Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 2
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1934. Ræða flutt á Fróns-móti 1934 Kæru íslendingar! Ef eg á vin, þá er mér ekkert eins umhugað um og aS honum gangi alt sem bezt, eins og sagt er. En þaÖ, aÖ ganga alt sem bezt, álít eg aÖ sé, fyrst og fremst, aÖ taka framförum í öllu góÖu og sem aÖ þroska veitir. Vegna þess, aÖ eg tel ísland einn af mínum allra beztu vinum, ætla eg að segja ykkur frá ýmsum framför- um, sem orðið hafa þar síðustu 50 árin. í raun og veru væri þetta nóg ef ni í marga fyrirlestra svo þiS getið nærri aÖ eg verÖ aÖ fara fljótt yfir sögu á þeim stutta tima, sem eg ætla aÖ tala. Á þessum árum hafa orðið stór- kostlegri framfarir bæÖi á landi og þjóð, heldur en á nokkrum öörum 50 árum í sögu íslands. Til þess aÖ þiÖ fáiÖ sem glegst yfirlit yfir þessar framfarir þá ætla eg aÖ taka samanburð á hlutunum eins og þeir voru fyrir aldamót og eins og þeir eru núna. Því miður getur þetta þó ekki orðið svo nákvæmt sem skyldi, vegna þess aÖ eg er of ungur til þess að skýra frá því, sem var fyrir aldamót af eigin reynslu, en verð þar að fara eftir því, sem mér hefir verið sagt af eldri mönnum og því, sem eg hefi lesið sjálfur. Viðvíkjandi þeim tölum, sem eg nefni, verð eg að fara eftir minni mínu. Fyrir 50 árum bjó þjóðin nær eingöngu í torfbæjum, því mjög fá timbur- eða steinhús voru þá til á íslandi. Torfbæir þessir voru margir ó- upphitaðir, óþrifalegir, illa lýstir, loftlitlir og þröngir. Oft var það að hjónin á þessum bæjum höfðu svefnherbergi út af fyrir sig, en alt hitt fólkið svaf og hafðist við í sama herberginu. Oft var þó ekki nema eitt íbúð- arherbergi eða “baðstofa” til á bænum, svo að bændurnir i þá daga hefðu getað sagt það sama og skó- smiður nokkur í Reykjavík á að hafa sagt við borgarstjórann, þegar hann var að biðja um sveitarstyrk. “Hversvena viltu fá sveitar- styrk?” spurði borgarstjórinn. “Af því að eg þarf meira hús- næði,” svaraði skósmiðurinn. “Hve mikið húsrúm hefir þú?” spurði borgarstjórinn. “Eg hefi skóaravinnustofu, svefn- herbergi, setustofur eldhús, búr, gestastofu og botðstofu,” svaraði skósmiðurinn. “Hvaða ósköp eru að heyra þetta!” sagði borgarstjórinn, “ein- hver hefir nú minna en sjö herbergi í húsnæðiseklunni.” “Herbergin eru ekki sjö, borgar- stjóri góður,” svaraði skóarinn — “því þetta er alt í sama herberginu.” Svo að eg snúi mér aftur að efn- inu, þá var enginn læknir og engin, eða illa lærð, ljósmóðir til þess að vera við fæðingu barns í þá daga. Sængurkonur og börn nutu miklu verri aðhlynningar þá, en nú gerist; t. d. dóu 130—150 börn af hverj- um 1,000 á fyrstu 24 klst. eftir fæð- ingu, en nú deyja 25—30 af hverj- um 1,000 á sama tíma. Ef þessi börn, sem lifðu af fyrsta sólarhringinn fengu svo síðar barna- veiki (diptheria) eða aðra umferða- sjúkdóma, þá dóu mjög mörg, því bæði þektu menn ekki ráð við þess- um sjúkdómum, gátu ekki stöðvað útbreiðslu þeirra og læknar fáir og vankunnandi. Á þessum árum, sem hér um ræð- ir var óþrifnaður mjög almennur á íslandi, t. d. var börnum leyft að umgangast hundana