Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 3
LÖGBEIRG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1934.
3
^•oooooO'OooooooooooooooooooooooooooooQOOotoooooooooo'froo'Ooooooooooooooooooooooooo^
Sólskin
Sérstök deild í blaðinu
Fyrir börn og unglinga
•*>00000000000000000000000000000000000fr-00*00000000000000000000000000»00000000000s>?
ÍSLANI) í SVISS
Fjarlægðin gerir fjöllin blá—svo segir
einhversstaðar í íslenzku spakmæli. Eg hefi
oft séð það sjálfur, en líklega oftar fundið,
og best þá er eg var f jarri landi mínu og þjóð.
Þar er eins og hvert orð og hver setning, sem
minnir á ísland snerti á einhvern hátt tilfinn-
ingar lians og kemur manni til að hlusta.
Hér í Sviss er Island ekki óþekt og sízt í
•Zurich. Island á hér ekki fáa vini og þá
góða. Prófessor Eugen Dietli og Willy Blotz-
lieimer eru gamlir Islandsfarar, sem kynt
hafa land vort og þjóð gegnum fjölda fyrir-
lestra og afbragðsgóðar skuggamyndir. Hef-
ir sá síðarnefndi haldið milli 30 og 40 eindi
um Island á einu ári og bæði á frönsku og
þýsku.
Fyrir þrem árum ferðaðist Johannes
Velden, þýskur hljómlistakennari, sem dvaldi
nokkurn tíma á Islandi, um þvert og endilangt
Sviss, flutti erindi um ísland og lék íslenzk
þjóðlög á fiðlu. Um sama mund flutti Hans
Bauer ritstjóri í Basel erindi um Island í út-
varpið svissneska, og er óhætt að segja að
öll þessi erindi hafi verið flutt af fullkominni
vinsemd og miklum skilningi á íslenzkri þjóð.
1930 birtu öll stærri blöð og mörg tímarit all-
ítarlegar greinar um Island í tilefni af þús-
und ára afmæli Alþingis, og einnig þær voru
skrifaðar af skilning og þekking. Fyrir ári
var lialdið “íslenzkt k\Töld” í Norðurlandar
félaginu í Ziirich, og alt af blakta þar íslenzk-
ir fánar á borðum, jafnvel þótt enginn Islend-
mgur sé þar félagi.
Síðan í haust hefir einnig öðru hvoru ver-
ið minst á Island í svissneskum blöðum, og
ekki sízt vegna afnáms vínbannsins. Að vísu
gerðu þau alment g\'s að íslendingum, sögðu
þá ekki hafa þolað þurkinn og að lá langaði
til að vökna. Sum blöðin töldu þetta eftir-
hermu eftir Ameríkumönnum fremur en af
sjálfstæðum vilja eða eigin sannfæring. En
þrátt fyrir þetta gætti þó annars staðar skiln-
ings, þar sem sýnt var fram á, að þvingun
Spánverja og óhæf vínlöggjöf liefði verið ó-
hjákvæmileg orsök þessa spors. Auk þess
lmfa öðru hvoru birst smágreinar um ísland,
um íslenzkt góðviðri, stjómarskrápbreytingu
og eldgos. Eitt blaðið komst svo að orði, að
á dönsku eyjuhni Islandi hefði eldfjall gosið
og að íbúamir væru skelfilega liræddir.
Meir stingur þó í stúf erindi, sem eg heyrði
flutt fyrir viku síðan í Ziiricli og snerti það
óneitanlega dálítið öðruvísi tilfinningar mín-
ar, heldur en þau er eg hafði áður heyrt þar.
Ræðumaðurinn hét dr. Ernst Herrmann, var
þýskur og hældi sér af því að þekkja betur
land vort og þjóð en flestir aðrir Islands-
farar. Ferðast hann nú um Sviss með skugga-
mvndir, kvikmyndir og grammófónplötur
(hann sagði reyndar, að sér hefði þótt verst
að hafa ekki getað tekið íslenzka grútarlykt
á grammófónplötu, því að með henni gæti
hann rekið allah heiminn á flótta), og með
þessi gögn hygst hann að breiða út vísinda-
lega þekkingni á íslandi og' Islendingum.—
tír sögu þjóðarinnar vissi hann það, að
hinir norsku víkingar, sem Island bygðu,
fluttu. með sér þræla frá Lapplandi og Finn-
landi, blönduðust þeim síðar, svo að nú væru
íslendingar orðnir að Mongólum, enda bæ.ru
þeir greinilega einkenni þeirra með sér.
