Lögberg - 10.05.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 10.05.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 10. MAl 1934. 7 y Elin Ólafsson ij Fædd 15. ágúst 1856 Dáin 28. febrúar 1934 Elín SigríÖur Ólafsson var fædd .1 Horna- brekku í Ólafsfirði í Eyjaf jarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Jón Jónsson snikkari og GuíSfinna Jóns- dóttir frá Hornabrekkti í ÓlafsfirÖi. Þau hjónin eignuÖust fimm börn: tvo drengi, sem báÖir drukn- uÖu á unga aldri og þrjár dætur, Jónu, Sólveigu og Elínu. Elín var ynsta barnið. Elín fluttist fyrst til Kaupmannahafnar, og dvaldi þar nokkur ár. Hún fluttist til Ameríku árið 1888 og settist að í Winnipeg. Þann 19. maí 1890, giftist Elin Gísla Ólafssvni, kaupmanni í Winnipegj Hann var einn af atkvæða- mestu íslendingum í Winnipegborg* á sínum tíma. Gísli lézt í ágústmáuði 1909. Þau hjón, Gísli og Elín, eignuðust eina dóttur, sem heitir Alpha. Hún er búsett í \Minnipeg, gift Herbert J. Scott, lækni. Elin heitin var vönduð kona og vel látin. Sið- ustu árin bjó hún ein i.húsi sínu að 663 McDermot Ave. í Winnipeg. Hún lézt, eins og fyr segir, 28. febrúar s. 1., eftir langt og erfitt sjúkdómsstríð. Séra Björn B. Jónsson stýrði kveðjuathöfninni frá heimili hinnar látnu. Síðan var likið jarðsett í grafhvelfingu ættarinnar í Elmwood grafreitnum. Lykillinn (Sögur ömmu) Þorbjörn hét maður, hann bjó að Hlíðarenda. Kona hans hét Þór- hildur. Næsti bær við Hlíðarenda var Geirastaðir. Þar bjó maður, Egill að nafni. Egill var gildur bóndi og þjóðhagasmiður og atorku- maður í hvívetna. Hann var vel virtur af allri alþýðu. Þorbjörn var mikill búsýslumað- ur, hygginn vel og talinn forvitri og forn í skapi. Hann var gerhugull i öllum viðskiftum og naumtækur í útlátum. Deildi hann frá vistir til heimilisþarfa hvern dag, mátti ekki út af bregða. Lóft var á bænum; þar geymdi Þorbjörn matarforða allan, peninga og aðrar gersemar; voru þar byrgðir miklar. Ekki leyfði Þorbjörn öðrum um- gengni um loftið. Mátti enginn annar stíga þar fæti sínum, og fékk enginn að vita um ríkidæmi það, I sem þar var. Þar kom að Þorbjörn þóttist verða þess var, að gengið væri á loftið; saknaði hann ýmislegs matar- kyns, en engan gat hann staðið að gripdeildum. Kom Þorbjörn eitt sinn að máli við Egil á Geirsstöðum og falaði af honum, að hann smíð- aði vandaða skrá fyrir loftshurðina. Tók Egill því vel. Eftir all-langan tíma var skráin fullgerð og hin vandaðasta. Tók Þorbjörn skránni feginshendi og gekk frá henni. Var nú alt kyrt um hrið. Þórhildur, kona Þorbjarnar, var skyld Agli á Geirsstöðum og konu hans; var vinskapur mikill þar á milli. Kvartaði Þórhildur löngum yfir naumum skamti bónda síns til búsþarfa; sagði að vinnufólkið hefði alt ilt á hornum sér við sig, en bóndi sinn slyppi hjá þvi að öllu. Gat hún þess, að það hefði komið fyr- ir, að vinnufólk sitt hefði gert sig sekt í smáhnupli utan heimilisins, til þess að seðja hungur sitt. Tók Þórhildur sér þetta mjög nærri. Eitt sinn er Þórhildur ræddi raunir sínar fyrir þeim hjónum, hreyfði hún þvi við Egil, hvort hann myndi ófáanlegur til þess að smíða lykil fyrir loftshurðina. Taldi Egill sig undan því með öllu, og kvað það prett í garð Þorbjarnar; taldi hann líklegt að Þórhildur mundi ekki hafa mikil not af lykl- inum; segði sér hugur um það, að honum sjálfum mundi standa lítil gæfa af því smiði. Ekki lét Þórhíldur letjast að á- málga þetta við Egil, og með