Lögberg - 25.01.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR
WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 25. JAN. 1934
NÚMER 4
Ný ljóðabók
Margrét Jónsdóttir: Við fjöll
og sœ. Kvœði. Reykjavík,
1933-
islenzkum konum hefir bætst góS-
ur fulltrúi í skáldahópinn þar sem
er Margrét, kenslukona Jónsdóttir;
en ofannefnd ljóðabók hennar kom
á bókamarkaðinn skömmu fyrir jól-
in. Raunar vissu margir áður, að
Margrét væri gædd ágætri skáld-
gáfu; kvæði, sem báru því ótvírætt
vitni, hafa komlið í ýmsum blöðum
og tímaritum. Nokkur síðustu ár-
in hefir hún annast ritstjórn “Æsk-
unnar,” barnablaðsins vinsæla, og
hafa þar birst ljóð og sögur eftir
hana; við barna hæfi, svo sem vera
ber, enda er henni einkar sýnt um
að rita börnunum til gagns og gleði;
en skáldskapargáfa hennar og
smekkvísi hafa ekki leynst athugul-
um lesanda.
Það stendur engin hríðarstroka af
skáldfák Margrétar Jónsdóttur;
ekki er hann heldur neinn bardaga-
hestur, grár fyrir járnum, sem geis-
ar fram í vígamóð. Skáldkonan
leiðir oss sér við hönd inn í víða,
háa og heiða, heima hugsjóna og
fegurðar, langt fyrir utan og ofan
lamandi og blindandi dægursþrasið.
Eigi svo að skilja, að hún loki aug-
unum fyrr böli lífsins; henni er ver-
aldarhyggjan almenna harmsefni
mesta; en hún er sér jafn sterklega
rrieðvitandi hinna andlegu afla til-
verunnar. Renna þeir straumar i
eina kvísl í kvæðinu “Útsýn”:
“Þið ys og þys og annir sumíra daga
er erfitt lífsins dulda tón að n^,
og það er einatt sorgleg raunasaga,
hve sárt er leikin hugans dýpsta þrá.
Menn keppast við að fylla munn og
maga
og mega aldrei vikja sér þar frá.
Og alt má jafnvel einskisvirði heita,
sem ei er hægt í fæði og klæði að
breyta.
En ef þú hlustar, íagur fossaniður
úr fjarska heyrist gegnum dægur-
glaum.
Og ef þú svo í húmi hljóðlátt biður,
þú hljóta rríunt að launum — sól-
skinsdraum.
Og inn til þín berst indæll söngva-
kliður,
ef aðeins þú vilt honum veita gaum;
I’ér opnir standa æfintýravegir
°g ýmsir heimar—nýir, dásamlegir.
Og inn í draumsins háu, víðu hallir
cr holt að geta stundum brugðið sér;
°g þangað komið geta gestir allir,
);>ar greiðasala ekki viðhöfð er.
Og þó þú máske ljóðið léttvægt
kallir
°g htið vaxi í pyngjunni hjá þér,
þá kýs eg mér þar athvarf helzt að
e>ga,
sem ekkert bindur hugarvænginn
fleyga.”
Mannást Margrétar, s
ar með raunabörnum líi
fram í kvæðum eins c
mállausa,” “BJindur d
_ Söngur krypplings;ns’
áreiðanlega heitt og viðk
að baki kvæðanna þeir
konan,” verðskuldaður
óÖur um hjúkrunarkom
sínar i sama jarðvegi.
hn kvæði Margrétar
°llu öðru ljóðræn í orðs
merkingu, þýð> Hpur
íallegu íslenzku niáli.
Ijoögafu hennar er sv
yrkir hún einkum um þ
venð hafa hugstæðust
um aldaraðir, sem görm
ávalt ný.—um sorgir, g
ntannshjartans, um auð
tirð náttúrunnar í hinun
brigðumi hennar. Eitthv
fegursta og fágaðasta
ljóðum hennar er k^
leiði
“Eg veit, aS bein þín hvíla undir
lágu, grónu leiði,
og ljósið bjarta er slokknað,
er skein í augum þér.
En þegar fuglinn syngur,
og sólin skín í heiði,
og sumarblómin anga,
þá ertu skammt frá mér.
Eg heyri vinarorð þín
í blíðum aftanblænum,
og bros þitt sé eg ljóma
í kvöldsins rauðu glóð.
