Lögberg - 10.05.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 10.05.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR || - WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN 10. MAl I93Í J NÚMER 19 FIIÁ fóLANDI Islenzk kona tapast nálœgt Steep Rock —ófundin eftir þriggja daga leit SAMSÆTI GUÐM. FRIÐJÓNSSONAK Um 8o manns sátu samsæti }>að, er Guðm. Friðjónssyni var haldið í fyrrakvöld í Oddfelow-húsinu. Var samsætið hið skemtilegasta. Guð- brandur Jónsson rithöfundur hélt aðalræðuna fyrir minni heiðursgests- ins, en Guðm. Finnbogason maélti fyrir minni fjölskyldunnar á Sandi. Þá héldu tveir skólabræður Guð- mundar Friðjónssonar ræður til hans, }>eir Garðar Gislason stórkaup- maður og Finnur Jónsson fyrv. rit- stj. frá Winnipeg. Báðir voru með Guðmundi í Möðruvallaskóla. Er Garðar lauk máli sínu færðj hann heiðursgestinum forláta hring að gjöf. Sr. Knútur Arngrímsson á- varpaði og heiðursgestinn með ræðu. Kjartan Ólafsson kvæðamaður kvað nokkur ljóð Guðmundar. Sjálfur var heiðursgesturinn hinn málreif- asti, og svaraði hverjum, er til hans beindi máli sínu með f jörugum ræð- um og tilsvörum. Samsætið stóð yíir til klukkan tvö um nóttina.— Mbl. 14. april. FJTRI BLANDAÐ 1 LYF AF VANGA Síðastliðinn föstudag og laugar- dag, 6. og 7. þ. m. voru lyf, sem blönduð voru hættulegu eitri (ar- senik) látin úti til fjögurra manna hér í Reykjavík. Lyfin voru látin úti í Ingólfsapóteki. Fólk það, sem neytti þessara lyf ja varð fárveikt af þeim. Guðvarður Jakobsson bílstjóri, sem oft hafði fengið afgreitt lyf eftir sama lyf- seðli, veiktist af því og fékk upp- köst. Fór hann því í apótekið og kvartaði um þetta. Var honum skömmu síðar sent nýtt lyf dálítið öðruvísi blandað, en þegar komið var með það var hann fárveikur. Frk Katrín Thoroddsen var þá sótt til hans og sá hún þegar að um eitrun var að ræða, og tilkynti það til apóteksins. Var þá strax farið að rannsaka hvernig á þessu gæti staðið. Kom þá í ljós, að mjög hættulegt eitur hafði verið látið á þá flösku, sein efni það átti að vera í, er nota skyldi i umrætt lyf. Þar eð þetta efni, sem nú var á flöskunni hafði sama lit og það lyf, er í flöskunni átti að vera, gat það ekki orðið til leiðbeiningar er til lyf jablöndunar kom. Mistök þessi hafa þó ekki orðið af völdum drykkjuskapar, þar eð talið er að J. Wiwel lyfjafræðingur sem mistökunum olli, sé reglusam- ur og samvizkusamur maður. Talið er að fólkið, sem tók inn eiturlyf þessi muni ekki bera af því varanlegt tjón.' Málið hefir verið sent lögreglu- stjóra til réttarrannsóknar. Réttar- höld hafa engin verið ennþá, en rnálið mun verða tekið fyrir í dag eða á rnorgun.—Nýja dagbl. 17. apr. VÖXTUR nokkur var í Jökulsá á Fjöllum ný- lega, en ekki mikill. Þó þykir ein- kennilegt að vöxtur hleypur í ána í þeirri veðráttu, sem verið hefir, og þafa menn giskað á, að stafaði af eldsumbrotum í Vatnajökli. AKURE YRARSPITALINN Húsameistari hefir gert frum- teikningu að .fyrirhuguðu sjúkra- húsi á Akureyri og hefir spítala- nefnd samþykt teikninguna. Verð- ur húsið 54x15 m. að stærð og verður tvær hæðir að vestan og þrjár að austan. Húsið verður reist á norðurbarmi Búðargils, sunnan við nuverandi sjúkrahús. Aætlaður kostnaður er 240 þús. kr. Er byrj- að að grafa fyrir grunni hússins.