Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 2

Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 2
2 LÖGrBEíRG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER, 1934. Mannvinurinn og friðar- vinurinn—Fridtjof Nansen Eftir prófessor dr. Richard Beck “ÞaS er sjaldan, sem menn heyra andleg stórmenni tala,’’ segir séra Matthias Jochumsson á einum staÖ í æfiminningum sínum. Vort glögg- skygna og víðförla þjóðskáld, sem deilt hafði málspeki við marga and- ans höfðingja sinnar tíðar og heyrt fjölda mælskumanna úr ræðustól, vissi hvað hann söng. Ofangreind orð hans hurfu hér í hug, þegar eg fyrir nokkrum árum átti því láni að fagna, að heyra dr. Fridtjof Nan- sen flytja ræðu um líknarstarfsemi sína í Armeníu. Aðsópsmikill og höfðinglegur steig þessi íturvaxni óskasonur Noregs upp í ræðustól- inn. Djarfmannlega og skörulega flutti hann mál sitt, með hljóm- djúpri rödd, sem tíðum titraði af ríkri geðshræringu; var auðheyrt, að honum lágu þungt á hjarta ömur. leg kjör hinnar armensku þjóðar, sem orðið hafði að þola “meinin flest, sem skyn má greina.” Þó beitti ræðumaður ekki neinum mælskubrögðum, stóryrðum eða skrúömáli, til þess að ná athygli á- heyrenda; hann vissi full vel, að sannorðar lýsingar á skelfingum þeim, sem jafnan eru fylgjur styrj- alda, tala máli, sem smýgur gegn- um merg og bein, enda varð sú reyndin að þessu sinni. Menn fundu hroll fara um sig, en viknuðu jafn- framt við, því að drengilegur og mannúðarrikur málaflutningur Nan- sens sló á næmustu strengi hjartna þeirra. Með töfrum hins sterka per- sónuleika síns og áhrifamikilli túlk- un stórfelds líknar- og menningar- máls hélt hann áheyrendum rígföst- um. Framkoma hans öll og mála- flutningur báru því órækt vitni, að hér var maður, sem gæddur var ó- beygjanlegu stáli vilja og orku, og bar í brjósti óvenju djúpa mannást og hugsjónaást. Þeir munu hafa verið miklu fleiri en eg, sem gengu út úr samkomusalnum kveldið það, fullvissir þess, að þeir höfðu heyrt andlegt stórmenni tala, og ræða hans og persóna orðið þeim ógleym- anleg. Nansen var fæddur árið 1861. Hann átti til gáfu- og framtaks- manna að telja, naut ágæts uppeldis, og gerðist snemma mikill fyrir sér og athafnasamur. Þess sáust einn- ig fljótt merki, og varð þá auðsærra, er stundir liðu, að hann var búinn miklum leiðtogahæfileikum og svo fjölhæfur, að slíks eru fá dæmi. Hitt er þó enn aðdáunarverðara og fágætara, að fjölþættir hæfileikar hans voru í svo ríkum mæli, að hann stóð í fremstu röð á flestum sviðum verka sinna. Hann var afburða íþróttamaður, mestur skíða- og skautakappi Norð- manna á yngri árum. Skíðaför hans þvert yfir Grænland (1888), hin mesta hreystiför, og þó einkum heimskautaför hans og félaga hans (1893—96), auðug að afreksverk- um og vísindalegum árangri, skip- uðu honum í heiðurssess meðal íandkönnuða, færðu honum verð- skuldaða heimsfrægð, og gerðu hann að þjóðhetju Norðmanna og að fyrirmynd og átrúnaðargoði æsku- lýðsins innan Noregs og utan. Göf- gandi áhrif þessara afreka hans náðu langt út fyrir landsteina ætt- jarðar hans. En það, sem gerði Nansen svo happasælan í rannsókn- arferðunum, voru eigi aðeins