Lögberg - 10.05.1934, Blaðsíða 6

Lögberg - 10.05.1934, Blaðsíða 6
6 LÖGBEfRG, FIMTUDAGINN 10. MAÍ 1934. »---------—-----------------------------» Maðurinn frá Indiana Eftir BOOTII TARKJNGTON —«—-------—----—«— ------—>—v 1 sama leiftrinu sá Helen hvernig g’rein- ig greinar aldintrjánna sveigðust fyrir storm- inum, eins og öldur í ólgusjó. Regnið féll úr skvjunum eins og gluggar himinsins hefðu opnast upp á gátt. ÞaS var ekki lengur mögu- legt aS hafast viS úti. Helen hljóp aS bak- dyrunum og lyfti lokunni. Vindurinn fleygSi opinni hurSinni og hún gat ekki lokaS henni aftur, hvernig sem hún revndi. ÞaS dó á lampanum, sem stóS í ganginum. “Helen! Helen!” hrópaSi Minnie. “ViS ætluSum rétt aS fara aS leita aS ykkur Ertu ekki orSin holdvot?” Willett lagSist á hurSina og tókst loks aS loka henni. Minnie náSi hönd vinkonu sinnar og leiddi hana inn í -stofuna, þar sem dómarinn sat meS bók, í einum hægindastóln- um og reykti vindil sinn í makindum. Lige hló um leiS og þau gengu fram í stofuna. “Þú hefir víst reynt mikiS aS loka hurSinni, ritstjóri góSur.” Þau komu nú fram í birtuna. “Nei. Hvar er Harkless! Kom liann ekki meS okkur aS framan?” “Nei,” svaraSi Helen. “Hann er far- inn. ” Hún fleygSi sér niSur á legubekkinn og brá hendinni fyrir augun til aS verjast of- birtunni. “Farinn!” Dómarinn slepti bókinni og honfSi á Helenu. “Hvenær fór hann—hvert fór hann!” “Fyrir nokkru,—fyrir einum tíu mínút- um eSa hálftíma. Eg veit ekki hvaS langt er síSan. ÞaS var áSur en regniS skall á. ” “Jæja,” sagSi dómarinn og lét sem sér hægSi. “Hann hefir líklega þurft aS ljúka verki sínu og viljaS komast heim áSur en rigndi. ” Lige var orSinn náfölur. “HvaSa leiS fór hann! Hann fór ekki um frámhliSiS, viS vorum þar þegar byrjaSi aS rigna. ” ‘' Hann fór um garSshliSiS. Þegar hann kom út k veginn sneri hann í þessa átt.” Hún benti í vestur. “Hann hefir veriS brjálaSur,” hrópaSi dómarinn. “HvaS gat honum gengiS til !” “Eg gat ekkert ráSiS viS hann. Eg vissi ekkert hvaS eg átti aS gera.” Hún leit til skiftist á viiri sína og varS gagntekin af skelfingu. Minnie hafSi ósjálfrátt gripiS um handlegg Lige og horfSi í kringum sig ótta- slegin. Lige starSi niSur fyrir sig og sagSi ekki orS; dómarinn stóS upp og gekk fram og aftur um gólfiS. Helen reis á fætur og gekk til dómararLS. “GtiS minn góSur,” hrópaSi hún, “eg var búin aS gleyma því. ÞiS haldiS þó ekki aS þeir—” “Eg var ljóti asninn aS sleppa augum af honum, ” sagSi Lige. “Ef til vill hefir hann snúiS viS aftur og fariS heim, en hver veit hvaS hann hefir gert. Eg verS aS reyna aS ná í hann.'' Lige gekk aS framdyrunum og opnaSi þær. Stormurinn var ægilegur og blés inn regninu svo aS gangurinn varS rennblaut- ur. Briscoe gekk á eftir honum. “Þetta er br jálæSi. Þú ætlar þó ekki út í þetta veSur ! ’ ’ Lige hristi höfuSiS. Þeir gátu tæplega lokaS hurSinni báSir. Ungi maSurinn hallaSi sér upp aS