lið- veizlu konu hans fékk hún áunnið það, að Egill hét að smíða lykilinn. Nokkru síðar fékk Egill Þórhildi lykilinn og áminti hana alvarlega um að láta hann aldrei bera fyrir augu bónda síns, sagði hann, að undir því væri komin gæfa sín, og bað hana að láta það ekki bregðast. Hét Þórhildur öllu góðu um það. Þorbjörn geymdi vandlega lykils sins nótt og dag; var lykillinn á festi, sem hann bar um hálsinn. Eitt sinn er Þorbjörn vildi ganga á loftið, sá hann að það stóð lykill í skránni; brá honum illa við þá sjón. Tók hann lykilinn og fór með hann út á stein á hlaðinu og braut hann í möl og sagði að ekki skyldi lykill sá verða að meini. Bar Þorbjörn á Egil að hann hefði srníðað lykilinn, því að enginn bæri þekkingu á skránni nema hann. Egill gerði hvorki að játa eða neita, en lítil sáust iðrunarmerki á honurn I út af þvi. Iðulega var margmenni saman komið að Hlíðarenda. Var það eitt sinn, að Þorbjörn bauð-hinum heldri bændum inn í stofu “upp á staup.” Afþakkaði Egill boð Þorbjarnar og kvaðst aldrei bragða vín. Þor- björn varð fár við og mælti: “Ekki þarftu að láta svo stórt að vilja ekki þiggja staup af mér, því eg má þér það vel segja, að þú átt eftir að verða drykkjumaður svo mikill, að ]>ú munt eiga fáa þína líka.”------- Grímur hét maður. Hann bjó að Tlafrafelli. Var bær sá í sveit í fjarlægð við þá Egil og Þorbjörn, en í þjóðbraut. Þá var siður að færa frá, og var búsmali setinn fram að heyskap, eftir ]>að var fénaði slept og smal- að á málum, en smalinn látinn vera við heyskap á daginn. Tíðkaðist þetta allvíða. Eét og Grímur bóndi sleppa búpening þegar leið fram á heyskap. Það var eitt sinn um h,eyskapinn, að kepst var við að taka saman þur- hey og flytja í hlöðu; var dagur mjög þrotinn þegar því var lokið. Það kom sér vel að það var sunnu- dagur að morgni og gátu menn jafn- að sig eftir bindinginn. En ekki var smalanum boðið til setu, því nú varð hann að fara að elta búsmal- ann og koma honum heim til mjalta. Gekk það fremur treglega og þeg- ar heim kom, vantaði nokkrar ær. Bar Grímur bóndi sig illa út af því; skipaði hann smalanum, að hann yrði að fara snemma á fætur næsta dag og leita að ám þeim, sem vant- aði. Þótti honum óvænkast fyrir 1 KAUPIÐ AVAUT LUMBER THE EMPIRE SASH*& DOOR CO. LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET. WINNEPEG, MAN. PHONE 95 551. sér, en ekki dugði að mæla á móti. Sunnudagurinn rann bjartur og heiðskír. Jón smali Gríms á Haf- ursstöðum vaknaði við það, að sól- in skein framan í hann ; mundi hann nú eftir ærtapinu, brölti hann fram- an á, eftir að hafa núið stýrurnar úr augunum. Ekki var Jón smali í góðu skapi og ekki hýr á svipinn; muldraði hann fyrir munni sér vísu- part, sem hafði borist inn í andlegt forðabúr hans frá Kristjáni vinnu- manni: “Misjöfn eru manna kjör. Mun það víða sannast.” Vísuparts þessa þótti Jóni smala gott að grípa til, þegar hann var í vondu skapi. Jón tróðst einhvern veginn i larfana og hafði sig út á hlað. Það var logn og al-heiðríkt. “Hvað það var gott að láta blessaða sólina verma sig og hressa! Maður má til með að fá að njóta svolítillar stundar unaðar.” Jón gekk að hestasteininum og sett- ist á hann og horfði umhverfis. Seinustu þokuhnoðrarnir voru að hverfa af ánni fyrir neðan bæinn; fuglarnir voru risnir úr rekkju; spóinn, sjálfboða prédikarinn, var stiginn í stólinn og flutti “vellu- spjall” méð vanalegum sköruleik; það heyrðist til lóunnar af og til, en