Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 1

Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 1
47. ARGANGUR WINNIPEG, MAN., FIMTUDAGINN I. NÓVEMBER 1934 NÚMER 44 Viðsjár á stjórnmála sviðinu VerzlunarráSgjafinn, Hon. Harry H. Stevens, lætur af embætti sökum ágreinings við for- sætisráSgjafa. Víkur jafnframt frá formannsstar'fi í hinni konungiogn rannsóknarnefnd, er unniS hafSi aS rannsókn verzlunaraSferSa í Canada síSan í fyrra. Heldur þó sæti í nefndinni, ViS formensku nefndarinnar tekur W. W. Kennedy, íhaldsþingmaSur fyrir MiS-Winnipeg kjördæmiS hiS sySra.— Embættisafsögn Mr. Stevens kom í rauninni engum á óvart; um hann hafSi staðiS styr allmikill alt frá þeim tíma, er hin konunglega rannsóknarnefnd, sem getiS hefir veriS um tók til starfa, og hann viS formensku hennar. Þótti ýms- um á hinum hærri stöSum Mr. Stevens ekki ávalt vera sem nær- gætnastur í orSi, eSa aS fullu tungu sinni trúr meSan á rannsókn stóS, þar sem hann flutti ræSur viSsveg- ar um land og fordæmdi eitt og ann- aS aS lítt rannsökuSu máli; var honum borið þaS á brýn, aS hann hefSi hvort tveggja í senn, gert sjálfan sig að dómara og kviSdóm- anda, og aS hann sæti jafnvel í pólitískum skilningi á svikráSum viS Mr. Bennett. Þó kastaSi tólf- unum, er uppvíst varS um pésa nokkurn, er Mr. Stevens hafSi lát- iS prenta í byrjun júlímánaSar, aS forsætisráðgjafa fornspurSum; var Mr. Stevens þá í fyrirlestraferSum vestanlands. Lét Mr. Bennett gera pésa þenna upptækan; þó komust nokkur eintök af honum út á meSal almennings, og var innihaldið prent- aS í heilu lagi í blaSinu Winnipeg Free Press, þann 7. ágúst síSastliS- inn. Nú hefir Mr. Bennett lýst yfir því í bréfi til Mr. Stevens, um þaS leyti er hann lét af embætti, aS þessi umræddi pési hafi innihaldiS “ó- sánnar,” “ónákvæmar” og ósann- gjarnar staShæfingar í sambandi viS ýms verzlunarfélög og iSjuhölda þessa lands. Mr. Stevens hefir átt sæti á sam- bandsþingi frá því 1917, sem einn af fulltrúum British Columbiafylkis. Telur hann sér hafa veriS fórnaS á altari stóriSjuhöldanna í Austur- Canada.— SíSustu fregnir frá Ottawa herma aS heilbrigSisráSgjafinn, Dr. Mur- ray Maclaren, muni einnig láta af embætti á næstunni, og þess jafn- framt getiS til, aS R. B. Hanson, þingmaður York-Sudbury kjördæm- isins muni verSa eftirmaSur hans. OrS leikur á aS Mr. Grote Stirl- ing, þingmaSur fyrir Yale kjör- dæmiS í British Columbia. muni aS líkindum verSa skipaSur verzlunar- ráSgjafi. Úr bænum Mr. Einar Johnson frá Oak Point, Man., kom til borgarinnar snöggva ferS í fyrri viku. Mr. Kristján Bessason frá Sel- kirk var staddur í borginni á mánu- daginn, ásamt Valda syni sínum. Mr. John Halldórsson frá Lang- ruth, dvelur hér í borginni í vetur. Heimili hans er aS 929 Banning St. Dr. Tweed tannlæknir verSur í Árborg á fimtudaginn þann 8. nóv- ember næstkomandi, en á Gimli ann- an hvorn föstudag frá 2 nóv. aS telja. Mr. Gunnlaugur Ólafsson, er síS- astliSinn aldarfjórSung hefir starf- aS í þjónustu C.P.R. járnbrautar- félagsins í Reston, Man., er nýflutt- ur til borgarinnar og dvelur