veggnum og strauk blautri erminni yfir enniS. “Eg hefSi ekki átt aS sleppa honum. ’ ’ “Vertu ekki aS hræSa stúlkurnar,” hvíslaSi dómarinn, svo hækkaSi hann röddina. “Eg er bara smeykur um aS hann devi úr kulda, eSa fjúki algerlega burt héSan, annaS hræSist eg ekki. Þrjótarnir fara vaj-la aS gera honum nokkuS mein, ekki þarf aS óttast um þaS.” “En í fyrramáliS—" “Vitleysa! Hann er aS öllum líkindum kominn heim nú. ” Þeir gengu inn í stofuna aftur. iStúlkurnar sátu á legubekknum og Helen hélt í hönd Minnie. “HvaS hal-diS þiS? Er nokkur hætta?” Rödd hennar skalf og hún komst ekki lengfa. Dómarinn klappaSi henni á kollinn. “Nei, nei. Hann er kominn heim, en hætt er nú viS aS hann hafi blotnaS dálítiS. Hann getur séS um sig, drengurinn sá. Sestu niSur, Lige, þú ferS ekki út ifyrst um sinn. ” ÞaS varS orS aS sönnu. Stormurinn hélst fram eftir nóttinni. Dómarinn sagSist ekki muna slíkt ofsarok. ÞaS brakaSi í trjánum, og þrumurnar dundu sífelt. Dómarinn kveikti í pípunni sinni og sagSi þeim langar sögur af ýmsum fellibvljum, sem hann mundi eftir. Hann talaSi rólega og blés reyknum í hringj- um upp í loftiS, en Helen sá aS gamli maSur- inn var í geSshræringu. Hún sat þögul og hélt þétt í hendina á Minnie. Svona liSu nokkrar klukkustundir. Willett varS órórri meS hverju augna- bliki sem leiS. Samt lét hann sem ekkert væri, viS stúlkurnar, en hafSi oft orS á því hve gálaus hann liefSi veriS. Hann vissi aS ungu mennirnir í Piattville myndu hlæja aS sér fyrir ómyndarskapinn. Þá var hann sí- felt aS standa upp og ganga aS glugganum, til aS sjá hvort vindinum slotaSi nokkuS.* Loks lægSi veSriS svolítiS og Lige bjóst til ferSar. Hann kvaddi Helenu en sagSist koma meS morgninum til aS fylgja henni á stöSina. Hann lét í veSri vaka aS Harkless myndi eflaust kominn heim. Þau kvöddust og hann hélt út í myrkriS. Herbergi þaS sem Helen svaf í var á annari hæS hússins og gluggarnir sneru móti norSri. Úr gluggunum mátti sjá út á slétt- una og góSan spöl eftir akbrautinni. Vinkonurnar fóru upp stigann og inn í herbergiS. Minnie fór aS svipast eftir eld- spýtum. “1 öllum bænum kveyktu ekki,” sagSi Helen. “Eg þarf ekki ljós.” Minnie gekk til hennar og' lagSi hendina á enni henn- ar. Kaldur sviti var á enninu. Hún dró Helen aS sér og þær settust báSar á rúmiS. “GóSa mín, þú mátt ekki taka þér þetta svona nærri. ÞaS gengur ekkert aS honum. Svo áttir þú enga sök á því aS hann fór. Þeir gera honum ekkert meSan veSriS er svona. ” En Helen svaraSi engu. Hún stóS á fæt- ur aftur og gekk aS glugganum. ÞaS var víst henni aS kenna aS hann fór; hún hafSi sent hann einann út í óveSriS. Hún hafSi gleymt hættunni, sem ávalt vofSi yfir honum. Hún, sem hafSi séS þessa óþokka reyna aS drepa hann kveldiS áSur. Þá hafSi hún hlaupiS til hans, svo hann sakaSi ekki, en nú hafSi hún látiS hann fara einan. Bn hvaS hefSi hún annars getaS gert til aS aftra honum. Hún