Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.11.1934, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBEIR, 1934. Högberg OeflB út hvem fimtudag af T fí í? CntU&fBIA PREBS L I M I T B D 69 5 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba. UtanAakrift ritstjðrans: BDJTOR LÖOBERO. 695 SARGENT AVE WINNTFEG, MAN. Terd ta.00 um drið—Borgist Jyrirfram The “L/ögberg” is printed and published by The Colum- bia Press, Limited, 69 5 Sargent Ave., Wnnipeg, Manitoba PHONE 86 327 A víðavangi Þói blöðunum íslenzlku vestarihafs hafi verið fundið eitt og annað til foráttu, og það sumt vafalaust með réttu, þá verður þó ekki um það deilt, að í hinni margþættu og flóknu baráttu, sem hér hefir verið háð fyrir við- haldi íslenzks þjóðernis, ha'fi þau átt hvað veigamestan þáttinn; að án þeirra hefðu fé- lagsleg samtök vor á meðal, hverju nafni sem nefnast, orðið drjúgum erfiðari en raun varð á, ef ekki með öllu ókleif. Vestur-lslendingar standa því í djúpri þakkarskuld við blöðin, eða útgefendur þeirra, er haldið hafa. þeim úti ár eftir ár, og það þráfaldlega með ærnu tapi. Menn, er slíkt hafa á sig lagt, og leggja enn, hafa sannað þjóðrækni sína í verki, þó minna hafi verið básúnuð en gjálfuryrðin, er lítil alvara hefir fylgt. Blöðin stvðjast við tvo tekjustofna; á- skriftargjöld og auglýsingar; báðir hafa þéss- ir tekjustofnar, af skiljanlegum ástæðum, fremur rýrnað en hitt. Eldra fólkið, ]>að, er einkuin lét sér umhugað um viðgang blað- anna, og blátt áfram gat ekki án þeirra verið, er óðfluga að týna tölunni, þó enn sé vitan- lega allmargt fólk á ýmsum aldri, er vill þeim vel, og lés þau sér til ánægju og gagns. Um fjölgun kaupenda, svo nokkru nemi, getur tæpast undir nokkrum kringumstæðum verið að ræða. Þarafleiðandi er ekki unt að gera sér vonir um tekjuauka frá áskriftargjöldum. Meðan vel lét í ári, urðn auglýsingar blað- anna stundum þyngri á metunum en áskrift- argjöldin og léttu stórvægilega undir við út- gáfubostnaðinn; nú er viðhorfið á þessu sviði allmjög breytt til hins verra; veldur því kreppan, er slegið hefir slíkum óhug á kaup- sýslumenn og verzlunarfélög, og sorfið svo að þeim, að spara varð svo að segja hvern skilding. Um t-ekjuauka af auglýsingum geta blöðin þessvegna heldur ekki gert sér von, að minsta kosti þá ekki fyr en eitthvað verulega batnar í ári. Eina bjargarvonin, eina leiðin til l.ækkunar á þeim halla, sem útgáfunni er samfara, er þessvegna fólgin í því, að allar gamlar skuldir verði greiddar og hin árlegu áskriftargjöld borguð fvrirfram. Lögberg á marga vini og velunnara víðs- vegar um nýbygðir íslendinga hér í álfu, er sýnt hafa því óbrigðula hollustu ár eftir ár, áratug eftir áratug; þessum mönnum öllum er blaðið einlæglega þakklátt. Á hinn bóginn verður sagan þó ekki öll sögð, nema á hitt sé jafnframt bent, hve ýmsum, langt of mörg- um, hefir hlaupist yfir að fullnægja hinum árlegu skyldum sínum í því að annast um greiðslu í tæka tíð. Mjög er nú farið að síga á seinni hluta yfirstandandi árs; mikið veltur því á hvernig tiltekst um innheimtu