Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 08.03.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEÍRG, FIMTUDAGINN 8. MARZ, 1934. 7 Erindi flutt á þjóðrœknisfundi t Selkirk 13. febrúar, 1934. Þó eg sé ekki gamall (74 ára), þá hef eg samt tekiÖ eftir því aÖ til eru tvær skilgetnar systur, sem eg nefni Mentun og ÆttjarÖarást (þjóÖ- rækni). Þegar þær hafa lagst á eitt og unniÖ saman i friði og eindrægni, þá hefir þar mörgu góðu og nyt- sömu verið komið til leiöar; hvort sem einn eða fleiri hafa haft þær í verki með sér, þá hafa störfin jafn- an miðað til þess að byggja upp, en ekki til þess að rifa niður. Eg skal aðeins nafngreina tvo menn af Vestur-íslendingum, sem nú eru lagstir til hinstu hvíldar. Það eru þeir séra Jón Bjarnason og séra Jónas A. Sigurðsson. Enginn fer að neita því, að þeir voru bæði mentað- ir, vitrir, þjóðræknir og sannir ætt- jarðarvinir. Verk þeirra munu vara svo lengi sem íslenzk tunga er töluð hér í Vesturheimi. Hið sama mætti segja um ýmsa fleiri hér vestan hafs, sem nú eru horfnir inn í eilífðina, en hér er hvorki þörf né timi til að nefna. Af núlifandi og starfandi íslenzk- um mentamönnum hér vestra er mér ekki kunnir þeir, sem standa framar þeim Sigurði Júl. Jóhannessyni og séra Rögnvaldi Péturssyni, að ætt- jarðarást og þjóðrækni. Svo nefni eg þessa úr flokki leik- manna: Árni Eggertson, Jón Bíld- fell, Ásmundur Jóhannsson, Arin- björn Bardal, o. fl. Þegar þessir og þeirra jafnokar verða alfarnir í burtu, kemur mér ekki á óvart að sjást muni skarð fyrir skildi meðal Vestur-íslendinga, þegar fram líða stundir. Án efa eru hér vestra þúsundir af rosknum mönnum og konum (ís- lenzkum), sem bera sér í brjósti hreina og falslausa þjóðrækni og ætt- jarðarást; athafnir þeirra og verk, bæði í þessum bæ og öðrum og út um sveitir íslendinga, sanna það, að hér er farið með rétt mál. Eg er ekki að halda því fram að hvergi sé blettur eða hrukka á þjóðrækni o. f 1., enda væri það of há krafa að heimta að alt væri flekklaust og fullkomið. Þá vil eg minnast lítið eitt á ungu kvnslóðina. Allir, sem hér fæðast og alast upp eiga Ameríku fyrir föður- og fósturland, og til þess hlýtur að renna þeirra þjóðrækni og ættjarðarást að mestu leyti. Þetta er alveg eðlilegt. Þeir, sem hér eru bornir fá alla sína mentun á hér- lendum skólum, og fræðslan, snýst víst mest um hið mikla Stórbreta- veldi, sem auðskilið er. Gott ef ís- land er til á landabréfum alþýðu- skóla Canada. Jú, liklega; eg bið þá afsökunar. ísland liggur, eins og kunnugt er, austur i miðju Atlantshafi, norður við heimskautabaug 63—66° n. br.. Þar eru stórir jöklar, eldhraun mik- il, há fjöll, sandur og stórgrýti. Þar eru líka fagrar grundir, blómskrýdd- ir og fagrir dalir með fossum og ám. Það er manninum eðlilegt að gera sér rangar hugmyndir um það, sem er í mikilli fjarlægð, svo lengi sem ekki fást rétt kynni eða lýsing af því fjarlæga, t. d. þjóðinni, land- kostum og staðháttum. Eins og nú standa sakir er tæp- lega við því að búast að upprenn- andi kynslóðin hér láti sér mjög ant um að nema íslenzk fræði, svona yfirleitt, þó víða séu undantekning- ar. Eitt sinn átti eg tal við unga menn hér vestan hafs um ísland. Einn þeirra hafði þá hugmynd, að hestarnir á íslandi myndu ekki stærri né þróttmeiri en vænir sleða- hundar í Canada. Þetta kann að sýnast ótrúlegt, en eru þó ekkert meiri öfgar eða f jarstæða heldur en þegar suðurlandabúar í fornöld héldu að