— Mhl. 13. apríl. SUMARHÚS BRENNUR Um kl. 2 á laugardaginn, urðu verkamenn í Fagrahvammi i Ölfusi, á garðyrkjubúi Sigurðar búnaðar- málastjóra, þess varir, að eldur var kominn upp í sumarhúsi Sigurðar, sem stóð mjög skamt frá gróður- húsunum. Stundarf jórðungi áður hafði einn verkamanna komið inn í húsið, og varð ekki var við neinn eld. Eld- stæði var ekkert í húsinu, enda var það hitað upp með hverahita. En raflögn var þar. Verkamenn fjórir voru þarna á næstu grösum. SEtluðu þeir fyrst að fara inn á loft hússins, en utan- gengt var þangað. Komust þeir ekki inn fyrir reykjarsvælu. Þá ætluðu þeir að fara inn í stofuhæð hússins. En þangað varð heldur ekki komist.—Húsið fuðraði upp á 20 mínútum. Vindur var hvass af norð- austri, og lagði eldinn ekki að ná- lægum húsum. HeTði vindstaða ver- ið önnur, hefði þar brunnið meira. Húsið var vátrygt, en innan- stokksmunir og lausafé verkafólks, sem þar var, var óvátrygt.—Mbl. 17. apríl. STÓRMERKILEG GJÖF Liðin eru 25 ár síðan Finnur heitinn Jónsson prófessor arfleiddi tilvonandi Háskóla íslands, eða nor- rænu deild hans, að bókasafni sínu, eftir sinn dag. Ber öllum kunnugum saman um, að bókasafn þetta sé ómetanlegur fjársjóður fyrir háskóla vorn. í heilan mannsaldur hafði Finnur prófessor sambönd við alla þá vís- indamenn á Norðurlöndum, og fjölda annara viða um heim, er lögðu stund á norræna málfræði, sögu og bókmentasögu.. Frá öllum þessum vísindamönnum fékk Finn- ur aragrúa af sérprentunum vís- indalegra tímaritsgreina, er telja má að ófáanlegar séu. Allur þessi vís- indalegi fjársjóður kemur nú nor- rænu-námi og fræði-iðkunum við háskóla vorn að gagni í framtíð- inni. Dr. Sigfús Blöndal, bókavörður, hefir verið fenginn til að annast heimsending bókasafnsins. Húsrúm er ekkert til fyrir safnið, er hingað kemur. En úr þvi verður að bæta. —Mbl. 15. apríl. ER ÞAÐ SVlAGÍGUR? Morgunblaðið átti í gærkvöldi tal við Pálma Hannesson rektor, um för þeirra félaga. Taldi hann mjög líklegt, að það sé hinn svonefndi Svíagígur, sein gosið hefir, og þeir félagar komu að (Hér er átt við þó Jóhannes Askels- son og Guðmund Einarsson, sem gengu á Vatnajökul þann 11. apríl og sáu gíg þennan).—Svíar tveir gengu á Vatnajökul sumarið 1919. Foringi þeirra heitir Wadell. Þeir gengu upp á jökulinn á svipuðum stað og þeir félagar nú. Komu þeir að geysistórum gíg. Gáfu þeir honum nafn og nefndtt Svíagíg. Er ekki kunnugt, að aðrir hafi þangað komið. f frásögn sinni lýsa þeir gígnum m. a. þannig, að hann sé sem næst ferhyrndur að ummáli, og er lengri til norður og suðurs, 7 km. á lengd, en 5 km. á breidd til austurs og vesturs. Gígur þessi var, er Svíarnir komu þangað, flatur í botninn, en gíg- barmar háir hamraveggir, einkum að vestan.—Þar var hatnraveggur- inn um 80 metrar á hæð. Niðri í gígnum, undir vestur- barminum sáu Svíarnir hverareyki og brennisteinshveri. — Eftir frá- sögn Mbl. 18. apríl. GEORGE SIGMAR Þessi velþekti íslendingur, sem fengist hefir við verzlun í mörg ár, hefir nú opnað fatabúð á Portage Avenue. Búðin er á ágætum stað í bænufn og mjög vönduð. Mr. Sigmar hefir tekið góðan þátt i félagslífi fslendinga hér í borginni, síðastliðin ár. Hann er glæsi- menni í sjón og ágætur söngmaður. íslendingar láta hann eflaust njóta viðskifta sinna. Hroðaleg slys Á mánudaginn var kom upp eldur i námum hjá Mudllheim í Baden á Þýzkalandi. Eldurinn hafði kviknað út frá rafmagnsvir og stóð alt í björtu báli á svipstundu. Þetta var um tvö þúsund fet niðri í jörðinni og voru 87 menn þar að verki, þeg- ar eldurinn braust út. í tíu klukku- stundir reyndi slökkviliðið