Lögberg


Lögberg - 15.02.1934, Qupperneq 7

Lögberg - 15.02.1934, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 15. FEBRÚAR, 1934 7 Úr gömlum dagbókum Þýðingin eftir séra Sigurð S. Christopherson. Framh. Úr dagbók Teklu, Tunnenberg, í maí, 1521. Vorið er gengið í garð. Mælir lífsins er barmafullur; lífið streymir um alt, eins og um háflæði; tré og blóm springa út; ár og lækir leita hratt til sjávar; söngur fuglanna fyllir loftið.—Friðrik er sloppinn úr fangelsinu. Það hefir heyrst að Lúter muni vera á lífi, og óhultur meðal vina sinna. Það bar við i morgun; eg var á ferð með öðrum áleiðis til Eisenach. Okkur bar að dalverpi; heyrðist þá hornablástur yfir dalinn og hundgá; okkur bar að eyðu í skóginum, og sáum við þá hvar kom á móts við okkur veiðimanna f lokkur mikill; nokkru nær sást einn maður á ferð, með fjaðrahatt; var hann að horfa á ferö veiðimannanna; kom þá smá- fugl einn aðvífandi og faldi sig í grasinu við fætur hans. Hann greip fuglinn upp og faldi hann í kápu- ermi sinni og steig fljótlega afsíðis. Veiðimenn bar nú fljótt að og hund- arnir fundu af nasvísi sinni hvar fuglinn var niður kominn, þrifu þeir til hans og drápu hann. Það var eitthvað í fasi þessa manns, sem minti á Lúter. Gátum við ekki neitað okkur um að koma nær honum og kasta á hann kveðju. Hann brosti til okkar og mælti: “Dýraveiðar minna mann á andleg fyrirbrigði. Eins og þessir grimmu veiðihundar gátu náð af mér þess- um litla skjólstæðing mínum, þann- ig ásækir satan mannlegar sálir, og leitast við að draga þær þaðan sem þeir eiga örugt athvarf. En það er bót í máli, að armleggur sá, sem heldur þeim hefir meiri kraft, en það afl, sem eg hefi yfir að ráða. Eg hefi ekki mikla ánægju af þess- um veiðum. Eg hefi meiri ánægju af að elta uppi villigelti, birni, refi og úlfa, sem eru að eyða kirkju Krists. Það er nóg til af rándýr- um þeim í heiminum.” Nú skiftist vegurinn, þegar mað- urinn var spölkorn frá okkur, kall- aði hann: “Minnist þess að Krists var freistað á eyðimörku. Biðjið fyrir mér, að eg fái að vera óáreitt- ur af satan á þessari eyðimörk.” Úr dagbók Evu, Nimptchen í sept. 1521. Þeir hafa sent mér nokkur blöð af þýðingu af Nýja Testamentinu eftir Lúter. Af öllu því, sem Lúter hefir unnið Guði til þóknunar, finst uiér þetta vera bezt og fullkomnast. Þýðing þessi hefir komið af stað Uiikilli hreyfingu í klaustrinu, sem eg hefi að aðsetursstað. Systurnar vilja nú ekki ákalla lengur helga uienn. Þær segja hiklaust, að það uiuni satari að kenna, að þessi bók hafi falist svo lenpi á óskiljanlegu tungumáli; að alþýða fengi ekki að hafa hennar not. Þær segja að þessi óviðjafnanlega bók, sé auð- skilin og blátt áfram, eins og lífið hversdagslega; sval'i öllum trúar- iega; óviðjafnanlegur vinur.