Lögberg - 25.01.1934, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. JANÚAR, 1934.
3
,v<w>»c»»0000fe,>»g0000000000«x>000<»»900c00»0> OOO OOOOOO OOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOOO'y
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
9©©©«©©©©©©©©©©©©©©©©©©<}©©©©©©©©©©©©©»0©©©©©©««©©©©©©©©©©©©©©«©©©©©©©©©©©©©.©©^
J ÓLAENGILLINN.
Það er jólaengillinn sem veldur því, að
bjarminn er jafn sterkur í stofu fátæklingsins
sem sölum ríkismannanna þegar jólahátíðin
nálgast.
Og það er hann, sem gefur gætur að öllu:
að húsfreyjunni takist vel jólabaksturinn og
að fátæki drengurinri finni krónupening í
snjónum þegar honum líður sem allra verst.
Eoi bezt heyrir þú þetta á kirkjuklukkun-
um þegar þær liringja inn jólahelgina. Þær
syngja: ‘ ‘ Frið og blessun! — Frið og blessun!
—Frið og blessun!” En jafnvel hringjarinn
sjálfur tekur ekkert eftir þessu, þegar hann er
að kippa í strengina. — Það er jólaengillinn,
■sem er Guði kær, fremur öllum öðrum englum,
vegna þess, að hann var viðstaddur fæðingu
Jesú. Þessvegna færir hann blessun og gleði,
hvar sem hann kemur. . . .
f nótt leit hann inn í báglega statt heim-
ili. Þar sat móðir og var að sauma ný föt á
brúður barnanna. Þar var hvorki silki né
blúndur til að nota, en nálin gekk ótt og títt
og það var fallegt bros á munni móðurinnar,
þegar hún strauk yfir fullgerðan brúðukjól-
mn. En hún hnyklaði brúnirnar þegar hún
leit á brúðurnar sjálfar, og það gerði jóla-
engillinn líka, — því sannast að segja voru
þetta undarlegar brúður. Þær voru gerðar
úr spötnakubbum. Ein þeirra hafði ekki nema
einn fót, í aðra vantaði bæði augun og hárið
var ekki neitt. Þær voru sköllóttar.
En mamma saumaði og-saumaði þangað
til höndin varð þreyttari og þreyttari og
augnalokin svo þung, eins og þau langaði til
að detta. Ok loks sofnaði hún þarna aitjandi,
með nálina stungna inn í faldinn á kjól litlu
brúðunnar......
Þá gokk engillinn ofur hljóðlega inn í
stofuna, strauk mjúklega hendinni yfir höfuð-
ið á brúðunum og á samri stundu voru þær
heilar. Önnur hafði fengið augu og hin fæt-
Ur- Og svo tók engillinn skæri, sem lágu á
borðinu og klipti lokk úr hárinu á sér. Og á
sarna andartaki voru brúðurnar tvær orðnar
að tveimur englum.
Og svo kysti hann börnin, sem sváfu
þarna róleg með rósir í kinnunum. Hann
hvíslaði: blessað veri heimilið og leið hljóð-
lega á burt—út í jólanóttina.
JÓLATRÉ GUNNU LITLU
Á jólatrénu hennar Gunnu litlu hékk stór
kúla innan um gullhárið, kökurnar og körf-
Uruar, og Gunna gat ekki af því litið, vegna
, ss að kúlan var svo skínandi föður, alveg
eins og sápukúla úr gleri, og í ljósinu og ljóm-
nnum endurspeglaðist þessi kúla um alia stof-
uua. Jú( þn ættir nú að hafa séð þá stofu.
* °Iarnir voru örlitlir, með ofurgrannar,
'iognar lappir. Stóra klukkan í horninu var
h \a bogin { sniðum og máluð allskonar litum.
; ú svæflarnir og gólfdúkarnir—það stafaði
a það öllum regnbogans litum.
i»unna sat við tréð og horfði á. Hún
hafði alveg gleymt fallegu brúðunni, sem
pabbi og mamma höfðu gefið henni, og brúðu-
e dhusinu og dominospilinu—öllu nema stof-
unm sjalfri, sem endurspeglaðist þarna innan
i kulunni.
k nlloröna fólkið borðaði og talaði. Eng-
nin tók eftir Gunnu, 0g enginn tók eftir þegar
nm hevrði mjúka rödd segja, innan úr jóla-
renu: “Komdu Gunna,” sagði röddin. Og
um leið sá hún að kúlan stækkaði—eða var
það Gunna sem minkaði?
