Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 6

Lögberg - 30.11.1933, Blaðsíða 6
Bl* fi LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. NÓVEMBER, 1933. Bjarni Thorarensen (Framh. frá 1. bls.) snild. Þa8 endar svona: “Heiður er fríður, bræSur blíðir blóði föður- vernda -land.” Af ástakvæðum Bjarna eru Sig- rúnarljóð kunnust, en þau eru svo marglofuð af öðrum, að eg hefi engu þar við að bæta, en vil hins vegar á engan hátt úr því lofi draga. Það er ást i líki dáinnar konu, sem hann lýsir, og hverfur í örmum þess upp i heima vetrarins og norðurljósanna. Kvæðiö er ein- stakt og eg þekki enga fyrirmynd þess, nema ef finna mætti drög til hennar í Eddukvæðunum. Af söngljóðum Bjarna, auk her- söngvanna, skal eg stuttlega minnast þriggja: “Freyjukettirnir,” “Ungur þótti eg með söng” og “Ekki er liolt að hafa ból.” Þetta eru alt ágæt kvæði. Það er leiftrandi fjör í vís- unum um Freyjukettina. Og gæti menn að því, hve orðin eru hnit- miðuð við lagið í vísunum “Ungur þótti eg með söng.”—“Ekki er holt að hafa ból hefðar uppi’ á jökul- tindi” er söngur valdsmannsins, sem finnur til þeirra haíta, sem embættið eða há staða i mannfélaginu, leggja á hann, er löngunin dregur hann til skemtana með almenningi. Nokkr- ar ástavísur hans voru og lengi al- geng söngljóð. Eg er þá kominn að þvi, sem ef til vill er mest um vert í skáldskap Bjarna, en það eru mannlýsingar hans. eða erfiljóð. Erfiljóð eða eftirmæli voru mikið kveðin á hans dögum. Erfiljóð hans geyma marg- ar myndir og mörg spakmæli, sem hvorutveggja mun verða ódauölegt i íslenzkum bókmentum. Hann nær sér hvergi betur niðri með hug- myndasmíðar sínar og skarpar lik- ingar en sumstaðar í erfiljóðunum. Til erfiljóðakveðskaparins hafði Bjarni það m. a. til að bera, að hann var einlægur trúmaður. Trú hans á forsjón Guðs og annað líf virðist vera bjargföst, og sumt er það í erfiljóðum hans, sem bendir á, að hann mundi hafa fylt flokk spiri- tista nú á dögum. í erfiljóði eftir ungling gerir hann ráð fyrir, að hann verði settur i skóla hinumegin, og víðar talar hann um framhald lífsins þar í líkingu við lifið hér, en miklu fullkomnara og dásamlegra. Hann dregur oft líkingar af fiðrild- um, sem áður var lirfa, maðkur eða ormur, til þess að skýra breytingu þá, sem hann ætlar að dauðinn valdi. Þá sýna erfiljóðin, að Bjarni hef- ir verið mjög ættrækinn. Hann tal- ar mjög innilega um nánustu ætt- menn sína í erfiljóðunum, og getur þess einnig i ljóðunum, ef um nokkuð fjarskyldara fólk honum er þar að ræða. Um Sigríði systur sína dána yrkir hann þrjú kvæði, öll ljómandi falleg. Hann yrkir eftir föður sinn og móður. í kvæðinu eftir móður sína segir hann: “Mikilla manna minning geymist, gleymist góð kona. Einn býr ógleyminn ofar stjörnum, sá karla skóp og konur.” t þessum kvæðum o. fl. er hand- leiðsla Guðs og ódauðleikatrúin að- alefnið. Þá eru kvæðin, sem hann yrkir eftir merka embættismenn, athafna- menn eða gáfumenn og þjóðskör- unga. Þar skal fyrst litið á minn- ingarkvæðið um Magnús Stephen- sen konferentsráð. Honum er líkt við á, sem brýst fram í leysingum, og ryður sér farveg, eða stormbyl, sem