Þessu til sönnunar sýndi hann mynd af tveim
Islendingum, tötralega klæddum og kolsvarta
í framan af kolum og skít. Ræðumaður tók
það fram, að menn þvrftu ekki að halda að
þetta væiti nein undantekning, Islendingar
væru svona hvar sem þeir sæist.
Pr. Ernst Herrmann kunni eina forn-
sögu, söguna af Gunnari á Hlíðarenda. Það
var mesti manndrápari Islands og lifði annað
Fvort á 13. eða 14 öld, ræðumaður mundi ekki
i'vort heldur. Fyrir manndráp sín varð
Grunnar gerður útlægur, en Gunnar fór ekki.
Þá riðu féndur lrnns heim að Illíðarenda og
drápu hann fyrst með sverðum, en brendu
hann síðan inni ásamt konu hans og móður.
Almont þefðu Islendingar í dag skapgerð
Gi”"iars og íslenzkar konur skapgerð Hall-
gerðar. Þessi tvö dæmi úr sögu þjóðarinnar
let ræðumaður sér nægja, en lýsti því ítarleg-
ar þjóðlífi þessara íslenzku Mongóla.
Þegar Tslendingar gengi til hvílu, þá hátt-
uðu þeir ekki eins og íbúar menningarland-
anna, heldur færu þeir úr kápunni og tæki af
sér skóna, en færi annars í öllum fötum í rúm-
ið.
Húsaskipan á Islandi, sagði hann, væri
eins í dag og fyrir nokkrum öldum. Ibúðarhús
og gripahús væru öll undir einu þaki, en ekki
samt innangengt á milli. Ibúðarhúsið væri
alla jafna ekki nema ein stofa, en þó væri lijá
heldri mönnum til undantekningar, og eina
slíka undantekning sýndji dr. Herrmann á
skuggamynd. Var það prestssetur, og í mín-
um augnim þannig undantekning, að eg hefði
heldur ætlað gömul f járhús en bæ.
1 kringum bæina væri venjulega gras-
blettur og þessi grasblettur væri girtur með
grjótgarði sem liéti “tún/’það væri vitanlega
sama orðið og “zaun” (girðing) á þýsku.
A þessum grasbletti innan “túnsins,” fengi
uppáhaldskýr bóndans að bíta, en allar hinar
væru reknar burt. Auk þess yrði einnig að
slá grasblettinn, því að um annað graslendi
væri naumast að ræða á Islandi.
Á einni myndinni sýndi dr. Herrmann
íslenzkt hænsnahús, það var smákassi með
10—12 hænum. Þessu hænsnabúi hefði ágjarn
læknir á Siglufirði, komið upp til þess að
.verða ríkur. Bnda hefði honum tekist það,
því að nú fengi öll höfuðborgin og fleiri kaup-
staðir nægju sína af eggjum frá þessu
hænsnabúi á Siglufirði.
Á Islandi, sagði dr. Herrmann, væri til
eitt vermihús og þar yxi árlega vínþrúgur og
2,000 tómatar. Ræðumaður sagði að þessir
tómatar væri lífsskilyrði fyrir Islendinga, þvi
að fyrst og fremst kynnu þeir ekki að mat-
reiða og í öðru lagi væri mataræðið svo óholt,
að án tómatanna mætu þeir naumast lifað.
(Samt tók mann fram að Island hefði 100,000
íbúa, og í annað skifti að höfuðborgin, sem
væri fátækt fiskiþorp, teldi 30 miljónir, en
hefir sennilega verið mismæli). Annað græn-
meti en tómatar þektist yfir liöfuð ekki á
Islandi.
Á Islandi væru tiltölulega fáir málarar,
og eini nafnkunni landlagsmálarinn væri
Guðmundur frá Miðdal.
Þetta eru ekki annað en dæmi úr fyrir-
lestri þessa “íslandsvinar ” og eg man ekki
eftir einu einasta atriði úr íslenzku þjóðlífi,
þar sem hann sagði rétt frá.
Væri betur ef hann kæmi oftar til íslands
að Islendingar gerðu sér betur far um að
kynna honum l>jóðina, þ. e. a. s. svo framar-
lega sem liann liefir möguleika til að taka á
móti einhverjum leiðbeiningum.
Zuridh, 6. janúar, 1934.
Þorsteinn Jósepsson.
—Lesb. M'bl.
IIEIMSS ÝNIN GIN 1 PARIS
1 París hefir engin eiginleg heimssýning
verið síðan árið 1900, því að stóra. sýningin
þar fyrir nokkrum árum var einkum nýlendu
sýning. En nú er farið að undirbúa þar
heimssýningu, sem á að standa sumarið 1937.