alt of mikið, sem flestir voru sullaveikir. Mörg þessara barna fengu sullaveiki (hy- tatid cyst). Nú er sullaveiki svo að segja horf- in á íslandi og eg veit aðeins um eitt einasta dæmi, þar sem sjúklingur var yngri en 30 ára, en um og fyrir síðustu aldamót inátti svö heita að annarhver maður væri með sulla- veiki. Ekki var nærri öllum börnum kent að Iesa eða skrifa, sbr. gamla máltækið: “Ekki er bókvitið látið í askana,” en flestir lærðu þó að lesa ■ af sjálfum sér og var það því að þakka hversu námfúsir íslendingar hafa alt af verið. Undir eins og börnin komust á legg voru þau látin vinna baki brotnu víðast hvar og fengu lítið að sofa, einkanlega á sumrin. Það sem unglingum var kent í uppvextinum var “kverið” svokall- aða. Stúlkum var kent að prjóna, spinna, kemba, mjólka, gera skó og þ. u. 1. Ef stúlkur áttu efnaða foreldra, voru þær kallaðnr heimasætur og látnar læra hannyrðjr og jafnvel skrift og reikning. Þeim var þá oft- ast komið fyrir hjá prestkonunni, sem venjulega var bezt að sér í þessu í héraðinu. Sama var að segja um rikra manna syni, sem oft voru “settir til menta.” Annars fengu flestir piltar að draga til stafs, eins og kallað var, en meginið af tímanum gekk þó í vinnu og mér er óhætt að segja að margir þessara unglinga hafi unniö meira en þrek levfði. Meðalaldur þessa fólks var miklu styttri en meðalaldur manna er nú. Helstu atvinnuvegir íslendinga, fyrir aldamótin, voru landbúnaður og sjóróðrar. Garðrækt var þá lítil, en er nú mikil og almenn. Menn.slóu tún sin og engjar með orfum og ljáum, en nú nota þeir sláttuvélar mjög víða, enda er unn- ið kappsamlega að sléttun túna. Menn stóðu við sláttinn frá kl. 3 eða 5 á morgnana. til kl. 10—11 á kvöldin. Þeir voru því sí-þreyttir og sifjaðir, enda afkastalitlir. Sjóróðrar voru stundaðir á opn- um bátum, Sjálfsagt þótti að fara matarlaus á sjóinn og margir fóru vatnslausir. E'f menn lentu svo í hrakningum, sem oft kom fyrir, þá bættist hungr- ið og þorstinn við kuldann og vos- búðina, erfiðið og óvissuna, sem þessir menn áttu við að stríða. Matarhæfi manna var mjög ó- brotið. Helstu fæðutegundir voru soðinn fiskur og kjöt, harðfiskur, skyr eða skyrhræringur og kaffi. 1 Flest sveitafólk hafði líka nægilega j mjólk, smjör, kæfu og slátur. Mjög margir í sjávarþorpunum höfðu sáralítinn mjólkurmat og kjöt, en lifðu aðallega á fiski, kaffi og grautum. íþróttir voru mjög lítið iðkaðar aðrar en glíman, og margir kunnu á ! skautum. Flutningar og samgöngur voru erfiðar því alt var flutt á hestum eða borið á bakinu, enda voru engir eða illir vegir og fáar brýr. Samgöngur við útlönd voru strjál- ar og óáreiðanlegar. Eg verð að láta þessa stuttu og ófullkomnu lýsingu nægja, en ætla ! nú að telja upp sumar þær fram- j farir, sem orðið hafa hjá okkur, og segja ykkur frá hvernig viðhorfið er þessi síðustu árin. Hver er sjálfum sér næstur, og þessvegna ætla eg að byrja á fram- förum í heilbrigðis- og læknisfræði á íslandi þessi ár. í staðinn fyrir 4 lækna um miðja síðustu öld, eru nú líklega um 200 læknar á landinu. Eg þarf ekki að minnast á hvað læknavísindunum hefir farið