hreysti hans, dirfska og úrræðasemi, heldur engu miður vísindamenska hans. Hann lagði mikla stund á dýrafræði, veðurfræði og varð brautryðjandi í þeirri vísindagrein; eru eftir hann fjöldi merkilegra fræðirita og rit- gerða. Nansen var einnig snjall rithöf- undur. Vísindarit hans og alþýðu- rit, sem víðlesin hafa orðið bæði á frummálinu og í þýðingum, og þá ekki síður dagbækur hans, sem hvað bezt lýsa gáfnafari hans, hugsjónum og insta eðli, bera fagurt vitni stíl- snild hans og frásagnargáfu. Þar er víða auðsæ ósvikin skáldgáfa. List- hneigð hans bar einnig ávöxt í teikn- ingum hans, sem eru prýðilega gerð. ar, og bera þess fullan svip, að þar hefir hög listamannshönd að verki verið. Ennþá fleiri stoðir runnu undir lýðhylli Nansens og víðfrægð. Hann var sannur föðurlandsvinur og áhrifamikill stjórnvitringur. Með ritgerðum sínum og ræðum tók hann mikinn og farsælan þátt í þeim at- burðum, sem leiddu til friðsamlegs skilnaðar Noregs og Svíþjóðar árið 1905. Næstu þrjú árin var hann sendiherra Noregs í Lundúnum og reyndist þjóð sipni hinn ágætasti fulltrúi, því að hann ávann sér traust og vinsældir brezkra stjórn- arvalda. Urðu þau ár honum auk þess afbragðs undirbúningur undir síðari störf hans í þágu Noregs og Þjóðabandalagsins. Um tíu ára skeið (1908*—18) helgaði hann því- næst starf sitt háskólakenslu, vís- indalegum rannsóknum, sem löng- um voru honum hugstæðastar, og ritstörfum, en fylgdist jafnframt gaumgæfilega með þjóðmálum heima og erlendis. Eftir að heims- styrjöldin skall á, gerðist hann á ný áhrifamikill þátttakandi í þeim niálum í Noregi og annarsstaSar á Norðurlöndum. Var hann djarf- mæltur talsmaður þeirrar skoðunar, að Norðurlanda-þjóðir ættu að halda vörð um hlutleysi sitt og önn- ur sameiginleg velferðarmál, og láta eigi undir neinum kringumstæðum sogast inn i hringiðu styrjaldarinr- ar. Eins og marga mun reka rúnni til, gerðu nefndar þjóðir, ekki ólík- lega fyrir áeggjan Nansens, slíkt samband með sér á striðsárunum, og reyndist sú samvinna góðu heilli hafin. Ótalið er þó eitthvert mikilvæg- asta og blessunarríkasta verkið, setn Nansen vann í þarfir þjóðar sir.nar á þeirn byltingatimum og örðug- leika. Án þess að Iítið sé gert úr hlutdeild annara samningsmanna, var það einkum að þakka viturleg- um og röggsamlegum málaflutningi hans, að hagkvæmir samningar tók_ ust um innflutning matvæla frá Bandaríkjum Norður-Ameríku til Noregs; var nteð þeim málalokum fyrir það girt, að norska þjóðin yrði stríð að heyja við matvöruskort, ofan á önnur vandkvæði styrjaldar- áranna, sem að öðrunt kosti lá við borð. Má því með fullum sanni segja um Nansen, að hann hafi verið, likt og Jón Sigurðsson íslendingum, sómi, sverð og skjöldur þjóðar sinn- ar. Ekki er þá heldur erfitt að skilja, hversvegna þjóðarsorg varð í Noregi, þegar þessi afreksmaður og skörungur frændþjóðar vorrar dó ávænt í maí fyrir fjórum árum síðan. Átti það ágætlega við, að þessi mikilhæfi óskmögur Noregs, sem staðið hafði í fylkingarbrjósti í sjálfstæðisbaráttu þjóðar sinnar og manna mest aukið hróður henn- ar, var til grafar borinn á sjálfum þjóðhátíðardegi hennar, 17. maí. Ekkert hæfði