Lögberg - 25.01.1934, Síða 7
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 25. JANÚAR, 1934.
7
var hægt að sjá til ferða okkar alla
leið frá Amdruphöfn og heima á
þröskuldinn hjá Elisu, sem hafði
haft gát á okkur síðasta klukkutím-
ann, ásamt krökkunum sínum. Eg
gaf litla drengnum blístru og telp-
unni perlufestar. En Elísu gaf eg
hitaflöskuna með j?vi sjóðheita og
indæla kaffi sem í henni var. Hún
skrúfaði af henni lokið, tók tapp-
ann úr og þefaði af góðu gufandi
kaffinu hennar ungfrú Mortensen
og eftir dálítið hik helti hún kaffi-
lögg í lokið, og bragðaði á. Hún
rendi augunum fyrst út um suður-
gluggann, leit síðan vandræðalega á
Gretu og læknirinn og kallaði:
“Amerikamiu angakok.” Greta
flýtti sér að útskýra fyrir henni, að
eg væri áreiðanlega enginn galdra-
maður, en að í þessari flösku gæti
Júlíus geymt sér kaffið sjóðheitt á
hverjum degi, þegar hann færi á
veiðar í húðkeipnum sínum. Elísa
rétti mér hendina. “Qojanaq, Amer-
ikamiu,” sagði hún brosandi. Þakka
þyr fyrir! Vatnið sem sauð á prím-
usnum var þess vegna ekki notað í
þetta sinn til annars en að þvo upp
ur því, eftir hina óbrotnu kaffi-
veizlu, sem við héldum þarna. Lækn-
irinn hafði haft með sér smurt
brauð og Hans og Jim leiddu í ljós
heilar herfylkingar af bjórflöskum.
sem þeir höfðu stungið á sig, undir
anorakinn. Einn okkar hafði með
sér pytlu með Álaborgar ákavíti,
uóg til að skála í. Við nutum lífs-
ins í fullum mæli!
Alt íeinu kvað við djöfullegur
kliður að utan, svo að okkur rann
kalt vatn milli skinns og hörunds.
Vælandi spangólíð frá hundunum
niu. Það stóð svo sem eina mínútu,
en þagnaði svo jafn snögglega eins
°g það hafði byrjað. “Þeir eru að
brópa norðurheimskautshúrra fyrir
okkur,” sagði Hans hlæjandi. En
minsti krakki Elísu hafði orðið
hræddur eins og eg og fór að hrína
og hvorki Jim eða fornfræðingnum
tokst að hugga hana. Elísa hló, en
bróðir barnsins rak fingur ofan í
kássuna úr selketi og innýflum, sem
eg hefi áður minst á og stakk ofur-
htlurrt bita upp í opið ginið á systur
sinni. Hún hnyklaði brúnirnar en
svo færðist bros yfir andlitið og hún
fór að tyggja. Það var auðséð að
henni fanst hún verða að nýjum og
betra manni. Nú tók Elísa tinskál
með þurkaðri selkjöts-smásteik
skorinni niður í bita, og bauð okkur.
Eg herti upp hugann, gleypti tvo
bita i einu og fann mér til mikillar
undrunar, að bragðið var ekki ó-
svipað og af gömlum gráðaosti.
í3etta ásamt sopa af heitu kaffi var
sæmandi útgönguvers máltíðarinnar.
Svo lögðum við af stað, heitir og
ánægðir, með talsvert léttari mali
en við höfðum komið. Elísa stakk
yugsta króanum i hettuna á anor-
uknum sínum og með hina þrjá á
œlunum fylgdi hún okkur niður
^ekkuna út að víkinni, þar sem
ulíug sást einn á sveimi á húð-
e'Puum sínum, milli ísjakanna, sem
Vlrtust leysast upp í ótal regnboga-
hrismu í geislagliti norðursólarinn-
ar ij ,
lann sa okkur og kallaði til
kveðju og lyfti árinni um
okkar
leið . coJU og iytti arinm um
j r •„ ^bur en við komumst niður
J°runa hafði hann dregið húð-
eiPmn smn á þurt og komið hon-
lítinUnC^n og var hraga dá-
mn kóp upp j fjör-una. í bandi.
