Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 5
LÖGBEUG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1934. 5 Úr ríki náttúrunnar Við heiÖbláan himinn í Ástralíu svifu tveir örsmáir dílar; þeir hnit- uöu hinga hvor í kring um annan og svifu léttlega um loftiÖ. Þeir nálg- uðust, stækkuÖu, og mátti þá sjá að þetta voru tveir fuglar. Þeir liðu til jarðar ,og vindur hvein við síðústu vængjatökin, áður en þeir settust á lim af visnuðu “coolibah”-tré. Þetta voru tveir ástralskir ernir, mikilfenglegastir fugla af því kyni, i víðri veröld. Þeir eru stórvaxnari en bæði evrópisku og amerísku ern- írnir og þrifast i vissum héruðum í Ástraliu. Þeir mælast 11 fet og g þumlunga milli útþandra vængja og 40 þumlunga frá nefi aftur á stél. Þetta eru tignarlegar skepnur, en þó fyrirlitlega grimmar; hjarta þeirra er hart sem tinna, og dauðinn fylgir fast á eftir, þar sem þeir ná að beita stálbeittum klónum. Karlfuglinn fór á veiðar. Úr 5000 feta hæð sá hann vítt yfir lönd. Tíu mílur í burtu eygði hann sauðahjörð á beit. Á sterkum vængjum sveif hann í áttina niður að bráð sinni, hægði svo flugið og sveif í hringjum yfir hjörðinni meðan hann valdi úr hópnum. Aftast í hjörðinni var ær með viku-gamalt lamb; hún heyrði vængjaþytinn fyrir ofan sig og ærð af hræðslu tók hún undir sig stökk, til að forða sér inn í hjörð- ina. Um tuttugu fet hljóp hún, en svo sneru hún við til að leita að lambinu sínu. Hún horfðist í augu við dauðann. Örninn hafði læst klónum í síðu lítilmagnans. Heljartök hans höfðu dregið allan þrótt úr lambinu, svo það féll til jarðar. ÞaS kiptist til, en gerði þó litla tilraun til að forða sér. Móðirin horfði á þennan leik; hún heyrði hálf-kæft jarm lambsins, og eftir litla stund lá það lifvana á jörðinni. Yfir lambsskrokknum stóð fiðrað ferlíki með hálf-þanda vængi og gapandi nef; í augum þess brann eldur ilsku og græðgi. Móðirin stappaði niður fótunum og blés. Örninn gaf henni engan gaum; hann beygði sig niður, stakk nef- inu inn í lær lambsins og risti í einu upp að lend og gleypti kjötflyksur af því. Hann læsti klónum í bráð sína. spyrnti við jörð og þandi væng- ina til flugs. Með þéttum vængja- tökum bar hann veiði sína heim á leið. Hann flaug nú lægra en að vanda, og leið hans lá yfir smálæk einn. Hrafn átti hreiður sitt í limi “coolibah”-trés, sem stóð á lækjar- bakkanum. Hrafninn er kallaður hræfugl og sorp-æta, en egninn get- ur réttilega brugðiS honum um hug- leysi. Þegar konungur fuglanna flaug þarna yfir, lét hrafninn ekki á sér standa; hann réðist að ernin- um með hatursfullu gargi, hann lagði drumslegu nefinu að ysta liðn- um í arnarvængnum, (samsvarandi úlfnlið manna) þar er örninn veik- astur fyrir. Ef hann aðeins gæti höggvið á liðinn, mundi það lama andstæðinginn. Hrafninn brann af hatri, sem jókst við tilhugsunina um bráð arnarins. Hann rendi sér að erninum, gerði margar atrennur, og oft lá nærri að hann kæmi höggi á arnarvænginn. Hatur hrafnsins magnaðist; hann gerði síðustu árás- ina. Örninn tapaði