heldur fremur þess- um vorelska framsóknarmanni en að vera lagður til hinztu hvíldar í faðnii hins vakandi vors. Viðburöarík og ávaxtarík saga Nansens var og verður glæsilegur þáttur í menningar og stjórnmála- sögu þjóðar hans. Honum fengu landar hans í hendur stjórnvölinn, þegar þörf var öruggastrar leiðsagn- ar og hann kom skipi þeirra heilu í höfn gegnum brim og boða. En því naut hann almennrar hylli, virðing- ar og ástar ættþjóðar sinnar, að hann var ríkulega gæddur þéim eig- inleikum, sem hún dáir mest: Mann- dómslund og hetjuhug. Hann var annar Friðþjófur frækni; hann var þjóð sinni Ólafur Tryggvason end- urborinn. Að svo komnu hefir þó aðeins ver- ið snúið upp annari hliðinni á víð- tæku og stórfeldu lífsstarfi Nansens, þeirri, sem einkum vissi að Noregi og Norðmönnum. Sízt er því að leyna, sem þegar hefir verið gefið í skyn, að hann var kvistur, sem bar þess öll merki, að ásýnd og eigindum að hann var sprottinn úr noskri mold. Nansen var eins rammnorskur og þeir þjóðskörungar Norðmanna, sem allra norskastir hafa verið, svo sem Wergeland og Björnson, en átti það einnig sameiginlegt með þeim, að vera hvorttveggja í senn eldheit- ur ættjarðarvinur og víðsýnn heims- borgari—mannvinur og friðarvinur svo mikill, að hann gat rauplaust sagt með skáldinu: “Öll veröld sveit mín er.” Þegar menningarsaga vorrar kynslóðar verður rituö, saga andlegs og þjóðfélagslegs þroska, viðleitninnar í áttina til aukinnar alþjóða samvinnu, verður Nansens minst sem eins helzta merkisbera á þeirri seinfæru fjallagöngu. Hann var mikill landkönnuður, vísinda- maður og föðurlandsvinur. En í augum komandi kynslóða, að minsta kosti utan Noregs, munu afrek heimskautafarans, vísindamannsins og föðurlandsvinarins fölna i sigur- ljóma stórvirkja mannvinarins og friðarhetjunnar. Síðustu tíu ár :eti Nansens voru helguð mannúðar- starfsemi, og þaö er sú hliðin á margþættu og víðfeðmu lífsstarfi hans, sem björtustum geislum stafar, því að hún varpar bjarma inn á ó- numin draumalönd mannkynsins— er morgunroði komandi dags. Eftir því sem sá dagur hækkar á lofti, skýrist og stækkar mynd Nansens og annara frumherja friðar og mannúðar á jörðu hér. Að heimsstyrjöldinni lokinni voru hundruð 'þúsundir stríðsfanga af mörgum þjóðum dreifðar um Rúss- land, Síberíu, Mið-Evrópu og Balk- anlöndin. Hlutaðeigandi lands- stjórnir voru svo að þrotum komn- ar fjárhagslega, aö þær gátu ekki annast heimflutning þessara þegna sinna. Sundrungarbálið, sem styrj- öldin hafði kveikt, og ótti við far- sóttir reyndust einnig þrándur í götu heimflutningsstarfsins. Þar við bættist, að flutningstæki voru af skornum skamti og í mestu ó- reiðu. Loks skorti fjármagn til framkvæmda. Hér var því við ramman reip að draga, en brýn þörf skjótrar úrlausnar, því að allur þorri stríðsfanganna átti við neyðarkjör að búa. Þá er ýmsra ráða haföi verið leit- að, en árangurslaust, tók Þjóða- bandalagið nýstofnaða heimflutn. ing fanganna að sér og fól Nansen umsjá þess starfs sem aðalfulltrúa sinum. Var honum í fyrstu óljúft að hverfa frá miklum vísindalegum störfum óunnum, en rík mannást hans og friðarhugur réðu úrslitunt; og varð hann við