Lögberg - 10.05.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 10.05.1934, Blaðsíða 5
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 10. MAl 1934. 5 Beai ín Jllínd CLEANLINESS OF PLANT AND PRODUCT Drewry’s EXTRA STOUT est ablished 1 877 Phone 57 2.2,1 32 Fréttabréf frá Gimli Skólaveizlu veglega og mikla höf'Öu skólaráðsmenn og kennarar skólans hér þ. 27. marz s. 1. Skól- inn er bæÖi barnaskóli, með átta bekkjum, og miðskóli. Skólastjóri er nú enskur maður er William Mel- drum heitir. Aðrir kennarar eru ungfrúrnar Sigurbjörg Stefánsson, Jórunn Thordarson, Sylvia Thor- steinsson og Alma Olson. Enn fremur ungur maður, íslenzkur, er Frank Olson heitir. Allir kennarar- nir íslenzkir, nema skólastjórinn. Bygging skólans er traust og mik- il, bygð úr múrsteini, með stein- grunni, reist árið 1915. Til þess að reisa bygginguna var tekið allmikið lán. Var nú tilefni veizlunnar að fagna því, að þ’að lán hafði verið greitt að fullu. Veizlan fór fram í stærsta fund- arsal bæjarins og var salurinn full- ur af veizlufólki. Hófinu stýrði William Meldrum skólastjóri, en við háborðið hjá hon- um sátu skólaráðsmenn, fyrri og seinni tiða, ásamt þeim, er áttu fyr- ir minnum að mæla, eða þakka fyrir og svara, sem siður er i slíkum veizl- um. En næstur veizlustjóra var dr. W. A. Mclntyre, fullmektugur mentamálaráðherrans, R. A. Hoey, er ekki gat, sökum annríkis, verið þarna viðstaddur. Um leið og borðhaldi lauk, bauð veizlustjóri að drukkið væri minni konungs. Var það gert um leið og allir risu úr sætum og sungu: “God Save the King.”— Að því búnu kallaði veizlustjóri á Guðmund Fjeldsted, fyrrum fylk- isþingmann, er mælti fyrir skál skólaráðsmanna, fyrri tíma og seinni. Fyrir ræðuna þakkaði og svaraði Frank Olson kennari. Mintust ræðu- menn á stóran hóp manna og kvenna er í skólaráði höfðu setið, að fornu og nýju. Kom í ljós í þeim ræðum, mikið til, saga skólans frá því fyrsta. Fyrir minni kennara og nemenda skólans mælti séra Jóhann Bjarna- son. Þeirri ræðu svaraði og þakkaði fyrir, Mrs* Ingi Sigurðsson, fyrr- um kennari við skólann. Fyrir minni kvenna mælti Krist- ján Paulson, bæjarstjóri. Sem fulltrúi mentamálaráðherr- ans talaði dr. W. A. McIntjTe, frá Winnipeg, sem í f jöldamörg ár hef- ir tekið mikinn þátt í fræðslustarfi þessa fylkis. Bæði undir borðum og milli ræð- anna er fluttar voru, söng flokkur af ungu söngfólki, er mun hafa ver- ið undirbúinn af kennurum skólans. Var sungið af fjöri og list og þótti þetta sem var, hin bezta skemtun. Eitt atriði í söng unga fólksins var það, að um leið og veizluforseti tilnefndi nýjan ræðumann, þá söng flokkurinn nokkurra lína stef, þar sem ræðumanni var, með nafni, ósk- að til lukku með ræðuflutninginn. Sungu stúlkur og drengir þessi stef með sérstakri ánægju, að því er virtist, og rösklega. Fór þetta ágæt- lega. Þökkuðu ræðumenn unga fólkinu fyrir þetta hlýja ávarp og lukkuósk, um leið og þeir byrjuðu að tala. Framreiðslu á hendi hafði kven- félagið “Women’s Institute.” Fór það alt úr hendi hið bezta,— Annað, er til skemtana var haft, var nokkurs konar leiksýning (“drill”), er hópur af einkennisbún- um unlingsstúlkum tóku þátt í. Sömuleiðis leikur nokkur, er nefnd- ur var: “Not Quite Such a Goose.” 