Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 3

Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 3
LÖGBEKG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBEE, 1934. 3 Stærsta sigurvinningin er yfir sjálfum oss. Vissulega á þetta eigi aÖeins vi'S einstaklinginn, heldur einnig viÖ þjóðirnar og þjóÖfélagiÖ í heild sinni. Vér heyjum sífelt stríö til þess aÖ gera náttúruöflin oss undirgefin og lífiÖ öruggara; en þó er maÖurinn sjálfur ennþá sök i verstu ógæfunni og stærstu eymd- inni. Eigi erum vér heldur svo langt komnir á framfarabrautinni, aÖ vér fáum komið í veg fyrir slíkt. Hve óttaleg og auðmýkjandi játning!” Leiðina út úr ógöngunum sá Nan- sen í sambúð og samvinnu, sem grundvallast á gagnkvæmum skiln- ingi. “Framtíðin byggist ekki á vonleysi, vantrausti, hatri og öfund, —Ekkert stórt eða gott verður af- rekað í heiminum án samvinnu.” Slíkar eru meginkenningar hans, og kjarna'þeirra er að finna í þessum orðum hans: “Eg sé enga bjargar- von fyrir mannkynið nema endur- fæðing náunganskærleikans.” I þeirri trú og þeim anda vann Nansen sín miklu og margþættu mannúðarverk. Af sömu ástæöum var hann eindreginn stuðningsmað- ur og talsmaður Þjóðabandalagsins ; hann sá í hugsjónum þess og við leitni einu leiðina út úr óskapnað- inum, leiðina í áttina til varanlegs friðar. “Mér hrýs hugur við, að hugsa til þess, hvað fyrir gæti kotu- ið, ef bandalagið næði ekki tilgangi sínum,” ritar hann á einum stað. “Þær tilfinningar, sem efstar eru á baugi, virðast vera hatur, eigingirni og tortryggni milli stétta og þjóða. Heimsstríðið, sem átti að vera síð- asta stríðið—hvar eru öll faguryrð- in? Sú er skoðun mín, að þessi styrjöld hafi sýnt glöggvar heldur en nokkrar þeirra, sem á undan eru gengnar, að stríð hafi aldrei neitt gott í för með sér, ekki einu sinni fyrir sigurvegarana. Og þó eru til blektar mannverur, sem tala um næsta stríð—þó þeir hinir sömu ættu að vita, að næsta stríð yrði tortim- ing Norðiirálfu. Vér verðum að j gera alt i voru valdi til að efla Þjóðabandalagið og vinna að stofn. un Bandaríkja mannkynsins.” Ekki lét Nansen heldur lenda við orðin tóm. Á'örlagaríkuiítu tímun- um í sögu Þjóðabandalagsins, þeg- ar það var nýstofnað og átti mjög í vök að verjast, barðist hann djarf- lega fyrir þvi, að Norðmenn og aðr- ar hlutlausar þjóðir gengju í það. Honum var ljóst, að án þeirra gat ekkert verulegt -bandalag myndast, þar sem hlutverk þess var ekki sízt í því falið, að vernda smáþjóðirnar gegn ágangi stórveldanna. Bar ein- dregið fylgi hans við bandalagið mikinn árangur í Noregi og annars- staðar á Norðurlöndum og enn víðar meðal hlutlausra þjóða. Með það fyrir augum að auka álit bandalags- ins og áhrif, jafnframt því að létta neyðarkjör miljóna karla og kvenna, tókst Nansen einnig á hendur utn- sjónina með líknarstarfsemi þess. Honum duldist ekki, að tækist slík starfsemi farsællega, hefði hún ó- metanlega stjórnmálalega og menn- ingarlega þýðingu, því að hún var sáttaboð milli þjóðanna og dró saman hugi þeirra, var í einu orði sagt stórt spor í friðaráttina. Hann sá rétt. Líknarstarfsemi Þjóða- bandalagsins og önnur hjálparstarf- semi þess hefir stórum aukifi því vinsældir; hana hljóta allir að virða og