, ann bauð okkur öll innilega vel-
n 0ÍI lofaði okkur að hitta okk-
c 'Vnn eftir í nýlendunni. Og
svo skildum við við Elísu og Júlíus
!r°ana ,l)eirra og héldum vestur
oginn áleiðis heim til læknisins
um nmgdir fegurð hinnar ljómandi
norðlægu sumarnætur.
r Loks rann sá dagur að “Gertrud
, , uwiiarssuak” eða stóri
n'™" - “PP á
út snndis'1™ iTal™™"1-,08*'?8'
1. 1 haf,smn til að láta
hvesB dugleg! 'h°nUm Þanga8 tÍ!
kæmumst^úfVr ISnSV°
•SDeltinu og ut a
T 7 þ'itu ->ká« tii
,! T" 77 Þesar «n,m
fram h,a robmshöfSa s,óS„ Július
og E!,sa og bon,ta þar „ppi 4 háum
kletti skamt frá húsinu þeirra.
Juhus, skaut þrisvar af byssunni
sinm í kveðjuskyni og til að óska
okkur góðrar ferðar út í þann heim,
sem var honum svo óendanlega f jar-
lægur, þar sem siðmenningin hefir
blessað frændur hans á vélaöldinni
með langtum meiri lærdómi en vís-
dómi.
Grænland! Stjörnuduft íss og
frumaldar, sem rótgróið við öxul
jarðarinnar snýst kringum norður-
skautið. Steinaldarbörn þessa lands,
flutt hingað á morgni tímans, sjúga
lifsþrótt sinn úr hinu ófrjóa en þó
auðuga skauti náttúrunnar, eins og
það væri höfuðskepnurnar sjálfar,
sem gæfu þeim viðurværi.
Á löngum vetrarnóttum mun eg
ávalt hugsa mér þau þarna, Júlíus,
Elisu og “litlu Guðs-selina,” sem
táknmynd þess hve mannkynið kann
vel að laga sig eftir staðháttunum,
og standast andstæðurnar og öðlast
mótstöðuafl það, sem nauðsynlegt
er í baráttunni við náttúruöflin i
hinu tignarlega landi, Innúitnuna—
lífsins landi.
Og þegar norðurljósin tindra á
himninum—eins og vofur, eins og
hrynjandi frosinna tóna—ljómandi
af silfurlit, rúbinrauð og eirgræn,
hugsar þetta fólk máske til okkar.
—Eálkinn.
Ritgerð
eftir Inga Ingaldson
FramhV
Kostnaður í sambandi við markað:
Á þeim tímum sem gripaverð hef-
ir verið mjög lágt hefir kostnaður í
sambandi við að koma þeim á mark-
að verið rætt bæði á fundum og ráð-
stefnum. Allir kannast við að sá
kostnaður er of mikill, þegar miðað
er við hið íága gangverð á búpen-
ingi; er því tilhlýðilegt að minnast
dálítið á þetta mál.
Fyrst er þá flutningskostnaður,
sem er stærsta atriðið. Það er ó
þarfi að rannsaka það, því það er
eftir vegalengd að ná til markaðar.
Annað er almiennur kostnaður á
sölutorgum (stockyards). Á vana-
legu vagnhlassi er sá kostnaður 6
til 8 dali eða 3J4 cent hver 100 pd.
Fóðurkostnaður sem er um 12 dali
á hvert vagnhlass eða 6 cent hver
100 pund. Þá eru sölulaun, sem
eru 17 dali hvert vagnhlass eða um
8y2 cent hver 100 pund. Þá er
vanalega vátrygging og annað sem
er þó ekki skuldbindandi, er kemur
upp á 11 dali á vagnhlass, eða 5)4c
hver 100 pund.
Við nánari athugun, ef litið er
á kostnað á verðgildi þúpenings í
einu vagnhlassi: yfir nóv. mánuð
1933 var vanalegt verðgildi á 175
vagnhlössum 650 dali hvert.
