Lögberg - 28.06.1934, Síða 1

Lögberg - 28.06.1934, Síða 1
FRÁ ÍSUNDI DANARFREGN 29. f. m. lézt að Öxnafelli í Eyja- firði, Þuríður Jónsdóttir, kona Jóns Þ. Thorlacius, bónda þar. Hún var um sextugt. Þau hjón eignuðust 13 börn og eru 10 á lífi. Eitt þeirra er Margrét Thorlacius, sem orðin er þjóðkunn fyrir dulargáfu sína.— N. dagbl. 5. júní. NÝJUNG í ISLENZKRI HAFNARGERÐ . Nú um mánaðamótin kom til Akraness skip úr steinsteypu, er Finnbogi R. Þorvaldsson, verkfr., keypti í Noregi síðastl. vetur, fyrir 10 þús. norskar krónur. Er ætlun- in að nota það til framlengingar á hafnargarði við Akranes. Skipið heitir Bietonia, en með það kom drátt arbáturinn Hanko frá Stavanger. Skipið var þegar dregið inn á Hvammsvík í Kjós og þar verður því breytt æði mikið áður en því verður sökt.—Skipið er 57.30 metra langt, 9.80 metra breitt og 6 metrar á hæð um miðjuna, en 2.3 metrum hærra til beggja enda. Gerir það þannig um 60 metra viðbót aí bein- um hafnargarði, sem áætlað er að kosti 350 þús. krónur. Aðal breyt- ingarnar, sem gerðar verða á skip- inu, eru þessar: Það er nú að innan með eins meters háum steinbríkum með nokkru millibili. í þessi bil verður steypt með samfeldri stein- steypu og enn fremur steyptir 13 styrktarveggir þvert yfir skipið, en þrír eru fyrir. Þá verður og steypt- ur einn veggur eftir því endilöngu. síðan verður það svo hlaðið, að að- eins verði fært að draga það til Akraness. — Til undirbúnings því, að sökkva skipinu, verður grafvél frá Reykjavík látin moka upp 50— 70 cm. þykku sand- og leirlagi á 20 metra breiðu svæði. Þessi rás verð- ur síðan fylt með grjóti, möl og steinsteypupokum og vinna við það, meðal annara, tveir kafarar. Við hafnargarðinn, eins og hann er nú, verður settur klaufkassi úr járn- bentri steinsteypu, þannig gerður, að afturendi skipsins fellur nákvæm- lega í klaufina, þegar því verður sökt. — Verkfræðilegur ráðunautur við hafnargerðina er Finnbogi Rút- ur Þorvaldsson verkfræðingur, og aðalverkstjóri er Guðmundur Klem- enzson úr Hafnarfirði. (Eftir heim- ildum útvarpsins.).—N. dbl. 3. júní. TIMARITIÐ MORGUNN er nýkomið út. Efni þess er: Hverju skiftir trúin á ódauðleika, eftir Ragnar E. Kvaran, Þrándur í götu, eftir séra Ófeig Vigfússon, Sálfarir, eftir Einar H. Kvaran, Tveir merkir draumar, eftir Ólaf Ketilsson, Sann- anir frá miðlum í Reykjavik, eftir Einar Loftsson, Vér lifum eftir dauðann, ræða eftir Oliver Lodge, þýdd af Ragnari E. Kvaran, Kraft- ur, eftir Ragnar E. Kvaran og svo nokkrar aðrar stuttar greinar. Rit- stjóri Morgunns er, sem kunnugt er, Einar H. Kvaran rithöfundur. — N. dagbl. 3. júní. DRUKNANIR A VERTIÐ 1934 Vertíðin var mjög stormasöm fyrstu tvo mánuði ársins, og líktist mjög mannskaðavertíðinni 1903, úvað veðráttu snertir. Um lok 1934 ðöfðu alls 7 menn farið í sjóinn og druknað, en um lok 1933 höfðu 49 menn druknað á sama tímabili, eða r. janúar til 12. maí.—Ægir. IÝÝLATINJV er hér í bæ, á heimili dóttur sinnar, ú Júlía Guðmundsdóttir, kona fngvars Nikulássonar prests á Skeggjastöðum, móðir Helga Ing- varssonar læknis á Vífilsstöðum og þeirra systkina.—N. dagbl. 