Þegar heimssýningin mikla var haldin í
París árið 1889 til minningar um hundrað ára
afmæli stjórnarbyltingarinnar, var það Eiff-
elturninn, sem mesta athygli vakti og flesta
dró að sýningunni, enda var hann þá lang-
stærsta bygingin í heiminum. Turn Jicssi var
bygður til bráðabirgða og hefir oft verið á
döfinni að rífa h'ann. Fyrir 20 árum var
það afráðið, en þá kom heimsstyrjöldin og
turninn fékk þýðingarmikið hlutverk sem
loftskeytastöð.
Nú er Frökkum ljóst að það kemur ekki
til mála að nota Eiffelturninn til þess að
draga fólk að sýningunni, eftir að liærri turn-
ar liafa verið reistir á sýningunni í Chicago
og sumir skýjakólfarnir í New York hafa far-
ið fram úr honum að liæð. Og það því síður
sem sýningili í París á einkum að sýna iðn-
fræðilega hluti.
Eftir áætlun áhelzta viðundrið á Parísar-
sýningunni að vorða nýr turn, en liann á ekki
að vera aðeins 300 metra hár eins og sá gamli,
heldur 700 metrar, og þannig langliæsta bygg-
ing jarðarinnar. Turn þessi verður ekki ein-
göngu úr járni og stáli eins og Eiffelturninn,
heldur úr jámbentri steinsteypu og rúmið í
honum verður notað á hagkvæmari hátt en í
Eiffelturninum.
Þar verður t. d. risavaxið nýtízku gisti-
hús, sem eigi aðeins verður með fullkomnustu
lierbergjum í heimi, lieldur jafnframt með
svölum alt í kring en af þeim svölum verður
tignarlegt útsýni yfir borgina.
1 sambandi við gistiliúsið verður einnig
bifreiðageymsla, þannig löguð, að hægt verð-
ur að geyma bíla í 600 metra hæð.
Hvernig er þetta mögulegt? spyrja París-
aPblöðin í efunartón, en fræða samtímis á því,
að þetta byggist á spánýrri aðferð í bygging-
arlist. Þarna verður nefnilega innan í tum-
inum hringbraut, ieins og tappatogari, úr
steinsteypu, sem að menn geta ekið eftir.
Það er ótal margt, sem ráðgert er að nota
þennan turn til, en eigi livað sízt verður hann
lielgaður útvarpinu. Efst á turninum verður
ljóskastari, með biljón kerta styrkleik. Verð-
ur turninn því ágæt leiðbeining flugmönnum
og áætlað er að ljósið sjáist í kíki í flestum
héruðum Frakklands.
Vitanlega verður þarna líka leikhús, fjöl-
leikahús, gildaskálar og margt fleira í þess-
um turni, en kastljósið á toppinum á þó að
verða það sem vekur mesta athygli og eftir
því verður turninn skírður. Hann á að heita
“Ljós heimsins.”
—Fálkinn.
UNGDÓMS-YLUR
Bjarta, glaða geisla,
Gaman er að fanga.
Alt, sem stillir strauma,
Styttir daga langa;
Oft þó fljóti angur,
Út af tímans legi,
Glaða lundin góða
Gjörir nótt að degi.
Þegar berst við brattann,
Barn með lífið unga,
Æsku blíða brosið
Byrði léttir þunga.
Er þá sem oss andi
Ilmur lofts frá bárum.
Glaðir morgungeislar
Glampa í krystalls-tárum.
Yndo.
KVÖLDBÆN.
Um dimma nótt, þá dags er liðin stund.
Vor Drottinn mildur gef oss hvíldarblund,
Og ljóminn náðar lýsi vora brá,
Þá leyndar hættur engar grandað fá.
Hjartanu liðsinn, haldið sorg og neyð.
Heilaga rósemd gef í þraut og deyð.
Opnaðu land þitt ljóssins dýrðar skært,—
Líðandi sálir fái endurnært.
Blessaðu, Drottinn, bygð og glæstan mar.
Byggi þinn friður löndin aLstaðar.
Útrým þú, Faðir, manna meinum þeim,
Sem mesta hörmung vinna í tímans geim.
Þú, sem að léttir langa þraut og kvöl,
Með lífstein græðir dýpstu sára böl.
Heilagur Guð oss liuggun veittu þá,
Er heimsins gleði aldrei veita má.
önd mín sér hallar, blítt að brjósti þér,
Sem beztan unað hefir gefið mér.
Nú hljóðnar alt og höfgi færist nær
Að hjarta mér, ,svo ríkir friður kær.
