Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBERGr, FIMTUDAGINN 8. MABZ, 1934. Högberg QeflS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRES8 LIMITED 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. Utanáskrift ritstjórana. EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVE. WINNIPEG, MAN. VerO $3.00 urn. drið—Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 695 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 Nýju fjárlögin Bracken, stjórnarformaður Manitoba, lagði fjárlagafrumvarpið fyrir þingið á föstu- daginn var. Nýju fjárlögin gera ráð fyrir að hægt verði að láta útgjöld og inntektir mætast á komandi ári, og er það strax spor í rétta átt. Aætluð útgjöld eru $13,564,974 og inntektir $13,593,989.' Tekjuhalli á árinu, sem leið var nokkru minni en áætlað var. Nam hann $427,000, í stað $496,000, eins og búist var \úð. Kaupskatturinn verður ekki afnuminn, en engum nýjum sköttum bætt við, né heldur aðrir skattar hækkaðir. Ekki verður stofnað til nýrra útgjalda úr fylkissjóði, nema al- menningsheill krefjist. Útgjöld til mentamála verða lækkuð um $163,000 og ekkert verður greitt í afborgunarsjóð (sinking fund). Sú upphæð hefði annars numið rúmum 300,000 dollurum. Kostnaði í sambandi við styrk til atvinnulausra hefir verið mætt með lánum frá sambandsstjórninni; sú upphæð nam rúm- lega tveimur miljónum dollara, og bætist hún við fylkisskuldina. Vextir af skuldum fylkisins nema $6,340,- 894. Er það sem næst helmingur af öllum út- gjöldum stjórnarinnar. Vextir á skuldabréf- um Manitoba eru að jafnaði 4.887 próöent á ári. Stjórnarformaður, Bracken, lét þess get- ið, að stjórnin myndi, í samráði við hin fylk- in, reyna að fá vexti þessa lækkaða að mun. Ef það fengist, yrði fylkinu sparað stórfé. Hér að framan eru talin helztu atriðin í f járlagafrumvarpi stjórnarinnar. Ekki verð- ur annað sagt en að afkoma fylkisins sé eftir vonum, og ef til vill betri en margur hefði ætlað. Samt dylst engum að ástandið er enn mjög slæmt, þar sem skattar munu nú hærri en menn fá borið, og útgjöld til framfærslu atvinnulausra mann svo há, að ekki er mögu- legt að mæta þeim úr fylkissjóði. A meðan svo er hlýtur skuld fylkisins að vaxa með ári hverju, enda hafa bæst við hana nær þrjár miljónir dollara á þessu síðasta ári. Mun fylkisskuldin nú vera því sem næst 118 milj- ónir. Þar af dragast þó alt að því 40 miljón- ir, sem liggja í arðberandi fyrirtækjum, svo sem símakerfinu o. fl., og verða þau eflaust með tímanum, fær um að borga þessa skuld að fullu. Eflaust mælast sparnaðartilraunir stjórn- arinnar misjafnlega fyrir. Sérstaklega mun hið lækkaða tillag til mentamálanna vekja mikið umtal, og virðist líklegt að sú ráðstöf- un komi hart niður á fátækari sveitafélögum, sem nú eiga fult í fangi með að starfrækja skóla sína. Hitt hlýtur mönnum að skiljast að ekki dugar til lengdar að eyða meira fé en hægt er að innheimta, en til þess að komast hjá því, verður einhversstaðar að spara. Um það má lengi deila hvar heppilegast er að byrja á þeim sparnaði, og lítur hver sínum augum á það. Atvinnumálarannsóknin Þeim, sem fylgst hafa