ó við- jafnanlega nærgætinn og góður, alt af við hendina, sem skilur instu og helgustu tilfinningar hjartans. Sumar systurnar eru komnar á fremsta hlunn með að yfirgefa klaustrið. Þeim skilst af Nýja Testamentinu, að það sé meira verkefni fyrir þær, eftir að komið er út í lífið, en innan þröngra og kaldra klausturveggja. Eg hefi líka dvalið um hríð innan þessara köldu og kyrlátu veggja/ Er eg nú líka að búa mig undir að yfir- gefa klaustrið. Eg trúi því, að eg geti gert meira gagn með því að leitast við að liðsinna þeim, sem þurfa hjálpar og huggunar. Úr dagbók Elsu, 28. febr., 1522. Friðar engillinn er kominn aftur heim! Eva hefir yfirgefið klaustr- lð fyrir fuh og alt. Eg gekk inn td móður okkar, sat Eva þar hjá föður okkar og var að lesa upphátt tuttugasta og þriðja sálm Davíðs, og amma hlustaði á lika. Eva er lítið breytt; svipurinn C°) JAKOB ÓLAFSSON BRIEM C°) Eins og íslenzku vikublöðin í Winnipeg hafa þegar getið um, andaðist Jakob Ólafsson Biriem, á Gamalmennaheimilinu Betel, þann 25. janúar, s.l.; hafði hann verið lasinn um nokkurn undan- farandi tíma.—Fyrir fáum árum síðan, er eg var sóknarprestur á Gimli og heimilisprestur á Betel, bað hann mig að vera viðstaddur útför sína og lesa æíisöguágrip, samið af honum sjálfum, og mæla kveðjuorð. Sjálfsæfisöguágripið fylgir orðrétt hér með :— Eg, Jakob Briem, er fæddur á Grupd í Eyjafirði á íslandi, 3. febr. 1857. Foreldrar mínir voru Ólafur Briem og Dómhildur Þorsteinsdóttir. Þegar eg var eins og hálfs árs gamall, dó móðir mín, af af- leiðingum af barnsburði, og svo faðir minn hálfu ári síðar, að sögn, af sorg yfir missi hennar. — Þá var búinu, og um leið heimilinu tvístrað. Og við öll börnin, 10 að tölu, sitt í hverja áttina, tekin til fósturs af hinum beztu og merkustu þeirra tíma þálifandi mönnum. (1) Haraldur, fór til Jóns Stefánssonar timburmanns á Akureyri, sem áður hafði lært smíðar hjá timburmeistara Ólafi Briem, föður mínum. (2) Jóhann, fór til Tryggva Gunnarssonar, þá bónda á Hall- gilsstöðum í Fnjóskadal. (3) Gunnlaugur, fór til séra Jóns Austmanns á Halldórs- stöðum í Bráðardal í Þingeyjarsýslu. (4) Ólafur fór til séra Ólafs Þorvaldssonar í Viðvík í Skagaf j arðarsýslu. (5) Kristján fór til Jóhanns kaupmanns Havstein á Akur- eyri, bróður Péturs Havsteins amtmanns. (6) Valdimar, þá 11 ára, fór til föðurbróður síns, séra Jó- hanns B.riem, þá prestur og prófastur í Hruna í Árnessýslu. (7) Eggert, þá uppkominn, í skóla, síðar prestur á Hös- kuldsstöðum í Húnavatnssýslu, hætti síðar prestskap, dó í Reykja- vík. (8) Rannveig, þá 5 ára, fór til Péturs Havsteins amtmanns í Friðriksgáfu í Hörgárdal í Eyjafjarðarsýslu. (9) Sigríður, uppkomin og gjafvaxta stúlka, er foreldrar okkar dóu. (10) Jakob, eg, sem nú þetta skrifa, yngstur allra systkina minna, sem lifðu, fór til Christjáns Christjánssonar, þá sýslumanns í Skagafjarðarsýslu, og fór Sigríður systir min með, eða ásamt mér þangað, og giftist þaðan stuttu síðar, séra Davíð Guðmunds- syni, síðast prófasti á Hofi í Eyjafjarðarsýslu. Christján Christjánsson sýslumaður, síðar amtmaður á Frið- riksgáfu, yfir Norður. og Austur-amtinu, var ljúfmenni mikið og göfugur; hann átti fyrir konu Ragnheiði dóttur Jóns Thorsteins- sonar landlæknis í Reykjavík. Þegar eg var ungur, þótti eg furðu gjörfulegur og laglegur