Kotsnaðurinn á sölutorginu að
meðtöldum sölulaunum jafnar sig
upp nieð rúmlega 2*/4% miðað við
verðgildi frá framleiðanda.
Af þessu sést að kostnaður og
sölulaun mundu ekki gera mikinn
mismun á beinum hagnað til fram-
leiðánda. Það hefir verið og er álit
vort að allur kostnaður ætti að vera
lækkaður á þessum tímum sem verð-
lag er svona lágt, en jafnframt álít-
um vér að það yrði að neinum veru-
legum hagnað fyrir framleiðanda.
Til að framleiðanda munaði nokkuð
um yrði að verða lækkun á öllum
kostnaði í þessu sarnbandi, flutn-
ingi líka og fóðri og mörgu öðru.
Sölulaun þau er flutningsformað-
ur fær eru svo misjöfn að ekki er
hægt að ákveða neitt um þann kostn-
að. í sumurn tilfellum er það að-
eins ferðakostnaður, í sumum svo
mikið á hundraðið, og í sumum á-
kveðin upphæð, og hefir sú upphæð
verið lækkuð að mun síðustu árin
að tilhlutun formannanna sjálfra.
Markaðir:
Heimarríarkaðurinn í Canada hef-
ir verið og er enn bezti markaður-
inn. Með breyttum búnaðarhögum
um land alt, er það orðið augljóst að
talsverður afgangsforði verður af
kjötmeti. Um eina tíð varð tals-
verður útflutningur frá Canada til
Bandaríkjanna af gripum og einnig
svínum. Árið 1928 til dæmis um
166,000 gripir voru fluttir til Banda-
ríkjanna og 40,000,000 pd. af svína-
kjöti til Bretlands og Bandarikj-
anna. — Siðan hefir afgangsforði
verið misjafn. Árið 1933 hafa um
60,000 gripir og um 60,000,000 pund
af svínakjötmeti verið seld til Bret- J
lands. Svo að framleiðandi njóti
senj mests hagnaðar af sölu þessa 1
afgangsforða verður nákvæmlega að I
athuga höndlun og meðferð hans. :
Hvað búfé á fæti víðvíkur virðist |
sem 2 eða 3 félög hafi haft einokun !
á flutningi þess, en framleiðandi í
hefir ekki haft tækifæri að fá pláss á j
flutningsskipum fyrir búpening er
hann hefir alið til sölu. Gæði á j
búpeningi fluttum úr landinu ættu j
að vera á háu stigi. Á síðasta ári
virðist sem þessa hafi ekki verið
gætt sérstaklega, heldur hafi ein-
stakra hagnaður komið fyrst ti!
greina. Það þarf að beina-athygli
í þá átt að gera mögulegt fyrir fram-
leiðendur að fá pláss í flutnings-
skipum fyrir það búfé, er þeir vildu
senda úr landinu til reynslu, til dæm-
is til Englands.
Sum stærri sláturhús í landinu
hafa sjálf haft flutning á hendi með
svínaflesk og annað þar að lútandi.
Þetta er ekki heppilegt því eins og
á síðsta ári hefir verið mikið af
slíku til útflutnings og hafa því slát-
urhúsin bara reynt að koma því í
burt en ekki eins séð um að vönduð
vara væri send. Fyrsta skilyrðið er
að hvetja framleiðanda til að senda
til markaðar aðeins vandaða vöru.
Markaðsaðferðir:
Á síðustu árum hafa markaðsað-
ferðir verið miklum breytingum
háðar. Þetta snertir flutning og
höndlun á búpeningi íramleiðanda
til markaðar eða sölutorgs. Það var
siður að sala var alveg kláruð á
heimili bóndans, en framleiSandi
hefir smátt og smátt komist að þeirri
niðurstöðu að koma búpening sin-
um sjálfur á markáð og hafa allan
ágóða að frádregnum höndlunar- og
flutningskostnaði. Þessu var í fyrstu
ekki vel tekið, en svo er nú komið,
að liklega 65 til 75 prósent af öll-
um búpening er sendur upp á von
og óvon um verð, á þennan hátt til
markaðar. Á sama tíma, var samin
reglugerð um aS framleiðandi fengi
sina peninga skilvíslega fyrir skepn-
ur sendar á þennan hátt. Bygðar-
félög hafa verið mynduð í þessum
tilgangi að sjá um beina sölu og
höndlun á búpeningi í sameiningu.
