Lögberg - 04.01.1934, Page 5

Lögberg - 04.01.1934, Page 5
LöCtBERG, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR, 1934 5 Hjá Thor Jensen sjötugum Fyrst dálítiÖ um manninn sjálían. Hann kom til íslands sem um- komulaus unglingur á seglskipi frá Danmörku vorið 1878 og lenti 5. júní á BorÖeyri, þar sem hann var ráÖinn til fimm ára verslunarnáms hjá Valdemar Bryde, er hafði ný- Verið stofnað verzlun þar á staðn- um. \ Um veru sína á Borðeyri hefir Thor Jensen frá mörgu að segja, bæði góðu og illu, en. sleppum því að svo stöddu. Eftir að fimm árin voru liðin, réðist hann eitt ár enn sem bók- haldari verzlunarinnar. 'Sveinn Guðmundsson verzlunarstjóri vildi gjarna halda honum, þvi honum leist vel á piltinn. En að loknu þessu ári fékk Jensen “sveinsfötin,” sparifötin, sem voru einu launin, er Bryde átti að greiða honum fyrir fimm ára starfið — og síðan hélt hann suður til Reykjavíkur um vor- ið og ætlaði sér begar utan. Það fór þó svo, að ejnsen réðist um kauptíðina við verzlun þá í Borgarnesi, er Lange hinn.norski átti, en Akra-Jón stjórnaði. Seint um haustið fékk hann far með vöru- skipi Langes, er “Columbus” hét, að eins 70 smálestir að stærð, og komst eftir mikla hrakninga snemma veturs 1884 til Bergen, en þar bjó Lange og var Jensen um hríð starfs- maður á skrifstofu hans. Árið 1886 hvarf hann aftur hing- að til íslands og tók við verslunar- stjórastöðu fyrir Lange í Borgar- nesi. Árið 1894 keypti hann verzl- un Snæbjarnar Þorvaldssonar á Akranesi, er þá alveg nýverið var komin á hendur Salomon Davidsens í Kaupmannahöfn. Fimm árum síðar 1899, fluttist hann til Hafn- arfjarðar — og í april 1900 tók hann sér loks fast aðsetur í Reykja- vík. Um starf Thor Jensens hér í • Reykjavík skal eg ekki orðlengja. Höfuðborgin hefir vaxið upp með honum og fyrir hann, frekar en nokkurn annan einstakan borgara. Hann hefir að meiru eða minna leyti verið viðriðinn flestar fram- farir borgarinnar. Stofnaði fyrst verzlunina “Godthaab,” var síðan stjórnandi miljónafélagsins, sat i bæjarstjórn nokkur ár, reisti íshús- ið við tjörnina, er faðir stórútgerð- ar Reykjavíkur og stofnandi Kveld- úlfsfélagsins og stjórnandi um margra ára bil, en það félag var, er hann lét af forstöðu þess, eigi að- ein6 langstærsta útgerðarfélag lands- ins, heldur og stærsta fiskútflutn- ingsfélag heimsins. Thor Jensen hefir með framkvæmdum sínum átt mikinn þátt í því, að Reykjavík, frá því að vera smábær, nú er orðin litill stórbær með talsverðum borg- arbrag á sér. Og það er meira en merkilegt að hugsa til þess, að þessi umkomulausi, danski unglingur, sem lærði verzlunarstörf á Borðeyri fyr- ir 45 árum hjá ísléndinginum Sveini Guðmundssyni, er nú islenzkari en margur góður íslendingur, og að hann skyldi verða fyrsti maðurinn, sem sýndi fram á möguleika til þess, að reka fiskiútveg í stórum stíl með miklum hagnaði — og síðan notaði afrakstur útvegsins til þess að sýna öllum landslýð, að það er einnig hægt að reka hér landbúnað í stór- um mælikvarða svo hann borgi sig mætavel.