hér í vetur. Er heimili hans aS 745 Alverstone St. Samkoma sú, “Harvest Moon 'Social”, er fram fór í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju siSastliSið mánudagskveld, undir umsjón Jun- ior Ladies Aid safnaSarins, var meS afbrigSum vel sótt og ánægjuleg. Salurinn fagurlega skreyttur aS fyrirsögn Dr. A. Blöndal. Skemti- skrá vönduS og fjölbreytt. Mr. Gunnar Thordarson frá Hnausa, Man., var staddur í borg- inni á þriSjudaginn á leiS til Bran- don, þar sem hann hygst aS dvelja i vetur. Athygli skal hér meS leidd aS leiksýning þeirri er leikflokkur Ár- borgar stofnar til í Goodtemplara- húsinu hér í borginni á mánudags- kveldiS þann 5. nóvember næstkom- andi. Sýnir leikfélag þetta “Ap- ann”, sprenghlægilegan og skemt- andi leik. Leikflokkur þessi er Is- lendingum aS góðu kunnur, og má fólk reiSa sig á eftirminnilega skemtun. ArSur af sýningu leiks- ins gengur til Jóns Bjarnasonar skóla. ÞaS er blátt áfram skylda, skólans vegna, og leikflokksins vegna, aS fjölment verSi viS þessa leiksýningu gestanna frá Árborg. DR. JóN A, BlLDFELL er gegnt hefir læknisstörfum á Baf- finslandi, árlangt, fyrir hönd stjórn- arinnar canadisku, er nýveriS kom- inn til borgarinnar. I^ætur hann hiS bezta af dvöl sinni þar nyrSra. Líknarsamlag Winnipegborgar efnir til hinna ár- legu samskota til líknarþarfa dag- ana frá 1. til 10. nóvember næst- komandi, aS báSum dögum meS- töldum. Stofnun sú, The Federated Budget Board, Inc., er mál þetta hefir meS höndum, innir árlega af hendi umfangsmikiS mannúSarstarf innan vébanda þessa bæjarfélags, er fjöldi velgerSastofnana stySst að öllu leyti viS. ÞaS er þvi blátt á- fram siSferSisskylda aS liggja ekki á liSi sínu í þessu tilliti, þó vitan lega séu þeir margir, er eigi geta nema lítiS af mörkum lagt. Veturinn í Manitoba er oft strangur, þó tilfinnanlegastur sé hann aS sjálfsögSu þeim, sem eiga bágt. MannúSin ein getur lýst upp umhverfi þeirra, sem nauSuglega eru staddir og horfast í augu viS dapurleik allsleysisins. íslenzk skrautmuna- verzlun Hinn vinsæli og velmetni landi vor, Mr. Eggert S. Féldsted, hefir nýstofnaS fullkomna skrautmuna- verzlun aS 447 Portage Ave., hér í borginni; er búS hans hin prýSileg- asta og meS nýtízku sniSi á allan hátt. Mr. Féldsted gegndi í 27 ár á- byrgSarmikilli forstjórastöSu hjá D. R. Dingwall félaginu og rak er- indi þess viSa um lönd. Nýtur hann hvarvetna vinsælda og trausts. ís- færi meS aS heimsækja hina nýju búS Mr. Féldsteds á laugardaginn kemur, er þá verSur formlega opn- uS til viSskifta. Fárviðri á Islandi Fréttasambandið, Associated Press, getur þess í hraðskeyti frá Reykjavík þann 30. þ. m., að afskaplegt fárviðri hafi dunið yfir norðurstrendur ís- lands undanfarna daga, og or- sakað margháttað tjón; að fjallháum flóðöldum hafi skol- að inn í sjávarþorp, og fé víða farist. Þrjú allstór skip rak á land á Siglufirði, þar á meðal norskt vöruflutningaskip hlað- ið síld. Kirkjuhofðingi látinn Á þriSjudaginn varS bráSkvadd- ur hér í borginni, biskupinn af Rupert’s Land, Isaac O. Stringer, einn af hinum mikilvirtustu