Lögberg - 19.07.1934, Blaðsíða 5

Lögberg - 19.07.1934, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 19. JÚLl, 1934 5 Col. Paul Johnson (Páll Jóhannsson) Fæddur 2. nóv. 1851—Dáinn 6. júli 1934 Hann var fæddur í Kelduhverfi í NorSur-Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Jóhann Pálsson og Margrét Þórarinsdóttir. Þegar Páll var ellefu ára að aldri misti hann foreldra sína. Var'Ö aðeins dagur á milli þeirra, og voru þau jöröuð í sömu gröf. Ætt- ingjar Páls tóku hann þá til fósturs og vann hann fyrir sér hjá bændum þar norður frá, unz hann tók sig upp og flutti til Ame- ríku árið 1873, þá 21 árs að aldri. Fyrst settist hann að í Toronto, en árið T875 fluttist hann vestur að Winnipegvatni. Þá voru fyrstu íslenzku innflytjendur að búa um sig í Nýja íslandi og mun Páll hafa hjálpað til að reisa fyrsta bjálkakofann, sem Islendingar bygðu þar í sveit. Arið 1.879 flutti Páll heitinn til Norður-Dakota og tók sér- bólfestu skamt frá Pembina. Þar b)ó hann í seytján ár. Við Cavalier var hann í tvö ár og flutti svo til Mountain. Þar bjó hann til dauðadags. Hann átti því heima í Pembinasveit um 55 ára skeið. Konu sína misti Páil árið 1887 og einkadóttur sína árið 1908. Einn son eignuðust þau hjónin, Jón að nafni. Hann á heima i Saskat chc w an-f vlki. Þótt Páll heitinn fengi litla sem enga mentun i æsku og ætti jafnan við erfiðleika að stríða, tókst honum þó að afla sér mikillar þekkingar á ýmsum sviÖum. Flann gegndi mörgum vandasömum embættum í sveit sinni. 1 skólaráði átti hann sæti um 20 ár, og í stjórnarnefnd Pembina Co. álutual átti hanrx sæti í meir en 30 ár. Hann átti einnig sæti i þingi North Dakota kjörtímabilin 1919-21- 23 °g 2 5- Friðdómari var hann um 30 ár. Síðastliðið ár átti Páll heitinn við mikla sjúkdóms erfiðleika að stríða, en ráð og rænu hafði liann frarn að síðustu stund. Sem fyr segir andaðist hann 6. júlí s. 1. á Drayton sjúkrahúsinu. Hann var jarðsunginn frá kirkju Mountainsafnaðar 9. júlí, að viðstöddu fjölmenni. Séra Haraldur Sigmar stýrði kveðjuathöfninni. Með Páli heitnum er til grafar genginn einn af fyrstu íslenzku frumbyggjum hér vestra og einn af þeim merkustu. aldarinnar vandræði og viðfangsefni eru rædd án undandráttar og f lokka- rígs. Öllum er leyft að segja sína skoðun, því að öllum er ljóst, að vera megi að Guð vígi einhvern við- staddan til að vera oddvita að því að smíða veröldina upp. Biblían er lesin á þessum þingum, og könnuð til úrræða þess vanda, sem einstaklingar ganga saman á þing til umræðu og vitnisburðar. Þar fyrir utan eru fundir, er konur halda sér og karlar sér, klerkar sér, hver stétt fyrir sig, fólk úr sömu átthögum sér. Engum er skylt að vera viðstaddur messugerð, og hver sækir þangað messu, sem honum bezt líkar. sem kristileg menning gæti verið. Kjarninn í þessum mótum eru leikmenn, ólíkir að þjóðerni, kredd- um, störfum, lífsskoðunum, og það er ekki óvanalegt, að þúsund klerk- ar ýmsra kirkjudeilda og tylft bisk- upa ferðist langar leiðir til að vera viðstaddir, ekki aðeins til að kanna sannar, andlegar þarfir manna nú á tímum, heldur líka andlegar þarfir sjálfra sín. En klerkar ráða ekkj húsþingum. Þau eru fyrir karla og konur með ákveðnu markmiði, því að breyta mannslífum til þess að hverfa veröldinni að Kristi. Niðurl. Öllum gestum á heimamótum er heimilt að gera hvað þeir vilja, koma þegar þeir vilja, fara þegar þeim sýnist, öllum er gert jafn hátt undir höfði, allir láta vel að öðrum, þó af framandi löndum séu og ólíkunt kynkvíslum, svo að þar gefur að líta upptök og undirstöðu að því, 1 greininni “Oxford hreyfingin” sem birt var í síðasta blaði hefir nisprentast, sökum skrifvillu í hand- riti, ein setning. Hún er á 5. síðu i þriðja