Lögberg - 11.01.1934, Page 6

Lögberg - 11.01.1934, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN n. JANÚAR, 1934 KAUPIÐ ÁVAXiT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. VVINNIPEG, MAN. PHONE 95 551. Nýársdagur I'að var aðfangadagskvöld jóla. Anna sat viö gluggann og horfði út. Stjörnurnar blikuðu svo bros- hýrar. Þær líktust óteljandi engla- augum, sem væru að gægjast bros- andi utan úr geimnum. — NorSur- ljósin bylgjuðust til og frá, dásam- leg en óskiljanleg. Þetta kvöld var, eitt af hinum fegurstu íslenzku vetrarkvöldum. En konan, sem þrýsti brennheitu enninu að kaldri rúðunni, sá þó varla alla þessa dýrð. — Sá hana óskýrt í móðu. — Hugur hennar dvaldi lengst af við litla leiðið í kirkju- garðinum. Leiðið drengsins henn- ar, sem jarðaður var fyrir rúmri viku.—Og maðurinn hennar. Hvar var hann ?-------Var hann kann- ske á sjúkrahúsi einhversstaðar úti í löndum? Eða var hann horfinn í regindjúp úthafsins?—Slíkar hugs- anir ráku hver aðra, og efinn gerði alt svo hræðilegt. — Líkurnar voru miklar, því undanfarandi hafði ó- veður geisað á hafinu, og alt af voru slys og dánarfregnir að berast að, hvaðanæfa. Það var aðfangadagskvöld. Hún heyrði, að verið var að hringja kirkjuklukkunum í bænum. Einnig heyrði hún ysinn í fólkinu úti á götunni. Þungur ekki braust fram. Herð- arnar kiptust til, og sársauki ein- stæðingsins margfaldaðist. — Jólin ! Hvað varðaði hana um jólin, henni virtust þau einskis virði, eins og nú stóðu sakir. Klukkurnar hljómuðu enn hærra. Konan þrýsti höndunum að eyrun- um til að heyra ekki. — Hringing klukknanna minti hana sárt á jarð- arför drengsins hennar, og þ>ó var hljómur klukknanna alt annar nú en þá, en þann mismun greindi hún ekki; hugurinn var svo sterkt bund- inn við litlu kistuna. Það var barið að dyrum. — Anna gekk fram og opnaði,—tvær konur, sem hún þekti, stóðu við dymar. — “Sæl og blessuð,” sagði önnur þeirra. “Eg lþélt að þú myndir kannske koma í kirkju með okkur,” mælti hún, “og þess vegna kom eg við, um leið og eg gekk.”— “Nei,” sagði Anna lágt. “Nú fer eg ekki í kirkju að þessu sinni.” Konurnar kvöddu og fóru. — “Það er naumast að það liggur vel á henni núna,” sagði Hallveig, SÚ er á kirkjuferðina hafði minst— ■ ‘‘varla hafðist úr henni orð. Það voru aðrir tímar, er eg sá hana snú- ast eins og skopparakringlu á dans- leikjum hér áður. Þá þurfti ekki að toga orð úr hálsi hennar.” “Þér er víst kunnugt, að það er rúm vika siðan að drengurinn henn- ar var jarðaður,” mælti hin konan alvarlega. “Og svo hefir enn ekki spurst til togarans, sem maður henn- ar er á, ef hann er nú lifandi. Mér finst því Önnu fuil vorkunn.” “Ekki vantar tárin,” sagði Hall- veig, “en mikið er Anna breytt frá því sem áður var, ef þau eru öll saknaðartár.”