— —Hvernig orsakaðist það, að þér komuð til íslands til verzlunarnáms —, spyrjum vér Thor Jensen, sem verður 70 ára 3. desember. —Þegar maður situr andspænis Thor Jensen, getur maður eigi ann- að en dáðst að því hve ungur hann er í anda, og f jörið mikið og starfs- þráin megn. Hann virðist enn vera jafn hugsjónaríkur og tápmikill og þá er hann fyrst hóf starf sitt hér i Reykjavík. Augun eru leikandi fjörug, hann talar fljótt og af á- kafa um áhugamál sín. Það er eins og eldhiti hins hugsjónaríka ungl- ings búi ennþá í sálu hans, þótt hann hafi 70 árin að baki sér og æfistarf, sem meðal okkar íslendinga mun vera alveg einstakt. Hinn sjötugi unglingur stendur upp af stólnum og gengur hratt um gólfið, úr einu horni herbergisins i hitt, eins og skipstjóri á stjórnpalli —og talar, talar. Hann talar fljótt, eins og allir áhugamenn, en ekki seg- ir hann eitt orð án þess að hafa hugsað það grandgæfilega. Rökrétt fylgir hann hugsuninni. Og er eg sit þarna í stólnum og fylgi hreyf- ingum hans um gólfið, horfi á hann og bíð svars; veit eg það ósköp vel að við spurningu mína rifjast upp fyrir honum þáttur úr lifi hans, sem var þýðingarmestur allra. Thor Jensen nemur staðar eitt augnablik og svo svarar hann: —Það skal eg segja yður. Eg gekk á heimavistarskóla í Kaup- mannahöfn. Skólastjórinn var vin- ur Valdemars Bryde og hann bað vin sinn að útvega sér strák, sem vildi fara til íslands. —Eg man glögt eftir því þegar skólastjórinn kom inn í kenzlustof- una og spurði: Er nokkur hér, sem vill fara til íslands og verða verzl- unarmaður ? —Allir strákarnir steinþögðu, en eg stóð upp og kvaðst vera fús til þess “ef hún mamma leyfði það.” Sama haust fór eg til Jslands. —En hvernig stendur á því að þér ílengdust hér? —Eg var undir eins gagntekinn af náttúrufegurð landsins. Ferð- aðist mikið«milli bænda i nágrenn- inu, sökti mér á kaf í lestur Islands- sögu og íslendingasaganna; það hjálpaði mér til þess að skilja hið lifandi mál, eg gleypti alt, sem fólk- ið sagði mér og smátt og smátt fór e^ að skilja lunderni tslendinga — og var stórhrifinn af því. Eg var bara 15 ára, líklega með rikara hug- myndaflug en piltar alment á þeim aldri, landið og fólkið beit sig fast í sálu mína. Guð minn góður hve vorkvöldin á Borðeyri voru fögur! Og hve kyrðin og fegurðin og sam- vistin með hinu elskulega fólki þar á staðnum var dýrmætt fyrir mig, einmitt þau árin, sem lyndiseinkunn mín var að mótast. Eg fann það fljótt að örlögin höfðu myndað mér braut hér á íslandi. Marg oft varð eg að kasta teningnum — en við- burðanna rás réði örlögum mínum. Fólkið flutti einmitt þau árin i hópum til Ameríku. Eg man eftir því, að árið 1883 fór eg snögga ferð til New Castle á “Camoens”. Þá ferð voru 700 útflytjendur í lestinni, fóllc, sem var að yfirgefa landið sitt, af því að það trúði ekki á framtíð þess. Eg yar að hugsa um að flytja til Ameríku, en er eg sá alt þetta fólk i lestinni, greip mig sár meðaumkun og jafnframt einlæg löngun til að starfa hér, koma ein- hverju í framkvæmd, sem mætti að gagni verða fyrir fólkið. Eg á- kvað því að starfa hér á landi. —Hafið þér nokkurntíma séð eft- ir því? —Það get eg ekki sagt. En þó verð eg að játa, að einstöku sinnurn hefir gripið mig sú hugsun, hvort eg myndi ekki hafa getað komist enn lengra, unnið enn meir, ef eg hefði lifað í landi hinna stóru mögu- leika vestra. — Annars var mér það þegar á unga aldri ljóst, að þetta land hefir afskaplega' mikla framtíðarmögu- leika — og vitanlega sé eg ekki eftir því að hafa ílengst hér. —Hvenær byrjuðuð þér fyrst út- gerð.