Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 7

Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 7
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1934. 7 Nýasta loftskipið Saga þeirra loftferðatækja, sem eru léttari en lofti'S hefst með flug- belg þeirra Montgolfiersbræðra, er þeir gerðu árið 1783. Þeir notuðu sér þá staðreynd, að allir hlutir þenjast út viS hita og léttast þess- vegna í hlutfalli við rúmmál, til þess að lyfta fyrsta flugbelg sínum —"notuðu upphitað loft til þess að lyfta loftbelgnum. Og i svona tæki komst de Rozier, fyrstur allra manna upp í loftið, þó lélegt væri. Um sama leyti gerði annar fransk- ur maður, Charles að nafni betri flugbelg og í honum var farin fyrsta flugferðin yfir Ermasund, árið 1785. Loftbelgir voru i fyrsta sinn notaðir til hernaðar í orustunum við Charleroi 1794 og frægir voru loft- belgirnir orðnir frá umsátrinni um París 1870—’71, er þeir voru not- aðir til aö flytja fólk og póstflutn- ing úr hinni umsetnu borg. Voru 164 manns fluttir loftleiðis frá París meðan á umsátinni stóð. Nú eru loftbelgirnir úr siigunni, sem samgöngutæki. Þeir eru að vísvt notaðir ennþá til/ veðurathugana, látnir fara upp í háaloftin með sjálf- virk veðurathugunartæki. sent skrá- setja hitastig, loftþyngd og þess- háttar á leið sinni. Og sú tegund loftbelgja, sem nú vekur mesta at- hygli eru háloftbelgirnir, sem Pic- ard prófessor gerði fyrstur en marg- ir hafa gert sér síðan og komast upp í háloftin—“stratosfæruna” — vfir 16 kilómetra frá jörðu. Eru þeir Ómissandi tæki til háloftsrannsókn. anna og eiga eflaust meiri framtíð fyrir sér í þeirri grein en marga grunar. En svo eru loftbelgirnir líka brautryðjendur merks samgöngu- tækis — loftskipanna. Þetta hvort- tveggja byggist á nýtingu þess, að til eru lofttegundir, sem eru léttari en andrúsloftið. En loftskipin hafa það fram vfir loftbelgina, sem bár- ust fyrir loftstraumnum að þau geta farið hvert sem þau vilja, eru knú- in áfram með vélaafli og láta að stjórn. En einmitt þetta. að fá loft- skipin til að láta að stjórn reyndist einna erfiðasti þröskuldur í þró- unarsögu þeirra. Fyrstu loftskipin voru smíðuð með engri eða aðeins lítilli grind í belgnum. Þau voru að kalla úr sög- unni. En sú gerð loftskipa, sem af sífeldri þróun hefir aö segja, er kend við Zeppelin greifa, sem fékk lausn úr þýzka hernum árið 1890, þá 43 ára gamall, til þess að geta helgað sig eingöngu tilraunum sín- um með loftskipasmíðar. Aðaluppgötvun eða tilbreytni Zeppelins í þessurn smíðum var sú, að hann setti fasta grind í loft- belginn og gerði hann lengri og mjórri en loftskip þau, sem áður höfðu verið smíðuð og í stað þess að hafa eitt lofthólf gerði hann þau mörg, svo að skipinu væri ekki hætta búin þó að eitt eða fleiri yrði lekt. Fyrsta Zeppelinskipið, sem bygt var 1898—1900 var 126 metr- ar á lengd, 12 m. í þvermál og rúm- aði 11,000 rúmmetra af lofti. Það hafði tvo 16 hestafla hreyfla og gat komist 30 km. á klukkustund. Þetta loftskip eyðilagðist i lendingu nokk- urra vikna gamalt, en Zeppelin hélt áfram að smíða. Yrði of langt að rekja þá raunasögu alla, skipin brotnuðu í spón eða fuku hvert eftir annað en Zeppelin gugnaði ekki. Og í ófriðarbyrjun 1914 áttu Þjóð- verjar 20—25 loftskip. Þeir bættu ákaft við þann flota á stríðsárun- um og fullkomnuðu þau mjög, þau stækkuðu frá ófriðarbyrjun til 1918 úr 20,000 rúmmetrum upp i 68,000, vélaaflið óx úr 600—7°° hestöflum upp í 1200 og hraðinn úr 80 km. upp í 130.