1 honum tóku þátt bæði stúlkur og unglingsmenn. Var gerður góður rómur að þessum skemtunum unga fólksins.— Undir lok veizlunnar fór fram það sem var aðal tilefni samsætis-* ins, sem sé það, að brent var til ösku skuldabréf það, er gegn skólanum var, en sem nú hafði verið borgað að fullu. Á ensku lagamáli og við- skifta, er slík<t skuldabréf venjulega nefnt mortgagc. Þeir Hannes Kristjánsson kaupmaður og Arni Thórdarson bæjarráðsmaður, fengu það hlutverk að sjá um bálför skuldabréfsins, og fór sú athöfn fram, með hæfilegum tækjum, fyrir aþra augum, á ræðupalli fundarsals- ins, en veizlugestir klöppuðu lof fyrir skólaráði og öðrum, er sýnt höfðu dugnað í sambandi við greiðslu skuldarinnar. Munu þeir Hannes og Árni báðir hafa verið í skólaráðinu á þeirri tíð, er skólinn var bygður og lánið fengið til að reisa bygginguna.— öll fór veizlan fram hið bezta. En ekkert var þar íslenzkt, enginn íslenzkur söngur, né íslenzkur ræðu- stúfur. Ræðurnar allar á ensku. Söngvar allir sömuleiðis. Leikir unga fólksins einnig, eins og að sjálfsögðu, á ensku. Þjóðerni munu hafa verið þarna ein fimm, eða fleiri, þó íslendingar séu vitanlega hér i miklurn meirihluta.— Fyrirlestur um Island Fyrir tilmæli safnaðarráðs Gimli- safnaðar flutti dr. Björn B. Jóns- son fyrirlestur um ísland, í lútersku kirkjunni hér, þ. 10. apríl s. 1. Að- sókn mátti heita góð, eftir því sem nú orðið gengur, að fá fólk til að hlýða á fyrirlestra. Erindið er vandað að frágangi, skipulega sam- ið og pakkfult af alls konar fróð- leik um ísland og íslenzkt þjóðlíf. Mintist fyrirlesarinn á margt mjög fróðlegt, sem hvergi sézt neitt um í íslenzkum blöðum. Var gerður hinn bezti rómur að erindi dr. Björns og honum greitt þakklætisatkvæði með því að allir risu úr sætum.—Með einsöng skemti, á undan og eftir fyrirlestri, Mrs. Pauline Einarsson. Sið slaghörpuna var Mrs. Jack Wilkinson.—Safnaðarráðið vill sem bezt þakka fyrirlesaranum fyrir þetta mjög svo fróðlega erindi.— Annað fróðlegt erindi uni Island. Það var flutt hér á fjölmennri samkomu lestrarfélagsins þ. 20. apríl s. 1. Fyrirlesarinn í það sinn var Mrs. Björn B. Jónsson, kona séra Björns, er var í för með manni sín- urn til íslands, og um ísland, siðast- liðið sumar. Efindi frúarinnar er í ferðasöguformi, vel samið og fróð- legt. Er þar minst á fjöldamargt fólk og mörg atvik, er jafnan koma fyrir í ferðalögum. Grípur erindið sem næst ekkert inn í efni íyrirlest- urs séra Björns. Fyrirlesturinn bregður upp skýrri mynd af þjóðlifi íslands, ytri hag þjóðarinnar og innri, eftir því sem dr. Birni kom það efni fyrir sjónir. Aftur segir frúin frá ferðum þeirra, segir frá því efni látlaust, skynsamlega og mjög vel. Er þar um ýmiskonar mikinn fróðleik að ræða, og margt er kallar fram fornar minningar í hugum þeirra, er á íslandi eru fædd- ir. — Var og frúnni greitt þakklæt- isatkvæði með því að áheyrendur risu úr sætum. Annað fólk er þarna skemti voru þau Mrs. Pauline Ein- arsson og Óli Kárdal, er bæði sungu einsöngva, en