Lögberg - 15.02.1934, Síða 2
LÖGBElRGr, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1934
25. ágúst, 1825—13. desember, 1933.
Þann 13. dag desembermánaðar 1933, lézt að heimili sinu,
1928 Queen Anne Avenue, í Seattle, Wlash., Páll Guðjón Þor-
steinsson. Hann var fæddur i Otrardal í Arnarfirði i Barða-
strandasýslu þann 25. dag ágústmánaðar 1855. Faðir hans var
Þorsteinn Þorsteinsson, merkisbóndi og söngmaður góður, en
móðir Guðný Bjarnasdóttir. Páll heitinn fluttist til Ameríku
árið 1922, með konu sína, tvo syni og eina uppeldisdóttur. Varð
hann þá samferða Magnúsi syni sinum, er kom kynnisferð heim
frá Ameríku, árið áður. — Páll heitinn var greindur maður
og skemti hann sér oft við að yrkja vísur og segja sögur frá
fyrri tíð. Hann stundaði búskap í Botni í Geirþjófsfirði við
Arnarf jörð, um 36 ár, og var alt af talinn með mestu bændum
í þeirri sveit; og ásamt búskapnum var hann skipstjóri við Vest-
firði í fjölda mörg ár, og var þá ávalt talinn með þeim hæztu
í þorskveiðunum, á meðal annara samtíðar formanna hans á
þeim slóðum, fyrir framsýni hans og góða dómgreind. Misti
hann aldrei skip, hvorki smátt né stórt, og varð heldur aldrei
fyrir manntjóni, í 40 ár, er hann stundaði fiskveiðar við ísland,
og sá hann þó sitt af hverju.
I frítímum sinum skemti hann sér mikið við refa- og sela-
veiðar, því hann var afbragðs góð skytta. —
Nokkru eftir að hann kom til Seattle fékk hann vinnu í
LaxveiðastöS á Point Roberts, Wash., (nokkru hér fyrir norð-
an Seattle) ; var honum veitt sú vinna af Árna Mýrdal, er þá
var forstöðumaður Alaska Packers félagsin? þar. Stundaði
hann þá atvinnu í nokkur ár, þar til hann veiktist fyrir 4 árum
síðan, af kalki í slagæðum, og var sú veiki honum afar þrauta-
söm. Þar höfðu beztu læknar borgarinnar ekkert við að segja,
og að lokum gáfu þeir upp alla von um bata, því meðul þeirra
höfðu engin áhrif til bóta. En dáið gat hann þó ekki, því hann
var enn ungur í anda og lifslöngunin að sama skapi, og barðist
hann á móti þrautum sínum vígamannlega. Loksins tókst hon-
um að ná í “homeopatha” að nafni Horton M. Douglas, að
4753—ioth Ave. N.E. hér í Seattle borg; hann gaf honum
meðul er héldu honum að miklu leyti kvalalausum í síðustu 2
árin er hann lifði, og var hann því mest allan þann tíma á fótum
og skemti sér við að lesa bækur, milli þess sem hann hélt öllu
snyrtilegu kringum heimilið, því hann var þrifnaðarmaður.—
En að lokum kom þó stundin, og dauðinn kallaði hann að
óvörum. Með óbifanlega trú á fyrirheitna landið hvarf hann
frá ættingjum og vinum þann dag, sem áður segir.
Ekkja Páls heitins, Anna Margrét Kristjánsdóttir er ættuð
úr Gufudalssveit í Barðarstrandasýslu. Syrgir hún nú ásamt 8
börnum, ástríkan eiginmann og föður. Börnin eru þessi: Pétur,
skipstjóri, giftur hérlendri konu, og Kári, vélamaður, ógiftur,
báðir Nome, Alaska; Magnús, skipstjóri, ógiftur; Jón, hótel-
maður, ógiftur; Kristján, stúdent, ógiftur, allir í Seattle; svo
eru 3 (íætur: Mrs. J. Kristjánsson (Ásta), maður hennar er
vélasmiður; Mrs. F. Pooler, (Katrín), maður hennar er skipa-
smiður í Bremerton, Wash., og Vigdís Guðmundson, ekkja eftir
Capt. S. K. Guðmundson, sem lengi var í förum í Alaska og
Rússlandi, og gat sér góðan orðstír. Tvær hinar fyrstnefndu
systur eru búsettar í Seattle, en hin síðastnefnda í Wenachee,
Wash. Hin áðurnefnda uppeldisdóttir þeirra hjóna, Páls og
Önnu, Jóna Guðmundina, átti heimili hjá fósturforeldrunum,
þar til hún giftist hérlendum m^nni, Walter R. Webber, árið
1930. Hún lifði aðeins rúmt ár i því hjónabandi; þá kom dauð-
inn og kallaði hana burt, stuttu eftir barnsburð, dó það barn
einnig samstundis. Sú látna kona varð aðeins 32 ára gömul.