— Merkasta fyrirbrigðið í sögu loft- skipanna síðan striðinu lauk er “Graf Zeppelin,” sem smíðaður var að fyrirsögn dr. Eckeners, sem ver- ið hafði yfirverkfræðingur Zeppe- lins greifa og tók við stjórn loft- skipasmíðastöðvarinnar eftir lát hans, 1917. Hefir honum tekist að sýna fram á það, með ferðum sín- um á “Graf Zeppelin” að loftskipin eiga tilverurétt sem samgöngutæki. Því að eigi aðeins hefir hann siglt skipinu oftar en einu sinni kringum jörðina og farið svo oft y.fir At- lantshafið á því, að menn eru hætt- ir að veita slíkum ferðum athygli, eða hafa tölu á þeim, heldur hefir hann einnig nú síðastliðið sumar haldið uppi reglubundnum áætlun- arferðum milli Þýzkalands og Suð- ur-Ameríku. Fyrsta ferðin yfir Atlantshafið gengu að vísu skrykkj- ótt, en nú virðist hafa verið séð við öllum hættum og fólk telur það enga lífshættu að setjast um borð í “Greifann” og sigla yfir skýjunum yfir sunnanvert Atlantshaf. Og þegar skipið fer skemtiferðir, svo sem það hefir gert til íslands og annara norðurlanda, þá fá jafnan færri far en vilja. Og nú er verið að auka þennan flota og stækka og fullkomna skip- in. til þess að geta aukið loftsam- göngurnar og tekiS upp áætlunar- ferðir á fleiri leiðum. Það fyrsta af þessum skipum verður fullgert í marz og heitir “L. Z. 129”. Þetta loftskip verður það stærsta, sem smíðað hefir verið í heiminum, stærra en “Graf Zeppelin” eða drek- ar Breta og Bandaríkjamanna. Til | samanburðar við hin fyrstu loft- ! skip Zeppelins greifa má nefna að I það hefir f jóra hreyfla og er hver ! þeirra 1200 hestar að afli. Eru þeir smíðaSir í Daimler-verksmiðj- unum þýzku og brenna hráolíu, sem | er bæði ódýrari og hættuminni en | bensin. Skipið verður fylt með vatnsefni undir fyrstu ferð sína til Ameríku, en þar verður fylt helium á belgina í staðinn. Hefir það þann kost, að það er óeldfimt. En það er i að kalla ófáanlegt í Evrópu, en finst víða í Ameríku. Loftskip ])etta á að halda uppi áætlunarferð- I um til SuSur-Ameríku. eins og j “Graf Zeppelin,” en auk þess er því ætlað að fara í landkönnunarferð 1 inn í óbygðir Brazilíu, sem enginn hvítur maður hefir augum litið áð- ur. Félagið hygst að snúða fleiri skip og nota þau í áætlunarferðir til Austur-Indlands. —Fálkinn. Brekráð hin nýju Eftirfylgjandi grein birtist í Mon- treal Witness fyrir stuttu: Allskonar fjárhættuleikir gerast nú tíðir um heim allan. Brekráð þessi eru og að ná sér niðri í hugum j margra i Canada. Eiga sök á því ekki sízt skólar og sjúkrahæli. Andi | sá, sem hér ræður er með öllu illur. j Hættuleikir eru margir fyrir, þótt 1 ekki sé leitast við að bæta við það. j Fjármunalegir áhættuleikir (gambl- ing) einum til arðs revnast ætíð upp á kostnað einhvers annars. Þessi