við slaghörpuna, þeim til aðstoðar, voru þau Mrs. Jack Wilkinson og Frank Olson kennari. —Gamankvæði eftir sig lásu upp þeir Lúðvík Kristjánsson og Páll S. Pálsson, er einnig söng eitt af skopkvæðum sínum, en Gunnar Er- lendsson aðstoðaði hann við slag- hörpuna. Séra J. P. Sólmundsson’ las upp kvæði eftir Þorstein Erl- ingsson. Samkomunni stjórnaði Hallgrímur Austmann. Er hann í ár formaður lestrarfélagsins. Öll var þessi samkoma islenzk, enda naumast, svo teljandi sé, aðrir þarna viðstaddir en Islendingar. Nú mun isinn á Winnijægvatni vera í þann veginn að láta sig. Er talsvert farið að þyðna meðfram landi og hellan eitthvað farin að mjakast til. Segja gamlir búhöldar hér, að ef bærilega viðri næstu daga, þá fari sá grái i burtsiglingu innan sex til átta daga. Þegar ísinn er al- farinn, byrjar hin blíða tið sumars- ins fyrir alvöru. Mun þá vera leit á fegurri eða farsælli bústöðum en í Nýja Íslandi og með fram strönd- um Winnipeg-vatns, þegar sumar er alkomið og bær-ilega eða vel lætur i ári.— (Fréttaritari Lögbergs). —Hann hljóp beint út úr kirkj- unni þegar hjónavigslan átti að byrja. —Nú hann hefir hefir tapað sér á síðustu stundu. —Þvert á móti—hann áttaði sig á siðustu stundu. í meir en þritijung aldar hafa Dodd’a Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjúkdómum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. ECZEMfl, KAUN og aðrir skinnsjúkdómar læknast og græðast af Zam-Buk Rœða flutt að Betcl 26. apríl 1934, of Asgeiri Tryggva Friðgeirssyni. Háttvirti forseti og heiðruðu húsfreyjur! Þó eg finni mig vanfæran til að láta vkkur heyra til mín, þá gat eg ekki neitað því, þegar þess var farið á leit við mig, að eg talaði fáein orð. Sumardagurinn fyrsti var ávalt sá dagur, sem færði gléði í huga minn; og eg hygg allra íslendinga, því þá vissum við að hinum gráa vetrarkufli mundi verða kastað. en hin brosfagra yngismær “Harpa” heimsækja okkur, sem hún líka hefir gjört nú fyrir sjö dögum, og við erum öll svo glöð yfir að hafa fengið að sjá hana enn þá einu sinni. Þó hún sé enn ekki búin að skreyta sig með sínum græna mötli, þá er hún samt að undirbúa sig til að sýna sig i honum, og setja á höf- uð sitt gull-hadd Sifjar, konu Þrumu-Þórs. Og það var lika allur söngfuglanna her, sem fylti loftið með sínum dýrðlegu lofgerðar- söngvum, og það var eins og þeir væru að bera fram fagnaðarljóð skapara sínum fyrir fóstur á liðnum vetri. Hið sama viljum vér öll gera, og gerum í huga og hjarta. Eg býst við að við veifum okkar hugar-vængjum um himingeiminn, og þá hygg eg að flestir, eða allir, muni halda til ættlandsins og æsku- stöðvanna, og mér finst að það muni bergmála í hvers manns huga, þessi fagra vísa: “Ó, blessu vertu sumar-sól, er sveipar gulli dal og hól, og gyllir fjöllin himin há og heiðarvötnin blá. Þá klæðir alt í gull og glans, þú glæðir dllar vonir manns ; og hvar sem tárin kvika’ á kinn, þau kyssir geislinn þinn. Og við sj áum hin skrautbúnu skip fyrir landi, búin með fríðasta liði, og færandi varninginn heim. Og þá kernur í huga okkar þessi vísa: Katipmaður setti far á flot og fylti knörinn með gnótt