að kæfa eldinn, en það tókst ekki. Þá var það ráð tekið að loka námuopinu með stálþynnum, og opna ekki fyr en eldurinn væri sloknaður. Það tekur eina 14 daga. Þeir 87 menn, sem í námunni voru, eru því grafn- ir þarna lifandi, enda ómögulegt að' ná til þeirra. Ekki er talið liklegt að þeir hafi allir brunnið til dauðs. Hitt er álitið sennilegra að þeir hafi fljótlegá kafnað af eitursvælunni sem myndaðist, þegar kviknaði i. í vikunni sem leið varð spreng- ing í kolanámu við Palkani í Júgó- slavíu. Um 450 menn voru í nám- unni. Þrjú hundruð og fimtíu þeirra fórust. Sir John Anderson, ríkisstjóri í Bengal slapp með naumindur lífs af á þriðjudaginn var, þegar tveir Ind- verjar reyndu að drepa hann. Þetta er í þriðja skiftið, sem Sir John hefir verið sýnt banatilræði Hann kvað vera strangur ríkisstjóri og hataður af Indverjum. Konur í Gimli-bæ hafa tekið sig saman og neitað að kaupa brauð af verzlunarmönnum þar í bæ, vegna þess að verð þess sé of hátt. Nú lengi hefir brauð verið selt á 5 cents en nýlega var þatj hækkað upp í sex cents. Þetta fanst konum bæjarins ósanngjarnt og sögðu að stóru brauðgerðarfélögin í Winnipeg ættu sök á þessu, þar sem þau hef ðu mælt þannig fyrir. Nokkrar málsmetandi konur köll- uðu til fundar og samþyktu að gera sinn eigin bakstur, ef verðið væri ekki lækkað aftur. Bakarar á Gimli buðust þá til að selja brauðið á 5 cents, ef húsmæður lofuðust til að kaupa brauð af sér framvegis, með því verði, hvað svo sem stóru brauð- gerðarfélögin gerðu. Konurnar féll- ust á þetta, en skipuðu um leið nefnd tíl að leggja málið fyrir Major dómsmálaráðherra. í þá nefnd voru Gandhi tapar vinsældum Gandhi hefir í mörg ár verið vin- sælasti maður í Indlandi og margir Evrópumenn hafa skoðað hann sem einn merkasta mann, sem nú sé uppi. Á meðan Gandhi beitti sér aðallega fyrir frelsismálum Indverja og barð- ist á móti yfirráðum Breta þar i landi, var hann átrúnaðargoð Ind- verja, en síðan hann fór að starfa t þágu hinna undirokuðu stétta hafa indverskir höfðingjar og Hindúar yfirléitt snúið við honum bakinu. Nýlega var Gandhi á ferð nálægt Buxor í Indlandi, gerði þá hópur manna aðsúg að honum, börðu fylgdarmenn hans og brutu bíl hans. Þetta féll Gandhi illa, og hefir nú ákveðið að fasta í þrjár vikur. Bretar og Hollendingar semja Eins og kunnugt er stjórna Bretar næstum allri togleðurframleiðslu heitnsins. Fyrir einum tíu árum síðan gerðu brezkir framleiðendur samninga sín á milli, til að hækka verðið á vöru sinni. Þetta var hið svokallaða “Stevenson Plan,” og vakti það mikla óánægju i Banda- ríkjunum, sem nota tvo þriðju hluta af allri togleðurframleiðslu heims- ins. Fyrst í stað hækka.ði verðið af- skaplega, eða upp í $1.20 pundið. Svo fór alt út um þúfur og reyndist ómögulegt að takmarka framleiðsl- una, vegna þess að Hollendingar neituðu að vinna með Bretum, en þeir fyrnefndu eiga stór flæmi i Austur-Indíum, sem hægt er að nota til ræktunar þeirrar trjátegundar, sem togleður er unnið úr. í fyrra vetur var togleður komið ofan í 3C pundið. Þegar hér var komið gátu hvorki Hollendingar né Bretar framleitt vöru þessan án þess að stórskaðast. Þá kölluðu þeir ráðstefnu með sér og hafa nú komist að samningum. Á milli sín eiga þessar tvær þjóðir 95% af löndum þeim, sem togleður er framleitt á. Hugmyndin er nú að takmarka svo framleiðsluna að sæmilegt verð fáist fyrir vöruna. Á yfirstandandi ári má aðeins selja rúm miljón tonn og