Vann sér góðan orðstír í hvívetna. Hún lagði fyrir sig hjúkr-
unarfræði og vann nokkur ár á einu stærsta sjúkrahúsi borg-
arinnar “Firland Hospital,” og aflaði sér talsverðrar þekkingar.
Tvo bræður á Páll heitinn á lífi heima á Islandi: Guðmund
í Bildudal fyrir vestan, og Þórð í Hafnarfirði við Reykjavík.
—Jarðarför Páls fór fram frá útfararstofu “Home Under-
takers” hér í borginni. Séra Kristinn K. Ólafsson stýrði kveðju-
athöfninni, með aðstoð séra Kolbeins Simundssonar. Var
Páll heitinn lagður til hinnar hinztu hvílu í Washella grafreit,
þar sem fósturdóttir hans einnig hvilir, einum fegursta graf-
reit borgarinnár.
í nafni barna og vina hins látna.
H. Thorlakson.
Aths.—Blaðið Lögrétta og eins Akureyrar blöðin eru vin-
samlega beðið að taka upp þessa dánarminning.
KAUPIÐ ÁVAJLT
LUMBER
THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD.
HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET.
WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551.
Leifur hepni
SVAR TIL. PRÓF. HALLDÓRS
hermanssonar.
Eftir J. J. Myrcs.
(Framh. frá siðasta blaði)
Auðvitað gæti H. H. sagt að hann
ætti aðeins við það, að þetta alt
hefði verið ómögulegt, ef að Norð-
menn hefðu ekki verið búnir að búa
svo vel í haginn fyrir Leifs málið
yfirleitt. Því mætti lika svara á þá
leið að jafnvel nóg voru annara
þjóða menn búnir að víðfrægja Leif
og Ameríku-fund hans til þess, að
líkneskið myndi hafa fengist þó
Norðmenn hefðu ekki lagt þar hönd
á plóginn. Segi eg þetta án þess þó
að vilja gera nokkuð lítið úr þessu
mikla starfi þeirra á nokkurn hátt.
Þeir ættu það ekki skilið, og á því
er engin minsta þörf. Enginn skyldi
heldur skilja orð mín svo að eg sé
Mr. Burtness vanþakklátur fyrir
starf hans. En það má segja H. H.,
að hefði Mr. Burtness ekki fengist
til að sinna þessu máli, hefði nátt-
úrlega verið snúið sér til annars
þingmanns. Hverrar þjóðar hann
mundi hafa verið er óþar'f i að tala
um. En ekki myndu Norðmenn
hafa staðið fyrir þeim framkvæmd-
um.
H. H. farast því næst orð á þessa
leið:
“Við íslendingar þykjumst einatt
mikið af Leifi og fofnhetjum okk-
ar, en hvað höfum við gert til þess
að halda minningu þeirra á lofti?
Það heyrast stundum kvartanir frá
löndum okkar um það, að Norð-
menn vilji taka Leif frá okkur og
eigna sér hann, og þykir þeim það
ilt og óréttlátt. En Norðmenn gætu
spurt okkur: ‘Meðan við höfum ver-
ið að vinna að því að halda upþi
minningu Leifs, hvar hafið þið ís-
lendingar verið og hvað hafið þið
gert ?’ Okkur yrði kannske ekki
sem auðveldast að svara því.
Það mætti kannske nefna hér eitt
dæmi. Nefndin, sem stóð fyrir
Chicago-sýningunni fór fram á það
við dönsku stjórnina, að hún sendi
á sýninguna Flateyjarbók, þar sem
sagt var frá fundi Ameríku. Stjórn-
in sá sér þó ekki fært að gera þetta,
af ýmsum ástæðum. En málið var
rætt allmikið um hríð og það var
í mæli, að einn nafngreindur íslend-
ingur ætti að fara með handritinu,
ef það yrði sent. En út af þessu
reis mikil rimma meðal Hafnar-Is-
lendinga, og þeir skiftust í flokka
út af þessu; harðar deilur voru háð-
ar í blöðunum og að lokum lá við
málsókn. Svo fór um sjóferð þá.