f járbrallsandi á ekkert skylt við háa og heiðarlega fjárhags viðleitni. Hann er vaxinn af sömu rót og hin blákalda singirni, sem leiddi til krossfestingar Drottins vors og frelsara Jesú Krists. Þó tekur út yfir að skólar og líknarstofnanir j skuli gera sig seka í því að vera , hluthafar í þessum ránfeng (spoils). ! Og að almennar stofnanir, sem eiga ! að stuðla að almennri upplýsing og j Hkamlegri heilsubót skuli dirfast að j skapa lítilsvirðingu fyrir hlutverki 1 sínu á þennan hátt. Er það í fylsta ! 'úáta lastsamlegt. Það er að leita ! úðs hjá Egyptum, eins og mælt var ■ til forna. Og afleiðingin sú sama j ætíð, að þeir sem það gera fyrirgera j eigin frelsi fyr eða síðar. Til eru menn þeirrar skoðunar, að því sé bót mælandi að gera rangt í smáu til þess að mikið gott hljótist af. En nálega enginn mun þó dirf- ast að halda fram þeirri kenning, að það sé hægt að afsaka það, að valda almennri siðspilling og lágum ógöfugum hugsunarhætti meðal al- mennings, ef það kynni að flytja einhvern fjármunalegan arð viss- um heilbrigðisstofnunum. Getur ekki farið hjá að menn rnunu vissu- lega hætta að leggja fríviljuglega fé fram þessum stofnunum til stuðn- ings, ef þessu heldur áfram. Kirkju. sóknir og safnaðarfélög eru nú þeg- ar farin að reka sig á þetta. Og ef reynsla sú, sem nú er fengin í þessu bendir til þeirrar afstöðu, sem al- menningur að líkindum tekur gagr - vart öllum fjárglæfra aðferðum í nafn guðs og góðra verka, fer að líkindum svo um síðir, eftir að menn bafa brent fingur stna á þessum brekráðum og fjármálabraski, að menn gera almenn samtök til þess að leggja niður allar stofnanir og gera útlæg braskmál öll og flagara. Þótt hægt sé að blekkja suma endalaust og jafnvel flesta um tíma, kemur þó að því, að ekki verður unt að blekkja alla nema um tíma. Það konta frarn um siðir menn og konur, sem með fullri djörfung dirfast að ganga i berhögg við þenn- an stórkostlega ósóma. Og hver mun geta borið fult traust til þess og verið fullviss um það, að fjár- brasks fyrirkomulag þetta sé hrekk. laust af þeirra hálfu, sem standa fyrir því? Auðvitað er alt útbúið sem tryggilegast að útliti til. En menn vita að það sannast ávalt mál- tækið: “Slægur etur slægt mat.” Að þeir, sem teljast hyggnir í þess- um fjárglæfra sökum láta þó iðu- lega blekkjast af sér slægari mönn- um. Ekki skortir ráð til þess. Fjár- munalegur ávinningur, sem veldur öðrum taps; mörgum, sem ekki skulda manni neitt, er ósómi verstu tegundar, ósiðferði á háu stigi og strang ókristileg aðferð til þess að komast yfir eignir og metorð og fé. Það er eftirtektarvert, hve margar safnaðarsto'fnanir gera sig seka í þessum ósóma. Þ. 10. þessa mánaðar héldu ráð- gjafar Ontario-fylkis fund með sér og ákváðu að róa að því öllum ár- um, að lög yrðu samin innan fvlk- isins, og með því móti- að ganga vægðarlaust í berhögg við alla f jár- brasksmenn og alla, sem gerði sig seka i allri ósiðsamlegri fjármála- legri aðferð í hvaða mynd sem er. S. S. C. Vonarsteirninn Illræmdur gimsteinn, sem veldur margs konar böli—eftir því sem sögur segja. “The Hope