þrábeiðni banda- lagsins. Vissu forystumenn þess gjörla, að ekki var völ á hæfari manni en honum til þessa ábyrgðar- mikla og erfiða starfs. Hann naut óskiftrar virðingar og tiltrúar heima fyrir og erlendis. sem greinilegast kom fram í því, að England og Bandaríkin höfðu stuttu áður kjörið hann að gjörðarmanni sín á milli. Alkunnugt var einnig, að hann var eindreginn stuðningsmaður Þjóða- bandalagsins og fasttrúaður á hug- sjónir þess. Nansen reyndist fyllilega starf- inu vaxinn. Með stakri fvrirhyggju og framkvæmdasemi tókst honum að koma á samvinnu meðal hlutað- eigandi ríkja um heimflutning fang- anna og einnig að afla fjárframlaga og flutningstækja. Leiðtoga- og skipulagshæfileikar hans komu nú að góðu haldi. En þess ber einnig að geta, að auk ríkisstjórnanna naut hann stuðnings fjölda ágætismanna og Iíknarfélaga eins og Rauða Krossins. Þetta stórfelda alþjóð- lega samstarf undir forystu Nan- sens bar mikinn og skjótan árangur. Á hálfu öðru ári voru um 450,000 stríðsfangar fluttir úr útlegð í heim- kynni sín. Var flutningur þeirra svo timfangsmikið verk, að Nansen haföi t. d. um tímabil heilan flota af skipum í förum fram og aftur í Eystrasalti, að ótöldum öðrum flutningstækjum á landi og sjó. En upptalningin ein saman er aðeins yfirborðslýsing á blessunarríkum árangri þessa heimflutnings fang- anna; geri maður sér í hugarlund fagnaðarfundina, fer manni að skiljast, hvert mannúðarverk hér var unnið. “Ekki er það ríki til á meginlandi Evrópu, þar sem eigin- konur og mæður hafa ekki grátið af þakklæti yfir því verki, sem Nansen vann,” segir prófessor Noel Báker, vinur og samverkamaður hans, sem var gagnkunnugur líkn- arstarfsemi hans. Heimflutningur stríösfanganna var fyrsta stórvirki Þjóðabandalags- ins. Hann var árangur góðrar sam- vinnu margra landa og ríkisstjórna, þjóða, sem rétt áður höfðu borist á banaspjótum. Þetta mikla mann- KAUPIÐ ÁVALT LUMBER hjá THE EMPIRE SASH & DOOR CO., LTD. HENRY AVENUE AND ARGYLE STREET WINNIPEG, MAN. PHONE 95 551 úðarstarf vakti vonir um J>að, að bandalagið yrði eigi aðeins til þess að græða styrjaldarsárin, heldur jafnframt til að sameina og efla friöarvini hvarvetna og friðar- hyggju. Enda þótt sá draumur hafi eigi ræzt nema að litlu leyti, átti bandalagið og stjórn þess sannar- lega þakkarskuld að gjalda Nansen og samverkamönnum hans fyrir mikið og vel unnið starf. Þetta var þó aðeins fyrsta af- rek Nansens í mannúðarmálum, og að sögn sjálfs lians litlum erfiðleik- um bundið í samanburði við næsta verkefni hans, hina víðtæku starf- semi i þá átt, að létta hungursneyð- ina á Rússlandi 1921—22, þar sem tugir miljóna manna stóðu augliti til auglitis viö hungurdauða vegna uppskerubrests. “Sjónarvottar ein- ir,” segir Nansen, “fá fyllilega skil- ið, hve hræðileg hungursneyð þessi var i raun og veru. Það, sem þar bar fyrir augu mín, hvílir jafnan eins og inartröð á sál minni.” Manni sortnar fyrir augum við að lesa lýs- ingar hans á hungur-hörmungunum, og var hann þá langt frá hneigður til öfga í slíkum frásögnum. Vegna þröngsýni og mótspyrnu ýmsra að- ilja var líknarstarfsemi þessi ekki unnin undir umsjá Þjóðabandalags- ins og