af seimi; en bóndinn sér fór að byggja kot og bjó um sig vel í þessum heimi. Sýslumaðurinn tekjur tók, um tollana ætla eg misjafnt gengi, og konungur skatt af skötnum jók, skildi svo til að hver sitt fengi Já. Við sjáum bændabýlin þekku, hátt und hlíðarbrekku, hvít með stofuþil. Og við sjáum hjarðir á beit, með lagði síðum. En þar sem við sitjum núna, er í sæluhúsi okkar gamla fólksins á Gimli, þar sem við sjáum samankom inn hinn ásjálega konu-hóp, sem líka var eitt sinn ungmeyjar, sam- ansafn frá öllum landsfjórðungum Fjallkonunnar, Eykonunar Eld- gömlu ísafoldar, sem bar á höfði bjartan snæ, en búin mötli grænum. En það voru konurnar, sem lengi áttu erfitt með að sýna hverjar þær eru, og hvað miklu þær geta orkað.—En eftir að þær fengu fult frelsi og jafnrétti við karlmenn hafa þær sýnt það í öllu, að þær hafa hina fullkomnustu hæfileika til hvers sem er, og það engu síður en I karlmenn. Það var líka ungmær sem Ragna hét, sem gat komið þvi stórvirki i framkvæmt, að Haraldur Dofra- fóstri, sem beiddi hennar fyrir konu, lagði í það Wð brjóta undir sig all- an Nofeg til umráða. Noregur var þá 30 smá konungsríki, og var hann búinn að því 872, og þá giftist hún honum. En þetta varð til þess að ísland bygðist fljótlega göfugustu stórmennum Noregs og annara Evrópu mikilmenna qg höfðingja. Konur bindast nú samtökum, til þess að gleðja og hjúkra þeim, sem á einhvern hátt eru lamaðir,—af efnaskorti eða öðrunr líkams- eða sálarmeinum, og munu fáir geta fundið það betur en þeir, sem um langa æfi hafa háð harðan lífsbar- daga og eru komnir hingað særðir og mæddir, til að fá sér hvíld. Maður sér það alstaðar staðfest að kærleikurinn og lífsgleðin er bezti arður, sem getur verið allra, já allra eign. Og sá arður Htur til allra stétta mannfélagsins, sem ætti að bindast vináttuböndum, til að styðja hver annan. Það er fyrir konurnar sem bænd- urnir gera garðinn frægan. Konu- laus bær er álitinn sem sykurlaust kaffi. Konurnar hafa gjört mörg fátækujtu heimili að höllum, og í landnámstið og Gullöld Islands bjuggu menn aðallega, eða einvörð- ungu i torfbyggingum—bæjum. Hverki auður, ment né mál myndar framtíð bjarta, Heldur kærleiks sól í sál og sumargleði í hjarta. Eg, í umboði allra hér, þakka af hrærðum huga öllum, sem hafa heimsótt okkur í dag og vakið vor- fuglakliðinn í hugum okkar frá ætt- landinu og ástkæra, ylhýra, íslenzka málinu, ásamt hinum rausnarlegu veitingum, sem vel má líkja við erfisborðið hjá Auði djúpúðgu i Hvammi við Hvammsf jörð, eða erfi Hjalta í Hjaltadag, eða erfi, sem Ólafur Pá í Hjarðarholti í Dölum hafði eftir föður sinn.— Það eru einlægar óskir og bænir okkar allra, að þetta nýbyrjaða sumar láti ykkur öllum drjúpa smjör og öll önnur gæði af hverj- urh kvisti og strái, og það hvert sumar, er þið lifið hér i heimi. — í Jesú nafni. Amen. Fréttir frá Betel Þær eru nú fréttir helztar í þetta sinn, að tvö (eða tvenn) kvenfélög hafa komið í heimsókn til Betel fyr- ir skömmu. Kvenfélagið frá “Minerva” bygð- inni, suðvestur af Gimli, kom að vanda á Skirdag. Það kemur ár- lega í heimsókn þann dag, hverju sem viðrar. Komu þær