Diamond” (vonar- steinninn) heitir blár 44^2 karat demant, sem er einn af hinum ill- ræmdustu gimsteinum veraldar, og eiga þó álög að liggja á mörgum gim steinum. Um þennan stein er það sagt, að hann liafi valdið öllum eig- endum sínum frá því um miðja 17. öld, alls konar böli og sorgum. Steinninn er kominn frá Asíu og Loðvík 14. Frakkakonungur keypti hann. Síðan er sagt að steininum. hafi fylgt morð, geðveiki, sjálfs- morð, örbirgð og ótal margt annað böl. Einn af eigendum hans var Marie Antoinette drotning, sem var hálshöggvin, eftir frönsku stjórnar- byltinguna. Annar eigandi hans var Abdul Hamid Tyrkjasoldán, sem flæmdur var frá riki. Árið 1893 erfði hertoginn af Newcastle demantinn og seldi hann aftur 1909. Mr. Edward McLean, amerískum auðkýfingi. Hann var kvæntur konu, sem hafði erft 10 núljónir sterlingspunda, og gaf henni demantinn. Hefir hún jafnan borið hann síðan. _ Þessi kona, Mrs. E. L. W. Mc- Lean, var meðal farþega á skemti- skipinu “Carinthia” þegar það kotn hingað í sumar. Rar hún þá sem jafnan, hinn bláa demant í gullfesti um hálsinn. Ekki sagðist hún trúa þvi að steininum fylgdi nein ógæfa fyrir sig. “Eg hefi nú borið steininn í 25 ár,” sagði hún, “og mér hefir hann ekki valdið neinni ógæfu. En það er eins og hann sé einhver óheilla- gripur fyrir aðra. Núna á leiðinni handlék einn af vinum mínum stein- inn, og hann veiktist rétt á eftir. Fyrir sex árum snerti annar maður hann, varð hann fyrir eitrun rétt á eftir og dó þremur döguni seinna.” Það er sagt að Mrs. McLean hafi verið boðnar 200 þúsundir sterlings- punda fyrir steininn, en hún vill ekki selja hann. —Lesb. Mgbl. Marsvínarekst ur Kl. um 7 í gærmorgun varð Er- lendur Bíjörnsson bóndi á Breiða- bólsstað á Álptanesi var við ein- hverja hreyfingu á sjónum fram- undan Seilu á Skerjafirði. Til þess að fá fulla vitneskju um, hvað þetta myndi vera, mannaði hann bát og réru þeir þangað út og sáu að þetta var hvalatorfa (mar- svín). Snéru þeir hið skjótasta í land aftur og létu boð ganga um nesið, hvað i efni væri. Var skömmu sið- ar farið út á tveirn bátum og voru hvalirnir þá á leið til hafs. Tókst bátverjum að komast fyrir þá, en ekki gátu þeir ráðið svo stefnu þeirra, að hægt væri að reka þá á land á Seltjarnarnesi. Komu nú bátar til hjálpar frá Grímsstaðaholti og tókst að reka hvalina inn Skerjafjörð og króa þá inn í Fossvogi, en þar voru þeir reknir á land sunnan læksins, sem fellur niður í fjarðarbotninn. Tók það nokkuð langan tíma að koma hvölunum á land. Var náð í einn og einn í krónni milli bátanna, komið böndum á hann og hann síðan dreginn í land. Þar voru þeir stungnir með sveðjum og var það ófögur sjón. Börðust þeir lengi um í dauðateygjunum og gengu gusurn. ar langt á land en sjórinn í kring var allur blóðlitaður. Fjöldi fólks lir Reykjavik og Hafnarfirði var þarna saman kom- inn til að horfa á aðfarirnar. Alls voru reknir á land 67 hvalir og eru þeir flestir frá 3—6 metrar á lengd.—N. dagbl. 