harmaði Nansen það mjög, eins og fram kemur í alvöruþungum og hvassorðum ræðum hans á fund- um bandalagsráðsins. Fanst hon- um það að vonum í þessu máli sár- lega bregðast helgri skyldu sinni og hugsjónum stofnenda þess. En Nansen var ekki svo skapi farinn, að hann legði árar í bát, þó á móti blési. Hann átti þá trú á góðan mál- stað, sem flytur fjöll, og hún lét sér ekki til skammar verða. Fyrir tilmæli alþjóðaþings í Geneve hafði hann tekið að sér aðalumsjón með líknarstarfinu í Rússlandi og hann var reiðubúinn, að leggja alt í söl- urnar fyrir framgang þess velferð- armáls. Hann náði greiðlega nauð- synlegri samvinnu við stjórnina rússnesku og fór margar ferðir um þá hluta landsins, þar sem hungurs- neyðin geisaði, til þess að kynnast ástandinu af eigiri reynd og gera ráðstafanir til framkvæmda. Harn flutti fyrirlestra í stórborgum Evrópu og víðsvegar um Ameríku til þess að afla hjálparstarfinu fjár- framlaga og annars stuðnings. Þó almenningsálitið væri, af stjórnar- farslegum ástæðuin, næsta andvígt öllu rússnesku, gekk Nansen sigr- andi af hólmi og varð stórmikið á- gengt, enda stóðu margar líknar- stofnanir og ekki fáar ríkisstjórnir að baki honum. Öllu fremur voru ?að samt brennandi hugsjónaást hans og mannást, sem bergmál vöktu í hjörtum manna hvarvetna. Því var þaö, að blaðamaður nokkur lýsti aðdáun sinni á Nansen og mannúðarstarfi hans í þessum eft- irtektarverðu orðum: “Kirkjuturn- arnir lúta höfði í næturkyrðinni, ægar hann ekur framhjá.” Svo drengilega brugðust einstaklingar, félög og ýmsar ríkisstjórnir við málaleitan Nansens, að slíkt var ! eins dæmi. Víðsvegar að streymdu fjárframlög, matvæli og meðöl til hjálpar hinum bágstöddu; einkum var hlutdeild Bandarikjanna, undir forystu Hoovers, mikil og margvis- Ieg. Ráðstjórnin rússneska gerði einnig sitt til. Er áætlað, að fullar tíu miljónii' manna hafi mánuöum saman átt lífsuppeldi sitt að þakka líknarstarfsemi Nansens og sam- herja hans, en þó urðu ekki skorður við því reistar, að mikill mannfjöldi dó úr hungri, vosbúð og farsóttum. Ekki lét Nansen þar staðar num- ið; hann vildi koma í veg fyrir það, að slíkur vágestur sem hungursneyð þessi heimsækti Rússland öðru sinni; þessvegna beitti hann sér fyr- ir að útvega rússneskum bændum landbúnaðarvélar og sáðkorn. Hon- um, vísindamanninum og háskóla- kennaranum, var einnig fyllilega ljóst, að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði; hann vann því ötul- lega að því marki, aö bæta sem mest úr þörfuin æðri og lægri rússneskra mentastofnana, kennara og nem- enda. Má ýkjulaust segja, að Nan- sen hafi látið sér flest það við koma, sem verða mátti landslýð á Rúss- landi til bjargar og heilla. Skiln- ingur hans á hugsunarhætti og kjör- um hinnar rússnesku þjóðar og þýð- ingarmikilli hlutdeild hennar í þjóð- tnálum og fjármálum heimsins kem- ur greinilega fram í bók hans “Rúss- land og friðurinn,” sem kom út árið 1923. Hann á mikla samúð með þjóðinni rússnesku og trú á hæfi- leika hennar og framtíö ; en þó dreg- ur hann ekki fjögur yfir mistök ráðstjórnarinnar; hann lýsir ástand- inu á Rússlandi hlutdrægnislaust, eins og það kom honum fyrir