Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR FRÁ ÍSLANDI HELGI SIGURÐSSON verkfræÖingur hefir verið ráÖinn deildarverkfræðingur undir yfir- stjórn bæjarverkfræðings, til þess aÖ hafa á hendi verklega stjórn vatns- og hitaveitunnar. Biyr j unarlaun hans eru ákveÖin kr. 550.00 á mán- uði. BORGARRIT ARI Jón Þorláksson borgarstjóri flyt- ur frumvarp til viðauka við sam- þykt um stjórn bæjarmálefna Reykjavíkur. í frumvarpi þessu er gert ráð fyrir nýju embætti, þ. e. borgarritara, er gegni störfum borgarstjóra í forföllum hans. “Borgarritari annast og daglegar afgreiðslur fyrir hönd borgarstjóra,” segir í frumvarpinu. Borgaritari skal og hafa yfirumsjón með inn- heimtu fyrir bæinn og flytja mál bæjarins fyrir undirrétti.—N. dagbl. UM FATÆKRA LÆKNISST ÖÐINA hafa sótt læknarnir Bragi Ólafsson, Árni Pétursson, Halldór Stefáns- son, Sveinn Gunnarsson, Kristín Ólafsdóttir, Daníel V. Fjeldsted, Jón Kristjánsson, Bergsveinn Ól- afsson og Kristinn Bjarnason. Bæj- arstjórnin ræður hver ráðinn verð- ur.—N. dagbl. SKJALDARGLIMA “Ármanns” var háð í Reykjavík 7. febr., í 22. sinn. Keppendur voru sjö að þessu sinni. Skjöldinn vann Lárus Salómonsson. Er þetta í þriðja sinn í röð er hann vinnur skjöldinn og hefir því fengið hann til eignar. Fjórum sinnum hefir Ármannsskjöldur alls verið unninn til eignar, tvisvar af Sigurjóni Pét- ursyni, einu sinni af Sigurði Thor- arensen og einu sinni af Lárusi Salómonssyni.—Dagur. ELDSVOÐII HOSAVIK Húsavík 13. febr. Eldur kom upp í kembivélahúsi Kaupfélags Þingeyinga kl. 1 í dag. Húsið var mannlaust, en menn urðu fljótt varir við eldinn, og slökkvi- liðið kom þegar á vettvang, og tókst því að slökkva eldinn. Skemdir urðu ekki miklar. Málið er í rann- sókn.—Mbl. FISKOTFL UTNING URINN Óseld eru nú í landinu um 6,300 tonn af fyrra árs afla. En verið er að leigja ]orj ú skip til útflutnings á þeim afla, svo telja má, að allur fiskur fyrra árs verði farinn og seld- ur> þegar fiskur frá næstu vertíð verður markaðshæfur. Hefir fisk- veðið haldist óbreytt. Óvenjuleg vandkvæði á verkun saltfisksins hér á landi árið sem leið, hefir torveldað sölu hins mikla afla. Aðalorsakir voru hinir illræmdu ó- þurkar hér sunnanlands, og óvenju- legir hitar fyrir norðan.—Mbl. LINUBYSSUR hefir Kveldúlfur keypt handa öllum togurum sínum. Ennfremur hafa togararnir Max Pemberton, Garðar og Surprise fengið línubysur. Esjan sömuleiðis, og pöntuð hefir verið Hnubyssa handa Súðinni. Alliance hefir pantað línubyssur handa öllum togurum sínum. Það er ekki lagaleg skylda að hafa þessar byssur um borð, en hver skipaeigandi ætti að telja það borgaralega skyldu sína, að láta skip sín hafa þær, því að þar með er öryggið á sjónum aukið mjök mikið.—Mbl. SATTMALASJÓD UR Úr hinum danska hluta hans verða nú veittar 20 þús. kr. samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins: til þess að treysta menningarsamband íslands og Danmerkur; til eflingar íslenzk- um rannsóknum og vísindum; til styrktar íslenzkurn námsmönnum. Styrkur er veittur til sérnáms og al- mennrar fræðslu (þar á meðal til ferðalaga, dvalar við lýðháskóla o. s. frv.) til útgáfu vísindarita og fræðirita o. fl.—Mbl. OTFLUTNINGUR íslenzkra afurða nam í janúar 3,041,600 krónum og er það 1,160,- 200 kr. meira heldur en á sama tíma i fyrra, og er það ekki vegna þess að útflutningur hafi verið meiri, heldur hefir vöruverð verið þetta hærra. Þó hefir nú verið flutt út fryst síld fyrir 23,670 krónur en engin í fyrra og eins rotuð skinn fyrir 12,660 kr., en engin í fyrra. ísfiskútflutningur hefir verið um þriðjungi minni en í fyrra, en þó hafa fengist um 146 þús. kr. meira fyrir fiskinn núna. Ullarútflutn- ingur hefir verið miklu meiri en í fyrra, svo nemur nær 19 þús. krón- um.