fluginu augna- blik; barði vængjunum títt, sveif niður á við og náði ■jafnvægi. Undan vængjum hans féll svartur hnoðri, sem sentist í loftköstum að jörðu. Örninn hélt leiðar sinnar. Hrafn- inn hrapaði fimtíu fet, náði fluginu aftur og flaug hljóður til hreiðurs síns; hann hafði íengið nóg af þess- um viðskiftum. Örninn flögraði stundarkorn yfir hreiðri sínu; svo lét hann lamb- skrokkinn falla til jarðar, flaug og settist á trjágrein skamt frá. Þar sat hann og horfði á maka sinn flá lambið með ótrúlegri f imi; hanii sá hann skera holdið frá beinunum, með beittu nefinu. Örninn hristi sig og hóf sig til flugs á ný. Ekki nægði eitt lamb handa fullþroska erni. Hann varð að veiða meira. Hátt í lofti flaug örninn tignarleg- ur, í stórum hringjum, hann var að sjá sem örsmár depill í himinblám- anum. í litlu skógarrjóðri var hjörð af pokadýrum, sem leituðu í forsælu undir trjánum i útjaðri skógarins. Karldýr eitt hafði for- ustu, en rétt á eftir komu tvö hálf- vaxin kvendýr, þau hoppuðu með gleðilátum í humátt á eftir forustu- dýrinu. Þar næst komu tvö full- þroska kvendýr, sem báru ungviði sín i pokum framan á kviðnum, en á eftir þessum kom enn eitt kven- dýr og hoppaði afkvæmi þess við hlið þess. Örninn sveimaði yfir hjörðinni, svo flaug hann lágt með jörðu og rendi sér að ungviðinu, sem var nú örskamt frá móðurinni. Örninn hjó að dýrinu meðan það var á stökki. Án þess að sleppa vængja- tökunum stöðvaðist hann augnablik á herðum dýrsins; svo f laug hann og settist upp í tré skamt frá. Hann hafði gert það sem duga átti. Nú beið hann. Pokadýrið hoppaði á- fram, snerist nokkrum sinnum hringinn í kringum sjálft sig, og féll svo til jarðar í dauðateygjunum. Örninn hafði lagt nefinu gegnum hryggjarliSinn og skorið sundur jnænuna. Örninn flaug þunglamalega burtu að lokinni máltíð. Á jörðinni láu sundurtættar leifar af dýrinu. Það var rifið á hol, sem er víst merki arn- arins. Holdið var rifið af öðrum bógnum svo skein í hvítt og gljáandi beinið. Örninn fæddist á pokadýrs- skrokknum alt að viku tíma. Hrafn- ar og aðrir hræfuglar sóttu einnig að skrokknum, en þegar konungur fuglanna settist að máltíðum, dróu aðrir fuglar sig í hlé. Örninn kom SAXI I HÖNDUM Kuldablöðrur og Frostbólga Læknast fljótt með Zam-Buk Ointment 50c Medicinal Soap 25c reglulega þar til aðeins voru ber beinin eftir.— Örninn flaug vítt yfir lönd. Á ferS sinni sá hann sauðahjörð á beit á sléttu nokkurri; aftast í hjörðinni var sauður einn haltur. Öminn flaug í kringum sauðinn, og stundum svo nærri að hann snart hann með vængjunum. Sauðurinn kastaði höfðinu aftur á bak, hljóp og stefndi inn í miðja hjörðina. Þungi lagðist á hann og klær, beittar sem stál, læst- ust um lendar hans. Örninn hjó nefinu inn úr ull og skinni, inn í lifandi holdið. Álengdar kom maður hlaupandi og hrópaði hátt. Örninn skotraði augunum í áttina til mannsins, eins og hann mældi fjarlægðina; svo hjó hann nefinu 1 síSu kindarinnar og dró út innýflin. Blóð slettist um höfuð arnarins; hann reif og gleypti stórt