3. okt. Veðurbraut Tvær ófreskjur eiga heima í loft- inu og ráða öllu um tíðarfar. Þær nefnast “hæð” og “lægð.” Um margra ára skeið hafa veður- fræðingar um allan heim reynt að komast að dutlungum þeirra. Þeir vita nú að “lægð” hefir þann sig að laumast í kringum “hæð” eftir hringrás úrvísisins. Og þeir vita líka að “hæð” sendir vinda sina gegn henni öfugt við hringrás úr- vísisins. Þeir þekkja tugi dutlunga þeirra og hvað þeir eru fóknir. Én eflaust eru jafn margar kenjar þess- ara Ioftsins anda enn ókunnar. Þess vegna er það að með fullri vissu verður ekki enn spáð um veðurfar- ið, en i 85—90 tilfellum af hundrað reynast þó spádómarnir nokkurn- veginn réttir. Með því að athuga hreyfingar lægða, hafa veðurfræðingar konúst að þeirri niðurstöðu, að þær velji sér vissar brautir yfir Evrópu. Þessar brautir eru 5 alls. Og um eina þeirra, sem vísindamenn nefna “Vb”, virðist reynslan hafa sýnt fyllilega að hún sé til. Eftir henni koma lægðirnar vestan úr Atlants- hafi, “lenda” í Bretagne. Síðan liggur brautin yfir Frakkland til Riveria, yfir ítaliu til Triest. Þar beygir hún norður, yfir Vínarborg, Krakau, Warschau og norður til Leningrad. Og á þessari leið valda lægðirnar öllum óveðrum. Mesta rigning i Þýzkalandi er t. d. í Slesíufjöllum. “Vb” átti sök á hinum mildu rigningum ag vatna- vöxtum í Galiziu og Póllandi í sum- ar. Hún átti líka sök á því í októ- ber 1930 að Breslau fór að hálfu leyti í kaf. Hún átti sök á því í júli 1927 að 4 metra há flóðalda féll niður i dal í Erzgebirge og varð 150 mönnum að bana. Sama máli var að gegna 1903 þegar meiri vöxtur hljóp í Oder en dæmi eru til. Þá var úr- koma mæld 400 millimetrar, það er að segja að á hvern fermeter jarðar komu 400 lítrar af rigningarvatni Meðalúrkoma i Berlín er 577 milli- metrar á einu ári. Oft hefir “Vb” haft áhrif á við- burði sögunnar. Þannig var það 1813. Þá hljóp ógurlegur vöxtur í ár, svo að her Napóleons var teptur. Stormar, skýfall og flóð hjálpuðu til þess að ráða niðurlögum hans. Einhverjum mestu vatnavöxtum olli “Vb” árið 1342. Allar ár í vesturhluta og suðurhluta Þýska- lands, í Hollandi og Austurríki flóðu yfir bakka sína. Borgarvegg- ir Kölnar fóru t. d. í kaf svo að það mátti róa á bóti yfir þá 16. nóvember 1909 fór lægð yfir Gali- ziu og olli svo mikilli fannkomu að snjóþunginn braut niður tré og sima. I febrúar 1879 snjóaði svo mikið á þremur dögum i Karnten að jafngilt var 220 millimetra úr- komu. I desember 1886 urðu allar járnbrautarlestir fastar i snjó á 00,000 ferkílómetra svæði í Mið- Evrðpu. Þúsundir ferðamanna LÆKNIR GEFUR RÁÐ TIL AÐ VERJAST KVEFI Merkur læknir hefir sagt at5 83% af öllum manneskjum í landinu þjáist af kvefi. Hann segir a8 helzta rftðið til að verjast því, sé að auka mótstöðuaflið I líkamanum. ' NUGA-TONE hefir reynst afbragð til þess að byggja upp heilsuna. þ>að nær til hinna veiku líffæra. Gefur þeim kraft til þess að losna við eitrunina, sem orsakar veikindin. Nú er tlmi fyrir þig að styrkja líkamann. Notið NUGA- TONE I nokkra daga og takið eftir breytingunni. Selt og ábyrgst af öll- um lyfsölum. Peningum yðar skilað aftur ef þér eruð ekki ftnægðir. Mán. aðarforði fyrir etnn dollar. Gott á bragðið og heldur við heilsunni. Við hægðaleysi notið UGA-SOL, bezta