starSi út í myrkriS og grét. Storminn hafSi la*gt dálítiS, en þó var enn ofsaveSur. Eldinga leiftrum brá fyrir alt af viS og viS. ÞaS var sem eldingarnar dönsuSu á skýjunum; stundum lant í burtu, en stundum svo nærri aS manni lá viS ofibirtu. Svo varS aftur koldimt. Nú kom önnur elding og fylgdu henni svo mikil þruma aS húsiS skalf aS grunni en yfir dynkina heyrSi Minnie aS vinkona hennar rak upp neySaróp og hörfaSi frá glugganum. Minnie stökk á fætur. “HvaS er aS?” “HorfSu!” Helen dró hana meS sér út aS glugganum. “SjáSu þegar birtir aftur,— þarna hjá girSingunni hinum megin viS akr- ana. ’ ’ “HvaS sástu? HvaS sýndist þér?” Nú kom ein eldingin eftir aSra. Helen benti meS ákafa. “SjáSu,” hrópaSi hún. “Eg sé ekkert nema leiftrin,” svaraSi Minnie. “ Jú, þarna hjá girSingunni og úti í akr- inum.” “GóSa Helen, hvaS annars sérSu?” “Ó,” svaraSi hún. “Einhverjar hvítar verur, óttalegar verur—” “Hvernig eru þær?” “Minnie, Minnie! Þær voru í síSum, hvítum hempum meS hvítar skýlur og voru aS klifra yfir girSinguna.” Helen slepti Minnie. “HorfSu nú vel. Þú hlýtur aS sjá þær.” “Þeir myndu ekki fara aS gera lionum nokkuS,—þaS eru ekki þeir. Svo er engin vera úti í svona veSri,” sagSi Minnie. “Þeir eru víst hræddir viS regniS. ÞaS er ögn líklegt,” hrópaSi Helen og hló æSis- lega. “Þeir þola líklega ekki aS blotna. Nei, nei, þeir myndu ögn hræSast storminn. Já, og' eg slepti honum út í þetta—eg lét hann fara!” Þær stóSu fast hver hjá annari, báSar skjálfandi, og störSu út um gluggann. “SjáSu!” Langt úti á sléttunni sást einhver hvít vera rétt som snöggvast; hún virtist rísa upp úr jörSunni og hvarf um leiS og myrkriS skall á aftur. “Sástu þaS nú?” En Minnie kastaSi sér niSur í stól og rak upp feginshlátur. “GóSa mín,” hrópaSi hún. “ÞaS eru ekki ótal hvítar verur; aSeins ein. ÞaS er hræSan hans Jones gamla. Hún fauk rétt um leiS og viS horfSum á hana.” “Nei, eg sá ótal aSrar; þær voru i akr- inum. Þegar eg sá þær fyrst voru þær allar viS girSinguna, en núna var sú seinasta aS klifra yfir. — Og eg lét hann fara.” Minnie stóS upp og gekk til hennar. “GóSa besta, vertu ekki aS ímvnda þér þetta, —J>etta er alt ímyndun. Harkless er kominn heim til sín fyrir löngu. Eg þekki hræSuna lians Jones, eg 'hefi svo oft séS hana. Þér hefir sýnst þær margarþbara af því þú ert svo æst í skapi.” Svo tók hún Helen í fang sér eins og barn og reyndi aS hugga hana. Þær grétu báSar ofurlítiS, eins og stúlkum er tamt, síSan bauS Minnie góSa nótt og fór út úr herberginu. Hvin kallaSi til hennar eftir aS hún hafSi lokaS hurSinni: “Mundu nú aS fara aS sofa, þér veitir ekki af því, ef þú ætlar burtu í fyrramáliS. Eg veit ekki hvaS verSur um okkur föSur minn, þegar þú ert farin. Hugs- aSu nú ekki meira um óhræsLs hraSuna. GóSa nótt.” “GóSa nótt,” svaraSi Helen, í veikum róm. Hún gat ómögulega sofnaS hveraig sem liún reyndi. Vindurinn hvein í þakspæn- inum, en