menn gætu ekki lifað fyrir kulda norður á Frakklandi, Þýska- landi og Englandi. Ef nú svo fer, sem mig og fleiri grunar, að unga kynslóðin hér verði latgeng á að nema íslenzk og norræn fræði, þó lengi verði undantekning- ar, þá hyggið að því, að það eru og verður enn fjöld' af konum og körlum, af íslenzku bergi brotin, sem á ókomnum tíma munu eiga ó- afmáð nöfn sín á blööum og spjöld- um sögunnar. Takið þeirra mann- , KAUPIÐ ÁVALT LUMBER THE EMPIRE SASH & DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGVLE STREET. WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551. kosti og andlegt þrek til fordæmis, og gerist ekki ættlerar fyr en í síð- ustu lög. Margir af okkur hinum gömlu, komnir að fótum fram, eru nú í svipuðu ástandi og- fúnu stofnarnir í skógunum 'hér í kring: rótarang- arnir eru máske ekki með öllu dauð- ir. Unga knyslóðin er sem grænu trén kring um stofnana, tilbúin að skjóta frjóöngum og bera ávöxt, þegar sól og regn frá austri færir þeim hita óg lífsnæringu, sem leiðir til þroska og framþróunar í islenzk- um kynslóðum hér, sem aldrei má að eilífu deyja. Sveinri gamli. SUNDURLAUS SPAKMÆLI OG HEILRÆÐI. B. Thorbergson hefir sett saman. Holt er heima hvað, Hyggjum vel þar að. Aðflutt glys ei hagsæld vorri haggi. Hver sem aflinn er, Alt vel nota ber. Hollur reynist heimafenginn baggi. Lík börn leika best. Löngum varðar mest, Hvernig tekst að velja vini sína. Mörg er manna raun, Misjöfn hlotnasta laun. í heiði bláu bjartast stjörnur skína. Mjótt er mundangs hóf. Margra heill það gróf, Að gæta’ ei hófs á gengnum æfivegi. Einhvern ávöxt ber Alt, sem gjört er hér. Eftirköstin forðast fá menn eigi. Sjálfs eru svikin verst. Sígandi lukka bezt. Vón er manns vakandi draumur. Illa sest ofstopinn. III forðast varmennin. Náðar er tíminn oft naumur. Ei veröur tóa trygð. Mætir það minst hafði grunað. Létt falla losta verk. Löngum er freisting sterk. Æ koma mein eftir munað. Sekan sökin bítur. Sá er jafnan nýtur Allvel sína iðn sem kann. Skömm er óhófs æfi. Oft er slys á sævi. Vorkunn þeim, sem enginn ann. Dýrt er drottins orðið. Dulist fær ei morðið. Iðnin þroskar alla ment. Gott er vammlaus vera, lrel sín störf að gera. Því er fífl að fátt er kent. Glögg eru augu gesta. Góðu skal ei fresta. Hálfnað verk þá bafið er. Með lögum land skal byggja, Lýðsins frelsi tryggja. Hver einn sína byröi ber. Seint er kvenna geð kannað. Kaldlynd er feigðar aldan. Hver lofar sina hýru. Hægjast mein þeim frá greinir. Gleymd er skuld, sem er goldin. Glapráð framhleypnin skapar. Lágur sess helzt er hægur. Hált er veraldar prjálið. Lifir eik lauf þó fjúki. Latur erfiði hatar. Latur oft skipar lötum. Letin er illa metin. Safnast þá saman kemur. Sú gaf er lítið hafði. *) Dáðleysið dugnað eyðir. Drengur er sá við gengur. Dygð oft býr und dökkum hárum. Deyr svo margur enginn bjargar. Sorgin dregst með dapran huga. Dettur verst sá hátt er settur. Oft er flenna’ und fögru skinni. Fávís sá, er mest sig dáir. Hugur ræður hálfum sigri. Hygginn maöur engan skaðar. Meira vinnur vit en strit, Víða efni sorgar. Grant er vit, sem gengst fyrir lit Guð fyrir hrafninn borgar. Voðinn nærri einatt er. Oft má satt kyrt liggja. Vondu dæmin varast ber. Vænna’ er að gefa en þiggja. Víða kemur vargi bráð. Valt er lukku hjólið. llla gefast illra ráð. Ýmsum geðjast hólið. Margur fær af litlu lof. Lengi vex mannshöfuðið. Lítið prýöir lof um of. Iængi tekur sjórinn við. Dygð er