Hún fann að ]mð var tekið í höndina
1 enni höndin leiddi hana. Þessi sem leicl
*aila„'ar svolítil huldustúlka, grænklædd c
Oo-* ■ runsur ur birkiblöðum á kjólnum sínui
f Þær saman inn í fallegu stofui
v 1na,1 kuluuni 0g Gunna gat ekki að sér ge
, 011a ‘. ^kelfing er fallegt hérna!” Lit
^fulkan kmkaði koUI og sagði; ‘<Já! En 1
t',0 v <l a< kania með mér um alt jólatré
p 1 a eg er andi jólatrésins og jólaengillii
í® Z hT l>annig, «ð eg megi 'fá ,
< a 30 eg lika, aður en tréð visnar. h
er kolsvarti kyndarinn sem situr þarna koi
in",°v ailnn iyda sér á greinarstúfai
og biður okkar þarna með fullan poka ;
brjostsykn. Og svo engillinn, sem var búii
til úr bómull og glansmyndarhöfuðið hefir
verið sett á — hann ætlar líka að vera með
okkur, og kökugrísinn og glerfuglinn með
grænu fjaðrirnar í stélinu, og marsipanbrúð-
an— og svo þú og eg.
Gunna klappaði saman lófunum af fögn-
uði, en grænbúna huldutelpan dró hana á
eftir sér, milli trjáa og greina og beina leið
upp í brjóstsykurspokann. Og þar voru öll
liin komin. Og brjótSsykrarnir í pokanum
voru rauðir 0g gulir og með allavega litum
röndum, og sumir voru sætir og aðrir súrir,
en allir voru þeir svo voðalega góðir. Og
grísinn snörlaði og fuglinn tísti, og sótarinn
hló—allir blöðruðu hver sem betur gat, alveg
eins 0g þegar margir krakkar eru komnir
saman í afmælisgildi.
En brátt varð lieitt í brjóstsykurspokan-
um og sótarinn, sem var mesti æringi, settist
á barminn á pokanum og fór að rugga sér,
svo að Gunna æpti upp yfir sig og huldustúlk-
an sagði: “Nei, nú er betra að hlaupa út í
jólatréð og fara í feluleik.” Og svo tók hún
aftur í höndina á Gunnu og þær þutu af stað
hlæjandi og léku sér.
Gunna settist bak við stóran físisvepp,
en ])á tók hún eftir, að gamall grænmálaður
froskur úr pappa hafði gefið sótaranum
merki, svo að hann vissi hvar hún var. Þá
hoppaði Gunna yfir á vafnings vef, en hann
ruggaði fram og aftur, svo greinarnar á trénu
skulfu og litlu silfurklukkurnar, sem héngu
þar, fóru að hringja og klingja, og feitin úr
kertunum lak niður í andlitið á kófsveittum
sótaranum. Þá hló froskurinn og glenti ginið
svo hátt, að Gunna sá, að hann var ómálaður
að innanverðu. Hún hjálpaði sótaranum að
ná af sér vaxinu og honum þótti svo vænt um
þetta að hann hjálpaði henni og kendi henni
að klifra upp eftir þessu ljómandi englahári,
sem er á öllum jólatrjám, og sem var á víð og
dreif um þetta tré.
Glerfuglinn hafði lagst á nokkur mislit
sykuregg uppi í trénu og ætlaði að fara að
unga þeim út og huldustúlkan togaði í græna
stélið á honum og reyndi að útskýra fyrir
honum að eggin mundu bara bráðna. Etn
fuglinn hagaði sér eins og útungunarhæna og
vildi ekki fara af hreiðrinu, svo að honum
var lofað að vera þar.
Þau róluðu sér í kringlu, klifruðu um
silfurstjörnurnar og gægðust ofan í hvern
poka og körfu. í fléttaðri pappírskörfu voru
brendar möndlur og það var það bezta sem
Gunna vissi. Hún hoppaði ofan í og fór að
bor?ia. Sótarinn kom og grísinn kom og
huldustúlkan og froskurinn og allir sem í
trénu voru. En hvernig sem það nú var,
hvort hankinn hefir verið illa límdur á eða
rifinn, þá er svo mikið víst, að alt pompaði
ofan á gólf. Gunna sá hvernig möndlulnar
ultu út um gólfið og hún heyrði mömmu sína
segja: “Þú mátt ekki hrista tréð, Gunna
mín! ’ ’
Og í sama bili hvarf liuldustúlkan og sót-
arinn og grísinn, fuglinn og brúðan, alt sem
var á trénu áður og meira að segja kúlan með
litlu stofunni í. 0g hún fann litla hönd sem
snerti hana og beyrði huldustúlkuna hvísla:
“Góða nótt, ogþakka þér fyrir að þú komst.”