Helen varS þess tæpast vör. Hún fór á fætur og þvoSi sér úr köldu vatni, svo tók hún sér stól viS gluggann og sat þar. Loks slotaSi veSrinu og nú heyrSust aSeins drunur í f jarska meS löngu milliibili. Þrumu- guSinn keyrSi burt í skýjunum. BráSlega varS alt kyrt, aSeins fáeinir regndropar féllu á húsþakiS. Smám saman eyddúst skýin og morgnnstjarnan sást óglögt í gegnum mystriS. Alt var orSiS þögult. Grá móSan steig upp af rennvotri sléttunni. Hundur byrjaSi aS spangóla í þorpinu, annar tók undir og hljóSiS margfaldaSist. Svo varS aftur dauSa- þögn. Helen sat viS gluggann. Hún var hætt aS gráta, en var jafn eirSarlaus. Alt í einu heyrSist hringing frá þorpinu. Klukkunni var hringt án afláts. Helen þorSi ekki aS draga andann. Hún opnaSi gluggann. Hring- ingin hætti. AustriS var fariS aS grána. Nokkru seinna heyrSist annaS hljóS. ÞaS voru hófaskellir á blautum veginum. Hestur- inn kom meS fleygiferS. Einhver aS sækja lækni, hugsaSi ’hún. Nei: skellimir færSust nær. ÞaS var einhver aS koma. Hesturinn jók ferSina, hann var næstum kominn aS liús- inu. Svo staSnæmdist hann viS húsvegginn. Glugginn til hægri handar var opnaSur og dómarinn ræksti sig áSur en hann talaSi. ‘ ‘ Hver er þar! Ert þaS þú, Wiley ? HvaS gengur á.” Briscoe talaSi hægt og stillilega, en var þó mikiS niSri -fyrir. “HvaS gengur aS, Wiley?” “Hvenær fór Harkless héSan, dómari. Hvert fór hann?” Dómarinn svaraSi ekki strax. Minnie stóS framan viS herbergisdyrnar. “Klukk- an hefir veriS um hálf tíu var þaS ekki?” kall- aSi hún inn um dyrnar. ‘ ‘ Og Helen hélt hann hefSi fariS í vestur. ” “Wiley!” Gamli maSurinn teygSi sig út um gluggann. “Já,” svaraSi liinn. “Hann fór héSan klukkan hálftíu,—rétt fyrir óveSriS. Þær héldu aS hann hefSi fariS í vesturátt.” “Þakka þér fyrir. Willetts er svo ringl- aSur, aS hann man ekkert.” “Wiley.” Rödd dómarans skalf, og Minnie fór aS hágráta. MaSurinn sneri hestinum í áttina til þorpsins. “ Wiley, ” hrópaSi dómarinn. “HvaS.” “Þú heldur þó ekki—, þeir hafa þó ekki náS honum?” “Skratti hræddur um þaS, dómari,” svaraSi hinn og sló til hestsins. 10. KAPÍTULI. Ráðhús-klvtkkan. RáShúsklukkan aS hringja um hánótit! Ekki eins og þegar Schofields Henry tók í strenginn. Nú var annar bragur á. ÞaS glumdi í öllu, og slögin komu ótt og títt. Klank! klank! klank! Svona hringdi liún sjaldan. * RáShús-klukkan hafSi hring þegar Gar- field var drepinn og þegar aSrir merkir menn höfSu dáiS. Hún hafSi hringt meS fagnaSar- brag, þegar þrælastríSinu lauk, en^aðteins þrisvar hafSi hún hringt svona. Fyrst þegar Webb Landis drap Sep Bardlock og lokaSi sig síSan í viSarskýlinu og varS ekki tekinn lifandi, í annaS sinn, þegar lestin fór út af sporinu nokkra faSma frá stöSinni, og þegar mylnan lians Hibbards brann. Því var klukkan aS hringja nú? Karlar ög konur vöknuSu meS andfælum og litu út um g'luggana. Hvergi var eldbjarmi sjáanlegur. HvaS