—Mbl. balfaraféla GIÐ hefir tekið að sér að hafa forgöngu í því sjálfsagða menningarmáli að koma hér upp bálstofu sem allra fyrst. Skorar það á alla hugsandi menn að styðja þetta mál með því að ganga í félagið. Árgjald er 3 krónur, en æfigjald 25. kr.—Mbl. MALAFERLI OT AF ISLENSKUM SALTFISKI Fyrir nokkru stefndi spanska firmað Rovira Vallhonrat í Barce- lona “De private Assurandörer” i Kaupmannahöfn fyrir Sö- og Handelsretten og kröfðust 100,000 króna skaðabóta fyrir skemdan salt- fisk, sem þetta firma hafði vátrygt. Fiskur þessi var sendur frá Ak- ureyri 31. janúar 1931, með norska flutningaskipinu “Karen” frá Haugasundi og var vátrygður fyrir 200,000 krónur. Skipið fékk áfall á leiðinni og varð að leita inn til Belfast. Þar var farminum skipað á land og gert við skipið. Þegar fiskurinn var tekinn upp úr skipinu kom í ljós að hann var meira og minna skemdur, sennilega af sjó. Eftir viðgerðina var óskemda fisk- inum skipað út aftur og skipið hélt áfram til Barcelona, skilaði þar af sér þeim 6,000 pökkum, sem spanska firmað átti að fá og hélt svo áfram til Italíu. Þar skipaði það upp 16,000 pökkum, og segir vá- tryggingarfirmað, að þeir hafi mátt heita óskemdir.—Mbl. “MADUR OG KONA” hefir nú verið sýnt 20 sinnum, alt af fyrir fullu húsi, og verður sýnt í 21. sinn annað kvöld. Er þetta langtum meiri sýningarfjöldi á jafn skömmum tíma, en þekst hefir hér áður, og ber ótvíræðan vott um hver ítök hið vinsæla skáldverk Jóns Thoroddsens á hjá fólki. —Mbl. 14. febr. GJALDÞROT telur hagstofan að hafi orðið hér á landi 24 alls, árið sem leið, gegn 39 árið 1932. Af þeim voru 10 í Reykjavík en 6 í öðrum kaupstöðum landsins. Að 5 gjaldþrotunum stóðu hlutafélög, en samvinnufélög aðeins að einu.—Dagur. I WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 8. MARZ 1934 NÚMER 10 CUNARD-WUITE STAR LTD. Bresku eimskipafélögin Cunard og White Star hafa sameinast. Hið nýja félag verður kallað Cunard- White Star Ltd., og verður eitt stærsta félag þeirrar tegundar, í heimi. Breska stjórnin gaf samþykki sitt við þessari ráðstöfun, og veitti um leið 3 miljónir sterlingspunda til að Cunard gæti lokið við hið risava»na skip sitt, seni' hálfgert hefir staðið í skipakvíum við Clyde-ána. Skip þetta verður hið stærsta sem enn hefir verið bygt, eða 73,000 smá- lestir. Skipastóll þessa nýja félags verður 25 hafskip, að burðarmagni 615,000 smálestir. Hugmyndin með samsteypu þess- ari mun vera sú að tryggja Bretum sem bezta afstöðu i samkepninni við aðrar þjóðir um sjóflutninga. Síðastliðin ár hafa stórþjóðirnar kepst um að eiga sem: hraðskreiðust skip til Atlantshafs ferða. Fyrir tveim árum voru þýsku skipin Brem- en og Europa hraðskreiðust. Árið, sem leið varð ítalska hafskipið Rex fljótast í förum milli Evrópu og Ameriku. Næsta ár verður Nor- mandie, sem Frákkar hafa í smíð- um, að líkindum enn hraðskreiðara en Rex, og þegar Bretar tj úka við Cunard-báknið, verða þeir, um hríð að rninsta kosti, öðrum fremri i þessu tilliti. GLÆPAMAÐUR BRÝST ÚR VARÐHALDI Einn illræmdasti glæpamannafor- ingi Bandaríkjanna, John Dillinger, slapp úr fangelsi í Crown Point í Tndiana, á laugardaginn var. Dillinger er sagður að hafa drep- ið.marga menn og rænt ótal banka um æfina. Llann er maður ungur og vel hraustur, hugaður