— —Það var meðan eg var kaup- maður á Akranesi. Þá átti eg þil- skipin “Castor” og “Pollux” og gerði þau út með dágóðum árangri. Jafnframt keypti eg hesta til út- flutnings á sumrin og fé á haustin. — Og búskapurinn ? — —Eg hefi alla tið verið hneigður fyrlr búskap. Sem barn bjó eg skamt fyrir utan Kaupmannahöfn, en þar var búskapur mikill. Meðan eg átti heima í Borgarnesi, keypti eg tvær jarðir þar í nánd. Einarsnes og Ánabrekku, og hafði þar 700—800 fjár. Einn veturinn setti eg 753 kindur á, bygði þar bæði fjárhús og hlöður, og eitt sumarið sigldi eg sjálfur til Newcastle með 1000 sauð.i, sem allir voru frá búum mín- um. Og eftir að eg kom til Reykja- víkur keypti eg Bráðræði og Mels- húsin, sprengdi kletta og ruddi og hafði þar margar kýr. Ok loks eignaðist eg Korpólfsstaðina og .jarðirnar þar í kring—en alt um bú- skap minn þar vitið þér. Það hefir verið skrifað svo mikið um hann. Eg á enn mikið ógert þar efra. Það líða að minsta kosti 3 ár þangað til alt er þar komið í það horf, sem eg hefi hugsað mér. —Haldið þér að unga fólkið núna standi betur að vígi í lífsbaráttunni, en unglingar gerðu er þér voruð ungur ?•— —Nýja kynslóðin hefir miklu meira milli handa, skilyrðin fyrir velgengni eru auðvitað stærri. En eg er samt hálfkviðinn fyrir fram- tið unga fólksins. Það er eins og margt ungt fólk núna hafi mist allar fagrar hugsjónir, en það er það skaðlegasta af öllu í lífinu. Annars er svo langt frá því að allar framfarir, sem kallaðar eru, hafi verið til bóta. Það er áreiðan- lega ekki verra hér á landi en ann- arsstaðar, en eg tel að meiri alvara hafi verið i unglingunum í mínu ungdæmi, en alment gerist nú á dögum, — svo að eg minnist ekki á vinnugleðina og vinnuþrána. —Hvaða heilræði getið þér gefið ungum mönnum, sem vilja áfram í lífinu ?— —Thor Jensen hugsar sig um nokkur augnablik. Svo lítur hann upp og mælir: —Fyrst af öllu verða þeir að temja sér reglusemi og samvisku- semi í öllu sínu líferni. Hófsemi á vin og tóbaksnautn. Þeir verða þeg- ar á unga aldri að læra að herða viljaþrekið og með því kynda undir hugmyndafluginu, sem æfinlega vakir í huga hvers unglings með vilja til að verða nýtur maður og aðstöðu til þess að geta notfært sér sína hæfileika. Þeir verða að festa í sálu sinni öll mórölsk áhrif, sem verða á braut þeirra, svo það bál á sínum tíma geti orðið sem stjarna framundan á lífsleiðinni, stjarna, sem lýsir hversu dimt sem kann að verða. Þetta er það, sem mér finst að hafi að nokkru leyti liðið skip- brot með hinni vaxandi framþróun og svonefndri siömenningu. —Hvað — er yðar mesta ham- ingja í lífinu?— —Þessari spurningu svaraði Thor Jensen fljótar en nokkurri annari. Það var ekki hik á honum þegar hann leit beint i augu mér og sagði: Heimilið, heimilið og ódrepandi starfskraftar mínir og starfsþrá ! — —Eruð þér hamingjusamur mað- ur ? Hinn sjötugi unglingur sprettur upp af stólnum, leggur hendina á öxl mér og segir svo í málróm, sem var fullur blíðu og innilegleiks. —Blessaður gamli vinur! Eg á heimsins bestu konu, sjö syni og fjórar dætur. Og blessuð litlu barnabörnin okk- ar eru 34 talsins......! Vilh. Finsen. —Fálkinn. Jóla-óskir og ávörp Eftir Jón Einarsson Það er orðin allföst tízka meðal þjóðanna að maður sendi manni lukkuóskir á spjaldi um jólin. Er hávaði þeirra spjalda, eins og kunn- ugt er, keyptur tilbúinn að öllu leyti og oft jafnvel með