dálki, annari málsgrein. Setningin er rétt svona: “Krafta- verki likastar eru þær lífsbreytingar, 0. s. frv. Fáein orð til S. B. Benedikctssonar um páskakomu of fleira. Heiðraði fornkunningi! Eg þakka kærlega fyrir þín vina- legu og hlýju orð í minn garð í “Lögbergi” 21. júní, þó eg naumast ætti það skilið, þar sem eg hafði verið að ýfast við þinni “fingra- fræði.” Eg sá og skildi ofurvel, að þú fórst eftir nýja stíl í öllum þínum útreikningi yfir árið 930; það áleit eg miður rétt og lika talsvert vill- andi, þegar þess var ekki getið hvaða tímatali þú fórst eftir. Mér er ekki kunnugt. að nokkrum öðr- um hafi dottið í hug að breyta því tímatali, sem var í gildi á 10. öld, í annað timatal, sem ekki kom á gang fyr en 6 til 8 öldum síðar. Og þess- vegna hélt eg. satt að segja, að þú hefðir farið eftir nýja stíl í athuga- leysi. Allir viðburðir sögu og annála, er gerðust í tíð júlíanska tímatalsins (gamla stíls. sem nú köllutn vér), eru skráðir enn þann dag í dag með þvi tímatali, bæði á íslandi og í öðr- um löndum. Þorlákur biskup helgi, t. d. dó 23. des. 1193 (í gamla stíl). Eftir nýja stíl—og þínum reikningi —ætti Þorláksdagur að vera 30. desember (vorjafndægúr hafði á 12. öld þokast rétta viku aitur á bak). Sagan kennir oss, að Kólumbus hafi fundið Ameríku 12. okt. 1492 (gamli stíll). Bkki 21. október, sem væri þó samkvæmt nýja stíl. Svona má halda áfram að telja dæm- in, ýad infinitum.” í stuttu máli, menn fara allajafna eftir því alman- akinu, sem var í gildi þegar við- burðirnir gerðust. í almanakinu fyrir ár 930 eftir Krists burð hefir meðal annars ver- ið þetta: 16. marz, þriðjudagur. Vorjafn- dægur. 22. marz, mánudagur. Fult tungl, (Páskatungl). 28. marz, sunnudagur. Páskadag- ur. 1. apríl, fimtudagur; 8. 15. 22. og 29. áömuleiðis á fimtudag. Ár sólaraldar 15. sunnudagsbók- stafur C, Gyllinitalið 19 og paktar 17- Almanök voru auðvitað ekki gerð á íslandi 930, en þau voru samin og rituð suður í löndum um það leyti og jafnvel mörgum öldum fyr. En fyrst þú fórst a|S erfiða í þvi, að flytja þínar dagsetningar yfir á nýja stíl, og gerðir það af ásettu ráði, vegna þess, að það var alt rétt, frá þínu sjónarmiði, þá er það alt- saman gott og blessað; það eru þín forréttindi. Læt eg svo hér með úttalað um árið 930. Það var ágætt, að júni tunglið 1930 komst aftur á sinn rétta stað. En eg sé, að blessaðir páskarnir eru ennþá í ólagi. Páskar hafa alla daga verið erfiðir viðfangs, og var það eiginlega þeirra vegna, að eg fór af stað með þetta skrif, og líka sökum þess, að þú hálfpartinn mælt- ist til þess, að eg athugaði páskana sérstaklega. Eg sá strax á hverju þú flaskaðir með páskana, 1930, og var kominn á fremsta stig, í grein minni um dag- inn, að skýra frá hversvegna þeir voru viku síðar en þú settir þá, þ. e. 20. april í staðinn fyrir þann 13., en hætti við það þá, hafði hálfvegis forvitni á, að bíða átekta og sjá hvort þú áttaðir þig ekki á því sjálf- ur. En eg sé nú, að það heíir ekki tekist. Fingrarím Jóns biskups Árna- sonar segir 13. apríl; eftir því ferð þú. Almanakið segir 20. april. Hér er auðsjáanlega eitthvað bogið. Prófum eitthvert annað ár, t. d. 1902; þú munt segja, að páskar hafi j komið þá. 23. marz, þvi að fingra- rirnið mæli svo fyrir. En eg segi 130. marz. Enn eitthvað bogið. Þú gafst sjálfur út almanak árið 1902; því miður er það eklci í minni eigu. Gaman væri fyrir þig, að líta í þitt eigið almanak. Grunur minti er sá, að þú hafir ekki skeytt fingrarim- inu í það sinn og sett páskana þar sem þeir eiga að vera—30. marz. Akvæðið um páskahald er komið (til vor frá hinu nafntogaða kirkju- | þingi, sem var háð i Nikeu í Litlu- Asíu, árið 325 e. Kr. Eftir því er bókstaflega farið með páska, um