fyrir blaðið fram að áræmótum. Ánægjúefni yrði það mikið, ef kaupendur blaðsins, þeir, er enn eiga ógold- in áskriftargjöld sín, tæki nú rögg ú sig, og yrði skuldlausir um áramótin, hver einasti og einn. íslenzk þjóðrækni, íslenzk mannfélags- mál, þarfnast íslenzku blaðanna, að minsta kosti um þó nokkuð skeið enn. Viðhald blað- anna ætti þessvegna að vera Vestur-íslend- ingum brennandi metnaðarmál. Hitt yrði þeim til lítils vegsauka, ef þau, sökum skiln- ingsleysis fjöldans á nytsemi þeirra, lognuð- ust út af á næstunni. # * * Þjóðræknisfélag íslendinga í Vestur- heimi starfrækir íslenzku kenslu fyrripart hvers laugardags í vetur í Jóns Bjamasonar skólanum, með svipuðu sniði og í fyrra. Þeir, sem kensluna hafa með höndum, eru ýmist kennarar við alþýðuskólana eða hinar æðri mentastofnanir hér í borginni. Þessi íslenzku skóli er nú svo að segja nýtekinn til starfa; er aðsókn þegar orðin það mikil, að tala nemenda mun náð hafa fullu hundr- aði, auk þess sem víst má telja að fleiri bætist í hópinn áður en langt um líður. Kennarar inna störf sín ,af hendi endurgjaldslaust; laun þeirra fólgin í meðvitundinni um það, að hafa eitthvað á sig lagt í þágu íslenzkrar málsmenningar,—‘ ‘ástkæra og ylhýra máls- ins” í hinni vestrænu dreifingu fólks vors. Við kenslu í laugardagaskólanum er notað nýtt unglingablað, “Baldursbrá,” er fram- kvæmdarnefnd Þjóðræknisfélagsins gefur út, en Dr. Sig. Júl. Jóhannesson er ritstjóri að. Auk íslenzkra nemenda á ýmsum aldri, sækir skólann fólk af enskum, frönskum og amerískum stofni, og ef til vill víðar að í þjóðernislegum skilningi. . Allmargt fólk hinnar yngri kynslóðar vorrar finnur sárt til þess, að hafa ekki orðið aðnjótandi á fyrstu æskuárum, þeirrar til- sagnar í í.slenzku, að það mætti í því tilliti sjálfbjarga kallast, er fram á fullorðinsárin kæmi. Fólki, sem þannig er ástatt með, ætti kenslan í laugardagaskólanum að reynast veruleg hjálparhella. • # * # Sextándi árgangur Prestafélagsritsins hefir oss nýverið borist í bendur; kunnum vér útgefendum alúðarþakkir fyrir. Ritstjór- inn er, sem að undanförnu, prófessor Sigurð- ur P. Sívertsen, en Prestafélag íslands gefur ritið út. Efni þess er sem 'hér segir: Samvizkuhetjan Marteinn Lúther, eftir dr. theol. Jón Helgason biskup; Verður til- vera Guðs -sönnuð? eftir dr. theol. Magnús Jónsson prófessor; Kristur og mótlætið, eftir séra Friðrik Hallgrímsson; Öminn; Makræði eða manndómur, eftir Stanley Jones; Beztu verðir menningar vorrar; Um Oxfordhreyf- inguná nýju; Undirbúningur undir prédikun; Hinn dýrlegi dagur, sálmur þýddur af Vald. V. Snævarr, skólastjóra; Vilhelm Beck, eftir séra Bjarna Jónsson prófast; Frá heimavist- arskóla; Kirkjan og vorir tímar, eftir séra Benjamín Kristjánsson; Mannvinurinn og friðarvinurinn Fridtjof Nansen, eftir dr. Richard Beck prófessor; Kagawa, eftir séra Björn Magnússon; Kiistilegt félag ungra kvenna, eftir frú Guðrúnu Lárusdóttur; Til þín, minn frelsari’, eg flý, eftir Kjartan Ól- afsson, lag eftir séra Halldór Jónsson; Um líknarstarfsemi í Danmörku, eftir séra Guð- mund