fer líkt að. Magnús fær óvild- armenn og öfundarmenn, sem þykir hann standa sér i vegi, þótt hann vilji þeim ekkert mein gera, og þeir níða hann af því að hann hefir það til að bera, sem þá skortir, sem sé iðni og framkvæmd. Hann vildi færa íslandi utan úr heimi alt það, sem átjánda öldin átti bezt til, og margt af því kom að góðum notum. Svo breytast timarnir, og hann, sem áður var lastaður fyrir nýbreytnina, mætir nú andstöðu frá nýjunga- mönnum hins yngri tíma. Svona lít- ur Bjarni á þennan mesta atkvæða- mann síns tíma hér á landi. Dómur- inn er feldur af næmum skilningi, viti og óhlutdrægni, þar sem um er að ræða mann, sem Bjarni var að mörgu leyti andvígur í skoðunum. Um konu Magnúsa hefir Bjarni ort ein af sinum fyrstu erfiljóðum: “Þá eik i stormi hrynur háa hamra því beltin skýra frá, en þegar fjólan fellur bláa fallið það enginn heyra má en ilmur horfinn innir fyrst urta hvers bygðin hefur mist. Víst segja fáir hauðrið hrapa • húsfreyju góðrar viður lát, en hverju venslavinir tapa vottinn má sjá í þeirra grát; af döggu slíkri á gröfum grær góðrar minningar rósin skær.” Fyrirmyndar embættismönnum hefir Bjarni lýst í kvæðunum um Stefán amtmann Þórarinsson og Is- leif Einarsson. Um Stefán segir hann m. a.: “Fordildarlaust hann fósturjörð unni bæði og aðstoðaði; leitaði ei frama, en frarhi kom sjálfur heim til hans í hlað og hjá honum gisti.” Og svo slöngvar hann frá sér þessum kraftyrðum til skreytingar og áherslu: “Mun hafskip fyr hafnar leita Baldjökuls á bungu miðri, og hvalur fyr við Hofsjökul núa hlið en nafn hans gleymist.” ísleif lofar hann og mjög fyrir röggsemi í embættisfærslu og stjórn- semi. í kvæðinu um hann eru þess- ar alkunnu setningar: “Sá hann við skálka miskunn mest við menn er fróma grimdin verst.” Eftirmæli Baldvins Einarssonar eru stutt, en á allra vörum enn í dag: “íslands óhamingju verður alt að vopni; eldur úr iðrum þess, ár úr fjöllum breiðum bygðum eyða.” Þórarni Öfjörð sýslumanni, sem líka dó ungur og Bjarni orti síðar eftir alkunn eftirmæli, setti hann fyrst þessa stuttorðu graf skrift: “Er þegar öflgir ungir falla sem sigi i ægi sól á dagmálum.” Og stuttorð eru eftirmæli Jóns Espólins: “Sálar höllu hárri er hrapaði rambygð skilar hér jörðu Jón Espólin. . . . En lærdómsverk hans lengur hjá lýðum vara. en grafletur á grjóti.” Tvenn frægustu erfiljóð Bjarna eru um Sæmund Hólm og Odd Hjaltalín. Séra Sæmundur Hólm var, listhneigöur gáfumaður, en ó- regluntaður og allmjög drykkfeldur. Hann var hugvitsmaður, segir Bjarni, og máttu það allir sjá. En þó var svo, að hinn heimskasti þótt- ist honunt hygnári. Hann hefði glaður gefið fósturjörðinni fé sitt og fjör, og vann flestum meir, en hlaut í laun spott og óþökk. Hann elskaði alla, en enginn elskaði hann og fáir höfðu meðaumkun með hon- um. Hann gaf mörgum, en gjafir hans eru gleymdar. Hann leitaði. á engan, en margir leituðu á hann, og svo var hann kallaður óróamaöur, ef hann hljóðaði undan höggum. En því var nú farið svo með þennan mann, spyr Bjarni, og svarar því svo: Á hinni fjölmennu lestaför til líkstaðatjaldbúðanna hatast menn við þá, sem þykja