3. júní. JARÐHOSAFUNDURINN A SAMSSTÖÐUM Bj. Bl. Jónsson löggæslumaður hefir skýrt útvarpinu svo frá: Fyrir h. u. b. hálfum mánuði sá Skúli, sonur Guðna Guðmundssonar á Kolmúla í Fljótshlíð hlera i bakka norðanvert við Þverá og tilkynti það föður sínum. í fyrradag sagði Guðni bóndanum á Sámsstöðum, Klemens Kristjánssyni, frá þessu, þar sem hlerinn var í landareign hans. Fór þá Klemens ásamt öðr- um manni þangað, sem visað var til, og fundu þeir þar í bakkanum hlera með 6 vínkiljárnum. Hlerinn var 75x49 cm. á stærð. Þegar hann var tekinn upp, sáu þeir, að þarna var jarðhús, og að í jarðhúsinu voru tunnur og ýmislegt fleira. í fyrra dag, laust fyrir hádegi, hringdi sýslumaðurinn í Rangár- vallasýslu til Bj. Bl. J. og bað hann að koma austur til þess að gera rannsókn á þessum stað. Við rann- sóknin kom i ljós, að í húsi þessu, sem er 2.56x3.10 m. ummáls og 1.75 m. á hæð, voru sex tunnur: 2 400 lítra, 3 300 lítra og 1 120 Htra. í gerjun voru um 500 lítrar. Enn- fremur var þar 40 lítra suðubrúsi, ásamt spiral og öðrum rörum, er bruggun fylgja, 3 prímusar, kæli- vatnstunna og steinolíubrúsi. Tveir af prímusunum reyndust vera þeir, sem voru ónýttir í Flókastaðajarð- húsinu. Var því Albert Vigfússon á Flókastöðum tekinn fyrir rétt í gær- kveldi og neitaði hann í fyrstu að eiga jarðhúsið. Er hann var að- spurður hvar prímusar þeir væru, er ónýttir v^ru í Flókastaðajarðhús- inu, sagði hann þá vera heima hiá sér, og er hann var beðinn að sækja þá, kom hann með tvo aðra, en er honum voru sýndir prímusar þeir, er fundist höfðu í jarðhúsinu á Sámsstöðum, meðgekk hann að eiga jarðhúsið, og kvaðst hafa búið það til í mars s. 1. til þess að brugga þar.—Vísir 3. júní. I LANDSKJALFTINN (3. júní) Á Blönduósi fanst kippur upp úr hádeginu, og segir fréttaritari þar, að kippurinn hafi ekki verið mjög snöggur, en varað drykklanda stund, og hafi allmikill hristingur verið í sambandi við hann. Þá fanst landskjálftinn einnig á Húsavík, á sama tíma og hinum stöðunum. Þar brakaði og brast í húsum, sagði fréttaritarinn þar, og brotnaði þar lítilsháttar af búsáhöld- um og leirmunum í ýmsum húsum. Úti fyrir varð landskjálftans mikið vart, svo fólk riðaði á götum, og jafnvel féll, en engin meiðsl urðu eða skemdir. Kippurinn var veru- lega snöggur á Húsavík og fanst nokkuð mikið. Annar stuttur, væg- ur kippur fanst á Húsavík um sex- leytið í gær. í Grímsey fanst kipp- urinn greinilega. í Málmey fanst hann einnig, og var snöggur og harð- ur, svo að mikið hrapaði úr Þórð- arhöfða. Hólmavíkurfregn segir, að einnig þar hafi orðið vart við allsnarpan kipp. Hús hristust og myndir hreyfðust á veggjum, en skemdir urðu engar. Frá Árnesi er sögð sama sagan, og einnig úr sveitum þar í kring. Frá Ystafelli símar fréttaritari, að snarpur landskjálftakippur hafi fundist um alla Suður-Þingeyjar- sýslu eftir hádegi í dag. Er það stærsti landskjálftakippur, sem kom- ið hefir þar síðasta aldarfjórðung. Mestur var kippurinn í Reykjadal, hrundi þar af hillum, myndir duttu niður af veggjum og torfbæir skemdust. Engar skemdir urðu annarsstaðar i sýslunni svo vitað sé. Ókyrð í Kingáton Hon Hugh Guthrie, dómsmálaráð- herra lét svo um mælt í sambands- þinginu á mánudaginn, að í síðustu 18 mánuði hafi ekki tekist að koma á sæmilegri reglu í Kingston fang- elsinu. Óánægja er þar mikil og hefir oft horft til stórvandræða síð- an uppþotið mikla, 17. október 1932. Eftir það uppþot var breytt um yfirgæslumann og tók W. B. Meg- loughlin við því starfi. 