S. S. C.
IIYGGINN SKOTl
Fyrir skömmu rákust tveir bílar á. 1 öðr-
um bílnum var Skoti, í hinum Gyðingur.
Hvorugur þeirra meiddist og skreið hvor út
úr rústum síns bíls.
Skotinn var risi að vexti, en Gyðingurinn
lítill og væskilslegur. Leist honum nú ekki á
blikuna. En Skotinn klappaði honum vin-
gjarnlega á öxlina, dró ferðapela upp úr vasa
sínum og sagði: “Fáið yður vænan teig, yður
veitir ekki áf að hressa yður.” Gyðingurinn
gerði það, þakkaði fyrir sig og hrósaði
drykknum. Skotinn rétti ferðapelann að hon-
um aftur og sag’ði: “Súpfið annan vænan
teig, vður veitir ekki af því. ’ ’
Rétt á eftir bar þar að lögregluþjón.
Ilann spurði livor þeirra ætti sök á árekstrin-
um—Skotinn svaraði: “Það situr ekki á
mér að vera að segja frá því, en lyktið þér af
honum þarna!”
^ DDOFF^MniyAI rADD.S
DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graharn or Kennedy Sts. Phone 21 114 — Offlce tlmar 2-1 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Wlnnlpeg, Manltoba Drs. H. R. & H. W. TWEED TannUzknar 4 06 TORONTO GENERAL TRUST BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. f PHONE 26 546 WINNIPEG H. A. BERGMAN, K.C. tslenxkur lögfrœöingur Bkrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043
DR. T. GREENBERG Dcntist Hours 10 a.m. to 9 p.m. PHONES: Office 3619« Res. 51 455 Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON Íslenzkír lögfrceöingar 325 MAIN ST. (d ööru gólfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta þriðjudag I hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag DR. A. V. JOHNSON ttlmekur Tannlakntr 212 CURRY BLDG., WINNIPEG Gegnt pösthdsinu Slml 96 210 Heímilis 33 328
DR. B. H. OLSON 216-220 Medical Arta Blds. Cor. Graham or Kennedy 8t«. Phone 21 834—Office timar 4.30-6 HelmlU: 6 8T. JAMES PLACE Wlnnlper. Manltoba J. SMITH Guaranteed Shoe Repairing. First Class Leather and workmanship. Our prices always reasonable. Cor. TORONTO and SARGENT Phone 34137 J. T. THORSON, K.C. talenzkur lögfræöingur 801 Great Weat Perm. Bldg. Phone 92 755
DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sta. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjdkdóma.—Er aB hitta kl. 2.30 til 5.30 e. h. HeimiU: 628 McMILLAN AVE. Talaiml 42 691 DR. L. A. SIGURDSON 729 SHERBROOKE ST. Phone 24 206 Office tímar: 3-6 og 7_8 e. h. Heimili: 102 Home St. ^ Phone 72 409 A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur likklstur og annast um öt- farir. AUur ötbúnaður sá bextl. Ennfremur selur hann allakonar minnlsvarBa og legsteina. Skrifstofu talslmi: 8 6 607 Heimilis talslmi 501 562
Dr. P. H. T. Thorlakson 205 Medlcal Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 213—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 WINNIPEG DRUG COMPANY, LTD. H. D. CAMPBELL Prescription Specialists Cor. PORTAOE AVE. and KENNEDY ST. Winnipeg, Man. Telephone 21 621 - ‘ | G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. Lögfrasöingvr Skrlfst.: 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Maln St., gegnt City Hall Phone 97 024
Dr. A. B. Ingimundson TannUrknir 602 MEDICAL ARTS. BLDG. Slmi 22 296 HelmiUa 46 054 A. C. JOHNSON 907 Confederation Life Bldg. Winnipeg Annast um fastelgnir manna. Tekur aB sér aB ávaxta spariíé fólks. Selur eldsábyrgð og bif- reiða ábyrgðir. Skrlflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 757—Heimaa. 33 328 E. G. Baldwinson, LL.B. Isleniekur iögfrœöingvr Residence Phone 24 206 729 SHERBROOKE ST.
Dr. S. J. Johannesson ViBtalstími 2—6 e. h. 632 8HERBURN 8T.-atmi 36 6TT G. W. MAGNUSSON .V u ddUrknir 41 FURBY STREET Phone 36137 8In?J5 uti semjlð um samtalatlma J. J. SWANSON & CO. LIMITED «01 PARI8 BLDG., WINNIPBO Fasteignasalar. Leigir. höa Ot- vega peningalftn og eidsftbyrgf af bUu tagi. | i 3one 94 221 j >