fram þessi ár, en eg ætla að leggja mikla áherzlu á, að læknastéttin íslenzka hefir kveðið niður einhvern þann ó- geðslegasta draug, sem fylgt getur nokkurri þjóð og nokkrum manni, en það er sóðaskapurinn. Sóðaskapur var algengur á íslandi, en er nú fyrirlitinn af miklum meirihluta landsmanna. Sjúkrahúsin islenzku þola fylli- lega samanburð við það, sem bezt er hjá öðrum þjóðum. Fyrir aldamótin voru engar hjúkr- unarkonur til, en nú höfum við fjöl- menna og vel Iærða hjúkrunar- kvennastétt. Ljósmæður eru nú fleiri og betur að sér. Alþýðufræðsla er mikil og góð, miðað við það, sem er hjá öðrum þjóðum. Alt skólafólk er skoðað af lækn- um, til þess að hægt sé að varast að börn eða unglingar, með hættulega sjúkdóma, geti sýkt frá sér. Skólafólk leggur stund á fleira en bóklegt nám, t. d. sund, glímur, kappróðra, knattleiki, leikfimi, hlaup o. fl. Sund er t. d. skyldunámsgrein við flesta barna- og unglingaskóla. Stúlkur læra matreiðslu og þrifn- að í barna- og húsmæðraskólum. Þær læra lika um næringargildi og I vitamin-magn fæðutegunda. Næstum undantekningarlaust ganga ungar stúlkur á húsmæðra- skóla áður en þær gifta sig. Þar læra þær, auk matreiðslu, að stjórna heimili, að þvo matarílát, húsmuni, fatnað og þ. h., að ganga um beina, að gera heimilin vistleg á ýmsan hátt, meðferð ungbarna, hannyrðir og jafnvel vefnað og fatasaum. Enda verð eg að segja að til eru mörg frábærlega myndarleg og þrif- leg heimili á íslandi, og þeim fer stöðugt fjölgandi. Nú kemur varla fyrir að börn deyi úr barnaveiki. Ef næmir um- ferðasjúkdómar ganga eru þeir stöðvaðir áður en þeir ná mikilli út- breiðslu. Tala holdsveikra (lepers) mun hafa verið um 200 eftir miðja síð- ustu öld, en nú eru þeir 18 á öllu landinu. Að fólk verði úti er orðið miklu sjaldgæfara en áður var, hvort sem það er að þakka betri klæðnaði, bættum samgöngum eða meiri fyr- irhyggju. Húsnæði er miklu meira og betra en áður fyr og er alt af að batna. Mjög margir hita nú hús sín með hveravatni eða rafmagni, sem fram- leitt er með lækjunum, sem alstað- ar eru. Og nú er í ráði að hita öll hús í Reykjavík með hveravatni, en aðeins nokkrir tugir húsa hafa þeg- ar verið hitaðir þar á þennan hátt og reynst ágætlega. Hveravatn er lika notað til að hita upp vermireiti (hot houses), en í þeim rækta menn allskonar kálmeti, blómtegundir og ýmsa ávexti, t. d. tómata, melónur, vínber o. fl. Atvinnuvegir landsmanna eru nú miklu fjölbreyttari en áður. Aðal atvinnuvegir eru þó þeir sömu, það er fiskiveiðar og landbúnaður. En í staðinn fyrir litlu, hættulegu og erfiðu opnu bátana eru nú koin- in stór og vönduð gufuskip. I staðinn fyrir orfið, ljáinn og hrifuna eru nú víða sláttu- og rakstrarvélar. Nýtísku mjólkurbú eru viða. Þessi bú framleiða smjör, skyr og margs konar osta. Þau gerilsneyða einnig mjólkina. Ýmiskonar verksmiðjur hafa ver- ið reistar á síðari árum. T. d. er framleitt kex og kökur, súkkulaði og allskonar sætindi, ýmsar krydd- tegundir, kerti, sápur, gólfvax, skó- áburður, ilmvötn og ýmis fegurðar- lyf, .skófatnaður, niðursoðinn fisk- ur og kjöt, kaffibætir, gosdrykkir og