allan hinn kristna heim, þann dag í dag. Kristnin var þá nærri 300 ára gömul. Ágreiningur mikill var kom- inn upp um nálega hvert einasta trú- aratriði, svo til stórvandræða horfði. Til þess að koma sættum á innan kirkjunnar, kallaði Konstantínus mikli, sem þá var yfirkeisari alls Rómaveldis, til þessa fundar. Þar voru mættir nærri 300 biskupar. Þær miklu deilur, sem þar skyldi jafna, koma þessu máli ekki við; um þær eru heilar bækur ritaðar í sögu kirkjunnar. Fram að þessum tima höfðu eng- ar fastar reglur verið til um páska- hald. Svo sem kunnugt er, fóru Gyðingar eftir tunglinu með sitt timatal. Þeir héldu sína páska æ- tið þann dag, sem vorjafndægra- tunglið varð fult (14. dag Nisan mánaðar). En vorjafndægratungl var þáð tungl, sem varð fult jafn- dægradaginn, eða næst þar á eftir, en fult var tunglið kallað, er það var 14 daga gamalt. Kristnir menn fengu sína páska frá Gyðingum; héldu sumir söfnuðir þá á sunnudag, en sumir sama dag og Gyðingar. Nikeu fundurinn tók sér fyrir hend- ur, að koma skipulagi á páskahald- ið og komu þar þrj ú atriði til greina, er náðu samþykki þingsins: 1. Að kristnir söfnuðir skyldi eigi halda páska sama dag og Gyð- ingar. (Svona var Gyðinga hatrið þá orðið magnað). 2. Að páskar skuli ætíð vera á sunnudag. Og, (hér gátu þeir ekki slitið sig frá tunglinu), 3. Að páska skuli ætíð halda næsta sunnudag eftir þá tunglfyll- ingu, sem verður 21. marz eða næst þar á eftir. En jafndægur bar þá upp á 21. marz. Þetta tungl er nú vanalega nefnt páskatungl. 1930 varð páska- tunglið fult á sunnudag 13. april. Reglan segir að halda páska næsta sunnudag (20. april). Gyðingar myndu halda sína páska á sunnu- dag, ef þá þæri fult tungl. Þess- vegna næsti sunnudagur hjá kristn- um mönnum. Til þess að vera viss- ir um að koma í veg fyrir allan mis- skilning, þá varð það sérstaklega tekið fram, að hvenær sem tungl- fyllinguna ber á sunnudag, þá skuli páskar vera næsta sunnudag þar á eftir. En hvernig á nú sá, sem er alls ófróður í stjörnureikningi, að vita hvenær tunglið er fult? Reikn- ingsfróðir klerkar sömdu töflu sem sýndi hvenær páskatunglið var fult, á hverju ári 19. ára tunglaldar, en menn trúðu þá, að allar breyting- ar tungls endurtækist einu sinni í sama mund, á hverjum 19 árum. Þessu klerkatungli, sem farið er eftir, að ákveða páska, ber ekki ætið saman við hið rétta “astrónómiska” tungl ; getur það munað alt að því heilum degi. Nú vill svo vel til, að páska formáli Jóns biskups Árna- sonar gefur tunglfyllinguna, þótt hann nefni það ekki. Tvær tölur í þessum formála biskupsins eru samt ekki alveg réttar: Gyllirritölin 6 og 17 ættu að gefa fult tungl 18. og 17. apríl hvor um sig. Útkoifian með páska verður þó hin sama, þótt tala J. Á. sé notuð. Hinir háæruverðugu kirkjufeður i Nikeu gerðu stórt axarskaft, að minni hyggju, að binda páskana við tunglið. Sumir segja að aðalástæð- an fyrir því hafi verið sú, að píla- grímar, sem á þeim öldum fóru í stórhópum til borganna, suður og austur í löndum um páskana, þurftu tunglsljós á ferðalaginu. Hvað sem um það er, þá hefði það samt verið eitthvað einfaldara, að láta þá koma, segjum fyrsta sunnudag í apríl, og láta tunglsljósið og pílagrímana eiga sig. En stærra axarskaft gerði Gregó- ríus páfi þrettándi, þegar hann tók upp á sig, að leiðrétta tímatalið 1582. Samkvæmt hans boði skyldi sleppa hlaupársdeginum á aldamót- um—þremur á hverjum 400 árum. Þetta var nauðsynleg endurbót, til þess að samræma árið við göngu jarðar umhverfis sólu. En Gregóríus gerði meira. Eins og eg gat um áð- ur, bar jafndægrið á 21. marz, þeg- ar Nikeu fundurinn var haldinn 325 ; BYGT TIL AÐ STANDA Stórhýsið smá hækkar eftir þvi sem steinn bætist við stein. Royal