lyfið, 50c. uröu þá aí5 halda jólin í smáþorpum eÖa í járnbrautarvögnunum sjálf- um. I maí 1905 brotnuðu mörg tré í Unter den Linden undan snjó- þunga. Alt þetta var “Vb” að kenna, eða lægðunum, sem fara eftir þeirri braut. I maí 1910 var 28 stiga hiti í Austur-Prússlandi en suður við Bodenvatn var hríð. Hinn 13. maí 1897 var hvergi í Evrópu jafn heitt og í Arkangel—norður hjá Ishafi! Fritz Zielesch. —Lesb.,Mbl. Gjafir í ‘Jubilee’ sjóðinn Á næsta kirkjuþingi verður minst fimtíu ára afmælis Hins. ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vestur- heimi. Aðal hlutverk kirkjufélags- ins er viðhald og efling kristnihalds í bygðum vorum. Það er vort heimatrúboð. Að borin sé fram frjáls afmælisgjöf til þess, auk hinna venjulegu árlegu tillaga til starfseminnar, á að vera einn þátt- ur í hátíðahaldinu næsta ár. Engin gjöf í sjóðinn má fara fram úr ein- um dollar frá hverjum einstaklingi, þó allar minni gjafir séu vel þegn- ar. Þar sem ástæður leyfa gætu margir eða allir meðlimir í fjöl- skyldu tekið þátt og væri það æski- legast. Allir vinir kristindómsmála vorra eru beðnir að greiða fyrii þessu. Nöfn gefenda verða birt jafnóðum. Ætti að verða merkilegt fólkstal safnaða vorra og kristin- dómsvina. Senda má tillög til féhirðis, hr. S. O. Bjerring, 550 Banning St., Winnipeg, eða afhenda þau mönn- um, sem góðfúslega hafa gefið kost á sér að veita móttöku tillögum og aðstoða féhirði við þessa söfnun víðsvegar í bygðum, samkvæmt skrá þeirri, er hér fylgir: K. V. Björnson, Minneota, Minn. Skafti Sigvaldson, Ivanhoe, Minn. Wm. Gunnlaugson, Clarkfield, Minn H. T. Hjaltalín, Mountain, N.D. J. J. Myres, Crystal, N.D. Wm. Sigurdson, Hensel, N.D. Asbjörn Sturlaugson, Svold, N.D. Miss Björg Benson, Upham, N.D. Toseph W. Hall, Gardar, N.D. H. Bjarnason, Milton, N.D. O. K. Ólafson, Edinburgh, N.D. J. S. Gillis, Brown, Man. S. Milton Freeman, Piney, Man. Tli. Swainson, Baldur, Man. G. J. Oleson, Glenboro, Man. Oli Stefánsson, Cypress River, Jón Ingjaldson, Selkirk, Man. Mrs. Elín Thidrickson, Winnipeg Beach, Man. G. B. Jónsson, Gimli, Man. Tr. Ingjaklson, Árborg, Man. Helgi Ásbjörnsson, Hecla, Man. Jón Ilalldórsson, Lundar, Man. Jón Thordarson, Langruth, Man. Miss G. A. Jóhannson, Saskatoon, Sask. II. M. Halldórson, Leslie, Sásk. Séra G. P. Johnson, Foam Lake, Sask. Magnús P.orgfjörð, Elfros, Sask. Thor Guðmundson, Elfros, Sask. Magnús Skafeld, Mozart, Sask. Stgr. Johnson, Wynyard, Sask. J. G. .Stephanson, Kandhar, Sask. E. Gunnarson, Bredenbury, Sask. G. C. Helgason, Churchbridge, Sask. Aður auglýst ..........$78.75 Framvísað af Helga Ásbjörnsson, Hecla:— Helgi Ásbjörnsson ...........$1.00 Vilhjálmur Ásbjörnsson .... 0.50 Sunnudagssk. Mikleyjar safn. 3.00 Chr. Tómasons fjölskylda .. 1.00 Mr. og Mrs. S. W. Sigurgeirs- son ......................... 0.50 G. Tómasson og fjölskylda.. 1.00 Ónefndur vinur.............. 0.25 Mr. G. J. Austfjörð......... 0.35 G. A. Williams ............. 0.25 Mr. og Mrs. Steve Helgason 1.00 Mr. og Mrs. Thorl. Douglass 0.50 Mr. E. Thordarson ...........0.25 Mr. og Mrs. Valdi Johnson . . J.00 Mr. Th. W. Sigurgeirsson .. 