öl, smjörlíki, jurtafeiti o. fl. Úr íslenz!ku ullinni eru nú unnir góðir dúkar til fatnaðar. Menn framleiða líka allskonar fatnað, t. d. vinnufatnað, sjóklæði, o. fl. Flutningar og samgöngur eru orðnar ærið ólíkar því, sem var fyr- ir aldamótin. Vegir, sem skifta hundruðum kílómetra eru lagðir árlega og flest- ar ár eru brúaðar. Vitanlega hafa ekki verið efni á að leggja góða vegi, en þessar vegabætur má þó telja þrekvirki, þegar tekið er tillit til hvað landið er strjálbygt og ó- greitt yfirferðar. Bifreiðar eru nú aðallega notaðar til fólks- og vöruflutninga, en skip með ströndum fram. Samgöngur við útlönd eru næst- um daglegar. Talsími og ritsími liggja um land- ið þvert og endilangt, svo að á sum- um stöðum má svo heita að sími sé á hverju heimili. Útvarp (radio) er líka afar víða. Margar fleiri framfarir mætti telja, en eg læt hér staðar numið vegna þess að eg vil ekki þreyta ykkur um of. En þrátt fyrir þessar miklu breytingar og framfarir, hafa báð- ar þessar kynslóðir, sem eg hefi sagt frá, átt því láni að fagna að alast upp á íslandi, þessu undralandi, sem hvergi á sinn líka í heiminum, að fjölbreytni og náttúrufegurð. Eg get ekki stilt mig um að drepa á helstu einkenni íslands: Það, sem ferðamenn taka helst eftir, eru hinir afar fallegu og marg- breytilegu litir í íslenzku landslagi, og hvað loftið getur verið tært, hvað fjöllin eru margbreytileg að lögun og litum, t. d. hefir Esjan, sem er I f jall nálægt Reykjavík, veriS kölluð “þúsund lita fjallið.” Svo koma allir hverirnir, eldfjöll og eldgýgir, hraunbreiður og hraun- hellar, gjár og klettar, sléttur, dalir, drangar og standberg, jöklar og vötn/ár og lækir, svo skiftir þús- undum, með óteljandi fossum. Að sumrinu eiga sumir kost á að sjá miðnætursólina í allri sinni dýrð, en að vetrinum blika hin stórkostlegu norðurljós. Alin upp við þessa einkennilegu og töfrandi náttúru hefir hin gáf- aða, íslenzka þjóð alt af haft tæki- færi til að hugsa og skilja, enda hefir hún alt af haft brennandi löngun tii að fræðast hvernig sem högum hennar hefir verið háttað, jafnvel þó hún hafi stundum átt að búa við f‘is og hungur, eld og kulda, áþján, nauðir, svartadauða,” eins og eitt skáldið okkar sagði. Af þessum ástæðum er það, að ísland á fleiri stórskáld og önnur andleg stórmenni, en nokkur önnur þjóð, samanborið við fólksfjölda. Þetta kann nú sumum að virðast mont, en geta þeir þá bent á nokkra þjóð, sem skarar fram úr íslend- ingum? Menn verða að muna það að öll íslenzka þjóðin er ekki nema helmingur íbúatölu WSnnipegborg- ar. En þrátt fyrir þessa afarlágu íbúatölu hafa þó helztu menningar- þjóðir heimsins stofnsett sérstakar háskóladeildir (University Facul- ties) í íslenzkum fræðum. Og víða í þessum stóru og mentuðu löndum eru íslenzkir háskólakennarar, og sumir þeira þykja jafnvel skara fram ép. Máli mínu til sönnunar þarf eg einu sinni ekki að fara lengra en í læknaskólann hérna í Winnipeg. Að öllu þessu athuguðu finst mér vel þess vert fyrir alla þá, sem eru af íslenzkum ættum, að muna það og kappkosta að tileinka sér það bezta, sem til er hjá íslenzku þjóð- inni. enda