rödd spóans yfirgnæfði. Andahóp- ur kom á hraðflugi sunnan úr landi og stefndi til hafs; þær flugu þegj- andi, en flugþytur heyrðist. Það var farið að rjúka á Þverá, næsta bæ við Hafursstaði. “Steinka ráðskona er þá komin á fætur og farin að hita morgunkaffið. Það er sagt að hún veki ávalt vinnufólk- ið með morgunkaffinu — ‘misjöfn eru manna kjör’—það má nú segja.” Jón blístraði og Táta, smalatík Jóns, kom þjótandi fyrir bæjarhornið; hún settist fyrir framan hann með háværum geispa og horfði framan í Jón, eins og hún vildi segja: “Hvað á þessi fótaferð fyrir allar aldir að þýða?” Jón lézt ekki sjá augna- ráð hennar og gaf sér ekki tíma til annars en að njóta umhverfisins. Jón rendi sér niður af steininum; Táta teigði sig og fetti og tók svo á rás niður að ánni á undan Jótii. Hún brá tungunni nokkrum sinnutn að vatninu og öslaði svo yfir ána. Jón óð út í miðja ána og stóð þar um stund. “Það ðr svo gaman að horfa niður í botninn.” Það sáust alla vega litir steinar: dökkbláir, rauðir og gráir, og hvít-bleikir steinar með ljósrauð- um dílum. Jóni þótti gaman að horfa á vatn- ið belgjast upp við fæturna, straum tnegin, um leið og það rann áfram. “Hvað skyldi hún Þórey blessuð þjónustan mín segja, þegar hún dregur af mér plöggin? Jæja, mér þarf nú reyndar ekki að bregða við ; hún er svo oft búin að lýsa því í heyranda hljóði hvað Jón svnali sé hirtinn. Ek skelli bara við því skoll- eyrunum—bara eg gæti nú fundir bannsettar ær-hroturnar.”----- Nú var ferðini stefnt upp á Nyk- urhnjúk. Þaðan var útsýni gott; ekki óhugsandi að það sæist eitt- I ltvað til ánna. Nykurhnjúkur var gantall grasi- vaxinn gígur; var djúp og knöpp skál í gíginn og djúp tjörn í botn- inum; var sagt að það væri rnilli- gangur frá tjörninni að sjónum og hækkaði og lækkaði vatnið við flóð og 'fiöru; sagt var að nykur einn ætti sér bústað í tjörninni, höfðu menn það að munnmælutn, að eitt sinn væru ntenn á ferð nálægt gígn- um, sáu þeir til nykursins og' fóru að elta hann. Nykurinn tók á rás upp Nykurhnjúk og ofan í skálina, stevpti hann sér í tjörnina. Skildi þar nteð þeim. , Jón komst með allmiklu erfiði upp á hjúkinn og fór að horfa yfir. Jóni varð litið ofan í skálina, sá hann tvo nienn á tjarnarbakkanum; höfðu þeir tekið eftir Jóni og voru að stinga saman nef jum. Þetta voru 1 vinnumenn þar í sveit og þekti Jón þá báða. Þórður hét annar; kallaði hann á Jón að koma til sín. Þegar Jón bar að stóð hann sem steini lostinn. Á allstórri hellu var peningahrúga mikil; voru það mest silfurpÆingar, sem kölluðust “spe- síur.” Sumir peningarnir voru sýnilega nýlegir, aðrir voru orðnir dökkir af elli; nokkrir koparpen- ingar sáust innan um. Aldrei á æfi sinni hafði Jón séð a£ra eins pen- ingahrúgu. Hann var svo íorviða, að hann gat ekki komið upp nokkru orði. Hann gætti ekki annars en að horfa á peningana. Alt í einu tók Þórður undir sig stökk og réðst á Jón og rak hann undir sig, gerði sig liklegan til þess að kyrkja hann. Jón hljóðaði hvað af tók og baðst vægðar; ekki vildi Þórður sinna því fyr en Jón hafði sagt honum í hvaða erindum hann var. Lét Þórður hið illmannlegasta og sagði: “Nú eru tveir kostir fyr- ir höndum, Jón. Annar er sá, að eg kasti þér í Nykurtjörn, verður það þinn bráður bani; hinn er, að þú sverjir þess dýran eið, að segja aldrei frá því, að þú hafir orðið á- skynja um ferðalag okkar hér og að þú getir aldrei um það, sem þér bar fyrir augu þennan morgun. Sá