og djarfur, en hið mesta illmenni. Hafði hann náð í trjábút og teglt hann til svo að hann verð í laginu eins og skammbyssa, ef fljótt var á litið. Dillinger komst einhvern veg- inn úr klefa sínum. Eftir það hræddi hann alla fangaverði, sem urðu á vegi hans, með byssunni, rak þá inn í klefana og læsti þá inni. Síðan náði hann í bíl og ók burtu. Með honum fór svertingi nokkur, sem dæmdur hafði verið til lifstíðar fangavistar, og tveir menn aðrir, sem neyddir voru til fararinnar. Þessum tveimur slepti Dillinger eft- ir litla stund, en til hans sjálfs og svertingjans hefir ekki enn spurst. Þykir Bandaríkjamönnum það hin mesta skömm að illvirki þessi skyldi látinn sleppa úr varðhaldi. OLYMPISKU LEIKIRNIR Olympisku leikirnir verða vænt- anlega háðir í Berlín 1936. Eru Þjóðverjar óðum að undirbúa sig, og farnir að leggja út skeiðvöllinn nú þegar. Á hann að jafnast á við þann, sem gerður var í Los' Angeles r932> °g talinn var sá fullkomnasti sem þektur hefir verið. Þykir það mikill vandi að gera hann svo að vel sé. Hann þarf að vera renni- sléttur og grjótharður, svo að engum I 1 snúist fótur, og svo að ekki verði sleipt í spori. Þá er búið að velja skíðahlaupunum stað, á fjalli einu, og er það ætlun manna, að þar megi gera skíðabraut svo góða, að takast megi að stökkva þar 300 fet. Að þvi marki hefir verið kept í mörg ár, en enginn komist nær en 282 fet. Norðmenn eru allra manna færastir i þessari fögru iþrótt, sem nú er að ná miklum vinsældum hér í álfu. iinefaleikar ftalinn Primo Carnera, sem nú er talinn mesti hnefaleikari heimsins, kepti við Bandaríkjamanninn Lou- ghran á íöstudagskvöldið var, í Miami Florida. Carnera bar sigur úr býtum í þess- ari viðureign og heldur því enn meistara-nafnbót sinni. Áhorfendur borguðu um 50,000 dollara til að sjá menn þessa berjast og var það mjög lítið, hjá því sem oft hefir verið. ftalinn er tröll að vexti. Hann er 6 fet og 7 þumlungar á hæð og veg- ur 266 pund. Var hann 86 pundum þyngri en Loughran. Þrátt fyrir mikinn vaxtar- og kraftamun, tókst risanum ekki að leggja hinn að velli algjörlega. Samt var Loughran nokkuð meiddur en Carnera var aldrei í hættu. Þeir börðust í 45 mínútur, eins og reglugjörðin mæl- ir fyrir, þegar kept er um heims- meistara nafnbót í hnefaleik. FRA FRAKKLANDI Lítið gerist nú um stórtíðindi á Frakklandi. Gaston Doumergue, sem falið var að mynda stjórn, eftir fall Daladiers, er enn við völd. Stjórn hans hefir tekist að koma á friði í landinu eftir uppþotin í París snemma í febrúar, og virðist þingið vera fylgispakt við nýja ráðherrann, hvað lengi sem það endist. Doumergue heimtaði af þinginu, að sér væri gefið vald til að semja um tollmálin við aðrar þjóðir, þeg- ar nauðsyn krefði, og einnig leyft að hækka eða afnema tolla að þing- inu forspurðu. Þingmenn, féllust loks á þessa ráðstöfun og sýnir það, betur en nokkuð annað, hve smeikir þeir eru. Rannsókninni á Stavisky hneyksl- inu heldur enn áf ram, en lítið virð- ist skýrast því viðvikjandi, enn sem komið er. Svo mikið er þó sannað, að flestir stjórnmálamenn Frakka eru á einhvern hátt við þessi fjár- svik riðnir. Líklega hefir þeim þó flestum verið ókunnugt um, að Sta- visky væri annar eins svikari og nú er á daginn komið. Það hrvðjulegasta í þessu máli er þó morð dómarans, Albert Prince. Þessi maður var sagður öllum brell- um Staviskys nákunnugur, og hafði í fórum sínum ýms skjöl, sem óefað hefðu reynst merk gögn í málum þessutn. Dag nokkurn í vikunni sem leið var dómarintt gintur burt