I sumum sveitum þar sem slík fé-
lög eru ekki starfandi hafa einstakl-
ingar tekið að sér að flytja gripi til
niarkaðar og selja þar á gangverði
og færa svo bændum heildarágóð-
ann, en þá er sjaldan nákvæm
skýrsla um verð, vigt og gæðastig
hverrar skepnu, og stundum jafn-
vel dregist að fá borgun með góð-
um skilum.
Finst oss því að reglugerð ætti að
vera samin um að félög þau, er
keyptu á slíkan hátt borguðu beint
til framleiðanda og fylgcli með
þeirri borgun lýsing á hverri skepnu,
vigt, gæðastig og verð og hver keypt
hefði. Samkvæmt lögum eru þessi
félög ábirgðarfull og verða að gefa
næga trygging, svo framleiðandi
mundi fá góða skilagrein á fé sínu.
Mikið er farið að nota vöruflutn-
ingsbíla til að koma búpeningi til
uíarkaðar og má búast við að það
haldi áfram, bæði af frmleiðendum
sjálfum og svo mönnum er gera það
algerlega að starfi sínu. Oss finst
þó að þetta hafi dálítiö meiri kostn-
að í för með sér fyrir framleiðanda,
en að senda með járnbraut. Á sum-
an hátt er þetta þó þægilegra, og
sannarlega ættu sömu reglur að gilda
með sölu og skilagrein, eins og hinn
veginn. Hefir oss verið bent á í
sumum tilfellum að menn þeir, er
hafa slíkan flutning að starfi, taki
fullnaðarborgun hja felögunum sem
kaupa og geri svo skilagrein við
bóndann. Þetta ætti ekki að eiga
sér stað, þvi eins og áður er bent á,
kemur fram ónákvæmni í skilagrein.
Flutningur á búpeningi til hinna
ýmsu markaða:
Á síðari árum í Vestur-Canada
hefir fjöldi búpenings sem fluttur
er til markaðar vaxið að mun. Hef
ir þetta leitt af sér afgangsforða í
Vesturlandinu. Fyrir 1930 var tals-
vert selt af dilkum til Bandaríkj-
ana og einnig til Ontario. En 1930
var tollur settur á í Bandaríkjunum
,og var þá Ontario ekki nægjanlegur
I markaður svo bændur hafa þurft
að ala m(eir af gripum heima.
Árið 1931 og 1932 var mikið af
búpening hjá bændum, og var þá
reynt að flytja sumt til Englands.
Árið 1931 voru 27,000 gripir sendir
til Bretlands, en 1932 vegna óstöð-
ugleika á peningagengi voru aðeins
16,000 gripir sendir. Árið 1933
lagaðist þetta aftur og eru líkindi til
að talan nái 55 til 60 þúsundum. —
Eins hefir verið með svín. Hefir
afgangsforði verið sendur bæði til
austurfylkjanna þar sem fólksfleira
er og til annara landa.
Með meiri samkepni á flutningi
til mrkaðar og mismunandi aðferð á
sölu er álitið að erfiðara hafi verið
að fá stöðuga prísa. Það er alment
kunnugt að það verð, sem er greitt
er á sölutorgum, er einnig greitt
á sláturhúsum og er þá spursmálið
hvort það er arðvænlegt eða bezt
fyrir framleiðandann að selja þang-
að.
Vér berum allir áhuga fyrir bú-
peningsframleiðslu, og er því aðal
atriðið frá voru sjónarmiði það, að
afstöðu íramleiðandans sé komið í
það horf að hann sé viljugur að
halda áfram að framleiða. Ef hann
fær ekki nógu sangjarnan ágóða til
að bera starfrækslukostnað, þá nátt-
úrlega bæði minkar hann framleiðsl-
una og gæði vörunnar, þessvegna
finst oss nauðsynlegt að gera úr
garði reglur um flutning á búpen-
ingi og annað því viövíkjandi, svo
framleiðandi geti borið traust til
slíkra aðferða.