á eg enga ósk betri að færa ykkur, landar mínir hérna vestanhafs, heldur en þá, að þið reynist eins framsæknir og takið eins miklum framfcrum hérna í nýja landinu, eins og landarnir í gamla landinu hafa tekið á síðustu 50 ár- um og munu gera á næstu hálfri öld. ú ó. J. ófeigsson. Menningarstofnanir Vestur-Islendinga Þegar saga Vestur-lslendinga verður rituð, hvort heldur það verð- ur gert af þeim sjálfum', eða fræði- mönnum annara þjóða, þá er það einn brennipunktur, sem aðal áherzl- an verður lögð á,—ein mynd, sem öðrum fremur verður sýnd,—ein spurning, sem spurt verður að,— einn dómur, sem upp verður kveð- inn, og hann verður um hin menn- ingarlegu áhrif þeirra í þessari álfu, og á þjóðirnar, sem þeir dvöldu hjá, á meðan að hin sérkennilegu þjóð- areinkenni þeirra voru nógu skýr til þess að greina þá frá öðrum. Með þá fullvissu fyrir augum, er nauðsynlegt að við séum sívakandi í öllum okkar menningarmálum og á varðbergi fyrir velferð þeirra og sóma. Það verður ekki annað sagt, en að fram að þessum tíma þá hafi Vestur-íslendingar svarið sig í ætt þeirra manna, sem fyllilega skilja þann raunverulega sannleika að maðurinn lifir ekki af einu saman brauði — þeir hafa að sjálfsögðu skilið þá skyldu hvers heiðarlegs manns, að sjá sér og sínum fyrir daglegu brauði, en með það eitt hafa þeir aldrei verið ánægðir. Menning þeirra, framfaraþrá þeirra og skilningur þeirra, krefst meira og hefir krafist frá upphafi vega þeirra í þessu landi, og þeirri þrá og þeim skilningi hafa íslendingar reynst trúir fram á þennan dag. Vestur-íslendingar voru ekki bún- ir að vera lengi í þessari heimsálfu, ^egar þeir mynduðu með sér félags- skap, stofnuðu vikublöð og bygðu kirkjur, sem þeir hafa eflt og hald- ið við nú í meira en hálfa öld. Stór- fé hafa þeir lagt i þessar stofnanir og viðhald þeirra af fúsum og frjálsum vilja, sökum þess, að minn- ingar hugsjónir þeirra kröfðust þess. Fyrst framan af sneri þessi menn- ingarstarfsemi að íslendingum sjálf- um, eða með öðrum orðum, það var áframhald af menningarlegri starf- semi þjóðar þeirrar, sem þeir voru nýkomnir frá, en þegar árin liðu, breyttist það viðhorf þannig, að samband og samvinna við þjóðir þær, sem þeir voru búsettir hjá, fór sívaxandi. Eldri mennirnir hægðu á störfum sínum og lýðust, sem vakti aftur þá veglegu hugsun að búa þeim sameiginlegt heimili, þar sem þeir gætu notið endurminninga sinna og eytt síðustu æfiárunum í friði, ó- hultir fyrir hrakningi og skorti, og lýsir sú stofnun, Betel, ljósum skiln- ingi íslendinga á afstöðu þeirra gagnvart hinum vaxandi viðskiftum þeirra við þjóðirnar, sem þeir eru búsettir hjá, og lofsamlegum bróð- urhug og menningarþroska gagnvart skyldum þeirra sjálfra við hina eldri samverkamenn þeirra og þjóð- bræður. Eins og sagt hefir verið, þá sneri öll þessi starfsemi, og snýr enn, að mestu leyti, að íslendingum sjálfum; en hvað er um viðhorfið, sem hin vaxandi viðskifti og sam- neyti við þjóðirnar, sem við vorum komnir til kröfðust? Hvernig átti það að vera? Áttum við, eða eigum við, að láta reka þar á reiðann og gera okkur að góðu að falla inn