ekki má rækta nýja akra. Þá má ekki selja trén til þeirra landa, sem síðar meir gætu kept við hin gömlu svæði. Bandaríkjum lýst illa á þessa samninga, en fá ekki að gert. Verð á togleðri er nú komið upp í 14C pundið, eða hærra en það hefir verið í meir en fjögur ár. kosnar þær Mrs. H. R. Lawson, Mrs. I. Sigurdson, Mrs. C. Paulson, Mrs. B. Thordarson og Mrs. F. W. Shaw. Síðustu fréttir segja að brauð- gerðarfélögin hafi nú fallist á kröf- ur húsmæðranna og er nú verðið aftur orðið það sama og áður. Bak- ararnir hafa því biðið lægra hlut fyrir konunum á Gimli að þessu sinni. Það er á allra vitund að stórfé- lögin í Winnipeg geta að miklu leyti ráðið verði á brauði. Ef að bak- arar í smábæjum veða ekki við til- mælum þeirra, þá lækka þau verðið þangað til bakararnir geta ekki stað- ist samkepnina. Þeir verða þá að hætta að baka, en þegar þeir eru úr sögunni hækka stóru félögin verðið aftur um allan helming til að bæta skaðann, sem hlotist hefir af þessum ójafna leik. Á fimtudagskveldið var viltist gömul, íslenzk kona, Mrs. T. H. Vigfússon frá Weedy Point, á leið heim til sin, og hefir ekki spurst til hennar síðan. Weedy Point er um 12 rnílur vegar frá Steep Rock, Man. Á fimtudaginn hafði Mrs. Vig- fússon farið til Steep Rock með syni sínum. Þau lögðu af stað heim aft- ur undir kveldið, en á leiðinni brotn- aði kerra þeirra og sneru þau þá aftur til þorpsins. Mr. Snidal kaupmaður á Steep Rock, bauðst til að keyra gömlu konuna heim, þar er maður hennar, sem er blindur og heilsulaus, beið einn heima. Mr. Snidal lagði nú af stað i bíl sínurn þótt dimt væri orðið. Vegir voru næstum ófærir og ferðin gekk seint. Þegar eftir var svo sem niila heim til Vigfússons, sá Snidal að hann hafði varla nóg gasoline í bílnum til að komast til baka. Gamla konan bauðst þá til að ganga það sem eftir væri leiðarinnar. Þá var kornið und- ir miðnætti. Mr. Snidal vildi þá Nýlega eru gengin í gildi lög þess efnis að banna bandarískum verzl- unum og bönkum að lána þeim þjóðum, sem neitað hefðu að borga skuldir sínar við Bandaríkin. Ein af þessum þjóðum er Rússland, þar setn stjórnin telur kommúnista á- byrgðarfulla fyrir skuldum Ker- ensky's. Rússar una þessu mjög illa og- hafa bannað þegnum sínum að kaupa vörur frá Bandaríkjunum. Frakkar hafa einnig neitað að borga vexti af skuld sinni við Bandaríkin, en þeir eru ekki nefnd- ir sérstaklega í lögum þessum. Bretar hafa borgað nokkurn hluta af skuld sinni, en ekki nærri því eins mikið og búið var að semja um. Bretar eru því ekki taldir með þeim þjóðum, sem svikist hafa um að greiða skuldir sínar. Finnland er eini skuldunauturinn, sem borgað hefir skuldir sínar um leið og þær hafa fallið í gjalddaga. Ekki þykir líklegt að Evrópuþjóð- irnar treystist til að halda áfram að borga stríðsskuldir sínar, þrátt fyrir þessi ákvæði. Insull kominn heim Samuel Insull er nú loks kominn heim aftur til Chicago. Hann var ekki fyr kominn en hann var hnept- ur í varðhald og dómstólarnir neit- uðu að sleppa honum, nema hann gæti lagt fram $200,000 sém veð fyrir sig. Þetta gat hann ekki, og er því kyr í fangelsinu. Hér fyr á árum réði Insull lögum og lofum í Chicago og urðu menn að sitja og standa eftir því sem hann vildi. Nú er han feignalaus að mestu og kærður um f jársvik og hverskyns pretti í sambandi við starfrækslu hinna mörgu félaga, sem hann stjórnaði í Mið-Vestur rikjunum. Bandaríkja stjórnin hefir verið að elta Insull í