með gerðum rann- sóknamefndarinnar, sem nú er að grenslast eftir kaupi og lífskjörum verkafólks í stór- borgum austur-fylkjanna, hlýtur að taka það sárt, að slík svívirðing skuli viðgangast í landi voru, sem nú er uppvís orðin. Ekki mun öllum hafa verið ókunnugt um, að mörgu var ábótavant í þessum efnum. Mætti til dæmis ætla að sambandsstjórninni hafi verið það vel kunnugt. Hvers vegna var þá ekki rannsókn þessi hafin fyrir löngu síð- an? Dregur það mikið úr þakklæti því, sem stjórnin ætti annars skilið, að biðið skyldi til þessa tíma með að hefjast handa, þegar útlit var fyrir að hún gæti styrkt aðstöðu sína í næstu kosningum, með því að sýnast vinur og verndari alþýðu. En betra er seint en aldrei. Ólíklegt er samt, að rannsókn þessi geri mikið til að afla tollastefnu Bennetts vin- sælda. íiins og menn muna, var það ætlunin, með hækkun tolla, að vernda iðnað þessa Jands, og um leið hag verkafólks, með því að útiloka vörur frá öðrum löndum, sem lægra kaup greiddu vinnulýðnum. Nú hefir sannast að fjöldi fólks, bæði í Montreal og Toronto, og eflaust í öllum stærri borgum, vinnur fyrir kaupi, sem nemur ekki meir en frá 2 til 10 dollurum á viku, og er vinnutímin þó alt frá 10 til 16 klukkustundir á dag. 1 mörgum tilfellum er þetta starfs- fólk við þann iðnað, sem mesta tollverndun' hefir. Ekki erum vér svo fróðir að vita með nokkurri vissu hve hátt kaupgjald verkafólks er í verksmiðjum Englands, en tæplega er það minna en 10 cents á klukkustund, en svo lítið, og jafnvel minna, hafa sumir -vinnu- veitendur hér í Canada látið sér sæma að greiða starfsfólki sínu. Bflaust er það erfitt, eða jafnvel ómögu- legt nú sem stendur, að koma í veg fyrir það, I að menn noti sér annara neyð á þennan hátt. En nokkuð mætti þó eflaust gera, ef til væru ákveðnari lög þessu viðvíkjandi, og eftirlits- »menn fengnir, sem þeim þyrðu að framfylgja, hver sem í hlut ætti. Gleðiefni er það að Manitoba-stjórnin virðist nú ætla að taka þessi mál betur til íhug- unar, og jafnvel að semja nýja löggjöf. Eftir síðustu fregnum að dæma hefir komið til tals að rannsókn verði hafin hér í borginni, þar sem sannað mun vera að ýmsir vinnuveit- endur hafi sagt upp starfsmönnum sínum, og fengið á þeirra stað atvinnuleysingja, sem fengist hafa fyrir mjög lágt kaup, þar sem þeir þiggja á sama tíma styrk af almennings- fé. Lögin mæla svo fyrir að menn þessir megi vinna fyrir alt að 10 dollurum á mánuði, án þess að eiga á hættu að tapa atvinnulausra styrk. Ekki nægir þó rannsóknin ein, ef ekkert er gert til að lagfæra þá brestit sem í ljós koma. Útlit er samt fyrir að eitthvað gott kunni af þessu að hljótast, ekki sízt vegna þess, að nágrannaþjóð vor, Bandaríkin, hefir á þessu sviði gefið gott eftirdæmi, með við- reisnarlögjöf sinni. Manchukuo Japanar hafa nú sett til valda í Man- churiu Henry Pu Yi, fyrrum keisara Kína- veldis. Með krýningu hans er myndað sjálfstætt ríki, að því er Japanar segja, úr Manchuriu, sem þannig er alveg skilin frá Kína. Þetta nýja ríki nefnist Manchukuo. Stórveldin eru nú í vandræðum með það, hvort Machukuo skuli viðurkent sem sjálf- stætt ríki. Talið er