í fylkingarnar, þar sem atvikin báru okkur að þeim? Eða áttum við að reisa merkið líka á því sviði og leita fram í samræmi við lífsskoðun og eðlisinnræti norrænna manna hvar sem þeir fara? Þetta voru spurningar, sem láu þung á hugum leiðtoga Vestur-ís- lendinga um og eftir aldamótin sið- ustu. Þeir séra Jón Bjarnason og séra Friðrik Bergman, sem með réttu má nefna aðalleiðtoga þeirra á því tímabili, hugsuðu þetta mál mjög rækilega og niðurstaðan varð sú, hjá þeim báðum, og f jölda mörg- um öðrum mætum samtiðarmönnum þeirra, að við þyrftum ekki, og ætt- um ekki, að vera undirlægjur ann- ara, heldur í sameiningu og ein- drægni að sigla þann sjó sjálfir, og það var upp úr þessum hugsunum og viðhorfi, að islenzki skólinn, Jóns Bjarnasonar skóli, var stofn- aður, til þess að vera lifandi tákn framsóknar- og menningarþroska Islendinga í Ameríku. Allar þessar stofnanir hafa átt góðum viðtökum að mæta hjá Is- lendingum yfirleitt. Þeir hafa skilið þörf þeirra og annast hag þeirra, og skilið einnig það, að stofnanir þess- ar eru hornsteinar menningarlegs þroska þeirra, sem þjóðarbrots í þessari álfu og að án þeirra voru þeir, sem sérstök heild, úr sögunni. En það er ein af þessum stofnun- um, sem eg geri að aðal umtalsefni mínu nú, Jóns Bjarnasonar skóli; sú stofnunin, sem sérstaklega blasir við og grípur inn í þjóðlíf það, sem við erum búsettir í. Skólinn er nú rúm- lega tvítugur að aldri og á þeim tima hafa innritast i hann næstum tólf hundruð stúdentar, bæði íslenzkir og annara þjóða, sem nú gegna vanda- sömum og þýðingarmiklum stöðum bæði í Canada og 1 Bandaríkjunum. Á þessu tímabili hefir skólanum auðnast að ávinna sér tiltrú og virð- ing mentamáladeildar Manitoba- fylkis og annara mentamanna, sem honum hafa kynst, og hann hefif aukið virðingu og traust íslendinga út á við að miklum mun, svo mikil- um, að eg segi hiklaust, að engin stofnun þeirra hefir gert það betur, og lætur það að líkum, því skólinn átti að vera, og hefir verið, tákn þess, sem lífrænast hefir verið hjá þjóð vorri og haldbest, andlegs at- gerfis. Hvort að skólanum hefir auðnast að ná þvi takmarki til fulls, geta verið deildar meiningar, en hinu, að honum hafi þegar áunnist mikið, því neitar enginn sá, er sann- gjarn vill vera. Þegar maður lítur yfir þessi tutt- ugu, eða tuttugu og eitt ár, sem skólinn hefir starfað, þá er margs að minnast: einlægra vina og stuðn- ingsmanna, sem skólinn hefir ávalt átt, óeigingjarns starfs, sem kenn- arar og aðrir velunnarar skólans STYRKIR TAUGAR OG VEITIR NÝJA HEILSU N U G A-T O N E styrkir taugarnar, skerpir matarlyst, hressir upp á melt- ingarfæri, stuðlar að værum svefni. og bætir heilsuna yfirleitt. NUGA-TONE hefir gengið manna á meðal í 45 ár, og hefir reynst lconum sem körlum sönn hjálparhella. Notið NUGA-TONE. pað fæst í öllum lyfja- búðum. Kaupið hið hreina NUGA- TONE, því fá meðöl bera slíkan árang- ur. hafa hvað eftir annað lagt á sig, og síðast þess atriðis, að íslendingar skyldu hafa haft þrek til þess, að leggja út í, að vera veitandi, eins vel og þiggjandi, á mentamálabraut stórþjóðar í framandi landi. Þó