einrænir og halda fram eigin skoðunum gegn hinum almennu. “Þvi var Sæmundur á sinni jarðreisu oft í urð hrakinn út úr götu að hann batt ekki bagga sína sömu hnútum og samferðamenn.” Út af Sæmundi þrumar svo Bjarni harðorða heimsádeilu, sem lyktar með því, að hann líkir mann- lífinu við siltorfu, þar sem alt stjórnast af græðginni einni og stærri fiskarnir gleypa í sífellu þá, sem smærri eru, uns alt fer eina leið “í náhvals gapandi gin.” Oddur Hjaltalíu læknir var alda- vinur Bjarna. IJann var á sinni tíð þjóðkunnur gáfumaður, fræði- maður og rithöfundur. Æfiágrip hans, með mynd af honum, teiknaðri af séra Sæmundi Hólm, er í Sunn- anfara 1897. Og svo var Oddur mikils metinn sem embættismaður, að hann var um nokkur ár settur landlæknir. Lýsing sú, sem Bjarni vinur hans gefur af æfiferli hans í erfiljóðinu, virðist þvi hljóta að hafa komið mörgum á óvart á sínum tíma, en getur engu að siður verið rétt. Hann lýsir honurn sem hröpuðum fyrir hamra og liggjandi limlestum í urð niðri, og sem kynjakvisti, sem komið hafi úr jörð “harmafuna hit- aðri að neðan og ofan vökvaðri eld'- regni tára.” Hann segir að Oddur hafi hneykslað suma með orðum, en þau orð hafi verið “frostrósir feigðarkulda, harmahlátrar og helblómstur.” Orðin eru ekki auðskilin, en þau virðast helzt benda til þess, að Odd- ur hafi gengið með banvænan sjúk- dóm, en hrist af sér hugsunina um hann með glaðværð og gáska. f kvæðinu segir, að hamingjan hafi alt frá æsku reynst honum hverful, fátæktin hafi alt af fylgt honum og harmar oftast beðið hans heima. En hann hafi haft konungshjarta með kotungs efnum, gefið fátækum alt, sem hann eignaðist, verið öðrum til gæfu, en ekki sjálfum sér, og hjálp- að sjúkur til heilsu öðrum. Andi hans hafi verið auðugur og hann hafi hrist af sér farg harma og heilsuleysis með kæti og gáska. Og Bjarni dáist af þessu lífsstríði hans og endar kvæði sitt með þessu al- kunna erindi: “En þú ,sem undan æfistraumi flýtur sofandi að feigðarósi, lástaðu ei laxinn SQm leitar móti straumi sterklega og stiklar fossa.” Bjarni kvæntist r820 Hildi Boga. dóttur Benediktssonar og eignuðust þau 10 börn. Hann andaðist á Möðruvöllum 24. ágúst 1841. Jón- as Hallgrímsson orti eftir hann á- gæt eftirljóð, sem enn eru alkunn, en Bólu-Hjálmar kvað níðvísur um hann dáinn og kallar hann þar m. a. “grófan foldar niðja,” eri það tákn- ar hjá Hjálmari: efnishyggjumann, og er það undarlega fráleit einkenn- ing á Bjarna. Minnisvarði er yfir legstað hans í Möðruvallakirkju- garði og á hann höggvin helztu æfi- atriði hans, en þar á eftir þetta: “Gáfur hans voru miklar og glæsi- legar, hugmyndakrafturinn sterkur, djarfur og f jörugur. Hann var orð- snillingur og afbragð skálda, hollur konungi, heilráður föðurlandi, ástúð og sómi sinna, prýði ættjarðar, eftir- sjá allra, sem unna snilli.” Ktnversk ást Frá alda öðli hafa kinverskar konur verið miklu ráðandi á heim- ilunum. Þær hafa haft lag á því að drotna yfir mönnum sínum á kven- legan hátt. Hvítir menn gætu lært margt og mikið af Kínverjum um það hvernig hjónabönd eigi að vera, til þess að þau geti orðið farsæl. Kinverskur heimspekingur, dr. Sum