líklegt að Frakkar muni veita þá viðurkenningu, en Þýskaland, sem ekki vill styggja kínversku stjómina, er á báðum áttum. Bandaríska stjórnin, sem í stjórnartíð Hoovers mótmælti harðlega yfir- gangi Japana, er nú ekki jafn ákveðin og fyrrum, og vildi Roosevelt forseti ekki gera neina yfirlýsingu um afstöðu stjórnar sinnar gagnvart málinu. Rússar og Kínverjar eru aftur á móti harð-óánægðir og telja sér hættu búna af þessari nýlendu Japana, sem líklega verður með tíð og tíma hið öflugasta ríki. Nýi keisarinn, Henry Pu Yi er vel ment- aður á vestræna vísu. Hann talar ensku af- bragðs vel og hefir kynt sér vel hætti ýmsra framfaraþjóða heimsins. Þetta mun vera í þriðja sinn, sem Henry Pu Yi er hafinn til keisaratignar, ætti hann því að hafa nokkra reynslu í þeim efnum. Annars munu Japanar ekki ætlast til að hann geri annað en sitja í hásæti sínu við hátíðleg tækifæri, því stjóm landsins er algjörlega í höndum japanskra hershöfðingja. Keisarinn er af ætt Manchuanna, sem ríkt hafa yfir Kínaveldi síðan 1644. Hann er aðeins 28 ára gamall. A barnsaldri varð hann keisari, en misti völd árið 1911, þegar lýð- veldissinnar, undir forustu stjómmálamanns- ins fræga, Sun Yat Sen, komust til valda. Árið 1917 komst Pu Yi aftur í keisarastólinn, en var aftur vikið frá, eftir nokkurra daga stjórn. Síðan hefir hann verið undir vernd Japana. Krýningin fór fram með mikilli viðhöfn. Hersveitir Japana gengu skrúðgöngu um götur Changchung, svo heitir höfuðborg hins nýja ríkis. Maður nokkur, Leon McBurney að nafni, lézt fyrir skömmu í California-ríki. Fréttist að hann hefði í erfðaskrá sinni ánafnað Roosevelt Bandaríkja forseta og Joseph Stalin einvaldsherra Rússlands, sína þúsund dalina hvorum. Börn hans sex áttu að fá sinn dalinn hvert. Þegar Roosevelt frétti þetta, skipaði hann að láta rannsaka málið, og reyndist fregnin sönn. Lögmaður barnanna skrifaði þá báðum og bað þá að afsala sér rétti sínum til fjárins. Ekkert svar er enn komið frá Stalin, en forsetinn kvað til með að verða við þessum tilmælum. Alexander Kielland og Gestur Pálsson Eftir Stefán Einarsson, dr. phil. I. Næstum allir, sem skrifað hafa eitt- hvaÖ um Gest Pálsson og rit hans, hafa veitt þvi eftirtekt og getiS þess, að hann hafi lært sagnagerS af norska skáldinu Alexander Kielland. Þannig skrifar einhver V. J. í Stefni 14. jan. 1893: “Gestur er okkar Kielland og um leiS okkar “Turgenjev.” Eiuar Benediktsson segir í Dagskrá 7. nóv. 1896, aS i öllu því, er Gestur skrifi, sakni maS- ur “skarpskygni og tilfinningar fyr. ir því, sem er sérstaklega íslenzkt,” og meSal fyrirmynda hans nefnir hann Alexander Kielland, Pontop- pidan og Schandorph—alt menn, sem skrifa meS langt um meiri list í sniSinu og merg í orSavalinu held- ur en Gestur.” Þegar fregnin um lát Kiellands barst til fslands, mintust og ýmsir á þaS, aS hann hefSi veriS lærifaSir Gests Pálssonar. Þannig segir Lög- rétta 2. maí 1906: “Á eitt af helztu sagnaskáldum okkar, Gest Pálsson, hefir hann (Kielland) haft mikil á- hrif.” SigurSur GuSmundsson skrif- ar í NorSurland 28. apríl 1906: “Hann (Kielland) hefir haft áhrif á bókmentir vorar. Einhver