mun birta yfir vorum tímum meir og meir . . . .”
11. Minning Hallgríms Péturssonar. Eftir kirkjuráðs-
mann Ólaf Björnsson. Leikmaður þessi ritar af áhuga og
skilningi um áhrif og minningu Hallgrims. Leggur til aðN
stofnaðar séu “Hallgrímsnefndir” í öllum sóknum landsins,
sem ljúki fyrst og fremst því starfi að fá nauðsynlegt fé til
Hallgrímskirkjunnar fyrirhuguðu og haldi svo áfram starfi
til viðhalds þeim verðmætum er hann bar mest fyrir brjósti.
Yrðu þá þessar nefndir til forystu í frjálsu og áhugasömu
kristilegu starfi um ókomin ár, söfnuðu fé til þess og vektu
áhuga. Væri það hinn fegursti minnisvarði.
12. Undirbúningur fermingar. Eftír séra Jakob Jónsson.
Greinargerð fyrir því frá áhugasömum presti að nauðsyn sé
á að kirkjan taki upp nýjar kensluaðferðir og noti sér þannig
það, sem uppeldisfræðin leggur henni til.
13. Kirkjuherinn enski. Eftir cand. theol. Dagbjart Jóns-
son. Þessi ungi guðfræðingur, er dvalið hefir á Englandi
síðastl. vetur, skýrir frá hinu áhrifamikla kærleikjsstarfi
þessarar ensku hreyfingar, sem stofnuð var af Wilson Carlile,
Straumar slíkra áhrifa inn i líf kirkjunnar eru ómetanlegir.
14. Bókasöfn prestakalla. Þau eru nú fjögur. Ein bóka-
nefnd fyrir alt landið. Heppileg hreyfing, sem mun aukast.
15. IJvar á Kristur heima? Eftir séra Björn B. Jónsson.
Fögur prédikun, er hann flutti í Dómkirkjunni í sumar.
Fylgir hér það sem eftir er af efnisskránni. Rvim leyfir
ekki frekari ummæli, þó efnið alt verðskuldi það. Eg vona
að sem flestir Vestur-fslendingar eignist rit þetta og lesi. Það
er til sóma islenzkri kristni og mun áreiðanlega verða til efl-
ingar kristilegum áhuga og lífi.
16. Kristur lifir. Sálmur eftir Kjartan ólafsson bruna-
vörð.
17. Fyrsti sumardagur. Lag eftir Sigvalda Kaldalóns
tónskáld.
18. Nýárssálmur. Eftir dr. phil. Sigfús Blöndal.
19 Gamalt hollenzkt sálmalag.
20. Prestafélagið. Eftir S.P.S.
21. Frá kirkjuráði.
22. Prestkvennafundurinn 1933. Eftir frú Guðrúnu
Lárusdóttur.
23. Frá samvinnunefnd Prestafélágsins. Eftir séra Á. G.
24. Samvinna um tíknarmál. Eftir séra Garðar Þorsteins-
son.
25. Barnaheimilisstarf þjóðkirkjunnar. Eftir séra Á. G.
26. íslenzkar bækur. Eftir séra Á. S., dr. J. H. og séra M. J.
27. Erlendar bækur. Eftir dr. J. H., séra Á. G. og ritstj.
28. Frá norræna biskupafundinum. Eftir dr. J. H.
29. Löggjöf.
30. Ýmistegt.
31. Reikningur Barnaheimilissjóðs Þjóðkirkjunnar 1932.
32. Aðalreikningur Prestafélags ístands 1932.
K. K. ó
—Sameiningin.
Um Jóhann Sigurjóns-
son
í fyrra kom út lítið kver á dönsku,
sem sennilega hefir verið iítill gaum-
ur gefinn hér á landi, að minsta
kosti hefi eg hvergi séð þess minst.
Kverið heitir "Mindernes Besög” og
er höfundurinn ekkja Jóhanns
skálds Sigurjónssonar, frú Inge-.
borg. Er þetta einskonar æfisaga
hennar, framsett í stórum dráttum
og með hispusleysi, sem maður á
ekki alt af að venjast hjá æfisagna-
riturum, en það, sem vekur eftirtekt
íslenzkra lesenda, er sá kafli hók-
arinnar, sem fjallar um samlíf
þeirra hjóna, Jóhanns og hennar.
Frúin, sem er prestsdóttir frá
Langalandi, var tvígift og var fyrri
maður hennar skipstjóri. Fór hún
víða um lönd með rnanni sínum og
bar margt fyrir auga, sem hún stikl-
ar á í fyrri hluta æfisögu sinnar. En
er fundurn hennar og Jóhanns ber
saman, rennur upp fyrir henni nýr
heimur—heimur ástarinnar, og hér
byrjar hin eiginlega æfisaga. Kafl-
ann þann kallar hún “Digterkone
1912-19” og hún byrjar hann svo:
“Þegar eg nú ætla að fara að segja
frá manninum, sem eg hefi elskað,
minnist eg þess, að hann ætlaði eitt
sinn að skrifa leikrit, sem hann ætl-
aði að kalla “Heimsókn minning-
anna.” “Þá finn eg lífið aftur nærri
mér, þá get eg elskað og hatað!”
Þessi orð leggur Jóhann manninum
í munn.”
1 þessum inngangsorðum getur
frúin um skáldverk, sem Jóhann
hefir haft til meðferðar og ef til
vill að einhverju leyti skilið eftir i
handriti eins og vitað er um tvö
önnur leikritabrot, “Skyggen” og
“Else,” sem hann lét eftir sig ófull-
gerð. Handrit þessi og fleiri, sem
eftir Jóhann liggja, eiga hvergi
annarstaðar heima, en í handrita-
safni Landsbókasafnsins.
Á yfirlætislausan hátt er sagj: frá
ýmsu þvi helsta, sem dreif á daga
þeirra hjóna. Gléði Jóhanns yfir
sigrunum, sem hann vann tneð leik-
ritunum Fjalla-Eyvindi og Galdra-
I^ifti er vel lýst, og vina hans og
þeirra hjóna er margra getið. Al-
staðar er frásögnin látlaus og hisp-
urslaus og kýmni bregður víða fyr-
ir, svo sem í lýsingunni á sælu vin-
anna Sigurðar Eggerz fyrv. ráð-
herra og Jóhanns í heimboði hjá
þeim hjónum, þar sem Georg Bran-
des var viðstaddur. — Kverið á það
skilið, að vinir og kunningjar frú
Ingeborg kaupi það og lesi, svo
margir eru það, sérstaklega meðal
fátækra listamanna, sem hún bæði
fyr og síðar hefir sýnt ýmist um-
hyggju eða hjálpsemi. En minning
Jóhanns Sigurjónssonar, frægasta
íslendingsins á þessari öld, á það
skilið, að vér leggjum eitthvað i
sölurnar til að éfgnast handritin af
ritverkum hans og alt, sem hann
kann að hafa átt óútgefið og ófull-
gert, er hann dó.
L. S.
—Mbl.