VIÐ SKRAARGATIÐ
Óli og Gunna höfðu ekki hugsað um ann-
að en jólin í heilan mánuð. Fyrst voru þau
nú að hugsa um hvort pabbi mundi kaupa
nokkurt jólatré í ár, því að þau höfðu hevrt
svo mikið talað um, að nú hefði stjómin bann-
að að flytja inn öll jólatré, því að þau væru
óþarfi. En Óla og Gunnu fanst nú, að margt
væri meiri óþarfi en það, til dæmis alt tóbalcið,
sem hann pabbi þeirra tók í nefið, eða sinn-
epið, sem hann borðaði ofan á fiskinn sinn,
eða vindlarnir og margt og margt. En jóla-
tré—það var nú jafn nauðsynlegt og húsið
sem maður átti heima í, því að þeir sem áttu
ekkert hús urðu útilegumenn og þeir sem
höfðu ekki jólatré fengu engin jól. Og úti-
legumennirnir héldu aldrei jól.
En af einskærri tilviljun hafði Gunna
fengið einhverja nasasjón af því, að jólatréð
liefði komið. f fvrradag hafði mamma henn-
ar sagt við hana og Óla, að þau skyldu fara
út 0g leika sér. Þau hlýddu því, en svo voru
þau svo ofur sein að fara í yfirhafnirnar sín-
ar og dóta sig. Og í sama bili sem þau voru
komin iit, sáu þau mann skjótast inn í húsið
bakdyramegin, með stórt og grænt jólatré
undir hendinni, eða eitthvað sem líktist jóla-
tré. Og henni fanst ilm leggja að vitum sér,
jú, það var þessi sterki grenikvistailmur, sem
alt af hafði fylt stofuna á jólunum þegar jóla-
Iréð var komið.
Hún notaði tækifærið í hvert skifti sem
hún var ein eftir þetta, til þess að fara upp á
háaloft og niður í kjallara, til þess að vita,
hvort hún findi ekki jólatréð. Og óli tók að
sér leitina úti í geymslulxúsinu. En þau fundu
hvorugt neitt.
Og samt voru þau sannfærð um, að þau
ættu að fá jólatré! Hvernig stóð á þessu?
Svo leið og beið þangað til á aðfanga-
daginn. Þá var það, að mamma kallaði á bæði
Óla og Gunnu til sín. Við Óla sagði hún:—•
Hérna er svolítill böggull, sem eg ætla að
biðja þig um að skreppa með til hennar Ásu
gömlu í Norðurhjáleigunni. Og við Gunnu
sagði hún: — Þessi böggull er stærri og þess
vegna átt þú að að fara með hann til hans
Eyvindar í Veri. En þið megið ekki vera
lengi, því að það dimmir svo snemma núna.
0g svo fóru þau bæði. Leiðin þeirra
beggja var stutt, en svo mikið flýttu þau sér
bæði, að þau komust víst fyr heim en mamma
þoirra hafði búist við. E{n alla langar til að
vera heima á jólunum, og eins var um Gunnu
við, því að þau hlupu báðar leiðir. En svo
og Óla. Þau komu heim fyr en búast mátti
]>egar þau komu heim og ætluðu að fara að
skila þakklætinu frá Ásu og Eyvindi, þá fanst
mamma þeirra hvergi.
Bn þá vildi svo til, að þau lieyrðu eitt-
hvert skrjáf í blöðum úr stofunni. Þau ætl-
uðu óðar þar inn, en stofan var læst.
Nú veit eg! sagði Óli.
Nú veit eg! sagði Gunna.
Hvað vissu þau! Svo mikið er víst, að
þau lögðust bæði á skráargatið, og livað held-
urðu að þau hafi séð ? Þarna inni í stofunni
var stórt jólatré, 0g hún mamma þeirra stóð
og var að setja á það kerti, bréfkörfur, sæl-
gæti og ótal margt annað. Þá vissu þau fyrir
víst, að þau liöfðu fengið jólatré.---
BÖRN.
(Eftir Longfellow)
ó, komið þið, börnin mín blessuð!—
Mér berst ykkar leikhljóð svo kært,
að þungbærar liugsanir hverfa
og hjartað er lífsstraumi nært.
Þið opnið mót austrinu giugga,
þar ómyrkvuð lífssunna skín.
Hver hugsun er syngjandi svala
og sólveigar streyma til mín.
1 sál ykkar söngfugl á heima
og sólskin og streymandi lind;
í hjarta már haustvindar næða
um hrímgaðan öræfatind
Ó, hvað væri’ oss lífið þá lengur,
ef litum ei hlæjandi barn?
Sem frjóvana fimindi’ að baki
og framundan gróðurlaust hjarn.
Sem laufblöð, er loftstraumi nærast
og ljósgeislum, viðinn fá skreytt,
þá frjókvoðu tímanna tengur
í trjástofn og lim liafa breytt.