Einarsson prófast; Nýútkomin bók um John R. Mott, eftir S. P. S.; Prestafélagið, eftir S. P. S.; Frá kirkjuráði; Prestkvenna- fundurinn 1934; Kírkjufundur 1934; Full- trúafundur presta og kennara 1034; Bamá- heimilisstarf þjóðkirkjunnar, eftir séra Ás- mund Guðmundsson, próf.; Skipulagsskrá fvrir barnaheimilið “Sólheima” í Hverakoti í Grímsnesi; Erlendar bækur, eftir dr. M. J. og ritstj.; Reikningur Barnaheimilissjóðs þjóðkirkjunnar 1933; Aðalreikningur Presta- félags Islands 1933. Af tímaritum þeim, er um þessar mundir eru gefin út heima, ber að telja Prestafélags- ritið með þeim fremstu, ef ekki fremst. Standa að því bjartsýnir alvörumenn í ríki kristninnar á Fróni. Einn Vestur-lslendingur, dr. Ridhard Beck, á ritgerð í þessum árgangi Prestafé- lagsritsins; er hún um Norðmannahetjuna Friðþjóf Nansen; glögg ritgerð og góð; fær- ist dr. Beck mjög í aukana að stílþrótt upp á síðkastið. # # # Forsætisráðgjafi Manitobafylkis, Hon. John Bracken, flutti ræðu í canadiska klúbbn- um hér í borginni síðastliðinn fimtudág, og verður hún tæpast lofuð sem vera ætti; talaði hann þar ein«s og sá er vald hefir; eigi aðeins sem stjórnarformaður og hagsýnn bú- höldur, heldur og sem reyndur sérfræðingur í búnaðarvísindum, um héruð þau innan vé- banda þessa fylkis, sem og annarsstaðar í Canada, er væru að blása upp, og jafnvel að leggjast í auðn sökum skorts á regni; svo mik- il glöggskygni kom í ljót hjá Mr. Braoken á kjarna þessa máls, og svo ákveðnar voru til- lögur hans í umbótaáttina, að það hlýtur að skipa honum í öndvegi meðal þeirra stjórn- málamanna, en ant láta sér um þetta mikil- væga velferðarmál Vesturlandsins. Afstaða Mr. Bracken til þessa máls, hefir að sjálf- sögðu þunga og víðtæka ábyrgð í för með sér, því eins og hann benti á, verður að sameina þau öfl öll, er stjórnir héraða o«g fylkja, auk fulltingis sambandsstjórnar, eiga yfir að ráða, að viðbættum járnbrautarfélögunum, er óumflýjanlega verða að leggja sinn skerf til úrlausnar þessum vanda. Þá vék Mr. Bracken og jafnframt að því, að óhjákvæmi- legt yrði að leitað yrði samvinnu við stjóm- ina í Washington, sem og stjómir hinna ein- stöku ríkja innan takmarka ríkjasambands- ins ameríska um málið, með því að sameigin- legir hagsmunir þjóðanna beggja krefðust þess. Það liggur í augum uppi að hér sé ekki um að ræða neitt áhlaupaverk. Það þarf oft til þess langan tíma, að sannfæra næstu ná- granna um óhjákvæmilega nauðsyn samstarfs að sameiginlegum hagsmunum. Það er þess- vegna ekki nema eðlilegt að slíkt útheimti þráláta elju, að knýja stjórnir þjóða til sam- vinnu um nýmæli. Uppástungu Mr. Brackens um að láta þetta endurræktar og endurbóta mál skipa öndvegi á fundi þeim, sem ákveðið er að haldinn verði á næstunni milli sam- bandsstjórnarinnar og stjórna hinna einstöku fylkja, hefir hvarvetna verið vel tekið, og það öldungis án tillits til skoðanamismunar í póli- tískum efnum. Mr. Bracken fer fram á- það, að sýknt og heilagt verði unnið að fram- gangi þessa mikilvæga máls næstkomandi tíu árin; að öllum hugsanlegum samstarfsöflum verði