mesti gáfumaSur íslenzkra nútíöarbók- menta hefir sýnilega numiS skáld- sagnagerS aS honum og “Turgen- jev.” Og Einar Hjörleifsson, stall- bróSir Gests, skrifar svo um Kiel- land í Fjallkonuna 4. maí 1906: “Hann hefir vafalaust haft meiri á- hrif en nokkur annar maSur á þann manninn, sem margir telja vorn helsta skáldsagnahöfund: Gest Páls- son. Gestur Pálsson var kominn undir þrítugt þegar hann samdi fyrstu skáldsögu sína, og þaS er á- reiSanlegt, aS þaS voru rit Kiellands, sem þá voru aS byrja aS koma út, er fyrst vöktu hjá Gesti meSvitund- ina um aSalhæfileika hans. Og eink- um ber fyrsta skáldsaga hans Kœr- leiksheimilið, auSsæ merki frá hinu norska skáldi. Þeir áttu sammerkt um margt. BáSir litu aSallega í ritum sínum á einstaklingslífiS í sambandi viS mannfélagiS. BláSir fundu ó- venjulega ríkt til meS lítilmagnan- um. Hjá báSum kom fram dýpri lotning fyrir tign náttúrunnar en fyrir nokkru öSru. Hjá báSum varS skáldskapurinn framar öllu öSru aS napri ásökun gegn því, er þeim fanst andstyggilegast. Og þó aS Gestur Pálsson væri gæddur miklu meiri frumleik en svo, aS hann þyrfti aS ásælast aSra höfunda, er mjög mikiS gaman aS athuga hvaS þaS er svipaS, sem þeim Kielland dettur oft í hug.” Þá hefir Arne Möller (í Nordisk Tidskrift, utg. av Letterstedska fören, 1911, bls. 503 o. áfr.) talaS um Kielland í sambandi viS Gest Pálsson; telur hann Vordraum bezta verk Gests “selvom æmne- valget og karakterudformingen ofte synes mere indfört end udíört” Loks skulu hér tilfærS orS GuS- mundar Hagalín í ritgerSinni: Nokkur orð um sagnaskáldskap, er út kom í Austanfara 9. sept.—9. des. 1922. Þar segir hann meSal annars svo: “Glöggur erlendur blær er á sögum hans (Gests), stíl og mannalýsingum. .. . Sögurnar minna á Kielland, Turgenjev. . . . Vor- draumur er einhver fullkomnasta saga Gests, en mannlýsingar minna þar á Kielland . . .” II. ÞaS er víst, aS þeir Kielland og Gestur Pálsson voru samtímis í Kaupmannahöfn veturinn 1881—82, einmitt veturinn, sem Gestur ritaSi sína fyrstu sögu, Kœrleiksheimilið, fyrir Verðandi, íímarit þeirra ungu raunsæismannanna. Jafnvíst er þaS, aS sögn kunnugra manna, aS þeir Gestur og Kielland þektust alls eigi persónulega. Þeim mun meiri kynni hefir Gestur haft -af bókum Kiel- lands, er þá voru nýfarnar aS koma út og vöktu geysimikla atiiygli. Fyrsta, rit Kiellands, Pá Hjem- vejen, var smáleikrit og kom 1878 í Nyt Norsk Tidskrift (júli-heftinu). Þótt þaS vekti mikla eftirtekt i Nor- egi, þá er ekki líklegt, aS Gestur hafi tekiS eftir því; hann var heima þaS ár (1877—78) og kom eigi til Kaupmannahafnar fyr en um haust- ið. Hinsvegar getur næsta bók Kiel- lands, Novelletter (1879), eklci hafa fariS fram hjá honum fremur en öðrum áhugamönnum um bókmentir í Kaupmannahöfn á þeim árum. Bókin vakti mikla athygli, enda mun leitun á jafngóSri bók eftir byrj- anda. Næsta vor, 1880, kemur svo einhver bezta bók Kiellands, Gar- man og IVorse, auk þriggja smáleik- rita ( Tre Smástykker), sem aS vísu komst ekki í hálfkvisti viS skáld- söguna. 