flykki af holdinu. Maðuinn nálgaðist. Örninn fjar- lægðist bráð sína, sem honum fanst hann þó hafa unmð til. Þegar fugl- inn hófst til flugs sást eldblossi og hvellur kvað við. Höglin dundu á erninum, en f jaðra-brynjan hans var sterk, hún gat varið hann fyrir kúlu úr .22 riffli á 80 metra færi. En erninum var nú nóg boðið; hann flaug á brott. Næsta dag kom örninn þangað sem sauðurinn lá. Örninn vitjar ætíð bráSar sinnar. Hann sveif yfir sauð- arskrokknum. Hrafnar görguðu að honum, en niðri á jörðunni sátu þrir fálkar að máltíð. Örninn settist hjá skrokknum. Hrafn einn var þar nálægt, dauðveikur. Þegar örninn kom hörfuðu fálkarnir frá; þeir riðuðu á fótunum. Örninn nálgaðist dauðu kindina. Skrokkurinn hafði verið rifinn sundur og hinir matar- meiri hlutar hans láu nú vel við snæðingi. ASrir fuglar höfðu fen£- ið sér bita. Örninn var ekki mat- vandur; hann reif í sig af mikilli græðgi. Þegar hann hafði étið um stund varð hann skyndilega dauðþyrstur. Það var sem innýfli hans loguðu. Það má vera að hann hafi fundið ramt bragð af kjötinu, en ef svo var þá gaf hann því lítinn gaum. Hann át nú með enn meiri áfergju en áð- ur; hann ætlaði aS seðja hungur sitt áður en hann fengi sér að drekka. Álengdar láu fálkarnir þrír, dauðir, en örninn tók ekki eftir þeim. Hann 'sneri frá bráð sinni; hann tapaði valdi yfir hreyfingum sinum, og taugakippir fóru um allan líkam- ann. Það var sem eldur brynni ’ú iðrum hans. Hann várð að ná til vatns. Hann reyndi að hefja sig til flugs, en vængirnir kiptust til hálf máttvana. Örninn var ekki hræddur, en nú greip hann hamslaus reiði. Hann barði vængjunum ákaft og þyrlaði upp rykinu. Annað æðis. kast kom á hann ; hann kastaSist upp í loftið og féll svo niður á bakið. Þarna lá hann með útbreidda vængi, hristi nefið og sparkaði með fótun- um út i loftið,—hann lá hreyfingar- laus og örendur. “Einum færra,” sagði maður, sem beygði sig niður og skar klærnar af erninum. Hann hafði eitrað fyrir örninn, í sauðarskrokknum. Þýtt úr Rcarders’ Digest. x. SKIPASTÓLL íslenzkur telur hagstofan að hafi verið þessi árið 1933: 83 gufuskip, 611 mótorskip og 4 seglskip, eða samtals 698 skip, 40,114 tonn brúttó. Fækkað hafði á árinu um 2 gufu- skip og 9 mótorskip, eða alls um 11 skip, en þrátt fyrir það hafði tonna- tala þó aukist um rúmlega 1,000 tonn. Koni það til af því að á ár- inu bættust skipastólnum tvö allstór gufuskip til farmflutnings. Var annað þeirra “Edda”, er strandaði við Hornaf jörð um daginn.—Dagur. Ur bænum Mr. og Mrs. Grímur Sigurdsson frá Foam Lake, Sask., komu til borgarinnar á laugardagsmorguninn. Hr. Sigurður Skagfield syngur í Auditorium á þriðjudagskveldið kemur í sambandi við Automobile sýninguna. Söngnum verður út- varpað frá Richardsons stöðinni. Takið eftir auglýsingu blaðsins um þau kostaboð, sem nýir kaup- endur eiga völ á. Auglýsingunni hefir verið breytt ofurlítið og ættu þeir, sem henni vilja sinna, að lesa hana nákvæmlega. Gabríel Gabrielsson frá Leslie var einn í hópnum, sem kom frá Vatna- bygðum í Saskatchewan á laugar- daginn. Jón Sigurðsson félagið, I.O.D.E., heldur bridge drive og dans á mánu- daginn 12. marz, kl. 8 e. h. Gjafir tiLBetel Ónefnd kona í Hólabygð, Sask.....................