með veizlu- föng með sér og veittu af rausn eins og undanfarin ár. í för með kon- unum voru ýmsir bændur, er hjálp- pðu til við ferðalagið, þar á meðal Guðmundur Fjeldsted, fyrrum þing- maður Gimli-kjördæmis. Hafði haUn orð fyrir aðkomufólki, en fyrir hönd heimilisins svaraði og þakkaði fyrir Lárus Árnason, greindur mað- ur og hagorður, er ort hafði kvæði fyrir þetta tækifæri. — Var síðan skemt með fjörugum, íslenzkum söng, þar til tími var til kominn fyr- ir konur að hverfa heim á leið. Er kvenfélaginu sem bezt þökkuð þessi ágæta heimsókn.— Önnur kvenfélagsheimsókn fór fram þ. 26. apríl. Þá var það kven- félagið “Framsókn” á Gimli, er heimsótti Betel. Var fyrst slegið upp veizlu, af konunum, er alt komu með með sér, og var veitt af rausn, sem hið fyrra sinrr. Að því búnu var komið saman í samkomusal heimilisins; las séra Jóhann Bjarna- son biblíukafla og flutti bæn. Voru og sungnir sálmarnir “Ó þá náð að eiga Jesú,” og “Nú gjaldi Guði þökk.” Til þess að þakka fyrir heimsóknina tilnefndi forstöðukon- an, Miss Inga Johnson, nýjan mann, er aldrei áður hefir flutt ávar|3 á Bietel. Það var Ásgeir Friðgeirs- son, er kom frá Kaliforníu síðast- liðið haust, en áður lengi átti heima í Árborg. Flutti Ásgeir skrifaða ræðu, er eg vona að send verði Lög- bergi til birtingar. Lárus Árnason las upp kvæði eftir sig, er hann hafði áður ort. Mrs. C. O. L. Chiswell | las upp fagurt vorkvæði, eftir Guð- mund Guðmundsson skáld. Voru síðan sungnir valdir íslenzkir söngv- ar, en Mrs. H. Benson, organisti Gimlisafnaðar, spilaði undir á orgel heimilisins. Heimsóknin að öllu ntjög ánægjuleg, eins og sú er var á Skírdag.— Hjólastóll til Ásgcirs Friðgeirssonar Þess var getið í fréttabréfi frá Betel á dögunum, að Ásgeir, sem er máttlaus í fótum, þyrfti að fá þess- háttar stól. Er nú von á stólnum innan tveggja til þriggja vikna. Framtakssemi í þessu efni er að yakka Jóhanni bónda Sæmundssyni í Árborg, er safnaði nokkru fé til að kaupa stólinn, en bætti síðan við frá sjálfum sér, fullum helmingi verðs- ins, að væntanlegu flutningsgjaldi meðtöldu. Mun eg síðar skýra bet- ur frá þessu, þegar stóllinn er kom- inn. Hækkar í verði. “Þetta er að hækka í verði,” sögðu þeir á íslandi í skopvisum forðum, þegar dýrtíðin var, og alt verðlag steig upp, og þar með pólitísk ótrú- menska, er áður hafði verið álitin mjög ódýr. Nú er það stjórnar- reikningurinn í dánarbúi Jakobs heitins Briem sem hækkað hefir. Upprunalega var krafan $720.00. Siðar kom upp, að ekki hafði verið rétt reiknað. Var þá sjálfsögð og nausynleg umbót gerð á reiknings- færslunni. Kom þá upp úr kafinu, að dánarbúið skuldar fylkinu $1475.95, nefnilega fullum helmingi meira en tilreiknað hafði verið i fyrstu. í hinni umbættu reiknings- færslu hyggja menn að séu bæði rentur og rentu-rentur. Auðvitað getur dánarbúið ekki greitt nerna nokkurn hluta af þessari upphæð.