—Lengra varð. sam- talið ekki, því þær voru rétt komnar að kirkjudyrunum. Þær settust innarlega í kirkjuna, því enn þá var þar nógu rúmt. — Kirkjan smá-fyltist og fólk þyrptist inn, á meðan gólfrúm leyfði. “Alt af segist honum vel, bless- uðum,” sagði Hallveig, er hún kom út úr kirkjunni. “Ekki held eg að Anna hefði haft verra af því að koma með okkur.” “Nei. Vitanlega hefði þessi kjarn- góða og*velhugsaða ræða ekki skemt hana á neinn hátt,” ansaði hin, Kristín að nafni. “En í Önnu spor- um hefði eg hvergi farið heldur,” bætti hún við. “Hvað segirðu!” hrópaði Hail- veig. “Þessu trúi eg ekki.” “Eg méina það samt,” sagði Kristín festulega. “Eg hefði verið heima með harma mína, grátið ein, og beðið um styrk.” “Ekki spyr eg að þér. Blessuð trúmanneskjan,” mælti Hallveig, og brá klútnum upp að augunum. — “En heldur þú kannske að Anna biðji guð?” “Það efa eg ekki,” ansaði Kristín. “Hvað ! Ætlarðu að stansa hér,” sagði Hallveig undrandi, er hún sá Kristínu beygja að húsi því, er Anna leigði í. — “Heldurðu að Önnu hafi snúist hugur síðan áðan.” “Nei, því býst eg ekki við,” svar- aði Kristín, “og þess vegna ætla eg að tala við hana. — Ætlar þú að koma með?” “Nei, það get eg ekki. Stella litla er ein heima, og hann Helgi minn segir eitthvað, ef hann fyr ekki mat- inn á réttum tíma. Vertu sæl.” “ Vertu sæl,” svaraði Kristín og gekk upp tröppurnar.---------- Anna grúfði sig ofan í koddann og grét enn. Aftur var barið hægt á dyrnar. — “Sæl, Anna mín,” sagði Kristín, er Anna opnaði dyrnar. ‘Má eg ekki koma inn fyrir, mig langar að tala svolítið við þig.” “Gjörðu svo vel,” sagði Anna og opnaði dyrnar betur fyrir þessari góðlátlegu konu, sem hún þekti að visu lítiS, en gast mjög vel að. “Eg ætla ekki að ýfa upp harma þína, með því að minnast á þá,” mælti Kristín,'’er þær voru sestar í legubekkinn. “En samt er það vegna harma þinna, að eg þrái að tala við þig. —Eg mátti til með að líta inn til þín, Anna min, um leið og eg kom úr kirkjunni, eg gat ekki annað.” “Eg þakka þér fyrir,” ansaði Anna lágt. “Mér datt ekki í hug, að neinn vildi líta inn til mín, ein- stæðingsins,” bætti hún við enn lægra. “Ekki máttu ætla, að enginn muni eftir þér, Anna mín,” mælti Kristín undur blítt og horfði með djúpri viðkvæmni í augu Önnu. “Það muna margir eftir þér, þó að ekki beri á því núna í jóla-annríkinu, en bezt man þó guð eftir þér, og hon- um skaltu treysta.” “Æ, drengurinn minn,” andvarp- aði Anna. “Var það guðs vilji, að hann dó?” “Ó-efað, Anna mín, en samt skaltu ekki hætta að biðja guð og streySta honum, því þaðan færöu einmitt þrekið, til að bera okið sem nú beygir þig niður.” “En eg á svo bágt með aÖ biðja,” sagði Anna titrandi. “I því hug- arástandi, sem hjá mér ríkir núna, verður bæn mín fremur ásökun en auðmjúk bæn.” “Ertu nú að fara,” mælti Anna, er Kristín stóð á fætur eftir stund- arkorn. “Já, Anna mín. Börnin bíða heima. Dísa mín er ráðskonan núna; henni fer líklega að leiðast, hún er ekki nema tíu ára.” Annað fylgdi Kristínu til dyra. Þakklátsömu augun hennar sögðu meira en orðin, er hún kvaddi þessa tryggu góðhjörtuðu konu, sem sýndi henni samúð í ríkum mæli, mitt í raunum hennar. — “Hvenær kemur þú aftur ?"’ spurði Anna. “Eins fljótt eins og eg get, Anna mín,” svaraði hún. Tíminn leið, þótt Önnu fyndist hann líða hægt. — Á morgun var nýársdagur, og enn var Anna ekki búin að frétta um mann sinn né tog- arann, sem hún var hætt að vonast eftir. — Söknuðurinn sá, að missa manninn, var að visu sár og beisk- ur, þótt hann væri varla eins níst- andi bitur, og hinn, að missa Karl litla, efnilega, hrausta og glaðlynda drenginn. Hann, sem hafði svo oft glatt móðurhjartað, með hjali sínu, en eftir þrjár vökunætur var liðið lík. Umskiftin voru of snögg til þess, að átta sig á þeim enn. Nýárið var byrjað, þegar Anna sofnaði út frá hörmunj sínum og einstæðingshætti, klukkan að ganga fimm um morguninn. Gamla árið kvaddi hún með tárvota brá. Tárin glitruðu lengi á grátnum hvörmum hennar, og í svefninum var hún að tala um drenginn sinn horfna, sem hún þóttist sjá álengdar í faðmi föður hans. Það var komið fram á dag, þegar Anna vaknaði, hinn venjulegi fóta- ferðatími var liðinn. — Það var því nær komið hádegi, þegar hún var búin að laga til í híbýlum sínum. Rétt á eftir var barið að dyrum, og Kristín kom inn.— “Sæl og blessuð og velkomin,” mælti Anna og heilsaði vinkonu sinni af alúð. “Hvernig líður þér?” spurði Kristín með hluttekningu. “Mér líður betur núna,” svaraði Anna. “Eg svaf vel seinni partinn í nótt.” “Það verður vonandi bjarmi betri tíðinda,” mælti Kristín hughreyst- andi. “Mér finst endilega, að nú muni brátt berast fréttir um, að togarinn hafi bjargast, eða þá skips- höfnin.” “Hefir þú nokkuð frétt?” spurði Anna og döpru augun lýstu veikri von. “Ekki sem venjulegar fréttir kall- ast, Anna mín, en trú mín er, að Guð hafi heyrt bænir okkar.” “Þær sátu nokkuS lengi saman, vinkonurnar, og voru svo annars- hugar, að þær veittu ekki eftirtekt því, að hurðin var opnuð hægt. Maður nokkur, mjög útitekinn, kom inn og leit eftirvæntingaraug- um um herbergið, líkt og sá, sem kemur heim úr löngu og tvísýnu ferðalagi. Hann stóð grafkyr og starði á konurnar. Framan i Önnu sá hann ekki, en svipur Kristínar bar vott þess, að hún var að hugga. Maðurinn leit þangað, sem vagg- an var; hún var horfin. Þungt andvarp leið frá brjósti hans. Konurnar hrukku upp viS þessa sáru stunu og þektu þegar, hver kominn var. — Anna stóð á fætur, en hné niður í legubekkinn aftur. “Ertu þarna sjálfur, Axel?” mælti hún. “Vissulega, elskan mín,” svaraði hann. Kristín kvaddi og fór, henni fanst sér nú ofaukið. • “Vertu alt af velkominn aftur.” mælti Anna. “Samúð þín vakti mig til að biðja, og trúarþroski þinn hjálpaði mér til þess.” “VeriÖ þið sæl,” sagði Kristín á þröskuldinum. “Guð gefi ykkur gleðilegt nýár.” Hjónin sátu lengi þögul. Helgi stundarinnar ríkti í hjörtum beggja. “Karl litli er dáinn,” sagði Axel NUGA-TONE STYRKIIÍ LÍFFÆRIN Séu líffæéi yðar Iömuð, eða þér kenn- ið til elli, ættuð þér að fá yður NDGA- TONE. pað- hefir hjálpað mljónum manna og kvenna í síðastliðin 45 ár. NUGA-TONE er verulegur heilsu- gjafi, er styrkir öll liffærin. Alt lasburða fólk ætti aðinota NUGA- TONE. Fæst í lyfjabúðum; varist stæl- ingar. Kaupið ekta NUGA-TONE. loks i hálfum hljóðum, og leit fram- an í konu sína með ástúð. “Eg sé að vaggan hans er auð og hann er horfinn.” “Gráttu ekki þvona beisklega,” bætti hann við. “Hann lifir, þótt við sjáum hann ekki um stundar- sakir.” “Eg græt ekki lengur beisklega,” svaraði Anna. “Nú græt eg fagn- aðartárum, því nú hefi eg fyrst öðl- ast trúna. Eg, sem ásakaði guð i hjarta mínu fyrst eftir að Karl sofnaði, af því mér fanst alt tapað. En guð hefir bætt þetta með því að gefa sálu minni þann frið, sem trú- in veitir þeim, sem