Hún varð nokkuð öðruvísi en sigl-
ing Magnúsar Andersens. En svona
fer um samheldnina og samvinnuna
milli okkar Islendinga á stundum.”
Þetta er víst aðallega meint til
Austur-Islendinga, og er líklega ó-
þarfi fyrir mig að svara fyrir þá.
En eflaust hefðu þeir átt að gera
mikið meira af því að rita og ræða
um Leif. Eg geri ráð fyrir að
þetta hafi verið eitt af því, sem ber-
sýnilegra var til okkar Vestur-ís-
lendinga, og eins mun vera auðveld-
ara fyrir okkur að sjá að Leifar
hefir gert meira en nokkur annar
maður til þess að auglýsa ísland og
víðfrægja um heim allan. Oft mun-
um við hafa rekið okkur á það, að
þó að Ameríkumenn hafi haft nóg-
an tíma til að tala um Leif og landa-
fundi íslendinga, þá hafa þeir orðið
tímalitlir þegar umræðunum hefir
verið snúið að Jóni Sigurðssyni,
Matthíasi Jochumssyni, Stefáni G.
og fleirum, sem íslendingum eru
kærir. Það er margt þessu likt, sem
Vestur-íslendingar geta séð frá
öðru sjónarmiði heldur en Austur-
íslendingar.
Þó má ekki gleyma að benda á
það, að H. H. hefir aðallega verið í
grein þessari að telja upp afreks-
verk Norðmanna í Bandaríkjun-
um, þessu máli viðvíkjandi, sem að
hann sýnist svo bera saman við af-
reksverk Austur-íslendinga. Þetta
er ekki rétt að gera, vegna þess að
eðlilega hafa Norðmenn í Banda-
ríkjunum verið ötulli í þessum mál-
um heldur en írændur þeirra í
Noregi. Þess vegna mundi sýnast
rétt að bera heimaþjóðirnar saman,
og svo aftur Vestur-íslendinga við
Norðmenn í Ameríku. Ef að það er
gjört munu íslendingar ekki þurfa
að bera neinn kinnroða út af
frammistöðunni í tiltölu við fólks-
fjölda og aðra afstöðu.
En því ekki að spyrja H. H. hvað
hann er að gera fyrir minningu
Leifs Eiríkssonar. H. H. er óska-
barn gæfunnar að því leyti að hann
hefir setið við lærdómsbrunna vís-
indanna. Hann hefir náð því há-
marki er fáum hlotnast og hefir því
tækifærin í hendi sinni. Nú skulum
við lofa honum að tala. Það er
fróðlegt að heyra hvað hann hefir
að segja þegar ein stórþjóðin hefir
sæmt ísland með þeirri mestu við-
urkenningu, sem í hennar valdi stóð,
nefnilega að gefa þjóðinni líkneski
til viðurkenningar um það að ís-
lendingurinn Leifur Eiríksson hafi
fyrstur fundið Ameríku. Þetta er
þá það, sem hann segir til að halda
minningu Leifs á lofti:
“Leifur var eflaust fæddur á ís-
landi, og hefir líklega verið um tví-
tugt þegar hann flutti með föður
sínum, norskum, til Grænlands, og
það er efasamt hvort hann hefir
nokkurn tíma litið ísland augum
eftir það. Það verður að telja ís-
lendingum til gildis, að þeir færðu
fyrstir frásögnina um afreksverk
hans í letur, og þannig varðveittu
nafn hans og verk frá gleymsku. En
siðan hafa aðallega annara þjóða
mtenn haldið því á lofti, og refnt að
komast að raun um, hvað satt sé í
sögninni. Þar má telja fremsta
Danann Rafn, Norðmanninn Gustaf
Storm, sem fyrstur gaf út áreiðan-
lega og krítíska útgáfu af Vínlands-
sögunum og reit ágæta ritgerð um
gildi þeirra og Amerikumanninn
Arthur M. Reeves, sem gaf út ljós-
myndaða útgáfu af handritunum
með prentuðum texta, beztu þýð-
ingu, sem gerð hefir verið á ensku,
og góðu yfirliti um sögu málsins.