fra heimili sínu; og sama kvöld fanst lik hans, hryllilega útleikið, á járn- brautarteinum skamt frá smáþorpi einu. Þetta gerðist daginn áður en Prince átti að bera vitni fyrir rann- sóknarnefnd þingsins í París. Stórveldin auka herskipaflota sína Nú sem stendur virðist ólíklegt að samkomulag náist með stórþjóðun- um, um takmörkun herbúnaðar. Bretar, sem gjarnan vildu minka flota sinn, smám saman, þora það ekki, eins og sakir standa. Flota- ráðið hefir nú lagt fyrir enska þing- ið frumvarp um $282,750,000 f jár- veitingu. Með fé þessu á að byggja 4 herskip og 20 smærri skip. Flot- inn eykst ekkert, samt sem áður, því árlega verður að taka frá notkun elstu skipin. Þá er í ráði að bæta 2,033 mönnum við sjóliðið. Bandaríkin hafa einnig í hyggju að styrkja flota sinn til muna. Frakkar hafa í smíðum bryndreka afarstóran, Dunkerque, eitt smærra skip (cruiser) og tvo kafbáta. Italir, sem hræðast franska flot- ann, munu ætla sér að byggja nýjan bryndreka, jafn stóran Dunkerque. Keppa stórveldin þannig hvert við annað og verður ekki séð hvað af því kann að hliótast. Bandaríkjastjórnin að kaupa jarðir af bœndum Eitt af því, sem Roosevelt forseti vill koma í framkvæmd er að leggja í eyði stórar spildur af landi, sem svo er illa fallið til ræktunar að bændur geta ekki með góðu móti framfleytt sér og sínum. Hefir nú komið til tals að stjórnin kaupi 20 til 40 miljón ekrur af þessu ófrjóa landi, og verða þá bændur að flytja sig búferlum til betri héraða. Með þessari ráðstöfun yrðu heil- ar sveitir lagðar í eyði en aðrar myndu byggjast í staðinn, þar sem landgæði eru meiri. Stjórnin myndi eflaust sjá þeim bændum fyrir landrými, sem flytja vilja, og hjálpa þeim að setja sig niður aftur. Þessi hugmynd er talin skynsam- leg og góð, en oft mun það reynast erfitt að koma bændum til að yfir- gefa jarðir sínar, þótt þær séu bæði smáar og lélegar. En geti stjórnin boðið nógu góð kjör, er ekki ómögu- legt að þetta geti tekist. SAMBANDSÞINGIÐ Frá Sambandsþinginu er lítið að frétta. Stjórnarandstæðingar hafa borið fram nokkur frumvörp til laga og hafa þau öll verið feld. Frjálsylndi flokkurinn gerði tillögu um að Canada fengi sérstakt flagg, í stað Breta fána. Sú tillaga var feld. Sömuleiðis fár um tillögur Heaps og Woodsworth um breyt- ingu á innflytjendalögunum. Nefndin, sem kosin var til að rannsaka atvinnumálin, heldur á- fram starfi sínu, og hefir þegar grafið upp ýmislegt, sem áður var á huldu. Hefir nefndin sannað að lámarks kaupgjaldslögin eru að engu höfð í austurfylkjunum, og vinna margir fyrir sama sem engu kaupi. Lögunum er ekki framfylgt, eða þá svo slælega að til athlægis er orðið. Til dæmis er sagt að skó- smiður í smáþorpi einu í Quebec hafi verið sektaður 10 dollara fyrir að borga ungum stúlkum, sem fyrir hann unnu, $1.50 fyrir 75 klst. vinnu, eða 2 cent á tímann. FRA FYLKISÞINGINU Þingið hefir nú fjárlagafrum- varpið til íhugunar, og hafa enn engar breytingar verið gerðar á því. Lögin utn takmörkun hveitifram- leiðslú verða lögð fyrir þingið bráð- lega. Búist er við að engin tilraun verði gjörð til að takmarka sáningu, en ekki mun Canada leyft að selja meira hveiti úr landinu, en ákveðið er í Lundúnasamningnum. Ur bænum Hið nýstofnaða Ungmennafélag Fyrsta lúterska safnaðar virðist ætla að fara vel af stað. Hefir það ráð- ist i að gefa út ofurlítið mánaðar- blað, og er fyrsta tölublaðið nýkom- ið (marz-blaðið). Þetta litla blað er hið snotrasta og hefir inni að halda ýmsar fréttir, sem félagsmenn varða. Forseti