drengur. Heyrði eg oft minst á það, mér til leiðinda, og einnig komst eg á snoðir um það, að gera ætti úr mér fjarska mikinn mann. En það mistókst algerlega. Eg sá líka einlægt að það var heimska, því aldrei var eg “gefinn fyrir bókina.” En að hlaupa, stökkva, fara á skíðum og skautum og sækja glímufundi, setn þá voru mjög iðkaðir, það var mín unun. Samt átti eg endilega að ganga skólaveginn, hvort sem eg vildi, eða vildi ekki. Og ekki sízt eftir að eg var 13 ára gamall, árið 1870. Þá fékk eg slag (apoplexy) sem kallað er, varð allur máttlaus vinstra megin, afleiðing af vondu kvefi, sem þá gekk yfir alla sýsluna. Var þá útséð um það, að eg gæti á likamlegri vinnu fleytt mér yfir móðu lífsins. Og sögðu þá læknar, aö ekki mætti þrengja mér til mikils lærdóms og sízt cf eg hefði ekki einlægan vilja til þess sjálfur. Þeir sögðu að kyrsetur væru mér mjög óhollar, og réðu til þess, að hafa mig sem lengst frá öllum skóla- bekkjum. Var eg þá látinn lesa í heimaskóla það allra nauðsyn- legasta. Þegar eg var 17 ára, var eg orðinn nokkuð styrkur í síðunni og fór þá frá fósturforeldrum mínum á Friðriksgáfu, austur i Suður-Múlasýslu, til Halldórs hróður míns, sem þá var þar bóndi rausnarlegur og smiður góður; var erindið að reyna að læra að smíða hjá honum, en hann taldi mig á allan hátt frá þvi, svo ekkert varð af því. Eg var hjá honum í nokkur ár, og hafði ekkert að gera nema að leika mér og þyggja heimboð hjá nágrönnum og ýmsum öðrum þar í grend.. Eg sá brátt, að slíkt dugði ekki, og fór þá að fást við verzlun (búðarstörf hjá öðrum), og skólakenslu bæði á skólum og sem' heimiliskennari hjá ýmsum málsmetandi mönnum, sem kusu heldur að láta kenna unglingum sínum heima. Við verzlun var eg á Akureyri, Seyðisfirði og Eyrarbakka. Við kenslu við skóla var eg á Þingvöllum við Öxará og Útskálum í Garði.— Frá íslandi (Reykjavík) fór eg 28. marz, 1890, og kom til Winnipeg 20 apríl, sama ár. Fór eg þá til veru til Sigtryggs Jónassonar og konu hans Rannveigar systur minnar. Hjá þeim dvaldi eg mestmegnis þar til þau brugðu búi vorið 1910, var eg eftir það í Winnipeg, hingað og þangað, eftir því sem húsnæði og kringumstæður með herbergi leyfðu. Brátt leiddist mér það, að geta ekki til lengdar átt samastað, og fór eg því á gamalmenna- hælið 9. júní 1915, þá nýstofnað í Wdnnipeg og fluttist með því til Gimli í ágústmánaðarlok það sama sumar. — Að enduðum þessum línum minnist eg með innilegu þakk- læti við Guð, gjafarann allra góðra hluta, hvað hann jafnan á allan hátt hefir verið mér kærleiksríkur, góður, þolinmóður og miskunn- samur, og handleiðsla hans hefir verið mér örugg, mjúkleg og hlifðargjörn, þrátt fyrir það, hvað eg hefi jafnan verið hans óþekkur drengur (óhlýðið barn).—“Sá sem mikið er fyrirgefið, elskar mikið,” segir blessaður frelsarinn. Og Guð gefi að það ætti heima hjá mér! Leiðin er nú þegar á enda. Eg þakka ykkur öllum, samferðamönnum mínum, einkum þeim, sem jafnan hafa verið mér góðir og hluttekningarsamir, og bið Guð að blessa ykkur 611. Hann, sem er svo góður, 'eins og þið öll hafið reynt, engu er þvi að kvíða. Guð blessi og endur- gjaldi öllum náðarsamlega, sem mér hafa verið góðir. Svo aftur og aftur i guðsfriði! “Dæm svo mildan dauða, drottinn þínu barni.