Það mætti nefna marga fleiri útlend-
inga, en það sem seinni tíma íslencl-
ingar hafa lagt þar til, hefir ekki
verið sérlega mikils virði. Þetta á
sér auðvitað ýmsar orsakir, sem
virða má þeim til afsökunar, svo
sem einangrun og öll aðstaða til
rannsókna og til að koma bókum og
öðru á framfæri. En þeir mega þá
ekki heldur fyllast gorgeir yfir því
að eiga Leif, og skjóta hornauga
til Norðmanna og senda þeim tón-
inn um það, að þeir séu að hnupla
Leifi sjálfum sér til dýrðar. Hinn
sögulegi sannleikur er, að Leifur var
ekki íslendingur i húð og hár; hann
var norrænn maður, í víðtækari
þýðingu orðsins. Og hin drengi-
lega framkoma Burtness í þessu
máli sýnir það, að hann og margir
Norðmenn líta með meiri sanngirni
á þetta, en sumir landar okkar. Það
er bezt að vinna að svona málum í
bróðerni og láta vit og skilning
ráða, en kasta þjóðarþembingnum
fyrir borð.”
Undir þessa siðustu staðhæfingu
H. H. mundu ef til vill allir lesend-
ur skrifa skilmálalaust. En hér
sýnist fara sem oftar, að það er
hægra að kenna heilræðin en halda
þau. Ef að H. H. hefði lifað eftir
þessari bróðerniskenningu sinni,
hefði aldrei komið til þess að eg
væri að skrifa til þess að svara hon-
um. Þess hefði þá ekki þurft.
En á hinn bóginn, ef hér er um
þjóðarþembing að ræða, þá sýnist
þó myndi vera eðlilegast að íslend-
ingar þjáðust af íslenzkum þjóðar-
þembingi. En það er einmitt vegna
þess að grein H. H. er svo full af
norskum þembingi að hún er svo ó-
aðgengilegur skamtur. Er þó nokk-
uð langt gengið þegar Bandadríkja-
menn, sem aldrei hafa Island séð,
geta ekki lesið greinina, án þess að
hneykslast. Eg fæ ekki betur séð
en að H. H. sé að spyrna í til þess
að fara eins langt og hægt er, í þá
átt að láta íslendinga afsala sér
Leifi og landnámi hans. Hann tekur
þetta hátíðlega tækifæri til að sverja
fyrir löggild, íslenzk þeknréttindi
Leifs. Hann hefir enga kæringu
fyrir því, þó hann sé þar með að
plokka fegurstu flugfjaðrirnar úr
vængjum íslenzka fálkans.
Ekki er vandi að halda uppi heiðri
íslands, ef að hund-kunnugir heima-
menn ættu að nota sína íslenzku sér-
þekkingu til að brjótast inn í ör-
yggisskápa Fjallkonunnar, til þess
að kasta dýrgripum hennar út í
veður og vind, og það á sama tíma
og útlendingar vinna baki brotnu
við að safna gripum hennar saman.
Naumast munu vera yfirstandandi
þeir timar að íslendingar þurfi helzt
að nota sína beztu krafta til þess að
færa saman kvíarnar.
Áður hefi eg vikið að því að Mr.
Burtness hafi hreinskilnislega lýst
því yfir þráfaldlega, að hann væri
kki hinn upphaflegi frömuður máls-
ins. En hér brúkar H. H. hina
drengilegu framkomu hans til að
sanna það, að Norðmenn hafi litið
á þetta mál með meiri sanngirni en
landar okkar, Islendingar, og gefur
í skyn að Norðmenn hafi einmitt
látið gefa íslandi líkneskið. Auð-
vitað er þetta gert til að vekja sam-
vizku hjá lesandanum út af því að
íslendingar skyldu ekki láta gefa
Norðmönnum líkneskið. Þvi þá
hefðu þeir eflaust verið að láta vit
og skilning ráða. Það er sem sé hægt
að nota líkneskjuna' af Leifi svo
gott sem til að sýna hvað íslendingar
hafi verið ósanngjarnir. Og ósann-
girnin ketnur naumast fram í öðru
en þeir hafi nokkurn tíma verið svo
djarfir að eigna sér Leif. Ekki er
nú alt vakurt þó riðið sé. Þá er nú
loksins búið að láta hugsanaflækj-
una fara hringferð í kringum sjálfa
sig, og er það vel að verið.
Ekki dettur mér í hug að mót-
mæla því að Leifur var norrænn í
víðtækari þýðingu orðsins, og eg
hefir aldrei heyrt neinn mótmæla
því. En eftir skilningi Ameríku-
manna í þeim málum, gat hann ver-
ið það og á sama tima vel verið ís-
lendingur í húð og hár. Hér erum
við vanir við það, að menn séu af
ýmsu bergi brotnir, og séu þó
Bandaríkja þegnar í orðsins fylsta
skilningi. Ekki gat Burtness til dæm-
ir, verið þingmaður í kongressinum,
án þess að vera Bandaríkjamaður.