trúa.” “Þessum nýársdegi gleymi eg aldrei,” bætti hún við ennfremur. “Hann er hinn fyrsti eiginlegi ný- ársdagur lifs, míns.” “Já,” svaraSi maður hennar. “Þeim verður alt til góðs, sem guð elska.” Þórarinn Jórisson. —Lesb. “Skólablaðið” heitir færeyskt skólablað, gefið út af kennarafélag- inu í Eæreyjum. Það skrifar all- langt mál um skólaferð ísl. drengj- anna til Færeyja í sumar. Höfðu drengirnir með sér ýmsa muni, er þeir höfðu gert hér í skólanum og sýndu þá þar. Lætur blaðið mjög af því hve smekklegir þessir munir hafi verið, og óskar eftir að slík vinna verði einnig tekin upp í fær- eyskum skólum. — Þá talar blaðið um spjaldskrá, sem drengirnir hafi gert yfir ýmsa hluti, sem þeim hafi þótt sérkennilegir. Hrósar það mjög þessari lifandi kensluaðferð Aðal- steins Sigmundssonar kennara, að láta börnin sjálf vinna svo mikið sjálfstætt. —Nýja Dagbl. POLLYANNA ÞROSKAST Eftir ELEANOR H. PORTER *■--•———<—— Útávið varð tæpast annað með sanni sagt en að sumardvölin við litla vatnið inn á milli fjallanna hefði lánast mæta vel. Tn er litið var á málið frá hinum innri hliðum þess, gat annað orðið efst á baugi. Pollyanna braut heilann yfir þessu lang- tímum saman án þess þó að komast að nokk- urri ábyggilegri niðurstöðu; þó hafði hún það einhvern veginn ósjálfrátt á meðvitund- inni, að hitt fólkið liti þannig á, að ekki væri alt með feldu; kendi hún að mestu um óhappi því, er áður var frá sagt, hvernig komið var. Um það var ekki að villast að þeir Jimmy og Jamie höfðu þegar jafnað úr misfellum sín á milli, er um misfellur var á annað borð að ræða; hafði hinn síðarnefndi gengist inn á að verða hinu fólkinu samferða til fiskiveið- anna, þrátt fyrir þá agnúa, er hækjurnar höfðu í för með sér. Ekki varð annað sagt, en að þau Jimmy, Jamie og Pollyanna sk(‘mtu sér yfirleitt hið bezta, og það jafnvel svo, að ekki var laust við að hinum sumargestunum þætti nóg um; enda mátti ráða það af and- rúmsloftinu lumhverfis, að alUr væri ekki sem ánægðastir, þrátt fyrir allar þær til- raunir, er gerðar voru til þess að kæfa flest ytri tákn þess niður. Jafnvel fiskverðurinn smakkaðist hvergi nærri eins vel og vonast hafði verið til. Pollyanna hafði reynt alt, er í hennar valdi stóð, til þess að gleyma at- burðinum um blótneytið, án þess þó að henni lánaðist það. Hvernig átti hiín þá að áfellast hitt fólkið fyrir nákvæmlega það sama? 1 livert einasta skifti og henni varð litið til .Jamie, fatlaða piltsins á hækjunum, rifjaðist þessi sami, ógeðfeldi atburður upp í huga hennar; henni fanst hún sjá tákn ofboð-sins og skelfingarinnar rist á ásjónu hans og þar að auki dökkrauðar blóðlifrarnar í lófa hans; hún fann til innilegrar samúðar með honum, þó á hinn bóginn að nærvera hans þráfald- lega ylli henni sársauka; samt sem áður var hún í daglegu samfélagi við hann, en fann jafnframt til óróa innbyrðis með sjálfri sér yf ir því, að vera mætti að hann læsi hugs- anir hennar, og gerði sér þess grein hvernig ástatt væri fyrir henni, að því er tilfinninga- lífið áhrærði; stundum sóttist hún ósjálfrátt eftir samvistum hans, þótt það á hinn bóginn virtist ástæðulítið, þar sem augljóst var að hann skoðaði hana sinn nánasta vin og