— Eins og léttu laufi lyfti blær frá hjarni,— eins og lítill lækur ljúki sínu hjali, þar sem lygn í leyni liggur marinn svali.” (M. /.) Ykkur einlægur samferðamaður. Jakob Briem. Þung voru kjörin, sem örlögin réttu að ungum sveini þessuip. Ágætir og mikilhæfir foreldrar voru brottnumdir af kaldri hendi dauðans. í fjarlæg við flest systkina sinna var hann alinn upp og naut þeirra því ekki, og mun vart hafa kynst sumum þeirra. Sjúkdómsáfallið kom eins og skrugguél og huldi heiðan himin vona hans og sól framtíðarinnar. Höllum fæti stóð hann í lifs- baráttunni þaðan af, til hinztu stundar fram; og viðhorf hans og afstaða til samtiðarinnar gjörbreyttist.— í vissri merkingu mátti nefna hann áhorfanda í leik lifsins, þó söng hann engan sorgartón, þvert ámóti, var hann kunnigjum sín- um og samferðamönnum boðberi glaðsinnis og ánægju. Okkur starfbundna fjölskyldufólkinu opnaði hann oft nýjan töfraheim, með sögum sínum, æfintýrum og ljóðum, sem hann kunni, flestum fremur. Eðlileg var honum aðgangan að hjörtum barnanna. Hann skildi þau vel, laðaði þau að sér, tók þau föstum tökum. Jafnan gátu þeir, er mættu honum á vegferðinni af honum lært; þvi hann bjó yfir breytilegum og margskonar fróðleik, og útsýni hans yfir menn og málefni var oft sérkennilegt og frumlegt. Hugarfró var honum í orðum postulans: “Alt samverkar til góðs þeim, er Guð elska.” Eins og æfiágrip hans ber með sér, var trú hans á föður- forsjón og handleiðslu Guðs björt og fögur og guðsbarna lunderni sanlboðin. Oft er eg mætti honum á götu, fatlaður eins og hann var—er hvert spor sýnilega olli honum þjáninga, undraðist eg, er samræða og viðtal hófst, hversu að unglings hugarfar og gleði réðu orðum hans. Var léttlyndi hans oft sálubót. Stundum datt mér þá i hug, ag óafvitandi hefði séra Valdimar Briem lýst hugar- fari Jakobs í ljóðbroti, er hann þýddi úr erlendu máli, og eg hafði kunnað frá barnæsku: “Kenn mér blómið bjarta, að bera vor í hjarta, mitt í heimsins þraut og þrá— að þróast undir vetrarsnjá.— Kenn mér blómið bjarta.” Hann átti marga vini meðal samferðafólks síns, er hann hafði kynst, en einnig meðal samlanda sinna víðsvegar í Vesturheimi, er lesið höfðu sérkennilegar og listrænar greinar er hann ritaði i blöðin. Sumir fornir lærisveinar hans slitu aldrei bréfasamband við hann, mætti meðal annar tilnefna Steingrim héraðslækni á Akureyri, er notið hafði tilsagnar Jakobs á bernskudögum sínum i Odda. Margir Winnipeg-lslendingar nutu fyrstu tilsagnar í íslenzku máli hjá honum, sem þegar hefir verið getið um á prenti, í lofsamlegum ummælum Dr. S. J. Jóhannessonar. Munu áhrif Jakobs heitins hafa verið drjúg í því að vekja ást á móðurmálnu, þegar hugsunarháttur var annar gagnvart gildi og viðhaldi máls- ins en átt hefir sér stað hin síðari ár. Jakob Briem var einmana maður og mun