Hér varðar mestu hvað menn eru
sjálfir, enn lítið spurt eftir hvað
forfeður þeirra hafi verið. Maður
sem hér er fæddur og uppalinn er
Bandaríkja borgari, án þess að taka
út nokkuð borgarabréf. Og sá mað-
ur missir ekki borgararéttindi sin,
þó hann, til dæmis, flytji til Alaska,
hversu lengi sem hann dvelur þar.
Þó er Alaska nýlenda, en ekki eitt
af ríkjunum. Og ósköp vel vita
Canadamenn að þeir missa ekki
þegnréttindi sín, þó þeir flytji til
Northwest Territories. Með öðrum
orðum, það breytir ekkert þegnrétt-
indum Blandaríkjamannsins, sem
Bandaríkjamanns, þó hann sé þetta
eða hitt í víðtækari þýðingu orðsins.
Auðvitað getur alt annar skilningur
verið á þessum efnum á íslandi, og
skal -eg ekkert um það segja. En
ótrúlegt þykir mér að Austur-Is-
lendingum þyki það drengileg fram-
koma að notaður sé sá höggstaður á
Leifi, að faðir hans hafi verið
norskur og að gefa það í skyn að
þó að Leifu hefði verið íslendingur
þá hefði hann þó þurft að missa
þau þegnréttindi með að flytja til
Grænlands, sem að um þetta leyti
varð þó að skoðast sem nýlenda Is-
Iands.
En þó maður setji-sem svo að ís-
lendingar gætu nú svona auðveld-
lega losnað við Leif—sem mér þó
dettur ekki í hug að kannast við—
þá er örðugt að sjá hvað þeir myndu
á því græða. En þvi að fara að fitja
upp á þessu einmitt við þetta tæki-
færi? 'Alþjóðadómur sýnist þegar
vera kveðinn upp í þessu máli. Það
er hætt við að Leifur verði hér eftir
að hvíla þar sem hann er kominn,
hvað sem H. H. segir.
En nú langar vist lesarann að
heyra meita frá H. H. sjálfum og
má taka það fram hér, að eg er að
taka upp seinni pártinn af ritgerð
hans grein fyrir grein, svo að les-
arinn geti fylgst með samhenginu.
Framh.
Tveir Reykvíkingar mættust á
götu. Þetta var samtalið :
—Hvenær ætlarðu að borga það
sem þú skuldar mér?
—Þegar frændi minn kem'ur að
vestan.
—Hvenær kemur hann?
—Þegar eg get sent honum far-
gjaldið.
INNKÖLLUNAR-MENN LÖGBERGS
Akra, N. Dakota
Árborg, Man
Árnes, Man
Baldur, Man
! Bantry, N. Dakota
Bellingham, Wash
Belmont, Man
Blaine, Wash
Bredenbury, Sask
Brown, Man J. S. Gillis
Cavalier, N. Dakota... .
Churchbridge, Sask
Cypress River, Man
Dafoe, Sask J. G. Stephanson
Edinburg, N. Dakota...
Elfros, Sask ... Goodmundson, Mrs. J. H.
Garðar, N. Dakota
Gerald, Sask
Geysir, Man
Gimli, Man
Glenboro, Man
Hallson, N. Dakota. ...
Hecla, Man
Hensel, N. Dakota
Hnausa, Man
! Húsavík, Man
Ivanhoe, Minn
Kandahar, Sask J. G. Stephanson
Langruth, Man
Leslie, Sask
Lundar, Man
Markerville, Alta
Minneota, Minn
Mountain, N. Dakota..
Mozart, Sask
Oak Point, Man
Oakview, Man.
Otto, Man
Point Roberts, Wash....
Red Deer, Alta
Reykjavík, Man
Riverton, Man
Seattle, Wash J. T. Middal ;
Selkirk, Man W. Nordal
! Silver Bay, Man
Svold, N. Dakota
Swan River, Man A.J. Vopni
Tantallon, Sask
Upham, N. Dakota
Vancouver, B.C
Víðir, Man
Vogar, Man
Westbourne, Man
Winnipeg Beach, Man..
Winnipegosis, Man
Wynyard, Sask > <