þakka, jafnvel þeir, sem annars eiga litla trú á gildi bandalagsins og þykir það hafa illa náð tilgangi sín- um. Inn á við engu síður en út á við var Nansen Þjóðabandalaginu hinn þarfasti maður. Kvað jafnan njikið að honum á ráðstefnum þess og nefndar fundum; reyndist hann þar alt af trúr æðstu hugsjónúm þess, ákveðinn og tillögugóður og sjálf- kjörinn málsvari lítilmagnans. Ilann átti frumkvæðið að nýlendu-stjórn- arfyrirkomulagi bandalagsins, "man dötunum” svo kölluðu (smbr. hið nýja rit Einars Arnórssonar : Þjóða- bandalagið, Reykjavík, 1934, bís. i89—94). Ásamt Cevil lávarði barð- ist hann fyrir því, að kallað yrði sarnan þing gegn þrælahakli 1926. Tillagan um þinghald til að fjalla um vinnukúgun var einnig frá Nan- sen runnift. Mætti nefna mörg önn- ur dæmi merkilegrar og áhrifamik- illar forystu hans innan bandalags- ins. Þó voru áhrif atkvæðamikill- ar persónu hans, göfugmensku i orðum og gjörðum, skarpskygni og bjargfastrar hugsjónatrúar, enn meiri en árangur starfa hans; þau eigindi gerðu hann að leiðtoga með- al fremstu stjórnmálamanna sam- tíðarinnar. Má hér minna á þau um_ mæli Cecils lávarðar, að það væri hinir stóru persónuleikar eins og Nansen, sem þjóðabandalagið þyrfti mest á að halda til framhaldandi og vaxandi viðgangs. Hefir þó nóg sagt verið þeirri staðhæfingu til sönnunar, að dr. Fridtjof Nansen var einn af allra mestu friðarhetjum vorrar aldar, og allra alda. Hann var stórvirkur at- hafnamaður, sem helgaði starf sitt hugsjóninni stætstu — allsherjar bræðralagshugs j óninni. Þeir, sem búa i skjóli háf jallanna, fá eigi séð eða metið tign þeirra og fegurð vegna nálægðarinnar. Sama máli gegnir um andleg stórmenni. Framtíðin sér þau ávalt i sannara Ijósi heldur en samtíð þeirra. Slíkt verður hlutskifti Nansens i augurn komandi kynslóða. Spámannleg orð hans gjalla oss í eyrum sem lögeggjan: “Vér verð- um að kveikja á vitum vorum, unz leiftur þeirra streyma frá hverjum fjalltindi. Vér verð um að hef ja viö hún fána vorn í öllum löndum, um- lvkja jörðina með bræðrabandi; landstjórnirnar verða að sameinast oss i því, að vinna einlæglega að komu hins nýja tíma. Aldrei hefir þjóð og vegavilt mannkyn þráð heit- ar friðarhöfðingjann, hann, sem þekkir köllun sína, konung mannást- arinnar, sem lyftir hátt mót himni fánanum hvíta, sem á er ritað með glitrandi gull-letri þetta eina orð: Starf. Hver og einn getur skipað sér í fylkingu hans á sigurför hennar um jörðina til að vekja upp nýja kyn- slóð — skapa bróðurást og sannan friðarhug — endurvekja hjá mönn- um starfsviljann og vinnugleðina — glæða hjá þeim trúna á morgunroð- ann.” —Prestaf élagsritið. Fávísi og hyggni Framh. - Þegar við færum nú þessar setn- ingar heim til lífsskoðana þeirra, sem eg drap á í upphafi máls mins, þá sjáum við, að hvorug stenst mat vits og raka. Sú skoðun, að lífið sé leikur einn, fellur þegar í ljósi tak- markaðrar reynsluþekkingar. Það munu líka fáir vera, sem halda því fram, að alt líf sé leikur. Til þess er hið gagnstæða alt of augljóst. En margir eru þeir, ekki sízt af ung- um mönnum og konum,—og hafa alt af verið—, sem vilja gera líf sitt sem mest að leik, eða sem mest- an hluta þess. Það finst fjölda manna ákjósanlegast, að starfa sem