Bendingar er geta leitt til umbóta á
búpeningssölu:
Á síðustu mánuðum hefir tals-
vert verið rætt víðsvegar um land-
ið hvort ekki væri heppilegt að gera
öll sölutorg þjóðleg (nationalized)
og að innleiða lög er ákveöi að allur
búpeningur til sölu, yrði að flytjast !
á sölutorg. Vér vitum ekki hvar j
þessi hugmynd á upptök sín, né j
heldur ástæðuna fyrir henni.
Rök þau er mæla með að hafa öll,
sölutorg takmörkuð og undir stjórn- 1
arumsjón eru að allur kostnaður
mundi verða miðaður við jafnan
mælikvaröa og gæti því verið hæg-
lega lækkaður. Einnig hefir verið
bent á að sum sölutorgin eru undir
umráðum og stjórn einstaklinga, og
í einu eða tveimur tilfellum undir
yfirráðum sláturhúsanna.
Við nánari athugun höfum vér
komist að þeirri niðurstöðu að sölu-
torgin er starfrækt eru á fullkom-
inn hátt, og þó stjórnin tæki að sér
slíka starfrækslu er ekki sjáanlegt
að þar yröi nokkuð fullkomnari eða
betri meðhöndlun á búpeningi.
í sambandi við þá hugmynd að
lögleiða að allur búpeningur yrði
fyrst fluttur til sölutorga er vert að
athuga frá öllum hliðum, því það
er alvarlegt mál. Það er alment
viðurkent að löggjöf er neyöir ein-
staklinga eða Jélög til að gera vissa
hluti er ekki heppileg fyrir neinn
iðnað. Og eg efast um að sam-
bands- eða fylkisstjórnir vildu lög-
leiða að allur búpeningur yrði að
flytjast á sölutorg til sölu.
Vér höfum þegar minst á nokkrar
reglugerðir um meðhöndlun á bú-
pening á sölutorgum. Eins langt og
vér vitum er engum þeim reglugerð-
um framfylgt á sláturhúsum nema
stigbreyting á gæðum á svínum. Er
því ómögulegt að hafa nákvæmar
skýrslur um gripi og kindur. sem
seldar eru beint til sláturhúsa.
Það er því sannfæring vor að á-
kveðnar reglur þessu viðvíkjandi
ættu að vera gerðar og séð um að
þeim sé framfylgt. Þetta yrði
trygging fyrir framleiöanda. Af
þessu leiddi að hver sem keypti bú-
pening við sláturhúsin yrði að kaupa
stjórnarábyrgð er næmi $10.000 döl-
um. Einnig vigt og að sjá um að
nákvæmar skýrslur séu gefnar, og
Öll trygging og önnur meðhöndlun
sé gerð á sama hátt og sölutorg
verða að hafa.
Óefað verða margir erfiöleikar á
að koma þessu í framkvæmd, en ef
búpeningsiðnaður á að komast á
fastan grundvöll verða sömu regl-
ur að gilda hvar sem tekið er á móti
búpening, og það er sannfæring mín
aö akuryrkjumáladeildin geti komið
þessu í framkvæmd með tiltölulega
litlum kostnaði.
B. E. Johnson þýddi.
Helga Jórunn Chriálopherson
Fædd 26. júli 1854—Dáin 19. október, 1933
Hún er fædd að Heiðarbót í Reykjahverfi í Suður-Þing-
eyjarsýslu. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson, fæddur að
Ytra-Gili í Eyjafirði 23. júni 1806 og Ólöf Jónasdóttir, ættuð
úr Hvömmum. Er Jóni lýst af séra Magnúsi á Grenjaðarstað:
“Hann var guðrækinn; blessun fylgdi fyrirtækjum hans og
öllum störfum, hvort heldur sem hann vann öðrum eða sjálfum
sér og sínum, svo hann haföi nægilegt fyrir sig og þá.”
