Lögberg


Lögberg - 04.01.1934, Qupperneq 7

Lögberg - 04.01.1934, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 4. JANÚAR, 1934 7 um slær út um höfuðiö og þess- vegna er hárið svona. GerÖu hann að hershöfðingja þínum. Veittu honum metorð þegar svo ber undir og fult athafnafrelsi en mundu það, konungur, að láta hvorki hann né hans fólk fá nokkurn skika af landi héðan í frá. A1 þú hann vel bæði í orði og verki og gefðu honum 1 staupinu, — þú veizt hvar flöskurn- ar eru, — og þá verður hann ó- vinnandi múr fyrir ríki þitt. En neitaðu honum um svo mikið sem eina þúfu af landi. Guð hefir nú einu sinni skapað manngarminn svona. Og auk þess—hann á bræð- ur—” Og öll þjóðin samþykti þetta með þ'ví að ýlfra í einu hljóði. “En ef bræður hans koma þá munu þeir vissulega berjast inn- byrðis þangað til yfir lýkur; eða að öðrum kosti þá segir alt af einhver þeirra til um hinn. — /Etlarðu að taka hann í herinn, konungur? Veldu!’’ Konungurinn laut höf ði og sagði: “Komdu hérna, Namgay Doola og taktu við yfirstjórn konungshersins. Héðan í frá heitirðu ekki Namgay heldur Patsay Doola, því að eg þekki alla hluti, eins og þú hefir sagt.” Þá faðmaði Namgay Doola, nú endurskírður Patsay Doola, sonur Timlay Doola, sem er sama sem Tim Doolan—fætur konungsins, kjaftshöggaði allan herinn og æddi í iðrunaræði musteri úr musteri til þess að gera yfirbót fyrir kýrspell- in. Og konungurinn var svo ánægður yfir skarpskygni' minni, að hann bauðst til að selja mér heilt þorp fyrir 20 sterlingspund. En eg kaupi ekkert þorp í Himalayaf jöllunum meðan eitt rautt hár blaktir í sporð- inum milli hins himinkljúfandi jök- uls og hinna dimmu birkiskóga. Eg þekki það kyn. —Eálkinn. Skátamótið í Gödölíö (Framh. frá bls. 2) ur okkar gáfum við íslenzkan dún- svefnpoka. Þökkuðu ungversku skátarnir með ræðum og þökkuðu okkur góða vi&ynningu, en við hrópuðum ferfalt húrra fyrir þeim. sungum síðan þjóðsönginn og dróg- um niður fánann. Síðan kvöddum við ungversku foringjana og byrj- uðum að taka niður tjöld okkar. Kl. 5.30 kom stór hornaflokkur, sem átti að spila fyrir okkur um leið og við gengurn út af svæðinu. Gengu þeir í broddi fylkingar og léku ung- versk lög á göngu okkar niður á brautarstöðina. Litlu seinna komu norsku og dönsku skátarnir, en með þeim ætluðum við til Kaupmanna- hafnar. Eftir 20 tíma stranga ferð komum við til Stettin þar sem s s “Kong Hakon” tók við okkur og flutti okkur til Hafnar. f Höfn dvöldum við i sex daga, en þann tíma máttum við ekki vera í einkenn- isbúning okkar, því eftir dönskum lögum mega skátar eldri en 14 ára ekki bera búning. Á nieðan við dvöldum þar var okkur boðið, ásamt skátahöfðingja okkar, A. V. Tuli- nius, af Köbenhavns Rotary Club í ferð út til Helsingör og Kronborg. Þótti okkur sú ferð afar skemti- leg og kunnum Köbenhanv Rotary Club beztu þakkir fyrir. Erá Höfn fórum við með Brúarfossi þann 22. ágúst til Leith þar sem við dvöldum einn sólarhring og skoðuðum meðal annars liinn merkilega Edinborgar- kastala. ITingað til Reykjavíkur konmm við 29. ágúst og höfðum þá verið fjörutíu daga á þessu skemti- lega ferðalagi okkar. —Lesb. í Englandi er það orðið svo al- gengt að leigja sér flugvélar í stutt- ar ferðir, að þau eru orðin 66 fé- lögin, sein gera sér að atvinnu að leigja út flugvélar. Yngsti borgarstjórinn í Frakk- landi heitir Alphonse Tanghy og var nýlega skipaður í embætti í bæn- um Gergrist í Bretagne. Hann er aðeins 25 ára. Auglýsingar frá íornöld til vorra tíma Ef menn ætla að auglýsingar sé eitt af sérkennum nútímans, þá skjöplast mönnum hrapallega. A dögum hjnna fornu Rómverja voru