beitt í þá átt, með áveit- um og endurgræðslu tilraunum, að gera hin uppblásnu héruð byggileg á ný; að láta þau f ara í auðn sé ósamboðið frjáls- mannlegri bardagaþrá hinnar canadisku þjóðar. Mr. Braoken staðhæfði í ræðu sinni, að sam- bandsstjórnin gæti ekki undir neinum kringumstæðum varið fé sínu betur en með því, að beita sér fyrir framkvæmdum í máli þessu í samráði við fylk- in, með því að fyllilega mætti ætla að frekari dráttur hefði aukinn kostnað í för með sér. “Bændur í hinum aðþrengdu héruðum hafa * haldið uppi hraustri vörn; það er skylda vor að koma nú þegar til liðs við þá,” sagði Mr. Bracken í lok ræðu sinnar.— (Inntök þessarar greinar er úr blaðinu Winnipeg Tribune). Hugðnæmar sögur Axel Thorsteinsson: DokaS viS í Hraunahreppi og Hannibal og Dúna. Reykjavík, 1934. Axel Thorsteinsson hefir ekki lát- ið smitast af þeirri öfgahneigð, sem einkennir sögur margra nýliðanna í íslenzkri skál clsagnagerð. í augum hans er “hið einfaldasta fegurst.” Trúr þeirri kennirfgu segir hann sögur sínar tilgerðarlaust og eÖli- lega, en með glöggskygni og næmum skilningi; og hefir að launum hlotið almennar vinsældir. Þessar síðustu sögur hans sverja sig ótvírætt í ættina, og eru því líklegar til aÖ eignast hylli smekkvísra og heil- skygnra lesenda. Ekki tekur skáldið hér til með- ferðar stórbrotna atburði eða af- reksverk, í venjulegri merkingu; hann sækir söguefnin beint í hvers- dagslíf alþýðunnar og verður ]>ar gott til fanga; hann veit fullvel, að ósjaldan eru það smáatvikin, sem örlagarík reynast í lífi manna. “Dokað við í Hraunahreppi” er ferðasaga borgarbúa á fornar stöðv. ar í sveit hans, snauð að óvenjuleg- um eða æsandi viðburðum, en svo vel á efninu haldið, að frásögnin heldur athygli lesandans óskiftri. Mörgum mun þó þykja saga þessi hvað merkilegust fyrir hina heil- brigðu lífsskoðun höfundarins, en henni er glegst lýst og réttilegast i orðum sjálfs hans: “Ýmsum, sem i borgum búa, verður tíðrætt mjög um það, hversu erfitt sé og fábreytilegt líf þeirra, sem ala aldur sinn í sveitunum, og undir þetta taka oftast þeir, sem ekkert kjósa frekara en að geta dvalist í sveit að sumarlagi sér til hressingar./ Því verður eigi neitað, að mörg er þar stundin erfið,, en þar er líka hins vegar margt, sem bætir upp fyrir alla erfiðleikana, alt stritið og vosbúðina, þegar tíðarfar er slsémt. Góðu dagarnir eru langt- um færri en erfiðu dagarnir. En menn búa lengi að einum góðum degi. Það, sem einn skólskins- og blíðviðisdagur lætur í té, endist lengi. Minningarnar eru fagrar og ríkar og ganga ekki til þurðar hversu langvinn, sem hausthretin reynast eða hríðarveður vetrarins. Og ótalið er, að hið nána samband við náttúruna og skepnurnar hefir svo mikilvæg áhrif á andlegt lif manna, að það meir en vegur upp á móti því, sem fjölmennið hefir að bjóða. Borga og bæjarmenningin lætur mönnum í té mikil þægindi og gæði, en hún hefir sínar skugga- hliðar, sína erfiðleika og fátækt. Hvergi er lífsbarátta fjöldans erfið- ari en í borgunum og fábreyttari, og hvergi eru mannsálirnar oft og tíðum