Og léttur bylgjuniður
frá logadrifnum sænum,
hann lætur mér í eyrum,
sem viðkvæmt kærleiksljóð.”
Svona yrkir enginn réttur og slétt-
ur hagyrðingur; efni og umgerð
renna hér saman í snildarlega heild,
og hér er sú undiralda tilfinning-
anna, sem einkennir sannan ljóða-
kveSskap. Sami ljóðræni blærinn
er á mörgum öðrum kvæðum bók-
arinnar; þau eru hughrif skáldkon-
unnar færð í aðlaðandi, látlausan
búning; lesandinn lítur þar speglast
eigin reynslu sína, sem hann gat eigi
fundið framrás í sjálfs síns orðum
—og sál hans veitist fró og friður.
Niðurlagserindið i kvæðinu “Út-
sýn,” er fyr var nefnt, ber því fag-
urt vitni, hve prýðilega Margréti
tekst upp í sumum náttúrulýsingum
sínum:
“í austri rís hin rjóða morgunsunna
og röðulklæðum skrýðir sæ og storð.
Nú leikur geislabros um blóma-
munna,
og blærinn hvíslar viðkvæm kær-
leiksorð.
Alt vaknar til að gleðjast, anga,
unna
við alnáttúru stóra ntóðurborð.
Hvert daggartár, hvert blað á björk
og víði
er brot af lífsins mikla töfrasmíði.”
Tilþrif og þróttur eru í kvæðun-
um “Útþrá,” “Hnitbjörg” og “Hól-
ar í Hjaltadal”; í hinu siðastnefnda
lýsir sér rílc ást á íslandi, og bjarg-
föst trú á frjómagn íslenzkrar menn-
ingar-arfleifðar, enda er skáldkona
þessi þjóðleg mjög í kveðskap sín-
um; hún yrkir jöfnum höndum á-
gætar stökur, þulur og vikivaka.
Það er bjart yfir kvæðumi Mar-
grétar Jónsdóttur og þau bera hlýju
inn í huga lesandans. Hún er nátt-
úrubarn, og þó á móti hafi blásið,
hefir hún ekki tapað trúnni á rnenti-
ina og lífið; hún heyrir hjarta vors-
ns slá undir hjarni vetrarins og sér
heiðan himinn að skýja baki. En
lífsskoðun sinni lýsir hún svo sjálf
í einkunnarorðum hókarinnar:
“Eg undi bezt viÖ ljúfan lækjarnið
og lóukvak um heiðan sumardag,
og blíðra nátta birtu, kyrð og friS,
og blóm í hlíð og léttan sólskinsbrag.
Þó syrt í lofti hafi æði oft,
og einatt verið kalt og vinafátt,
þá man eg alt af bezt hið bláa loft
og birtustundir vær, sem eg hef átt.”
Eg hefi ekki nefnt nema nokkur
af góðkvæðunum í þessari bók Mar-
grétar; eigi eru kvæðin heldur öll
jafn þung á metum; stundum fatast
skáldkonunni listatökin, og er það
gönrul saga þá um ljóðabækur ræðir.
En hér er svo margt vel orktra og
fallegra kvæða, að ljóSavinir munu
taka bók þessari fagnandi. Hún er
smekkleg og vönduð að frágangi og
kostar i bandi kr. 6.50; má panta
hana frá hverjum bóksala sem er í
Reykjavík.
Richard Beck.
FJÁRVEITINfí TIL
BANDARIKJA FLOTANS
Neðri málstofa þjóðþingsins í
Washington hefir afgreitt $284,747,-
000 fjárveitingu til flotans fyrir
næsta fjárhagsár.
KIRKJAN
Sú breyting verður á messunum í Fyrstu
lútersku kirkju næsta sunnudag, að þann dag
verður íslenzka guðsþjónustan flutt kl. 11 f. h,
en enska guðsþjónustan kl. 7 um kvöldið.
Kvöld-messan er einkum ætluð hinni yngri
og enskumælandi kynslóð. Kæðuefnið erður:
“From Generation to G-eneration. ” Eftir
messu safnast allir kirkjugestir í samkomu-
sal kirkjunnar til viðkjmningar og skemtunar
við kaffidrykkju, söng o. fl.
J. II. GISLASON LÁTINN
Þann 18. þ. m. andaðist John H.
Gíslason að heimili sínu 41 Thelmo
Mansions, eftir stutta legu. Hafði
hann þó verið heilsutæpur all-lengi.