1881 koma út tvær bæk- ur: Arbejdsfolk, römm ádeeila á norsku embættismannastéttina, og Else, en Julefortœlling, er kom út i Kaupmannahöfn. Allar þessar bækur má gera ráS fyrir aS Gestur hafi þekt, þegar hann tók sér fyrir hendur aS skrifa Kærleiksheimilið. Líklegt mætti þaS þykja—aS ó- rannsökuSu máli—aS fyrirmynda Gests væri helst aS leita í smásagna- bókum Kiellands, Novelletter (1879) °g Nye Novelletter (1880). AS VerSandi-mönnum hafi þótt þessar smásögur góðar má marka af því, aS Bertel E. Ó. Þorleifsson þýS- ir smásöguna En god Samvittighed, sem einmitt er rituS í svipaSri tón- tegund og Kœrleiksheimilið; fjallar hún um sjálfslygina, það atriSi sem Einar Hjörleifsson telur Gest hafa lagt mesta rækt viS aS lýsa. Af öSrum smásögum úr þessum söfn- um, sem ritaSar eru ísvipuSum anda, má nefna En Middag, Haabet er lysegrönt (1879), Erotik og idyl (1879) (þýdd í ÞjóSólfi 25. febr. —8. apríl 1882 undir titlinum “Hægra er um aS tala en í aS kom- * ast” af Jónasi Jónassyni?) og Prœstegaarden (1880). Annars leitar maSur árangurslaust "að beinum áhrifum frá þessum sög- um í Kœrleiksheimilinu. Hinsvegar má finna miklu fleiri lik atriði í hin- um stærri bókum Kiellands, og þá einkum þeim, er nýkomnar voru út, er Gestur skrifaSi sögu sína: Arbejdsfolk og Else (1881). Kielland ræðst einkum á hræsn- ina í trú og siSferði. Mest ber á því þegar hann skapar presta sína, og Gerhard Gran hefir sýnt, aS þetta viðhorf sitt hefir hann aS erfSum frá Kirkegaard. Þeim vex báðum í augum bilið eSa réttara sagt gjáin, sem gin milli kenningar kristindóms- ins—aS maður tali nú ekki um dæmi Krists—og líferni prestanna. Og Kielland þreytist ekki aS draga dár aS hræsni þeirra og leikni þeirra í því að aka seglum eftir vindi. Sparre prófastur í Garman og Worse er á- gætt dæmi þess veraldarvana prests, sem Kielland er svo grábölvanlega við en Martens prestur í sömu bók og kapelláninn í Elsu eru kvistir af sama tré. Og séra Eggert í Kcerleiksheimil- inu er skilgetinn bróðir Sparre pró- fasts. Hann er mjúkmáll, eins og smér og rjómi á yfirborðinu, en undir niöri er hann harSvítugur karl, sem gætir í hvivetna eigin hagsmuna og þess, að engir nýjungagjarnir uppreistarseggir geti komið skoðun- um sinum eSa áhrifum við veðri. Og ÞuríSur gamla er hans bezta stoS. Hún er fyrirmynd guShræddr- ar húsfreyju, og henni, sem almanna rómur segir, aS eigi vingott við Kristján 4. ráSsmann sinn, henni miklast ósóminn, er óráðsíu-stelpan hún Anna “tælir” son hennar til ásta. Samt lætur hún son sinn fylli- lega á sér skilja, aS hún hafi ekkert á móti því að “ungt fólk leiki sér.” Það er fyrst þegar alvarja unga fólksins ætlar aS keyra úr hófi, aS hún finnur sig knúða til að rísa upp og sporna við %“hneykslinu.” Enda veður henni þá ekki skotaskuld úf því aS kúga son sinn til aS hætta viS Önnu, en taka i staðinn arf eftir sig og dóttur prestsins. Þessi móSurlega umhyggja og alt viðhorf ÞuríSar viS siSferSismálun- um minnir eigi allIitiS á skoSanir merkishjónanna Statsrádet Benne- chen í Arbejdsfolk. Þegar Kristine, sveitastúlkan, kemur inn til Krist- janíu og bræöurnir Bennechen fara aS líta hana hýru auga, hvor upp á sinn máta, þá dettur þessum heiS- urshjónum sízt