stystan hluta ársins fyrir ærið kaup, og lifa svo hinn hluta ársins á kaup- inu—og leika sér—, unz skotsilfur er þrotið, og nýtt starfstímahil hefst, og svo koll af kolli, eftir sömu regl- unni: sem stystur vinnutími, sem mest kaup og fri. Atvinnuhættir valda þessu að nokkru. En ekki segja þeir þó fyrir um það, hvernig frítímans er notið eða kaupinu var- ið. Sizt er kvartandi undan því, þótt sá tími styttist, sem fer beint til aö þræla fyrir lífinu, — þá vinst meiri tími til andlegra iðkana, auk hins nauðsynlega hvildartíma. En bitt er varhugavert, hve mjög menn láta fristundir sínar ónotaðar til andlegrar þroskunar, eða misnota þær til mann-spillandi athæfis. Mörgu væri betur farið, ef menn gerðu meira að þvi að frjóvga anda sinn i tómstundum sínum. íslend- ingar eru taldir bókhneigð þjóð; mikið er fengið með lestri góðra bóka, og nautn góðra lista, sem mönnum opnast nú óðum aðgangur að. En mjög má og þroska anda sinn með því að helga frítíma sinn öðrum einstaklingum, með góðri breytni við þá, og heildinni, með starfsemi i félagsskap. Þessu er öllu enn ábótavant. Lýðurinn heimtaði brauð og leika á dögum Nerós, og hann gerir það enn. Leik- þörfin er rik í eðli mannsins. Ekki tjáir að vilja uppræta hana með öllu, eöa bæla hana niður. Bældar hvatir verða tíðum verstar. En henni má beina á göfugar brautir. Henni má marka skynsamlega rás. Og enn er um liana sem annað : Hóf er bezt í hverjum hlut. Lægsta krafa, sem gerð verður til hvers einstaklings, er sú, að liann hegði sér jafnan skynsamlega. Skynsamlegastar, gagnlegastar og göfugastar eru þær skemtanir, sem svala um leið þekkingarþörf manns- ins eða fegurðarþrá. Til þessa telst nautn góðra lista. Skaðlegar skemt- anir—ef skemtanir skyldi kalla— má telja nautn áfengra drykkja, tó- baks og annarra eiturlyfja, taum- leysi i ástum og annað, sem saurgar og spillir likama og sál. En um skemtanir skiftir eigi síður miklu, hvernig þeirra y notið. Svo má fara með saklausa leiki, aö skaðleg- ir verði, og ræður þar mestu sóma- tilfinning og skynsemi leikanda. Heilbrigð skynsemi og siðferðis- kend, bygð á þekkingu á kenningu Krists um göfgi hvers manns, verð- ur hér happadrýgst. Þekkingin á Guði: föðureðli hans, alstjórn og viðhaldi; þekkingin á guðseðli allra manna ásamt tilgangi þeirr-a og allr- ar skepnu að fullkomnast i likingu föðurins i eilifri, andlegri tilvist er sá grundvöllur, sem skynsamlegt val mannsins um skemtanir hans og framkomu í hverjum leik á að byggjast á. Allur leikur, sem sam- rýmst getur þessari þekkingu og stuðlar að þessum tilgangi, er gagn- legur; öll skemtun, sem eykur upp- lýsingu á þessu ’sviði, er á við margt starf í þjónustu likamans. Nokkuð svipað, og rætt hefir ver- ið hér að framan um þá lifsskoðun, að alt líf sé leikur, verður niður- staðan um hina aðra lífsskoðun, sem eg mintist á í upphafi þessa máls: lfsleiðann og býlsýni þeirra, sem sjá ekki skynsamlegan tilgang í til- verunni. Hvorttveggja er fávísi og óforsjálni. En svartsýnin er þeim mun verri, að hún verður engan veginn réttlætt með skynsamlegum rökum, þar sem leikþörfin er rétt- mæt innan vissra takmarka, eins og bent hefir verið á. Lífsleiðinn hefir orðið mörgum að f jörtjóni, er menn hafa sjálfir