$ 1.00 Áheit frá ónefndri, Minnesota 5.00 Vinur á Gimli .............. 20.00 Miss E. Sanford, Winnipeg 5.00 Miss Margrét Vigfússon, Gimli, 1 Mirror og Electric Iron. Mrs. N. O. Bjerring, Gimli, 1 tylft teskeiðar. Dr. og Mrs. B. J. Brandson, Wpg. 16 pd. turkey. Innilega þakkað, 7. Jóhatmesson, féh. 675 McDermot, Wpg. Kennarar og nemendur Jóns Bjarnasonar skóla efna til samkomu i samkomusal Fyrstu lútersku kirkju á Victor St., á þriðjudaginn í næstu viku (13. þ. m.). Samkoman hefst kl. 8 að kvöldinu. Til skemtunar erður söngur og leikur; Mr. Harald J. Stephenson flytur ávarp í sam- bandi við leikinn. Aðgangur er 25 cents. Góðgjörðir veittar öllum, sem koma. Menn mega eiga von á góðri og fjölbreyttri skemtun. Nokkrar greinar hafa borist blað- inu, sem ekki var kostur á að birta að þessu sinni. Þær birtast í næsta blaði. Mrs. C. P. Paulson frá Gimli, Man., kom til borgarinnar í vikunni, og dvelur hér nokkra daga. Hin árlega Betel-samkoma var haldin siðasta fimtucjagskvöld í Fyrstu lútersku kirkju. Dr. B. J. Brandson stýrði samkomunni. Sam- koman var allvel sótt og hin skemti- legasta. Maryland Quartette söng mörg lög og tókust flest vel. Mr. Pálmi Pálmason lék á fiðlu af mik- illi snild, og Miss Valdine Conde spilaði á piano. Hún er enn barn- ung, en gædd sérstökum hæfileikum á þessu sviði. Miss Beth Hunter skemti með upplestri. Ágætar veit- ingar voru fram bornar í fundarsal kirkjunnar á eftir. Nýárskveðja til kristniboðsvina Það er alveg óhætt að gera ráð fyrir því, að margir kristniboðar í Kína byrji ársskýrslu sína að þessu sinni með þeirri staðhæfingu,»að liðið ár hafi veriS blessunarríkasta og að öllu leyti ánægjulegasta árið þeirra í þjónustu kristniboðsins. Það verður sannað með tölum, að sett hafa verið ný met hvað ytra gengi snertir; t. d. voru liðuglega 50 manns fullorðinna skírðir í kalli kristniboða ykkar, eða helaiingi fleiri en 1932. En trúarvakning- arnar víða um land, (innan safnað- anna einkanlega), bera það með sér að kristindómurinn hefir fest rætur í hjörtum ótal manna hér til lands. Fleiri menn munu nú sanfærðir um það en nokkru sinni fyr, að sigur kristnu trúarinnar er eina framtíð- arvon þessa elzta og mesta þjóðfé- lags heimsins. Það varð ekki okkar starfi að sök þótt bændaherirnir, eða varðsveitir Kveld-dýrð 1 eimlestar sæti sat eg er sólin í vestri hneig sem lifandi glóhærð gyðja, svo guðlega fagureyg. Hún fléttaði ljósa lokka um leið og hún kvaddi hljótt, og skrifaði á skóg og engi að skilnaði: “Góða nótt!M Og drevmandi lagðist Dagur í dúnmjúka Ránar sæng; um hláloftið nóttin breiddi sinn blessandi hvíldar væng. Og himininn öllu ofar eg eygði sem helgan vörð; svo alskygn og friðar fagur hann faðmaði þreytta jörð. Mér heiðríkja bjó í huga, eg horfði’ út í víðan geim; sem lifandi, léttur fákur var lestin, sem