15. júní s. 1. sagði hann lausu embættinu og kom það til af því að stjórnin hafði gef- ið honum í skyn að hann yrði látinn fara þar sem ekki hefði tekið að ráða bót á vandræðunum í fangelsinu. Eins og menn muna var nokkrum kommúnistum kent um óeirðirnar Í932 og voru nokkrir þeirra kærðir og dæmdir til lengri fangavistar þegar sannað þótti að þeir hefðu reynt að æsa fangana til uppþots. Foringi þessara kommúnista er Tim Buck, sem nafnkunnur er orð- inn fyrir afskifti sín af kommúnista flokknum, áður en hann var settur í Kingston fangelsið árið 1931. Síð- an hefir hann þótt enn verri viður- eignar og í uppþotinu 1932 var það altalað að herliðið, sem kallað var til að skakka leikinn, hefði reynt að drepa Buck með þvi að skjóta inn í klefa hans ellefu skotum. Dómsmálaráðherrann viðurkenn- ir nú að þetta hafi verið satt, en seg- ir að ætlunin hafi verið að hræða manninn svo að hann léti af óspekt- um, en ekki sú að drepa hann. Woodsworth þingmaður frá Win- nipeg hefir farið þess á leit við stjórnina að konungleg rannsóknar- nefnd sé tafarlaust skipuð til að grenslast eftir ástæðunum fyrir þessari ókyrð í fangelsinu í Kings- ton. Á leið til íslands VALDIMAR K. BJÖRNSON Valdimar K. Björnson, ritstjóri blaðsins Minneota Mascot, leggur af stað héðan frá Winnipeg á morg- un (föstudag) áleiðis til íslands. Hann býst við að dvelja þar eina tvo mánuði og ferðast síðan um önn- ur lönd álfunnar, áður en hann hverfur heim aftur í haust. Björn Björnson, annast um rit- stjórn blaðsins í fjarveru bróður síns. Valdimar sat kirkjuþingið í Sel- kirk, sem haldið var dagana 22.-26. júní s. 1. Blaði óskar þessum unga gáfu- manni góðrar ferðar. Frá Sauðárkróki simar fréttarit- ari, að snarpur landskjálftakippur hafi komið þar kl. 12.42 í dag, og staðið í 30 sekúndur. Landskjálftans hefir einnig orðið vart í Mývatnssveit, i Axarfirði, og víða á Sléttu, en ekki var hann mjög snarpur á þessum stöðum. —Tekið úr Vísi. Benedikt J. Jónsson Þessi ungi piltur mun hafa verið eini íslendingurinn, sem ferðaðist til Banff, Alberta, í vor, til þess að sitja fundi Oxford flokksins, “North American House Party.” Hann tók nokkum þátt í umræðum á fundum, og vöktu rækur hans mikla athygli á íslendingum. Grejn um ferð sína hefir hann skrifað fyrir blaðið og birtist hún á bls. 5. Benedikt er sonur Jóns Ögmundssonar og Sólveigar Nikulás- dóttur, búenda á Vostabæ í Ölfusi í Árnessýslu. Hann stundaði nám við Flensborgarskólann í Hafnarfirði. Til Canada kom hann sumarið 1930.