Já, þannig, sem ljósfögur lífsblöð
á litverpum, hrömandi stofn
þá sóllieima börnin oss birta,
er bjó oss hin himneska Lofn.
Ó, komið þið, börnin mín blessuð!
eg bið ykkur; livíslið að mér,
hvað söngfugl og vindblærinn segja
í sólheim, þar líf ykkar er.
Því hvað eru störf vor og stríð vort
og styrkur og bókvit mót því,
sem boðið þið, börn, er oss mætið
með brosi?—Yor guð er í því.
Mót ykkur hin andmestu kvæði
með öllu’ em fegurðarsnauð,
því þið eruð lifandi ljóðmál,
já, lifandi—hin era dauð.
Sig. Júl. Jóhannesson þýddi.
PKorcssioNAL cards e
DR. B. J. BRANDSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy Sta.
Phone 21 1(4 — Oíflce tlmar í-l
Heimili 214 WAVERLET ST.
Phone 403 288
Wlnnlpeg, Manltoba
DR. T. GREENBERG
Dentist
Hours 10 a.m. to 9 p.m.
PHONES: Office 36 196
Res. 51 455
Ste. 4 Norman Apts.
814 Sargent Ave., Winnipeg
DR. B. H. OLSON
216-220 Medical Arts Bld*.
Cor. Graham or Kennedy SU.
Phone 21 834—Office tímar 4.30-6
Helmlll: t 8T. JAMK8 PLACB
Wlnnlper, Manitoba
DR. J. STEFANSSON
216-220 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy SU.
Talsimi 26 688
Stundar augna, eyrna, nef og
kverka ajúkdóma.—Er aO hltta
kl. 2.30 til 5.30 e. h.
Heimill: 628 McMILLAN AVE.
Talatmi 42 691
Dr. P. H. T. Thorlakson
205 Medical Arts Bldg.
Cor. Graham og Kennedy 8U.
Phonee 21 212—21 144
Res. 114 GRENFELL BLVD.
Phone 62 200
Dr. A. B. Ingimundson
Tannlcskntr
602 MEDICAL ARTS. BLDG.
Siml 22 296 HelmllU 46 054
Dr. S. J. Johannesson
ViOtalstlml 2—( e. h.
622 SHERBURN 8T—Blmi 20 IT7
Drs. H. R. & H. W.
TWEED
Tannlaknar
406 TORONTO GENERAL
TRUST BUILDING
Cor. Portage Ave. og Smith St.
PHONE 26 545 WINNIPEG
Send Your
Printing Orders
to
Columbia Press Ltd.
First Class Work
Reasonable Prices
A. C. JOHNSON
907 Confederatlon Life Bldg.
Winnipeg
Annast um faateignir manna.
Tekur a6 sér aB ávaxta sparlfé
fólks. Selur elds&byrg8 og bif-
reiCa ftbyrgCir. Skrlflegum fyrir-
spurnum svaraC samstundia.
Skrifst.s. 96 767— Heimaa. 22 228
G. W. MAGNUSSON
Nu ddJœknir
41 FURBT STREET
Phone 26 187
SlmlC og eemjlC um — mi.kHmi
H. A. BERGMAN, K.C.
ftlenask-ur Iðofrcedlngur
Skrifstofa: Room 811 McArthur
Butlding, Portage Ave.
P.O. Box 1656
PHONES 96 052 og 89 04»
DR. A. V. JOHNSON
Ulenakur Tannlaknir
212 CURRY BLDG., WINNIPEG
Gegnt pósthflsinu
Slmi 96 210 Heimilis 22 828
J. T. THORSON, K.C.
filenekur lögfrœOingur
801 Great West Perm. Bldg.
Phone 92 765
A. S. BARDAL
848 SHERBROOKE ST.
Selur llkkistur og annast um flt-
farir. Allur OtbflnaCur sft bextl.
Ennfremur selur hann allskonar
minnisvarCa og legsteina.
Skrifstofu talsimi: 86 607
Heimilis talsimi 501 562
G. S. THORVALDSON
BA, LL.B.
LögfrœBlngvr
Skrifst.: 702 CONFEDERATION
LIFE BUILDING
Maln St., gegnt City HaU
Phone 9.7 024
E. G. Baldwinson, LL.B.
frlenekur lögfrœOUtgur
Residence Phone 24 206
729 SHERBROOKE ST.
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
801 PARI8 BLDG., WINNIPTO
Fasteignasalar. Lelgja hfls. Ot-
vega penlngalftn og eldeftbyrgfl af
<SUu tagl. J
l Bone 94 221 i
4
_____________________________i