Jón mun hafa lagt hönd á bókband; eru í eign okkar Péturs
hugvekjur, bundnar af honum fyrir sjötíu og sex árum. Er
bókin bundin í leður með gyllingu, er svo traustlega og smgkklega
frá öllu gengið, að bandið er enn óslitið með öllu; hefir þó
bókin verið allmikið notuð. Sýnir band bókarinnar handbrögð
þess, sem vann og störf manna yfirleitt á þeitri tíð.
Ólöfu er borið það orö, að hún hafi verið samhent manni
sínum; ástundunarsöm og nærgætin. Jón var búinn að missa
tvær konur, áður en hann giftist Ólöfu; lifðu þau saman í tiu
ár. Iiann lézt þ. 24. júní, 1859.
Einkenni þessi, sem nú hefir verið minst, hygg eg að hafi
fallið í ríkuffi mæli til móður okkar.
Þeim Jóni og Ólöfu varð tveggja barna auðið, að því er
eg veit bezt: Sigurður, er upp komst; tók við föðurleyfð sinni;
er látinn fyrir mörgum árum frá konu og börnum, og móðir
okkar.
Móðir okkar mun hafa verið nær fimm ára þegar hún
misti föður sinn, en Ólöf bjó áfram i Heiðarbót með börnum
sínum, þar til hún lézt. Var þá móðir okkar um fermingar-
aldur eða rúmlega það.
Jón og Ólöf leituðust við að veita börnum sínum upp-
fræðslu, eftir þvi sem ástæður leyfðu; var ráðinn heimiliskenn-
ari, Krauger að nafni, til að segja til í skrift og reikningi, o. fl.
Mun sú viðleitni tæpast hafa verið almenn á þeirri tíð.
Móðir okkar gftist þegar hún var átján ára, föður okkar
Sigurjóni Kristóferssyni í Ytri-Ueslöndum) í Mývatnssveit.
Bjuggu þau þar þangað til þau fluttust að Grímsstöðum í sömu
sveit. Ytri-Neslönd var talin með rýrari jörðum sveitarinnar,
og hættujörð fyrir skepnur. En silungsveiöi talsverð. Efna-
hagur foreldra okkar mun þó hafa blómgast vonum fremur
fyrir dugnað og fyrirhyggju.
Jakob Hálfdónarson bjó á Grimsstöðum. Brá hann búi
og fluttist til Húsavíkur. Tók þá faðir okkar við jörðinni og
sat hana að tveim þriðju á móti bróður sínum, Pétri, sem hélt
þriðjunginn.
Grimsstaðir er allmikil jörð; kostir allmíklir, en erfið jörð
og liðfrek. Varð faðir okkar að halda þrjá vinnumenn og
þrjár vinnukonur, auk kaupafólks, og veitti ekki af. Efna-
hagurinn jókst; fékk faðir okkar keypt jörðina og goldið að
fullu.
Þá var það, að foreldrar okkar seldu eignir sinar og flutt-
ust til Ameríku 1893, og settust að í Argylebygð í Manitoba;
keyptu sér bújörð og bjuggu um nokkur ár við sæmileg efni.
Þá fluttust þau inn í þorpið Baldur og voru þar um nokkur ár.
Það tók að sækja heilsuleysi á foreldra okkar, einkum á
föður okkar; kendi hann kvilla þess, er leiddi hann til bana
1920. Móðir okkar fluttist þá frá Baldur og var til heimilis
á nokkrum stöðum í Manitoba, þar til hún fluttist með okkur
börnum sinum til Bredenbury, Sask., og lézt þar.
Foreldrum okkar varð tveggja barna auðið. Systir mín
er Ólöf Þorgerður, yngri en eg. Líka tóku þau til fósturs
Sigurveigu á unga aldri, barn Sigurðar Árnasonar frá Skógum
í Reykjahverfi og Kristveigar, konu hans, föðursystur okkar.
Er Sigurveig gift Jónasi Bijörnssyni, búanda í Argyle-bygð.