af öllu í hug aS 1 meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. amast viS því, þótt Alfred glettist viS hana; þau vita, að þaS fer aldrei lengra. En Jóhann, sem frá byrjun tekur máliS alvarlega, veldur þeim áhyggju, sem endar meS því, aS þau senda hann burt og flýti fyrir því, að gifta Kristínu manni, sem þau aS vísu vissu að gekk með sýfilis. Samskonar hræsni i siSferðismál- um kemur og vel fram í Else. Þar er With konsúll, sem á allra vitorði er svartur sauSur í þeim efnum, gerSur aS formanni í félaginu til viðreisnar föllnum konum. Og seinna er þaS svo auðvitað þessi formaSur sjálfur, sem kemur Elsu á strykiS—niður á viS. En þaS er eigi aðeins þau séra Eggert og ÞuríSur gamla, sem eiga hér hliöstæSur hjé Kielland; einnig fórnarlamb Gests, Anna, virSist vera allskyld Elsu Kiellands. Báðar eru unglingar á 17—18 ára aldri og báSar léttlyndar og kátar, sannkall- aðir ljósberar í hversdagsumhverfi sínu. Þó er Elsa miklu meira fiSr- ildi en Anna, sem í því ber merki umhverfis síns, íslenzku sveitarinn- ar. Loks má benda á eitt atriði, sem Gestur hefir haft nógar fyrirmynd- ir aS hjá Kiellar.d, þaS er leikni prestanna og heldra fólksins aS hverfa réttu máli og svæfa sam- vizku þeirra, sem enn eru óharSn- aðir og eiga veika en sanna réttlæt- istilfinningu i brjóstum sér. Þetta er á annan bóginn einn flötur á hræsni prestanna og heldra fólksins, á hinn bóginn lýsing á því, hve gjarnt mönnum er á aS ljúga að sjálfum sér og svæfa samvizkuna til þess aS komast hjá óþægindum. Um þetta er sagan Den gode Sam- vittighed, sem varS Kærleiksheim- ilinu samferða í Verðandi. Þar er þaS fátækrastjórinn, er sýnir frúnni, sem er á góðgerSaferS í fátækra- hverfinu, fram á það, hve óverSugt þetta pakk sé fyrir velgerninga hennar. Þetta kemur ekki síSur fram í Elsu, þar sem frúnnar sitja á ráS- stefnu meS kapíláninum og konsúl With og brjóta heilann um þaS, hverjum þær eigi aS gera gott, en öll eru a. m. k. ásátt um það, að ekkert sé hægt aS gera fyrir Elsu, af því aS hún sé enn ekki “fallin kona.” Á svipaðan hátt kemur séra Eggert í veg fyrir þaS, að nokkuð verði úr samskotunum til Björns á Krossi, af því aS hann var ekki viss um, aS Björn hefSi þaS rétta hugarfar til aö taka á móti gjöfun- um : sanna auSmýkt og hræsnislaust þakklæti. Sannleikurinn er sá, aS Björn hefir ekki veriS nógu auS- mjúkur viS prófastinn, og ekki kunnaS að dansa eftir hans pípu. En steersta dæmið um sjálfslygi og samvizkudráp með aðstoð prests- ins og heiðarlegs fólks er þó dæmi Jóns sjálfs. Framh. FARSÓTTARTILFELLI á öllu landimí í janúarmánuði síS- astliSnum voru 1,760 talsins, þar af í Reykjavík 41, SuSurlandi 557, Vesturlandi 117, NorSurlandi 456, Austurlandi 89. Kvefsóttartilfellin voru flest, eSa 1038 (í Rvík 294), kverkabólgu 307 (í Rvík 147), skarlatsóttar 102 (í Rvík 9, Su(5ur- landi 92, Austurlandi 1), inflúenzu- tilfelli 60 (þar af 49 á NorSurlandi), kveflungnabólgu 53 o. s. frv. Tauga- veikistilfelli voru 3 í mánuðinum (2 á NorSurlandi og 1 á SuSurlandi). Engir mislingar, kikhósti, eða rauS- ir hundar.—Mbl.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.