Hann lætur eftir sig ekkju og
fjögur börn: tvo syni og tvær dæt-
ur, öll í æsku. Var hann einkar
vel gefinn maður og tók mikinn þátt
í íslenzkum málum. Verður hans
að sjálfsögðu minst síðar.
JarSarförin fór fram 22. þ. m. frá
útfararstofu A. S. Bardal að við-
stöddu fjölmenni. Séra Rúnólfur
Marteinsson jarðsöng.
SA MBA NDSÞING KVATT
TIL FUNDA
Sambandsþingið í Ottawa kemur
saman í dag. Errick E. Willis,
þingmaður fyrir Souris kjördæmið
í Manitoba, hefir verð valinn til þess
að svara hásætisræðunni.
AFMÆLI ROOSEVELTS
Þann 30. þessa múnaðar á Roose-
velt Bandaríkjaforseti fimtíu og
tveggja ára afmæli. | tilefni af því
verða þann dag haldnir dansleikar
víðsvegar um Bandarikin í heiðurs-
skyni við forsetann. Ágóðinn af
dansleikjum þessum skal renna til
Warm Springs Foundation for In-
fantile Paralysis„ er Roosevelt for-
seti stofnaði til. Var hann lengi illa
haldinn af þeim sjúkdómi, en fékk
allmikla heilsubót við Warm Springs
í Georgia-ríki.
BJÖRN JOHNSON LÁTINN
Nýlátinn er í íslendingabygðinni
í grend við Churchbridge, Sask.,
Björn Johnson, er þar hafði um
langt skeið búið myndarbúi, ættað-
ur úr Bórgarfirði hinum syðra,
freklega áttræður að aldri; var han'n
góðhjartaður gleðimaður, er ba.r
aldur sinn vel. Meðal barna hans
á lifi er Stefanía, ekkja séra Hjart-
ar J. Leó, og Halldór, er bæði eiga
heima í bænum Lundar í Manitobá-
fylki.
EKKI MYRKUR í MÁLI
Síðastliðið mánudagskvöld flutti
Mr. E. J. Young, sambandsþing-
maður fyrir Weyburn kjördæmið í
Saskatchewan, ræðu í hinum ný-
stofnaða Laurier klúbb í Music and
Arts byggingunni bér í borginni; vat
hann ekkert sérlega mjúkmáll í garS
Bennett stjórnarinnar. Meðal ann-
ars kallaði hann sáttmála Mr.'Ben-
netts um takmörkun hveitifram-
leiðslu, glæp gagnvart gervöllu
mannkyni.
FRÁ RÁÐSTEFNUNNl / 1
OTTAWA.
Fundi þeim, er staðið hefir yfir
undanfarandi, milli sambandsstjórn-
arinnar annars vegar, og ráðgjafa
hinna einstöku fylkja hins vegar, er
nú slitið.
Fyrst framan af voru horfur um
samkomulag ekki sem glæsilegastar.
Hélt Mr. Bíennett framan af allfast
við það, að fylkin ætti sjálf að bera
fulla ábyrgð á atvinnuleysisstvrk
innan vébanda sinna. Að lokum
liðkaðist þó þannig til, að Mr. Ben-
nett, fyrir hönd stjórnar sinnar, hét
fylkjunum fjárstuðningi í sambandi
við atvinnuleysið með líkum hætti
og við gekst undanfarið ár; enn-
fremur lýsti hann yfir því, að með
vorinu yrði nokkur atvinna sköpuð
í hinutn ýmsu fylkjum við ný, opin-
ber mannvirki.
Allar fylkjastjórnirnar féllust á
sáttmála Mr. Bennetts frá Lundúna-
fundinum, um takmörkun á fram-
leiðslu hveitis.
Or bænum
KARLAKLOBBUR.
Fyrsta lúterska safnaðar heldur Old
Timers skemtifund í samkomusal
kirkjunnar á þriðjudagskveldið þann
30. þ. m„ kl. 8. Dr. Jón Stefánsson
segir þar nokkra meginþætti úr sögu
Argylebygðar; verða þar og sýndar
stækkaðar myndir af ýmsum frum-
herjum þessa fagra bygðarlags. Þá
verða og sýndar myndir af mörgum
núlifandi, íslenzkum konum frá
æskuárum þeirra, einnig skrautsýn-
ingar af listaverkum Einars Jóns-
sonar. Karlakór (Double Quar-
tette( syngur og nokkur lög, bæði á
íslenzku og ensku. Ágætar veiting-
ar verða á takteinum. ASgangur að
samkomunni ekki seldur, en sam-
skot tekin.