lengi hafa hlakkað til þess er heimfararleyfi fengist; og af ítrasta megni búið sig undir langferð þá, er fyrir höndum var. Og nú trúum við, að hann sé genginn úr æfi-vetrinum inn í eilíf sumarlönd. Við sam- fögnum honum yfir lausn hans, og þökkum honum sólskinið, sem hann færði okkur, og sem hann lét frá sér streyma—þrátt fyrir það þótt hjarta hans stundum blæddi og væri harmi þrungið. Enda eg svo þessi orð með ljóðboti eftir Tennyson lávarð, í ís- lenzkri þýðingu eftir séra Matthías Jochumsson, og virðist mér sem ljóðið lýsi hinztu hugsunum þessa látna vinar: “Bjartskin og blíðukvöld og boð um héðanför.— en hvorki sút né sorgartjöld, er set eg út minn knör.” “Á brott frá banastorð, þó breytist tíð og nöfn; eg vona að sjá þann vin um borð, sem visar mér á höfn.” í Guðs friði, Jakob! Sigurður Ólafsson. hreinn og látlaus, trúarfestan og ró- semin sú sama. Augnaráð og svip- brigði Evu minna á bjartan dag og heiðskýrann himinn. 8. marz, 1522. Marteinn Lúter er aftur kominn heim, og seztur að í klaustri Ágúst- inusar, þaðan sem hann fór fyrir ári síðan á leið til Worms-borgar. Hann fór þá frá okkur, eftir að hafa grát- beðið hann að hætta sér ekki í þá háskaferð. En nú er hann kominn sigri hrósandi. Lúter er verjandi góðs málefnis, frammi fyrir keis- ara og öðrum stórmennum. Hann er átrúnaðargoð og sigurhetja hinn- ar þýsku þjóðar. Hann skildi við horgara og skólamenn með hjörtun full af kvíða. Hann er kominn aft- ur heim til þess að sameina öfl þeirra, sem hafa látið blekkjast og afvegaleiðast inn á brautir, sem leiða í öfuga átt við sanna dóm- greind og réttlæti. Við hlýddum á Lúter skömmu eftir að hann kom heim. Ekki feng- um við litið hann fyrir altarinu án þess að komast við ; þegar við mint- umst alls þess, sem hann var búinn að líða frá því að við sáum hann síðast; og hvernig hann hafði leitast við að liðsinna hinni veiku hjörð sinni, með óþreytandi hvatningum og áminningum, sem hann sendi frá Wartburg kastala; þar sem hann var nokkurs konar fangi. Hann byrjaði ræðu sína með því að hrósa trú okkar, og gat þess að við hefðum þroskast í fjærveru sinni. Hann tók það fram, að við þyrftum að ná enn meiri andlegum þroska; viö þyrftum að vaxa í trú og kærleika. Hann mælti: “Ef maður er einsamall á ferð með sverð við hlið; það gerir þá litið til hvort vopnið er bert eða sliðrað. Sé hann í margmenni verður hann að gæta þess, að hann ekki meiði neinn. Sanleikurinn í sjálfu sér góður, get- ur orðið torskilinn þeim, sem skamt er kominn áleiðis, nema þvi að eins að hann sé fram borinn meö nær- gætni og kærleika gagnvart þeim, er lítt eru þroskaðir andlega; annars má búast við hneykslun af þeirra hálfu. ! Trúin, himnesk að uppruna streymir niöur til vor eins og geisl- ar sólarinnar, en varmi geislanna dreifir sér umhverfis, þannig á kær- I leikurinn að dreifa sér meðal manna, j eftir þörfum og ástæðum hvers I eins.” Næsta sinn er við hlýddum á Lúter varð honum að orði: “Út- vortis neyzla altaris sakramentisins út af fyrir sig, skapar ekki trúar- legan