fríðleiks dýrsta gerfi. Dramb er falli næst. Oft þó hrygð að huga sverfi, Hjálpin bezta fæst. *)Spakmælið er; Gefur góð móð- ir þótt hún geti ekki. Hljómleikar Því miður er það líklega að eyða tíma, prensvertu og pappir til lítils að skrifa í íslenzkt blað um sym- phony hljómleika, því til þessa dags hafa Winnipeg íslendingar, flestir, látið sér særna aö forsmá slíkt með fjærveru sinni. Er slíkt vart verj- andi þar sem okkur er svo tamt að telja okkur með beztu, listelskustu gáfuðust og mentuðustu borgurum bæjarins. Góð músík, og þó fyrst og fremst góð symphony músík, er ómissandi menningarþáttur í lífi hverrar siðaðrar stórborgar, sem allir, er unna menningu og fögrum listum ættu að finna sér skylt að styrkja og efla. Sennilega er þetta áhugaleysi íslendinga hér til komið af hugsunarleysi, og ekki öðru, því áhugi fyrir músík er býsna almenn- ur. Með það fyrir augum að draga athygli lesenda Lögbergs aö gildi þessara hljómleika, lofaðist eg til að skrifa þessar línur um hljónileik þann, er Winniþeg Symphony Or- chestra gaf sunnudaginn 18. febrúar, í Winnipeg Auditorium. Þessi hljómleikur var sá fjórði á þessum vetri og fór yfirleitt mjög vel. Söngskráin var ágætlega valin og mun enginn, er þar var hafa haft, í því tilliti, um neitt að kvarta. Auð- fundið var að áheyrendur voru hrifnir, og klöpuðu óspart lof i lófa. Til minningar um tónskáldið Sir Edward Elgar, er dó föstudaginn 16. febr., var samkoman hafin með að leika “Elegy” eftir hann. Það var leikið af einlægri tilfinning og þýðleik, en þó tilgerðarlaust; boð- skapur tónanna var svo hreinn og beinn að sá er ekki varð snortinn hefði verið úr steini. Næsti og stærsti hluti söngskrár- innar voru tónverk eftir Wagner. Overture úr óperunni “The Flying Dutchman” var leikinn af kraftí og skilningi, en heldur fljótt og þar af lejðandi ekki samsvarandi ná- kvæmni. En ef hægt er að bregða upp mynd af ólgusjó og ofsastormi þá kemur það tónverk nærri þvi að bregða upp slíkri mynd. Úr sömu óperunni var einnig “Senta’s Bal- lad”; aðstoðaði Agnes Kelsey or- kestraö og var hennar söng töluvert ábótavant. Hana skorti raddmagn og e. t. v. skilning, en hún er álitin góð söngkona, og sennilega hefir þetta hlutverk ekki hentað henni eins vel og margt annað. En hún kemur ágætlega fyrir á söngpalli. “The Sigfried ldyll,” næsta lag á eftir, er eitthvert það ljúfasta lag er Wagner samdi. Það er sem hann taki mánn inn í töfraland, þar sem ait er jafn fagurt, göfugt og gott. Þá var hið velþekta lag “ O Star of Eve” úr óperunni Tannháuser sungið af Roberto Wood. Tókst bæði orkestra og söngvara ágætlega að ná hinni friðsælu, en þó löngun- arfullu stemningu lagsins. Þó Ro- berto Wood ekki kæmi vel fyrir á pallinum og röddin ekki heldur mik- il, þá söng hann svo einlæglega og blátt áfram, að hann náði tökum á bæði efni lagsins og þar með hug- um áheyrendanna. Síðasta lag er leikið var eftir Wagner, var Over- ture úr óperunni ‘The Mastersinger.’ Það var vafalaust, frá teknisku sjónarmiði, betur leikið en sum hin lögin, en persónulega þá fanst mér þar skorta einhvern neista, er var í sumu öðru, er orkestrað fór með. Söngskránni lauk með fyrsta og seinasta hluta af “Symphony in D Minor, eftir fransk-belgíska meist- arann César Franck. Um það tón- verk mætti vafalaust skrifa heila bók og myndi ómögulegt að gefa nema óskýra skuggamynd af fegurð og dýrð slíks tónverks. Aðeins eitt getur gefið nokkra hugmynd um mikilleik þess, og það er að heyra verkið leikið, ekki einu sinni, held- ur oft. Það var, þrátt fyrir dálitla vankanta á meðferð, þó það lagið, er snerti mig og marga aðra dýpst og bezt. Að sumu leyti var spil orkestrans, að mínu áliti, innblásið og hvað gera smávegis misfellur til, ef heildaráhrifin eru slík. ■Um leiðara orkestrans, Bernard Naylor, er alveg óþarfi fyrir mig að fjölyrða, því hann er vafalaust kunnur öllum lesendum Lögbergs, er músik unna. Undir stjórn hans hefir þessi hljómsveit nú í tvö ár gefið Winnipegbúum tækifæri að heyra mörg af beztu og þýðingar- mestu tónverkum meistaranna bæöi úr fortið og samtíð. Óskandi væri að við íslendingar vöknuðum til meðvitundar um, að það er okkar hagur að notfæra okk- ur það tækifæri er þessi hljómsveit býður, að heyra, og þar með skilja, þau verk, er stórkostlegust og feg- urst eru til í riki tónanna. Það kostar svo litið fyrir inngangsgjald, að engum er ofvaxiö, er á annað borð getur veitt sér nokkuð. Að hlusta á symphony yfir radio er betra en ekkert, en það er aðeins nafnið tómt samanborið við að heyra það í virkileikanum. Sumir virðast hafa þó skoðun að skilja symphony spil sé einhver óttalegur leyndar- dómur er aðeins fáum útvöldum hlotnist. Slíkt er skaðlegur mis- skilningur, því: “Lát hækka og strikka, lát hreinsast og prýkka; því hvað má sjónina dýpka og víkka sem hljómbjarmans huliðsljómi? svo hrífst eg með—og hef jist í geði. Min hæsta sorg og mín æðsta gleði, þær hittast i söngvanna hæðum.’” Þannig kveður skáldið mikla Einar Bienediktsson um slíka músík, og hún talar þannig til allra, er hana vilja þýðast. R. II. Ragnar. Frá Bredenbury Herra ritstjóri Lögbergs: Þó við séum alveg ókunnugir hvor öðrum, þá samt leyfi eg mér að skrifa þér nokkrar línur, um leið og eg sendi Lögbergi fáein erindi, með þeirri von að þau fái rúm í blaðinu. Efni þeirra er íslenzk spakmæli og heilræði. Spakmælin hafa frá aldaöðli lifað á vörum þjóð- ar vorrar, og lifa enn, í það minsta heima á íslandi. Hér vestan hafs er líklega talsvert ööru máli að gegna, ekki sízt hvað yngri kynslóðina snertir; er það stór skaði, því spak- mæþn geyma oftast í fáum orðum, stóran og þýöingarmikinn sannleika. Ef reynt væri að bjarga, þó ekki væri nema örlitlum hluta þeirra frá glötun, skilst mér líklegast ráðið vera, að búa þau i þann búning, sem hægast yrði að festa þau með í minninu, sem sé í einhverju ljóð- formi, sem hægt væri að læra utan að, fyrir þá, sem vildu leggja á sig þá fyrirhöfn.— Helstu fréttir héðan eru: Tíðar- far. Veturinn byrjaði 20. október síðastl. með fannkomum og frost- um, en frosthörkur voru stöðugar allan desmbermánuð. Síðan i árs- byrjun hefir tíðarfarið verið væg- ara, þó kalt hafi verið með köflum. Fóðurbyrgðir lítur út fyrir að verði nægar, ef skaplega skipast með tiö- ina hér eftir. Heilsufar yfirleitt heldur gott. Aðeins tvö dauðsföll meðal íslendinga. 2. desember dó konan Guðný Eggertsson, dóttir Árna Jónssonar bónda að Hábæ í Vogum i Gullbringusýslu. Var hún kona Mr. Guðgeirs Eggertssonar; hafa þau hjón búið hér í bygðinni yfir 30 ár. Eftir miðjan janúar dó Björn Jónsson, ættaður úr Borg- arfirði á Islandi. Hann var með fyrstu landnemum þessarar bygðar og jafnan gildur bóndi. Afkoma yfir höfuð bærileg, þó fjárhagur sé víða erfiöur, sem leið- ir af verðleysi alls, sem bóndinn hefir að selja. Með vinsemd og virðingu, B. Thorbergson. Áramót 1933-34 Nú er árið, eins og fyr, út í geiminn runnið. Þar