Það mun flestum ofvaxið að lýsa ástmennum sínum; sízt
mun eg hætta inn á þær brautir.
Það mun þó sannast, að móöir okkar var virðuleg í dag-
fari, og krafðist virðingar þeirra, sem hún umgekst. reglusöm
án strangleika; vann vel og trúlega að hverju sem hún gekk.
Var nærgætin og athugul, án smámunasemi. Mjög var henni
áhugamál, að koma inn hjá okkur börnunum kristilegri þekk-
ingu og hugsunarhætti. Reyndist það drjúgur arfur, þegar
byrjaði lífsbaráttan. Varaði hún okkur við öllum illum solli, og
inti okkur eftir framferði þeirra, er við umgengumíst.
Hún hafði mikla ánægju af að lesa góðar og uppbyggileg-
ar bækur og rit, og las sér mikið til gagns undir það síðasta;
hún hafði næman skemm fyrir alla list og prýði. Hún hafði
mi-kla ánægju af söng og hljóðfæraslætti; var sjálf lagviss og
hafði laglega söngrödd.
Foreldrar okkar hvíla samhliða í grafreit Frelsissafnaðar
í Argyle-bygð ásmt öðru skyldfólki.
Blöðin norðanlands eru beðin að geta um þessa dánarminn-
ing.
Sig. S. Christopherson.
Verður farið að rœkta
korn í Reykholtsdal
1. des s.l. stofnuðu tíu Reykdælir
kornræktarfélag, er nefnist Tsorn-
ræktin í Reykholti. Framkvæmdar-
nefnd var kosin og skipa hana bænd-
urnir Jón Hannesson Deildartungu,
Þorgils Buðmundsson og Þórir
Steinþórsson, Reykholti. Ákvörð-
un um félagsstofnun þessa hafði
raunverulega verið tekin s.l. ’naust,
og var þá ákveðið land til ræktunar
í Reykholti. F.n áður hafði Klemens
Kristjánsson kornræktarmaður á
Sámsstöðum verið fenginn til að
konia og athuga landið og gefa ým-
issar leiöbeiningar viðvíkjandi fram-
kvæmd verksins. Kornræktin hef-
ir alt að 15 ha. land til umráða,
og var tilætlunin sú, að það yrði að
mestu brotið og unnið í haust, en
eigi vanst tími til að vinna meiia en
ca. 4 ha. Landið hefr þegar verið
mælt, og strax og við verður kom-
ið, verður byrjað á að gera þati
mannvirki, sem nauðsynleg eru í
sambandi við kornræktina.
Nýja Dagbl. 28. des.
“Börnin frá Víðigerði” nefnist
saga (sem Vísir hefir verið send
alveg • nýlega) eftir Gunnar M.
Magnússon, kennara.—Blaðið hefir
ekki haft tíma til að kynna sér bók-
ina og verður þvi dómur um hana
að bíða betri tima. Höf. er kunnur
af bókum, sem áður eru út komnar,
en þær eru þessar: “Fiðrildi” (sög-
ur) 1928, “Brekkur” (barnabók)
1932 og ef til vill einhverjar fleiri.
En til er í handriti, aö þvi er frá er
skýrt, Reykjavíkursaga, er nefnist
“Fönnin á glugganum.”—Ólafur P.
Stefánsson hefir gefið bókina út og
er frágangur allur hinn snyrtilegasti.
“Sagnarandinn” heitir gamansaga
úr sveit (handa börnum og ungling-
um), sem Óskar Kjartansson hefir
ritað, en Ólafur P. Stefánsson gefið
út. — Höf. er að góðu kunnur og
hefir ýmislegt ritað við hæfi barna
og unglinga, svo sem “Lísa og Pét-
ur” (æfintýri), “í tröllahöndum” og
ef til vill eitthvað fleira.—LTngling-
um mun þykja gaman að “Sagnar-
andanum,” þvi að þar kemur sitt
hvað spaugilegt fyrir. Myndir eru
í kverinu til ský'ringar atburðum
þeim, sem frá er sagt.