svift sig lífi; en það hefir víst flestum þeim sézt yfir, að sízt eiga þeir von glaðara lífs, eftir slíkt ofbeldisverk. Svartsýnin gerir sérhverjum manni lífið þung- bærara, erfiðara og torskildara, og er þvi einnig sú lifsskoðun óskyn- samleg og fjarstæð veruleikanum. Hér ber hvorttveggja að sama brunni og hugsunarleysið og létt- úðina. Alt er það heimska, er sum- part stafar af gáfnaskorti, sumpart af hugsana-leti, sumpart af hugleysi. Vilji mannsins til að hugsa, starfa, striða vil alla bresti sjálfs sín, verð- ur að lokum að hefja endurlausn hans til sannmannlegs lífs og vax- andi þroska. Er hún ekki furðuleg, þessi við- leitni mannsins, að rísa æ hærra og hærra, þrátt fyrir allar hindranir ytri og innri örðugleika! Er ekki dásamleg þessi sókn manns-sálar- innar upp og fram,—jafnvel þeirr- ar, sem lægst er fallin og aumust sýnist I Er þar ekki öruggasta tákn- ið um guðdóm mannsins, um ódauö- leika anda hans og ótæmandi þroska- möguleika? f sorpinu skina perl- urnar, í mestu niðurlægingunni slær skynsemin Ijóma guðs-ætternisins yfir æðsta dýr jarðarinnar, það er þjáist sárast og gleðst mest, stígur hæst—og fellur lægst. Roðar ekki í bjarma þeim fyrir degi fullkomn- unarinnar, upprennandi í sálu kóngs og kotungs, auðkýfings og öreiga, fáviss og vitur—bjarma hins kom- anda dags guðsríkisins I Björn Magnússon. —Kirkjublað. Á sameiginlegum fundi Mið- stjórnar og þingflokks Sjálfstæðis- manna nýlega var Ólafur Thors alþrn., kosinn formaður Sjálfstæðis- flokksins i stað Jóns Þorlákssonar borgarstjóra, sem hafði tjáð flokkn- um, að hann sæi sér ekki fært að gegna áfram formannsstarfinu vegna annríkis. PHYSICIANS and SURGEONS DR. B. J. BRANDSON 216-220 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tlmar 2-3 Heimili 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DR. J. STEFANSSON 216-220 Medical Arts Bldg. Talsími 26 688 Stundar augna, eyrna, nef og kverka sjúkdóma.—Er að hitta kl. 2.30-til 5.30 e. h. Heimili: 638 McMILLAN AVE. Talsími 42 691 Dr. P. H. T. Thorlakson 206 Medic&l Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Phones 21 21*—21 144 Res. 114 GRENFELL BLVD. Phone 62 200 DR. B. H. OLSON Dr. S. J. Johannesson DR. L. A. SIGURDSON 216-220 Medical Arts Bldg. 109 Medical Arts Bldg. Cor. Graham og Kennedy Sts. Viðtalstimi 3—5 e. h. Phone 87 293 Phone 21 834—Office tlmar 4.30-6 / Office tímar: 12-1 og 4-6 e.h. Heimili: 5 ST. JAMES PLACE 218 Sherburn St.—Sími 30877 Heimili: 102 Home St. Winnipeg, Manitoba Phone 72 409 BARRISTERS, SOLICITORS, ETC. H. A. BERGMAN, K.C. tslenzkur, lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 1656 PHONES 95 052 og 39 043 J. T. THORSON, K.C. íslenzkur lögfrœðingur 801 GREAT WEST PERM. BLD. Phone 92 755 W. J. LINDAL K.C. og BJORN STEFANSSON tslenzkir lögfrœOingar 325 MAIN ST. (á öSru gölfi) PHONE 97 621 Er að hitta að Gimli fyrsta miðvikud. í hverjum mánuði, og að Lundar fyrsta föstudag G. S. THORVALDSON B.A., LL.B. tslenzkur lögfrœOingur Skrifst. 