föru- naut. Og þó Pollyanna gerði sér þess ekki fyllilega ljósa grein, þá hugði hún að hin samúðarríka nærgætni Jamie’s stæði að ein- hverju leyti í sambandi við óliappa-atburð- inn fyrnefnda og björgunartilraunir þær, er frá honum stöfuðu. Yíst var þó um það, að ekki hafði hann á neinn hátt með orðum sín- um gefið henni nokkra minstu átyllu um að svo væri; hún varð því að láta sér nægja að lesa á milli línanna. “Eg þekki enga mann- eskju, sem skilur mig eins gerla og þú,” sagði Jamie, eins og upp úr eins manns hljóði. “Því segirðu þetta?” spurði Pollyanna hálf- undrandi; það var eins og hún áttaði sig ekki á því hvað hann átti við. “Eg hefi ef til vill verið ónærgætinn í orði,” sagði Jamie ærið alvarlegur. “Nei, síður en svo. Eg hefi meiri samúð með þér en jafnvel nokkru sinni fyr,” sagði hún. Svo flýtti hún sér af stað til þess að takajþátt í veiðinni ásamt hinum öðrum félögum sínum. Pollyanna var ekki eina manneskjan í þessari veiðiför, er fann til beiskrar óánægju með sjálfri sér. Jimmy Pendleton leið að minsta kosti engu betur, þó hann reyndi alt sem í hans valdi stóð til þess að dylja hugsan- ir sínar og geðshræringar; hann varð alvar- legri með hverjum degi, er leið; fram að þessu hafði hann lifað áhyggjulitlu lífi; hann hafði að vísu ekki mist sjónar á æskutakmarki sínu um það að byggja brýr og önnur mikilsverð mannvirki. Nú faust honum alt tómir smá- munir borið saman við það, að horfast í augu við keppinaut út af stúlkunni, sem hann unni. Honum var nú orðið það ljósara en nokkru sinni fyr að liann unni Pollyönnn hugástum; hann hafði það á meðvitundinni að hann hefði unnað henni langtum lengur en hann hefði fram að þessu gert sér í hugarlund; honum var það nú margfalt ljósara en áður, að hvað sem draumunum um brúarsmíði og önnur mannvirki leið, þá kæmist þeir þó ekki í hálf- kvisti við eitt eánasta augnatillit elskandi meyjar. Langfegursta brúin fanst honum nú í huganum að myndi vera sú, er tengt gæti sál sína við sál Pollyönnu; um huga hans liðu ljúfsárar öldur ótta og efa,-ótta vegna Polly- önnu, og efa sakir Jamie. Aldrei fyr, síðan daginn eftirminnilega, er hann bjargaði Pollyönnu, svo að segja iir hrömmum villi- dýrsins, og hún titlraði í faðmi hans, hafði hann gert sér þess jafn ljósa grein og nú, hve óumræðilega snautt og fáskrúðugt líf sitt hlyti að verða án hennar. Svo rif juðust upp í huga hans svipbrigðin á andliti Jamies. Það var ekki um að villast, að hann unni Pollyönnu líka. Honum fanst hann geta auðveldlega sett sig í lians spor, piltsins á hækjunum, er ósjálfbjarga var neyddur til þess að horfa á það að annar maður bjargaði úr lífsháska stúlkunni, sem hann unni. Seinna um daginn hvarf Jimmy aftur til sumarbústaðarins; hugsanir hans allar voru mjög á reiki. Hann var að velta því fyrir sér, án þess að komast að nokkurri verulegri nið- urstöðu, hvort Pollyönnu í raun og veru þætti vænt um Jamie, hvort hún elskaði hann, eða hvort samúð hennar með honum stafaði að meiru eða minna leyti frá fötlun hans, og þar af leiðandi örðugari aðstöðu í lífinu, en ella myndi verið hafa. Að ganga á hólm við Jamie út af Pollyönnu, náði vitanjega ekki nokkurri átt; með þeim var ekkert það