0.25 Mr. og Mrs. Kristm. Johnson 0.50 $90.10 Sent til féhirðis :— Jón Goodman, Glenboro .... 0.50 Guðbjörg Goodman, Glenboro 0.50 Séra H. Sigmar, Mountain . . 1.00 M rs. H. Sigmar, Mountain .. 1.00 Harold Sigmar, Mountain . . 0.50 Eric Sigmar, Mountain......0.50 Margaruite Signiar, Mountain 0.50 George Sigmar, Mountain . . 0.50 Mr. og Mrs. John Cryer, Wpg. 1.00 John A. Thompson, Wpeg. .. 0.50 Kjartan Cryer, Winnipeg .... 1.00 A. P. Johannson, Winnipeg. . 1.00 Alls !..............$98.60 Oct. 30th, 1934. Vinsamlega þakkað, S. O. Bjerring. Island í Fœreyjum Færeyski skólaflokkurinn, sem var hér í sumar, lætur mjög vel af ferð sinni og viðtökunum hér. Öll Þórshafnarblöðin hafa birt langar greinar um ferðina. Tveir af drengj- unum hafa birt dagbækur sínar úr ferðinni, Arfinnur Debess í “Tinga- krossi,” en Gunnar Waagstein í “Dimmalætting.” Er þar vel og greinilega sagt frá þvi, sem gerðist hvern dag, og sér það á, að dreng- irnir hafa verið bæði undrandi og hrifnir. — “Dagblaðið” birti langt viðtal við Rikard Long, eftir heim- komu hans. Segir hann blaðinu frá því helzta, sem í ferðinni gerðist. Um viðtökurnar segir hann: “Þær voru svo stórkostlegar að við vit- um ekki, hvernig við getum þakkað fyrir alla þá vinsemd og þann heið- ur, sem okkur var sýndur. Það sást alstaðar, hvar sem við komum, að fólkið tók á móti okkur—ekki eins og skólafólki, sem komið hefði til landsins af tilviljun, heldur sem Færeyingum og nákomnum frænd- um.” — Spurningu blaðamannsins um það, hvort börnin hafi haft gaman af ferðinni, svarar hann: “Þau hafa skemt sér ágætlega og séð margt, og eg get ekki hugsað mér annað, en að þessi ferð hafi orðið þeim til stórmikils gagns og mannað þau meira en margir mán- •uðir i skólanum. Ókunnir staðhætt- ir, hin stórfenglega náttúra, - gest- risnin og hinar ótrúlegu framfarir í verklegum framkvæmdum, bygging- um og allskonar framleiðslu, einkum i Reykjavík, hljóta að vera öllum undrunarefni, eigi sízt unglingum.” íslenzk skólasýning var í Þórs- höfn nokkra daga í ágústmánuði. Rikard Long er formaður færeyska kennarafélagsins, og fékk hann lánað dálítið af skólasýningunni, sem hér var í sumar, til að sýna þar heima. Var það handavinna, teikn- ingar og vinnubækur úr þremur bekkjum í Austurbæjarskóla, skrift- arsý'nishorn úr einum bekk í Mið- bæjarskóla, handavinna úr Hafnar- f jarðarskóla og öll sýning heima- vistaskólans á Flúðum i Árnessýslu. Sýning þessi var mikið sótt og vakti mikla athygli einkum meðal fær- eyskra kvenna. “Tingakrossur” segir: “Þetta er mjög athyglisverð sýning* Það er fyrst og fremst gaman að siá alla þessa fallegu hluti, sem barnahendur hafa skapað. En eigi er síður athyglisvert að gefa því gætur, að hér er sýndur nýr vinnuháttur, sem hlýtur að vera skemtilegur fyrir börn og kennara, eins og hann er börnunum til gagns.” —Föroya Socialdémokrat” segir: “Jafnmerkileg sýning og þessi hefir aldrei fyr verið í Færeyjum, og all- ir, sem nokkuð kæra sig um skóla- starf, eiga að sjá hana.”—N. dagbl. ► Borgið LÖGBERG!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.