tneira en ár, en hann hefir ætíð komist úr klóm hennar þangað til Týrkir handtóku hann á höfninni í Istambul og fratnseldu hann Bandaríkjunum. Insull var um eitt skeið álitinn með ríkustu mönnum í Bandaríkj- unum. Hann unni söng og öðrum listum mikið og hélt við Metropoli- tan Opera í Chicago með fjárfram- lögum sínum, í mörg ár. Líklegt þykir] að Insull verði dæmdur í margra ára fangelsi, þeg- ar búið er að rannsaka til hlýtar alt j hans f jármálabrask. fylgja henni, en hún sagðist viss með að rata. Þá sneri hann til baka en gamla konan hélt áfram fótgang- andi, en hefir eflaust vilst og náði ekki til húsa. Það var ekki fyr en á laugardags- kveld að fréttin um hvarf hennar kom til Steep Rock. Þá var og reynt að leita, en með birtu á sunnu- daginn lagði hópur manna af stað og leituðu árangurslaust allan dag- inn. á þriðjudaginn voru lögreglu- menn sendir norður og ætla þeir að hafa umsjón með leitinni. Menn óttast að konan, sem er sjö- tug að aldri, muni tæplega geta ver- ið á lífi, eftir svo langa útivist; þó er það mögulegt. Maður hennar er nú til heimilis hjá Mr. T. H. Gíslason. Hann ber sig karlmannlega yfir hvarfi konu sinnar. Fyrri kona hans varð fyr- ir snjóflóði á íslandi, fyrir rúmum f jörutíu árum síðan, og‘ beið þar bana. Það hörmulega slys vildi til á miðvikudaginn í síðustu viku, að ungur, íslenzkur maður, Victor Johnson, datt út um glugga á þriðju hæð Acadia Block og meiddist stór- kostlega. Hann hafði verið að þvo glugga að utan og staðið á glugga- karminum þegar hann féll. Járngirðing liggur fram með vegg byggingarinnar en það varð mann- inum til lífs að hann gat spyrnt sér frá veggnum um leið og hann datt, svo hann lenti ekki á girðinguna. Kom hann því niður á mjúkan jarð- veginn og dró það úr meiðslunum. Victor er sonur Mrs. Sigríðar Johnson, Acadia Block. Maður hennar, Guðmundur Nesdal John- son, dó árið 1918. Læknar álíta að Victor muni aft- ur ná fullri heilsu, en hann verður að liggja á spítala í fleiri mánuði. Bæði mjaðmarbeinin eru brotin. Einnig meiddist hann í bakinu all- mikið. Kneeshaw dómari áttræður W. J. Kneeshaw, dómari í Pem- bina varð áttatíu ára á laugardaginn var. í tilefni af því hélt lögfræð- ingafélagið í Grafton (þar hefir hann haft aðsetur sitt í vetur) hon- um veglegt samsæti, og bárust hon- um árnaðaróskir víðsvegar að, þar á meðal margar og ljúfar frá niáls- metandi íslendingum í Winnipeg, Welliston, Gardar, Mountain, Hen- sel, og víðar. Var það vel, því hann hefir ávalt verið hinn tryggasti og traustasti vinur íslendinga, enda á hann ítök, bæði mörg og góð, í hjörtum þeirra. Kneeshaw dómari er fæddur i Ottawa, Ont., 1854. Naut hann há- skólamentunar og að afloknu námi kom hann til Pembina árið 1873, þá 19 ára. Gekk hann brátt i þjónustu hins opinbera og var við ýms opin- ber störf, jafnframt og hann las lögfræði, þar til 1879, er hann fékk lögfræðingsleyfi. Hann var i mörg ár ríkislögsóknari í Pembina County, og hjá honum nam Daniel heitinn I^axdal lögfræði. Árið 1900 var hann kosinn héraðsdómari, og það em- bætti skipar hann enn, með sívax- andi vegsemd og virðingu. Hann er alveg óvenjulega ern og hress, fyrir mann, sem hefir náð svo háum aldri. Starfsþrek hans er enn hið sama, og á hinu andlega atgerfi hans er engin hnignun. Eggert Erlendson. Húsinœður á Gimli mótmæla verð- hœkkun á brauði Frá Washington íslendingur slasast

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.