jafn- ra;ði er réttlætt gæti slíka afstöðu. Jamie var kryplingur,—óvígur með öllu af ástæðum, er hann fekk ekki ráðið við. 1 sömu andránni rifjaðist upp í huga Jimmy, æfintýri úr hans eigin lífi frá fyrri árum; hann var í skóla þá, og ágreiningur hafði risið milli hans og eins nýsveinsins út af epli, er báðir töldu sig eiga. Rétt um þær mundir er hann hafði reitt hnef- ann til höggs, tók hann eftir því, að nýsveinn- inn var fatlaður; það var nóg til þess, að hann af ásettu ráði, beið ósigur fyrir faltaða skólapiltinum, og varð af eplinu. Ein hér komu næsta ólíkar ástæður til greina; barátta sú, er nú var í aðsigi, eða jafnvel hafin, sner- ist um annað og meira en epli, hvort heldur það var þrætuepli eða ekki; hér var hvorki um meira né minna að ræða, en framtíðar- hamingju Jirnmy’s, eða jafnvel líf hans. Ef til vill var framtíðarhamingja Pollyönnu und- ir úrslitunum komin líka. Hann hafði enga vissu fyrir því að hann elskaði Jamie, þó hún auðsýndi honum samúð í ríkum mæli, og hefði oft og einatt ánægju af samvist hans; honum fanst í aðra röndina að Pollyanna hlyti ó- hjákvæmilega að elska sig heitar. Því ekki að ganga úr skugga um það; mikil undur og skelfing skyldi hann verða lienni góður, hvað sem á gengi; æfinlega og á öllum tímum nær- gætinn og góður. Nú fanst honum hann heyra sár-ljúft andvarp frá brjósti Jamie: “Hrottinn minn góður; Að hugsa sér annað eins og það, að eiga alt sitt undir hækjunum, og það jafnvel einmitt þá, er líf ás'tmeyjar- innar var í veði.” Jimmy var sér þess ljós- lega meðvitandi, að um hólmgöngu gat ekki undir nokkrum kringumstæðum verið að ræða; aðstæður þeirra frá sjónarmiði líkam- legs atgerfis, voru svo öldungis ósambæri- legar. Karlmannleg skapgerð sannfærði hann um það, að viturlegast myndi að bíða átekta og sjá hverju fram yndi. 1 því falli að tíminn leiddi það -í ljós, að Pollyanna tæki Jamie fram sig', yrði vitanlega ekki um annað að ræða fyrir liann, en sætta sig við hið óumflýj anlega eins og drenglunduðum manni sæmdi; hvorugt þeirra skyldi nokkru sinni verða þess áskvnja hvernig honum væri innanbrjósts; hann skyldi láta sér blæða inn; hann ætlaði að snúa sér með ofurkappi að brúarsmíði og annari mannvirkja gerð, þó honum væri það ljósara en alt annað, að engin brú, ekkert mannlegt verk, hversu veglegt, sem það væri, jafnvel þó það væri brú úr gulli, er næði alla leið til tunglsins, jafnaðist að sönnu verðmæti við Pollyönnu, eða nándarnærri það. Öðru- vísi gæti það ekki orðið; að gera sjálfan sig að kjökrandi heigli, gat ekki komið til mála. Það er annað að bera sig borginmannlega í orði, en að berjast sem hetja, er á liólminn er komið. Jimmy sveið það átakanlega, hve undur samrýmd þau Jamie og Pollyanna virt- ust vera; stundum var helzt svo að sjá, sem Pollyanna gleymdi öllu öðru en Jamie; sam- úðin með honum, umhyggjan fyrir honum og velferð hans, lýsti sér þráfaldlega svo skýrt í augum hennar, að ekki var viðlit að ganga fram hjá því, hvort sem um ást var þar að ræða, eða ekki. En svo bar það til skömmu seinna, að það varð Sadie Dean, er rauf þögn- ina, og opnaði augu Jimmy á því hvernig kom- ið var.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.