gat þaS veriS? Enn hringdi klukkan. ÞaS var eitthvaS alvarlegt á ferSum: þaS leyndi sér ekki eftir hringingunni. Hér og þar sáust menn á hlaupum. MaSur á hestbaki þeysti eftir götunni. HávaSi og læti heyrSust alstaSar. Ljós voru kveikt í hverjum glugga. Menn komu hálfklæddir út úr húsum sínum. Einn spurSi annan. Þannig barst fréttán manna á milli. Menn hlupji hús úr húsi. Böm og gam- almenni hvísluSust á, strákarnir hrópuSu hver til annars. Klukkan tilkvnti tíSindin um alla sveitina og símskeyti fluttu þau til fjarlægra borga. “Hvítu húfurnar” liöfSu náS í Harkless. Lige Willetts liafSi tapaS af honum hjá Briscoe dómara, sagSi fréttin, og komiS eftir miSnætti til þorpsins, til aS leita hans. Hann hafSi fvrst séS Parker, sem var yfirmaSur í prentsmiSjunni, Schofield prentara og Bud Tipworthy aSstoSarmann hans. Þessir voru allir viS vinnu sína, en Harkless var ókom- inn. Þessir allir fóru svo yfir aS húsi rit- stjórans en þangaS hafSi hann ekki komiS. Þá var spurst fyrir í öSrum húsum, þar sem líklegt var aS hann hefSi leitaS skjóls um nóttina. Svo höfSu þeir beSiS fram undir morgun og ekki kom Harkless. ÞaS var aS- eins um eitt aS ræSa. Einhverjir liöfSu náS í hann. Fyrst var fariS til Warren Smith, mála- flutningsmanns sveitarinnar, og vinar Hark- less. SíSan til Ilorners fangavarSar og Wiley aSstoSarmanns hans. William Todd þaut af staS til aS hringja klukkunni. Fyrst varS aS finna Harkless. SíSar meir yrSi ein- hver aS svara fyrir gerSir sínar. Um tíma leit út fyrir aS vandræSin ætluSu aS byrja strax. Mennirnir höfSu safnast saman í fer- hyrninginn. Flestir voru vopnaSir og í æstu skapi. ÞaS var fariS aS birta og hópurinn orSinn óþolinmóSur. Allir voru látnir sverSa lögreglu-eiS, eins og lög mæltu fyrir. Warren Smith ávarpaSi mennina í hópn- um og ráSlagSi þeim aS fara aS öllu stillilega. Þeir svöruSu meS háSsyrSum og skömmum, en hinn lét ekki bugast. Hann reyndi aS leiSa þeim fyrir sjónir aÖ enn væri engin sönnun þess aS “hvítu húfurnar” hefSu tekiS Iiark- less, ef hann á annaÖ borS hefSi veriS tekinn. Hann minti þá á aÖ Harkless hefSi ætíS vilj- aS aS lögum væri fylgt. RéttlætiÖ næSi fram aS ganga, þó fariS væri rólega í sakirnar. “RéttlætiS,” hrópaSi einhver í þvögunni og sveiflaÖi langri leSuról yfir höfSi sér. “Þú talar um rétt og lög, en veist ekki nema búiS sé aS taka manninn og misþvrma honum eSa drepa. Þú ert aS hugsa meira um atkvæSi viÖ næstu kosningar, beldur en um réttlæti. HvaS erum viS aS gera hér, annars? Til livers er aS hlusta á þig?” AÖ þessu var gerSur góSur rómur, og flestir liefSu líklega þotiS af staS út aS Ivross- götunum, ef nýr orSrómur hefSi ekki komiÖ upp og borist manna á milli á svipstundu. Fréttin var sú, aS fjárglæframennirnir tveir, sem teknir höföu veriS daginn áSur, væri komnir úr varSlialdi. Þeir höfSu brotiS upp gluggagrindurnar meS járnkarli og sloppiS í óveSrinu. Þá mundu