félagsins, Mr. A. V. Johnson, skrifar inngangsorð, og Dr. B.. B. Jónsson ritar stutt ávarp til yngra fólksins. í blaðinu er snoturlega rituð grein, “Iceland is Brought to the Screen.” Hún er um íslenzkar myndir, sem sýndar voru á einu leikhúsi borgarinnar, vik una sem leið. Mr. Sig. Bardal var kosinn ritstjóri blaðsins en Vera Johannsson og Ingi Stefánsson hon- um til aðstoðar. Eins og skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu ætla nokkrir nem- endur Jóns Bjarnasonar skóla að sýna leikrit John Masefields, “The Locked Chest,” í samkomusal Fyrstu lútersku kirkju, 13. marz, kl. 8. Leikurinn, sem bygður er á atburð- um úr Laxdæla sögu, er í einum þætti. Hann er hinn skemtilegasti aflestrar. Miss Beatrice Gislason hefir æft leikflokkinn. Leikendur allir koma fram í þeirrar tíðar bún- ingum og verður eflaust mörgum forvitni á að sjá leiksýningu þessa. Um fiskimál I síðasta tölublaði “Lögbergs” og sömuleiðis í ensku blöðunum, hafa borist fréttir um innflutningsbann á fiski til Bandaríkjanna, sem Senator Bland frá Virginia, virðist eiga frumkvæði að. Mér þykir líklegt að þessar fréttir hafi valdið alvarlegum hugsunum, sérstaklegahjá fólki, sem stundar fiskiveiðar í þessu landi. Margir hafa leitast fyrir um upp- lýsingar hjá mér, i þessu sambandi. Þessi lagagrein, sem senator Bland hygst að koma í gildi er gömul og hefir verið uppvakin af einhverjum, sem lítið skyn virðist bera á málið, það, hvort fiskur frá Canada virki- leka komi í bága við sölu og verð fiskjar þar syðra. Eg álít að þessi tillaga fái ekki þann stuðning, sem hún þarfnast til að öðlast gildi. og álít eg að fiskimenn þurfi ekki að bera kvíðboga fyrir þessu. Strax þegar mér barst afrit af þessari tillögu þóttist eg sjá að nauð- syn væri að veita þessu máli at- hygli. Eg hafði tal af ráðherra fiskimálanna í Manitoba, og fullviss- aði hann mig um, að þótt þeir ótt- uðust ekki framgöngu frumvarps- ins, þá myndu þeir gera alt, sem í þeirra (stjórnarinnar) valdi stæði, til að stemma stigu við framgangi þess. Sömuleiðis væri það nú þegar alvarlega tekið fyrir í Ottawa. Þar næst skrifaði eg allmörgum við- skiftafélögum minum í Bandarikj- unum, sem kaupa mikið af fiski frá þessu fylki, og benti þeim á að nauð- syn væri að þeir mótmæltu þessari tillögu, og hefi eg þegar fengið bréf frá flestum beirra, sem hljóða svipað því, sem hér fylgir: Gentlemen: Att: G. F. Jonasson In receipt of your letter and with refenence to the bill of Mr. Bland, we are taking this up with our con- gressman in our district. This man evidently does not know much about the fish business, or he would not be as radical as to pre- sent a bill like this to the House of Representatives. Trusting this bill will be killed, we remain Yours respectfully, H. LEVY. Þingmaður okkar, Skúli Sigfús- son, símaði mér í dag að stjórnin hafi samþykt framlenging á vertíð- inni, þar til 24. þ. m.; það er að segja svo framarlega að sala og verð á fiski haldist, en annars þar til að fiskimönnum verði tilkynt að hætta. Fisksala hefir reynst fremur góð síðari hluta vetrarins, og líkur benda til betri markaðar í framtíðinni. Ef marka mætti eitthvað af þessari at- vinnugrein, þá mætti ætla að tímar fari nú batnandi yfirleitt. Allur fiskur úr kælihúsum er nú uppseldur og greið sala fyrir fisk jafnóðum og hann er veiddur. Verð er einnig betra en áður, og væri von- andi að aðrar afurðir landsins hækk- uðu að sama skapi. G. F. Jónasson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.