einmanalegri, því að menn- irnir geta verið einmana, þótt þeir viti af mörgum í kringum sig. Lífs. barátta þeirra er þar oft einhæft strit, sem ekki færir þeim sanna hamingju. Er það ekki öflugasta stoð lífs- hamingjunnar, að menn geti verið trúir sjálfum sér, unað glaðir við t meir en þriðjung aldar hafa Dodd’s Kidney Pills verið viðurkendar rétta meðalið við bakverk, gigt, þvagteppu og mörgum öðrum sjflkdðmum. Fást hjá öllum lyfsölum, fyrir 50c askjan, eða sex öskjur fyrir $2.50, eða beint frá The Dodd’s Medicine Co., Ltd., Toronto, ef borgun fylgir. sitt, verið í samræmi við störf sín og umhverfi, skilið til hlítar það samband, sem er í lífi þeirra milli þess, sem liðið er, þess sem 'er og verður? En hvar — ef ekki við faðm náttúrunnar, við að erja jörð- ina, geta menn öðlast þann þroska, er skapar sanna hamingju? Ef borgarlífið, með alla sína óvægilegu baráttu, óeðlilega kapp, hraða og eril, hefir í sér fólgið meira af því, sem getur þroskað mennina, en ein- falt líf bóndans, þá befi eg ekki getað fundið það. Borgamenningin á fullan rétt á sér. Þróunin í heim- inum hefir farið í þá átt, að borgir hafa myndast, en því verður ekki neitað, að mennirnir, sem byggja þær, verða að leita út fyrir takmörk þeirra til þess að geta fundið sjálfa sig. Borgirnar eiga sína þreyttu, út- slitnu menn í þúsundæ, tugþúsunda tali, lamaða, óhamingjusama. Og þeir eru þeim mun ver farnir í fá- tækt sinni en þeir, er við faðm nátt- úrunnar búa, að þeir eru ófrjálsir í örbirgð sinni og striti. Milli þeirra og jarðarinnar, sein vér erum allir af komnir, er kaldur, harður steinn- inn, lif þeirra er hrakningslíf, í and- legum skilningi. En í allra hugum | býr í rauninni löngunin til þess að sprengja steininn, sem varnar því, að menn geti dregið til sín af þeirri orku, sem undir býr.” Axel ber bróðurorð milli borgar- búa og sveitamanna: “Við eigum í rauninni velferð og gengi hvor til annars að sækja . . . Við megum ekki gleyma því, að við erum öll börn sömu móður og því höfum við sameiginlegar skyldur að rækja, skyldur, sem oss er um megn að rækja vel, ef við erum ekki sam- huga og rik af samúð.” Höfundurinn má djarft úr flokki tala. Hlýr blær ríkrar samúðar með smælingjunum og öðrum þeim, sem heyja harða lífsbaráttu, andar les- andanum í fang hér sem jafnan í sögum Axels. Eftirfarandi orð bans eru ekki sprottin upp úr jarðvegi ábyrgðarleysis eða ófrjóss kald- lyndis: “Minningarnar vaka, kaldar, dimmar rriinningar, um erfiða göngu um steinlögð stræti, innan um tugþúsundirnar, i erfiðustu leit- inni, sem nokkur getur lent í, leit öreigans að atvinnu, dag eftir dag, án þess að hafa nokkra vissu fyrir, að þeir, sem heima biðu, fengi bita sér til matar næsta dag. Eg komst klaklaust úr þeirri leit, án þess að missa hæfileikann til að sjá, að ekk- ert ský er svo svart, aÖ einhver silf- urbjartur hnoðri boði ekki, að hand- an við skýin sé bjart af sólu. Eg geng áfram, þar sem ilmar af gróðri í hverju spori, en að baki mér ómar enn af fótataki tugþúsundanna, í erfiðri leit um kaldan, grýttan veg, þeirra, sem gengu sömu