Jón sér þann kost vænstan að sverja þetta. Lét þá Þórður Jón standa upp og tók nokkra silfurpeninga úr hrúg- unni og fékk Jóni og sagði honum að fara leiðar sinnar. Skildi þar með þeim. Þennan sama sunnudag bar ferða- menn að garði á Hafursstöðum. Sögðu þeir þá frétt, að rán hefði verið framið að Hlíðarenda siðast- liðna nótt; hafði verið geugið á loft Þorbjarnar og stoliö þaðan 400 spesíum. Verksumnierki sáust eng- in; hurðin var læst og glugginn sýnilega áhreyfður, en peningaskrin Þorbjarnar stóð op;Ö og peningarn- ir horfnir. , \ ar margt rætt um atburð ]>enn- an og lögðu menn margr til. Eng- inn lagðist grunur á Egii á Geira- stöðum í fyrstu, því hann hafði á sér hið bezta orð ; hitt duldist mönn- um ekki, að ef það sannaðist að menn hefðu komist inn ir.n dyrnar, hlaut það að gera Egil grunsamleg- an í augum margra. Rannsókn var hafin í málinu og menn yfirheyrðir og loftið skoðað í krók og kring. Kom það íyrir ekki; féll svo málið niður, cn umtalið hélt áfrarn, og þótt ekkert yrði ákveðið um það á hvern hátt menn hefðu komist á loftið, féll þó grunurinn meir og meir á Egil; brúkuðu sumir dyfgjur við hann út af þessu: fór þetta mjög í vöxt. Féll Agli þetta svo þungt, að hann varð mönnum lítt sinnandi um lengri tíma; var hann oft að heiman og undi hvergi. Tók hann að síðustu til þess ör- þrifaráðs, sem margan hefir hent, að hann tók að drekkja sorgum sinum í huggunarlind Bakkusar. Jókst það hvað af hverju og varð að. fullkomnu stjórnleysi. Misti hann vald á sér með köflum. Eitt sinn að sumarlagi, er vinnu- fólk var að heyþurk á túninu og hey nær alþurt orðið og menn gengu inn til miðdagsverðar, allir nema Egill. Lækur rann meðfram túninu; stífl- aði Egill lækinn og rann vatnið um túnið og lá heyið í vatni, þegar út var komið. Einhver orti þessa vísu um at- hafnir Egils: “Kálf með egg á kviðinn skar. Köttinn deyddi líka. Þetta seggur sami var, sem að sleggju á manninn bar.” Kynslóð þessara viðburða er lið- in fyrir löngu; menn leystust þá eins og ávalt að siðustu frá vanda- málum sínum og mótlæti; menn hvíldu hlið við hlið, þar sem hverf- ur allur mannamunur x>g mannlegir áfellisdómar hafa alls ekkert gildi. Jón smali lagðist líka banaleguna ; EF ÞÉR KENNIÐ MAGNLEYSIS, NOTIÐ NUGA-TONE pau hin ýrasu eituretni, er setjast aö I líkamanum og frá meltingarleysi stafa, verSa aS rýma sæti, er NUGA-TONE kemur til sögunnar; gildir þetta einnig um höfuSverk, o. s. frv. NUGA-TONE vfsar óhollum efnum á dyr, enda eiga miljónir manna og kvenna þvf heilsu sfna aS þakka. KaupiS aSeins ekta NUfGA-TONE í ábyggilegum lyfjabflSum. áður en hann lézt kallaði hann til sin kunningja sinn og sagði honum frá því hvað fyrir sig hafði borið í Nykurhnjúk sunnudagsmorguninn. Kvaðst hann ekki fá dáið rólegur án þess að segja frá þvi. Andaðist Jón að því loknu. 5. S. C. LANDRAÐAMÁL ALÞÝÐ UBLAÐSINS Dóður var í gær kveðinn upp í landráðamáli ritstjóra Alþýðublaðs- ins og ^>órbergs Þórðarsonar. Þeir voru i haust, eftir ósk þýzka utan- ríkisráðuneytisins, ákærðir fyrir Iandráð út af greinum, sem Þórberg- ur skrifaði um Nazista í Þýzkalandi. Finnbogi Rútur Valdemarsson ritstjóri og Þórbergur Þórðarson rithöf. voru báðir sýknaðir. Máls- kostnaður allur greiðist af almanna- fé og þar að auki málsvarnarlaun talsmanns þeirra ákærðu. — Nýja | dagbl. 