á- vextir starfsins hefðu ekki verið aðrir en þeir, þá er sú staðreynd ein nóg til að varpa ljóma á feril og sögu Vestur-íslendinga um öll ó- komin ár. Þegar vér lítum fram, er útlitið og ástandið ekki svo glæsilegt, því, landar góðir, það er algjörlega und- ir ykkur komið hvort skólinn getur haldið áfram, eða að hann veröur að hætta. Kreppan hefir krept að 1 honum og sett hann í fjárþröng, er nemur $3,000.00, og ef sú upphæð ekki fæst, þá verður þessi menning- arstofnun Vestur-Islendinga að falla og með henni þá líka öll von þeirra og viðleitni til beinnar þátttöku í mentamálum þessarar álfu, og einn- ig frá því sjónarmiði, til menning- firlegra áhrifa á vort eigið fólk. Ekki þarf eg að fara mörgum orð- um um það, hversu alvarleg að spor- in eru, sem við Vestur-íslendingar stöndum nú í, né heldur um það, hversu grátlegt mótlæti það væri, ef skólinn yrði að hætta, því eg vona að það komi ekki fyrir, og þá von mina byggi eg á veglyndi og dreng- skap Islendinga, sem mér vitanlega hefir aldrei brugðist, þegar um vel- ferðarmál þeirra hefir verið að ræða. I sambandi við fjárhag skólans, er skylt að benda á, að allrar var- kárni, í sambandi við kostnað, hef- ir verið gætt. Kaup kennara fært niður nálega um helming, og öllum öðrum útgjöldum haldið niður sem unt er. Með þessum $3,000.00, sem hér um ræðir þarf að borga rekstur- kostnað við skólann $1800.00 og $1200.00 í skatt af skólaeigninni, sem er um $20,000 virði, svo hún verði ekki seld. Þegar eg svo sendi þessa áskorun um fé skólanum til handa, frá mér, í nafni skólanefndarinnar, þá er hún ekki aðeins stíluð til þeirra manna og kvenna, sem árlega hafa styrkt skólann, og sérstakra velunnara hans, heldur til allra íslendinga, því skólamálið er í insta eðli sínu mál allta íslendinga, þótt ýms innbyrðis afstaða hafi dreift kröftum okkar i þvi máli sem öðrum að undanförnu. Við ættum pú, og ávalt, að minnast þess, að hvort heldur er um að ræða trúmál eða önnur menningarmál vor, að vér erum allir á leiðinni að sama tjaldstaðnum; gjörir minst til úr hvaða átt að mann ber að honum. Aðal atriðið er, að samkomulagið hafi verið gott og athafnirnar bróð- urlegar á leiðinni. Eg sendi svo þessar athuganir út til íslendinga, í því trausti, að þeir taki þeim vel og hlaupi undir bagga og bjargi skól- anum frá falli. Ef 3000 íslendingar af þeim 30—40,000, sem í Ameríku eru, vildu senda skólanum $1.00 hver, þá væri spilið unnið og skól- anum borgið. Má eg ekki vonast eftir að svo verði? J. J. Bíldfell, Formaður skólanefndar Jóns Bjarnasonar skóla. Allar gjafir sendist til féhirðis skólans, S- W. Melsted, 673 Danna. tyne Ave., Winnipeg, Man., sem birtir viðurkenningu í íslenzku viku- blöðunum. —Frænka, sagðirðu ekki að eg mætti eiga krónuna, sem þú mistir, ef eg gæti fundið hana? —Jú, barnið mitt. —Þá á eg hjá þér 50 aura, því að þetta var ekki nema 50-eyringur. Lesb. Mbl. Maöur kaupir frímerki og sleikir það. —Heyrið þér, segir hann, það er ekkert lím á þessu frímerki. —Eg veit það. Þér eruð tíundi maðurinn, sem reynir það í dag. —Lesb. Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.