har mig heim. Við sjálfan mig hljótt eg sagði. —‘því sælan var þúsundföld— “Hve dýrðlegur var þe&si dagur! Hvað drottinn er góður í kvöld! ’ * Sig. Júl. Jóhannesson. þorpanna, berðust innbyrðis aðeins örfáa kílómetra fyrir sunnan bæinn. Einn læknanna frá sjúkrahúsi okk- ar í Laohokow, var þá hér um tíma, og haf ði um 150 særðra manna und- ir hendi. Lækningastofu er nýbúið að opna hér á stöðinni; norski lækn- irinn verður hér tvo mánuðina fyrstu, en svo mun hjúkrunarkona taka við því verki, og læknirinn koma að eins við og við. Samkomu- salur er við hliðina á lækningastof- unni, en kínverskum trúboða hefir verið falið að tala þar máli Krists bæði á hátíðlegum samkomum og í einkasamtali. við menn. Alls hafa verið haldin 12 trúar- bragðanámskeið fyrir trúnema, en síasta námskeiðið byrjaSi hér á aðalstöðinni þriðja dag jóla. Á því námskeiði eru alls 53 ungra manna frá útstöðvunum; aðalnáms- greinir eru kver og biblíusögur, og nokkrar námsgreinir efstu bekkja barnaskólans. Héðan ganga 8 ungl- ingar í æskulýðsskólann á nágranna- stöðinni í Nanyang, og verða þar í 6 mánuði. Von er um að sumir þeirra séu trúboðaefni og fari síðar í biblíuskóla. Starf hefir verið hafið á tveimur útstöðvum, sem lengi lágu í eyði sakir ræningja-óeirða, og má þá heita að verk trúboðanna í þessu umdæmi sé nú loks komið í líkt horf og þegar gengi þess var mest, nfl. fyrir stjórnarbyltinguna 1927. Pré- dikunarstöðvar eru í fjórum stærstu þorpunum og reglugundnar sam- komur því haldnar á viku fresti á alls ellefu stöðum. Námskeiðun- um hefir venjulega verið lokið með nokkurra daga vakningasamkom- um. Sú trúarhreyfing, sem hér byrj- aði fyrir tveimur árum, virðist ekki hafa náð hámarki sínu enn þá. Sam- komur eru svo vel sóttar að alstaðar er húsfyllir, og gildir einu hvort heldur er á virkum dögum eða helg- um, siðla dags eða árlegis. En fá- fræði manna í trúarefnum tefur fyr- ir komu Guðs rikis hér, öllu öðru fremur, því að svo mikil rækt lögð við námskeiðin. Hér á stöðinni hefir verið biblíu- skóli tvö undanfarin ár fyrir kín- verska kventrúboða, en skólastýran er norsk kenslukona. Þessum skóla verður sagt upp í næsta mánuði, en nemendurnir flestir hafa áður tekið virkan þátt í trúboðinu, og verður félagi okkar nú mikill liðsauki að þeim. Kristniboði ykkar hefir sjaldan verið heima frá því er við komum heim úr sumarleyinu og til jóla. En degi siðar en þetta er skrifað verð- ur hann lagður af stað í langferða- lag og gerir ráð fyrir að vera að heiman i 3 mánuði. Eg hefi lofað að halda samkomur á nokkrum kristniboðsstöðvum í öðru héraði; fer þangað fótgangandi og verð, þrjár vikur á leiðinni. Með kærri kveðju okkar hjóna og einlægum blessunaróskum, Herborg og Ólafur Ólafsson. Tengchow, Honan, China, 12. janúar, 1934. Have< ’GOODGARDEN 1 tyentijcfEw* uthinq Fresh- M/ 'j&U g Overstze PacAe AYDENSE Onl'l 3-4' edsj PER PACKET iO* Meira en 150,000 ánægðir viS- skiftavinir 3ÖnnuSu aftur, áriS sem leiS, aS McFayden fræiS er þaS bezta. Margir höfSu áSur borgaS 5 til 