Sung Au-Young hefir fyrir skemstu birt grein í ensku timariti um hjú- skap Kínverja og lýsir þessu þar vel. Hann segir meðal annars: —Ungu stúlkunum í Kína er kent það frá barnæsku, að ef þær vilja verða hamingjusamar, þá verði þær að vera góðar húsfreyjur, og að þær verði að vera mönnum sínum auðsveipar og ástúðlegar. Kin- verska konan kann að heilla menn, hún er eftirlát, lítillát og ástsjúk. Hversdagslega er hún róleg og blátt áfram, en það er alment velsæmi sem krefst þess af henni, svo að eigi má dæma hana eftir þvi. Það er talið ósiðsamlegt í Kína að láta aðra sjá ástaratlot sin, en heima fyr- ir er kinverska konan ljúf og nær- gætin við mann vinn. í Evrópu má likja hjónabandinu við ketil með sjóðandi vatni, sem tekinn er ofan, svo að hann kólni, en í Kína má líkja hjónabandinu við ketil, sem settur er yfir hægan eld og smáhitnar þangað til sýður. í Kína ráða foreldrar, eða aðal- lega mæðurnar, giftingu barna sinna. Kínverjar geta alls ekki skilið það hvers vegna hvítir menn hæðast að tengdamæðrum. I Kina er tengda- móðirin virt og elskuð, og hún er ætíð besta vinkona og ráðgjafi tengdadóttur sinnar. Auður hefir engin áhrif á hjú- skaparlif Kinverja. Maðurinn læt- ur konu sína hafa öll fjárráð og heimilisumsýslu. Það er alt undir því komið hvað kinverska konan á mörg börn, sérstaklega syni, hverr- ar virðingar og álits hún nýtur með- al manna. Það er sama hvað margir þjónar eru á kínversku heimili. Eng- inn fær að gæta barnanna; það gerir móðirin sjálf. Hjá engri þjóð er heinrilislífið jafn fagurt, og það er aðalástæðan fyrir þvi hvað kín- verska þjóðin er ánægð með lifið. POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR H. PORTER XXII. Það verður ekki annað með sanni sagt, en að þessir sex sumargestir við vatnK inn á milli fjallanna nyti lífsins í ríkum mæli; hver líðandi dagur bar í skauti snu eitthvað langt- um unaðslegra en dagurinn í gær. Var það ekki ósegjanlega yndislegt að njóta þarna lífs- ins saman út í guðsgrænni náttúrunni fram á kvöld og hópast svo saman umhverfis hlóðirn- ar og horfa í eldinni. Eitt kvöldið í þessari draumrænu og dularfullu jarðnesku paradís, komst Jamie þannig að orði: “Er það ekki unaðslegt hvað fólk kynn- ist fljótar og nánar hérna úti í skógarrunn- unum, en í borg eða bæ; maður kvnnist á þess- um slóðum margfalt nánar á viku en á heilu ári í borginni, jafnvel þó fólk hittist þar svo að segja á hverjum einasta degi.” “Elg hefi veitt þessu eftirtekt,” sagði Mrs. Carew, undur viðkvæmnislega með dul- rænan draumgiampa í augunum. Eg held að það eigi rót sína að rekja til útivistarinnar og frelsisins,” sagði Polly- anna hálf hlæjandi”; það eru töfrar skýj- anna, blæbrigði skógarins og niður lindanna, sem valda þessu.” Sadie Dean hafði ekki hlegið eins og hitt fólkið; hún sýndist jafnvel drjúgum alvar- legri en liún átti að sér. “Á stöðum sem þess- um,” sagði hún, “verður maður ekki var þeirra margvíslegu falsgyllinga, er oft og einatt einkenna lífið í borgunum; hérna inn á milli fjallanna við skaut jarðar, nýtur mað- ur að fullu sín sjálfs; hér gengur jafnt yfir alla, unga sem aldna, ríka