bankinn hefir stækkað ár frá ári. Staða hans, meðal stærstu banka heimsins er á traust- um vrundvelli bvgð. T H E ROYAL BANK O F C A N A D A síðan hafði það þokast, smám sam- an, aftur á bak, svo nú (1582) var það komið á 11. marz. Og þá datt páfanum það snjallræði( !) í hug, að sleppa 10 dögum úr því ári, ein- göngu til þess að drífa jafndægrið á sama dag (21. marz) eins og það var á dögum Nikeu þingsins. Þetta var, held eg, hreinn og beinn óþarfi og ekki til annars en að koma glund- roða á alt tímatalið. Eg get ekki séð, að það hefði sakað stórt, þótt jafn- dægrið hefði verið kyrt á 11. marz, og þá hefði júlíanska tímatalið hald- ist óbreytt að öllu öðru en úrfelling aldamóta hlaupársdaganna. Það lítur líka svo út, að menn hafi ekki verið sérlega hrifnir af þessu nýja, Gregóriusar tímatali, því að undan- teknum rómversk-kaþólsku ríkjun- um, sem hlýddu boði páfans þegar í stað, eins og vænta mátti, þá var þetta nýja tímatal eigi tekið upp í Danmörku, t. d. fyr en í febrúar ár- ið 1700, og á íslandi og Færeyjum í nóvember s. á.. f löndum Breta- konungs ekki fyr en 1752. Þá voru dagarnir orðnir 11, sem varð að hlaupa yfir (Einn dagur hafði bæst við: 29. febr. 1700). Tyrkir tóku upp nýja stíl 1917, Soviet stjórnin á Rússlandi 1918, og loks Grikkland 1923. Þessi þrjú síðasttöldu ríki voru orðin 13 dögum á eftir nýja stíl. Eg vona að ofanrituð frásögn um páskahaldið gefi fullnægjandi skýr- ingu, bæðí þér og öðrum, sem eitt- hvað gaman kynnu að hafa af slík- um fræðum. Ef ekki, þá bara skrif- ar þú mér prívatlega eða skreppur hingað vestur; eg Iofa þér að vera gestanæturnar, ef þú verður þekk- ur og góður. Að endingu leyfi eg mér að þakka þér sérstaklega fyrir grein þína í “Lögbergi” 14. júní, “Verndið börn- in.” Það er ein sú fallegasta og bezta bindindis hugvekja, sem eg hefi séð í íslenzkum blöðum um langt skeið. Iremerton, Wash., j6. júlí 1934. Virðingarfylst, Sveinn Arnason. Kennari í eðlisfræði: Eins og þér sjáið þá sjáið þér ekki skap- aðan hlut, en nú skuluð þér bráðum fá að sjá hvers vegna þér sjáið ekki. Ur bænum Góðfúslega er mælst til þess að þeir, sem blaðinu skulda, láti ekki dragast að senda borgun sína, sé þess nokkur kostur. Hjálmur Thorsteinsson frá Gimli kom til borgarinnar á þriðjudaginn. Hann verður hér nokkra daga. “BJARMI” mælist vinsamlega til þess, að skuldandi kaupendur hér vestra hafi hugfast að gjalddagi hans er 1. júlí ár hvert, og sendi borganir síiiar við fyrstu hentugleika til undirskrifaðs umboðsmanns hans, eða beint til útgefandans, S. Á. Gislasonar, Reykjavík. Eg hef enn nokkuð af bókumi þeim og ritum, sem eg auglýsti um síðustu jól í Lögbergi og Hkr.; eru ritin með sama verði og þá, og sömu vilkjör boðin nýjum kaupendum Bjarma og þeim er borga skuldir sínar að fullu, eins og þá voru tekin fram. Verð blaðsins er $1.50 um ánð. Skrá yfir ritin send þeim er Jress óska. Vinsamlegast S. Sigurjóns- son, 134 Louise Ave., Brandon, Man. Ferðist til Islands meö Canadian Pacific Eimskipunum Hin liraða sjóferð frá Canada eftir hinni fögru • * St. Lawrence siglingaleið priðja flokks farrými frd Montreal eða Quebec til Reykjavíkur— Aðra leið $111.50 — Báðar leiðir $197.00 Fargjöld örlítiö hærri með “Duchess” og “Empress” skipunum. öll þjónusta ábyrgst liin ánægjulegasta Vegabréf ónauðsynleg Sendið heim eftir konu yðar og börnum eða heitmey, og látið þær ferðast með CANADIAN PACIPIC til Þess að trygg-ja þeim greiða og þægilega ferð. Vér ráðstðfum öllu aðlútandi hinu nauðsynlega land- gönguleyfi. Eftir frekari upplýsingum spyrjist fyrir hjá næsta umboðsmanni eða skrifið til TV. C. CASEY, Steamship Oeneral Passénger Agent, 372 Main Street, Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.