kirkju- höfSingjum hinnar canadisku þjóð- ar. Kóngssonur í land- stjóraembætti LundúnablaSiö Sunday _ Referee, lætur þess nýlega getiS, aS miklar líkur séu til þess að yngsti sonur konungshjónanna brezku, hertoginn af Kent, muni verSa næsti land- stjóri í Canada. I $ Let Summer in Thy Heart Abide By Helen Swinburne. The summer fields, with verdure dressed, Are ehanged to hrown — the flowers are dead, And autumn, as lier last bequest, Leaves memories of gold and red The while she sinks to rest. Beneath the pall of Winter’s reign A wonderland of growth lies sleeping, Heat-t ’s-ease, to soothe a heart in pain, Snowdrops for hope — to stay thy weeping— For Spring will come again. Let Summer in thy heart abide, With roses for beauty ever new, Poppies for sleep, lying low beside Sweet bergamot and sorrowing rue, And orang'e blossoms for the bride. KvæSi þetta er eftir Helen (Mrs. Ralph Lloyd), dóttur prófessor Sveinbjörns heitins Sveinbjö|rnssonar; hefir þún ort allmargt sérlega góSra kvæSa, er birst hafa í blöðum og tímaritum í Vestur-Canada; hún er búsett að Midnapore í Albertafylki. — Ritstj. Frá Islandi Alþingi Hínir nýkjörnu alþingismenn mættu í dómkirkjunni kl. 1 e. h. í gær og hlýddu á messu þar eins og venja er áSur en þingsetning fer fram. Séra Sveinbjörn Högnason prestur á BreiðabólsstaS talaði til þingmanna meS snjallri ræðu, þar sem hann brýndi fyrir þeim, aS þeir í störfum sínum á Alþingi létu at- hafnir fylgja orSum, aS þeir ekki aðeins gerðust heyrendur og flytj- endur góðra og göfugra mála, held- ur fyrst og fremst gjörendur þeirra, til þess ætlaðist þjóðin, sem fengiS hefði þingmönnunum umboS til þess aS stjórna málefnum hennar. I mannúðar- og friSaranda skyldu þeir vinna, en ekki harSstjórnar og efnishyggju. Fundur í sameinuðu þingi. AS guðsþjónustu lokinni gengu þingmenn i fylkingu úr dómkirkj- unni í AlþingishúsiS og var þá sett- ur fundur i sameinuSu þingi í fund- arsal neSri deildar Alþingis. Fund- urinn hófst meS því aS forsætis- ráðherra Hermann Jónasson las boðskap konungs um aS kalla sam- an Alþingi og kvaddi siðan aldurs- forseta þingsins, 2. þingmann Skag- firSinga, séra Sigfús Jónsson, til þess aS stjórna fundinum. Aldursforseti tekur viS fundarstjórn Tók þá ^ldursforseti viS fundar- stjórn og nefndi til fundarskrifara þá Jörund Brynjólfsson 1. þ.m Ár- nesinga og Magnús Jónsson 1. þm. Reykvíkinga. Þá mintist aldurs- forsetinn fyrv. alþingismanns Ein- ars Þorgilssonar framkvæmdar- stjóra í HafnarfirSi og vottuðu þingmenn minningu hans virðingu sína meS því aS standa upp. SiSan skiftust þingmenn í 3 kjör- deildir, og varS þá alllangt fundar- hlé meðan kjörbréf þingmanna voru tekin til athugunar. AS þeirri at- hugun lokinni var fundi framhald- iS. Framsögumenn kjördeildanna lýstu yfir því, hver fyrir sína deild, aS hún legði til aS kjörbréf þeirra þingmanna, er hún hafSi athugaS, yrðu tekin gild, og var aS þvi búnu samþykt meS samhlj. atkv. aS taka gilda kosningu allra þingmanna. — Ágreiningi út af fjórum atkvæðum greiddum viS kosninguna í Skaga- f jarðarsýslu, er áSur hefir veriS