—Síðan hingað kom hefir hann, að undanskildu fyrsta árinu, stundað nám við miðskóla og verzlunarskóla hér í borg. Einnig hefir hann lagt stund á söng og notið tilsagnar Mrs. B. H. Olson. Benedikt er hinn gervilegasti maður; hann er um tvítugt. Fundur á Gimli Á sunnudagskveldið var héldu fiskimenn við Gimli fund í skóla- húsi skamt frá bænum. Fundurinn ! var mjög fjölmennur. Hugmyndin með þessum fundi var sú að fá fylkisstjórnina til að breyta vissum ákvæðum fiskiveiða- laganna, sem valdið hafa miklum örðugleikum þeim mönnum, sem veiði stunda á Winnipegvatni sunn- an til. Fundarstjóri var Guðmund- ur Fjeldsted. Einnig voru mættir á fundinum þeir Walter J. Lindal, K.C., og Paul Reykdal, báðir frá Winnipeg. Fundarmenn mæltust til þess að Mr. Líndal greiddi fyrir sendinefnd, sem falið yrði að hafa tal af fylkisstjórninni. I/ofaðist hann til að veita nefndinni þann stuðning, sem hægt væri, þegar til Winnipeg kæmi. Samþykt var að leita einnig stuðn- ings þeirra Skúla Sigfússonar þing- manns og Joseph Thorsons, K.C., í þessu máli. Þessir menn voru kjörnir til að ná fundi stjórnarinnar: Jóhann P. Sólmundsson, Arthur Bristow, Skafti Halldórsson (yngri), Ágúst Elíassoif, og Þorsteinn Jónsson. Eimskipafélagið borgar arð Ásmundur P. Jóhannsson fekk símskeyti frá Reykjavík á mánudag- inn, þess efnis að hann hefði verið endurkosinn í Stjórnarnefnd Eim- skipafélags íslands og einnig að fé- lagið hefði borgað 4% í arð af hlutafé fyrir árið 1933, og er það sönnun þess að félagið hefir staðið sig vel árið sem leið. Þjóðverjar neita að borga Fyrir nokkru lýsti þýska stjórnin því yfir að hún sæi sér ekki fært, sem stæði, að standa í skilum með afborganir og vexti af stríðslánun- um. Þessi ráðstöfun gengur í gildi 1. júlí n. k. Þetta tiltæki mæltist mjög illa fyr- ir, sérstaklega á Englandi. Blaðið London Times lét svo jim mælt að þetta væru hin verstu svik og myndi þýska stjórnin sjá eftir þessu ger- ræði. Dr. Hjalmar Schacht, forstjóri ríkisbankans þýska, gaf í skyn að þetta væri aðeins bráðabirgðar ráð- stöfun og að vextir yrðu borgaðir um leið og þjóðin sæi sér fært. Aðal- lega snertir þetta þau lán, sem tekin voru af Þjóðverjum til lengri tíma, svo sem Dawes lánið með 7% vöxt- um og Young lánið með STA% vöxt- um. Frá 1. júlí verður ekki leyfi- legt að greiða þessa vexti. út úr landinu í erlendum gjaldmiðli, en um leið verða þessir vextir borgaðir í þýskum mörkum og peningarnir lagðir inn í reikning lánardrotna á þýskum bönkum. Er því ekki ó- mögulegt að vextirnir verði borgað- ir seinna. Bretar tóku strax þá ákvörðun að innheimta sínar skuldir hjá Þýska- landi, með því að taka í sínar hend- ur alla þá peninga, sem verzlunar jöfnuður Þjóðverja við Englend- inga kynni að nema. Þýska stjórn- in svaraði því til, að hún myndi banna þegnum sínum að eiga nokkra verslun við Blreta, eða aðrar þjóðir innan brezka veldisins. Ef að af þessu verður, getur það valdið Can- ada og Ástralíu miklu tjóni, þvi að þau lönd hafa undanfarið selt tals- vert meiri vörur til Þýskalands en þau hafa keypt þaðan. Ekki er ómögulegt að Bretar sjái sig um hönd og gangi að einhverj- um samningum við Þýskaland, frek- ar en að leggja út í einhverja óvissu, og stofna þannig allri verzlun í hættu. Margir hræðast að þýska stjórnin ætli sér að fella markið í annað sinn og losna þannig við innlendar