— Almenn vellíðan er nú á heimil- inu, eftir því sem getur verið og búast má við, þar sem hópur af gömlu og meira og minna hrumu fólki er saman kominn. (Fréttaritari Lögbergs). Kaflar úr sögu (Framh.) “En hafið þið haft það?” “Já. Pabbi reyndi að koma þvi á einu sinni, en það lukkaðist bara stuttan tíma.” “Af hverju þar það?” “Ó, það var nú margt. Menn skiluðu ekki bókunum. Það er erf- itt með samgöngur hér á vetrum. Sumir gátu ekki borgað tillagið, og ýmislegt þessu líkt. Svo það logn- aðist út af.” “Það var slæmt.” “Já, það var það.” “Hafið þið nokkuð til skemtunar hér á vetrum?” “Ekki er það nú margt.” “Þið dansið víst aldrei hér uppi i sveitinni ?” “Ekki er það nú teljandi. Það er stundum borið við á bæ hér langt frá, Brekku.” “Við skiftum okkur aldrei neitt um það,” bætti Asgeir við, með fyrirlitningu aðalborins sveitamanns á slíkum hégóma. Þau voru komin að bæjartröðinni í Nesi. “Hér skiljast þá leiðirnir,” sagði hann. Hún játti. "Vertu sæl og þökk fyrir sam- fylgdina.” Vertu sæll og þakka þér sjáifum,” sagði Borghildur og sneri hestinum heim tröðina. Á hlaðinu var nokkuð manna, Teitur, bóndinn frá Kinn á meðal þeirra. Borghildi fanst öll augu hvíla á sér er hún reið í hlaðið. Hún kastaði kveðju á fólkið, stökk af baki og reyndi að vera hnakkakert. Teitur í Kinn var stór veti, feit- laginn, mjúkur i máli og hreyfing- um. Ilann gekk í veg fyrir Borg- hildi og heilsaði henni með handa- bandi. Borghildur hafði aldrei séð hann fyr, en hún tók kveðjunni. “Þetta var Asgeir á Hamri,” sagði Elizabet. Elín krosslagði handleggina þétt að brjósti sér. “Hvar hafið þið ver- ið?” spurði hún. Það ískraði hláturinn í Einari, þegar hann teymdi hestinn norður hlaðið, fram hjá stúlkunum. Borg- hildi fór sem þeim, sem eltur er inn- an veggja, þar sem margar eru dyr, að hann hleypur ef til vill á þær sem sízt skyldi. “Hann beið mín á Teigsoddan- um,” anzaði hún, og flýtti sér inn í bæ. Elín rölti inn á eftir henni. Teitur tók upp tóbakspontuna, en fór að engu óðslega. Hann helti stórum haug af tóbaki á handar- bakið og saug hann upp í nefið, með sýnilegri ánægju. “Sko þá litlu! Hún ætlar ekki að veiða upp úr mögrustu bitana,” sagði hann við Þórð bónda og rétti honum pontuna. “Ætli það,” sagði Þórður, stemdi [ þumalfingur við sveigbeygðan visi- fingur og helti þar töluverðri hrúgu af tóbaki með snöggum hreyfingum, og tók í nefið. “Eg held þetta ha-fi bara verið til- viljun,” bætti hann við um leið og hann fékk Teiti pontuna aftur. “Máske það,” anzaði Teitur og lét kvöldgoluna blása um tóbakstroðið nef sér. “Hvernig heldurðu að Elliði á Hamri sé settur með hesta? Þórður vissi það ekki. “Nema hvað hann hefir alt af nokkuð,” bætti hann við. Framh. WILSON’S Vér höfum nú til sölu nýjustu tegundir af Lawn Furniture og Sun Room Suites með talsverðum, afslætti. Sterkir “deck” stólar, sem hægt er að leggja saman....$1.85 með viðarbríkum fyrir handleggina ...............$2.25 Þægile'gur “deck” stóll með fótabrík, fallega fóðraður....$3.75 (Þessir stólar fást með mismunandi litum). Sun Room Suites af fegurstu gerð. Þrjú stykki. Tága-sófi, ruggustóll og vanalegur setustóll. Vanaverð $47.50; Sérstakt verð ............................$29.75 Vægir borgunarskilmálar, ef þess er* æskt. Þér hagnist á að skifta við Wilson’s 352 MAIN STREET

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.