sjón- ir, og bendir djarfmannlega á leiðir út úr ógöngunum. Nansen leit aldrei á málin gegnum lituð gleraugu flokksfylgis; hann var langt yfir liann smásálarlega hugsunarhátt hafinn, og var það eitt af höfuðein- kennum hans og miklu kostum, enda er þaö aðalsmark stórmenna í riki andans. Störf Nansens i þágu stríðsfang- anna og rússneskrar alþýðu á hall- ærisárunum hefðu nægt til að gera nafn hans ódauðlegt í annálum líkn- arstarfsemi. Þar með er þó hvergi nærri alt talið. Áður en lokið var heimflutningi stríðsfanganna, tókst hann á hendur annað stórvirki fyr- ir Þjóðabandalagið, aðalumsjón með hjálparstarfi í þarfir rússneskra flóttamanna, en hálf Önnur miljón þeirra hafði flúið land sitt eftir stjórnarbyltinguna 1917 og sigur- vinningar samveldismanna, og leit- að athvarfs víða um lönd. Frá því haustið 1921 og alt fram til síðustu stundar, árin 1924—29 í samvinnu við Alþjóða vinnumálaskrifstofuna, vann Nansen kappsamlega að því, að afla flóttamönnum þessum dvalar- staðar og atvinnu. Með aðstoð margra landstjórna og líknarfélaga tókst honum og samverkamönnum hans, að bæta kjör flóttamannanna svo tugum þúsunda skifti. Heldur það mikilvæga hjálparstarf áfram undir umsjá bandalagsins, og ber sú starfsemi, að verðugu, nafn Nan- sens. Þá átti Nansen drjúgan þátt í því, að gera viðunanlegri óbærileg kjör hundruð þúsunda grískra flótta- manna, stm leitað höfðu til Grikk- Jands úr löndum Tyrkja haustið T922, og finna útlögum þessum jarðnæði og önnur föng til sjálfs- biargar Var það, sem létt er að gera sér í hugarlund, bæði erfitt starf og f járfrekt; en Nansen lét ekki hugfallast fremur en áður, þegar á brattann var að sækja, og hefir árangurinn af þessu starfi hans orðið hinn ávaxtaríkasti, að því er snertir hag sjálfra flótta- mannanna og grísku þjóðina í heild sinni. Loks er síðasti kaflinn í fjölþættri liknarstarfsemi Nansens og langt frá hinn óglæsilegasti eða ávaxta- rýrasti, starf hans til viðreisnar armensku þjóðinni, sem örlögin iiafa svo hart leikið; enda «eg:r Nansen siálfur, að neyðarkjör annara stríðs- fanga og flóttanianna séu ekki ber- andi saman við þær skelfingar, sem Armeníumenn hafi orðið að þola. Á stríðsárunum létu þeir Iifið tug- um þúsundum saman fyrir ofsókn- um Tyrkja, eða voru reknir út í op- inn dauðann, konur og gamalmenni, unglingar og brjóstmylkingar jafnt sem karlar. Fullur helmingur ar- mensku þjóðarinnar gjöreyddist í ofsóknum þessum, en hinn hlutinn fékk borgið lífi sínu með því aö flýja land. Að stríðinu loknu hvarf margt fólks þessa heim aftur til Armeníu. Dró nú að lokaþætt- inum í harmsögu þessarar marg- mæddu þjóðar. Haustið 1922, þeg- ar Tyrkir ráku Grikki á brott úr Litlu-Asíu, voru þúsundir Armen- íumanna enn einu sinni ofsóttar og hraktar úr átthögum sínum, og leit- j uðu þeir griðlands á ýmsum stöð- ! um í Balkanlöndum, Rússlandi og Sýrlandi, en Tyrkir sölsuðu undir sig eignir þeirra. Skarst Þjóðabandalagið nú i leik- inn og sendi Nansen ásamt nefnd manna til að rannsaka kjör ar- menskra flóttamanna. Lýsir hann ferðinni og rekur sögu hinnar ar- mensku þjóðar í ritinu “Yfir Ar- njeníu” 1927; deilir hann einnig hart á