menn aS þeir höfSu haft í hótunum viS Harkless. Þeir höfSu marg- sinnis svariS þess heit í ábeyrn Bardlocks, aS þeir skyldu hefna sín á ritstjóranum. Smith var ekki lengi aS sjá aS þetta var hægt aS nota til aS stöSva æÖi fólksins. Hann kallaÖi því á Horner fangavörS ,og lét hann lýsa þvú yfir aS fangarnir væru liorfnir— hefSu horfiiS um nóttina, meÖan óveSriS stóS sem hæst. “Þarna sjáiÖ þig,” kallaSi lögsóknarinn, “aS ómögulegt er aÖ saima aS Krossgötu- menn séu valdir aS hvarfi Harkless. Þessir tveir bófar sluppu um líkt leyti og hann var á heimleiÖ. ViS skulum fara skynsamlega aS öllu, góSir borgarar. Horner hefir nú sent skeyti til allra bæja í sveitinni og þjófarnir ættu aÖ finnast bráSlega. ÞaS er bezt aS þiS fariS nú lieim til ykkar, fyrst um sinn.’P ÞaS var auSséS aS mennirnir höfSu látiS sér segjast viS þessar fortölur, nema hvaÖ engum datt í hug aÖ fara heim til sín. Nú tóku allir til máls í einu og varS þá svo mikill hávaSi að ekki heyrSist orSas'ktil. Flestir voru blótandi og ragnandi og undu því illa aS geta ekkert aShafst. Lögsóknarinn var í mestu vandræSum og horfSi þungbúinn yfir hópinn. Þá steig Ephraim Watts upp á ráðhúss- pallinn. Hann var vel og þokkalega til fara, eins og hans var siSur. Hann veifaSi hand- leggnum, og allir þögnuðu. Allir vúldu lieyra hvað Watts hefði að segja, því hann var ekki talinn gætinn til orða eða verka. Flestir héldu að hann myndi nú flytja æsingaræðu, og voru því fúsir á að hlusta. Watts tók til máls og talaði hægt og með áherzlum: “Háttvirtu herrar, mér sýnist að bæði herra Smith og herra Ribshow (hann benti til mannsins meS svipuna) muni hafa rétt fyr- ir sér. Hvað erum við liér aS gera? Fyrst verðum við að komast að því hvar Harkless er niðurkominn. Nú VirSist líklegt að svika- hrapparnir tveir séu, ef til vill, valdir að hvarfi hans; viS skulum því leita þeirra fyrst. Dreifið ykkur um alt héraðið og leitiS þeirra. Þegar eitthvaS fréttist nánar, verður blásið þrisvar frá mylnunni hans Hibberts. LeitiS þangaS til þiS heyrði blístriS. Þá, vinir mín- ir,” og Watts leit liáðslega til lögsóknarans, “l>á getum við ákveðiS hvað bezt verði að gera.” . Þegar sólin kom upp sást enginn á ferÖ í Ivrossgötum. Smiðjan var lokuS og veitinga- kráin læst. ÞaÖ sást ekki svo mikiS sem svín í forarpollunum. Engár kralckar léku sér framan viS kofa-garmana. Akrarnir voru mannlausir og druslum troðið í kofaglugg- ana, þar sem rúður voru brotnar. Leitar- menn riSu þarna fram hjá, af og til, nokkrir í hóp, sáu enga lifandi veru og létu blótsyrSin fjúka óspart. Einu sinni þegar Wilev fór einn eftir götunni kom stór og illilegur hund- ur undan einum kofanum. Hann urraði grimdarlega, en hopaði strax undan því maS- urinn sló byssuskeftinu í hausinn á kvikind- inu. Seppi gaf ekki frá sér liljóð en lokaði augunum og skreið aftur ofan í holuna.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.