getiS hér i blaðinu, var visaS til kjörbréfanefndar til úrskurðar. Nýir þingmenn vinna eið að stj órnarskrán ni. Þegar kosning þingmanna hafSi veriS gild tekin, unnu hinir 15 þing- menn, sem ekki höfSu áður átt sæti á Alþjingi, drengskaparheit aS stjórnarskránni, svo sem vera ber. AS því búnu fór fram kosning forseta og • varaforseta sameinaðs þings og tveggja skrifara. Forseti sameinaðs þings var kosinn Jón Baldvinsson meS 26 atkv. Magnús GuSmundsson 1. þ.m SkagfirSinga hlaut 20 atkv. og Magnús Torfason 2 atkv. Varaforseti var kjörinn Bjarni Ásgeirsson þingm. Mýra- manna, einnig meS 26 atkv. Magnús Jónsson 1. þm. Reykvíkinga hlaut 20 atkvæSi en 2 seðlar voru auðir. Skrifarar sameinaðs þings voru kosnir þeir Bjarni Bjarnason 2. þm. Árnesinga og Jón A. Jónsson þm. NorSur-IsfirSinga. Kj'órbréfanefnd kosin. Samkvæmt 4. gr. laga um þing- sköp fór fram hlutbundin kosning 5 manna í kjörbréfanefnd. Tveir listar komu fram meS þrem nöfn- um hvor. Listi Framsóknarmanna og JafnaSarmanna, þar sem til- nefndir voru Bergur Jónsson, Stef- ÚTVARP Guðsþjónustunni í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg næsta sunnudag, 4. nóvember, verður útvarpaS um alt land, frá útvarpsstöðinni CKY og þeim útvarpskerfum, sem viS hana eru tengd. GuSsþjónustan ætti aS ná til flestra eða allra ís- lenzkra bygða í Vesturheimi. Byrjar stundvíslega kl. 7 um kvöldiS. SöfnuSurinn vill gjarnan frétta á eftir, aS hve mikl- um notum guðsþjónustan hefir komiS í hinum ýmsu bygðar- lögum. Má það tilkjmna presti safnaðarins að 774 Victor St., Winnipeg, Man. án Jóhann Stefánsson og Einar Arnason, hlaut 26 atkv. og kom öll- um mönnunum i nefndina, og listi íhaldsmanna meS nöfnum þeirra Gísla Sveinssonar, Péturs Magnús- sonar og Thor Thors (listinn hlaut 19 atkv.) kom 2 hinum fyrstnefndu í nefndina.—N. dagbl. 2. okt. Maður hverfur Kl. 1 á sunnudaginn var lögregl- unni gert viövart aS Hans SigurSs- son verkamaður, Hörpugötu 20, hefSi farið heiman aS frá sér snemraa daginn áður og hefði ekki komið heim síðan. ÁSur um morguninn hafSi lög- reglan fundiS húfu og jakka á Æg- isgarði og kom í ljós við nánari at- hugun, aS Hans hefði haft hvort- tveggja daginn áður. Þá um morguninn hafSi konu hans einnig borist bréf frá honum, dagsett á laugardaginn, og segist hann þar ekki muni vera í tölu lif- enda daginn eftir. I fyrradag var slætt framundan garðinum, án árangurs. ASrar eftirgrenslanir hafa held- ur ekki boriS neinn árangur. — N. dagbl. 3. okt. Byggingarnar á jarð- skjálftasvæðinu UnniS hefir veriS af kappi aS byggingum á jarSskjálftasvæðinu. Tvö steinhús, er ónýt voru, voru rifin til grunna og bygð steinhús i staðinn. En fyrir sex steinhús, sem rifin hafa veriS, hafa verið bygS timburhús. Fyrir níu torfbæi hafa veriS bygS steinhús, en fyrir tíu torfbæi hafa timburhús veriS bygS Steypt hefir veriS utan um þriú steinhús, steyptir tveir kjallarar al- veg, en auk þess gert meira og minna við tuttugu og þrjú hús. í SvarfaSardal hafa auk þess ver- iS reistir sjö bæir alveg. En húsa- bætur og aðgerðir hefir þurft aS gera meiri og minni