braut og eg —og ganga enn—án þess nokkru sinni að ná sólarmegin þessa lífs.” Seinni sagan í bókinni, “Hannibal og Dúna,” segir frá vestfirskum bóndasyni, er sigrast á öllum erfið- leikum með ódrepandi þrautseigju sinni; er seiglunni hér maklegt lof sungið. Sagan er einnig í alla staði hin skemtilegasta; þar bregður víða fyrir þeirri hæglátu kímni, sem höf- undurinn á til, þegar hann vill það við hafa. Sögur Arels eru eigi sízt hress- andi lestur fyrir þá sök, að hann hefir ekki glatað trú sinni á menn- ina og mannlífið. Hann er bjart- sýnn, fundvís á hið góða í fari manna og í lífinu, þó hann loki ekki augunum fyrir . skuggahliSunum. Hins vegar er það helber glám- skygni, en ekki raunsæi, að snúa að- eins upp dökka borðinu og kalla það hina einu og sönnu mynd mannlífs- ins; eða er hið góða ekki eins raun- verulegt og hið illa, hið fagra sem hið ljóta? Axel Thorsteinsson er einn þeirra, sem fasttrúaðir eru á framfara- möguleika mannanna, reynist þeir -trúir hinu göfugasta í sjálfum sér. En aldrei var það skráð, að trúleys- ið flytti fjöll. Richard Beck. Alþingi Á fundi í Nd. í gær fór fram kosning í fastanefndir deildarinnar. Kosning fór þannig: Fjárhagsnefnd: Ólafur Thors, Jakob Möller, Sigfús Jónsson, Ásg. Ásgeirsson, Stefán Jóh. Stefánsson. Samgöngumálanefnd: Gísli Sveinsson, Jón Ólafsson, Gísli Guð- mundsson, Jónas Guðmundsson, Bjarni Bjarnason. Landbúnaðarnefnd: Jón Pálma- son, Guðbrandur ísberg, Bjarni Ás- geirsson, Héðinn Valdimarsson, Páll Zophoníasson. » Sjávarútvegsnefnd: Jóhann Jós- efsson, Sigurður Kristjánsson, Finnur Jónsson, Bergur Jónsson, Páll Þorbjarnarson. Iðnaðarnefnd: Guðbr. ísberg, Jakob Möller, Páll Zophoníasson, Emil Jónsson, Bjarni Ásgeirsson. Mentamálanefnd: Pétur Hall- dórsson, Gunnar Thoroddsen, Ás- geir Ásgeirsson, Emil Jónsson, Gísli Guðmundsson. Allsherjarnefnd: Thor Thors, Garðar Þorsteinsson, Héðinn Valdi- marsson, Bergur Jónsson, Stefán Jóh. Stefánsson. N. dagbl. 3. okt. Leiðrétting. Eg hjá þinni vöggu vaki, vörður trúr, að ekkert saki; verndarkross að brjósti og baki ber, ef hættur ógna þér.— Yfir hinstu hvílu þinni —hvar sem slitur æfi þinni— planta eg hljótt með hendi minni heilög blóm, sem enginn sér— enginn nema sálin sér. Vísa þessi úr kvæði því, eftir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson, er birtist í síðasta blaði, er hér endurprentuð vegna prentvillu, er í henni varð. Fljót, örugg og þœgileg ferð Sé yður umhugað um að helmsækja vinl yðar á Islandi um jðlin, ættuð þér að ráðstafa ferðum nú þegar. Siglingar með fdrra daga m íllibili priðja flokks far yfir hafið frá Montreal til Reykjavíkur Aðra leið ..........$111.50 og hærra Báðar leiðir .......$197.00 og hærra Upplýsingar hjá umboðsmanni vorum á staðnum, eða skrifið:— R. W. Greene, 106 C.P.R. Bldg., Edmonton, Alta. G. R. ðwalwell, C.P.R. Bldg. Saskatoon, Sask. J. B. MacKay, King & Younge Sts., Toronto, Ont. W. C. CASEY, Steamship Gen’l. Passeng’r. Agent. 372 MAIN STREET, WINNIPEG, MAN. CANADIAN PACIFIC STEAMSHIPS /

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.