10 cents fyrir pakk- ann og héldu aS minna mætti ekki borga til aS fá gott útsæSi. Nú er óþarfi aS borga meira en 2%, 3, eSa 4 cents fyrir flestar teg- undir af fræi. Lágt verS eru þó ekki beztu meSmælin meS McFayden fræinu, heldur gæSi þess. FrækorniS er lifandi, og því fyr sem þaS kemst til þeirra, sem þaS nota, þess betur vex þaS og dafnar. Breytingar á útsæSislögum heimta ,nú aS útsæSi sé merkt meS ártali og mánaSardegi. petta gerSi okkur ekkert. Alt okkar útsæSi er nýtt. Ef aS McFayden fræiS væri sent til kaupmanna í stórum kössum, þá ættum vér jafnan mikiS af bví fyrirliggjandi á hverju sumri. Ef svo þessu fræi væri hent, myndum viS skaSast og yrSum þvl aS hækka verSiS á útsæSisfræi okkar. Ef viS aftur á móti geymdum þaS, yrSi þaS orSiS gamalt næsta vor, en gamalt fræ viljum vér ekki selja. pess vegna seljum vér fræiS beint til ykkar. BIG 25c Seed Special TIu pakkar af fullri stærS, frá 5 til 10 centa virSi, fást fyrir 25 cents, og þér fáiS 2 5 centin til baka meS fyrstu pöntun gegn “refund cou- pon,” sem hægt er aS borga meS næstu pöntun, hún sendist meS þessu safni. SendiS peninga, þó má senda frlmerki. Safn þetta er falleg gj8f; kostar lltiS, en gefur mikla uppskeru. PantiS garS- fræ ySar strax; þér þurfiS þeirra meS hvort sem er. McFayden hefir veriS bezta félagiS slSan 1910. NEW-TESTED SEED Hvery Packet Dated BEETS—Detroit Dark Red % oc. Sows 23 ft. of row. CARROTS—Chantenay Half Long % oz. Sows 25 ft. of row. CUCUMBER—Early Fortune, % oz. sufficient for 100 plants. LETTUCE—Grand Rapids, % oz. Sows 50 ft. of row. ONION—White Portugals Silver Skin % oz. Sows 15 ft. of row ONION—Yellow Globe Danvers, % oz. Sows 15 ft. of row. PARSNIP—Sarly hort Round, 14 oz. Sows 40 ft. of row. RADISH—French Breakfast, 14 oz. Sows 25 ft. of row. SWEDE TURNIP — Canadian Gem„ % oz. Sows 75 ft. of row. TURNIP—Wihte Summer Table, % oz. Sows 50 ft. of row. pað nýjasta og ðezta. peir, sem vilja það nýjasta og bezta vilja eflaust kynria sér nýpustu teg- undir af Sweet Corn, Early Beans og Stringless Beans, sem búnað- arskóli Manitoba hefir ræktað og reynst hefir oss ágætlega. GEFINS—Klippið út þessa aug- lýsingu og fáið stóran pakka af fallegasta blómafræi gefins. Mikill spamaður í þvi að senda sameiginlegar pantanir. McFayden Seed Co. Winnipeg ijSií/A Ein fimm punda f ata varnar heilu hlassi frá skemdum Á hverju ári er innihaldi mörg hundr- uð járnbrautavagna fleygt vegna myglu. Þennan skaða má varast með því að þvo útsæðið úr Standard Formaldehyde blöndu. Notið ætíð Standard Formaldehyde. Það kostar aðeins litla fyrirhöfn, en varnar því, að uppskeran eyðileggist. Pantið það frá kaupmanni yðar. Standard Pormaldehyde mœtir 'óllum ákvccðum Pest Control laganna. 4 standard ^RmaldehypI & too per cent Effective Drepur myglu Látið ekki Formalde hyde fara til spillis. Lítill mælír kostar aðeins 5 cents hjá kaupmanninum. 14!*-w ASK YOUR DEALER STANDARD CHEMICAL CO. LTD. Montreal WINNIPEC Toronto \

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.