þroska, heldur hjartanleg mót- taka orðsins, sem er samfara. Án hins guðlega trúar boðskapar verða allar slíkar athafnir sjónhverfingar og skrípaleikur.” Áhrif orðsins er hjartanleg full- vissa þess, aö Jesús Kristur er son- ur hins lifanda Guðs. Að hann hefir tekið upp á sig að líða fyrir syndir okkar og yfirtroðslur, með því að bera þær upp á krossinn; að hann biður ávalt fyrir okkur fyrir hásæti föðursins, og afrekar okkur frið hjá Guöi. Að hann hefir gef- ið okkur sakramenti líkama síns og blóðs. til þess að efla og styrkja hjá okkur trú á hina yfirgengilegu mis- kunn Guðs. Trúi eg þessu, er Drottinn endurlausnari minn. Með hans aöstoð fæ eg öðlast djörfung til þess að ganga á hólm gegn árás- um dauða, heljar og illra anda; þeir fá þá ekki unnið hér mein, ekki snert eitt hár á höfði minu. Hin heilaga næring, sem veitist í kvöldmáltiðar sakramentinu, er sönn endurnæring hinum þjáðu ; heilsulyf sjúkra; lífgjafi hinum deyjandi, næing þeim hungruðu og sannur f jársjóður þeiin, sem fátækir eru.— Allmikill órói átti sér stað innan Wittenberg borgar, en nú er Lúter búinn að stilla til friðar, og alt er fallið i ljúfa löö. Úr. dagb. Teklu, í október, 1522. Nú hefi eg séð Evu frænku koin- ast í geðshræringu, sem er annars alt af róleg og látlaus. Við Eva og fleiri sátum inni í dagstofunni, þá kom litla þjónustumærin okkar með þá fregn, að hár og fölleitur maður stæði fyrir dyruiri. Eg gat ekki getið til hver hann var, fyr en eg heyrði hina hrærðu rödd Evu segja: “Friðrik!” Leit eg viö og sá að það var liðið yfir Evu. Friðrik kom eftir augmftriik og féll á kné hjá Evu, og nefndi hana öllum fögrum nöfnum, sem eru hugsanleg. Móðir okkar stóð gegnt Friðrik, hinu megin við Evu, og hélt henni að brjósti sér og nefndi klökk nafn Friðriks. Elsu bar að í þessu og brá hún sveitadúk yfir andlit Evu; hrestist hún þá og opn- aöi augun og leit á Friðrik. Augu hennar fyltust friðsælum fögnuði og tárum. Lagði hún þá hönd sína í hönd Friðriks. Þegar hér var komið yfirgáfum við þau og gengum inn í annað herbergi. Faðir okkar inælti: “Sá mesti fögnuður, sem hefir borist heimili þessu síðan að Frið- rik yfirgaf okkur, hefir borist okk- ur í dag. Viö skulum þakka Guði.” Við lutum höfði hrærð, meðan hann flutti hjartans þakklæti fyrir óvænt- an fögnuð, sem hafði flust heimili okkar með komu Friðriks, og end- urfundi hans og Evu frænku okkar. Við fórum nú inn til Friðriks og létum í ljós fögnuð okkar við end- urkomu hans, og intum hann eftir hvaö hefði drifið á daga hans, og hvernig líðan hans hefði verið. Bar margt á góma. Eg gekk til herbergis míns og Evu: kraup Eva fyrir framan rúmið sitt í þögulli bæn; stóð hún síðan upp og mælti: “Guð er vissu- lega gæzkuríkur. Eg hefi ávalt haft þá trú, en eg hefi aldrei þreifað á því eins og í kvöld. Guð er ávalt að leiða okkur gegn um myrkrin að fögrum morgunljóma. Við megum aldrei vantreysta honum.” Morguninn eftir, þegar eg vakn- aöi, var Eva að lesa í Biblíunni (Framh. á bls. 8)

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.