prentuðu, skraut- prentuðu stundum, nafni þess, er sendir. Þarf þá sendandi aðeins að skrifa utan á umslagið, sem einnig fylgir með í kaupunum, setja frí- merkið á, og afhenda póststjórninni það til beztu fyrirgreiðslu”, eins og títt var að skrifa utan á bréf á íslandi í gamla daga, þegar póstar voru fáir og strjálir, eða alls engir, en bréf og sendingar fluttar ein- göngu á skotspónum, frá einú heim- ili til annars, hversu löng sem leiðin var. Þessi póstspjaldasiður er eiginlega vinsemdartízka handhæg og um- stangslítil. Auðvitað er hún og hag- kænzkuverslun þeim er framleiða spjöldin og öðrum þeim, er spjöldin selja. Mikill hluti spjaldanna er að meiru eða minna leyti reglulegir skrautmunir og sum jafnvel að heita meiga listaverk að frágangi. Þó gjást:;nú sem stendur ekki eins fag- .rlega frágengin myndaspjöld og hér tíðkuðust fyrir nokkrum árum. Sumir kaupa prentun spjalda og semja eða velja sjálfir efni áritun- arinnar í ljóði eða lesmáli. Er sá, oftar en hitt, hugðnæmasti búning- urinn og innilegasti. Fyrir og um nýafstaðin jól, að haustlagi lífstíðar minnar, bárust mér mörg jólaspjöld og handritaðar vinsemdir í lesmáli og snotrum frumkveðnum ljóðum. En það er aðeins ein af kveðjusendingunum, sein kom mér til að minnast þeirra í opinberu blaði, vegna þess, að það skeyti snertir í raun og veru ekki frekar mig sjálfan, en fjölda marga aðra. Og um leið og eg hér með þakka öllum þeim, er sendu mér nefnd alúðarávörp af lítt verðskuld- aðri vinsemd, vil eg sérstaklega minnast örfáum orðum á skeytið, sem eg gat um að við kæmi fleirum en mér. “Þetta skeyti er eiginlega ekki spjald, heldur nokkurs konar heim- sóknar ritgerð, frá mjög merkum manni, er staddur var sem gestur að iramalmennahælinu Betel á Gimli, Man. Höfundurinn er hinn velþekti I stórmerki læknir, Dr. David A. Stewart, M.D., L.L.D., sem aðal- umsjón hefir haft með tæringarhæl- inu að Ninette, Man., í mörg ár eða frá byrjun þeirrar stofnunar. Lýsir Dr. Stewart komu sinni og viðstöðu á Betel svo innilega og vin- semdarlega að manni finst eins og hér sé að tala fjálglegur unglingur, sem úr fjarlægu héraði, eftir langa lnirtveru, heimsækir gamlar æsku- stöðvár sínar, venslamenn og forna vini. Málfærið alt er svo hlýtt og lað- andi að maður getur naumast annað en lesið milli lína og orða, aðlúð þá og velvildaranda, sem Dr. Stewart hljóti að eiga stórmikið af og sem sjúklingar hans að Ninette óefað njóti af í ríkum mæli. Einkennilegt, eða öllu heldtjr sér- kennilegt er það við ritið, að Dr. Stewart auðsæilega er ekki einn af þeim mönnum, sem finst það vera hnekkir lærðum manni að minnast kristinna fræða á virðulegan hátt. Maöurinn er óefað stærri í raun og veru en í látbragði aðeins. Því mið- ur skipa slíkir menn helzti fámenn- an flokk í mannfélaginu. Á hann hér þó samleið með aðalformanni hælisins, þar sem er Dr. B. J. Brand- son, og öðrum ráðunautum heim- ilisins. Ritið er hið allra snyrtilegasta að öllum frágangi og væri vel komið inn á hvert íslenzkt heimili, og ætti að vera alment lesið meö alvöru og íhugun. Mætti eg sérstaklega leiða athygli lesenda afS niðurlagsatriðinu, Aleiðis til Betel. Sú stutta lesgrein er svo innilega og skálddýptarlega stíluð að vel kynni hún að leiða tár i augu óharðnaðra lesenda. Með hinum hlýkveönu skýringum læknisins hlýtur heimilinu að græð- ast