á flestöllum bæjunum í dalnum. Er nú verið aS setja járnþök á baðstofur á instu bæjunum, en þar voru skemdir ekki taldar fram fyr en alllöngu eftir aS jarðskjálftarnir voru um garS gengnir. Húsabyggingar þær, sem hér hafa veriS taldar og húsabætur eru enn ekki fullgerSar. í Hrísey þurfti aSeins aS byggja eitt hús af nýju, en fjögur á Ár- skógsströnd. BráSabirgSaskyli, sem reist voru í sumar, verða rifin. JarShræringar hafa fundist viS og viS á jarðskjálftasvæðinu alt fram á þennan dag, en mjög smá- vægilegar.—Mbl. 2. okt. Höfuðborg Sargoris. Skamt frá bænum Khorsabad í eyðimörk Mesópótamíu, eigi langt frá Mosul, eru rústimar af Dur Sharrukin, bæ, sem Sargon Assyríu- konungur lét reisa á 8. öld fyrir Krists burS. ÆtlaSi Sorgon aS gera þennan bæ aS höfuðborg i ríki sínu í staS Nínive. En Sargon var myrt- ur áriS 705 og flutti þá Senekerib sonur hans aftur til Ninive, en stór- hýsi Sargons í eySimörkinni hrörn- uðu.—I rústum þeirra hefir fund- ist f jöldi fomgripa, sem gefa glögga hugmynd um menningu Assyriu- manna á þeim tíma og ennþá er starfaS aS uppgreftri í þessum róst- um. Allra sálna kvöld (Eftir Ednu Jacquis) Athugasemd:— Gömul þjóðsögn skýrir frá því aS allar sálir glataðra manna fái frelsi til þess aS vitja jarðríkis eitt kveld á ári hverju og skoða sínar fornu stöðvar. Þetta er kallaS allra sálna kvöld. ViS köllum þaS “Strákakvöld.” Eftir- farandi vísur eru ortar í tilefni af þessu: Mér kveðjur hulinna heima ber haustgolan nistings köld, frá svipum glataSra sálna; þær sækja mig heim í kvöld. ÞaS kent er í fornum fræðum aS fagnandi mannheims til, í kvöld sé þeim leyft aS koma og kætast viS ljós og yl. Þær stóðust ei stóra dóminn, þær steyptust í myrkan geim, því draumsjónir drýgðra synda í dauðanum fylgdu þeim. ÞiS glötuðu, grátnu sálir, þiS gistiS hjá mér í kvöld við hluttekning, ljós og hlýju. —Eg hefi þau stundarvöld. Já, hús mitt er ykkur heimilt, og hvaS sem eg bezt get veitt; ÞiS sitjiS umhverfis eldinn, hér inni er bjart og heitt. Eg veiti af heilum huga, eg heimta’ ekki þökk né gjöld; en alt, sem eg á og hefi, þaS ykkur er vígt i kvöld. Sig. Júl. Jóhannesson. Misti sex syni í fjallgöngum. Fyrir nokkru fanst lík af fjall- göngumanni, sem hrapaS hafði, í Domgipfel-dalnum í Mont Blanc. Var giskaS á aS þetta væri lík Franz nokkurs Keinzbauer frá Wien, sem hvarf fyrir ári liSnu og tókst móður hans aS þekkja líkiS þó langt væri um liðiS. Frú Keinzbauer átti sjö syni og hafa þeir allir hrapaS í fjallgöngum. Var Franz yngsti sonur hennar, og er henni ekki lá- andi þó henni sé illa viS f jallgöng- ur. Gracie Fields heitir leikkona ein mjög kunn í London. Og kunnust er hún fyrir þaS, að fjöldi annara leikkvenna hefir gerst til þess aS herma eftir henni opinberlega. En nú er Gracie Fields orðin leiS á þessum eftirhermum og hefir aug- lýst aS hver sem hermi eftir henni á opinberum skemtistöðum eftirleiðis, verði lögsóttur. Ýmsar eftirherm- ur eftir Gracie Fields hafa veriS teknar á grammófónplötur, svo að þær lifa þrátt fyrir bannið.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.