sem fátæka.” “Ja, ekki nema það þó,” greip Jimmy fram í; “þetta lætur alt saman einkar vel í eyra, og ber á sér skáldlegan blæ. En þegar alt kemur til alls, er breytingin að mestu leyti í því fólgin að hér eru þeir ekki alt af á hælun- um á okkur Pétur og Páll, til þess að finna að við okkur, þó stundum kynni að takast eitt- livrað öðruvísi til, en ætlast var til í fyrstu.” Pollyanna skelti upp úr. “Nem þú skáldfeg- urðina burt úr lífinu, og segðu mér svo, Jimmy, hværnig þá verður umhorfs,” sagði hún. “Hættu þessari heimspeki,” sagði Jimmy, all-alvarlega. “Hvernig í dauðanum á maður að gera flóðlokur og brýr, sem ávalt er með skáldagrillur í huganum?” Það var auðséð á öllu að Jamie féll þessi síðasta athugasemd ekki sem bezt í geð; hon- um fanst skáldskapnum vera gert margfalt lægra undir höfði en vera ætti, að brúm og flóðlokum ólöstuðum með öllu. Sadie Dean hafði hlustað þegjandi á síðustu setningarn- ar; nú gat hún ekki lengur á sér setið, og skelti upp úr líka. “Eg ann hrikafegurð fljótsins eins og hún í eðli sínu er; eftir að það hefir verið virkjað, minnir það mig á fanga eða fugl í búri; það hefir við það tapað einhverju ómetanlegu af sínum frumrænu einkennum.” Og nú hló alt hitt fólkið líka. Mrs. Carew reis snögglega á fætur og leit á klukkuna. Það virðist komið fram að háttatíma, eða freklega það. ’ ’ Svo bauð hver öðrum góða nótt og tók á sig náðir. Þannig Iei ðhver dagurinn af öðrum; hver öðrum fégurri og hver öðimm unaðsfegri. Og jafnvel þó skiftar væri stundum skoðan- irnar um hitt og þetta þá dró það samt á engan verulegan hátt úr þeirri margháttuðu ánægju er þessir sex sumargestir sameiginlega nutu. Pollyanna hafði sjaldan á æfinni verið í betra skapi en einmitt nú; þessir ljúfu, Ijós- klæddu dagar, höfðu beinlínis töfrað hana og kveikt með henni nýjan lífsþrótt; allir voru henni svo undurgóðir og nærgætnir. Hún tal- aði við Sadie Dean um nýja heimilið og hið dásamlega og samúðarríka starf, er Mrs. Carew inti af hendi. Þær mintust hinna löngu liðnu daga, er Sadie vann í búðinni, og allrar þeirrar móðurlegu umhyggju, er Mrs. Carew hafði auðsýnt henni. “Við eigum þér mikið að þakka, Polly- anna,” sagði Sadie; “það var þér að þakka að okkur veittist kostur á að heimsækja þess- ar yndislegu stöðvar og njóta sælunnar inn á milli þessara fögru fjalla. ” “Þetta er alt saman út í hött,” sagði Pollyanna. “Það er Mrs. Carew, sem verðskuldar allan heiðurinn, og enginn annar.” Nú snerist talið að Jamie. “Er hann ekki blátt áfram yndislegur pilturf” sagði Mrs. Carew eins og við sjálfa sig. “Eg elska hann eins og hann væri minn eigin sonur, og þó hann væri systursonur minn, gæti eg ekki unnað lionum heitar.” “Svo þú heldur þó ekki að hann sé það?” “Eg veit ekki hvað segja skal. Eg hefi í raun 0g veru aldrei haft nokkurt minsta hugboð um hverrar ættar hann er. Stundum finst mér eg vera viss í minni sök, en annað veifið heltekur efinn dómgreind mína og til- finningalíf. Af og til finst mér hann sverja sig í ættina, en liina stundina kemur hann mér jafnvel ókunnuglega fyrir. En bvað sem því líður, þá er hann einhver sá allra yndislegasti