vegur mikill og álit manna út í frá, sem þá, á sínum tíma ætti að bera sjáanlegan ávöxt f járhagslegri hlið stoínunarinnar. Er öllum ljóst að stofnun aí þessu tæi þarf mikils með og þrátt fyrir kreppuna al- mennu, eru allmargir íslendingar vel færir um að veita hér styrk nokkurji. Vitanlega heldur ekki kreppan hér öllum til baka, því býsna magir efnamenn létu sig þetta mannkær- leiks-fyrirtæki engu skifta meðan vel áraði. Er þá illa farið ef flokka- dráttur eða aðrar óviðkomandi skoö- anir geta hrundið nokkrum frá að styrkja gamalmennahælið. Kunnugt er öllum að heimili það stendur jafn opið fyrir þuríendum hvaðan úr ‘stefnum” sem inntökubeiðnir koma. I sambandi við aðal-ráðsrnensku heimilisins fellur i hugann ein sér- staklega þýöingardjúp spurning, sem vonandi ekki þarf að svara um mörg ókomin ár, en sem óumflýj- anlegt er að svar finnist við á sin- um tíma. Spurning sú er þessi: Hver tekur hér sæti Dr. B. J. Brandsons og fyllir skarðið vel, þeg- ar hans missir við? Það verður ef til vill ekki sótt um stöðuna eins og pólitískt happ, vegna þess, að hún gefur ekki sækj- anda von um há laun; en miklu fremur allmikil útgjöld, ómök og áhugafulla fyrirhyggju í hag heim- I ilisins. Það eru ekki á hverju strái slíkir menn sem Dr. Brandson og meðstarfendur hans í þessari stjórn- arnefnd hafa reynst. Og það dafna heldur ekki í hverri sólskinsbrekku konur, sem vaxnar eru þeirri stöðu aö stjórna slíku heimili, sem þessu, því ekki er æfin- lega auðvelt að gera nema sumu gömlu fólki alt til geðs og innri þakklátssemi. Til þess þarf við- kvæmni, langlundargeð, þekkingu, skyldurækni, kjark, mjög mikla ráðdeild og dugnað. Saga frá París Mörg einkennileg mál koma fyr- ir í Frakklandi. Þetta er eitt þeirra og það er nú á döfinni: Tannlæknir og verkfræðingur áttu heima í sama húsi. Einhverju sinni urðu gervitennur verkfræðingsins óþolandi og hann,, varð að leita til i læknisins, nábúa síns. Læknirinn lét hann fá nýjar gervitennur, og eftir hæfilega langan tíma sendi hann reikninginn, 1500 franka. Verkfræðingurinn maldaði eitthvað í móinn, en greiddi þó 1000 franka. Eftirstöðvarnar var hann ófáanleg- ur til að borga, hversu oft sem reikn- ingurinn var sendur. Einn góðan veðurdag hittust þeir tannlæknirinn og verkfræðingurinn í stiganum. Tannlæknirinn heilsaði ósköp kurteislega og hinn tók því vel. —Hvað er að sjá þetta, segir tannlæknirinn alt i einu, gervitenn- urnar, sem þér fenguð hjá mér, sitja skakkar í munninum á yður. Þetta má eg til með að laga! V erk f ræðinginn grunaði ekki neitt, fór með tannlækni inn í lækn- ingastofu hans og settist í stólinn. Þá var tannlæknirinn handfljótur, reif gervitennurnar út úr honum og mælti sigri hrósandi: “Njú -'fáið þér ekki tennurnar aftur fyr en þér hafið borgað mér þessa 500 franka.” Verkfræðingurinn ætlaði að böl- sótast og húðskamma tannlæknir- inn, en það varð ekki annað en ó- skiljanlegt garg, vegna þess að hann vantaði tennurar. En það sem verst var: Honum lá ákaflega mikið á, því að hann átti að hitta stúlku eftir nokkrar mínútur.