702 CONFEDERATION LIFE BUILDING Main St., gegnt City Hall Phone 97 024 E. G. Baldwinson, LL.B. Islenzkur lögfrœölngur Phone 98 013 504 McINTYRE BLK. Svanhvit Johannesson LL.B. tslenzkur "lögmaOur” Viðtalsst.: 609 Mc ARTHUR BG. Portage Ave. (í skrifstofum McMurray & Greschuk) Simi 95 030 Heimili: 218 SHERBURN ST. Slmi 30 877 DRUGGISTS DENTISTS Medical Arts Drug Store R. A. McMillan DR. A. V. JOHNSON tsienzkur Tannlœknir Drs. H. R. & H. W. TWEED PRESCRIPTIONS Tannlœknar Surgical and Sick Room 212 CURRY BLDG., WINNIPEG 406 TORONTO GENERAL Supplies Gegnt pösthúsinu TRUSTS BUILDING Phone 23 325 Medical Arts Bldg. Síml 96 210 Heimilis 33 328 Cor. Portage Ave. og Smith St. Winnipeg, Man. PHONE 2 6 545 WINNIPEQ Phone Your Orders Dr. Cecil D. McLeod DR. T. GREENBERG Roberts Drug Stores Dentist Dentist Limited Royal Bank Building Hours 10 a. m. to 9 p.m. Sargent and Sherbrooke Ste. PHONES: Dependable Druggists Phones 3-6994. Res. 4034-72 Office 36 196 Res. 51 455 Pronipt Delivery. Nine Stores Winnipag, Man. Ste. 4 Norman Apts. 814 Sargent Ave., Winnipeg OPTOMETRISTS MASSEUR “Optical Authorities of the West” STRAIN’S LIMITED Optometrists 318 Smith Street (Toronto General Trusts Bullding) Tel. 24 552 Winnipeg PHONE 28 200 Res. 35 719 305 KENNEDY BLDG. (Opp. Eaton’s) G. W. MAGNUSSON Nuddlœknir 41 FURBY STREET Phone 36 137 Simið og semjið um samtalstlma BUSINESS CARDS mí A. S. BARDAL 848 SHERBROOKE ST. Selur llkkistur og annast um flt- farir. Allur útbúnaður sá bezU. Ennfremur selur hann allskonar minni3varða og legsteina. Slcrifstofu talslmi: 86 607 Heimilis talsími: 601 662 HANK’S HAIRDRESSING PARLOR and BARBER SHOP 3 Doors West of St. Charles Hotel Expert Operators We specialíze ín Permanent Waving, Flnger Wavlng, Brush Curling and Beauty Culture. 251 NOTRÉ DAME AVE. Phone 25 070 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 601 PARIS BLDG., WINNIPEG Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð af öllu tægi. Phone 94 221 A. C. JOHNSON 907 CONFEDERATION LIFE BUILDING, WINNIPEG Annast um fasteignir manna. Tekur að sér að ávaxta sparifé fölks. Selur eldsábyrgð og bif_ reiða ábyrgðir. Skriflegum fyrir- spurnum svarað samstundis. Skrifst.s. 96 7 57—Heimas. 33 328 oORé's ' LTD. 28 333 LOWEST RATES IN THE CITY Furniture and Piano Moving C. E. SIMONITE TLD. DEPENDABLE INSURANCE SERVICE ReaJ F.statc — Rentals Phone Office 95 411 806 McArthur Bldg. IIÓTEL I WINNIPEG THE MARLBOROUGH SMITH STREET, WINNIPEG "Winnipeg’s Dovyn Tovm Hotet" 220 Rooms with Bath Banquets, Dances, Conventions, linners and Functions of all kinds Coffee Shoppe F. J. FALD, Manager ■1 ST REGIS HOTEL 285 SMITH ST., WINNIPEG 'Pœgilegur og rólegur bústaOur i miObiki borgarinnar. Herbergi $.2.00 og þar yfir; með baðklefa $3.00 og þar yfir. Ágætar máltfðir 40c—60c Free Parking for Questa SEYMOUR HOTEL 100 Rooms with and without bath RATES REASONABLE Phone 28 411 277 Market St. C. G. Hutchison, Prop. PHONE 28 411 THE CorntoaU $otel HOTEL ST. CHARLES M c L A R E N HOTEL Sórstakt verð á viku fyrir námu- In the Heart of Everything WINNIPEO Enjoy the Comforts of a First Komið eins og þér eruð klæddir. Class Hotel, at Reduced Rates. Rooms from $1.00 Up 31.00 per Day, Up J. F. MAHONEY, Special Rates by Week or Month f ramk væmdarstj. Dining Room in Connection MAIN & RUPERT WINNIPEG Excellent Meals from 30c up It Pays to Advertise in the “Lögberg”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.