auglýsingar mikið notaðar. Og elsta auglýsing, sem sagan getur um, er frá dögum hinna tyrstu Faraoa. Þá var þræll látinn fara uin götur Memphis, með auglýsingaspjöld í bak og fyrir, og var á þau útmálað hvar hægt væri að fá bestan mat fyrir lægst verð. I British Museum er geymd pa- pyrusörk frá blómaöld Egyptalands, og er þar lýst eftir strokuþfæli. Er það ekki alveg hið sama og nú, þeg- ar lögregla auglýsir einhverja bófa, sem hún vill ná í? Eftirfarandi auglýsing er frá árinu 3320 fyrir Krists fæðingu og segir frá þvi að kaupmaðurinn Sehed Ba Rhaser hafi fílabein til sölu: “Ódýrt, ódýrt, er á þessu ári hið góða fílabein frá dölunum hjá Je- hekto. Komið til min þér íbúar í Memphis. Sjáið, undrist og kaup- ið!” Er þetta ekki ósköp svipað auglýsingum nú á dögum? Grikkir lærðu auglýsingalistina af Egyptum og frá Hellas barst hún til Róm og náði þar mikilli útbreiðslu. Kvað svo ramt að þessu, að menn eins og Cato og Cicero reyndu að bannfæra auglýsingar, en það tókst ekki. , Leiksýningar, gladiatora-bardag- ar og glímur voru auglýstar á þann hátt að þrælar voru látnir ganga um götur með auglýsingaspjöld. Ekki voru þá nein takmörk fyrir því hvernig mætti auglýsa, það sýnir eftirfarandi auglýsing sem fanst í rústum Pompei: —Hér eru bökuð stærstu brauð í borginni og eru þau þó ódýrari heldur en hjá nágrönnum mínum. Eða þá þessi: —Hér með skora eg á yður að kjósa Publius Furius, sem er ágæt- ur maður. Vesaldarlegt þjófahyski vill að Vetia verði kosinn. Frá því að lauk gullöld Róm- verja og þangað til. prentlistin var upp fundin, veit maður lítt um aug- lýsingar, enda þótt vitanlegt sé, að þær hafi verið notaðar. En þegar prentlistin kemur til sögunnar, auk- ast auglýsingar stórum. Um alda- mótin 1600 koma út fyrstu blöðin og fyrsta auglýsing í blaði birtist í Þýskalandi árið 1591. í Englandi auglýstu menn eftir bókum, í Frakk- landi eftir vönduðu þjónustufólki og árið 1625 birtist fyrst auglýsing um uppboð, í blaði á Niðurlöndum. Ameríka er nú fremst með aug- lýsingar og má telja cirkuskónginn Barnum upphafsmann þeirra. Það er alveg ótrúlegt hvað hann var uppfinningasamur og glöggur á það að ná til fólksins með auglýsingum sinum. Það var ekkert til, sem hann tók ekki í þágu auglýsinganna og hann skeytti þvi engu, hve mikið þær kostuðu. — Hann sendi heilar fylkingar af skrautklæddum fílum með auglýsingar um götur New York og annara stórborga, og alls staðar, hvar sem maður fór, blöstu \ið auglýsingar um þau undur, sem væri að sjá í cirkus hans. Hann-var hinn fyrsti, sem notaði ljósaaug- lýsingar. Árið 1850 setti hann met í auglvsingum. Hann gerði þá fé- lag við hina heimsfrægu söngkonu, Jenny Lind. Hann fylti öll blöð með greinum um hana, um hjarta- gæsku hennar og aðrar dygðir, og fékk tískuverslanir og verksmiðj- ur til þess að kenna hanska og hatta við hana. Eftirfarandi saga lýsir því ef til vill bezt hvernig hann fór að því að ná til fólksins með auglýsingum sín- um: í margar vikur lét hann fíl, sem spentur var fyrir gríðarstóran plóg, troða fram og aftur á akri milli New York og Manhattan. Afleiðingin var sú, að þúsundir bænda skrifuðu honum og spurðu hann um hve miklu fill afkastaði hvort hann væri þungur á fóðrunum og hve mikill hagur væri að því að nota fíl til jarðræktar í staðinn fyrir hesta. Að lokum svaraði Barnum öllum í einu með smáklausu í dagblöðunum. Royal Bank of Canada in Strong Liquid Position Gratifying Increase of Over $18,000,000 in Canadian Savings and Demand Deposits—Total Assets Amount to $729,260,476—Of This Amount Liquid Assets Are $362,471,645, Equal to 55.76 Per Cent. of