hefir víða 'staðið styr, og stormar heiftar brunnið. CABBAGE, Emkhuizen (Large Packet) C A R R O T, Chantenay Half Long (Large Packet). ONION, Yellow Globe Danvers, (Large Packet). LETTUCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 25 feet of row. ASTERS, Queen of the Market. BACHELOR S BUTTON, Fine Mixed. COSMOS, New Early Crowned. CLIMBERS, Fine Mixed. EVERLASTINGS, Fine Mixed. CALIFORNIA POPPY, Fine Mixed. MIGNONETTE, Fine Mixed. A kólgu tímans kvikar ný kreppan örlaganna. Dimm og geigvæn dularský*) deyfa sjónir manna. Sumir kosta kapp um það kynda að illum glæðum. Aðrir miðla manndóm af tnestu hjartans gæðum. \raldstjórnenda váleg tól vinna í skugga nætur, þar til eilíf sannleiks sól um síðir birta lætur. *) Hér er átt við hóflausan herbúnað nútímans, o. fl. Sveinn gainli. GEFINS Blóma og matjurta fræ UTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU EÐA BORGIÐ YDAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Fræið er nákvæmlega rarmsalcað og ábyrgst að ölhi leyti. TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. jandar, 1935, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2, og 3. (í hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur nr. 1. 2. og 3 og fær nr. 4 þar að auki. t Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1. 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að kostnaðarlausu. NO. 1—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large Packet) NO. 2.—ANNUAL FLOWER COLLECTION Large Size Packets NO. 3—SPENCER SWEET PEA COLLECTION 6 — Big Packets — 6 Here are six splcndid Spencer Sweet Peas that will hold their own either in the garden or on the show bench. Conceded by experts to be six of the best in their respective color class. DEEP PINK, Pinkie — SALMON, Barbzara — CRIMSON Crim- son King — LAVENDER, Austen Frederick Improved—BLUE, Heavenly Blue — MAROON, Warrior. NO. 4 — WINTER VEGETABLE COLLECTION BEETS, Detroit Dark Red (Ounce). The best round red Beet. Ounce will sow 100 fet of drill. CABBAGE, Danish Ball Head (Large Packet). This packet will grow 1,000 lbs. of as good cabbage as you ever tasted. CABBAGE, Red Rock Pickling (Large Packet). This packet will easily produce over 300 heads. CARROT, Chantenay Half Long (Ounce). Ounce will sow 250 feet of drill. * PUMPKIN, Sweet or Sugar (Large Packet). Packet will sow 10 to 15 hills. ONION, Yellow Globe Danvers (Large Packet). Will sow 25 to 30 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey (Ounce). Ounce enough for 250 feet of drill. SQUASH, Imported True Hubbard (Large Packet). Sufficient seed for 12 to 20 hills. VEGETABLE MARROW, Long White Vining (Large Packet). Packet will.sow 20 to 25 hills. TURNIP, Purple Top Swede (Ounce). Will sow 300 feet of row. Sendið áskriftargjöld vðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $............sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst fritt söfnin Nos. : Nafn Heimilisfang PARSNIP, Early Short Round (Large Packet). RADISH, French Breakfast (Large Packet). TURNIP, Purple Top Strap Leaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. TURNIP, Swede Canadian Gem (Large Packet). ONION, White Pickling (Large Packet). MATHIOLA, Evening Scented. Stock. POPPY, Shirley Mixed. PETUNIIA, Choice Hybrids. SURPRISE FLOWER GARDEN. SNAPDRAGONS, New Giant Flowered. SPENCER SWEET PEAS — Mixed. i »

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.