Samkomur þær, er Karlaklúkkur
Fyrsta lúterska safnaðar stofnarvtil,
eru ávalt skemtilegar, og mun svo
einnig verða í þetta sinn.
Á þriðjudaginn þann 16. þ. m.,
lézt að St. Peters, Man., Margrét
Guðmunda Jóna, kona Andrew
Kelly, þar á staðnum, 27 ára að
aldri. Jarðarför hennar fór fram
frá kirkju lúterska safnaðarins í
Selkirk, þann 19. Dr. Björn B. Jóns-
son jarðsöng.
The Junior Ladies Aid, Fyrsta
lúterska safnaðar, efnir til sam-
söngs í kirkju safnaðarins á Victor
Street, á þriðjudagskvöldið þann 13.
febrúar næstkomandi, kl. 8.15.
Vesper söngflokkurinu með aðstoð
annara söngkrafta, annast um skemt-
unina. Nánar auglýst síðar.
Skemtisamlkoma sú, er karlakór
íslendinga í Winnipeg, hélt í Rose-
land Dance Gardens síðastliðið
þriðjudagskvöld, var ágætlega sótt
og þótti takast hið prýðilegasta.
MÁLVERK AF MARIU
MAGDALENU
fanst fyrir skömmu i þakherbergi í
barnahæli í Frakklandi. Við rann-
sókn kom í ljós, að myndin myndi
vera máluð af frægum málara,
sennilega Lucasi Cranach eða Albr.
Dúrer. Reynist það rétt, að mál-
verkið sé eftir Durer, er talið, að
verömæti þess sé 3 miljónir franka.
ÚTGERÐ BRETA.
Ríkisstjórnin hefir skipað nefnd
manna til þess að athuga þær að-
stæður og skilyrði, sem útgerðar-
menn eiga við að búa, bæði í sam-
bandi við fiskveiðarnar sjálfar, af-
fermlingar og markaðsskilyrði o. fl.
Formaður nefndarinnar er Sir An-
drew Duncan. Hlutverk nefndar-
innar er yfirleitt aS ihuga og bera
fram tillögur um hvað unt sé að
gera útgerðinni til viðreisnar, í heild
eða hinum einstöku greinum henn-
ar. Nefndin mun taka til hliðsjón-
ar, eftir því sem við verður komið,
störf og reynslu nefndar þeirrar, er
skipuð var til þess að íhuga viðreisn
landbúnaðarins.
SENATOR STANFIELD
LÁTINN.
SíðastliSinn mánudag lézt að
heimili sínu í Truro í Nova Scotia
fylki, Senator John Stanfield, 66
ára að aldri. Var hann lengi við
opinber mál riðinn, og þótti mála-
fylgjumaður hinn mesti. Hann var
annar aðaleigandi Stanfield fata- og
dúkagerðar verksmiðjunnar í Truro,
er þjóðkunn varð um land alt fyrir
Stanfield skyrturnar og nærfatnað-
inn fræga.
Afmœlisljóð
flutt af K. N. Júlíus
í tilefni af fimtíu ára afmœli Kven-
félags Víkur-bygðar á Mountain,
10. október, 1933.
AVARP TIL AHEYRBNDA
Eg hefi tekiS eftir því nú á seinni
árum, að það kemur ekki að tilætl-
uðum notum að flytja kvæði, nema
að skýringar fylgi, því enginn má
leggja það á sig að reyna að skilja
neitt fyrir sig sjálfan; það verður
aS miatreiða fyrir þá og mata þá
lika, því á síðustu fimtíu árum hafa
tímarnir og siðvenjur breyzt.
Fyrir fimtiu árum hefði það
hneykslað marga að sjá kvenfólkið
ganga í karlmannsfötum svo eg taki
ekki dýpra í árinni. Þá var siður
að heilsa, kveðja og þakka góðgerðir
meS kossi, og það hneykslaði engan,
en nú er sá góði siður lagður niður,
að minsta kosti svo allir sjái, en
lengi er eftir lag hjá þeim, sem listir
báru til forna.
Eg bið svo forláts fyrirfram ef
eg hneyksla einhvern með þessum
stef jum.