10. apríl. GEFINS Blóma og matjurta fræ ÚTVEGIÐ EINN NÝJAN KAUPANDA AÐ BLAÐ- INU EÐA BORGIÐ YÐAR EIGIÐ ASKRIFTAR- GJALD FYRIRFRAM. Frœid er nákvæmlega rarmsakað og ábyrgst að öllu leyti. TAKIÐ ÞESSU KOSTABOÐI! Hver gamall kaupandi, sem borgar blaðið fyrirfram, $3.00 áskrift- argjald til 1. janúar, 1935, fær að velja 2 söfnin af þremur númerum, 1., 2, og 3. (f hverju safni eru ótal tegundir af fræi eins og auglýsingin ber með sér). Hver, sem sendir tvö endurnýjuð áskriftargjöld, $6.00 borgaða fyrirfram, getur valið tvö söfnin af þremur nr. 1. 2. og 3 og fær nr. 4 þar að auki. Hver, sem útvegar einn nýjan kaupanda og sendir áskriftargjald hans, $3.00, fær að velja tvö söfnin úr nr. 1. 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Hinn nýi kaupandi fær einnig að velja tvö söfnin nr. 1., 2. og 3., og fær nr. 4. þar að auki. Allir pakkar sendir móttakanda að koslnaðarlausu. NO. 1—ROOT CROP COLLECTION Note The Ten Big Oversize Packets BEETS, Half Long Blood (Large Packet) CAIÍIÍAGE, Enlkhulzen (Large Packet) C A R R O T, Chantenay Half Long (Large Packet). ONION, Yellow Globe Danvers, (Large Packet). LETTUCE, Grand Rapids. This packet will sow 20 to 25 feet of row. PARSNIP, Early Short Round (Large Packet). RADISH, French Breakfast (Large Packet). TURNIP, Purple Top Strap Leaf. (Large Packet). The early white summer table turnip. rURNIP, Swede Canadian Gem (Large Packet). ONION, White Pickling (Large Packet). NO. 2.—ANNUAL FLOWER COLLECTION Large Size Packets ASTERS, Queen of the Market. BACHELOR S BUTTON, Pine Mixed. COSMOS, New Early Crowned. CLIMBERS, Fine Mixed. EVERLASTINGS, Fine Mixed. CALIFORNIA POPPY, Fine Mixed. MIGNONETTE, Fine Mixed. MATHIOLA, Evening Scented. Stock. POPPY, Shirley Mixed. PETUNIIA, Choice Hybrids. SURPRISE FLOWER GARDEN. SNAPDRAGONS, New Giant Flowered. SPENCER SWEET PEAS — Mixed. NO. 3—SPENCER SWEET PEA COLLECTION 6 — Big Packets — 6 Here are six splcndid Spencer Sweet Peas that will hold their own either in the garden or on the show bench. Conceded by experts to be six of the best in their respective color class. DEEP PINK, Pinkie — SALMON, Barbzara — CRIMSON Crim- son King — LAVENDER, Austen Frederick Improved—BLUE, Heavenly Blue — MAROON, Warrior. NO. 4 — WINTER VEGETABLE COLLECTION BEETS, Detroit Dark Red (Ounce). The best round red Beet. Ounce will sow 100 fet of drill. CABBAGE, Danish Ball Head (Large Packet). This packet will grow 1,000 lbs. of as good cabbage as you ever tasted. CABBAGE, Red Rock Pickling (Large Packet). This packet will easily produce over 300 heads. CARROT, Chantenay Half Long (Ounce). Ounce will sow 250 feet of drill. PUMPKIN, Sweet or Sugar (Large Packet). Packet will sow 10 to 15 hills. ONION, Yellow Globe Danvers (Large Packet). Will sow 25 to 30 feet of drill. PARSNIP, Half Long Guernsey (Ounce). Ounce enough for 250 feet of drill. SQUASH, Imported True Hubbard (Large Packet). Sufficient seed for 12 to 20 hills. VEGETABLE MARROW, Long White Vining (Large Packet). Packet will sow 20 to 25 hills. TURNIP, Purple Top Swede (Ounce). Will sow 300 feet of row. Sendið áskriftargjöld yðar í dag (Notið þennan seðil) To THE COLUMBIA PRESS, LIMITED, Winnipeg, Man. Sendi hér með $............sem ( ) ára áskriftar- gjald fyrir “Lögberg.” Sendið póst frítt söfnin Nos. : Nafn........................................................ Heimilisfang................................................ Fylki ......................................................

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.