Liabilities to the Public—Cash and Bank Balances Total $157,- 699,215, Equal to 24.26 Per Cent. of Public Liabilities. —Einn fill er jafn þungur á fóðr- unum og hundrað asnar. Hann er jafn ónýtur til plæginga og 'kanína. Hann er til alls óhæfur fyrir bænd- ur, og er ekki til neins nýtur nema vera auglýsing fyrir Barnum. Slíkar sögur eru í hundraða tali til um Barnum. Mark Twein var líka fundvís á góðar og ódýrar auglýsingar. Einu sinni var hann ritstjóri að litlu blaði í Missouri. Þá fékk hann bréf frá einum kaupanda blaðsins og skýrði hann frá því, að könguló hefði setið á blaðinu sínu um morguninn og vildi nú fá að vita, hvort það boðaði happ eða óhapp. Mark Twain svaraði þegar: —Það boðar hvorugt. Könguló- in hefir aðeins verið að gæta að því, hvort í yðar bæ fyndist ekki einn kaupmaður, sem ekki auglýsti í blaðinu mínu, og ætlaði síðan að fara til þess kaupmanns, vefa vef sinn fyrir dyrnar og lifa þar síðan í ró og næði. Fyrir nokkrum árum var maður að nafni Modley dæmdur til dauða i einu af Suðurríkjum Bandaríkj- anna. Samkvæmt lögum þar átti aftakan að fara fram á bæjartorg- inu, en nú stóð svo á, að torgið var í aðgerð og verkamennirnir höfðu gert verkfall. Var því ekki hægt að fullnægja dómnum. Modley byrjaði nú að skrifa blaðagreinar í fangelsinu og barðist fyrir réttmæti verkfallsins í albýðublöðum bórg- arinnar. Honum var um að gera að verkfallið stæði sem lengst. En undarlegt þótti það hvað hann hélt sig ríkmannlega í fangelsinu. Hann gerði klefa sinn að hinni feg- urstu stássstofu og svo fékk hann sér þjón, til að stjana við sig. Vakti þetta svo mikla athygli að félags- skapur var stofnaður til þess að fá hann náðaðan. En þá varð hann fokvondur og sagði: —Æitla þessir heimskingjar að taka frá mér atvinnuveg minn? En fólk var forvitið og vildi endi- lega komast að því hver væri at- vinna hans. —Það fáið þið ekki að vita fyr en um leið og eg deý, sagði Mod- ley.— Þetta hefði hann aldrei átt að segja, því að það varð til þess að flýta mjög aftökunni. Undir eins og það fréttist að hann ætlaði að leysa frá skjóðunni á aftökustaðn- um, var fólki það mest í mun að aftakan gæti farið sem fyrst fram. Verkfallsmenn hættu verkfallinu og á einni nóttu var gert við torgið og gálgi reistur þar. Fjöldi fólks kom til þess að vera við aftökuna. Modley gekk hiklaust upp á aftökupallinn og setti sjálfur snöruna um háls sér. Svo fékk hann dálitla hóstakviðu, en er hann náði andanum aftur, sneri hann sér að áhorfendum og hrópaði hátt: —Ef þér hóstið — þá notið Evans hóstatöflur! Hann hafði lofað firmanu, sem bjó til þær töflur, að auglýsa þær j svo eftirminnilega, að það gleymdist aldrei, gegn því að firmað léti hann lifa konunglega fram til seinustu stundar.---------- Eftirfarandi smáauglýsingar birt- ust nýlega i frönskum blöðum. Önn- ur var frá hanskafirma og stóð und- ir fyrirsögninni “tapað.” —Dýrmætt hálsband hefir horf- ið, og ennfremur hanskar frá und- irrituðu firma. Finnandi má eiga hálsbandið í fundarlaun, ef hann skilar hönskunuin, sem eru óbætan- legir vegna sniðs og hvað þeir eru sterkir. Hin var frá bóksala, sem vildi losna við biblíur, sem hann átti ó- seldar: —Hinn vondi mundi skjálfa af hræðslu, ef hann sæi hvað við selj- um biblíurnar ódýrt. I Ameríku eyða menn meiru í auglýsingar en nokkurs staðar ann- arsstaðar. Þegar Henry Ford koni með nýjan bíl á markaðinn eyddi hann 4V2 miljón dollara í auglýs- ingar á 5 dögum. Og það er eng- inn efi á því, að hann græddi vel á þessu og fékk þessar 4Y1 miljónir margfakllega endurgreiddar. — Ensk sápuverksmiðja auglýsti á forsíðu í einu stærsta