Kvenfélaginu fyrirgef eg líka að
hafa kallað mig fram andlega og
líkamlega vankaðan og hundrað ár-
um á eftir tímanum, og eg vona að
þetta verSi til þess að það ónáði mig
ekki aftur.
I
Heiðraða kvenfélag, konur og menn,
sem kvæðið mitt þráðuð að heyra,
eg bað ykkur grátandi, bið ykkur enn
að biðja nú ekki um meira.
Eg kem ekki hingað meS hræsni og
skrum
að hrósa ykkar blómskrýddu kinn,
en eg var á gangi á götunni einn
og gægðist með nefinu inn.
*
Eg læddist að dyrunum lauk svo
upp hurð .
og ljósbirtan fagnaði mér,
og konurnar sögðu, ef kulsæll þú ert
þá komdu og vermdu þig hér.
Eg get ekki flutt ykkur lifandi ljóð,
mín ljóðadís sefur í kvöld,
og rödd mín er orðin hás og hljóð
og höndin er stirS og köld.
Frá því um kvenfélag fyrst var
dreymt,
i fimtíu ár hef eg lifað,
og margt sem þá gjörðist og mörg-
um er gleymt
á minningar skjöldinn er skrifað.
En þar á eg kunningja konur,
sem hvísluðu því að mér,
að bæði ein og allar
í anda verði hér.
Þið sjáið þær ekki sjálfar,
en sjáið þeirra verk,
þau hafa óbreytt haldist,
þó höndin væri ei sterk.
Þær mundu allflestar una sér
í æðri og göfugri heim,
og eg er ei nemá hálfur hér,
því hugur minn dvelur hjá þeim.
Frá kyni kostaríku
þær kærleik tóku í arf,
og hófu' hér í álfu
sitt helga líknarstarf.
Lítill var auöur en lundin skjót
að líkna, ef einhver bað,
að hjálpa þeim snauðu var höndin
fljót,
og hjartað á rétturn stað.
Á móðurmáli hreinu,
sem margir kannast við,
þær töluðu allar í einu,
því engin þoldi bið.
Með hárið hreina og bjarta,
og hver mundi efa það,
að Guð hafði gefið þeim hjarta,
sem geymt var á réttum stað.
Þær bökuðu i pottum og pönnum,
við piltana skemtu sér;
þær heltu úr katli í könnu,
og kaffið skenktu mér.
Þær .brúkuðu húfur, sem höfðu
skott
og hárið í löngum fléttum,
að kyssa þær þótti okkur körlunum
gott,
þær voru ei með fettum né brettum.
Þær girntust hvorki skraut né skart
í skjólgóðum íslenzkum spjörum,
en hitt er mér kunnugt þó hulið sé
margt,
þær höfðu ekki “lip-stick” á vörum.
Eg bið eftir byr sem' að flytur
bátinn minn til þeirra heim;
eg kvaddi þær margar með kossi,
með kossi svo heilsa eg þeim.
Til núlifandi meðlima.
Þið eruð okkar líf og ljós,
sem lífgar von og trúna,
það mætti kveða maklegt hrós
um marga ykkar núna,
en meira hrós um ykkur ekki syng
það á ei við í mínum verkahring.
Viðbœtir.
Kvenfólkið löngum kært var mér,
hvernig sem striðið endar hér,
án þess eg lifað aldrei gat,
þó oftast hefði nógan mat.
Hjá því eg jafnan hlýju fann,
og hjá mér það glæddi kærleikann.
Eg bæði óttast og elska það
og óttann hefir það verðskuldað.
MANNRÁN.
Þau eru ekki enn aldauða mann-
ránin í Bandaríkjunum, þrátt fyrir
það þó hin framtakssama stjórn
Roosevelts hafi gert að því gang-
skör að útrýma slíkum ófagnaði.
Alveg núna fyrir skömmu, rændu
stigamenn Edward G. Bremer, for-
seta Comrriercial bankans í St. Paul,
og k/öfðust síðan $200,000 lausn-
argjalds af föður hans, auðugum
verksmiðjueiganda. Mr. Bremer, sá
er nurrtinn var á brott, var að fylgja
ungri dóttur sinni í bil sínum á skóla,
er stigamennina bar að. Barst lög-
reglunni nokkru seinna bréf þess
efnis, að Mr. Bremer hefði verið
myrtur. Lítinn trúnað mun lög-
reglan hafa á þetta lagt, og er leit
haldið uppi sýknt og heilagt.