unglingur, er eg hefi nokkru sinni kynst; framkoma hans bér það ómótmælanlega með sér að hann sé af góðum ættum; liann á að minst.a kosti, ekkert skylt við algenga götu- flækinga. Það er, að því er mér skilst, veru- lega fágætt hve skilningsgóður Jamie er; það er ekki nóg með það, að hann sé bráðnæmur, heldur glöggvar liann sig svo fljótt á kjarna þess, er hann les, að undrum sætir. ” “Það er ekki um það að villast,” sagði Pollyanna, “að pilturinn er með fádæmum vel gefinn; það skiftir því í raunirini minstu hverrar ættar hann er; þú elskar hann eins og hann væri þitt eigið barn, og það ríður baggamuninn. Mrs. Carew starði þögul út í blámaim stundarkorn; það var eins og mild móða færð- ist yfir augu hennar, án þess þó hún feldi tár. “Hvað honum sjálfum viðvíkur, skiftir ætt og uppruni ekki miklu máli. En svo koma stundum að mér þessi einkennilegu köst. Mér finst hann hljóti að vera Jamie Kent, og þá vaknar ávalt hjá mér sú spurning, að ef svo sé ekki, hvernig Jamie Kent muni þá líða, hvort nokkur móðurleg hönd muni styðja hann; hvort hann sé beilbrigður og njóti lífsins eins og ungir menn eiga að njóta þess. Og þegar eg hugsa þannig, Pollyanna, lætur stundum nærri að eg tapi stjórn á sjálfri mér. Það stæði á sama livað það kostaði, ef eg einungis gæti fengið fyrir því fulla vissu að hann væri Jamie Kent.” Pollyönnu flaug þetta samtal oft í hug, er hún dvaldi ein með Jamie. Hann var alt af jafn rólegur og yfirvegandi. “Eg hefi það einhvern veginn á vitundinni að hann sé Jamie Kent, án þess þó að hafa gert mér þess nokkra verulega grein á hverju hugboð mitt er bygt; eg hefi haft þá skoðun svo lengi, að hún er beinlínis orðin að bjargfastri sann- færingu. Mér hefir jafnvel stundum fundist að eg myndi ekki g,eta afborið það, ef svo væri ekki. Mrs. Carew hefir reynst mér eins og móðir; hún á það meira en skilið, að Jamie væri drengurinn hennar, drengurinn, sem hún elskaði og var að leita að.” ' “Ilún elskar þig, Jamie, af öllu hjarta sínu; mér er fullkunnugt um það. “Mér var fyrir löngu kunnugt uin það,” svaraði Jamie, eins og hálf utan við sig; hún þráir að vita hver eg er, og eg er ekki einu sinni því vaxinn að veita henni nokkra fullnægjandi vissu í þessu efni. En gæti eg orðið maður, maður, sem hún gæti orðið upp með sér af, væri nokk- uð öðru máli að gegna. En hvaða von get eg gert mér það, eins og högum mínum er liátt- að?” Það var beiskjublær í röddinni, um leið og hann benti Pollyönnu á hækjurnar. Pollyanna tók hið innra með sér út sár- ustu kvalir; þetta var í fyrsta skiftið frá því að hún hafði kynst Jamie sem litlum dreng, að hann mintist á hækjurnar, og það á þenn- an hátt; hún leitaði að orðum í huga sínum; einhverjum þeim orðum, er líkíeg væri til hug- hreystingar; henni varð litið á Jamie; slíkar svipbreytingar á andliti hans Iiafði hún aldrei fyr séð. Jamie reyndi að hrista af sér mókið. “Það var flónska af mér að segja það sem eg sagði; beinlínis brjóstumkennanleg flónska, ósamboðin karlmanni. Eg hefi mætur á hækj- unum; þær eru þó margfalt viðunanlegri en hjólakerran. ”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.