Þjóðabandalagið fyrir að- gjörðarleysi þess gagnvart Armen- íumönnum og kemur að lokum fram með tillögur um hjálparstarf- semi þeim í hag; en þó viturlegar væru og tímabærar, hlutu þær lítinn byr hjá sumum stórveldunum, og féll Nansen það þungt. Þó hvarf hann eigi frá settu marki. Með fjárstyrk og öðrum stuðning frá nokkrum ríkisstjórnum, líknar- stofnunum og einstökum mönnum gerði hann á margan hátt lífvænlegri kjör armenskra útlaga og tókst að finna eigi allfáum þúsundum þeirra samastað. Munu Armeníumenn lengi í minningu geyma fórnfýsi Nansens og ötullega viðleitni í þeirra þarfir á örlagaríkum tímamótum. Framanskráð lýsing á stórfeldri og fjölþættri líknarstarfsemi Nan- sens, þó aðeins hafi stiklað verið á stærstu steinunum, ber fagurt vitni mannást hans og hugsjónaást. Og |iað er efamál, aö einn maður hafi nokkru sinni únnið sljk afrek til að létta miljónum manna styrjaldarböl eins og hann gerði á síðasta áratug æfi sinnar. Hefir hann því eigi að ástæðulausu verið kallaður “hinn miskunnsami Samverji” stríðsár- anna. í jarðveg haturs og heiftar sáði hann frækornum friðar og sam. vinnu. Hann var rödd hrópandans í eyðmörk óskapnaðar heimsófrið- arins, og þó ýmsir daufheyröust við boðskap hans, vakti hann marga þjóðarsál á Norðurálfu til gleggri meðvitundar um þjóðfélagslegar skyldur sinar. Kom það því engum á óvart, að Nansen var sæmdur friðarverðlaim- um Nóbels 1923, og var þeirri verð- launaveiting tekið með fögnuði hvarvetna, enda er óhætt að segja. að valið á vinnanda þeirra hefir enn sem komiö er ekki betur tekist. Má geta þess, að Nansen gaf alt verð- launaféð, sem var mikil upphæð, til líknarstarfsins í Rússlandi. Einnig á vel við, að minnast þess jafn- framt, að hann vann alt sitt mikla maitnúðarstar f cndurg j aldslaust með öllu. En Nansen hafðí eigi aðeins unn- ið friðarmálunum ómetanlegt gagn með líknarstarfsemi sinni. Hann var alla daga hinn ótrauðasti formælandi friðar á jörðu, og það því kröftuglegar, sem hann kyntist betur af eigin sjón og reynd eyði- leggjandi og siðspillandi áhrifum styrjalda. Að hans dómi var heirns- stríðið “martröð vitfirringar,” menningarlegt sjálfsmorð, gróður- reitur valdagræðgi, haturs og heimsku. Honum farast svo orð i einni dagbók sinni frá stríðsárun- um: “Evrópuþjóðir, “merkisberar menningar,” rífa hver aöra í sig, troða menninguna undir. fótum, leggja Norðurálfu í rústir; hver græðir á þeim viðskiftum? Og um hvað er barist? — Völd — völdin ein saman! Hvernig gat öðru vísi farið? Menning, sem gerir völdin að markmiði sínu og hugsjón, fær ómögulega hrundið mannkyninu fram á við. Hún hlýtur óhjákvæmi- lega að leiða í þessa átt—til tortím- ingar. Að þessu hlaut að draga. Menn. ing Noröurálfu er vegin og léttvæg fundin—hún var fúin innan sem utan. Eins og sýkt tré í skóginum féll hún að jörðu, óðar en stormur- inn skall á henni. Menning? Hvað er hún, ef ht'm fær eigi tamið villidýrið í oss? Ef hún snýr oss eigi frá villimensku? Það er sjálfur kjarni hennar; án þess er hún hismi eitt. En villidýrið geisar í fagnaðaræði. Fenrisúlfur er laus: “Geyr g’armr mjök fyr Gnípahelli.”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.