skuld- ir, að minsta kosti. Jarðskjálftinn norðanlands Seinustu fréttir. Reykjavik, 5. júní. Samkvæmt símtali er útvarpið átti við Hrísey, eru þar 60—70 menn húsnæðislausir í eyjunni, af völdum jarðskjálftanna. Kl. 5 í fyrrinótt kom þar snarpur jarðskjálftakippur og einnig kl. 8 í gærmorgun. Kven- fólk og börn voru mjög óttaslegin og neituðu að hafast við í húsum, með- an jarðskjélftanna væri vart. Hafa verið fengin tjöld frá Akureyri, til viðbótar þeim, sem fyrir voru. Blaðið hafði fréttir frá Hrisey seint í gær. Var þá farið að liða miklu lengri tími milli kippanna og þeir ekki orðnir nærri eins snarpir. Fólk var þá farið að hughreystast og búið að koma þeim húsnæðislausu fyrir í tjöldurn og skúrum. Frá Dalvík fréttist seint í gær. Kippir höfðu fundist þar nokkrir i fyrrinótt, og þrir í gærmorgun. Skemdir hafa ekki orðið frekari en þær, setn áður voru orðnar, nema þá að sprungur í húsum hafa stækk- að við hristinginn. Samkvæmt viðtali útvarpsins við fréttaritara sinn í Hrísey höfðu menn þar ekki orðið varir við auk- inn sjávarhita eða breytingu á dýpi. Eru það kviksögur einar, sem gengu um það hér í bænum í gær. Blaðið hafði tal af Pálma Hann- esson í gær. Sagði hann, að ekki væri hægt að segja nákvæmlega hvar jarðskjálfarnir hefðu upptök sín, en líkur benti til, að það væri í nálægð Hriseyjar og Dalvíkur. Blaðið hefir aflað sér nánari frétta af jarðskjálftanum á laugar- daginn og fer hér á eftir nokkuð, til viðbótar því, sem áður hefir kom- ið í blaðinu. Skemdirnar í Dalvík. Tjón af völdum jarðskjálftans hefir orðið langmest i Dalvík og í Hrísey. í Dalvík er tjónið metið á 200 þús. kr. Mörg húsin í Dalvík eru gersam- lega eyðilögð. Af 35 steinhúsum þar, voru aðeins 4, sem ekki urðu fyrir neinum skemdum. Á hinum öllum hafa orðið meiri og minni skemdir. Harðastur varð landsjálftakipp- urinn, sem kom um hádegisleytið á laugardaginn. Þá urðu aðalskemd- írnar. En bæði seinnihluta laug- ardags, aðfaranótt sunnudagsins og á sunnudaginn varð vart við margar hræringar og munu skemdirnar hafa ágerst við það. Þorpsbúar i Dalvik hafa að mestu hafst við í tjöldum síðan jarðskjálft- ans varð vart og mun líðan þeirra vera vonum framar. Nokkrir þeirra hafa farið til Akureyrar, þar sem jarðskjálftarnir hafa haldið áfram í Danvík og því von á frekari skemd- um. Aðrar skemdir í Svarfaðardal. í sveitinni í nágrenni Dalvíkur hafa skemdirnar einnig orðið mikl- ar. í Háagerði hafa öll hús fallið. Vegurinn á Húsatjörn hefir eyði- lagst á hundrað metra kafla. Brú- in á Holtsá hefir eyðilagst. Læknis- bústaðurinn í Árgerði hefir orðið fyri miklum skemduin. Á Húsum er bærinn miklu meira en hálffall- inn. Á Hrappsstöðum, Upsum og Karlsá urðu miklar skemdir. Laugin, sem Svarfdælingar leiddu heita vatnið úr í sundlaug sina, er orðin köld. Setja menn það í sam- band við jarðhræringamar. Mestar skemdir hafa orðið í Svarfaðardal neðanverðum, en minni, eftir því, sem nær dregur f jöllum. Skemdir í Hrísey. Jarðskjálftakippur varð mjög skarpur þar um hádegislevtið á laug- (Framh. á bls. 4)

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.