blaði Eng- lands og kostaði sú auglýsing 35 þúsund krónur. Með þessu var sápan orðin kunnug um land alt, og þegar fyrsta daginn streymdu pant- anir til verksmiðjunnar úr öllum áttum. Nú eru ensk blöð tekin upp á því að senda út seinustu fréttir, sem ekki ná að komast í blöðin, með gríðarstórum ljósstöfum á lofti, og inn í milli fréttanna eru settar aug- lýsingar með ljósletri. En amrískir auglýsendur eru nú farnir að taka ilman í þágu aug- lýsinganna. Hugmyndina fékk eitt blaðið þegar það vildi ná prent- svertulykt af blöðunum, og stráði því ilmvatni yfir þau, en náði um leið í stórar auglýsingar frá ilm- vatnsverksmiðjum, sem sögðu frá því hvaða ilmvatn nú væri notað til þess að ná hinum leiðinlega prent- svertuþef af blöðunum. Þessi hug- mynd hefir síðan farið sigurför um alla Ameríku. Appelsínusali í Kaliforniu notar nú t. d. eingöngu bréfapappír sem angar af appel- sínulykt, og ýmsir aðrir nota bréfs- efni, sem anga af lykt þeirrar vöru, sem þeir framleiða. En það er brunatryggingarfélag í New York, sem á mfetið á þessu sviði. Það hef- ir látið svíða alla jaðra á bréfsefn- um sinum og á bréfsefnin er prent- að: —Sviðalyktin af þessum pappír ætti að minna yður á, að hús yðar og innanstokksmunir er ekki vátrygt gegn eldsvoða. tltfyllið kortið, sem vér sendum yður hér með frímerkt, og sendið það til vor. Firmað hefir eflst stórkostlega fyrir þessa auglýsingaaðferð,—Lesb An uniformly strong and particu- larly satisfactory statement is being forwarded to the shareholders of The Royal Bank of Canada. The report, which covers the fiscal year to 36th November, shows that with the lessened demand for banking accommodation due to the trade conditions that prevailed, the bank has added materially to its strong liquid position. Included among these liquid assets are very substantial holdings of cash. The less active conditions, as well as the lower rate of interest on high grade investments, has naturally had ts effect on earnings. The profits for the year, however, were suf- ficient to provide the dividends, and after the usual appropriations per- mitted of a substantial addition over the year to Profit and Loss account. A very gratifying feature of the statement is a notable increase of over $18,000,000 in Canadian sav- ings and demand deposits. Such a development would likely be due to a desire of Canadians to keep strong in cash by adding steadily to their savings, while the increase in de- mand deposits, which represent the working balances of businesses and farming customers, evidently indicates a marked stimulation in the turnover of a great many lines of businesses. The unsettled state from which business is now emerging, has em- phasized the usefulness of strong inner reserves. The Directors’ rec- ognition of this fact is evidenced by a transfer of $15,000,000 from Re- serve Fund to reimburse the inner reserves of the bank, and to provide reserves which they consider ade- quate for future contingencies. This action is in line with adjustments which have been made by many of the leading and most powerful banks in all the parts of the world, and will be regarded as a prudent and constructive move. The published Reserve Fund is maintained at the substantial figure of $20,000,000 and $1,383,604 is carried forward to the credit of Profit and Loss Ac- count. Strong Liquid Position Total assets shown by the State- ment for the fiscal vear which ended November 30, last are $729,260,476: Liquid Assets of $362,471,645 ag- gregate 55.76% of liabilities to the public: Cash and Bank Balances total $157,699,215, equal to 24.26% of Public Liabilities. The total of $106,850,615 invested in Doininion and Provincial Govern- ment securities represents an in- crease of $17,401,771 compared with the previous year. A small decrease is shown in Canadian municipal sec- urities and British Foreign and Colonial public securities. While certain lines of business are less active than a year ago, other industries have experienced a keen demand for their products in recent months, with the result that inven- tories have been brought down to abnormally low figures. Both these factors have contributed to reduce the need for banking accommoda- tion, and this is reflected in a de- crease of $44,442,954 in loans and djscounts. Commercial loans now stand at $316,119,392 against $3<5o,- 562,286. Call Loans in Canada and abroad were reduced by $3,598,571 during the twelve months’ period. Shareholders will be interested in seeing that despite the lower level of interest rates, which particularly affected the return from liquid assets maintained at reserve centres, profits for the year were $3,901,649. This amount fully covered dividend requirements of $2,975,000; con- tribution to Officers’ Pension Fund, $200,000; appropriation for Bank premises, $200,000; reserve for Do- minion Government taxes, $310,000, and left $216,650 to be added to Profit and Loss Account, making a total of $1,383,604 to be carried forward to the next fiscal year. Tvœr stökur Eftir Jón Einarsson ENDURMINNING (Það var jafnan viðtekið sem margreynd sannindi, að jafnvel há- kristnustu menn yrðu ærið blótsamir er uxa brúkuðu til vinnu og ferða- laga). Flest er af, sem forðum var, frægð er sveif oss yfir: Nú á enginn “uxapar”— aðeins “bölvið” lifir. SKAMMDEGIS STAKA Dimt er víðar en hjá oss hér, það helgar bækur sanna: “í yztu myrkrum enginn sér aðgreining höfðingjanna.” 1 1 A Modern School of Business in a Modern Office Building The Angus School of Commerce Slxth FIoop—Telepliono Itiiildint:—Portage Ave. Wlnnlpeg Phone 0-5678 — Ask for Prospectus Angus School of Commerce and ANGUSSCHOOL OF ACCOUNTANCY AND BUSINESS ADMINISTRATION NEW TERM COMMENCED TUESDAY, JANUARY 2nd Unexcelled Faculty W. C. Angus, C.A.; A. ,J. Gray, F.C.I.; D. S. Jjofthouse, C. A.; I. Brydon, B. Hyndman, Marguerite DeDecker, Jean Law, P.C.T.; Kay Hopps. Special Lecture Staff of Eight Chartered Accountants SVPERIOH PUE5IISES The College is located on the sixth floor of the new TELEPHONE BUILD- ING—Winnipeg’s finest modern office building. The rooms are lofty and flooded with natural light; the decora- tive seheme is pleasing and restful; the floors are covered with rubber tiling; the air is filtered, humidified, cooled and circulated continuously. Separate rest and cloakrooms are provided for students. The appointments and ser- vices in the building and in the school are conducive to Health — Comfort — Quietness — Study. T U IT MODEUX EQUIPMENT No expense has been spared in pro- viding up-to-date furishings and equip- ment. Modern office furniture has re- placed the old style of one-size school desks and attached seats in the class- rooms. Soúndproof partitions, absence of distracting noises from the street, noseless typewriters, all make for quiet- ness within the school, and for quicker and better results. The installation of other latest office appliances make the A.S.C. unexceiled in furnishings and equipment. I O N Day Scliool $15.00 a montli. Niglit School, $5.00 n mont.h. Half Days—Moming or Aftciinxiii, $ 10.00 a month.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.