—Tennurnar varð hann því að fá! Og svo dró hann upp ávísanabók sna, skrifaði 500 franka tékk handa lækninum og þá fékk hann tennurnar. Tannlæknirinn hélt að þeir væri nú skildir að skiftum, en svo var ekki. Verkfræðingurinn símaði til Tankans og bannaði honum að inri- leysa ávísunina. Og þegar tann- læknirinn kom með hana var hann tekinn fastur fyrir ávísunarfölsun. Lögin eru svo merkileg á Frakklandi að þau gera alls ekki ráð fyrir þessu, og samkvæmt kröfu verkfræðingsins verður veslings tannlæknirinn bráð- um dæmdur fyrir fölsun. -Lesb, 22,006,349.93 $57,096,349.^3 The Royal Bank of Ganada General Statement (*(sBÍSJsTll 30th November, 1933 SKULDIR Capital Stock l’aicl uo ................................. $35,000,000.00 Keserve Fund ........................................... $20,000,000.00 Balance of Profits c-.»rried forward....................... 1,383,604.18 $21,383,604.18 DivitlentlK Unelaimecl ....................................... 12,745.75 Dividend No. 185 (at 8% per annum), payable Ihí December, 1223 .......................................... 700,000.00 DepoHÍtH not bearing interest ..........................$128,820,61)4.46 Deponitn bearing interest, including interest accrued to date of Statement .................................. 450,463,265.41 Kalance due to other Danks in ('anada.................... 841,498.81 ltalances due to Danks and Bankingr CorrenpondentH eÍHewhere than in Canada ............................. 20,313,902.13 Notes of the Bank in circulation ........................ Advances under the Finance Act .......................... Bills Payable ...............................*........... láahilities not included in tlie foregoinfr...-.......... Letterg of Credlt Outstanding; ........................... EIGNIR : (■old and Subsidiary Coin. on hand ...................... $14,117,860.37 Dominion Not.es on hand ................................. 48,922,334.75 Deposit in the Central Gold Keserves .................... 3,000,000.00 Cnited States and other Foreign Currencies ............... 21,713,830.99 Notes of other Canadian llanks .......................... $1,811,091.42 Cheques on other Banks ............................-..... 18,384,822.80 Balances due by other Banks in Canada.................... 2,814.09 Balances due by Banks and Banking Correspondents elsewhere than in Canada ............................. 49,746,460.79 Dominion and Provihcial Government Securities (not exceeding market value) .............................. Canadian Municipai Securities and British, Foreigrn and Colonial Public Securities other than Canada- dian (not éxceedinjf market value) ................... Kallway and other Bonds, Debentures and Stocks (not exceedinff market value) ............................. Call aml Sliort (not exceeding thirty days) Loans in Canada on Bonds, Debentures and Sto<*ks and other Securities of a sufficient marketable value to cover ............................................- Call and Short (not exceeding thirty days) Loans else- where than in Canada on Bonds, Debentures and Stoeks and other Securities • of a sufficient mar- ketable value tq cover ................................... 600,448,360.81 29,349,801.14 20,000,000.00 255,089.91 57,985.74 22,052,888.91 $729,260,476.44 $87,754,026.11 69,945,189.10 106,850,615.53 24,198,073.90 11,970,905.82 28,771,273.71 32,981,561.27 Current T.oans and Discounts in Canada (less rebate «f interest) after imtking full provision for all bad aml doubtful ilelits ):................................$216,849,534.86 Current l.oans and Discounts elsewhere tlian in Canada (less rebate of interest) after makiiiK: full provision for all bad and doubtful debts............... 95,23 «,013. ^8 Non-Clirrent Loans, after providing for estimated Iohh..... 4,032,843.75 Bank Premises at not more than cost, less amounts writtea off............. Keal Estate other than Bank Premlses...................................... Mortgages 011 Keal Estate sold by tlie Bank ................-............. Eiabilities of Customers under Eetters of ('redit as per contra........... Shares of and Eoans to ('ontrolleil Companies ............................ Deposit with the Minister for the purposes of the Circulation Fnnd........ Otlier Assets not included ln the foregoing............................... $362,471,645.44 316. 17, 2, 22, 6, 1, ,119,392.39 015,987.02 ,4 2 1.277.85 883,009.27 052,888.91* ,328,639.58 ,500.000.00 464,635.98 $729,260,476.44 NOTE:—The Royal Bank of Canada (France) has been incorporated under the laws of France to conduct the business of the Bank in Paris, and the assets and liabilities of The Royal Bank of Canada (France) are included in the above General Statement. H. 8. HOLT, M. W. WTLSON, President General Manager SKÝKSLA YFIRSKOÐUNARMANNA m Hliithafa The Royal Bank of Canada: Viö höfum yfirskoöaö framanskríiöa fjárhagsskýrslu þann 30. növ., 1933, og boriö hana saman viö bækur Royal Bankans & aöal skrifstofu hans og elnnig vott- festar skýrslur frá ötibúunum. Viö höfum taliö peninga og yfirfariö tryggingarskjöl öll á aðalskrifstofunni í lok fj&rhagsársins, og & árinu höfum viö gert samskonar skoöun á ýmsum af hinum helztu ötfbúum bankans. Vit5 höfum fengið allar þær upplýsingar og skýringar, sem viö höfuin æskt, og er þaö sannfæring vor aö öll vlö- skifti bankans, þau er viö höfum yfirfariö, séu fyllilega samkvæm bankalögunum. ÞaÖ er álit vort aö framanprentuö skýrsla sé nákvæm og sýni hag bankans eins og hann í rauninni er 30. nóv., 1933, samkvæmt bókum hans. eftir að hafa fullnægt fyr- irmælum meðstjórnenda um heimild á $15,000,000 úr varasjóöi til tryggingar hinni innri starfrækslu bankans t tilfellum er kynni nauðsynleg að telja í framtíðinni. A. B. BRODIE, C.A., 'l of Price, Waterhouse & Co. LAnditnr** JAS. G. ROSS, C.A. yAuaitors Montreal, Canada, 23rd Decem'ber, 1933. of P. S. Ross & Sons. ' REIKNINGUR UM ÁVINNING OG TAP Balance of Profit and Lohh Account, 30tli November, 1932 .............................................. $1,166,954.95 Profits for the year emled 30th November, 1933........ 3,901,649.23 -------------- 5,068,604.18 APPROPRIATED AS FOLLOWS: Dlvidend No. 182 at 10% per annum...................... $875,000.00 Dividend No. 183 at 8% per annum........... 700.000.00 Dividend No. 184 at 8% per annum........................ 700,000.00 Dividend No. 185 at 8% per annum........................ 700,000.00 $2,975,000.00 Contribution to Officers’ Pension Fund ............... 200,000.00 Appropriation for Bank Premises ......................... 200,000.00 Keserve for Dominion Government Taxes ................ 310,000.00 Kulance of Profit and Lorh carried forward ........... 1,383,604.18 ------------- $5,068,604 18 H. S. HÖIiT, I*re8ident Montreal, 23rd December, 1933 M. W. WILSON, General Manager

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.